9.4.25

Fyndin saga

Annan morguninn í röð vaknaði ég við vekjaraklukkuna, korter yfir sex. Þegar ég var búin að klæða mig gerði ég nokkrar æfingar með 2kg lóðum. Næst lá leiðin inn í eldhús að fá sér lýsi, engifer og kanil sjúss og vatnsglas á eftir. Þá fyrst var komið að morgunverkunum á baðherberginu. Og að sjálfsögðu var ágætis tími fyrir netvafr og bloggfærslu. Mætti í vinnu um hálfátta. Var komin niður í klinkrými tíu mínútum fyrir heila tímann en þó nokkrum mínútum síðar en lærifaðir minn. Það var ekkert brjálað að gera en verkefnin skiluðu sér jafnt og þétt, fengum pásur inn á milli en fundum okkur einnig önnur verkefni eins og að stauka upp 50kr úr stórum kassa sem kom frá Seðlabankanum eftir beiðni. Í fyrradag var send inn beiðni um sendingu af 100kr og hún kom í gær. Vorum búin með fyrirliggjandi verkefni skömmu fyrir þrjú í gær. Samkvæmt skjalinu eru væntanlegir nokkrir klinkkassar úr hinum ýmsu útibúum á næstu dögum.

Þrátt fyrir að vera með sunddótið meðferðis var ég eiginlega búin að ákveða að skrópa í sund. Eins gott og það er samt að skola af sér eftir vinnu þá fæ ég ekkert samviskubit yfir að taka sundpásur dag og dag. Ætlaði að heyra í og jafnvel hitta hálfdönsku nöfnu mína og frænku en hún er víst stödd á Ítalíu í námsferð þessa dagana. Ég gerði mér því ferð í Krónuna við Fiskislóð í staðinn og var svo komin heim um fjögur leytið.

Ein af bókunum sem ég er með af safninu og er að lesa þessa dagana heitir; Fyndin saga eftir Emily Henry þýdd af Hörpu Rún Kristjánsdóttur sem er bróðurdóttir Helgu í Gutt. Hef ekki lesið bók eftir þennan höfund áður en kannski mun ég svipast um eftir fleiri sögum eftir hann. Ákvað, rétt fyrir sl. helgi að framlengja skammtímalánsbókinni um hálfan mánuð þrátt fyrir að vera búin að lesa hana. Þar með mun ég mjög líklega skila öllum bókunum á sama tíma jafnvel þótt ég lesi ekki tvær af hinum bókunum. Aðra af þeim bókum hef ég lesið áður og hin var ekki alveg að ná mér og ég er ekki viss um að ég gefi henni annað tækifæri. 

8.4.25

Reynsla

Mig rámar í að hafa rumskað um fimm leytið í gærmorgun en ég steinsofnaði greinilega aftur því næst vissi ég af mér þegar vekjarinn ýtti við mér. Hafði samt alveg nægan tíma í morgunrútínuna. Sleppti þó lóðaæfingunum. Var mætt í vinnu um hálfátta og við fórum niður ca korter fyrir heila tímann. Lærifaðir minn sá um að ýta réttum vögnum fram í skúr og taka til pantanir. Ég fór í að renna klinkinu sem safnast saman úr innleggjunum af efri hæðinni. Upp úr klukkan hálfníu varð allt rólegt í bili. Eftir kaffi voru komnar fleiri pantanir og klink frá strætó. Það komu svo 3 klinkkassar frá mismunandi útibúum og fleiri voru skráðir á skjalið sem skila sér í dag eða næstu daga. Lenti í tveimur atvikum í gær sem flokkast undir byrjenda mistök. Annars vegar dreyfðist klink út á gólf af því ég gleymdi að slökka á rennunni og hins vegar láðist mér að núllstilla vélina og bókaði of háa upphæð úr einum kassanum. Þessi tvö atvik kostuðu mis mikið vesen en ég læri víst af mistökunum. Mætti í osteóstrong tæpum klukkutíma fyrir fasta tímann og komst strax að. Var svo komin í sund upp úr klukkan fjögur. Synti 400m og var ekkert að stressa mig á tíma því kalda potts vinkona mín hafði sagst ætla að mæta korter yfir fimm. Hún var þó komin á svæðið löngu fyrr og hitti mig í kalda pottinum í hennar annarri ferð og minni fyrstu af þremur. Kom heim milli hálfsex og sex. 

7.4.25

Aftur kominn mánudagur

Það sem ég varð hissa þegar ég fór á fætur í gærmorgun og sá að klukkan var hálftíu. Þá var ég örugglega búin að sofa í um níu tíma. Var sofnuð fyrir miðnætti og var svo búin að liggja í nokkra stund upp í rúmi haldandi að klukkan væri í mesta lagi rétt byrjuð að ganga níu. Kveikti á tölvunni hans pabba áður en ég sinnti morgunverkunum á baðherberginu. Fyrsti klukkutíminn fór svo í alls konar netvafr. Pabbi kom á fætur um hálfellefu og fljótlega settist ég inn í eldhús til hans og fór að leggja kapal. Ekkert löngu síðar færðum við okkur inn í stofu. Fékk mér skyr í hádeginu. Unga parið, hafði komið heim úr sveit foreldra hans einhvern tímann eftir miðnætti, lét á sér kræla um eitt leytið. Klukkutíma síðar fóru þau í bæinn í einhvern innkaupa leiðangur. Ég hitti þau ekki aftur því ég kvaddi pabba á fimmta tímanum og var komin heim stuttu fyrir sex. Þá var N1 sonurinn kominn heim úr bústað og báðir bræðurnir því heima.

6.4.25

Titill með téi

Vaknaði um sjö í gærmorgun. Var komin í sund rúmlega átta. Fór beint á braut 2 og synti 500m og svo fimm mínútur í kalda pottinn. Þaðan í sjópottinn í korter, aftur í þann kalda í rúmar 4 mínútur og gufuna í korter áður en ég fór upp úr og þvoði mér um hárið. Var mætt til esperanto vinkonu minnar fyrir klukkan hálftíu. Lásum rúmar tvær bls. í Kon-Tiki á met hraða. Var komin heim um hálftólf. Sótti þvott af snúrum sem ég hafði næstum því gleymt að hengja upp kvöldið áður. Pakkaði niður og um tólf leytið kvaddi ég Odd og brunaði af stað austur. Kom við í Fossheiðinni og var boðið upp á dýrindis gúllassúpu og gott spjall. Var komin austur á Hellu um þrjú. Skömmu síðar sá ég, á snap-kortinu, að Davíð Steinn var að keyra framhjá Hellu. "Veifaði" í gegnum snappið og sonurinn sagði að hann myndi kannski koma við og heilsa upp á afa sinn í baka leiðinni. Hann og ferðafélaginn voru á leið að Seljalandsfossi en fóru reyndar í Nauthúsagil og blotnuðu í fæturnar í þeirri ferð. Komu við upp úr klukkan sex, annað þeirra ferfætt og hitt á sokkunum. Davíð Steinn hafði haft vit á að fara úr þeim áður en hann labbaði inn í gilið. Þau, vinirnir til sjö ára, stoppuðu í tæpa klukkustund en vildu ekki borða með okkur. Ætluðu að grilla. Við pabbi fengum okkur siginn fisk með kartöflum rófu og smjöri eftir að ferðalangarnir voru farnir. Horfðum svo á kvöldfréttir í sarpinum í sjónvarpinu.

5.4.25

Skrif

Það var sennilega rólegasti dagurinn í klinkinu í vikunni í gær og á svoleiðis dögum er ekki alveg nóg að gera fyrir tvo allan tímann. Engu að síður var ég niðri og sá um sorteringar og staukun en Jói var meira í pöntunum og bókunum. Þegar hann fór upp að ganga frá eftir hádegismatinn var eiginlega allt búið niðri. Ég ákvað þó að prófa að gera eins og hann hefur kennt mér og athuga hvort komnar væru inn pantanir sem eiga ekki að fara úr húsi fyrr en eftir helgina og það voru tvær. Tók þær til enda hefði hann ekki kennt mér þetta nema þetta væri leyfilegt. Vorum búin niðri á undan þeim sem voru að vinna uppi, upp úr klukkan hálftvö og ég mátti alveg stinga af inn í helgina. Var komin í sund um tvö leytið. Fór beint í þann kalda og eftir 5 mínútur í honum fann ég kalda potts vinkonu mína og dóttur hennar í gufunni. Elti þær svo í sjópottinn. Náði einni 3 mínútna ferð í þann kalda með vinkonu minni áður en hún fór. Synti svo aðeins 200m áður en ég fór upp úr og heim. N1 sonurinn er í vaktafríi um helgina og var hann búinn að pakka niður í ferðatösku og á leiðinni í sumarbústað á vegum Festis fljótlega eftir að ég kom heim. Hinn sonurinn ætlar að heimsækja pabba sinn og fjölskyldu hans í dag. 

4.4.25

Gleðisprengjur

Vaknaði um sex. Morgunrútínan var hefðbundin með lóða æfingum og netvafri áður en ég lagði af stað í vinnu. Var búin að stimpla mig inn um hálfátta. Lagði það til við læriföður minn að við svissuðum um hlutverk. Hann færi í pantanir og tæki bókanir en ég sæi um að sortera úr klinkkössum og stauka upp klinkið. Þetta gekk svona glimrandi vel. Lenti stundum í smá veseni, aðallega með sorteringa- og stauk vélar en í flestum tilfellum fann ég út úr hlutunum sjálf. Í hádeginu gaf ég kost á mér að vera lengur í vinnu til að bíða eftir innflutningi sem kæmi í hús milli fimm og sex. Það þurfa alltaf að vera tveir á staðnum. Oftast eru það sá í afgreiðslunni og lærifaðir minn sem taka þetta að sér. Stöku sinnum einhver annar en í gær gat sá í afgreiðslunni ekki verið lengur. Ég ákvað að prófa þetta verkefni sem felst að mestu í að bíða eftir að bíllinn með innflutninginn komi frá Keflavík. Vorum annars búin í klinkinu rétt fyrir þrjú og komum upp stuttu áður en flestir voru að fara. Framkvæmdastjóri og næstráðandi voru í húsi til klukkan fjögur að ganga fimm. Ég var sem betur fer með prjónana mína og einhvern veginn leið tíminn. Yfirleitt hringja þeir sem eru á bílnum þegar þeir leggja af stað frá Keflavík en þeir gerðu það ekki í gær en þeir komu um hálfsex. Við tókum á móti 10 pokum úr lyftinni í skúr 2 og kvittuðum fyrir, settum á vagn og keyrðum renndum inn í hvelfinguna uppi. Þegar bíllinn var farinn og við búin að loka hvelfingunni gátum við farið. Ég fór aðeins á undan og lét læriföður minn um að setja kerfin á á eftir okkur. Fór beint í sund, 5 mínútur í þann kalda, synti 300m og dýfði mér svo í þann kalda aftur í eina mínútu áður en ég fór upp úr og heim. Skipti um föt og fékk mér smá snarl. Rétt fyrir átta var ég svo mætt á skyggnilýsingarfund á vegum kíwanisklúbbsins Sólborgar í Hafnarfirði. Fundurinn stóð í rétt rúma klukkustund og skemmti ég mér ágætlega. Ég kom heim um hálftíu og fór beint í háttinn en las þó í rúman hálftíma. 

3.4.25

Og það er nú það

Ég fékk meiri ábyrgð í störfum mínum í klinkinu í gær. Sá sem hefur verið að kenna mér var "skugginn" minn fram að hádegi og lét mig um að taka ákvarðanir um hvernig verkefnin voru tækluð. Hann var þó stundum á pantana vaktinni en það þarf að fylgjast með og taka til allar pantanir sem koma til klukkan ellefu. Þær pantanir sem koma eftir klukkan ellefu má alveg taka til en þær eru yfirleitt ekki á leið út úr húsi fyrr en daginn eftir. Skugginn minn kvaddi um hádegið svo ég var ein niðri eftir hádegi. Þegar við fórum upp í mat um hálftólf áttum við svo sem ekki von á neinu meiriháttar verkefnum. Það voru þó komnir tveir klinkkassar og einnig klink sending frá félagasamtökum. Ákvað að geyma síðast nefndu pöntunina. Tók til eina klinkpöntun og vatt mér svo í að sortera klinkið úr klinkkössunum. Þeir koma frá bankaútibúum og þessir tveir voru úr hvor sínum bankanum svo ég þurfti að passa að halda þeim aðskildum og núllstilla sorteringa vélina á milli kassa. Þegar klinkið hafði verið sorterað á tvo mismunandi vagna var komið að því að stauka það upp. Kláraði annan bankann í einu. Lenti í smá veseni með staukvélina þegar ég var langt komin með annan bankann. Varð að hringja á vin. Skugginn minn var farinn úr húsi (um hádegið) en það er annar sem hefur stundum leyst hann af. Sá kom niður og hjálpaði mér að koma vélinni aftur af stað. Var ekki lengi að því og var aðeins niðri í um fimm mínútur. Þegar allt hafði verið staukað upp bókaði ég kassana inn í kerfið, færði inn í klinksjóðina og gekk frá á klinkinu á rétta staði. Prentaði svo út sjóðastöðuna úr öllum bönkum, slökkti á öllum vélum og á ljósum og fór upp. Þá var klukkan að verða hálfþrjú og ég var rauð í framan og kófsveitt. Var komin í sjóinn upp úr klukkan þrjú og heim um hálffimm leytið.

2.4.25

Kraftar

Hrökk upp örfáum mínútum áður en vekjarinn átti að ýta við mér. Dreif mig á fætur og ákvað, aldrei þessu vant, að hvíla mig á lóða-æfingum. Var mætt fyrir utan vinnustaðinn minn rétt fyrir klukkan hálfátta og hélt í fáeinar mínútur að ég hefði gleymt eða týnt aðgangskortinu mínu því ég fann það ekki í úlpuvasanum. Sá það svo í bílstjórasætinu, hafði einhvern veginn dottið úr vasanum en inni í bíl sem betur fer. Það var nokkuð rólegt framan af morgni en þeim mun meira að gera upp úr hádegi og fram til klukkan að byrja að ganga fjögur, nokkrir klinkkassar komu inn og svo hrúguðust inn klinkpantanir um tvö leytið. Kannski rétt að halda því til haga að við sáum gosið byrja í beinni klukkan tæplega tuttugu mínútur fyrir tíu þegar við vorum í kaffi, gosið sem amk liggur niðri í augnablikinu. Spennan virðist samt enn vera mikil á nokkuð stóru svæði. 

Hringdi í pabba eftir vinnu og áður en ég fór í sundið. Ingvi mágur og Hulda frænka höfðu gist hjá honum nóttina áður. Þau feðgin voru í Reykjavíkurferð en ætluðu að gista aftur í nótt áður en þau færu aftur norður í dag. Pabbi sagðist m.a. hafa sett á siglfirskan geisladisk á fóninn og þau Hulda aðeins tekið sporið saman. Sleppti sundpartinum af sundlaugarferðinni því ég hafði bara rétt rúman klukkuktíma sem ég notaði í 2 kalda potts ferðir, gufu, sjópott og 42°C pott. Hitti aðeins á kalda potts vinkonu mína dóttur hennar og eina systur. Kvaddi upp úr klukkan hálffimm. Lagði bílnum næst á stæði við Austurbæjarskóla rétt fyrir fimm og labbaði þaðan til Lilju vinkonu. Kom rétt á undan tvíburahálfsystur minni en við vorum loksins að halda fyrsta saumaklúbbinn á árinu með öllum meðlimunum þremur. Stoppuðum í rúma tvo tíma sem virkuðu samt ekki mikið meira en rúmt korter. Ég saumaði þó alveg helling.

1.4.25

Iðin við ýmislegt

Vaknaði tveimur mínútum áður en vekjarinn átti að hringja. Það var alveg nægur tími í alla morgunrútínu og samt var ég mætt í vinnu tæpum fimm mínútum fyrir hálfátta. Það var rólegt fyrsta kastið, örfáar pantanir og ekkert að koma inn fyrr en um og eftir kaffi. Það rættist aðeins úr verkefnunum upp úr klukkan tíu, ekki þó þannig að það yrði of brjálað að gera. Kláruðum niðri um hálfþrjú leytið. Stimplaði mig út úr vinnu rétt fyrir þrjú. Fannst heldur snemmt að bruna beint í osteostrong enda veit ég núna að það er fundað þar á þessum tíma. Hringdi í Ellu vinkonu og spjallaði góða stund við hana. Mætti í Hátún 12 um hálffjögur og komst beint að. Bætti mig á einu tæki og var nálægt mínu besta á hinum þremur tækjunum. Eftir tímann fór ég beint í sund. Vissi að ég myndi ekki hitta kalda potts vinkonu mína. Synti 400m, fór eina 4mínútna ferð í þann kalda og var rúmt korter í gufunni. Gerði teygjuæfingar í rimlunum og fór svo bara upp úr og heim. 

31.3.25

Ekkert að frétta

Var komin á fætur um hálfátta í gærmorgun. Ákvað mjög fljótlega að halda mig heima við og taka smá pásu frá öllum æfingum, sundi og göngum. Vafraði um á netinu til klukkan tíu og fór ekkert í  tölvuna eftir það. Horfði á hina og þessa þættina og kláraði að lesa skammtímalánsbókina. Sú bók er nokkuð svakaleg á köflum. Í hádeginu steikti ég tvo laxabita sem ég hafði átt í frysti og sauð saman rósakál, spergilkál og blómkál til að hafa með. Skipti þessu upp í tvo skammta. Á sjötta tímanum hafði ég samband við tvíburahálfsystur mína og við töluðum okkur m.a. annars saman um að gera saumaklúbbshitting hjá Lilju eftir vinnu einn daginn fljótlega í vikunni. 

30.3.25

Labbiganga í Öskjuhlíðinni í gær

Vaknaði um hálfsjö í gærmorgun. Klæddi mig, tók af rúminu og gerði æfingar með 2kg lóðum. Eftir morgun verkin á baðherberginu settist ég inn í stofu með fartölvu í fanginu. N1 sonurinn lagði af stað á sína vakt stuttu fyrir hálfátta og ég var komin í sund milli átta og níu. Synti 600m, flesta á bakinu, fór 2x5mínútur í kalda, 15 mínútur í gufu og 10 mínútur í sjópottinn. Hékk líka aðeins í rimlunum. Þvoði mér um hárið og var mætt í esperanto hitting um hálfellefu. Lásum 3 bls. Áður en ég fór heim eftir hittinginn keypti ég bílaþvott hjá Löðri við Fiskislóð og fyllti á tankinn hjá AO í Öskjuhlíð. Var komin heim rétt upp úr klukkan tólf. Restin af deginum fór í alls konar, m.a. prjón, lestur og uþb klukkkutíma göngu um Öskjuhlíðina þar sem ég mætti m.a. vörubíl með fullt af timbri. Hringdi líka í Lilju vinkonu. Lánaði Oddi bílinn og bað hann um að athuga með þrýstinginn á dekkjunum í leiðinni í heimsókn til pabba síns. 

29.3.25

Stilla

Vaknaði uþb sex mínútur yfir sex í gærmorgun. Rétt seinna hringdi vekjarinn næstum tíu mínútum of snemma. Hafði ekki valið rétta stillingu áður en ég fór að sofa á fimmtudagskvöldið. En þetta var svo sem í góðu lagi. Slökkti strax á hljóðinu og vekjaranum, klæddi mig og gerði æfingar með 2kg lóðum áður en ég fór fram og fékk mér lýsi. Eftir morgunverkin á baðherberginu settist ég inn í stofusófa með fartölvu í fanginu. Skömmu síðar kom N1 sonurinn fram, er á helgarvakt og mætir klukkan sjö á virkum dögum til að baka og undirbúa opnun klukkan hálfátta. Ég var mætt í mína vinnu rétt fyrir klukkan hálfátta. Það var mjög rólegt í klinkinu til að byrja með svo við notuðum tímann til að blása og sópa yfir salinn og þurrka af þegar við vorum búin að renna vögnum fram í skúr 2. Fórum í kaffipásu í fyrra fallinu. Eftir kaffi voru komin verkefni sem entust okkur í rúman klukkutíma svo við vorum komin upp í mat einnig í fyrra fallinu eða áður en klukkan var orðin hálftólf. Fljótlega komu síðustu verkefnin og vorum við að vinna þau til klukkan að verða hálftvö. Þá var líka allt búið uppi. Markmiðið var að klára fyrir tvö því það átti að fara að vinna í kerfinu sem við notum mest og þá mátti að sjálfsögðu ekki vera að nota það á meðan. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni yfir í Laugardalslaug. Fór í fyrstu ferðina af þremur í þann kalda um klukkan tvö, synti 500m á braut 6, var í gufu í 15mínútur, gerði teygjuæfingar bæði í gufunni og við rimlana fyrir framan og slakaði svo vel á í sjópottinum. Ákvað að kíkja í Sports Direct og kaupa mér nýja sundboli. Fann reyndar bara einn í minni stærð sem var með smá skálmum eins og mér finnst best. Keypti hann og skrapp svo aðeins í Krónuna við hliðina. Klukkan var farin að ganga sex þegar ég kom heim. 

28.3.25

Næstum komin helgi enn á ný

Ég fóta mig alltaf betur og betur í nýju verkefnunum í neðra. Geri þó mistök af og til en læri mikið af þeim líka. Gærdagurinn var rólegur fram að kaffi. Fór meira að segja upp í fyrra fallinu. Nóg var að gera milli tíu og tólf. Áttu ekki mikið eftir þegar við fórum í mat. Öllum verkefnum, uppi og niðri var lokið fyrir klukkan tvö svo ég var komin snemma í sund. Átti ekki strax von á kalda potts vinkonu minni svo ég skrapp eina ferð í þann kalda. Og viti menn hún kom stuttu síðar beint frá tannlækni og mjög dofin í andlitinu. Við fórum á brautir 2 og 3 og syntum 600m á hálftíma og hún sagðist eftir á hafa synt úr sér deyfinguna. Ég var komin heim upp úr klukkan fjögur. Einum og hálfum tíma síðar datt mér í hug að skreppa í göngu upp í Öskjuhlíð. Ætlaði mér að skoða aðeins trjáfellingarsvæðið. Það svæði var enn merkt lokað og ég vogaði mér ekki inn fyrir lokunarpósta þótt líklega væri vinnu lokið þann daginn. Síminn skráði sjálfvirkt á mig tvær stuttar göngur, 1,91km á 24 mínútum og 0,87km á 11 mínútum. Skrefafjöldi gærdagsins fór rétt yfir 10.000 skref en rúmlega 4000 af þeim skrefum safnaði ég í vinnunni. 

27.3.25

Inn í daginn

Var glaðvöknuð upp úr klukkan fimm í gærmorgun og greip í bók fyrsta hálftímann áður en ég fór fram úr klæddi mig og gerði æfingar með tveimur 2,5kg lóðum.  Það var mjög rúmur tími í alla morgunrútínu og svo var ég mætt í vinnu á sama tíma og oftast, um hálfátta. Fór niður í klinkið korter fyrir átta. Byrjaði á því að renna vögnum með pöntunum á fram í skúr 2, kveikja á vélum og taka út úr kerfinu þær pantanir sem voru farnar eða að fara úr húsi. Það var aðeins komin ein pöntun, við Jói tókum hana til en svo var allt rólegt í smá stund. Hann þurfti að skreppa frá í rúman klukkutíma og ég var niðri að tékka á pöntunum reglulega. Hannes í afgreiðslunni hringdi skömmu eftir að Jói skrapp og bað mig um að fara með 3 tóm blá box í skúr 1 og afhenda manni sem var að koma með nokkra poka af klinki frá einum félagasamtökum. Eftir að hann var farinn renndi ég vagninum með klinkpokunum inn en ákvað að bíða með að sortera klinkið því það var úr öðrum banka heldur en það verkefni sem ég ætlaði að byrja á og var rétt ókomið. Forstjórinn kom niður með framkvæmdastjóranum um níu, aðallega til að sjá að kortavélin er loksins farin úr húsi og lögð af stað til Dúbæ en þau heimsóttu mig líka í klinkið. Líklega vildi hún líka sjá nýju vélarnar sem stauka upp klinkið. Fór upp fyrir klukkan hálftíu. Það var smá fundur í kaffitímanum. Eftir kaffi og fund var nóg að gera niðri fram að hádegi því það komu inn 5 klinkkassar. Unnum úr fjórum þeirra en ég var þó meira í að bóka og taka til pantanir sem bárust fyrir ellefu. Eftir hádegi lenti ég í smá veseni því ég blandaði saman klinki í eina staukvél og það tók meira en hálftíma að hreinsa og sortera frá. Hefði tekið lengri tíma ef Jói hefði ekki hjálpað mér. Samt vorum við búin um tvö leytið og ég stakk mér í sjóinn rétt fyrir þrjú og var komin heim upp úr klukkan fjögur.

26.3.25

Sjósund eftir vinnu í dag

Rumskaði aðeins stuttu fyrir fimm í gærmorgun og náði rétt að hugsa "Nei, ekki aftur!" áður en ég sofnaði aftur. Vaknaði svo tveimur mínútum áður en vekjarinn átti að ýta við mér. Samt hafði ég alveg nægan tíma fyrir alla morgunrútínu. Mætti í vinnu um hálfátta og korteri síðar fór ég niður, aðeins á undan læriföður mínum. Kveikti á vélum og fór að athuga með pantanir og henda út úr kerfinu því sem var farið. Gleymdi alveg að renna tveimur vögnum, með klinkpöntunum, fram í skúr tvö. Jói sá um þau mál þegar hann kom niður um átta. Tókum til þær pantanir sem lágu fyrir svo var smá pása á meðan við biðum eftir að plastvélin væri orðin nógu heit. Þá fékk ég að æfa mig í að stauka upp þrjár tegundir af klinki. Gekk vel fyrir utan að ég er hálfgerður klaufi, ennþá, við að skipta um pappíra. Eftir kaffi var nóg að gera til klukkan að verða tólf. Eftir hádegispásu var smá róleg stund en milli hálftvö og hálfþrjú komu slatti af klinkpöntunum sem þurfti að taka til. Sumar fóru strax út en hinar fara í dag. Vorum búin að öllu skömmu síðar. Það var líka allt að verða búið uppi. Stimplaði mig út stuttu fyrir þrjú og var mætt á braut 8 korter yfir þrjú. Var búin að synda 100m þegar kalda potts vinkona mín mætti. Synti 500m í viðbót, allt í allt í hálftíma. Kom heim um hálfsex eftir að hafa verið tvo tíma í sundi.

Ég er búin að klára að lesa framlengdu bókina og byrjuð á tveimur af þessum fimm sem ég sótti á safnið sl. mánudag; Ævintýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur og Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána. Síðarnefnda bókin er ný og því með 14 daga skilafresti. Er búin að lesa tæplega 70 bls. af henni og er frekar hissa á mér að geta lagt hana frá mér, hún er það spennandi og vel skrifuð. En ég sá líka að ég á eftir að ná í og lesa  Hungur eftir sama höfund og um sömu persónu. 

25.3.25

Fyrirmyndir

Var vöknuð eldsnemma í gærmorgun þrátt fyrir svolítið "bútóttan" svefn. Svo snemma að ég byrjaði morguninn á því að grípa í bók um klukkan fimm, síðasta ókláraða bókin af safninu. Átti bara um 50 bls. eftir af bókinni þegar ég fór á fætur korter fyrir sex. Gerði æfingar með 2kg lóðum áður en ég fór fram í eldhús og fékk mér sítrónuvatn. Sinnti svo morgunverkunum á baðherberginu og var sest inn í stofu með fartölvuna í fanginu klukkan að byrja að ganga sjö. Þurfti að sópa af bílnum áður en ég lagði af stað í vinnuna rúmum klukkutíma síðar. Stimplaði mig inn um hálfátta. Uþb tuttugu mínútum síðar fórum við niður. Það var rólegt til að byrja með, þó komnar einhverjar pantanir sem við tókum til. Staukuðum upp einni og hálfri millijón í 100kr fyrir Landsbankann. Rétt fyrir níu komu tveir baukar frá bílastæðasjóð og við afgreiddum þá áður en við fórum í kaffi. Eftir kaffi komu inn bæði pantanir og myntkassar svo það var nóg að gera fyrir okkur bæði. Skiptum með okkur verkum án þess að hafa orð á hver gerði hvað og hjálpuðumst einnig að. Nóg var að gera alveg til klukkan rúmlega hálftvö en þá var allt búið bæði uppi og niðri. Ég stimplaði mig út um tvö. Skrapp heim og náði í bókasafnspokann með fimm af sex bókum. Skilaði þeim á safnið, endurnýjaði skírteinið, tók fimm bækur í staðinn og framlengdi lánið á bókinni sem varð eftir heima. Mætti í osteostrong um hálffjögur, tæpum klukkutíma fyrir "fasta" tímann. Var svo komin í sund rúmlega fjögur. Synti ekki nema 300m, fór tvær ferðir í kalda, 15mín. í gufu, gerði teygjuæfingar í rimlunum, sat smá stund í sjópottinum og var komin upp úr rúmlega fimm þar sem ég vissi að kalda potts vinkona mín myndi ekki mæta á svæðið.

24.3.25

Í smá pælingum

Fannst sem það væri mjög langt liðið á morguninn þegar ég vaknaði í gærmorgun. Klukkan var samt ekki orðin átta. Fór á fætur og eftir morgunverkin á baðherberginu eyddi ég drjúgum tíma í tölvunni hans pabba. Um hálftíu fór ég inn í eldhús og fékk mér eitt harðasoðið egg og lagði svo nokkra kapla. Um tíu leytið hitaði ég mér vatn í te og fékk mér einnig bita af harðfiski, óbarinni ýsu. Pabba kom á fætur einhvern tímann á ellefta tímanum. Hann var örugglega búinn að koma fram mun fyrr um morguninn til að fá sér eitthvað og taka niður helstu tölur. Ég settist inn í stofu og tók fram saumana mína. Er nýlega farin að sætta mig við að þura að setja upp lesgleraugu og nota við útsauminn. Tók mér smá pásu á hádeginu til að fá mér skyr og leggja nokkra kapla. Greip svo aftur í saumana í góðan klukkutíma en skipti þá yfir í prjónana og kláraði enn eitt eldhúshandklæðið. Á bara eftir að ganga frá einum enda. Horfði á fyrri hálfleikinn í landsleik karla í fótbolta. Bríet frænka kom um hálfsexleytið. Ég ákvað svo að taka mig saman, kveðja og bruna í bæinn um sex. Lánaði Oddi bílinn svo hann gæti skroppið eftir nauðsynjum í Krónunni. Davíð Steinn var að fara annað og hafði verið búinn að versla. Oftast fara þeir bræður saman í verlunarleiðangur en ekki alltaf. 

23.3.25

Lífið er núna

Vaknaði frekar snemma miðað við að það var og er helgi. Var komin í sund korter yfir átta. Synti 600 metra á braut sex, nær allar ferðir bringusund en þó rúmlega hálfa ferð skriðsund. Fór tvisvar í þann kalda, góða gufu og sjópottinn. Gerði teygjur í rimlunum í rýminu framan við gufu klefann og sat smá stund í sólbaði áður en ég fór upp úr og í esperanto hitting. Var komin vestur í bæ um hálfellefu. Við lásum þrjár bls. í Kon-Tiki. Enduðum þar sem flekinn var tilbúinn og sagt frá heljarinnar skírnar athöfn deginum áður en sexmenningarnir lögðu upp í ævintýraferðina. Var komin heim rétt fyrir tólf. Kláraði að pakka niður, kvaddi Odd (Davíð Steinn var farinn úr húsi) og brunaði austur á bóginn. Fór Þrengslin og  kom við í Fossheiðinni á Selfossi. Var komin til pabba um þrjú. Dagurinn leið alltof hratt. Lagði kapla, prjónaði og fylgdist aðeins með seinni úrslitaleiknum í bikarkeppninni í körfunni. Við pabbi höfðum siginn fisk með kartöflum, rófum og smjöri í kvöldmatinn. Alltaf jafn gott. 

22.3.25

Í góðu yfirlæti

Morgunrútína gærdagsins var svipuð og í fyrradag. Var mætt í vinnu um hálfátta. Við fórum þó ekki niður í klinkið fyrr en tuttugu mínútum síðar. Föstudagar eru yfirleitt rólegir og gærdagurinn var engin undantekning. Lærifaðir minn þorði alveg að skilja mig eftir eina milli tíu og tólf þegar hann þurfti að skreppa aðeins frá. Ég tók til eina pöntun. Vaktaði svo kerfið til ellefu. Það komu ekki fleiri pantanir svo ég rúllaði tveimur vögnum fram í rýmið framan við skúrana og skrapp upp að kíkja í klink-körfuna í horninu við sjóðina. Þar var einn poki af skiptimynt í seðlum sem fara átti með í einn klinkkassann niðri. Eftir að hafa bætt pokanum í kassann rúllaði ég vögnunum í skúr 1. Fór upp í mat um hálftólf. Eftir mat var enn rólegra en við notuðum tímann í smá snatt og tiltekt. Svo sýndi Jói mér hvernig er keypt á milli sjóða innanhús. Vorum búin upp úr klukkan hálftvö og það var einnig allt að klárast uppi. Ég var byrjuð að synda á braut 6 á slaginu tvö. Synti flestar ferðirnar á bakinu. Hitti svo kalda potts vinkonu mína í kalda pottinum en hún hafði komið mun fyrr, var búin að synda og beið eftir mér í sjópottinum. Var búin með sundrútínuna stuttu fyrir hálffjögur. Þvoði mér um hárið og var mætt í hálfsárs klippitímann til Nonna í Kristu Quest rétt fyrir fjögur og komin heim upp úr klukkan hálffimm.

21.3.25

Iðnaður

Slökkti á vekjaranum rúmum tuttugu mínútum áður en hann átti að vekja mig í gærmorgun. Klæddi mig, bjó um og gerði æfingar áður en ég fór fram í eldhús og fékk mér sopa af lýsi og glas af sítrónuvatni. Þá fyrst sinnti ég morgunverkunum á baðherberginu. Hafði svo nægan tíma í netvafr og blogg áður en ég lagði af stað til vinnu. Þangað var ég mætt um hálfátta. Við vorum byrjuð niðri tíu mínútum fyrir átta. Það var nóg að sýsla alveg til klukkan að verða hálftvö en þá vorum við búin að öllu og það á sama tíma og þau sem voru að vinna uppi. Auðvitað vorum við ekki niðri allan tímann milli átta og hálftvö. Ég fór þrisvar upp í milli tíðinni; í kaffi, mat og einu sinni til að kíkja hvort eitthvað væri í "klinkkörfunni". Hringdi í heima símann hans pabba og hann svaraði að þessu sinni. Lét bara vel af sér. Ég var byrjuð að synda á braut 2 korter yfir tvö. Synti 500m og sat svo í kalda pottinum í 5 mínútur á eftir. Var ný sest inn í gufu þegar kalda potts vinkona mín mætti í slopp úr Laugum Spa. Við fórum tvær ferðir saman í þann kalda og sátu svo góða stund í sjópottinum á eftir. Hún fór svo aftur yfir í Laugar um hálffjögur þegar ég var að fara upp úr. Umferðin á leiðinni heim var nokkuð þung. Kom við í Fiskbúð Fúsa til að versla mér harðfisk og var komin heim um hálffimm leytið. 

20.3.25

Sjóbusl eftir vinnu í gær

Þegar til kom var ég vöknuð amk korteri áður en vekjarinn átti að ýta við mér í gærmorgun. Hafði góðan tíma í alla rútínu og lóðaæfingar en var samt mætt í vinnu um hálfátta. Lærifaðir minn í klinkinu hélt að ég væri enn í fríi og var farinn niður. Ég skottaðist niður tíu mínútum fyrir átta og þá var allt komið á fullt. Ég dembdi mér í verkin og komst að því að ég hafði engu gleymt. Ég varð samt eitt stórt spurningamerki um ellefu leytið þegar einn sjóðurinn stemmdi ekki, var nokkuð viss um að ég hafði verið að gera allt rétt. Það kom líka á daginn að um miðjan morgun hafði gleymst að taka til eina pöntunina. Um leið og var búið að taka hana til þá stemmdi allt. Það var mun rólegra eftir hádegi og við vorum búin að slökkva á vélunum um hálftvö þegar við vissum fyrir víst að það var ekkert meira að koma inn. Ég var komin í Nauthólsvík fyrir klukkan þrjú og heim um hálffimm.

Er að lesa tvær síðustu bækurnar af sex af safninu; Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia og Delluferðin eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Langt komin með þá síðarnefndu sem í fyrstu ætlaði ekki að grípa mig en í annarri lestrartilraun varð ég spenntari fyrir sögunni um Sigurlínu Brandsdóttur sem tók til sinna ráða þegar faðir hennar vildi heldur að hún sæi um heimilið og aðstoð á safninu sem hann vann á heldur en að leyfa henni og aðstoða hana við að mennta sig meira. 

19.3.25

Lífsleikni

Vaknaði um hálfátta. Gerði æfingar með 1,5kg lóðum og sinnti hefðbundinni rútínu. Mætti svo í sund um níu leytið. Þá var að byrja sundleikfimi svo ég snéri rútínunni minni við. Fór í sjópottinn eftir fyrstu ferðina í þann kalda og gufu eftir næstu ferð. Gerði örstuttar æfingar í rimlum og eftir þriðju ferðina í þann kalda var leikfiminni lokið og ég komst á braut 8 og synti 400m. Kom heim um ellefu leitið. Um tvö skrapp ég út í smá göngu sem varð heldur lengri en til stóð í upphafi. Síminn skráði á mig fjórar mislangar göngur því ég stoppaði greinilega þrisvar sinnum á leiðinni. Veit af tveimur stoppum. Annars vegar þegar ég reif upp símann til að snappa af svæði sem ég þurfti að krækja framhjá vegna tráfellinga og hins vegar þegar ég flúði smá stund undan skúr, hallaði mér upp að tré og hringdi í pabba. Um átta leytið um kvöldið skrapp ég svo yfir til tvíburahálfsystur minnar. Við vorum að halda upp á "annan í afmæli" og vorum að sjálfsögðu með handavinnu í höndunum. Ég bæði prjónaði og taldi út. Kom heim um hálfellefu og varð, annað kvöldið í röð, að leggja fyrir aftan gömlu heilsugæsluna.

18.3.25

Einn frídagur enn eða annar í afmæli

Klukkan var um hálfátta þegar ég fór á fætur í gærmorgun. Sinnti morgunrútínunni að mestu og var svo komin í sund upp úr klukkan níu. Byrjaði á kalda pottinum þar sem sundleikfimin var nýbúin og fólk enn að spjalla á brautum 7 og 8. Eftir fjórar mínútur í kalda pottinum sá ég að það væri alveg pláss til að synda. Fjórar konur úr leikfimihópnum voru enn ofan í og ein af þeim brast í afmælissöng þegar hún sá mig, hinar þrjár tóku undir þótt þær þekktu mig ekkert. Sú sem byrjaði er ein af fimm Sigrúnum sem ég hef kynnst einmitt á Laugardalslaugar svæðinu. Eftir sönginn þakkaði ég fyrir mig og synti svo 500 metrana skælbrosandi. Fór tvær aðrar ferðir í þann kalda, 15 mínútur í gufu og næstum hálftíma í sjópottinn en það var vegna þess að ég hitti aðra konu sem ég þekki. Að sundi loknu kom ég við í Krónunni í Skeifunni og AO í Öskjuhlíð á leiðinni heim. Um tvö leytið skrapp ég aftur út í stutta göngu, 1,5km. Upp úr klukkan fjögur fór ég í minn vikulega osteostrongtíma. Stuttu fyrir sjö sótti ég eina fyrrum samstarfskonu mína vestur í bæ og saman brunuðum við upp í Ártúnsholt þar sem yfir maður kortadeildar á árunum 2000-2014 (var örugglega byrjuð fyrr) tók á móti okkur og þremur öðrum sem unnum lengst saman. Þrjár af okkur erum enn að vinna saman. Tvær hættar vinnu vegna aldurs og sú yngsta í hópnum vinnur nú á velferðarsviði Reykjavíkurborgar í Mjóddinni. Það var glatt á hjalla og þrír tímar liðu svakalega hratt. Var búin að skila ferðafélaganum og komin heim klukkan að ganga tólf.

Allan daginn hrúguðust yfir mig afmæliskveðjur og símtöl. Missti reyndar af einu símtali þar sem ég setti símann á "uss" á meðan ég var í hittingnum í gærkvöldi. Tvær af fyrrum samstarfskonunum gáfu mér afmælisgjafir. Mágur minn hringdi rétt fyrir hádegi, yngri systurdóttir mín hringdi klukkan að ganga fjögur, söng fyrir mig og var óvenju ræðin en hún er alltaf jafn skemmtileg og systir mín hringdi upp úr klukkan sex og fékk m.a. eldri dóttur sína til að syngja fyrir mig líka.

17.3.25

Rífandi stuð

Þrátt fyrir að vera komin á fætur um hálfátta fór ég ekki í sund fyrr en um 10 í gærmorgun. Synti 500m og þegar ég fór mína fyrstu ferð af fjórum í þann kalda hitti ég kalda potts vinkonu mína. Fórum 3 ferðir saman og tvær í þann heitasta. Var komin heim um tólf og það stóð alltaf til að skreppa aðeins út aftur en einhvern veginn leið dagurinn án þess að það gerðist. Stundum er bara einum of gott að slaka vel á og hvíla sig extra vel á eftir. En í dag eru 20.819 dagar síðan ég fæddist. Það er sko alveg eitthvað. Mér finnst samt svo stutt síðan ég átti afmæli síðast, finnst varla geta verið að það séu liðnir 365 dagar svona næstum því einn, tveir og bingó! 

16.3.25

Frábær árshátíð RB

Rumskaði stuttu áður en N1 sonurinn fór af stað á vinnuvakt rúmlega sjö. Ég náði amk að bjóða honum góða daginn og óska honum góðrar vaktar. Fór á fætur stuttu síðar. Um hálfníu lagði ég af stað í sund. Byraði á einni ferð í þann kalda en fór svo á braut 6 og synti 500m. Fór tvær aðrar ferðir í þann kalda, góða gufuferð og smástund í sjópottinn. Settist líka smá stund á bekk í þessu milda sólarlausa veðri. Var komin heim upp úr ellefu. Stuttu eftir hádegi skrapp ég í mátulegan göngutúr, 1,5 km á tæpum tuttugu mínútum. Rétt fyrir hálffjögur skipti ég um föt og fékk Odd til að skutla mér á Dalveginn. Þaðan fóru tvær rútur austur fyrir fjall um fjögur leytið. Fyrra stoppið var á Ásnesi í Ölfusi þar sem einn vinnufélgainn býr. Hann bauð í fyrir partý í hlöðunni hjá sér. Margir komu á einkabílum en við vorum líklega hátt í  áttatíu manns sem komu á rútunum. Einhverjir komust ekki í þetta partý en mættu beint í Ingólfsskála sem var seinna stoppið og þar sem árhátíðin fór fram. KK fékk sviðið til að byrja með en það voru "Hundur í óskilum" sem sáu svo um veislustjórn. Ég skemmti mér alveg ágætlega. Maturinn var góður en ég sleppti þó eftirréttinum sem mér sýndist vera einum of sætur fyrir mig. Um það leyti sem verið var að klára eftirréttinn þökkuðu veislustjórar fyrir sig og við tók plötusnúður sem kunni sko alveg sitt fag. Ég var samt ekkert í of miklu dansstuði þannig séð og þáði far heim með einkabíl um hálfellefu, klukkustund áður en rútur áttu að vera klárar í heimferð. Ég var komin heim upp úr klukkan ellefu og las til miðnættis.

15.3.25

Til í þetta

Var vöknuð og komin á fætur upp úr klukkan hálfsjö. Gerði æfingar með 1,5kg lóðum, vafraði á netinu og setti inn færslu. Kveikti á sjónvarpinu um átta leytið og fylgdist með "Bítinu á Bylgjunni" í beinni. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að ég ákvað að sleppa alveg sundferð en skrapp í smá göngutúr um ellefu leytið. Hreyfði bílinn ekki neitt en dundaði við ýmislegt mis gáfulegt heimavið. Gerði nokkrar tilraunir til að hringja í pabba eftir hádegið. Hann svaraði ekki fyrr en stutt fyrir klukkan sex. Hafði samt ekki farið neitt en bara ekki heyrt í símunum, hvorki heimasíma né gemsa. 

14.3.25

Get þakkað fyrir svo margt

Líklega var ég of spennt fyrir nokkrum frídögum framundan því í fyrrinótt var svefninn stundum víðs fjarri. Þetta varð til þess að ég var mun latari á fætur í gærmorgun. Þó var ég komin á stjá rétt upp úr átta. Hugmyndin var að fara fljótlega í sund en klukkan var byrjuð að ganga tólf þegar ég kom mér loksins af stað. Var í sundi til hálftvö. Synti 600m, flesta á bakinu því ég ákvað að þvo mér um hárið eftir sundið. Hitti annars yngstu mágkonu mömmu í sjópottinum og við spjölluðum saman í tæpan hálftíma. Fór aðeins tvær ferðir í þann kalda og ekkert í gufu. Kom við í Fiskbúð Fúsa og að þessu sinni keypti ég aðeins ýsu í soðið og hálft flak af bleikju. Þegar ég kom heim lánaði ég bræðrunum bílinn til að fara í sorpuferð. Um fjögur skrapp ég út í góða göngu. Stoppaði það oft fyrri partinn af leiðinni (upp að Perlu, niður í gegnum kirkjugarðinn og stíginn að og framhjá HR) að það var ekki fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar að síminn skráði á mig sjálfvirka göngu, 1,5km. En skrefafjöldi gærdagsins fór vel yfir 9000 skref. Sennilega voru  amk 2/3 af þeim gengin eftir klukkan fjögur. 

13.3.25

Ekkert stress

Ég er smá saman að ná tökum á mörgum af verkefnunum í klinkinu. Er kannski lengi að brasa við sumt, þarf að vanda mig og vera viss. Það var þokkalega rólegur dagur í gær, ekkert svo margar pantanir. Lærifaðir minn sá að mestu um vélarnar, ein sorterar og safnar ákveðnum mörgum  peningum af sömu sort í poka. Tvær vélar geta staukað upp klinkið og önnur af þeim plastað. Ég sá um flestar pantanir, bókanir og talningar í gær. Telja þarf oft á dag, bæði þegar búið er að taka af og fylla á. Annars voru settir af sérsniðnir RB-leikar fyrir okkur í Seðlaverinu eftir fundinn í kaffitímanum í gær. Okkur var skipt í fjögur lið og er ég í Kryddpíu-liðinu. Fyrst fengum við 5 mínútur til að púsla frekar lítið púsl. Mitt lið náði að setja saman 34 bita. Svo var pútt keppni, 10 pútt á lið og 1 stig fyrir hverja holu. Ég klúðraði mínu pútti en gat sannfært "dómarann" um að þegar boltinn frá einum liðsfélaga mínum fór í holuna en strax aftur upp úr að það væri amk hálft stig. Mitt lið var í efsta sæti eftir þessar tvær keppnir en það er keppt bæði í dag og á morgun líka. Ég er fjarri góðu gamni því ég var búin að festa mér frí næstu fjóra virku dagana. Er að taka út meiri helminginn af þessum tæpu sjö frídögum frá í fyrra. Vinnudegi lauk í fyrra fallinu og ég var komin í Nauthólsvík upp úr klukkan þrjú og heim um hálffimm leytið.

Ein af bókunum af safninu; Sálarhlekkir eftir Steindór Ívarsson lætur ekki mikið yfir sér en geymir mikla skáldsögu. Bókin kom út 2023 og er rétt tæpar 200bls. Fjallar um gamla konu sem er nýkomin á elliheimili og rifjar upp erfiða reynslu á unglingsárum. Bókin skiptist upp í annars vegar rómversk tölusetta kafla sem fjalla um erfiða tímabilið og tölusetta kafla sem gerast á elliheimilinu. Er að verða hálfnuð með lesturinn og spennan magnast því í upphafi "sagði" gamla konan frá umslagi með bréfum til dætranna sem eiga ekki að lesast fyrr en eftir hennar dag. Þar skrifar hún um eitthvað sem hún hefur á samviskunni sem líklega mun ekki upplýsast fyrr en í loka köflunum. 

12.3.25

Lífið er núna

Það sem þessi tími hleypur sífellt hraðar og hraðar, jafnvel þótt maður sé ekki að gera neitt sérstakt. Það var annars nóg að gera í vinnunni í gær, bæði uppi og niðri. Ég var niðri allan tímann og er smá saman að fóta mig betur og betur í mörgum af verkefnunum. Það er svo sannarlega í mörg horn að líta en það getur líka alveg komið rólegur tími inn á milli. Vorum búin um þrjú svo ég fékk hálftíma í bónus. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni í sundið. Gleymdi nefnilega að segja honum að ein frænka mín og nafna í móðurættina, sem var mikið í sveitinni hjá pabba og mömmu fyrstu árin hennar, fimm árum eldri en ég, hafði samband. Það voru skipulagsbreytingar í vinnunni hennar og hún sagði mér að hún hefði hætt strax og væri núna á Spáni að læra spönsku. Kemur ekki heim fyrr en fyrri partinn í apríl. Pabbi þessarar frænku minnar og móðuramma mín voru systkyni. Var komin á braut 7 og 8 um hálffjögur rétt á eftir kalda potts vinkonu minni. Synti 500m á 25 mínútum og var á undan henni í þann kalda. Saman náðum við þó 3 ferðum í þann pott. Var komin heim um hálfsex. Skömmu síðar kom "farfuglinn" minn heim eftir nokkurra daga ferð í Þýskalandi. Hann komst út án þess að þurfa að veifa vegabréfi og fattaði því ekki fyrr en hann var komin til Frankfurt að vegabréfið varð eftir heima. Hann lenti því í smá veseni með að komast heim en það bjargaðist þó fyrir horn. Okkur mæðginum fannst báðum skrýtið að hann hafi gleymt vegabréfinu á borðinu við hliðina á veski og bíllyklum en hvernig sem hann fór að því þá varð amk úr þess góð saga. Hann var annars úti í tæpa viku og hitti tvo af þremum kunningjum. Svo er hann svo heppinn að vera í vaktafríi bæði í dag og á morgun. 

11.3.25

Afskaplega þægilegt

Vaknaði stuttu fyrir sex. Sinnti hefðbundinni morgunrútínu nema ég tók smá hvíld frá æfingum með lóð. Vinnudagurinn var í styttra lagi og fór allur fram í klinkinu í "neðra".  Það var rólegt framan af morgni, smá hasar um og upp úr hádegi en allt búið fyrir tvö. Líka verkefnin uppi. Það gaf auga leið að það var alltof snemmt að fara strax í osteostrong. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég keyrði að fyrirtækinu Hreysti í Skeifunni. Þar fjárfesti ég í tveimur 2,5kg lóðum. Tók smá rúnt um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Lagði svo bílnum í smástund við Hátún 10 og ákvað að athuga með endurkomutíma vegna úlnliðsins. Þá var klukkan orðin þrjú og búið að loka í móttöku bæklunardeildar. Ég hringi þá bara fyrir þrjú í dag eða á morgun. Mætti í osteostrong uþb klukkutíma fyrir fasta tímann. Var mjög nálægt mínu besta í öllum æfingum. Klukkan var svo aðeins byrjuð að ganga fimm þegar ég fór á braut 8 í Laugardalslauginni og synti 400m. Hitti kalda potts vinkonu mína í okkar fyrstu ferð í kalda eftir sundið.

Kláraði að lesa aðra framlengdu bókina af safninu í gærkvöldi; Dauðaþögn eftir Önnu Rún Frímanndsdóttur. Hún er um mál ungrar konu sem finnst myrt á heimili sínu. Lögfræðingurinn Hrefna fær það hlutverk að aðstoða einn eiganda lögfræðistofunnar sem hún vinnur hjá við þetta mál. Sá eigandi þekkir fjölskyldu fórnarlambsins. Nokkuð spennandi bók og sumt sér maður alls ekki í gegnum og heldur manni á tánum allt til enda. 

10.3.25

Rusl

Vaknaði um sjö leytið í gærmorgun. Var komin á fætur fyrir átta og settist fljótlega við tölvuna hans pabba. Það birtir fyrr og fyrr þessa dagana og í gær var stillt og gott veður eins og undanfarið. Frostið var um 6-7°C en þegar leið á daginn og sólin náði að skína m.a. á mælinn fór hitinn eitthvað yfir núllið. Hafði bleikju í hádeginu, las, prjónaði, lagði kapla og vafraði á netinu. Kvaddi pabba á fimmta tímanum og var komin heim um hálfsex leytið. Hjálpaði Oddi að þrífa svalirnar en hann var loksins að fjarlægja "Fat-boy" sessu/púða sem var búinn að vera það lengi á svölunum að það var komið gat á hann og hluti af innihaldinu farið að flækjast fyrir og fjúka um í roki. Horfði á restina af seinni leik dagsins í enska boltanum Man. Utd - Arsenal 1:1. Horfði líka á línulega dagskrá RÚV, Landann og Matarsögu Íslands. Framundan er vinnuvika í styttri kantinum hjá mér, verð mjög sennilega eingöngu í klinkinu að læra öll handtökin og skráningarnar þar.

9.3.25

Ýmislegt

Ég vaknaði um hálfsjö í gærmorgun. Fór strax á fætur en var þó ekki komin í sundið fyrr en rétt fyrir níu. Synti 600m og fór aðeins eina 5mínútna ferð í þann kalda. Var mætt til esperanto vinkonu minnar um hálfellefu. Við lásum 3 bls. í Kon-Tiki. Höfundur og félagar eru byrjaðir að setja saman flekann með góðri aðstoð og  á besta stað; aðstöðu sjóhersins í Lima í Perú. Kom heim um hálftólf. Gekk frá sund- og esperantodótinu og setti niður í tösku. Um tólf leytið kvaddi ég Odd og brunaði af stað austur. Kom við í Fossheiðinni á Selfossi án þess að hafa látið vita af mér. Þar var vel tekið á móti mér og stoppaði ég í rúman klukkutíma og átti gott spjall yfir ávöxtum og bolla af tei. Kom til pabba um þrjú. Stuttu síðar kveikti hann á sjónvarpinu og ég dobblaði hann þá til að skipta yfir á rás 12 til að horfa á Liverpool - Southamton 3:1. Höfðum siginn fisk í kvöldmatinn. Pabbi var eitthvað að brasa í tölvunni til klukkan að ganga ellefu en var á undan að ganga til náða. Ég horfði á miðju myndina á RÚV áður en ég fór upp í rúm að lesa. Var sofnuð fyrir miðnætti.

8.3.25

Tuskuprjón

Vaknaði stuttu fyrir klukkan sex í gærmorgun og komst að því að ég hafði ekki stillt vekjarann aldrei þessu vant. Hann hefði svo sem ekki átt að ýta við mér fyrr en korter yfir sex. Var eingöngu í klinkinu í gær en það var þokkalega rólegt og allt búið um eitt leytið. Klóra mér enn í höfðinu yfir sumum verkefnunum en er komin með önnur nokkurn veginn á hreint. Var komin í sund um tvö. Mætti kalda potts vinkonunni þegar ég var að koma inn en hún hafði verið búin í vinnu mun fyrr. Eftir sundið kom ég við í Fiskbúð Fúsa og keypti mér harðfisk og einnig í heilsuhúsinu í Kringlunni þar sem ég keypti m.a. beltisþara og frækex. Annars var dagurinn tíðindalítill. 

7.3.25

Nokkuð gott

N1 sonurinn flaug á vit ævintýranna til Frankfurt í gærmorgun og verður þar í nokkra daga. Ég hlakka til að heyra ferðasöguna þegar þar að kemur. Annars fór ég ekkert niður í klinkið í gær, var bara í verkefnum uppi. Öllum verkefnum var lokið um tvö leytið og ég var komin í sund upp úr klukkan hálfþrjú. Synti 400m og hitti svo kalda potts vinkonu mína í fyrstu ferðinni í kalda. Hún fékk eyrnabólgu um daginn og má ekki synda í nokkra daga. Ætlar svo að fjárfesta í eyrnatöppum sem eru góðir fyrir sundið áður en hún skellir sér aftur í laugina. Ég var komin heim um fimm leytið og þrátt fyrir fínasta veður fór ég ekkert út aftur. Það hefði nú alveg verið kjörið að skreppa aðeins í smá göngutúr. En annars á maður ekki að velta sér of mikið upp úr "ef" og "hefði"! Best að horfa fram á veginn en vera sem mest í núinu.

6.3.25

Inniskór

Í gær var ég svolítið eins og jójó í vinnunni. Var að læra hvernig maður meðhöndlar kassa frá bílastæðasjóði þegar ég fékk þau skilaboð að ég þyrfti koma upp í innleggin. Vorum bara 13 í húsi í heildina og aðeins of fáir að bóka. Fljótlega eftir kaffi fékk ég þó að fara niður aftur og hafa tækninmanninn sem kemur til okkar vikulega meðferðis. Hann stillti tvo nauðsynlega hluti inn á mitt svæði í tölvunni. Var niðri fram að hádegi en fór aftur í innleggin eftir hádegi. Verkefnum lauk um þrjú leytið og ég fór beinustu leið í Nauthólsvík. Sjórinn var 2°C, mikil fjara og lítil sem engin ferð á logninu. Svamlaði um í uþb 10 mínútur. Fór beint í gufuna í korter, 3 mínútur í lónið og síðustu tuttugu mínúturnar áður en ég fór upp úr og heim var ég sð slaka á í pottinum. 

5.3.25

Virðing

Lærifaðir minn í klinkdeildinni byrjaði gærdaginn á því að fara til tannlæknis. Ég var með nokkur verkefni sem ég átti að sinna á meðan og það tókst alveg skammlaust. Að þeim verkefnum loknum gerði ég atlögu að því að skrá mig inn á mín svæði í tölvunni og komst ég alla leið inn í kerfið sem við þurfum að nota mest. Það virðist sem þriðjudagarnir séu líka annasamir niðri en við fengum þó smá "dauðar" stundir inn á milli og þar að auki tókum við til pantanir sem komu eftir klukkan ellefu sem strangt til tekið á þá ekki að vinna að fyrr en næsta virka dag. Dagleg verkefni voru annars búin um þrjú leytið. Ég stimplaði mig út hálftíma áður en átta tímarnir voru liðnir og skráði þann hálftíma sem bónustíma eins og við eigum að gera. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á leiðinni yfir í sund. Hann var bara mjög hress og kátur með að geta sinnt sund rútínunni sinni. Ég synti 500m og hitti svo kalda potts vinonu mína í kalda pottinum. Fórum 3 ferðir í hann og komumst að því að næsti pottur var heitari en sá sem átti að vera heitastur. Eftir gufuferð í lok rútínu, sleppti ég sjópottinum og fór ég upp úr og beint heim. 

4.3.25

Æðruleysi

Gleymdi að geta þess í gær að ég skilaði skattframtalinu strax á sunnudaginn var. Allt villulaust og það eina sem ég þurfti að gera var að haka í að uppgjörið verði gert strax í byrjun júni svo það dreifist ekki á nokkra mánuði, staðfesta og senda. Gærdagurinn gekk annars alveg ágætlega fyrir sig. Safnaði yfir 6000 skrefum í heildina og voru líklega hátt í 90% af þeim vegna vinnunnar í klinkinu. Stimplaði mig út eftir akkúrat átta tíma og fór beint í vikulegan osteostrong tíma. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni í sundið eftir styrktartímann. Hann fór í sund í gær og fannst mjög gott að komast aftur í kalda pottinn. Ég var byrjuð að synda korter í fimm. Synit 400m á tuttugu mínútum og var búin með eina ferð í þann kalda þegar kalda potts vinkona mín mætti á svæðið. Fórum tvær ferðir í þann kalda og svo í góða gufu áður en ég kvaddi. Var komin heim upp úr klukkan sex. 

3.3.25

Ný vinnuvika í nýjum mánuði

Fór á fætur um hálfátta, skömmu eftir að ég vaknaði. Rúmlega klukkutíma síðar var ég komin í sund. Byrjaði á 5 mínútum í kalda pottinum áður en ég fór á brautir 7 og 8 og synti 500m. Eftir næstu ferð í þann kalda fór ég í gufu svo kalda sturtu og sjópottinn. Var búin að vera þar í tíu mínútur þegar mágkona mömmu kom og stuttu síðar kalda potts vinkona mín. Eftir ca 25 mínútur í sjópottinum ætlaði ég að taka loka ferðina í þann kalda með vinkonu minni en þá var búið að loka honum í bili vegna of mikils klórs. Ég fór því bara í kalda sturtu, upp úr og heim. Bjó mér til hafragraut. Restin af deginum fór í alls konar dútl. M.a. fitjaði ég upp á enn einu eldhúshandklæðinu. 

2.3.25

Rigningatíð

Vaknaði um sjö leytið í gærmorgun. Gaf mér tíma í alla morgunrútínu hér heima áður en ég fór í sundið. Klukkan var því langt gengin í níu þegar ég skellti mér á braut 2 í Laugardalslauginni og synti 500m, flesta á bakinu. Fór tvær ferðir í þann kalda, góða gufu ferð og slakaði vel á í sjópottinum. Var á leiðinni upp úr úr kalda pottinum þegar yngsta mágkona mömmu mætti á svæðið svo ég skellti mér smá stund með henni í nuddpottinn. Annars var ég komin til esperanto vinkonu minna rétt rúmlega hálfellefu. Við lásum fjórar bls. í Kon-Tiki. Kvaddi hana um tólf og kom aðeins við í Krónunni við Fiskislóð áður en ég fór heim. Restin af deginum fór í alls konar heima-dútl. 

1.3.25

Inni í bókaheimi

Prófaði nýja starfsstöð í seðlaveri RB í gær. Mörg handtökin, skrefin og misþungar lyfturnar í klinksalnum í kjallaranum. Hendurnar urðu skítugar og notuð er sérstök sápa til að skrúbba sig þegar farið er í kaffi eða matarpásur eða í lok vinnudags. En vinnudagurinn leið mjög hratt og það var aldrei "dauð" stund. Gáfum okkur samt extra langan kaffitíma því sú sem var að hætta og við fórum með í göngu og út að borða á fimmtudaginn var mætt í vinnu í síðasta sinn og það var tertuveisla, ræður, blómaafhending, húrrahróp og klapp í samverunni í kaffitímanum. Vinnudegi lauk um tvö leytið og ég er ákveðin í að hafa með mér glósubók og skriffæri niður í klinkið eftir helgi. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni yfir í sund. Synti aðeins 400m, fór eina 4 mínútna ferð í þann kalda, góða gufu og slakaði svo á í sjópottinum í rúmt korter áður en ég fór upp úr og heim. 

28.2.25

Dropar

Það var vekjarinn sem ýtti við mér korter yfir sex í gærmorgun eftir afar góðan nætursvefn. Ég vaknaði tilbúin í daginn. Morgunrútínan var svipuð nema ég sleppti styrktaræfingunum. Vinnudagurinn leið hratt og var búinn í fyrra fallinu. Skrópaði líka í sundið og var komin heim um þrjú leytið. Upp úr klukkan fimm skipti ég um föt og korter í sex tók ég 13 niður á Lækjartorg. Átti að hitta stóran hluta af vinnufélögunum við Búlluna um sex en var aðeins of sein. Fann þau þó skammt frá, eftir að hafa hringt í fyrrum fyrirliða. Fórum semsagt í uþb klukkutíma göngu um miðbæinn með Stefáni Pálssyni of fræddumst um ýmislegt í leiðinni. Um sjö hitti hópurinn svo þrjá vinnufélaga í viðbót í Steikhúsinu við Tryggvagötu, ská á móti Búllunni. Vorum að kveðja vinnufélaga sem er að hætta vegna aldurs eftir daginn í dag. Hún var með í göngunni líka. Fengum þríréttaða máltíð og það var í boði að fá sér vínglas. Ég hélt mér þó við vatnið, borðaði forrétt og aðalrétt af bestu lyst en hafði ekkert pláss eftir fyrir eftirréttinn. Held að hann hefði hvort sem er verið of sætur fyrir mallakútinn minn. Fékk far heim með þeirr og var komin þangað um tíu. 

27.2.25

Náttúrusund eða sjóbusl

Það sem þessi tími er alls ekki að láta bíða eftir sér. Febrúar alveg að verða búinn og það styttist í smá vetrarfrí hjá mér. Já, ég er búin að fá samþykkta 4 frídaga um miðjan mars og einnig 4 virka daga um miðjan maí. Þar að auki hefur aðal sumarfríið mitt, síðasti dagurinn í júní og allur júlímánuður verið staðfest. En aðeins að gærdeginum. Átti boðað samtal við yfirmann seðlaversins í gær, fyrra samtal þessa árs. Fórum aðeins yfir stöðunum og skiptumst á spurningum og svörum. Ég er mjög ánægð í vinnunni en gat þess þó að ég saknaði kortadeildarinnar sem nú er liðin undir lok. Hann spurði hvort það væri eitthvað sérstakt starf annað innan starfseminnar sem ég hefði áhuga á að prófa og bæta við innleggs/bókunarstarfið og skráði hjá sér tvö atriði varðandi það. Annars afgreiddum við samtalið á uþb korteri og held að við höfum bæði verið sátt. Eftir vinnu fór ég beint í Nauthólsvík og var komin í 1,5°C sjóinn upp úr klukkan þrjú. Fór tvisvar út í, gufuna á milli ferða og var svo í pottinum í tæpan hálftíma áður en ég fór upp úr og heim. Hringdi í pabba og tók stöðuna á honum. Hann segir að heilsan sé öll á réttri leið. Ekki farinn að fara í sund þó en skreppur í Kanslarann í hádeginu. 

26.2.25

Udursamlegt

Held að síðasti dagurinn í keppninni í lífshlaupinu 2025 hafi verið í gær. Ef mig misminnir ekki þá er vel hægt að skrá alla hreyfingu áfram ef maður vill. Ég gerði það fyrir þó nokkru síðan í það langan tíma að mér voru sendar viðurkenningar fyrir mikla og góða hreyfingu. Annars vil ég helst skrá niður að "munaðarlausa" kortaplastið fór út úr húsi í gær. Var sótt af mönnum frá gagnaeyðingu. Hálftíma áður staðfesti vinnufélagi úr öryggisráði þegar við fyrrum fyrirliði hentum plasti sem hafði orðið ónýtt í framleiðslu í tunnuna. Við þrjár fengum svo að fara með þegar sá sem er oftast í afgreiðslunni kom niður og rúllaði tunnunni úr hvelfingunni yfir í skúr 2. Þar sáum við þegar tunnunni var læst og komið fyrir aftur í mjög öryggisvæddum bíl. Þess ber líka að geta að kortavélinni hefur verið komið ofan í 10 kassa og fer úr húsi á næstu dögum. En aðeins að öðru. Tæpum klukkutíma áður en ég var búin í vinnu í gær hringdi kalda potts vinkona mín í mig. Við hittumst í sundi um þrjú. Ég synti í 50mínútur. Hún var komin aðeins á undan mér og byrjuð að synda svo hún gat skroppið aðeins í heita pottinn áður en hún hitti mig í kalda pottinum þegar ég var búin að syda. Kom heim um fimm leytið og þá var að byrja að snjóa. 

25.2.25

Ræður

Síðasta vika mánaðarins byrjuð af krafti. Vinnudagurinn í gær var búinn um þrjú. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni yfir í osteostrong. Pabbi var kvefaður og hafði sleppt því að mæta í sund um morguninn. Þar sem hann hafði ekki tilkynnt sig í sundið var hringt í hann um hálfsjö um morguninn og um sjö leytið kom sá sem er yfir sundmálunum aðeins við hjá honum til að athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með hann. Pabbi sagðist svo hafa skroppið á Kanslarann í hádeginu en annars var hann bara heima. Ég mætti auðvitað alltof snemma í styrktartímann en komst samt fljótlega að. Sló met á einu tækinu. Fór svo beint í sund og synti í 50 mínútur, fór aðeins einu sinni 5 mínútur í þann kalda og um 20 mínútur í gufu áður en ég fór upp úr og heim. Stoppaði ekki lengi heima. Gekk frá sunddótinu og fór svo á safnið, skilaði 4 bókum og tók 4 í staðinn. Var búin að framlengja skilafrestinum á tveimur bókum. 

24.2.25

Glimrandi gott

Rumskaði frekar snemma en sofnaði sem betur fer aftur og svaf til klukkan að verða hálfátta. Var komin í sund upp úr klukkan níu og byrjaði á því að synda 20x50m á 50 mínútum. Fór þrjár ferðir í þann kalda, 15 mínútur í sjópottinn og góða gufuferð áður en ég fór upp úr og heim. Heima bjó ég mér til dýrindis hafragraut. Um þrjú leytið skrapp ég í smá göngutúr, labbaði tæpa 3km á tæplega 40 mínútum. Horfði á fótbolta og þætti, prjónaði og las. Er búin með 4 bækur af sex af safninu. Skilafrestur er í vikunni og mun ég að öllum líkindum framlengja frestinum á þeim bókum sem ég er ekki búin með, byrjuð á annarri af þeim. Kláraði eina af hinum í gærkvöldi; Að hálfu horfin eftir Brit Bennett. 

23.2.25

Reynsla

Klukkan var byrjuð að ganga átta þegar ég vaknaði í gærmorgun. Sleppti styrktaræfingunum en gaf mér tíma fyrir netvafr og blogg áður en ég fór í sund. Fór beint á braut 7 tíu mínútum fyrir níu og synti í 50 mínútur, aðra hverja ferð á bakinu. Hitti svo óvænt kalda potts vinkonu mína í kalda pottinum sem varð til þess að ég fór tvær auka ferðir í hann áður en ég fór upp úr og þvoði mér um hárið. Var mætt til esperant vinkonu minnar upp úr klukkan hálfellefu. Lásum næstum 3 bls. í Kon-Tiki í gær. Kom heim upp úr klukkan tólf. Rétt fyrir þrjú skrapp ég út í göngu. Fór 7,1km á 95 mínútum. Kannski var þetta heldur langt því síðustu tíu mínúturnar af göngunni fór ég að finna fyrir óþæginum á nokkrum tám og þegar ég kom heim þurfti ég að draga hægri fótinn upp vegna þreytu og verk í mjöðminni. Sú þreyta lagast alltaf skömmu síðar. Fljótlega eftir að ég kom heim hringdi ég í eldri systurdóttur mína og söng fyrir hana afmælissönginn, en hún varð 25 ára í gær. Hringdi líka í pabba en talaði bara stutt við hann því það voru gestir hjá honum.

22.2.25

Aftur komin helgi

Vinnuvikan var ekki lengi að líða og kláraðist hún upp úr klukkan tvö hjá mér. Þá lá leiðin fyrst í Katrínartún 4 þar sem ég endurnýjaði rafrænu skilríkin mín í símann hjá Auðkenni. Það var verið að afgreiða 3 á tveimur borðum og einn var á undan í röðinni en þetta gekk fljótt og vel fyrir sig. Þurfti ekki að bíða nema í rúmar fimm mínútur eða svo og endurnýjunin tók bara örfáar mínútur þrátt fyrir að það væru nokkrar aðgerðir og smá bið á milli staðfestingar tvö og þrjú. Var komin í sund fyrir klukkan þrjú. Synti 1km á 50 mínútum og það munar svo sannarlega um að vera með sundgleraugu. Kalda potts vinkona mín byrjaði að synda aðeins á undan mér en hætti mun fyrr. Hitti hana svo í kalda pottinum. Fórum þrjár ferðir saman í hann og eina góða gufuferð. Ég var aðeins lengur í gufunni og tók svo fjórðu ferðina í þann kalda áður en ég fór upp úr og heim. Kom heim um sex og fór ekkert út aftur. 

21.2.25

Náttúran

Vaknaði rétt fyrir sex í gærmorgun. Morgunrútínan á virkum morgni var hefðbundin og ég var svo mætt í vinnuna á sama tíma og oftast. Það var ekkert brjálæðislega mikið að gera í vinnunni og voru öll verkefni búin um tvö leytið. Fór beint í sund en hringdi þó fyrst í pabba sem svaraði gemsanum í fyrstu hringingu. Var komin á braut sex klukkan hálfþrjú og synti kílómeterinn á 50 mínútum. Þvílíkur munur að vera með sundgleraugu. Kalda potts vinkona mín mætti á sama tíma og ég. Hún synti í ca 40 mínútur og hitti mig svo í kalda pottinum þegar ég var búin að synda. Sundið tók í heildina, með öllu, næstum tvo og hálfan tíma. Hringdi í Helgu systur og spjallaði við hana á meðan ég var á leiðinni heim úr sundi. Klukkutíma eftir að ég kom heim skrapp ég út í göngu sem varð nokkuð lengri heldur en undanfarnir göngutúrar, fór 6 kílómetra á 90 mínútum. Veðrið var milt og gott en síðasta rúma korterið fór að rigna svo ég varð að hengja úlpuna mína upp inn á baðherbergi (fyrir ofan sturtubotninn) þegar ég kom heim. 

20.2.25

Ævintýri

Það sem þessi tími þýtur hratt áfram. Gærdagurinn var nokkuð hefðbundinn. Styrktaræfingar, enginferskot, morgunverkin á baðherberginu, netvafr, blogg og mætt í vinnu um hálfátta. Vorum að reyna að setja í lága drifið en engu að síður var allt búið fyrir klukkan tvö. Fór beinustu leið í Nauthólsvík og var komin út í 3°C sjóinn fyrir hálfþrjú og var að busla og hreyfa mig í honum í tuttugu mínútur. Sat svo annað eins í heita pottinum áður en ég fór upp úr og heim. Setti handklæði í þvottavél, fékk mér hressingu og um fimm skellti ég mér í klukkutíma göngu. Labbaði upp að Perlu og ætlaði beint niður hinum meginn en varð að taka smá sveig í gegnum kirkjugarðinn. Stórt svæði lokað af vegna fellinga trjáa. Hugsanlega óhætt að labba um það svæði þegar vinnu er hætt en ég virti amk merkingarnar í gær. Kom heim um sex, gengin upp að hnjám og mjöðm. Fékk því Odd til þess að fara og hengja upp úr vélinni. Jafnaði mig reyndar frekar fljótt en notaði tímann í annað, m.a. prjón og fótboltagláp. 

19.2.25

Rafræn skilríki

Rafrænu skilríkin í símanum eru að renna út eftir örfáa daga. Ég er búin að endurnýja vegabréfið til að geta sýnt hjá Auðkenni þegar ég mun endurnýja rafrænu skilríkin fljótlega. Er helst að spekulera í því hvort ég verði að endurnýja kóðann sem ég valdi þegar ég fékk mér skilríkin fyrir uþb fimm árum. Það kemur víst bara í ljós þegar ég fer í þetta mál. Annars var gærdagurinn alveg ágætur. Vinnudegi lauk upp úr klukkan tvö. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni í sundið. Hann var úti í göngutúr en hafði samt tíma til að spjalla í smá stund. Keypti mér sundgleraugu í afgreiðslunni áður en ég fór inn í klefa. Hef ekki notað né átt svoleiðis í nokkur ár og ekki fundið fyrir því fyrr en ég fór að synda meira en 500m. Synti 1000m á 50 mínútum í gær. Var byrjuð aðeins áunda kalda potts vinkonu minni en hún hætti 10 mínútum á undan mér. Kom heim um fimm leytið og klukkutíma síðar skrapp ég út í 50 mínútuna göngu. Nokkuð mikil hreyfing hjá mér í gær.

18.2.25

Gæðastundir

Vaknaði rétt fyrir klukkan sex. Teygði mig vel áður en ég klæddi mig og bjó um. Æfði mig í tæpar tíu mínútur með 2kg lóð í hvorri hendi. Fékk mér lýsi og sopa af engifer og kanil drykk og sinnti loks morgunverkunum á baðherberginu. Svo hafði ég alveg ágætis tíma til að vafra á netinu og setja inn færslu dagsins. Var mætt í vinnu um hálfátta. Öllum verkefnum mínum var lokið fyrir þrjú og var ég mætt í osteostron uþb klukkutíma fyrir "fasta" tímann. Komst samt strax að. Bætti mig á einu tækinu. Var komin á planið við Laugardalslaugina fyrir klukkan fjögur. Hringdi í eina fyrrum samstarfskonu mína. Var komin á brautir 7 og 8 tuttugu mínútum yfir fjögur. Synti í 40 mínútur eða 800m og var búin með eina ferð í kalda og sat í sjópottinum þegar kaldapotts vinkona mín mætti á svæðið. Saman náðum við tveimur ferðum í kalda og góðri gufuferð áður en ég fór upp úr. Kom við í Krónunni í Skeifunni áður en ég fór heim. 

17.2.25

Göngutúr

Svaf svo vel og lengi að klukkan var orðin hálftíu þegar ég hafði mig á fætur í gærmorgun. Var þá aðeins búin að vera vakandi í uþb hálftíma. Rumskaði reyndar stuttlega um miðja nótt þegar unga parið kom af þorrablótinu. Þau komu á fætur upp úr hádeginu og fóru aftur í sveitina hans Bjarka, eða foreldra hans sem eru ekki heima við þessa dagana. Veðrið var dásamlegt en einhvern veginn hafði ég mig ekki strax út. Kláraði söguna um Pa Salt/Atlas, eitt eldhúshandklæði "datt" af prjónunum, lagði nokkra kapla og vafraði eitthvað um á netinu í tölvunni hans pabba. Um tvö byrjaði leikur í enska boltanum; Liverpool - Wolves 2:1. Pabbi byrjaði að horfa með mér en skrapp svo í stutta göngu. Fljótlega eftir að leikurinn var búinn tók ég mig saman, kvaddi pabba og var komin í bæinn um hálfsex. Þremur korterum eftir að ég kom heim dreif ég mig loksins út í það sem átti að vera ca hálftíma ganga en endaði í klukkutíma göngu réttsælis hring í kringum Öskjuhlíðina. 5km á 65mínútum. Þar með er ég búin að hreyfa mig alla daga, nema einn, sem liðnir eru af Lífshlaups-keppninni. Fitjaði svo upp á enn einu eldhúshandklæðinu og prjónaði á meðan ég fylgdist með Landanum og þættinum um íslenska matarhefð fyrr og nú. . 

16.2.25

Orka og kraftur

Stilli sjaldnast á mig klukku um helgar og í gær svaf ég alveg til klukkan að verða hálfsjö. Rétt hitti á N1 soninn áður en hann fór af stað í vinnuna. Gaf mér ágætis tíma í styrktaræfingar, netvafr og blogg og ákvað svo að fara í Sundhöllina. Þessa helgina er nefnilega sundmót í Laugardalslauginni. Mótið svo sem í innilauginni það getur bæði verið erfitt að fá stæði á planinu við laugina, gott skápapláss og jafnvel nægilegan frið til að synda á bakinu á brautunum í útilauginni. Það eru færri og styttri brautirnar í Sundhöllinni, 25m, 4 brautir úti og 4 inni. Ég byrjaði á að skella mér í kalda pottinn korter fyrir níu. Það var aðeins einn að synda í útilauginni og ég skellti mér á braut 4 eftir 4 mínútur í kalda og hafði brautina alveg fyrir mig á meðan ég synti 1000 metra (flesta á bakinu) næstu 50 mínúturnar. Fór aðra ferð í þann kalda og eina ferð í heitasta pottinn sem er annar af þeim tveim elstu. Þvoði mér um hárið og var svo mætt í esperanto hitting um hálfellefu. Lásum tvær bls. í Kon-Tiki. Kom heim um tólf. Pakkaði niður, kvaddi Odd og kom svo aðeins við á N1 við Gagnveg áður en ég brunaði beinustu leið austur á Hellu. Og nei ég var ekki að fara á þorrablótið. 

15.2.25

Laugardagur

Morgunrútínan í gærmorgun var keimlík flestum virkum morgnum. Mætti svo í vinnu um hálfátta. Þrátt fyrir að þrjár þyrftu að fara um og upp úr hádeginu kláruðust verkefni dagsins fyrir klukkan hálfþrjú. Áður en ég fór í sund hringdi ég í afmælisbarn gærdagsins, æskuvinkonu mína hana Ellu og einnig í pabba. Sá síðarnefndi var í smá bíltúr um Rangárvellina, var að hreyfa bílinn aðeins lengra heldur en í sundið, búðina og á Kanslarann. Hitti aðeins á kalda potts vinkonum mína. Hún var búin að synda en við náðum tveimur ferðum í þann kalda áður en ég fór á brautir 7-8 og synti í 40 mínútur eða 800 metra. Ætlaði mér að fara 10 ferðir eða kílómeterinn en allt í einu fylltist allt af krökkum sem voru að hita upp fyrir sundkeppni. Var komin heim fyrir klukkan fimm. Um hálfsex skrapp ég svo í "smá" göngutúr. Fór einn hring um Öskjuhlíð, tæpa 5km ár rétt rúmri klukkustund. 

14.2.25

Lífshlaupið

Það sem ég varð hissa þegar ég fékk skilaboð um hálftvö í gær þess efnis að ég gæti sótt vegabréfið mitt í Kringlunni í Skeifunni eftir klukkan þrjú. Ekki liðinn sólarhringur frá því ég var í myndatöku og ég var ekki að biðja um neina flýtimeðferð. Var búin að vinna upp úr klukkan tvö og fór beint í sund. Hringdi reyndar fyrst í pabba. Var komin á braut 7 tíu mínútum fyrir þrjú. Kalda potts vinkona mín var þá þegar mætt og búin að synda 400m. Ég synti kílómeterinn á 50 mínútum. Hitti svo vinkonu mína í kalda pottinum en hún hafði náð að skreppa aðeins í heitasta pottinn á meðan ég kláraði sundið. Klukkan var svo langt gengin í fimm þegar ég sótti nýja vegabréfið mitt áður en ég fór heim.  

13.2.25

Öryggi

Síðast liðinn mánudag fékk ég skilaboð um að rafrænu skilríkin mín væru að renna út eftir hálfan mánuð og það þyrfti að koma með gild skírteini til að endurnýja þau. Ég á ekki nafnskírteini, vegabréfið rann út í nóvember og mig langar ekki til að framvísa ökuskírteininu ef ég þarf þess ekki. Ég fékk því að fara úr vinnu um tvö í gær til að sækja um nýtt vegabréf. Var búin að panta tíma og allt. Skrifandi um ökuskírteini þá ruglaðist ég aðeins þegar ég kom inn í húsnæðið þar sem sýslumaður höfuðborgarsvæðisins er og byrjaði á því að ná í miða eins og ég væri að sækja um ökuskírteini. Áður en kom að mínu númeri var ég þó búin að átta mig á mistökum mínum og fór yfir ganginn og í réttu röðina. Byrjaði á því að borga hjá gjaldkera til að hafa kvittun tiltæka vegna myndatöku. Þurfti ekki að bíða lengi eftir að komast að í myndatökuna en komst þá að því að ég þurfti að framvísa skilríki og þau voru út í bíl. Ég fékk tíma til að sækja útrunna vegabréfið og svo gekk þetta allt mjög smurt. Var komin út í bíl aftur fyrir klukkan hálfþrjú. Vissi að allt væri að verða búið í vinnunni svo ég ákvað að fara með bílinn í smurningu, 11 mánuðir og tæpir 11000km eknir síðan síðast var smurt. Átti örfáa kílómetra eftir miðað við viðmiðunar miðann á framrúðunni. Komst strax að og þetta tók ekki langan tíma. Fór svo beinustu leið í Nauthólsvík, buslaði í sjónum í 10 mínútur og sat í pottinum í korter áður en ég fór upp úr og heim. Klukkan var þá um fjögur. Klukkutíma síðar skellti ég mér í rúmlega hálftíma 2,8km göngu. Alla hreyfingu skráði ég svo samviskusamlega á vegg lífshlaupsins. 

12.2.25

Virkni

Gærdagurinn byrjaði snemma hjá mér. Var glaðvöknuð um fimmleytið. Skrapp fram á salernið og fljótlega eftir að ég var komin upp í rúm aftur kveikti ég á náttborðs lampanum og fór að lesa aðeins um Atlas/Pa Salt, náungann sem ættleiddi 6 systur frá sex stöðum í heiminum. Þetta er um 750bls bók og ég á eftir að lesa um 200 bls. Rétt fyrir sex fór ég á fætur og gerði nokkrar æfingar með tveimur 2kg lóðum. Æfingarnar taka mig ca 7-10 mínútur. Var annars mætt í vinnu rétt fyrir klukkan hálfátta. Það voru næg verkefni sem kláruðust þó í fyrra fallinu. Ég var komin í sund um þrjú, á sama tíma og kaldapotts vinkona mín. Við byrjuðum á því að synda í 50 mínútur, 1km. Fórum svo 3 ferðir í þann kalda, tvær í heitasta, 20mín í gufu og um korter í sjópottinn. Þá kvaddi ég en vinkona mín fór auka ferðir í þann kalda. Ég kom heim fyrir klukkan hálfsex. Um sjö leytið skrapp ég aftur út í hálftíma göngutúr, 2,2km. Það er magnað hvaða áhrif það hefur að hafa skráð sig í hóp í Lífshlaupinu sem fer fram þessa dagana. 

11.2.25

Nægjusemi

Vaknaði rétt fyrir sex í gærmorgun. Gerði nokkrar æfingar með tveimur 1,5km lóðum þegar ég var búin að klæða mig. Fékk mér lýsi, engifer og kanilskot og vatnsglas og sinnti svo morgunverkunum á baðherberginu áður en ég settist inn í stofu með fartölvuna í fanginu. N1 sonurinn kom fram um hálfsjö og fór skömmu síðar af stað í sína vinnu. Ég var mætt í mína vinnu um hálfátta. Verkefni mín dugðu alveg í tæpa átta tíma. Var komin í Hátún 12 í osteostrong rétt fyrir fjögur. Komst strax að og var því komin í sund um hálffimm. Synti í 40 mínútur, 800m og var nýbúin með fyrstu ferðina í þann kalda þegar kaldapotts vinkona mín kom úr leikfimitímanum sínum úr Laugum. Saman fórum við tvær ferðir í þann kalda, 10mínútur í gufu og annað eins í sjópottinn. Þá fór ég upp úr. Klukkan var að verða hálfsjö þegar ég kom heim.  

10.2.25

Afslöppun

Rumskaði aðeins þegar ég heyrði stofuklukkuna slá sjö í gærmorgun. Vissi næst af mér tveimur tímum seinna og var að brölta á fætur um hálftíu. Pabbi var búinn að koma fram á sínum morguntíma um sex leytið. Heyrði að hann var eitthvað að brasa frammi í herberginu sínu en hann kom þó ekki fram fyrr en eftir fréttir klukkan tíu. Við fórum í smá kaplakeppni en settumst svo inn í stofu að spjalla. Ég greip aðeins í útsaumsdótið mitt. Fengum okkur skyr í hádeginu. Stuttu fyrir eitt skrapp ég út í hálftíma göngu og kíkti svo aðeins á vinafólk í Nestúninu. Þar var ég ekki búin að koma langa lengi. Klukkan var að verða þrjú þegar ég kom aftur til pabba. Greip aðeins í prjónana en skömmu síðar vorum við feðgin aftur komin í kaplakeppni. Ég fékk mér smá te og frækex. Upp úr klukkan fjögur pakkaði ég niður og kvaddi pabba. Gerði klukkutíma stopp í Löngumýrinni á Selfossi svo klukkan var orðin meira en hálfsjö þegar ég kom heim. Lánaði Oddi bílinn því Davíð Steinn var nýkominn úr vinahittingi og ákvað að geyma verslunarferð þar til eftir vinnu í dag, mánudag. 

9.2.25

Ð

Vaknaði stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Klukkan var samt alveg að verða níu þegar ég byrjaði að synda á braut 7 í Laugardalslauginni. Synti í heilar 50 mínútur sem var akkúrat 1km. Var fimm mínútur í kalda pottinum, tuttugu í gufu, 15 í sjópottinu og svo hálfa mínútur áður en ég fór upp úr og þvoði mér um hárið. Þegar ég kom heim kláraði ég að pakka niður, hafði byrjað að taka til dót og tösku áður en ég fór í sundið, og fékk mér smá af grískri jógúrt. Klukkan var byrjuð að ganga eitt þegar ég bankaði upp á hjá öðrum syninum til að láta vita að ég væri að stinga af. Rétt áður en ég brunaði af stað hringdi ég eitt stutt símtal. Niðurstaðan úr því símtali var sú að ég kom við í Fossheiðinni á Selfossi og stoppaði þar í dágóða stund. Fyrsta heimsóknin á þessu ári. Ég hélt svo för áfram á Hellu, líka fyrsta heimsóknin á árinu. Veðrið var annars dásamlega milt og gott og alls engin ferð á logninu. Um fimm skrapp ég aðeins út í stutta göngu, 1,5km á tuttugu mínútum. Alla hreyfingu dagsins skráði ég inn á Lífshlaupið sem er hafið. Við pabbi höfðum svo siginn fisk í kvöldmat sem var borðaður eftir kvöldfréttir, íþróttir og veður. 

8.2.25

Í þungum þönkum

Gærdagurinn var ekki lengi að líða. Nóg að gera í vinnunni en þó allt búið um tvö leytið. Hringdi í pabba og talaði við hann á meðan ég var að keyra frá vinnu yfir á planið við Laugardalslaug. Var komin á braut 8 á slaginu hálfþrjú. Færði mig fljótlega yfir á braut 6. Synti 700m á 35 mínútum. Kalda potts vinkona mín var komin á svæðið en hún var ekki með sundhettuna og beið eftir mér í sjópottinum. Var þó búin að fara eina ferð í þann kalda. Saman náðum við þremur ferðum í hann. Ég fór fjórðu og síðustu ferðina mína áður en ég fór upp úr. Kom aðeins við í Hagkaup í Skeifunni áður en ég fór heim. Var að athuga með dokku af tuskugarni í ákveðnum lit. Fann hann ekki en keypti smá af öðrum litum sem gætu passað með litnum á eldhúshandklæðinu sem er á prjónunum þessa dagana.  

7.2.25

Veðrið

Vaknaði stuttu fyrir klukkan sex í gærmorgun. Morgunrútínan var keimlík flestum virkum morgnum. Mætti í vinnu um hálfátta og var fljótlega byrjuð á innleggjum. Vorum búin með fyrirliggjandi verkefni nokkru fyrir hádegi en vegna veðurs var ekki von á meiru fyrr en um miðjan dag. Bílarnir skiluðu sér inn milli tvö og rúmlega þrjú. Hjálpuðumst að við að taka á móti og vorum búin um hálffjögur. Var komin í sund um fjögur. Kalda potts vinkonan var búin að synda í hálftíma. Við fórum þrjár ferðir í þann kalda og í gufuna og svo kom hún aftur út á braut 8 og synti í tuttugu mínútur. Ég synti 700m á 25 mínútum og mun sá tími verða skráður í Lífshlaupið. Kom aðeins við í Heilsuhúsinu í Kringlunni á leiðinni heim. Þar fæ ég nefninlega alltaf beltisþara ef ég finn hann ekki í Hagkaup. 

6.2.25

Mikil hraðferð á logninu þessa dagana

Var komin á fætur og búin að gera æfingar með lóðum rétt upp úr klukkan sex. N1 sonurinn fór af stað í sína vinnu um hálfsjö. Ég hafði ágætis tíma í smá netvafr, leiki og bloggfærslu. Mætti í vinnu um hálfátta. Vorum tveimur færri en á þriðjudaginn og um þrjú var verið að hvetja okkur til að ganga frá og fara heim. Þá vorum við búin. Ég var með sjósundsdótið meðferðis en það var búið að loka í Nauthólsvík og á leiðinni heim heyrði ég að það væri verið að loka öllum sundlaugum líka. Eins gott því það gekk yfir svaka eldingaveður seinni partinn í gær og fram á kvöld. Ég var því komin heim fyrir fjögur. N1 sonurinn kom ekki heim fyrr en rétt fyrir tíu. Hann hafði verið að vinna til sjö og svo skroppið í heimsókn til vina í engjahverfinu. 

5.2.25

Umhleypingar

Það var vekjarinn sem ýtti við mér á sjöunda tímanum í gærmorgun. Hafði reyndar rumskað eitthvað um hálffimm leytið en sem betur fer sofnaði ég aftur. Var að dreyma eitthvað en það gleymdist um leið og hljóðið í vekjaranum fór af stað. Vorum þremur fleiri í vinnu í gær og það munaði um það. Þrátt fyrir að meira væri að bóka vorum við búin aðeins fyrr í gær heldur en á mánudaginn. Var komin í sund um fjögur. Synti 500m á braut 7. Sat svo fimm mínútur í kalda pottinum. Fór þaðan beint í gufuna í fimmtán mínútur svo kalda sturtu áður en ég fór í sjópottinn í korter. Rétt áður en ég fór upp úr fór ég svo aftur í þann kalda en aðeins í tvær mínútur. Það er greinilegt að kalda potts vinkonan ver ekki á svæðinu því þá hefði ég líklega farið 3-4 ferðir í þann kalda. Kom við á Prepp-barnum á leiðinni heim og splæsti á mig afmælistilboði sem ég tók með mér og borðaði heima. 

4.2.25

Lending

Vorum í færri kantinum í vinnu í gær. Var að bóka til klukkan þrjú og fara yfir skjöl síðustu þrjú korterin. Dreif mig beinustu leið í osteostron og var komin þangað ca sjö mínútur yfir fjögur. Komst strax að og nýr leiðbeinandi fékk að fylgja mér í gegnum upphitun og styrktar og jafnvægisæfingar. Eftir átta mínútna slökun og vatnsglas á eftir var klukkan rétt að verða hálffimm þegar ég kvaddi og fór beinustu leið í sund. Spjallaði reyndar aðeins við pabba áður en ég fór inn í klefa. Synti ekkert en hitti á kalda potts vinkonu mína í heitasta pottinum eftir fyrstu ferðina í þann kalda. Fórum sama tvær ferðir í kalda pottinn. Ég fór upp úr og heim eftir gufuna og smástund í sjópottinum. 

3.2.25

Línudans

Vaknaði rétt fyrir sjö. Tæpum tveimur tímum síðar var ég komin í sund. Byrjaði á kalda pottinum áður en ég fór á brautir 7 og 8. Synti blandað sund og helst á bakinu. Var búin með 400m þegar ég hitti á sjósunds vinkonu mína og manninn hennar. Þau voru að klára á braut sex. Hafði ætlað mér að synda 100-200m í viðbót en það varð úr að ég elti vinkonu mína í sjópottinn. Eftir rúmar tíu mínútur þar fórum við saman 4 mínútur í þann kalda. Eftir það fór hún upp úr en ég í smá gufu. Þvoði mér svo um hárið og var komin vestur í bæ til esperanto vinkonu minnar stuttu fyrir klukkan ellefu. Við lásum tvær bls. í Kontíki. Var komin heim fyrir klukkan eitt. Fór ekkert út aftur en fjórar ferðir í þvottahúsið. Annars var ég að prjóna, lesa og /eða horfa á bolta og þætti. Dagurinn var ekki lengi að líða frekar en oftast áður. 

2.2.25

Öfugsnúið

Vaknaði upp úr klukkan hálfsjö í gærmorgun. Dreif mig fljótlega á fætur. Á níunda tímanum ákvað ég að sleppa sundferð og taka því bara rólega fram yfir hádegi. Var að vafra á netinu, fór fljótlega að lesa og um tíu kveikti ég á imbanum. Klukkan var byrjuð að ganga þrjú þegar ég dreif mig aðeins út í stutta göngu, 2,5km á tæpum hálftíma. Var komin inn aftur rétt áður en leikur Bournmouth og Liverpool hófst sem fór 0:2 fyrir gestaliðið sem er á toppnum í deildinni. Heimaliðið var ekki búið að tapa sl ellefu leiki og lét alveg Liverpool hafa fyrir þessum sigri. Kláraði tvær af safnbókunum í gær. Önnur þeirra er Hvítalogn eftir Ragnar Jónasson. Er búin að lesa ríflega 130bls af bókinni um Pa Salt en hún er 750 bls. Ég er líka að lesa næst síðustu jólabókina; Gólem eftir Steinar Braga. Og á þá einungis eftir að byrja á og lesa Yrsu, Ég læt sem ég sofi. Svo eru þrjár bækur í viðbót af safninu og nokkrar fleiri ólesnar. 

1.2.25

Rok og rigning

Í gær var síðasti dagurinn í janúar, heill mánuður liðinn frá áramótum. Vinnudagurinn var frá ca tuttugu mínútum í átta til klukkan að ganga þrjú. Megnið af honum fór í innlegg/bókanir en síðasta hálftímann var ég að yfirfara skjöl. Þrátt fyrir að vera með sunddótið meðferðis tók ég ákörðun um að fara bara heim. Kom þó við í fiskbúðinni og keypti mér harðfisk og bleikjuflak. Ég var því komin heim áður en klukkan varð þrjú. Restin af deginum var nokkuð fljótur að líða. Fór í háttinn klukkan tíu og las í hálftíma. Var líka búin að lesa fyrr um daginn, fitja upp á prjóna og glápa á imbann. 

31.1.25

Uppskera

Ég man að ég rumskaði einhvern tímann í fyrrinótt, sennilega um fjögur leytið. Hugsaði með mér að ef ég gæti ekki sofnað aftur þá væri nóg af bókum að grípa í. Næst vissi ég af mér þegar vekjaraklukkan hringdi korter yfir sex. Teygði vel úr mér áður en ég fór á fætur en sleppti lóðaæfingunum. Var mætt í vinnu um hálfátta. Fyrstu verkefnalotu lauk stuttu fyrir hálftíu og vegna veðurs og færðar þurftum við að bíða til klukkan að ganga tólf eftir næsta verkefna skammti. Vorum búin fyrir klukkan hálfþrjú. Hringdi í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni yfir í Laugardalinn. Ég var mætt á braut 8 fimm mínútum yfir þrjú. Þá var kalda potts vinkona mín búin að synda í 15 mínútur og hún synti 25 mínútur í viðbót á meðan ég synti 500 metra. Eftir það fórum við í pottadýfingar, góða gufu og korter í sjópottinn. Þá fór ég upp úr en hún hélt eitthvað áfram. Kom við í Hagkaup í Skeifunni áður en ég fór heim. Keypti mér m.a. frækex en fann ekki þarann sem mér finnst svo góður. Þetta tvennt fæst líka í heilsuhúsinu. Var komin heim áður en klukkan varð hálfsjö. 

30.1.25

Kortadeildin að ljúka störfum

Gærdagurinn var aðeins öðruvísi vinnulega séð. Var að vísu í innleggjum fram að morgunkaffi. Eftir kaffið og eitthvað fram yfir hádegi vorum við fyrrum fyrirliði að henda munaðarlausu, gömlu plasti í stóra 240 lítra tunnu frá Gagnaeyðingu. Eigum aðeins eftir að fá það 100% staðfest að kort sem hafa orðið ónýt í framleiðslu fari sömu leið líka. Einnig vorum við aðeins að aðstoða flokk manna úr ýmsum áttum. Tveir erlendir, tveir tæknimenn úr RB og annar af þeim sem hefur þjónustað kortavélina sl. tæp fimm ár. Annar af þessum erlendu mönnum er sá sami og kom og sett upp vélina síðla sumars 2020. Það var verið að staðfesta að vélin virkaði en svo voru diskarnir teknir úr og þeim verður fargað. Nýjir diskar verða settir í fyrir nýja eigendur. Annars var ég búin í vinnu upp úr klukkan tvö. Hringdi og spjallaði við pabba á meðan ég var á leið í Nauthólsvík. Rétt fyrir þrjú skellti ég mér í -1,8°C sjóinn, fyrst í ca 3 mínútur og svo þremur mínútum síðar í tæpa mínútur. Sat svo í pottinum í rúmt korter áður en ég fór upp úr og heim.  

29.1.25

Kraftur

Ég var nú alveg til í að kúra lengur þegar ég rumskaði stuttu fyrir sex í gærmorgun. En það hefði líklega þýtt að ég myndi leggja niður lóðaæfingar þann morguninn sem ég gerði ekki. Morgunrútínan var keimlík flestum virkum morgnum. Fór þó af stað í vinnu í fyrra fallinu því það þurfti að byrja á því að sópa af bílnum. Var búin að stimpla mig inn rúmlega hálfátta og byrjuð í innleggjum áður en klukkan varð átta. Þrátt fyrir þokkalega stóran dag vorum við búin með öll verkefni um þrjú. Þá fór ég beinustu leið í Laugardalinn. Hringdi reyndar í fyrrum samstarfskonu mína sem er nýlega komin heim úr mánaða ferð til Tælands. Var byrjuð að synda tuttugu mínútum fyrir fjögur. Kalda potts vinkona mín tafðist aðeins, mætti þegar ég var að klára 400m og sagðist ætla að synda eftir pottadýfingarnar og gufuferðina. Það var líka aðeins farið að fjölga á brautunum svo ég dreif mig með henni í þann kalda og alla þá rútínu. Var komin heim um hálfsex. 

28.1.25

Osteostrong - mæli með því 100%

Korter fyrir sex í gærmorgun var ég komin á stjá. Nýbúin að klæða mig og búa um rúmið og að byrja æfingar með 1,5kg lóðum. Þessar lóða æfingar eru sjaldnast lengri en 5-7 mínútur en þær eru alveg að gera eitthvað fyrir mig. Eftir æfingarnar fékk ég mér sítrónuvatn áður en ég sinnti morgunverkunum á baðherberginu. Hafði svo ágætis tíma í netvafr. N1 sonurinn fór af stað í sína vinnu tuttugu mínútum fyrir sjö, vaktinni hans var flýtt um hálftíma því nú er það hann sem sér um að undirbúa opnun sem er kl. 7:30 sex daga vikunnar. Aðeins á sunnudögum sem opnar ekki fyrr en kl. 10. Ég fór út í fyrra fallinu og þurfti auðvitað að sópa aðeins og skafa af bílnum en það tók styttri tíma heldur en ef ég hefði ekki forunnið þá vinnu á sunnudaginn. Var í innleggjum að mestu í vinnunni í gær. Kom þó aðeins að hreinsun seðlabúnta. Þá er verið að renna búntum í gegnum vél sem sorterar frá alla auka miða. Um eitt leytið voru um hálft tonn af kortum sótt á vegum eins stóra bankans til að láta fara með í gagnaeyðingu. Einn bankinn á enn eftir að gefa fyrirmæli um sitt plast en það eru ekki eins mörg kort, líklega innan við tíu kíló en svo eru slatti af kortum munaðarlaus samt fjórum sinnum léttara magn heldur en fór út frá okkur í gær. Var búin í vinnu fyrir klukkan þrjú og gaf mér tíma til að skreppa á bókasafnið og skila báðum bókunum. Það komu sex bækur með mér af safninu í staðinn. Mætti í osteostrong tímann um fimmtíu mínútum fyrr en fasti tíminn er og var því komin í sund upp úr klukkan hálffimm. Talaði aðeins við pabba og svo Petru í millitíðinni. Synti 500m og var nýbúin með eina ferð í þann kalda þegar kaldapotts vinkona mín mætti úr tíma í Laugum. Saman náðum við 3 perðum í þann kalda. Þvoði mér um hárið á leiðinni upp úr og var komin heim um hálfsjö leytið. 

 

27.1.25

Rólegheit

Klukkan var rétt að byrja að ganga átta þegar ég var vöknuð og komin á fætur í gærmorgun, á sunnudagsmorgni. Eftir morgunverkin á baðherberginu settist ég inn í stofu með fartölvuna í fanginu og vafraði um netheima í hátt í tvo tíma áður en ég slökkti á og lagði frá mér tölvuna. Kveikti þess í stað á imbanum. Um hálftólf setti ég upp rósakál og afþýddi tvær fiskibollur í örbylgjunni. Um eitt leytið skrapp ég út í stutta göngu, ca 1,5km. Áður en ég kom inn eftir gönguna sópaði ég mesta snjóinn af bílnum og skóf af rúðunum. Var að þessu til að flýta fyrir mér á eftir. Kom inn í þann mund sem HM stofan á RÚV hófst. Fljótlega eftir að leikurinn milli Íslands og Argentínu hófst opnaði ég handavinnutöskuna og greip í eitt af saumaverkefnunum. Sama verkefni og ég saumaði nokkur spor í um daginn. Að þessu sinni taldi ég út í hátt í tvo tíma. Var með prjóna og bækur til hliðar. Las reyndar ekkert fyrr en ég fór upp í rúm um hálftíu í gærkvöldi. 

26.1.25

Innipúki

Rumskaði um hálffimm í gærmorgun. Skrapp fram á salernið og svo beinustu leið í rúmið aftur. Vissi næst af mér rétt fyrir níu og fór ekki á fætur fyrr en hálftíu. Ákvað fljótlega að skrópa í sund og vera ekkert að fara eitt eða neitt. Hugsanlega hefði ég kannski átt að fara aðeins út og viðra mig en dagurinn leið við alls konar innidútl. Eina skiptið sem ég fór úr íbúðinni var þegar ég skrapp niður í þvottahús að ná í þvott af snúrunum. Um hádegið útbjó ég mér hafragraut. Geri alltaf tvöfaldan skammt og borðar fyrri skammtinn strax en hinn verður borðaður kaldur einhvern næstu dagana. Davíð Steinn skrapp í göngutúr, var sóttur af vinkonunni sem hann fylgdi út um daginn og þau fóru alla leið austur á Selfoss til að labba um skógarsvæði sem þau hafa ekki farið áður, amk ekki hann. Hringdi í pabba um miðjan dag. Þá var hann nýkominn inn frá því að moka snjó fyrir framan hús og skúr með snjómoksturstækinu sínu.  

25.1.25

Reynsla

Horfi út um stofugluggann á hvítar trjágreinar sem hreyfast nánast ekkert. Falleg póstkortamynd en hefur líka frekar letjandi áhrif á mig, amk í dag. En aðeins að gærdeginum. Vann við innlegg fram að kaffi en milli tíu og hálftólf vorum við á tímabili fjögur að stafla upp kortakössum, með kortum sem tilkeyra einum bankanum, á bretti. Þetta rúma hálfa tonn er vonandi að fara frá okkur eftir helgi. Klukkan eitt átti ég tíma hjá augnlækni hjá Sjónlag í Glæsibæ. Pantaði mér þennan tíma í október sl. Það eru nokkur ár síðan ég fór síðast til augnlæknis. Ég vildi fá ítarlega skoðun og spurði sérstaklega út í rauðan blett á hvítunni í hægra auga sem er búinn að vera þar í einhver ár. Sjónin er góð. Augnlæknirinn staðfesti að plús 1,5 gleraugu henta í lestur og skjánotkun, engin merki um gláku og bletturinn gæti verið fæðingablettur. Til að athuga hvort hann sé nokku að breytast á ég að koma aftur eftir þrjá mánuði en annars á eins til tveggja ára fresti. Fékk tíma í endaðan apríl n.k. Þessi heimsókn tók rúmlega þrjú korter í heildina en ég var búin stuttu fyrir tvö og fór beinustu leið í Laugardalslaug. Þar var kaldapotts vinkona mín búin að synda í korter og synti í korter í viðbót og beið svo í heitum potti á meðan ég kláraði mínar tuttugu mínútur og 400m. Var komin heim upp úr klukkan fjögur. 6 marka tap gegn Króatíu sló heldur betur á væntingar um sæti í átta liða úrslitum. Allt getur enn gerst en ef þrjú efstu liðin í milliriðlinum vinna sína leiki á morgun verður Ísland í þriðja sæti með jafnmörg stig og hin tvö en verri markatölu. Þetta kemur allt í ljós annað kvöld.  

24.1.25

Yfirvegun

Ég var búin frekar snemma með skyldurnar í gær og mætt í sundið upp úr klukkan tvö stuttu á eftir kalda potts vinkonu minni. Hún var byrjuð að synda á braut átta. Ég fór á braut sex og var hálftíma að synda 600m. Fórum þrjár ferðir í þann kalda, tvær í þann heitasta, 20 mínútur í gufu og næstum hálftíma í sjópottinn. Þá fór ég upp úr og heim, tveimur tímum eftir að ég mætti. Kom heim um hálffimm leytið. Restin af deginum leið jafn hratt við alls kona dútl en þó aðallega imbagláp og svo lestur. 

23.1.25

Frábær frammistaða hjá strákunum okkar hingað til á HM!

Svaf mun betur en var samt vöknuð á undan vekjaraklukkunni í gærmorgun. Þó ekki löngu fyrir klukkan sex. Í vinnunni var ég í kortafrágangsmálum fram að hádegi og innleggjum eftir hádegi. Var búin fyrir klukkan þrjú og eftir smá umhugsun lá leiðin beint í Nauthólsvík eins og flesta miðvikudaga. Sjórinn var aðeins yfir gráðuna, örlítið úfinn en ég tolldi út í í uþb tíu mínútur. Sat svo rúmt korter í heita pottinum áður en ég fór upp úr. Kom við á AO við Öskjuhlíð á leiðinni heim og fyllti tankinn. Oddur var búinn að sinna verkefnum sem ekki má tala/skrifa um, alveg óumbeðin. Ég kveikti ekki á sjónvarpinu fyrr en upp úr klukkan sex. Var eitthvað að vafra um á netinu fram að því. Davíð Steinn kom heim úr vinnu um hálfátta, er að vinna frá sjö til sjö sínar vaktir þar sem stöðvarstjórinn þurfti í axlaraðgerð og er hættur störfum. Vá, hvað það er annars gaman að fylgjast með handbolta landsliðinu springa út og tækla hvert verkefnið á fætur öðru á HM. 

22.1.25

Traust

Svefninn var eitthvað gloppóttur í fyrrinótt en ég var samt vöknuð á undan klukkunni og sinnti allri morgunrútínu mjög vel. Mætti í vinnu um hálfátta. Það virðist vera minn fasti tími. Finnst líka gott að leggja af stað áður en umferðin fer að þyngjast að ráði. Byrjaði í innleggjum fyrir klukkan átta. Þrátt fyrir að færri hendur væru á dekki, innleggin fleiri en á öðrum dögum og önnur stóra vélin ekki mjög samvinnuþýð þá voru öll verkefni búin fyrir klukkan hálffjögur. Var byrjuð að synda á slaginu klukkan fjögur, 200m á eftir kalda potts vinkonu minni. Hún varð hissa þegar ég synti aðeins 300 en var samt alveg tilbúin að fara í pottarútínuna okkar. Þrjár þriggja mínútna ferðir í þann kalda, tvær fimm mínútna ferðir í þann heitasta, tuttugu mínútur í gufunni og annað eins í sjópottinum. Rétt dýfði mér svo í þann kalda á leiðinni upp úr en fór líka í kalda sturtu. Var komin heim rétt fyrir sex. Annars hringdi ég í pabba og spjallaði við hann á meðan ég var á leiðinni úr vinnu yfir í sundið. Hann svaraði ekki gemsanum var líklega ekki að átta sig á að hann væri að hringja og ég var búin að leggja á og hringja í heimasímann þegar hann ætlaði að svara. Hann er þokkalega hress en sagði þó að það væri aftur farin að grassera sýkingin í blöðrunni, væri haltari hennar vegna en héldi sínu striki og sinni rútínu. Sennilega er ekkert við þessu að gera. Sterk sýklalyf geta haldið þessu niðri en virðast ekki hafa unnið alveg á þessu. Held að pabbi hafi verið á sýklalyfjum í allt fyrrasumar og fram á haust. 

21.1.25

Kraftur í strákunum okkar á HM

Vaknaði rétt fyrir sex. Morgunrútínan var svipuð og flesta virka morgna. Gerði æfingar með 1,5kg lóðum í ca 7 mínútur. Mætti í vinnu hálfátta. Þegar fyrrum fyrirliði mætti á svæðið fórum við í kortamál. Um ellefu svissaði ég yfir í innlegg. Stimplaði mig út úr vinnu rúmlega hálffjögur. Hringdi í pabba. Hann gat ekki svarað í nýja gemsann en svaraði í heimasímann. Var komin í osteostrong tíma rétt rúmlega fjögur, aðeins fyrr en fasti tíminn er. Komst strax að og var farin aftur innan við hálftíma síðar. Þótt ég væri með sunddótið meðferðis ákvað ég að fara beint í Krónuna í Skeifunni og versla. Kíkti einnig við í Elkó og keypti rafhlöður fyrir heimasíma sem fara í hleðslustöðvar. Kom heim rétt fyrir sex án þess að hafa farið að synda, svo spennt var ég fyrir leiknum sem reyndar var auðvitað ekki fyrr en klukkan hálfátta. Þvílíkur leikur og þvílík frammistaða hjá strákunum og magnaðar vörslur hjá Viktori Gísla! 

20.1.25

Aftur kominn mánudagur

Vaknaði rétt fyrir sjö í gærmorgun, útsofin og spræk. Gerði æfingar með 1kg lóðin, fékk mér engiferskot, sinnti morgunverkunum á baðherberginu og var svo sest inn í stofu með fartölvuna í fanginu um hálfátta leytið. Laugardalslaugin átti ekki að opna fyrr en klukkan tíu og ég fór fljótlega að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki frekar að skreppa út í smá göngu þegar væri komin meiri birta. Þegar kalda potts vinkona mín setti sig í samband við mig í gegnum FB-spjallið um níu leytið var ég búin að ákveða að "skrópa" í sundið. Göngutúrinn varð ekkert svo langur. Skrapp með gler og ál í gámana við Eskihlíð og labbaði til baka meðfram Miklubraut að Lönguhlíð. Stuttur hringur og forritið í símanum sá ekki einu sinni ástæðu til að skrá þetta sem göngu, líklega þar sem ég stoppaði um stund við gámana á meðan ég var að losa mig við glerið og álið. Fór ekki aftur út eftir þetta. Sýslaði eitt og annað hérna heima við. M.a. skoðaði ég í handavinnutöskuna mína og tók nokkur spor í verkefni sem ég var að vinna að fyrir nokkrum misserum síðan. Ein tuska "datt" af prjónunum og ég fitjaði fljótlega upp á annarri. Það voru bækur við höndina og svo var horft á alls konar bolta og tvo eða þrjá þætti úr sarpinum og auðvitað loka þáttinn um Vigdísi.

19.1.25

Tilraunir

Svaf til klukkan hálfsjö. Var komin í sund rúmum tveimur tímum síðar. Synti 600m á braut 6, langflesta á bakinu en smá skriðsund líka en ekkert bringusund. Fór aðeins eina fimm mínútna ferð í kalda pottinn. Var um tuttugu mínútur í gufunni og tíu mínútur í sjópottinum. Þvoði mér um hárið og var svo komin heim um ellefu. Enginn esperanto hittingu þessa helgina. Var eitthvað að spá í að skreppa í verslunarleiðangur en ákvað svo að það gæti alveg beðið í einn til tvo daga. Restin af deginum fór í alls konar dútl, s.s. lestur, prjón, þátta- og íþróttaáhorf. Davíð Steinn hringdi í mig alla leið frá Svíþjóð til að spyrja hvort og þá hvað hann ætti að kaupa handa mér. Ég sagðist bara vilja fá hann heilan heim. Hann sagði mér frá því að hann hefði gleymt bakpokanum sínum í lestinni milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hefði sett hann í hillu svo hann væri ekki fyrir og var svo mikið að hjálpa vinkonu sinni með hennar dót þegar þau fóru úr lestinni að hann gleymdi að taka bakpokann og uppgötvaði það ekki fyrr en lestin var farin. Í bakpokanum voru föt til skiptana, hleðslutæki og snúra. Þegar hann fékk loksins samband við einhvern á vegum lestarinnar sem var viljugur að hjálpa þá er niðurstaðan sú að þeir sem geta athugað með pokann eru með lokað yfir helgina og þetta verður ekki athugað fyrr en á morgun, mánudag. Þá verður pilturinn kominn heim úr ferðalaginu. Meira um þetta mál síðar.