- Laugardagsmorgun -
Ég er ein vöknuð af okkur öllum. Já, strákarnir eru komnir heim í bili. Skipti um bíl við manninn minn um sjö í gær. Skildi Fíatinn og manninn eftir í vinnunni hans og skutlaðist austur eftir strákunum. Stoppaði hjá pabba og mömmu til klukkan að ganga ellefu. Tvíburarnir eru búnir að vera duglegir að hjálpa afa sínum og ömmu þessar tæpu tvær vikur sem þeir voru hjá þeim. M.a. gróðursettu þeir yfir 500 trjáplöntur á landareign pabba á Heiði. Pabbi lenti reyndar inn á sjúkrahúsi eina nótt í vikunni. Hann fór í þrekpróf vegna hjartans og var lagður inn og blásinn með það sama. Það stoppaði hann samt ekki í að klára að planta í gær því hann hafði svo góða vinnumenn með sér.
Helga, Ingvi og stelpurnar komu austur í gærkvöld. Hulda verður eftir hjá afa sínum og ömmu og verður þar næstu tvær vikurnar ásamt jafnöldru sinni sem ég passaði á morgnana (ásamt Huldu) veturinn 2001-2002.
Þegar við mæðgin komum í bæinn um hálftólf komum við við á skrifstofu Davíðs svo þeir feðgar gætu hist aðeins. Maðurinn minn skilaði sér svo heim einhvern tímann í nótt en hann var ekki kominn þegar ég fór að sofa um hálftvö.
Helga, Ingvi og stelpurnar komu austur í gærkvöld. Hulda verður eftir hjá afa sínum og ömmu og verður þar næstu tvær vikurnar ásamt jafnöldru sinni sem ég passaði á morgnana (ásamt Huldu) veturinn 2001-2002.
Þegar við mæðgin komum í bæinn um hálftólf komum við við á skrifstofu Davíðs svo þeir feðgar gætu hist aðeins. Maðurinn minn skilaði sér svo heim einhvern tímann í nótt en hann var ekki kominn þegar ég fór að sofa um hálftvö.