- Millibil -
Áfram flýgur tíminn og erfitt að ná í skottið á honum. Undangengnir dagar hafa verið yndislegir. Við náðum auðvitað ekki að klára allt fyrir jólin, en við lukum við það nauðsynlegasta og er ég bara sátt með það. Við versluðum inn síðustu gjafirnar seinni partinn á Þorláksmessu og feðgarnir byrjuðu að pakka inn um kvöldið og við hjónin héldum þeirri vinnu áfram fram eftir nóttu (er mér óhætt að segja, en raunar með smá útúrdúrum). Feðgarnir skutust með bögglana á Bakkann um hádegisbil á Aðfangadag. Ég var heima í ýmiskonar stússi og grautargerð. Þegar fór að líða á daginn fór ég að undirbúa hamborgarhrygginn sem við vorum svo heppin að fá (Helga systir fékk hann í jólagjöf frá SS en notar hann ekki sjálf) gefins. Rétt fyrir fimm vorum við öll orðin spariklædd. Davíð skutlaði mér upp í Óháðu kirkjuna en þeir strákarnir fóru í Hallgrímskirkju. Upp úr sex var kveikt á jólakertinu í minni kirkju. Presturinn sagði að nú væru jólin komin og að kirkjugestir skyldu rísa á fætur og óska hver öðrum Gleðilegarar hátíðar! Þetta fannst mér mjög notalegt og alveg magnað.
Messan var búin fyrir sjö og þá fékk ég skutl heim með einni úr kórnum. Davíð og strákarnir komu heim tuttugu mínútum á eftir mér. Þá var ég langt komin með að redda hátíðarmatnum. Þeir héldu áfram að skreyta á meðan þeir biðu. Hryggurinn smakkaðist mjög vel að venju. Davíð Steinn fékk mönduna að þessu sinni og fékk ferða- lúdó og tafl (mjög sniðugt, fæst í Tiger og kostar ekki mikið). Á meðan Davíð gekk frá í eldhúsinu settum við strákarnir pakkana undir tréð. Klukkan var langt gengin í tíu áður en við byrjuðum að opna gjafirnar og það endaði nú svo að við geymdum nokkra böggla þar til daginn eftir. Einnig vannst mér enginn tími fyrir jólakortin fyrr að kvöldi jóladags (ég sem er vön að lesa þau í kringum miðnætti þann 24.)
Á jóladag söng ég í messu klukkan tvö. Þar var kórstjórinn allt í öllu (það vantaði nú bara að hann hringdi bjöllunum og rétti kirkjugestum sálmabækur); hann las fyrri ritningalesturinn að hluta til á íslensku og á ungversku, tengdapabbi hans las síðari ritningalesturinn á tékknesku, Pétur spilaði auðvitað undir kórsönginn og undir einsöng og síðast en ekki síst þá steig hann upp í predikunarstólinn og hélt þessa fínu ræðu. Hann slapp við að spila eftirspilið (einsöngvarinn söng án undirspils) því séra Pétur fékk hann með sér fram í anddyri til að taka í hendina á kirkjugestum.
29.12.04
22.12.04
- Lítil frænka heimsótt -
Fyrir tveimur vikum síðan, 7. desember, eignaðist tvíburahálfsystir mín dóttur. Í gær fannst mér kominn tími til að kíkja á litlu manneskjuna, bjóða hana velkomna í heiminn og óska henni til hamingju með fjölskylduna sem hún valdi sér. Mamma hafið beðið mig um að taka pakka til þeirra, stórglæsilegt barnateppi sem hún prjónaði sjálf og við færðum henni Halló heimur hér kem ég (bók barnsins). Féll þetta bæði alveg í kramið. Og ég get kallað mig Önnu frænku því við pabbinn erum skyld í fjórða lið. Magnað!
Við stoppuðum heldur lengur en við ætluðum okkur. Davíð fór beint heim en ég skutlaði nafna hans á aukakóræfingu og svo skruppum við Oddur Smári í verslunarleiðangur. Vorum komin til baka áður en æfingin var búin. Náði samt að kaupa allt sem mig vanhagaði um og nú á ég bara eftir að pakka inn gjöfum...
Í lokin ætla ég að nota tækifærið að óska öllum lesendum mínum nær og fjær: Gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Takk fyrir allar heimsóknirnar og umsagnirnar. Farið vel með ykkur! Ég veit ekki hvenær ég skrifa eitthvað næst, kannski milli jóla og nýjárs, en kannski ekki fyrr en á nýju ári. Það kemur væntanlega í ljós þegar þar að kemur ;=)!!!
Fyrir tveimur vikum síðan, 7. desember, eignaðist tvíburahálfsystir mín dóttur. Í gær fannst mér kominn tími til að kíkja á litlu manneskjuna, bjóða hana velkomna í heiminn og óska henni til hamingju með fjölskylduna sem hún valdi sér. Mamma hafið beðið mig um að taka pakka til þeirra, stórglæsilegt barnateppi sem hún prjónaði sjálf og við færðum henni Halló heimur hér kem ég (bók barnsins). Féll þetta bæði alveg í kramið. Og ég get kallað mig Önnu frænku því við pabbinn erum skyld í fjórða lið. Magnað!
Við stoppuðum heldur lengur en við ætluðum okkur. Davíð fór beint heim en ég skutlaði nafna hans á aukakóræfingu og svo skruppum við Oddur Smári í verslunarleiðangur. Vorum komin til baka áður en æfingin var búin. Náði samt að kaupa allt sem mig vanhagaði um og nú á ég bara eftir að pakka inn gjöfum...
Í lokin ætla ég að nota tækifærið að óska öllum lesendum mínum nær og fjær: Gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Takk fyrir allar heimsóknirnar og umsagnirnar. Farið vel með ykkur! Ég veit ekki hvenær ég skrifa eitthvað næst, kannski milli jóla og nýjárs, en kannski ekki fyrr en á nýju ári. Það kemur væntanlega í ljós þegar þar að kemur ;=)!!!
21.12.04
- Vetrarsólstöður -
Nú fara í hönd hinir dimmustu dagar ársins og þegar það vantar snjóinn eru þeir ekstra dimmir. Ég finn samt ekkert fyrir skammdeginu. Allt gengur eitthvað svo ljómandi vel og ekkert nema gleði og gaman framundan. Sum verkin eru á eftir áætlun en það er svo sem engin ný saga hvað mig varðar svo ég hef heldur engar áhyggjur af því.
Nú fara í hönd hinir dimmustu dagar ársins og þegar það vantar snjóinn eru þeir ekstra dimmir. Ég finn samt ekkert fyrir skammdeginu. Allt gengur eitthvað svo ljómandi vel og ekkert nema gleði og gaman framundan. Sum verkin eru á eftir áætlun en það er svo sem engin ný saga hvað mig varðar svo ég hef heldur engar áhyggjur af því.
20.12.04
- Kirkjuferð og afmæli -
Við vorum mætt, öll fjögur, upp í Hallgrímskirkju, rúmlega tíu í gærmorgun. Davíð Steinn fór í vesti og slaufu og settist svo niður með hinum drengjunum og stúlkunum í unglingakórnum sem þegar voru byrjuð að hita upp. Oddi langaði mikið til að vera með. Hann skilaði jólakorti frá okkur til Magneu djákna og hún tók hann undir sinn verndarvæng og fann handa honum ýmislegt að gera við að aðstoða. Í messubyrjun voru Davíð Steinn og tveir aðrir drengir fengnir til að fara inn á undan prestinum og djáknanum, Davíð Steinn fyrstur með krossinn og hinir tveir rétt á eftir með logandi kerti. Mjög hátíðlegt! Messan gekk vel fyrir sig og sungu kórarnir saman eins og englar undir stjórn Friðriks og undirleiks Harðar Áskelssonar.
Komum heim um eitt (höfðum gefið okkur góðan tíma í kaffidrykkju eftir messuna). Pabbi kom rétt seinna og færði okkur hangiket. Ég ákvað svo að drífa í að skrifa öll þau jólakort sem ég átti eftir og þurftu að fara í póst. Sat við þetta verk inni í stofu og fylgdist með fótboltanum í leiðinni.
Um fimm skutlaði Davíð mér í fertugsafmæli sem ég var boðin í. Um var að ræða eina sem syngur með mér í kórnum. Hún sagðist vera búin að bíða eftir þessum degi í 40 ár! Þetta var bráðskemmtileg veisla með góðum mat og skemmtilegum uppákomum. Við kórinn, kynntum Abbalabba lá og annað lag sem afmælisbarnið eiginlega þolir ekki, en sungum svo "Stráið salinn greinum grænum" og eitt annað fallegt jólalag sem hefst á orðunum "Blundaðu ljúflingur, láttu þig dreyma." (Man ekki í svipinn hvað það heitir). Vinnufélagar hennar settu upp leikþátt um venjulegan dag í lífi hennar í vinnunni og góður vinur kom og stjórnaði leikritinu Þyrnirós sem í aðra röndina byggðist á setningum og orðum sem afmælisbarnið er þekkt fyrir. Þetta og margt fleira var gert sér til gamans og skemmtu allir sér konunglega.
Við vorum mætt, öll fjögur, upp í Hallgrímskirkju, rúmlega tíu í gærmorgun. Davíð Steinn fór í vesti og slaufu og settist svo niður með hinum drengjunum og stúlkunum í unglingakórnum sem þegar voru byrjuð að hita upp. Oddi langaði mikið til að vera með. Hann skilaði jólakorti frá okkur til Magneu djákna og hún tók hann undir sinn verndarvæng og fann handa honum ýmislegt að gera við að aðstoða. Í messubyrjun voru Davíð Steinn og tveir aðrir drengir fengnir til að fara inn á undan prestinum og djáknanum, Davíð Steinn fyrstur með krossinn og hinir tveir rétt á eftir með logandi kerti. Mjög hátíðlegt! Messan gekk vel fyrir sig og sungu kórarnir saman eins og englar undir stjórn Friðriks og undirleiks Harðar Áskelssonar.
Komum heim um eitt (höfðum gefið okkur góðan tíma í kaffidrykkju eftir messuna). Pabbi kom rétt seinna og færði okkur hangiket. Ég ákvað svo að drífa í að skrifa öll þau jólakort sem ég átti eftir og þurftu að fara í póst. Sat við þetta verk inni í stofu og fylgdist með fótboltanum í leiðinni.
Um fimm skutlaði Davíð mér í fertugsafmæli sem ég var boðin í. Um var að ræða eina sem syngur með mér í kórnum. Hún sagðist vera búin að bíða eftir þessum degi í 40 ár! Þetta var bráðskemmtileg veisla með góðum mat og skemmtilegum uppákomum. Við kórinn, kynntum Abbalabba lá og annað lag sem afmælisbarnið eiginlega þolir ekki, en sungum svo "Stráið salinn greinum grænum" og eitt annað fallegt jólalag sem hefst á orðunum "Blundaðu ljúflingur, láttu þig dreyma." (Man ekki í svipinn hvað það heitir). Vinnufélagar hennar settu upp leikþátt um venjulegan dag í lífi hennar í vinnunni og góður vinur kom og stjórnaði leikritinu Þyrnirós sem í aðra röndina byggðist á setningum og orðum sem afmælisbarnið er þekkt fyrir. Þetta og margt fleira var gert sér til gamans og skemmtu allir sér konunglega.
18.12.04
- Alltaf eitthvað -
Það var jólaball (eiginlega jólaböll) í skólanum eftir hádegi. Davíð tók strákana með sér á skrifstofuna til að byrja með. Jólaballið hjá þeim var frá tvö til hálffjögur þannig að þegar Davíð var búinn að sækja þá aftur ákvað hann að sækja mig í leiðinni. Feðgarnir biðu því fyrir utan vinnustaðinn minn er ég kom út um fjögur. Við mæðginin fórum heim og Davíð aftur á skrifstofuna.
Um fimmleytið hringdi mamma. Davíð Steinn svaraði símanum, sem var heppilegt því hún átti erindið við hann. Sagðist koma og sækja hann rétt strax. Pilturinn fór með henni á Vífilsstaði, þar sem Jónas frændi býr núna, og söng nokkra jólasálma á öllum þremur hæðunum. Vistmenn og strarfsfólk gladdist mjög við þessa uppákomu, og mest gladdist Jónas. Hann gaukaði 1000 kr. að drengnum og einhver af annarri hæð sendi einnig 1000 kr. Ágætis tímakaup þótt ekki hafi verið ætlast til að fá borgað fyrir þetta. Ég er svo stolt af drengum því hann hefur yfirleitt verið frekar feiminn. Hann kveið líka fyrir þessu en vildi samt alveg gera þetta og valdi lögin (Í Betlehem er barn oss fætt, Nóttin var sú ágæt ein og Bjart er yfir Betlehem) alveg sjálfur og kynnti þau.
Mamma skilaði drengum aftur stuttu fyrir sjö. Eftir jóladagatalið og hressingu löbbuðum við mæðginin yfir í Valsheimilið þar sem Valur tók á móti ÍR í handbolta karla. Rétt fyrir leikinn ákváðu Valsmenn að minnast Magnúsar Blöndals sem þjálfaði og spilaði með Val á árum áður en dó fyrir fimmtán árum langt fyrir aldur fram. Magnús þessi var bekkjarbróðir minn í Kennó. Hann veiktist vorið sem við vorum að klára fyrsta árið. Hann barðist eins og hetja en var allur áður en árið var liðið aðeins 24 ára.
Leikurinn var mjög spennandi og þótt Valsarar væru stundum með ágætis forskot (allt að fimm mörkum yfir) þá var leikurinn eiginlega í járnum allan tímann og hefði getað farið hvernig sem var. Hann endaði þó 29:28 fyrir heimamenn og var það markvörðurinn Hlynur, sem bjargaði málunum síðustu mínúturnar. Hann varði vítakast og strax á eftir frákast og rétt seinna varði hann maður á mann eftir hraðaupphlaup og einnig frákastið. Glæsileg frammistaða! Í leikhléi var happdrætti. Ég hafði keypt tvo miða og gefið strákunum því miðinn kostaði bara 200 kr. Ekki unnu þeir en samt áskotnaðist Davíð Steini bolur og handklæði. Á heimleiðinni talaði stráksi um að þetta væri búinn að vera alger heppnisdagur.
Fyrirliggjandi eru kortaskrif, innkaup (jólagjafa og heimilis...) tiltekt, þrif og fleira. Á morgun syngur drengjakórinn í messu í Hallgrímskirkju. Strákarnir hefðu líka getað tekið þátt í jólamóti í knattspyrnu. Við vorum að velta því fyrir okkur að skipta okkur upp, Davíð að fara með Odd í Egilshöll og ég með Davíð Stein í kirkjuna, en komumst að þeirri niðurstöðu að betra væri að vera öll saman. Það er nóg að þurfa að skipta sér upp seinni partinn á Aðfangadag, þá fara feðgarnir í Hallgrímskirkju þar sem drengjakórinn á að syngja en ég syng með mínum kór í "minni" kirkju.
Það var jólaball (eiginlega jólaböll) í skólanum eftir hádegi. Davíð tók strákana með sér á skrifstofuna til að byrja með. Jólaballið hjá þeim var frá tvö til hálffjögur þannig að þegar Davíð var búinn að sækja þá aftur ákvað hann að sækja mig í leiðinni. Feðgarnir biðu því fyrir utan vinnustaðinn minn er ég kom út um fjögur. Við mæðginin fórum heim og Davíð aftur á skrifstofuna.
Um fimmleytið hringdi mamma. Davíð Steinn svaraði símanum, sem var heppilegt því hún átti erindið við hann. Sagðist koma og sækja hann rétt strax. Pilturinn fór með henni á Vífilsstaði, þar sem Jónas frændi býr núna, og söng nokkra jólasálma á öllum þremur hæðunum. Vistmenn og strarfsfólk gladdist mjög við þessa uppákomu, og mest gladdist Jónas. Hann gaukaði 1000 kr. að drengnum og einhver af annarri hæð sendi einnig 1000 kr. Ágætis tímakaup þótt ekki hafi verið ætlast til að fá borgað fyrir þetta. Ég er svo stolt af drengum því hann hefur yfirleitt verið frekar feiminn. Hann kveið líka fyrir þessu en vildi samt alveg gera þetta og valdi lögin (Í Betlehem er barn oss fætt, Nóttin var sú ágæt ein og Bjart er yfir Betlehem) alveg sjálfur og kynnti þau.
Mamma skilaði drengum aftur stuttu fyrir sjö. Eftir jóladagatalið og hressingu löbbuðum við mæðginin yfir í Valsheimilið þar sem Valur tók á móti ÍR í handbolta karla. Rétt fyrir leikinn ákváðu Valsmenn að minnast Magnúsar Blöndals sem þjálfaði og spilaði með Val á árum áður en dó fyrir fimmtán árum langt fyrir aldur fram. Magnús þessi var bekkjarbróðir minn í Kennó. Hann veiktist vorið sem við vorum að klára fyrsta árið. Hann barðist eins og hetja en var allur áður en árið var liðið aðeins 24 ára.
Leikurinn var mjög spennandi og þótt Valsarar væru stundum með ágætis forskot (allt að fimm mörkum yfir) þá var leikurinn eiginlega í járnum allan tímann og hefði getað farið hvernig sem var. Hann endaði þó 29:28 fyrir heimamenn og var það markvörðurinn Hlynur, sem bjargaði málunum síðustu mínúturnar. Hann varði vítakast og strax á eftir frákast og rétt seinna varði hann maður á mann eftir hraðaupphlaup og einnig frákastið. Glæsileg frammistaða! Í leikhléi var happdrætti. Ég hafði keypt tvo miða og gefið strákunum því miðinn kostaði bara 200 kr. Ekki unnu þeir en samt áskotnaðist Davíð Steini bolur og handklæði. Á heimleiðinni talaði stráksi um að þetta væri búinn að vera alger heppnisdagur.
Fyrirliggjandi eru kortaskrif, innkaup (jólagjafa og heimilis...) tiltekt, þrif og fleira. Á morgun syngur drengjakórinn í messu í Hallgrímskirkju. Strákarnir hefðu líka getað tekið þátt í jólamóti í knattspyrnu. Við vorum að velta því fyrir okkur að skipta okkur upp, Davíð að fara með Odd í Egilshöll og ég með Davíð Stein í kirkjuna, en komumst að þeirri niðurstöðu að betra væri að vera öll saman. Það er nóg að þurfa að skipta sér upp seinni partinn á Aðfangadag, þá fara feðgarnir í Hallgrímskirkju þar sem drengjakórinn á að syngja en ég syng með mínum kór í "minni" kirkju.
17.12.04
- Jólaglögg -
Þrátt fyrir annríki er ég búin að skrifa 20 jólakort og senda frá mér. Ég á eftir að skrifa amk 2 sinnum fleiri en hef engar áhyggjur. Þetta hefst örugglega allt saman í tíma!
Lilja vinkona kom til okkar um hálfátta í gærkvöldi. Við vorum sótt rétt upp úr átta af kórfélaga mínum sem líka heitir Lilja. Leiðin lá svo heim til kórstjórans. Hann var tilbúinn með áfengt og óáfengt jólaglögg og fljótlega voru allir komnir með eitthvað heitt og gott í bolla. Allir sem ætluðu að koma voru komnir upp úr hálftíu. Þegar það var orðið messufært sett einn bassanna upp gleraugun og tók upp nokkur prentuð blöð og las okkur pistilinn, annál haustannarinnar. Í fyrra talaði hann um að það erfiðasta við að vera í kórnum væri að þurfa að klæðast kjólum. Þá sagði hann að hann hefði stigið í faldinn og næstum dottið fyrir utan það að þeir strákarnir yrðu eitthvað svo óvissir um kynið sitt sbr. á einni æfingu fyrir aðventukvöldið í fyrra. Þá bað kórstjórinn konurnar að standa upp og það stóðu allir upp. Núna endaði hann pistilinn á því að hann hefði saknað þess að vera ekki í græna kjólnum á sl. aðventukvöldi. Allt um það kvöldið var skemmtilegt og fljótt að líða. Við komum heim fyrir miðnætti. Ég vissi vel að ég hefði fengið mér of mikið af glöggi. Ekki það að ég væri neitt full að ráði heldur var eitthvað óhollt fyrir mig í því þannig að ég fékk í magann eftir að ég kom heim og varð að sitja góða stund á salerninu. Ekki beint kræsilegt hmm!
Þrátt fyrir annríki er ég búin að skrifa 20 jólakort og senda frá mér. Ég á eftir að skrifa amk 2 sinnum fleiri en hef engar áhyggjur. Þetta hefst örugglega allt saman í tíma!
Lilja vinkona kom til okkar um hálfátta í gærkvöldi. Við vorum sótt rétt upp úr átta af kórfélaga mínum sem líka heitir Lilja. Leiðin lá svo heim til kórstjórans. Hann var tilbúinn með áfengt og óáfengt jólaglögg og fljótlega voru allir komnir með eitthvað heitt og gott í bolla. Allir sem ætluðu að koma voru komnir upp úr hálftíu. Þegar það var orðið messufært sett einn bassanna upp gleraugun og tók upp nokkur prentuð blöð og las okkur pistilinn, annál haustannarinnar. Í fyrra talaði hann um að það erfiðasta við að vera í kórnum væri að þurfa að klæðast kjólum. Þá sagði hann að hann hefði stigið í faldinn og næstum dottið fyrir utan það að þeir strákarnir yrðu eitthvað svo óvissir um kynið sitt sbr. á einni æfingu fyrir aðventukvöldið í fyrra. Þá bað kórstjórinn konurnar að standa upp og það stóðu allir upp. Núna endaði hann pistilinn á því að hann hefði saknað þess að vera ekki í græna kjólnum á sl. aðventukvöldi. Allt um það kvöldið var skemmtilegt og fljótt að líða. Við komum heim fyrir miðnætti. Ég vissi vel að ég hefði fengið mér of mikið af glöggi. Ekki það að ég væri neitt full að ráði heldur var eitthvað óhollt fyrir mig í því þannig að ég fékk í magann eftir að ég kom heim og varð að sitja góða stund á salerninu. Ekki beint kræsilegt hmm!
15.12.04
- Bekkjarkvöld og helgileikur -
Þegar tvíburarnir komu heim úr skólanum í gær um hálffjögur var ég búin að ákveða að baka með þeim eina smákökusort til að hafa með okkur á bekkjarkvöld. Þeir bræður aðstoðuðu mig við að mæla efnið í deigið og settu það svo aleinir með tekskeiðum á smjörpappírsklæddar ofnplötur. Lilja vinkona leit inn um þetta leyti og hellti ég upp á kaffi fyrir okkur. Við sátum inni í stofu í mestu makindum en ég stóð upp öðru hvoru til að taka úr og setja í bakaraofninn. Davíð kom heim um fimm. Þá voru smákökurnar tilbúnar og tveir smápakkar að auki. Lilja kvaddi og við hin fórum öll upp í skóla. Þar voru bekkjarfélagarnir og foreldrar að tínast inn og klæða sig í búninga fyrir lokaæfingu á helgileiknum sem á að sýna á jólaballinu. Krakkarnir renndu tvisvar yfir helgileikinn. Einu sinni í kertaljósi og í seinna sinn í betra ljósi svo hægt væri að taka myndir. Þetta var mjög flott hjá þeim og sagðist kennari þeirra vera stolt af hópnum sínum. Við foreldrarnir vorum nú líka að springa úr stolti yfir börnunum.
Ég lauk við síðasta jólabréfið sem fer út og fór með öll kortin í póstkassa í gærkveldi. Þrjú til Danmerkur, eitt til Noregs og eitt til Englands. Nú á ég bara eftir að skrifa um sextíu kort sem sendast hérna innanlands. Ekki skrifa ég þó neitt í kvöld því það er kóræfing.
Þegar tvíburarnir komu heim úr skólanum í gær um hálffjögur var ég búin að ákveða að baka með þeim eina smákökusort til að hafa með okkur á bekkjarkvöld. Þeir bræður aðstoðuðu mig við að mæla efnið í deigið og settu það svo aleinir með tekskeiðum á smjörpappírsklæddar ofnplötur. Lilja vinkona leit inn um þetta leyti og hellti ég upp á kaffi fyrir okkur. Við sátum inni í stofu í mestu makindum en ég stóð upp öðru hvoru til að taka úr og setja í bakaraofninn. Davíð kom heim um fimm. Þá voru smákökurnar tilbúnar og tveir smápakkar að auki. Lilja kvaddi og við hin fórum öll upp í skóla. Þar voru bekkjarfélagarnir og foreldrar að tínast inn og klæða sig í búninga fyrir lokaæfingu á helgileiknum sem á að sýna á jólaballinu. Krakkarnir renndu tvisvar yfir helgileikinn. Einu sinni í kertaljósi og í seinna sinn í betra ljósi svo hægt væri að taka myndir. Þetta var mjög flott hjá þeim og sagðist kennari þeirra vera stolt af hópnum sínum. Við foreldrarnir vorum nú líka að springa úr stolti yfir börnunum.
Ég lauk við síðasta jólabréfið sem fer út og fór með öll kortin í póstkassa í gærkveldi. Þrjú til Danmerkur, eitt til Noregs og eitt til Englands. Nú á ég bara eftir að skrifa um sextíu kort sem sendast hérna innanlands. Ekki skrifa ég þó neitt í kvöld því það er kóræfing.
13.12.04
- Mikið að gera -
Sl. föstudag sótti ég strákana í skólann upp úr hádeginu. Hitti á kennarann þeirra sem hrósaði strákunum hvorum fyrir sig, Oddi Smára fyrir það hvað hann stendur sig vel í hlutverki gangavarðar í skólanum og Davíð Steini fyrir það hvað hann syngur vel. Ég er auðvitað að springa úr stolti. Við mæðginin fórum heim til að byrja með. Strákarnir skiptu um föt og fóru í eitthvað sparilegt. Upp úr tvö lögðum við í hann aftur. Fyrst lá leiðin í Leikbæ þar sem keypt var afmælisgjöf handa bekkjarbróður þeirra. Þegar búið var að ganga frá þeim málum sá ég að við höfðum mjög rúman tíma. Rúntaði eitthvað um bæinn en tvíburarnir voru samt mættir í afmælisveislu sjö mínútum fyrir þrjú.
Ég fór aftur heim, sinnti heimilsstörfum, las líka eitthvað og lagði mig smá (var búin að vera á fótum frá því klukkan fimm um morguninn (líkt og í dag)). Sótti strákana á slaginu sex. Davíð Steinn var ekki sáttur því krakkarnir voru að horfa á Skytturnar þrjár og var teiknimyndin ekki alveg búin. Pilturinn jafnaði sig þó mjög fljótt.
Laugardagurinn fór í heimilisstörf, fótboltaáhorf, jólabréfaskrif og rólegheit. Skrifaði bréf og jólakort til enskrar vinkonu minnar og byrjaði á öðru til danskra hjóna sem pabbi er búin að þekkja í áratugi og ég síðan um 1990. Enn á ég eftir að að skrifa bréf til tveggja frænkna minna og jólakort til þeirrar þriðju að auki. Tvær af þeim eru í Danmörku og ein í Noregi. Og svo á ég auðvitað eftir að skrifa á öll jólakortin sem eiga að sendast hérna innanlands. Tíu til fimmtán kort á dag er markmiðið og öll munu þau skila sér fyrir jól með póstinum að þessu sinni. Ef einhver kort verða keyrð út verða þau örfá og keyrslan fer fram nokkrum dögum fyrir jól.
Á sjöunda tímanum á laugardagskvöldið sótti Davíð barnapíurnar okkar. Við vorum svo mætt við Hreyfilshúsið um hálfátta þaðan sem við fórum upp í rútu ásamt fleira Habilisfólki m.a. Leiðin lá í Skíðaskálann í Hveradölum í jólahlaðborð. Kvöldið varð mjög skemmtilegt gott að borða, fín harmonikuskemmtiatriði og ágæt danshljómsveit á eftir. Við komum heim um eitt. Ég skutlaði barnapíunum heim. Er ég kom heim aftur kom Oddur Smári fram fljótlega og bauð góðan daginn. Ég sendi hann beint í rúmið aftur því enn var hánótt. Stráksi var svona spenntur því Stekkjastaur var á leið til byggða og þeir bræður voru búnir að hengja upp sokkana og annar að senda honum kort og hinn skrifaði bréf og teiknaði fallega mynd.
Í gærmorgun sá ég til þess að strákarnir löbbuðu tímanlega af stað út til að mæta á fótboltaæfingu klukkan níu. Þeir vöknuðu sjálfir rétt fyrir átta. Stekkjastaur hafði skilið eitthvað smáræði eftir handa þeim en ekki gefið sér tíma til að svara bréfi eða þakka fyrir sig. Skyldi það vera vegna þess hversu seint foreldrarnir fóru að sofa?
Mamma sótti mig um ellefu. Við vorum á leið í Garðabæinn í árlega jólakonfektgerð með frænku okkar og nöfnu minni. Við þrjár vorum langt komnar þegar Davíð og strákarnir skutluðust með aðra nöfnu mína og frænku til okkar upp úr hádeginu. Hún fékk þó að hjúpa megnið af konfektinu. Við gerðum fjórar tegundir og eitthvað minna magn en oft áður því við vorum búnar um tvö í stað svona fjögur áður.
Ég var komin heim um fjögur. Feðgarnir voru ekki heima. Oddur Smári hafði farið í keilu í Mjódd með krökkunum sem æfa með honum karate og voru nafnarnir að sækja hann. Ég horfði á Arsenal - Chelsea 2:2. Bráðskemmtilegur leikur og tel ég að úrslitin hafi bara verið nokkuð sanngjörn.
Mætti í kirkjuna mína klukkan að ganga átta í upphitun fyrir aðventukvöld. Stundin milli hálfníu og hálftíu var notaleg og mjög hátíðleg. Á eftir var boðið upp á kaffi og smákökur. Ég settist niður með kórfélögum mínum og fékk mér smá sopa en sleppti kökunum...
Sl. föstudag sótti ég strákana í skólann upp úr hádeginu. Hitti á kennarann þeirra sem hrósaði strákunum hvorum fyrir sig, Oddi Smára fyrir það hvað hann stendur sig vel í hlutverki gangavarðar í skólanum og Davíð Steini fyrir það hvað hann syngur vel. Ég er auðvitað að springa úr stolti. Við mæðginin fórum heim til að byrja með. Strákarnir skiptu um föt og fóru í eitthvað sparilegt. Upp úr tvö lögðum við í hann aftur. Fyrst lá leiðin í Leikbæ þar sem keypt var afmælisgjöf handa bekkjarbróður þeirra. Þegar búið var að ganga frá þeim málum sá ég að við höfðum mjög rúman tíma. Rúntaði eitthvað um bæinn en tvíburarnir voru samt mættir í afmælisveislu sjö mínútum fyrir þrjú.
Ég fór aftur heim, sinnti heimilsstörfum, las líka eitthvað og lagði mig smá (var búin að vera á fótum frá því klukkan fimm um morguninn (líkt og í dag)). Sótti strákana á slaginu sex. Davíð Steinn var ekki sáttur því krakkarnir voru að horfa á Skytturnar þrjár og var teiknimyndin ekki alveg búin. Pilturinn jafnaði sig þó mjög fljótt.
Laugardagurinn fór í heimilisstörf, fótboltaáhorf, jólabréfaskrif og rólegheit. Skrifaði bréf og jólakort til enskrar vinkonu minnar og byrjaði á öðru til danskra hjóna sem pabbi er búin að þekkja í áratugi og ég síðan um 1990. Enn á ég eftir að að skrifa bréf til tveggja frænkna minna og jólakort til þeirrar þriðju að auki. Tvær af þeim eru í Danmörku og ein í Noregi. Og svo á ég auðvitað eftir að skrifa á öll jólakortin sem eiga að sendast hérna innanlands. Tíu til fimmtán kort á dag er markmiðið og öll munu þau skila sér fyrir jól með póstinum að þessu sinni. Ef einhver kort verða keyrð út verða þau örfá og keyrslan fer fram nokkrum dögum fyrir jól.
Á sjöunda tímanum á laugardagskvöldið sótti Davíð barnapíurnar okkar. Við vorum svo mætt við Hreyfilshúsið um hálfátta þaðan sem við fórum upp í rútu ásamt fleira Habilisfólki m.a. Leiðin lá í Skíðaskálann í Hveradölum í jólahlaðborð. Kvöldið varð mjög skemmtilegt gott að borða, fín harmonikuskemmtiatriði og ágæt danshljómsveit á eftir. Við komum heim um eitt. Ég skutlaði barnapíunum heim. Er ég kom heim aftur kom Oddur Smári fram fljótlega og bauð góðan daginn. Ég sendi hann beint í rúmið aftur því enn var hánótt. Stráksi var svona spenntur því Stekkjastaur var á leið til byggða og þeir bræður voru búnir að hengja upp sokkana og annar að senda honum kort og hinn skrifaði bréf og teiknaði fallega mynd.
Í gærmorgun sá ég til þess að strákarnir löbbuðu tímanlega af stað út til að mæta á fótboltaæfingu klukkan níu. Þeir vöknuðu sjálfir rétt fyrir átta. Stekkjastaur hafði skilið eitthvað smáræði eftir handa þeim en ekki gefið sér tíma til að svara bréfi eða þakka fyrir sig. Skyldi það vera vegna þess hversu seint foreldrarnir fóru að sofa?
Mamma sótti mig um ellefu. Við vorum á leið í Garðabæinn í árlega jólakonfektgerð með frænku okkar og nöfnu minni. Við þrjár vorum langt komnar þegar Davíð og strákarnir skutluðust með aðra nöfnu mína og frænku til okkar upp úr hádeginu. Hún fékk þó að hjúpa megnið af konfektinu. Við gerðum fjórar tegundir og eitthvað minna magn en oft áður því við vorum búnar um tvö í stað svona fjögur áður.
Ég var komin heim um fjögur. Feðgarnir voru ekki heima. Oddur Smári hafði farið í keilu í Mjódd með krökkunum sem æfa með honum karate og voru nafnarnir að sækja hann. Ég horfði á Arsenal - Chelsea 2:2. Bráðskemmtilegur leikur og tel ég að úrslitin hafi bara verið nokkuð sanngjörn.
Mætti í kirkjuna mína klukkan að ganga átta í upphitun fyrir aðventukvöld. Stundin milli hálfníu og hálftíu var notaleg og mjög hátíðleg. Á eftir var boðið upp á kaffi og smákökur. Ég settist niður með kórfélögum mínum og fékk mér smá sopa en sleppti kökunum...
9.12.04
- Út og suður -
Ég hrökk upp með andfælum stuttu fyrir sjö í gærmorgun (var að vísu búin að láta klukkuna hringja og smella á "blunda" á símavekjaranum) og mundi að ég var ekki búin að festa bögglana í dagatalið (klukkustrenginn) hjá strákunum. Ég rauk á fætur og reddaði málunum og var nýbyrjuð að sýsla við annað í eldhúsinu þegar Oddur Smári kom fram.
Þessa dagana fer svartasta skammdegið í hönd. Þótt ekki sé mikill snjórinn til að lýsa það upp þá gera jólaljósin sitt gagn. Að vísu finn ég ekkert fyrir skammdeginu núna aldrei þessu vant. Það eina sem plagar mig og hugurinn hvarflar oft að er hormónavesenið á mér. Ég ætti nú að vera orðin vön þessu. Hef stundum haldið því fram að ég sé búin að vera á breytingaskeiði síðan fyrir tvítugt (og er ég ekki búin á því enn). Heiladingullinn starfar víst ekki rétt þannig að ég hef þurft að taka inn hormóna til að halda kerfinu gangandi og í jafnvægi. (Og það er líklega líka honum (dinglinum) að "þakka" að ég hef ekkert lyktarskyn). En það er hægt að fá stýrihormón þótt heiladingullinn framleiði það ekki og því gat ég eignast gullmolana mína. Eggjastokkarnir voru svo glaðir á sínum tíma (fyrir utan að það eru líka tvíburar í ættinni) þannig að ég er viss um að ef ég geri einhvern tíman aðra tilraun þá verði það örugglega tvö í einu og kannski þrjú...
Við urðum að losa okkur við nýja svefnsófann og er hann á leiðinni yfir á Grettisgötuna í þessum skrifuðum orðum. Hann er alltof stór og óhentugur, því miður því það var/er gott að sitja í honum og svefnpláss fyrir tvo. Pabbi kom með kerruna í bæinn í dag. Hann kom líka með Rainbow-ryksuguna og lánaði mér teppabankarann svo ég gæti hreinsað upp teppin frammi á palli og upp og niður stigann.
Skilafresturinn á bókasafninu rann eiginlega út í gær. Ég setti bókapokana í skottið á bílnum í morgun og þegar Davíð kom með strákana af æfingu á Grettisgötuna (Helga bauð okkur í mat) þá dreif ég mig á safnið að skila. Náði næstum því að lesa allar bækurnar, er að lesa tvær þær síðustu núna og framlengdi þeim um leið og ég bara hálffyllti körfu að fleiri bókum (ekki full karfa að þessu sinni, verð að sinna öðrum skyldum líka og það er nóg framundan)
Strákarnir eiga að gera íslensku heima reglulega. Annað hvort að skrifa niður nafnorð, sagnorð eða lýsingarorð eða fá lesin fyrir sig orð eða setningar. Í gær og fyrradag skrifaði Oddur Smári upp eftir mér byrjunina á bók eftir Sigrúnu Eldjárn Málfríður og tölvuskrímslið. Davíð Steinn bað um orð tengd -ng og -nk reglunni í fyrradag en í gær skrifaði hann eftir upplestri hálfa frétt um nýtt íþróttahús á Hólmavík úr Fréttablaðinu. Þetta eru dugnaðardrengir!
En framundan eru nokkrar annir; jólahlaðborð, konfektgerð, aðventudvöld í Óháðukirkjunni, leikrit í skólanum, jólakortaskrif, smá bakstur og fleira og fleira. Svo ekki vera hissa þótt ég skrifi stopult á næstunni. Það er samt aldrei að vita nema að pásur verði teknar reglulega...
Ég hrökk upp með andfælum stuttu fyrir sjö í gærmorgun (var að vísu búin að láta klukkuna hringja og smella á "blunda" á símavekjaranum) og mundi að ég var ekki búin að festa bögglana í dagatalið (klukkustrenginn) hjá strákunum. Ég rauk á fætur og reddaði málunum og var nýbyrjuð að sýsla við annað í eldhúsinu þegar Oddur Smári kom fram.
Þessa dagana fer svartasta skammdegið í hönd. Þótt ekki sé mikill snjórinn til að lýsa það upp þá gera jólaljósin sitt gagn. Að vísu finn ég ekkert fyrir skammdeginu núna aldrei þessu vant. Það eina sem plagar mig og hugurinn hvarflar oft að er hormónavesenið á mér. Ég ætti nú að vera orðin vön þessu. Hef stundum haldið því fram að ég sé búin að vera á breytingaskeiði síðan fyrir tvítugt (og er ég ekki búin á því enn). Heiladingullinn starfar víst ekki rétt þannig að ég hef þurft að taka inn hormóna til að halda kerfinu gangandi og í jafnvægi. (Og það er líklega líka honum (dinglinum) að "þakka" að ég hef ekkert lyktarskyn). En það er hægt að fá stýrihormón þótt heiladingullinn framleiði það ekki og því gat ég eignast gullmolana mína. Eggjastokkarnir voru svo glaðir á sínum tíma (fyrir utan að það eru líka tvíburar í ættinni) þannig að ég er viss um að ef ég geri einhvern tíman aðra tilraun þá verði það örugglega tvö í einu og kannski þrjú...
Við urðum að losa okkur við nýja svefnsófann og er hann á leiðinni yfir á Grettisgötuna í þessum skrifuðum orðum. Hann er alltof stór og óhentugur, því miður því það var/er gott að sitja í honum og svefnpláss fyrir tvo. Pabbi kom með kerruna í bæinn í dag. Hann kom líka með Rainbow-ryksuguna og lánaði mér teppabankarann svo ég gæti hreinsað upp teppin frammi á palli og upp og niður stigann.
Skilafresturinn á bókasafninu rann eiginlega út í gær. Ég setti bókapokana í skottið á bílnum í morgun og þegar Davíð kom með strákana af æfingu á Grettisgötuna (Helga bauð okkur í mat) þá dreif ég mig á safnið að skila. Náði næstum því að lesa allar bækurnar, er að lesa tvær þær síðustu núna og framlengdi þeim um leið og ég bara hálffyllti körfu að fleiri bókum (ekki full karfa að þessu sinni, verð að sinna öðrum skyldum líka og það er nóg framundan)
Strákarnir eiga að gera íslensku heima reglulega. Annað hvort að skrifa niður nafnorð, sagnorð eða lýsingarorð eða fá lesin fyrir sig orð eða setningar. Í gær og fyrradag skrifaði Oddur Smári upp eftir mér byrjunina á bók eftir Sigrúnu Eldjárn Málfríður og tölvuskrímslið. Davíð Steinn bað um orð tengd -ng og -nk reglunni í fyrradag en í gær skrifaði hann eftir upplestri hálfa frétt um nýtt íþróttahús á Hólmavík úr Fréttablaðinu. Þetta eru dugnaðardrengir!
En framundan eru nokkrar annir; jólahlaðborð, konfektgerð, aðventudvöld í Óháðukirkjunni, leikrit í skólanum, jólakortaskrif, smá bakstur og fleira og fleira. Svo ekki vera hissa þótt ég skrifi stopult á næstunni. Það er samt aldrei að vita nema að pásur verði teknar reglulega...
7.12.04
Andinn er yfir mér í dag
Í þögninni hlusta ég hjarta mitt á.
Hugurinn dvelur þó víða.
Best væri knúsið og kossinn að fá
kæri mig ekki að bíða.
Á arkinu þankarnir snúast um það
því lífið hagi sér svona?
Á meðan færist ég hratt úr stað
í átt til nýrra vona.
Þar sem ég veit að Davíð les aldrei bloggið mitt þá er óhætt að birta þetta. En ég var að hugsa um hann þegar þessi orð hreinlega skullu á mér svo ég ætla að skrifa þetta betur upp og gefa honum...
Í þögninni hlusta ég hjarta mitt á.
Hugurinn dvelur þó víða.
Best væri knúsið og kossinn að fá
kæri mig ekki að bíða.
Á arkinu þankarnir snúast um það
því lífið hagi sér svona?
Á meðan færist ég hratt úr stað
í átt til nýrra vona.
Þar sem ég veit að Davíð les aldrei bloggið mitt þá er óhætt að birta þetta. En ég var að hugsa um hann þegar þessi orð hreinlega skullu á mér svo ég ætla að skrifa þetta betur upp og gefa honum...
- Fyrsta kortið komið í hús -
Lilja vinkona leit við seinni partinn í gær og kom færandi hendi í leiðinni. Hún stoppaði dágóða stund og fékk lánaða Lord of the Ring, Return of the King með sér heim. Alltaf gott að hitta Lilju.
Fyrsta jólakortið kom inn um lúguna í gær. Ég þarf að drífa í að setja upp jólapokann og skrifa á og senda mín jólakort. Keypti reyndar umslög um helgina og fór með filmur í framköllun í gær í þeirri von að fá kannski nýtilega mynd af tvíburunum til að senda með. Þetta hefst allt saman, það er ég viss um.
Lilja vinkona leit við seinni partinn í gær og kom færandi hendi í leiðinni. Hún stoppaði dágóða stund og fékk lánaða Lord of the Ring, Return of the King með sér heim. Alltaf gott að hitta Lilju.
Fyrsta jólakortið kom inn um lúguna í gær. Ég þarf að drífa í að setja upp jólapokann og skrifa á og senda mín jólakort. Keypti reyndar umslög um helgina og fór með filmur í framköllun í gær í þeirri von að fá kannski nýtilega mynd af tvíburunum til að senda með. Þetta hefst allt saman, það er ég viss um.
6.12.04
- Bergmál helgarinnar -
Við höfðum það bara notalegt um helgina. Helga og Bríet kíktu í heimsókn eftir hádegi á laugardaginn. Ég var ekkert að stressa mig yfir einhverju jólastússi þótt það hefði nú verið skynsamlegt af mér að baka eitthvað. Horfði á enska boltann, flesta leikina sem sýndir voru, um helgina og skemmti mér konunglega. Í gær hafði foreldrafélag Ísaksskóla ákveðið að stefna öllum upp í Árbæjarsafn eins og gert var í fyrra. Okkur líkaði bara ekki við veðrið svo við slepptum þessu. Fórum öll í verslunarleiðangur og keyptum m.a. nokkrar jólagjafir.
Er við komum heim úr búðinni í gær hringdi bróðir hennar mömmu og konan hans og boðuðu komu sína. Þau komu með fullt af pokum með fötum af drengnum sínum. Það kom sér vel. Sumt var reyndar heldur lítið en ég setti það bara í poka handa bróðursyni Davíðs.
Loksins eru framtennurnar í efrigómnum á Oddi að losna. Önnur tönnin var orðin laflaus í gærkvöldi en okkur (honum og mér) tókst ekki að kippa henni úr. Ég fékk að setja spotta í hana og kippa í því ég var hálfsmeik um að tönnin myndi detta um nóttina og strákurinn gleypa hana.
Í morgun vaknaði piltur tannlaus. Sagðist hafa vaknað einhvern tímann um nóttina og juggað í tönninni þar til hún losnaði alveg. -"Ég setti hana undir koddann og núna er hún horfin og enginn peningur fyrir hana." Tönnin fannst reyndar skömmu síðar, hafði þrykkst inn í koddaverið. Tannálfurinn hefur örugglega verið hættur að safna tönnum í nótt þegar tönnin losnaði!
Við höfðum það bara notalegt um helgina. Helga og Bríet kíktu í heimsókn eftir hádegi á laugardaginn. Ég var ekkert að stressa mig yfir einhverju jólastússi þótt það hefði nú verið skynsamlegt af mér að baka eitthvað. Horfði á enska boltann, flesta leikina sem sýndir voru, um helgina og skemmti mér konunglega. Í gær hafði foreldrafélag Ísaksskóla ákveðið að stefna öllum upp í Árbæjarsafn eins og gert var í fyrra. Okkur líkaði bara ekki við veðrið svo við slepptum þessu. Fórum öll í verslunarleiðangur og keyptum m.a. nokkrar jólagjafir.
Er við komum heim úr búðinni í gær hringdi bróðir hennar mömmu og konan hans og boðuðu komu sína. Þau komu með fullt af pokum með fötum af drengnum sínum. Það kom sér vel. Sumt var reyndar heldur lítið en ég setti það bara í poka handa bróðursyni Davíðs.
Loksins eru framtennurnar í efrigómnum á Oddi að losna. Önnur tönnin var orðin laflaus í gærkvöldi en okkur (honum og mér) tókst ekki að kippa henni úr. Ég fékk að setja spotta í hana og kippa í því ég var hálfsmeik um að tönnin myndi detta um nóttina og strákurinn gleypa hana.
Í morgun vaknaði piltur tannlaus. Sagðist hafa vaknað einhvern tímann um nóttina og juggað í tönninni þar til hún losnaði alveg. -"Ég setti hana undir koddann og núna er hún horfin og enginn peningur fyrir hana." Tönnin fannst reyndar skömmu síðar, hafði þrykkst inn í koddaverið. Tannálfurinn hefur örugglega verið hættur að safna tönnum í nótt þegar tönnin losnaði!
4.12.04
- Nýjir fjölskyldulinkar -
Helga systir var að láta mig vita af því að hún er búin að opna heimasíður á Barnalandi.is fyrir dætur sínar og ég er strax búin að setja linka á síðurnar. Systir mín var líka að kvarta yfir því um daginn að það væru engar myndir á blogginu mínu og hver veit nema ég bæti úr því fljótlega.
Oddur Smári var einn af örfáum sem mættu á karateæfingu í morgun. Þau voru næstum öll í búningum með gula beltið bundið utan um sig. Þetta var næst-síðasta æfingin fyrir jólafrí.
Núna eru bræðurnir að mæta í afmælisveislu hjá bekkjarsystur sinni. Davíð er að skutlast með þá og ég ætti að vera byrjuð á tiltekt, þrifum og þvottamálum. Ja, uppþvottavélin er amk í gangi, he he.
Helga systir var að láta mig vita af því að hún er búin að opna heimasíður á Barnalandi.is fyrir dætur sínar og ég er strax búin að setja linka á síðurnar. Systir mín var líka að kvarta yfir því um daginn að það væru engar myndir á blogginu mínu og hver veit nema ég bæti úr því fljótlega.
Oddur Smári var einn af örfáum sem mættu á karateæfingu í morgun. Þau voru næstum öll í búningum með gula beltið bundið utan um sig. Þetta var næst-síðasta æfingin fyrir jólafrí.
Núna eru bræðurnir að mæta í afmælisveislu hjá bekkjarsystur sinni. Davíð er að skutlast með þá og ég ætti að vera byrjuð á tiltekt, þrifum og þvottamálum. Ja, uppþvottavélin er amk í gangi, he he.
3.12.04
- Hálf gráða í höfn -
Mömmu leist ekkert á að senda strákana á útiæfingu í þessari slyddu í gær, fannst þeir ekki nógu vel klæddi. Ég sagði henni þá bara að hafa drengina hjá sér þar til von væri á mér heim og kannski fá þá til að lesa smá.
Ég þurfti að að koma við á einum stað á heimleiðinni og kom því í gegnum Klambratúnið og þá leið. Hitti Odd fyrir utan heima og spurði um bróður hans. Davíð Steinn hafði víst labbað á móti mér. Lét Odd hafa húslyklana mína og sagði honum að taka sig til fyrir karatetímann. Labbaði svo út götuna og út Eskihlíðina án þess að sjá nokkuð til Davíð Steins. Þótt skynsemin segði mér að hann hefði nú ekki farið að æða neitt lengra þá var ég ekki viss og hélt förinni áfram, yfir Miklubraut og Snorrabraut og upp Eiríksgötu. Ég var komin til móts við kirkjuna þegar Davíð hafði samband og lét mig vita að Davíð Steinn væri búinn að skila sér heim. Davíð tók báða strákana með sér. Húslyklarnir mínir voru heima svo ég rölti í rólegheitunum (með einhverjum stoppum) upp í Þórshamar. Oddur Smári (og allur hópurinn) var búinn í prófinu. Hann náði örugglega og við keyptum á hann búning og gula beltið. Hann þarf svo að taka annað próf til að vera alveg kominn með gula beltið.
Fengum okkur að borða en svo fór Davíð heim að vinna en við mæðginin mættum í Valsheimilið og sáum Valsstelpurnar vinna stelpurnar í Fram (26:17) í átta liða úrslitum í bikarnum.
Mömmu leist ekkert á að senda strákana á útiæfingu í þessari slyddu í gær, fannst þeir ekki nógu vel klæddi. Ég sagði henni þá bara að hafa drengina hjá sér þar til von væri á mér heim og kannski fá þá til að lesa smá.
Ég þurfti að að koma við á einum stað á heimleiðinni og kom því í gegnum Klambratúnið og þá leið. Hitti Odd fyrir utan heima og spurði um bróður hans. Davíð Steinn hafði víst labbað á móti mér. Lét Odd hafa húslyklana mína og sagði honum að taka sig til fyrir karatetímann. Labbaði svo út götuna og út Eskihlíðina án þess að sjá nokkuð til Davíð Steins. Þótt skynsemin segði mér að hann hefði nú ekki farið að æða neitt lengra þá var ég ekki viss og hélt förinni áfram, yfir Miklubraut og Snorrabraut og upp Eiríksgötu. Ég var komin til móts við kirkjuna þegar Davíð hafði samband og lét mig vita að Davíð Steinn væri búinn að skila sér heim. Davíð tók báða strákana með sér. Húslyklarnir mínir voru heima svo ég rölti í rólegheitunum (með einhverjum stoppum) upp í Þórshamar. Oddur Smári (og allur hópurinn) var búinn í prófinu. Hann náði örugglega og við keyptum á hann búning og gula beltið. Hann þarf svo að taka annað próf til að vera alveg kominn með gula beltið.
Fengum okkur að borða en svo fór Davíð heim að vinna en við mæðginin mættum í Valsheimilið og sáum Valsstelpurnar vinna stelpurnar í Fram (26:17) í átta liða úrslitum í bikarnum.
1.12.04
- Í byrjun desember -
Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar þessa dagana. Reyndar tapaði ég einum degi í upphafi vikunnar þar sem mér tókst að ná mér í "skemmtilega" magapest. Það var mjög mikil ólga í maganum á tímabili en mér tókst að sofna og sofa þetta úr mér á 5-6 tímum. Davíð var með einhverja svipaða pest í gær.
Það er komið fram í miðja viku, svo stutt síðan síðasta helgi var og svo stutt í þá næstu. Við tókum því nokkuð rólega um síðustu helgi. Ég fór með Odd á karateæfingu á laugardagsmorguninn og svo ein í verslunarleiðangur eftir hádegið. Upp úr hádegi á sunnudag skutluðu feðgar mér í kirkjuna tímanlega fyrir upphitun fyrir þjóðlagamessu. Þeir fóru í sund. Ég kom heim upp úr þrjú með plögg frá prestinum. Við erum búin að gera þetta upp við okkur og gengin í söfnuðinn. Feðgarnir komu heim stuttu á eftir mér og var Davíð Steinn á sokkaleistunum, hafði ekki fundið stígvélin sín. Það var víst engin furða því stráksi hafði komið heim í stígvélum Víðis,annars tvíburans hennar mömmu, á föstudaginn.
Ég sótti norska vinkonu mína upp úr hálffjögur þennan dag. Hún var að bjóða mér á Blindsker með sér. Frábær mynd. Davíð var hér um bil tilbúinn með matinn er ég kom heim og á eftir skelltum við okkur öll á Valur - Grótta/KR og skemmtum okkur hið besta.
Var mjög róleg yfir því að nóvember var að klárast og það ætti eftir að setja upp klukkustrenginn þar sem strákarnir telja niður dagana til jóla. Var alveg viss um hvar hann var geymdur. Þegar átti svo að taka hann fram fannst hann ekki. Ég varð alveg mát þar til að ég mundi hvar ég hafði geymt hann á Hrefnugötunni. Strenginn fann ég í vel merktum kassa niðri í geymslu. Í gærkvöldi hjálpaðist svo öll fjölskyldan að við að setja hann upp. Ég bútaði niður álpappír í hæfilega stóra 2x12 miða og klippti einnig niður jafnlanga spotta. Strákarnir "klesstu saman" álpappírsmiðum (í nokkurs konar fiðrildildi) og bundu spottana utan um. Davíð festi þetta svo upp á strenginn.
Það voru yfirspenntir strákar sem vöknuðu fyrir sex í morgun. Ég sagði þeim að það væri enn of snemmt að fara á fætur. Upp úr klukkan hálfsjö fór ég svo framúr og þá komu þeir aftur fram og opnuðu fyrsta pakkann (ég set alltaf einn og einn (eða tvo og tvo víst) kvöldinu áður allt þar til jólasveinarnir fara að koma til byggða. Að kvöldi 11. des festa strákarnir jólasokkana sína á strenginn og vona innilega að ekki komi nein kartafla í hann...). Það er orðin hefð fyrir því að þeir fái blöðru 1. des. og ég breytti ekkert út af henni.
Allt í einu var klukkan orðin meira en hálf átta. -"Davíð, ég held ég sé orðin of sein!" Davíð sagði að ég mætti taka bílinn því hann ætlaði að vinna heima í dag.
Rétt fyrir klukkan eitt í dag var hringt úr skólanum og ég beðin um að sækja Davíð Stein og fara með hann á heilsugæsluna. Hann hafði víst dottið á skólalóðinni og er nú með mjög myndarlega kúlu fyrir ofan hægra augað, kúlu sem á svo eftir að síga niður og verða að myndarlegu glóðarauga. Það reyndist vera í lagi með strákinn að öðru leyti og fékk hann að fara heim og vera með pabba sínum það sem eftir lifði dags.
Og það er kóræfing í kvöld.
Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar þessa dagana. Reyndar tapaði ég einum degi í upphafi vikunnar þar sem mér tókst að ná mér í "skemmtilega" magapest. Það var mjög mikil ólga í maganum á tímabili en mér tókst að sofna og sofa þetta úr mér á 5-6 tímum. Davíð var með einhverja svipaða pest í gær.
Það er komið fram í miðja viku, svo stutt síðan síðasta helgi var og svo stutt í þá næstu. Við tókum því nokkuð rólega um síðustu helgi. Ég fór með Odd á karateæfingu á laugardagsmorguninn og svo ein í verslunarleiðangur eftir hádegið. Upp úr hádegi á sunnudag skutluðu feðgar mér í kirkjuna tímanlega fyrir upphitun fyrir þjóðlagamessu. Þeir fóru í sund. Ég kom heim upp úr þrjú með plögg frá prestinum. Við erum búin að gera þetta upp við okkur og gengin í söfnuðinn. Feðgarnir komu heim stuttu á eftir mér og var Davíð Steinn á sokkaleistunum, hafði ekki fundið stígvélin sín. Það var víst engin furða því stráksi hafði komið heim í stígvélum Víðis,annars tvíburans hennar mömmu, á föstudaginn.
Ég sótti norska vinkonu mína upp úr hálffjögur þennan dag. Hún var að bjóða mér á Blindsker með sér. Frábær mynd. Davíð var hér um bil tilbúinn með matinn er ég kom heim og á eftir skelltum við okkur öll á Valur - Grótta/KR og skemmtum okkur hið besta.
Var mjög róleg yfir því að nóvember var að klárast og það ætti eftir að setja upp klukkustrenginn þar sem strákarnir telja niður dagana til jóla. Var alveg viss um hvar hann var geymdur. Þegar átti svo að taka hann fram fannst hann ekki. Ég varð alveg mát þar til að ég mundi hvar ég hafði geymt hann á Hrefnugötunni. Strenginn fann ég í vel merktum kassa niðri í geymslu. Í gærkvöldi hjálpaðist svo öll fjölskyldan að við að setja hann upp. Ég bútaði niður álpappír í hæfilega stóra 2x12 miða og klippti einnig niður jafnlanga spotta. Strákarnir "klesstu saman" álpappírsmiðum (í nokkurs konar fiðrildildi) og bundu spottana utan um. Davíð festi þetta svo upp á strenginn.
Það voru yfirspenntir strákar sem vöknuðu fyrir sex í morgun. Ég sagði þeim að það væri enn of snemmt að fara á fætur. Upp úr klukkan hálfsjö fór ég svo framúr og þá komu þeir aftur fram og opnuðu fyrsta pakkann (ég set alltaf einn og einn (eða tvo og tvo víst) kvöldinu áður allt þar til jólasveinarnir fara að koma til byggða. Að kvöldi 11. des festa strákarnir jólasokkana sína á strenginn og vona innilega að ekki komi nein kartafla í hann...). Það er orðin hefð fyrir því að þeir fái blöðru 1. des. og ég breytti ekkert út af henni.
Allt í einu var klukkan orðin meira en hálf átta. -"Davíð, ég held ég sé orðin of sein!" Davíð sagði að ég mætti taka bílinn því hann ætlaði að vinna heima í dag.
Rétt fyrir klukkan eitt í dag var hringt úr skólanum og ég beðin um að sækja Davíð Stein og fara með hann á heilsugæsluna. Hann hafði víst dottið á skólalóðinni og er nú með mjög myndarlega kúlu fyrir ofan hægra augað, kúlu sem á svo eftir að síga niður og verða að myndarlegu glóðarauga. Það reyndist vera í lagi með strákinn að öðru leyti og fékk hann að fara heim og vera með pabba sínum það sem eftir lifði dags.
Og það er kóræfing í kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)