- Föstudagur enn á ný -
Enn ein vikan er að klárast. Í dag eru nóttin og dagurinn jafnlöng, vorjafndægur. Ég tek eftir því á morgunarkinu að það slökknar sífellt fyrr á ljósastaurunum. Áður en langt um líður verður búið að slökkva á þeim áður en ég arka af stað til vinnu.
Annars náði ég ekki að þvo saumamyndirnar af fermingardrengjunum í gærkvöldi. Fór að gera allt annað en það. Skruppum með "velkomin í heiminn" -gjöf handa einni sem fæddist fyrr í þessum mánuði. Sú stutta var nýsofnuð svo við gátum ekki fengið að sjá hana sjálfa en við hittum hana bara í næstu ferð.