31.3.18

Stutt skrepp út út bænum

Á skírdagsmorgun var ég að sjálfsögðu mætt í Laugardalinn rétt upp úr klukkan átta. Sinnti rútínunni vandlega og fór svo auka ferð í kalda pottinn. Klukkan var byrjuð að ganga ellefu þegar ég var búin að blása á mér hárið. Var með esperanto bakpokann í skottinu en ég kom fyrst við hjá Atlantsolíu í Öskjuhlíðinni.

Við Inger kláruðum fimmta kaflann í Kon-Tiki og þóttumst vera afar duglegar. Við munum hins vegar ekki hvenær við byrjuðum að lesa þessa bók en það er amk ár síðan og við erum rúmlega hálfnaðar. Eftir esperanto-hittinginn fór ég heim til að hengja upp sunddótið, setja ofan í tösku og "vekja" tvíburana til þess að kveðja þá. Á austur leiðinni kom ég við í Fossheiðinni.

Hálftíma eftir að ég var kominn á Hellu komu fjórir gestir í heimsókn, 2 af þremur systkynum og makar þeirra. Litla systir þeirra og hennar maki eru í gólfferð á Spáni þessa dagana. Þessi systikyni og mamma eru systkynabörn. Gestirnir höfðu gert boð á undan sér og bannað pabba að hafa fyrir þeim. Hann átti bara að hella upp á þegar þau kæmu. Mamma hafði samt útbúið rækjusallat. Fjórmenningarnir stoppuðu í rúma tvo tíma.

Um kvöldið opnaði ég hvítvínsflöskuna sem Inger og fjölskylda gáfu mér. Mamma þáði aðeins einn sopa en pabbi, sem yfirleitt fær sér frekar rauðvín eða bjór þegar hann fær sér, þáði í glas og þótti þetta gott. Við feðginin kláruðum samt úr flöskunni svo ég tók afganginn með mér í bæinn aftur í gærkvöldi.

26.3.18

Nokkrir ókostir við að draga verulega úr tölvunotkun

Rúmlega tveir mánuðir liðnir síðan ég setti inn síðustu færslu. Á þeim tíma hefur margt og mikið vatn runnið til sjávar. Hef eingöngu kveikt á tölvunni þegar ég þarf að setja inn messutilkynningar. Stundum hefur hvarflað að mér að gefa mér þá tíma á þessum vettvangi í leiðinni en ég hef ekki endilega verið í skrifstuði. Gallinn við að "detta" svona út er að þá á ég það ekki neins staðar skráð það helsta sem á daga mína drífur. Kannski er það bara ágætt eða hvað. Mér finnst nefnilega svo gott að geta flett upp í sjálfri mér en það er eðlilega ekki hægt ef maður er með einhvers konar ritstíflu eða lyklaborðaleti.

Ég er mjög sátt við að hafa dregið úr tölvunotkuninni samt, það fór heldur mikill tími í þetta apparat. Er frekar dugleg við að stunda sundið, fer helst ekki sjaldnar en fjórum sinnum í viku og næ stöku sinnum að fara sjö daga í röð. Meðaltalið er líklega í kringum 5 sinnum í viku. Ætla annars ekkert að reyna að tæpa á því helsta sl. 8-9 vikur, amk ekki í þetta sinnið.

Ein bókin sem heldur mér hugfanginni um þessar mundir er af safninu er Náðarstund eftir Hannah Kent. Mögnuð bók sem ratað loksins til mín. Ég er líka að lesa úrval úr Ganglera, fyrstu 50 árin. Hún var gefin út af Lífspekifélaginu í fyrra en ég tók hana með af safninu um daginn og er að glugga í hana inn á milli. Reyndar meira en að glugga því ég þarf að gefa mér tíma til að melta vel sumt af því sem í þeirri bók er.