- Einföld messuhelgi -
Já, helgin er komin og farin. Ég náði bæði að sinna heimili og áhugamálum. Er ég kom heim sl. föstudag voru karatestrákurinn og "þríburinn" í PC og lappanum, söngfuglinn var að lesa og út úr eldhúsinu kom ein bekkjarsystir karatestráksins og heilsaði mér kurteislega. Ég spjallaði smástund við hana. Hún hafði komið heim með karatestráknum til að læra með honum. Ég benti drengnum á að hann yrði svo að sinna gestinum. Söngfuglinn tók að sér að spila við stúlkuna en ég fleygði mér upp í stofusófa til að ljúka við lestur einnar mjög svo spennandi bókar. Stúlkan fór um sex. Þegar ég fór að huga að kvöldmatnum fannst mér óvenju snyrtilegt í eldhúsinu og hugsaði glöð til Davíðs. En hann á það til að laga til og ganga frá í eldhúsinu. Fannst samt frágangurinn alls ekki líkur hans verklagi. En það var ekki fyrr en seinni partinn á laugardaginn þegar ég þakkaði honum fyrir að taka til í eldhúsinu að það kom á daginn að hann hafði alls ekki verið að verki og ekki heldur strákarnir...
Skrapp í esperanto-heimsókn rétt fyrir hádegi á laugardaginn og verslaði á heimleiðinni. Davíð var að vinna, en þó heimavið, og strákarnir að leika sér við þríburann svo ég sá því ein um helgarverkin. Þríburarnir fengu svo þá hugmynd að gista á öðrum hvorum staðnum. Þeir fengu leyfi fyrir því og ákváðu að gista heima hjá þríburanum. Þeir voru svo komnir yfir um hálfellefu í gærmorgun.
Ég var mætt í óháðu kirkjuna á slaginu eitt með þær fréttir að sennilega yrði ég eini altinn. Mikið stóð til því það átti að skíra og skírnarsálmurinn er alltaf sunginn í röddum og þar að auki átti að syngja eitt verk til í röddum (sálm nr. 750). Ég hefði alveg treyst mér í einsönginn en það kom ekki til þess því "tvíburahálfsystir" mín bauðst til að syngja með mér í rödduðu lögunum og er ég mjög fegin því eftir á að fá stuðninginn. Spurning hvort maður á ekki að "stela" stúlkunni frá sópraninum??? Kirkjan var full og óvenju mikið af börnum sem sum hver voru ekkert að spá í messuna eða skírnarathöfnina heldur þrömmuðu um altarið og klifruðu upp í predikunarstólinn (kannski framtíðarprestar á ferð, hver veit). Allt tókst vel þó presturinn gleymdi hinni postulegu kveðju eftir predikun og þar að auki gleymdist Sanktus, fyrsti undirbúningurinn undir altarisgöngu.
Skrapp í esperanto-heimsókn rétt fyrir hádegi á laugardaginn og verslaði á heimleiðinni. Davíð var að vinna, en þó heimavið, og strákarnir að leika sér við þríburann svo ég sá því ein um helgarverkin. Þríburarnir fengu svo þá hugmynd að gista á öðrum hvorum staðnum. Þeir fengu leyfi fyrir því og ákváðu að gista heima hjá þríburanum. Þeir voru svo komnir yfir um hálfellefu í gærmorgun.
Ég var mætt í óháðu kirkjuna á slaginu eitt með þær fréttir að sennilega yrði ég eini altinn. Mikið stóð til því það átti að skíra og skírnarsálmurinn er alltaf sunginn í röddum og þar að auki átti að syngja eitt verk til í röddum (sálm nr. 750). Ég hefði alveg treyst mér í einsönginn en það kom ekki til þess því "tvíburahálfsystir" mín bauðst til að syngja með mér í rödduðu lögunum og er ég mjög fegin því eftir á að fá stuðninginn. Spurning hvort maður á ekki að "stela" stúlkunni frá sópraninum??? Kirkjan var full og óvenju mikið af börnum sem sum hver voru ekkert að spá í messuna eða skírnarathöfnina heldur þrömmuðu um altarið og klifruðu upp í predikunarstólinn (kannski framtíðarprestar á ferð, hver veit). Allt tókst vel þó presturinn gleymdi hinni postulegu kveðju eftir predikun og þar að auki gleymdist Sanktus, fyrsti undirbúningurinn undir altarisgöngu.