- Ættarmótið -
Forsaga unnin upp úr Íslendingabók: Langafi minn einn hét Friðrik Guðmundsson (1875-1960) var frá Innri-Veðraá. Kona hans (langamma) var, Guðbjörg Guðmundsdóttir fædd í Fremri-Vatnadal (1880-1960). Þau eignuðust 13 börn og var móðurafi minn Friðgeir Marías Magnús, (1919-1974) næstyngstur. Hin voru: Stefán (1904-1922), Ólöf (1905-1905), Torfi (1906-1930), Guðmundur Einar (1908-1927), Mikaelína Sigrún Gröndal (1909-1969), Salome Una (1910-2005) Guðfinna María (1912-1937), Benedikt Össur (1913-1968), Ólöf Aðalheiður (1914-1996), Jón (1916-1981), Oddur (1917-1990) og Friðrik Björgvin (1920-1978).
Seint í október 2005 var haldið 1. ættarmótið (amk. sem ég veit um) á Loftleiðahótelinu. Fyrr í sumar fékk ég svo póst um næsta ættarmót og ég tilkynnti mjög fljótt um þátttöku. Sl. föstudag lögðum við Davíð, ég og strákarnir í hann vestur. Minnstu munaði að ég hætti við því maginn var eitthvað að stríða mér nóttina áður og á föstudagsmorguninn var ég með 39 gráðu hita sem hitastillandi töflur voru lengi að vinna á. En ég ákvað engu síður að drífa mig, sem betur fer, og mun aldrei sjá eftir því. Við keyrðum suðurfirðina vestur og vorum komin á Friðarsetrið við Önundarfjörð um átta leytið. Þar beið okkar matur og flestir af þeim sem ætluðu að vera með. Það fækkaði um örfáa í hópnum vegna óviðráðanlegra aðstæðna en hópurinn taldi alls 24 sem er miklu færra en fyrir tveimur árum. Krakkarnir voru fimm frá 5-14 og voru strax komin í leik. Flestir holuðu sér niður inni en við vorum þó örfá í tjöldum og tjaldvagni.
Rétt fyrir hádegi á laugardag var farið í rútuferð. Fyrst lá leiðin að kirkjugarðinum á Flateyri þar sem voru lögð blóm að nokkrum leiðum. Síðan var ekið um plássið og bæinn og stoppað við Unuhús og ostahúsið til að taka myndir. Í því fyrrnefnda bjó ein afasystir mín og er það kennt við hana og í því síðara bjuggu Friðrik og Guðbjörg. Því næst var farið til Súgandafjarðar ekið út með firðinum inn að bænum Bæ þar sem Karl bóndi var tekinn með í leiðangur upp að Vatnadal. Þar var borðað nesti og þeir sem treystu sér til fengu sér göngu alla leið inn að vötnunum sem dalurinn er kenndur við. Í bakaleiðinni var stoppað örstutt (pissustopp) á Suðureyri og að lokum var keyrt alveg fyrir Önundarfjörðinn. Allt í allt tók þessi ferð rúmlega sex tíma. Veðrið lék við okkur allan tímann og tíminn flaug hratt. Eftir kvöldmat var vegleg myndasýning bæði eldgamlar og dagsgamlar myndir.
Um hálfellefu í gær fór stór hópur niður í fjöru. Þrír dómarar, 14 í fimm liðum og 1 ljósmyndari. Þarna fór fram frækileg sandkastalakeppni og fengum við klukkutíma til að athafna okkur. Aðeins mátti nota skóflur (ekki þó fullorðins), fötur, sigti og muni úr náttúrunni (s.s. skeljar, strá og þ.h.). Við Davíð lentum saman í liði ásamt 14 ára frænda mínum og Helga systir var með Huldu og Davíð Stein í sínu liði. Eitt liðið samastóð af einni frænku minni, syni hennar og 17 ára bróðurdóttur, önnur frænka mín, maður hennar og yngri sonur voru í einu liðinu og í tveggja manna liðinu voru hjón. Þetta skiptist svona alveg óvart. Í dómnefndinni var; móðursystir mín, dóttir hennar (nafna mín) og pabbi þessarar 17 ára. Oddur Smári var svo skipaður sérlegur ljósmyndari amk á meðan unnið var við kastalagerðina. Ég skemmti mér konunglega og í mínu liði var mikill hlátur, miklar pælingar, algert lýðræði og unnið allan tímann. Við nýttum tímamörkin alveg upp á sekúndu. Líkt og keppendurnir unnu dómarar allan tímann út frá skýrum reglum sem þau settu sér. Og þegar komið var að verðlaunaafhendingunni var formaður dómnefndar með smá tölu og athugasemdir um hvert lið. Það lið sem vann fékk 14 stig af 15 mögulegum, lið okkar systra deildu með sér 2-3 sætinu með 10 stig.
Eftir velheppnaða og skemmtilega keppni drifum við Davíð í að taka niður tjaldið. Búið var að ganga frá öllu og fá sér að borða rétt fyrir eitt og þá lá leiðin að kirkjunni í Holti. Presturinn tók á móti okkur, sagði okkur aðeins frá sögu staðarins, var með örstutta helgistund og svo söng Davíð Steinn tvö lög í lokin. Í miðri helgistund komu nokkrir ferðamenn inn og strákurinn var svolítið stressaður í söngnum en skilaði samt vel frá sér. Svo var kvaðst fyrir utan kirkjuna og samkoman leystist upp.
Við Davíð ákváðum að keyra aðra leið heim og byrjðum á því að renna á Ísafjörð og rúnta smá hring um bæinn. Síðan ókum við sem leið lá í gegnum Súðavík og alveg alla leið á Hólmavík þar sem við stoppuðum til að rétta úr okkur og fá okkur eitthvað í svanginn. Næsta stopp var við Brú í Hrútafirði. Þá var klukkan um sjö. Í bæinn vorum við komin um hálfníu þannig að þetta var nokkuð stíf keyrsla á okkur. Við erum alveg ákveðin í að fara á vestfirðina aftur og gefa okkur þá miklu betri tíma. Svo er stefnt á annað ættarmót 2010 en þá verða liðin 50 ár frá því langforeldrar mínir féllu frá, 135 ár frá því Friðrik fæddist og 130 ár frá því Guðbjörg fæddist.
Seint í október 2005 var haldið 1. ættarmótið (amk. sem ég veit um) á Loftleiðahótelinu. Fyrr í sumar fékk ég svo póst um næsta ættarmót og ég tilkynnti mjög fljótt um þátttöku. Sl. föstudag lögðum við Davíð, ég og strákarnir í hann vestur. Minnstu munaði að ég hætti við því maginn var eitthvað að stríða mér nóttina áður og á föstudagsmorguninn var ég með 39 gráðu hita sem hitastillandi töflur voru lengi að vinna á. En ég ákvað engu síður að drífa mig, sem betur fer, og mun aldrei sjá eftir því. Við keyrðum suðurfirðina vestur og vorum komin á Friðarsetrið við Önundarfjörð um átta leytið. Þar beið okkar matur og flestir af þeim sem ætluðu að vera með. Það fækkaði um örfáa í hópnum vegna óviðráðanlegra aðstæðna en hópurinn taldi alls 24 sem er miklu færra en fyrir tveimur árum. Krakkarnir voru fimm frá 5-14 og voru strax komin í leik. Flestir holuðu sér niður inni en við vorum þó örfá í tjöldum og tjaldvagni.
Rétt fyrir hádegi á laugardag var farið í rútuferð. Fyrst lá leiðin að kirkjugarðinum á Flateyri þar sem voru lögð blóm að nokkrum leiðum. Síðan var ekið um plássið og bæinn og stoppað við Unuhús og ostahúsið til að taka myndir. Í því fyrrnefnda bjó ein afasystir mín og er það kennt við hana og í því síðara bjuggu Friðrik og Guðbjörg. Því næst var farið til Súgandafjarðar ekið út með firðinum inn að bænum Bæ þar sem Karl bóndi var tekinn með í leiðangur upp að Vatnadal. Þar var borðað nesti og þeir sem treystu sér til fengu sér göngu alla leið inn að vötnunum sem dalurinn er kenndur við. Í bakaleiðinni var stoppað örstutt (pissustopp) á Suðureyri og að lokum var keyrt alveg fyrir Önundarfjörðinn. Allt í allt tók þessi ferð rúmlega sex tíma. Veðrið lék við okkur allan tímann og tíminn flaug hratt. Eftir kvöldmat var vegleg myndasýning bæði eldgamlar og dagsgamlar myndir.
Um hálfellefu í gær fór stór hópur niður í fjöru. Þrír dómarar, 14 í fimm liðum og 1 ljósmyndari. Þarna fór fram frækileg sandkastalakeppni og fengum við klukkutíma til að athafna okkur. Aðeins mátti nota skóflur (ekki þó fullorðins), fötur, sigti og muni úr náttúrunni (s.s. skeljar, strá og þ.h.). Við Davíð lentum saman í liði ásamt 14 ára frænda mínum og Helga systir var með Huldu og Davíð Stein í sínu liði. Eitt liðið samastóð af einni frænku minni, syni hennar og 17 ára bróðurdóttur, önnur frænka mín, maður hennar og yngri sonur voru í einu liðinu og í tveggja manna liðinu voru hjón. Þetta skiptist svona alveg óvart. Í dómnefndinni var; móðursystir mín, dóttir hennar (nafna mín) og pabbi þessarar 17 ára. Oddur Smári var svo skipaður sérlegur ljósmyndari amk á meðan unnið var við kastalagerðina. Ég skemmti mér konunglega og í mínu liði var mikill hlátur, miklar pælingar, algert lýðræði og unnið allan tímann. Við nýttum tímamörkin alveg upp á sekúndu. Líkt og keppendurnir unnu dómarar allan tímann út frá skýrum reglum sem þau settu sér. Og þegar komið var að verðlaunaafhendingunni var formaður dómnefndar með smá tölu og athugasemdir um hvert lið. Það lið sem vann fékk 14 stig af 15 mögulegum, lið okkar systra deildu með sér 2-3 sætinu með 10 stig.
Eftir velheppnaða og skemmtilega keppni drifum við Davíð í að taka niður tjaldið. Búið var að ganga frá öllu og fá sér að borða rétt fyrir eitt og þá lá leiðin að kirkjunni í Holti. Presturinn tók á móti okkur, sagði okkur aðeins frá sögu staðarins, var með örstutta helgistund og svo söng Davíð Steinn tvö lög í lokin. Í miðri helgistund komu nokkrir ferðamenn inn og strákurinn var svolítið stressaður í söngnum en skilaði samt vel frá sér. Svo var kvaðst fyrir utan kirkjuna og samkoman leystist upp.
Við Davíð ákváðum að keyra aðra leið heim og byrjðum á því að renna á Ísafjörð og rúnta smá hring um bæinn. Síðan ókum við sem leið lá í gegnum Súðavík og alveg alla leið á Hólmavík þar sem við stoppuðum til að rétta úr okkur og fá okkur eitthvað í svanginn. Næsta stopp var við Brú í Hrútafirði. Þá var klukkan um sjö. Í bæinn vorum við komin um hálfníu þannig að þetta var nokkuð stíf keyrsla á okkur. Við erum alveg ákveðin í að fara á vestfirðina aftur og gefa okkur þá miklu betri tíma. Svo er stefnt á annað ættarmót 2010 en þá verða liðin 50 ár frá því langforeldrar mínir féllu frá, 135 ár frá því Friðrik fæddist og 130 ár frá því Guðbjörg fæddist.