- Fyrsta færslan í febrúar -
Mánuðurinn er rétt að verða hálfnaður og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan síðasta færsla var sett inn. Dagarnir hafa einhvern veginn þotið frá mér og/eða farið í allt annað en skriftir. Það eina sem liggur niðri líkt og skrifin er útsaumurinn minn. Ég hef ekki snert á nál í hálfan mánuð eða síðan ég fór í saumaklúbb til "tvíburahálfsystur minnar".
Þann 6. febrúar var skipulagsdagur í skólanum og á mánudaginn var, var foreldradagur. Ég átti inni tvo daga af sumarfríinu mínu síðan í fyrra og ákvað að leysa út amk einn og hálfan dag. Var svo heppin að fá bústað, sem ég sótti um, úthlutaðan þessa síðustu helgi og kennarar strákanna buðu okkur að mæta í viðtal sl. þriðjudag. Vorum komin í bústaðinn rúmlega fimm á föstudaginn. Í farteskinu voru m.a. bækur, spil, sundföt og saumadótið mitt. Las tvær og hálfa bók, spilaði póker við feðgana, fór í bæði stuttar og lengri göngur (tvær stuttar og eina lengri, laugardag, sunnudag og mánudag) en fór hvorki í heita pottinn né snerti á sauminu mínu. Potturinn var ekki notaður því það rann ekkert heitt vatn í hann (hverju svo sem um var að kenna (frosti eða bilun)) en ég skil ekkert í því afhverju ég tók ekki aðeins upp nálina. Kannski vegna þess að ég þarf einmitt að fara að drífa mig í að klára tvö af verkefnunum sem ég er með í gangi???
Annars verð ég að koma því á framfæri hvað tvíburarnir eru að standa sig með ágætum í lærdómnum þeir eru með meðaleinkunn upp á tæp 9 (8,89 og 8,96) og ég er mjög stolt af þeim.