A RIDDLE THAT'LL KILL YOUR BRAIN! This is going to make you so
MAD!
There are three words in the English language that end in "gry".
ONE is angry and the other is hungry. EveryONE knows what the
third ONE means and what it stands for. EveryONE uses them
everyday, and if you listened very carefully, I've given you the
third word.
What is it?
_______gry?
28.2.03
Norsk vinkona mín "plataði" mig með sér í Ráðhúsið í gærkvöldi og tókum við hálfdanska frænku mína og nöfnu með okkur. Um klukkan átta stigu þrír finnskir piltar á sviðið: "Menn í sokkabuxum" til að spila nokkur lög á þvottagrindur. Voru þeir í síðum skyrtum og tveir af þeim í sokkabuxum. Einn var berleggjaður og velti ég því fyrir mig hvort hans sokkabuxur væru týndar eða með lykkjufalli. Skemmst er frá því að segja að við skemmtum okkur mjög vel þennan hálftíma sem dagskráin stóð yfir.
27.2.03
Er virkilega kominn fimmtudagur? Var ekki mánudagur í gær eða fyrradag? Hvert fljúga allir þessir dagar eiginlega? Annar mánuður ársins rétt að verða búinn og áramótin eru nýliðin...
Ég dreif mig út eftir að strákarnir voru komnir í kojur í gærkvöldi. Það virðist sem maðurinn minn verði fastur fyrir framan tölvuskjáinn öll miðvikudagskvöld næstu tvo til þrjá mánuði að spila "spennandi" (ekki að mínu mati samt!) stríðs-hópleik (í einum hóp við annan)... Svo ég ætla mér bara að leika lausum hala þessi kvöld. Í gærkvöldi heimsótti ég mágkonu ömmu heitinnar og leið kvöldið frekar hratt. Klukkan var bara allt í einu farin að ganga tólf.
Ég dreif mig út eftir að strákarnir voru komnir í kojur í gærkvöldi. Það virðist sem maðurinn minn verði fastur fyrir framan tölvuskjáinn öll miðvikudagskvöld næstu tvo til þrjá mánuði að spila "spennandi" (ekki að mínu mati samt!) stríðs-hópleik (í einum hóp við annan)... Svo ég ætla mér bara að leika lausum hala þessi kvöld. Í gærkvöldi heimsótti ég mágkonu ömmu heitinnar og leið kvöldið frekar hratt. Klukkan var bara allt í einu farin að ganga tólf.
26.2.03
Næstu fjórar vikurnar (eða fimm eða sex) eða svo stend ég vinnuvaktina, frá átta til hálfeitt, ein. En um hálfeitt kemur sú sem skipti við mig um vinnutíma og vinnur hún til klukkan korter í sjö alla daga. Þetta þýðir það að ég verð að láta hendur standa fram úr ermum og vinna sum verkefnin eftir hádegi. Þetta er fyrsti dagurinn og ég náði að ljúka öllum verkum áður en klukkan sló þrjú. Kortavélin er enn í gangi, enda verið að endurnýja kreditkort þessa dagana...
Helga systir verður með matinn í kvöld og fær aukamatargesti til sín, mæðgur sem ekki komust í afmælið sl. laugardag. Það verður gaman að hitta þær. Sú yngri verður fimm ára í haust og geta þær Hulda vel leikið saman. En ég held að þetta sé miklu meira en nóg í dag.
Helga systir verður með matinn í kvöld og fær aukamatargesti til sín, mæðgur sem ekki komust í afmælið sl. laugardag. Það verður gaman að hitta þær. Sú yngri verður fimm ára í haust og geta þær Hulda vel leikið saman. En ég held að þetta sé miklu meira en nóg í dag.
Gönguleiðin í vinnuna í morgun var eftirfarandi: Gunnarsbraut, Njálsgata, Snorrabraut og Skúlagata. Í gær fór ég yfir Skólavörðuholti (eins og á föstudaginn var) og það meira að segja báðar leiðir því ég ákvað að labba heim af kóræfingu. Þetta var auðvitað svo hressandi að ég dreif mig í að skúra elhúsgólfið (eftir að hafa fengið manninn minn til að sópa fyrst), inni á baði og frammi á gangi. Mín bara dugleg... (og vonandi verður framhald á því:-)
Tvíburarnir voru spurðir spurningu dagsins sem var birt í DV í gær. Þeir minntust eitthvað á það á mánudagskvöldið að það hefði komið maður frá DV og spurt þá og nokkra skólafélaga þeirra hvort væri skemmtilegra á sumrin eða veturna??? Og NOTA BENE tvíburarnir eiga afmæli þann 23. júlí. Oddur var ekki viss hvort hann hefði svarað þessu rétt og þá blaðamaðurinn ekki heyrt rétta eða þá ekki slegið inn rétt....
25.2.03
Skrif mín í dag tileinka ég Þorsteini Daníelssyni (Steina gamla í Gutt.) sem lést á 90. aldursári þann 8. febrúar sl. Ég var í sveit hjá Ólafi syni hans sumarið 1982 og nokkra daga vorið og haustið ári síðar. Steini var að mínu mati stórmerkilegur maður og skemmtilegur karakter. Sl. áratug átti hann við vanheilsu að stríða en hann var alltaf jafn skýr í kollinum og skemmtlegt var að spjalla við hann og heyra hans sjónarhorn á málunum. Eftir haustdvölina ´83 borgaði Steini mér fyrir að hafa létt undir í sveitinni og skrifaði ávísun handa mér. Ég ætlaði reyndar aldrei að tíma að innleysa þá ávísun, skriftin hans var svo sérstök, nett og fínleg! Sem betur fer hugkvæmdist mér að biðja hann um að skrifa í afmælisdagbókina mína...
24.2.03
Í gær, á konudaginn, fékk ég svo að sofa út. Og ekki nóg með það heldur var mér fært kaffi og ristað brauð í rúmið. Davíð sá um strákana og ég var ekkert að flýta mér á fætur. Eyddi svo deginum í að lesa og sauma, drekka kaffi og dúlla mér. Ég tók samt að mér að sjá um að elda kvöldmatinn (Davíð tók reyndar við í restina). Semsagt mjög, mjög letilegur dagur!!!
Mánudagur á ný og bara í fínu lagi með það. Gönguleiðin í vinnuna var; Gunnarsbraut, Njálsgata, Snorrabraut, Laugavegur og Ingólfsstræti og var ég mínar tuttugu mínútur á leiðinni.
Síðast liðin helgi var frábær! Laugardagurinn svolítið þétt skipaður en sunnudagurinn afar letilegur.
Á föstudagskvöldið leyfði ég tvíburunum að horfa á mynd um Ástrík og Steinrík, sem ég tók upp fyrir einhverjum vikum síðan. Myndin var talsett svo við Davíð gátum bara setið og notið þess að horfa þegjandi á með strákunum. Oddur Smári lifði sig inn í atburði myndarinnar og var örugglega á barmi taugaáfalls á tímabili...
Fór á fætur með strákunum á laugardagsmorgninum. Um tíu var ég sest inn í Kristu í Kringlunni þar sem ég lét taka slatta af lubbanum sem verið hefur að safnast undanfarna fjóra mánuði eða svo...
Hulda, systurdóttir mín, varð þriggja ára þennan dag og vorum við mætt í afmælisveisluna rétt fyrir þrjú. Það var fín prinsessa sem tók á móti okkur og afar spennt. Hún fékk aðstoð við að blása á kertin á afmælistertunni, eftir að búið var að syngja. Kertin voru þó ekki alveg til í að láta slökkva svona á sér og "lifnuðu" hvað eftir annað við (einhver blyskerti þar á ferðinni).
Við kvöddum afmælisbarnið um fimm og þá fór Davíð og sótti barnapíur kvöldsins tvo tólf ára stráka úr Hafnarfirði. (Við förum sko yfir lækinn í þessum efnum en okkur líkar bara svo vel við Guðjón og Sigurjón að við erum ekkert að spá í að breyta þessu...).
Kunningi okkar og útskriftarbróðir Davíðs úr FSu. (Guðmundur Pálsson) kom rétt fyrir sex og seldi okkur fjóra miða á hið árlega Spaðaball. Og rétt seinna kom vinafólk okkar úr Mosfellsbæ og bauð okkur far á veitingastaðinn Vegamót. Þar fengum við mjög gott og ódýrt að borða. Um átta vorum við svo mætt í Þjóðleikhúsið þar sem við sáum: Með fullri reisn. Mögnuð sýning og frábær skemmtun. Eftir sýninguna fórum við beint í Þjóðleikhúskjallarann á ballið. Þurftum aðeins að bíða eftir að fá að fara inn í aðalsalinn og troðningurinn var ekki smá mikill... Ballið var fínt en ég verð að segja það að mér var ekki vel við að reykingar væru leyfðar. Við vorum samt svo heppin að fá sæti í hliðarsal þar sem loftræstingin var í lagi. Við fjögur vorum semsagt að halda upp á 145 árin og held ég að það hafi bara tekist mjög vel!!!
Síðast liðin helgi var frábær! Laugardagurinn svolítið þétt skipaður en sunnudagurinn afar letilegur.
Á föstudagskvöldið leyfði ég tvíburunum að horfa á mynd um Ástrík og Steinrík, sem ég tók upp fyrir einhverjum vikum síðan. Myndin var talsett svo við Davíð gátum bara setið og notið þess að horfa þegjandi á með strákunum. Oddur Smári lifði sig inn í atburði myndarinnar og var örugglega á barmi taugaáfalls á tímabili...
Fór á fætur með strákunum á laugardagsmorgninum. Um tíu var ég sest inn í Kristu í Kringlunni þar sem ég lét taka slatta af lubbanum sem verið hefur að safnast undanfarna fjóra mánuði eða svo...
Hulda, systurdóttir mín, varð þriggja ára þennan dag og vorum við mætt í afmælisveisluna rétt fyrir þrjú. Það var fín prinsessa sem tók á móti okkur og afar spennt. Hún fékk aðstoð við að blása á kertin á afmælistertunni, eftir að búið var að syngja. Kertin voru þó ekki alveg til í að láta slökkva svona á sér og "lifnuðu" hvað eftir annað við (einhver blyskerti þar á ferðinni).
Við kvöddum afmælisbarnið um fimm og þá fór Davíð og sótti barnapíur kvöldsins tvo tólf ára stráka úr Hafnarfirði. (Við förum sko yfir lækinn í þessum efnum en okkur líkar bara svo vel við Guðjón og Sigurjón að við erum ekkert að spá í að breyta þessu...).
Kunningi okkar og útskriftarbróðir Davíðs úr FSu. (Guðmundur Pálsson) kom rétt fyrir sex og seldi okkur fjóra miða á hið árlega Spaðaball. Og rétt seinna kom vinafólk okkar úr Mosfellsbæ og bauð okkur far á veitingastaðinn Vegamót. Þar fengum við mjög gott og ódýrt að borða. Um átta vorum við svo mætt í Þjóðleikhúsið þar sem við sáum: Með fullri reisn. Mögnuð sýning og frábær skemmtun. Eftir sýninguna fórum við beint í Þjóðleikhúskjallarann á ballið. Þurftum aðeins að bíða eftir að fá að fara inn í aðalsalinn og troðningurinn var ekki smá mikill... Ballið var fínt en ég verð að segja það að mér var ekki vel við að reykingar væru leyfðar. Við vorum samt svo heppin að fá sæti í hliðarsal þar sem loftræstingin var í lagi. Við fjögur vorum semsagt að halda upp á 145 árin og held ég að það hafi bara tekist mjög vel!!!
21.2.03
Það mætti halda litlu jólin núna. Ég var næstum því farin að raula jólalögin er ég arkaði í vinnuna í morgun, "Snjókorn falla..." en nei, bara næstum því. Snjórinn var aðeins of blautur. Ég var ekkert að velja auðveldustu leiðina (en vissulega þá stystu); Upp Egilsgötu, framhjá Iðnskólanum og Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg og Ingólfsstræti. Það var hálfgerð snjókerling sem stappaði af sér fyrir utan Seðlabankann þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í átta í morgun. Þrátt fyrir þungt færi var ég bara mínar tuttugu mínútur á leiðinni.
Fyrsta vikan í skólasundi er búin og annar tvíburinn (Oddur Smári) strax búinn að tapa handklæði (ekki í fyrsta skipti en hann gat nú ekki gert neitt að því í fyrra þegar hann lenti í slysinu). Hann kom semsagt heim handklæðalaus sl. miðvikudag. Í skólasundinu í gær spurði hann eftir því en fékk afhent eitthvað allt annað handklæði. Að vísu var það blátt... Hann telur sig vita hver eigi þetta handklæði og nú er bara að vona að það sé rétt og sá strákur sé með okkar handklæði.
Fyrsta vikan í skólasundi er búin og annar tvíburinn (Oddur Smári) strax búinn að tapa handklæði (ekki í fyrsta skipti en hann gat nú ekki gert neitt að því í fyrra þegar hann lenti í slysinu). Hann kom semsagt heim handklæðalaus sl. miðvikudag. Í skólasundinu í gær spurði hann eftir því en fékk afhent eitthvað allt annað handklæði. Að vísu var það blátt... Hann telur sig vita hver eigi þetta handklæði og nú er bara að vona að það sé rétt og sá strákur sé með okkar handklæði.
20.2.03
Það er bara rétt rúmur hálfur mánuður í fyrstu formúlu-keppni ársins og miðað við hvað tíminn flýgur frá manni þá þetta bara alveg að skella á...
Það var eitthvað óstuð á mér í morgun og þegar ég dreif mig loks á fætur hafði ég bara rétt tíma til að þvo mér, tannbursta og taka til nesti og sunddót fyrir strákana í skólann áður en ég dreif mig af stað í vinnuna. Ég fer nefnilega oftast á tveimur jafn-fljótum og það er sama hvaða leið ég vel að ganga ég er yfirleitt um tuttugu mínútur. Það er bara gott að ganga. Maður fær nauðsynlega hreyfingu dagsins (hugsar margt á leiðinni) og mætir svo ferskur í vinnuna. En sem betur fer er að styttast í kaffi-pásu því maginn hljóðar...
Það var eitthvað óstuð á mér í morgun og þegar ég dreif mig loks á fætur hafði ég bara rétt tíma til að þvo mér, tannbursta og taka til nesti og sunddót fyrir strákana í skólann áður en ég dreif mig af stað í vinnuna. Ég fer nefnilega oftast á tveimur jafn-fljótum og það er sama hvaða leið ég vel að ganga ég er yfirleitt um tuttugu mínútur. Það er bara gott að ganga. Maður fær nauðsynlega hreyfingu dagsins (hugsar margt á leiðinni) og mætir svo ferskur í vinnuna. En sem betur fer er að styttast í kaffi-pásu því maginn hljóðar...
19.2.03
Ég var með matinn hjá mér í gær og hafði fiskibollur (það er kóræfing á þriðjudögum og ætlaði ég að sleppa létt frá matseldinn en reyndar féll æfingin niður í gær:-(). Hulda systur dóttir mín gat ekki alveg ákveðið sig hvort hún vildi heita sósu eða tómatsósu út á matinn hjá sér. Fékk sér smá heita en loks bað hún um hina sósuna. Þá heyrist í Davíð Steini:
- "Við erum nú að reyna að spara tómatsósuna!"
Annars eru tvíburarnir komnir með sín eigin netföng og ég ákvað að senda þeim smá póst í gær. Svo minnti ég þá á að kíkja hvort þeir væru búnir að fá póst. Þeir sendu mér eftirfarandi kveðjur til baka:
- elskumamma mín rosavastugóð að gevambrpóst
- elsku mamma
það geingur vel að læra að sinda
kveðja oddur
Davíð Steinn skrifaði sína kveðju á undan, aleinn og sjálfur án þess að tala um það. Á meðan Oddur beið sagði hann pabba sínum hvað hann ætlaði að skrifa og gerði hann það svo alveg sjálfur líka...
- "Við erum nú að reyna að spara tómatsósuna!"
Annars eru tvíburarnir komnir með sín eigin netföng og ég ákvað að senda þeim smá póst í gær. Svo minnti ég þá á að kíkja hvort þeir væru búnir að fá póst. Þeir sendu mér eftirfarandi kveðjur til baka:
- elskumamma mín rosavastugóð að gevambrpóst
- elsku mamma
það geingur vel að læra að sinda
kveðja oddur
Davíð Steinn skrifaði sína kveðju á undan, aleinn og sjálfur án þess að tala um það. Á meðan Oddur beið sagði hann pabba sínum hvað hann ætlaði að skrifa og gerði hann það svo alveg sjálfur líka...
18.2.03
Ég er alltaf spurð að því öðru hvoru hvort og/eða hvenær ég ætli að fara að kenna aftur. Ég á í raun ekkert svar við spurningum af þessum toga. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og allt það. Eins og ég var ákveðin í að verða kennari (alveg frá 10 ára aldri) þá finn ég bara enga löngun í að drífa mig aftur út í hringiðuna. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég hafi alveg glatað "kennaranum" í mér? Ég veit ekki. Eins og er líður mér vel á þessari hillu sem ég er núna en hvað seinna verður veit maður aldrei...
17.2.03
Gærdagurinn var ekkert síðri en laugardagurinn. Klukkan var næstum því tíu þegar strákarnir vöknuðu, svo ég fékk eiginlega að sofa út.... Upp úr hádeginu tók maðurinn minn að sér að ryksuga yfir gólfin og gerði hann það svo vel og af svo miklum krafti að það mátti vinda manninn á eftir, svo rennsveittur var hann.
Ég setti í tvo pizza-botna og dundaði eitthvað fleira í eldhúsinu. Bekkjarbróðir og æskuvinur Davíðs leit inn um og fékk að sjálfsögðu kaffi og spjall.
Um þrjúleytið tókum við okkur saman, fjölskyldan og drifum okkur í Mosfellsbæ í heimsókn til vina okkar. Tókum pizzudeigin með því við vinkonurnar höfðum fengið þá frábæru hugmynd að búa til pizzur og borða saman. Fyrst var samt sest niður með kaffibolla og spjallað. Tíminn var ekki lengi að líða og um hálfsex hófst samvinnan í eldhúsinu. Afraksturinn urðu tvær mjög, mjög matarmiklar pizzur, önnur með sjávarréttum og hin með hakki og grænmeti. Mmm...
En allt þetta kaffiþamb kostaði auðvitað svimakast seinna um kvöldið. Hmm. Tveir til fimm bollar á dag er víst algert hámark!!!
Jóni Arnari Magnússyni gekk bara vel í Tallinn á Erki Nool-sjöþrautamótinu og verður því meðal átta bestu á heimsmeistaramóti í næsta mánuði. Það verður spennandi að fylgjast með því.
Ég setti í tvo pizza-botna og dundaði eitthvað fleira í eldhúsinu. Bekkjarbróðir og æskuvinur Davíðs leit inn um og fékk að sjálfsögðu kaffi og spjall.
Um þrjúleytið tókum við okkur saman, fjölskyldan og drifum okkur í Mosfellsbæ í heimsókn til vina okkar. Tókum pizzudeigin með því við vinkonurnar höfðum fengið þá frábæru hugmynd að búa til pizzur og borða saman. Fyrst var samt sest niður með kaffibolla og spjallað. Tíminn var ekki lengi að líða og um hálfsex hófst samvinnan í eldhúsinu. Afraksturinn urðu tvær mjög, mjög matarmiklar pizzur, önnur með sjávarréttum og hin með hakki og grænmeti. Mmm...
En allt þetta kaffiþamb kostaði auðvitað svimakast seinna um kvöldið. Hmm. Tveir til fimm bollar á dag er víst algert hámark!!!
Jóni Arnari Magnússyni gekk bara vel í Tallinn á Erki Nool-sjöþrautamótinu og verður því meðal átta bestu á heimsmeistaramóti í næsta mánuði. Það verður spennandi að fylgjast með því.
Enn ein helgin er liðin, hreinlega flogin frá manni. Toppi litla varð bjargað loks á laugardaginn er dvergarnir náðu í járn... Æskuvinkona mín og bekkjarsystir frá Hellu (nú búsett á Hvolsvelli) leit inn í smá kaffispjall á laugardaginn. Hún var barnslaus og maðurinn hennar sinnti fyrst nokkrum erindum áður en stoppaði við þannig að við tvær fengum ágætis tíma í spjall og notalegheit.
Um kvöldið leyfði ég tvíburunum að horfa á Spaugstofuna áður en þeir fóru í háttinn. Þar sem þátturinn var með breyttu sniði þá voru strákarni allan tímann að bíða eftir að Spaugstofan byrjaði. Þátturinn var fínn og Skúróvisjónkeppnislögin mjög skemmtileg. Samt er gamla góða Eurovison-lagið þeirra alltaf best! Þegar strákarnir voru farnir inn í rúm settist maðurinn minn fyrir framan tölvuna og fór að leika sér (nema hvað), ég sat áfram fyrir framan imbann en tók fram saumana mína.
Um kvöldið leyfði ég tvíburunum að horfa á Spaugstofuna áður en þeir fóru í háttinn. Þar sem þátturinn var með breyttu sniði þá voru strákarni allan tímann að bíða eftir að Spaugstofan byrjaði. Þátturinn var fínn og Skúróvisjónkeppnislögin mjög skemmtileg. Samt er gamla góða Eurovison-lagið þeirra alltaf best! Þegar strákarnir voru farnir inn í rúm settist maðurinn minn fyrir framan tölvuna og fór að leika sér (nema hvað), ég sat áfram fyrir framan imbann en tók fram saumana mína.
14.2.03
Tvíburarnir eru að lesa "Litlu gulu hænuna" í skólanum og síðustu daga hafa þeir verið að lesa söguna um Topp litla sem óhlýðnaðist mömmu sinni og át of stór fræ svo að stóð í honum. Nú er gamla hænan búin að biðja: ...lækinn um vatn,
...tréð um ílát,
...drenginn um áburð,
...skósmiðinn um skó,
...kúna um leður,
(og í gær lásu þeir er hún bað...) ...bóndann um hey og
...járnsmiðinn um ljá (og ekki er alveg allt búin enn)
Sem Oddur var að lesa þetta síðastnefnda yfir í gær sagði hann allt í einu: "Aumingja Toppur!!!! Það er búið að standa svo lengi í honum."
...tréð um ílát,
...drenginn um áburð,
...skósmiðinn um skó,
...kúna um leður,
(og í gær lásu þeir er hún bað...) ...bóndann um hey og
...járnsmiðinn um ljá (og ekki er alveg allt búin enn)
Sem Oddur var að lesa þetta síðastnefnda yfir í gær sagði hann allt í einu: "Aumingja Toppur!!!! Það er búið að standa svo lengi í honum."
13.2.03
Það er sennilega varasamt að vera nokkuð að skrifa í dag. Ég stenst þó ekki mátið og geri tilraun. Það vantar ekki að orð og hugsanir fljúga í gegnum huga minn en í flestum tilfellum finnst mér ekki skynsamlegt að leyfa þeim að streyma fram í fingurnar á lyklaborðið til þess að festast á skjáinn...
Ég er frekar sorgmædd þessa dagana. Einn vinnufélagi minn var að missa son sinn í hörmulegu slysi. Svo að óneitanlega dvelur hugurinn mikið hjá fjölskyldu þessa manns. Hvernig sendir maður styrk til þeirra syrgjandi? Jú, ég get spennt greipar og beðið (og geri það) en er það nóg?
Ég er frekar sorgmædd þessa dagana. Einn vinnufélagi minn var að missa son sinn í hörmulegu slysi. Svo að óneitanlega dvelur hugurinn mikið hjá fjölskyldu þessa manns. Hvernig sendir maður styrk til þeirra syrgjandi? Jú, ég get spennt greipar og beðið (og geri það) en er það nóg?
11.2.03
Maðurinn minn fór á fund, í gærkvöldi, sem knattspyrnuþjálfari strákanna hafði boðað til. Af foreldrum hátt í þrjátíu drengja mættu bara eitthvað á annan tuginn. Davíð lét kjósa sig í foreldraráð því nú fer allt að rúlla. Til stendur á skreppa í dagsferð til Njarðvíkur einhvern tíman í mars og í júlí byrjun verður svokallað Lottó-mót á Akranesi. Framundan eru semsagt mjög spennandi tímar. Strákarnir hafa líka verið að æfa handbolta í vetur og hefur þeim þótt gaman á öllum þessum æfingum, jafnvel þótt handbolta-æfing vikunnar sé sama dag og seinni æfing vikunnar í fótboltanum. Þeir eru oft alveg búnir á föstudagskvöldum...
10.2.03
Það fór nú svo að eina vantaði í saumaklúbbinn á miðvikudagskvöldið var. En það var vegna óviðráðanlegra orsaka...
Systir mín var að spjalla við dóttur sína (sem verður þriggja ára í mánuðinum) um helgina. Og sagði m.a. við hana: "Þú er dóttir mín!" "Nei, sagði sú stutta, ég er engillinn þinn!"
Þessi sama litla frænka mín var með mömmu sinni í mat hjá mér um daginn (Við systur skiptumst á að elda fjóra daga vikunnar, mánudaga-fimmtudaga, tvisvar hjá mér og tvisvar hjá henni). Sú stutta fann álitlegan bolta og fór með hann beint til mömmu sinnar. "Sjáðu mamma, ég fann þennan bolta aleinan á gólfinu hjá Önnu frænku!" Hana langaði svo til að eiga boltann...
Systir mín var að spjalla við dóttur sína (sem verður þriggja ára í mánuðinum) um helgina. Og sagði m.a. við hana: "Þú er dóttir mín!" "Nei, sagði sú stutta, ég er engillinn þinn!"
Þessi sama litla frænka mín var með mömmu sinni í mat hjá mér um daginn (Við systur skiptumst á að elda fjóra daga vikunnar, mánudaga-fimmtudaga, tvisvar hjá mér og tvisvar hjá henni). Sú stutta fann álitlegan bolta og fór með hann beint til mömmu sinnar. "Sjáðu mamma, ég fann þennan bolta aleinan á gólfinu hjá Önnu frænku!" Hana langaði svo til að eiga boltann...
5.2.03
Ég er búin að boða til mín saumaklúbbinn í kvöld og vona að það verði hundrað prósent mæting. Við erum ekki nema fjórar þannig að ef eina vantar eru tuttugu og fimm prósent afföll. Ég hef ekki saumað spor í um tvær vikur en það er fremur óvanalegt miðað við framleiðsluna hjá mér sl. tvö ár. Reyndar er ég langt komin með þriðja saumaverkefnið mitt á árinu svo ég ætti kannski ekki að segja mikið. Tíminn sem fer í handavinnuna má heldur ekki vera það mikill að hann komi niður á öðrum verkum sem stundum eru mun mikilvægari. En nú er bara að vona að veður og heilsa hamli ekki mætingu vinkvennanna...
4.2.03
Yngsta kynslóðin getur verið ansi séð svo ekki sé meira sagt. Á föstudaginn var fékk Davíð Steinn að fara aftur í skólann eftir að hafa verið veikur í meira en viku. Ég skrifaði á miða handa honum þar sem ég bað um að hann fengi að vera inni. Miðinn var dagsettur þennan tiltekna dag. Er strákarnir komu svo heim seinni partinn sögðu þeir mér að kennarinn þeirra hefði verið veikur og forfallakennarinn, sem kenndi þeim tvo mánuði í haust, var með bekkinn. Jæja, í gær fann svo stráksi miðann í töskunni sinni og sýndi hann aftur. Snjólaug kennari var komin aftur. Hún sá dagsetninguna en tók samt mark á miðanum og drengurinn fékk að vera inni...
3.2.03
Fyrsti mánuður ársins er liðinn og var varla augnablik að því. Tíminn líður alveg skelfilega hratt og hafi maður orð á því er því slengt framan í mann að maður sé að verða gamall. Er það nú svo?
"Strákarnir okkar" náðu settu markmiði, sæti á næstu Ólympíuleikum. Það er frábær árangur. Ég held að drengirnir séu svolítið svekktir yfir því að hafa þó ekki náð ofar þar sem þeir áttu mjög góða möguleika á því. En þeir munu bara setja markið hærra næst og komast lengra, það er mitt álit. En nú þegar HM í handbolta er að baki þá er bara mánuður í formúluna og ég verð að viðurkenna það að ég er byrjuð að telja dagana...
"Strákarnir okkar" náðu settu markmiði, sæti á næstu Ólympíuleikum. Það er frábær árangur. Ég held að drengirnir séu svolítið svekktir yfir því að hafa þó ekki náð ofar þar sem þeir áttu mjög góða möguleika á því. En þeir munu bara setja markið hærra næst og komast lengra, það er mitt álit. En nú þegar HM í handbolta er að baki þá er bara mánuður í formúluna og ég verð að viðurkenna það að ég er byrjuð að telja dagana...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)