- Á ættarmóti -
Langafi og langamma, Friðrik Guðmundsson (f. 01.11.1875- d. 29.03.1960) og Guðbjörg Guðmundsdóttir (f. 15.04.1880 - d. 03.07.1960) bjuggu á Flateyri við Önundarfjörð. Þau eignuðust 13 börn og var móðurafi minn, Friðgeir Marías Magnús (f. 28.04.1919 - d. 26.04.1974) næstyngstur af þeim. Seinni partinn í júlí sl. lést sú eina sem eftir var af systkynunum Salóme Una (f. 04.08.1910). Hún var jarðsungin á fæðingardegi sínum og við það tækifæri ákváðu nokkrir úr næstu kynslóð að reyna að hóa saman eins mörgum af niðjum Friðriks og Guðbjargar og hægt væri. Dagsetning var fundin og haft samband við alla ættingjana.
Í gær rann stóri dagurinn upp. Það komust ekki allir og sumir gátu bara staðið stutt við en þetta er byrjunin. Ættartengslin skipta máli (sumar greinar eru stórar og aðrar mjög smáar en það skipta allar jafn miklu máli) og það á svo sannarlega ekki að láta staðar numið við þetta mót heldur reyna að gera enn betur næst, sem verður sennilega einhvern tímann á næsta ári.
30.10.05
29.10.05
- Af afmælisdeginum mikla -
Fyrsta verk okkar hjóna var að rölta yfir í skólann og hitta báða kennara tvíburanna, einn í einu þó. Það var sama sagan báðum megin, þær voru báðar mjög ánægðar með strákana. Ég er ánægð með það. Vissi svo sem alveg að Oddur Smári er að "fíla" þennan skóla vel, hef haft meiri áhyggjur af Davíð Steini, hann var svolítið vængbrotinn fyrst í stað. En það að vera settir í hvorn sinn bekkinn er sennilega það besta sem hægt var að gera fyrir þá.
Áður en Davíð fór í vinnuna fengum við okkur kaffi saman. Davíð Steinn var búinn að föndra handa honum afmælisgjafir (var að dunda við það í síðustu viku) og fela þær þannig að pabbinn varð að fylgja vísbendingum. Frá stráknum fékk hann fugl til að hengja í loftið og myndir. Afmælisgjöfina frá Oddi fékk hann svo seinni partinn, því stráksi bauð honum að koma og fylgjast með sér í karatetíma, lofaði að standa sig extra vel.
Eftir að Davíð var farinn dreif ég í að sinna ýmsum málum hér heima. Strákarnir hjálpuðu mér með sumt. Um tvöleytið fórum við í verslunarleiðangur og keyptum í afmælismatinn.
Við vorum búin að bjóða Tomma og og hinu afmælisbarni dagsins í mat. Þau komu rétt fyrir sjö. Ég hafði fengið leyfi hjá tvíbururnum að nota afganginn af aflanum (síðan í ágústlok) í forrétt og bauð upp á steikta bleikju með steiktum sætum kartöflum og rauðlauk. Í aðalrétt var nautasteik með kartöflum, kúlukáli, sallati og pipasósu og í eftirrétt var ég með e-s konar cappucino ís og vatnsmelónu.
Tvíburarnir fóru í háttinn um tíu en við hin spiluðum teiknispilið til miðnættis, náðum tveimur umferðum og hlóum oft mikið að teiknitilburðum og ágiskunum. Takk fyrir frábært kvöld Tommi og Hugborg.
Fyrsta verk okkar hjóna var að rölta yfir í skólann og hitta báða kennara tvíburanna, einn í einu þó. Það var sama sagan báðum megin, þær voru báðar mjög ánægðar með strákana. Ég er ánægð með það. Vissi svo sem alveg að Oddur Smári er að "fíla" þennan skóla vel, hef haft meiri áhyggjur af Davíð Steini, hann var svolítið vængbrotinn fyrst í stað. En það að vera settir í hvorn sinn bekkinn er sennilega það besta sem hægt var að gera fyrir þá.
Áður en Davíð fór í vinnuna fengum við okkur kaffi saman. Davíð Steinn var búinn að föndra handa honum afmælisgjafir (var að dunda við það í síðustu viku) og fela þær þannig að pabbinn varð að fylgja vísbendingum. Frá stráknum fékk hann fugl til að hengja í loftið og myndir. Afmælisgjöfina frá Oddi fékk hann svo seinni partinn, því stráksi bauð honum að koma og fylgjast með sér í karatetíma, lofaði að standa sig extra vel.
Eftir að Davíð var farinn dreif ég í að sinna ýmsum málum hér heima. Strákarnir hjálpuðu mér með sumt. Um tvöleytið fórum við í verslunarleiðangur og keyptum í afmælismatinn.
Við vorum búin að bjóða Tomma og og hinu afmælisbarni dagsins í mat. Þau komu rétt fyrir sjö. Ég hafði fengið leyfi hjá tvíbururnum að nota afganginn af aflanum (síðan í ágústlok) í forrétt og bauð upp á steikta bleikju með steiktum sætum kartöflum og rauðlauk. Í aðalrétt var nautasteik með kartöflum, kúlukáli, sallati og pipasósu og í eftirrétt var ég með e-s konar cappucino ís og vatnsmelónu.
Tvíburarnir fóru í háttinn um tíu en við hin spiluðum teiknispilið til miðnættis, náðum tveimur umferðum og hlóum oft mikið að teiknitilburðum og ágiskunum. Takk fyrir frábært kvöld Tommi og Hugborg.
27.10.05
- Annríki framundan -
en það er nú ekkert nýtt
Ég hef bara ekki haft tíma til að setjast niður og láta hugann og fingurnar reika um lyklaborðið. Þessa stundina er ég á frænkuvaktinni. Stelpurnar eru sofnaðar og þá er um að gera að nýta sér það...
...eða ekki. Mágur minn kom heim rétt seinna svo ég fór fljótlega heim.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast:
- Á sunnudagsmorguninn var, söng drengjakórinn við fjölskyldumessu og tókst vel til. Davíð Steinn varð mjög glaður þegar Oddur Smári ákvað að fara frekar í messu heldur en á fótboltaæfingu.
- Á mánudaginn var ég mætt upp á Skólavörðuholt um hálfþrjú til að "feta" niður Skólavörðustíginn. Það var mikil stemming að vera þarna og mjög gaman að taka þátt í þessu. Ég komst samt ekki alla leið niður á Ingólfstorg, treysti mér ekki alveg í þá súpu, enda heyrði ég dagskrána mjög vel á Rás tvö. Ég var það uppgefin um kvöldið að ég afboðaði mig í Esperantotíma.
- Hitti tvær vinkonur mínar á þriðjudagskvöldið og tíminn leið þrisvar sinnum hraðar en venjulega, nógu hratt líður hann samt dags daglega!
- Á kóræfingu í gærkvöldi bættist liðstyrkur í sópran og alt raddirnar og undirbúningur undir jólatónleikana er kominn á fullt.
Þetta er svona það helsta. Það er foreldradagur í skólanum á morgun og hann Davíð minn Oddsson nær mér í aldri (loksins 37)(sáuð þið hann hjá Audda, Sveppa og Pétri í kvöld?). Hluti af afmælisgjöfinni frá mér til hans felst í frídegi sem ég tek mér. Hann veit ekki af því enn og tilkynnti mér í gær að það er smá vinnutörn hjá honum fram að mánaðamótum. Hmmm, það er búin að vera törn hjá honum sl. alveg frá síðustu mánaðamótum... sjáum bara til hvernig þetta púslast! :)
Farið vel með ykkur um helgina, sem og alla aðra daga!
en það er nú ekkert nýtt
Ég hef bara ekki haft tíma til að setjast niður og láta hugann og fingurnar reika um lyklaborðið. Þessa stundina er ég á frænkuvaktinni. Stelpurnar eru sofnaðar og þá er um að gera að nýta sér það...
...eða ekki. Mágur minn kom heim rétt seinna svo ég fór fljótlega heim.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast:
- Á sunnudagsmorguninn var, söng drengjakórinn við fjölskyldumessu og tókst vel til. Davíð Steinn varð mjög glaður þegar Oddur Smári ákvað að fara frekar í messu heldur en á fótboltaæfingu.
- Á mánudaginn var ég mætt upp á Skólavörðuholt um hálfþrjú til að "feta" niður Skólavörðustíginn. Það var mikil stemming að vera þarna og mjög gaman að taka þátt í þessu. Ég komst samt ekki alla leið niður á Ingólfstorg, treysti mér ekki alveg í þá súpu, enda heyrði ég dagskrána mjög vel á Rás tvö. Ég var það uppgefin um kvöldið að ég afboðaði mig í Esperantotíma.
- Hitti tvær vinkonur mínar á þriðjudagskvöldið og tíminn leið þrisvar sinnum hraðar en venjulega, nógu hratt líður hann samt dags daglega!
- Á kóræfingu í gærkvöldi bættist liðstyrkur í sópran og alt raddirnar og undirbúningur undir jólatónleikana er kominn á fullt.
Þetta er svona það helsta. Það er foreldradagur í skólanum á morgun og hann Davíð minn Oddsson nær mér í aldri (loksins 37)(sáuð þið hann hjá Audda, Sveppa og Pétri í kvöld?). Hluti af afmælisgjöfinni frá mér til hans felst í frídegi sem ég tek mér. Hann veit ekki af því enn og tilkynnti mér í gær að það er smá vinnutörn hjá honum fram að mánaðamótum. Hmmm, það er búin að vera törn hjá honum sl. alveg frá síðustu mánaðamótum... sjáum bara til hvernig þetta púslast! :)
Farið vel með ykkur um helgina, sem og alla aðra daga!
22.10.05
- Kerti, kerti, (kerti), kerti, kerti, kerti -
Það er að bresta á hin árlega kertasala Drengjakórs Reykjavíkur. Um tíu í morgun vorum við (ég og tvíburarnir) mætt í kjallarann í Hallgrímskirkju ásamt fullt af fleirum drengjum og fullorðnum til að pakka kertum. Stemmingin var frábært og allir fengu verkefni við sitt hæfi. Allt var komið ofan í poka um hálfeitt en þá átti eftir að loka fyrir amk helminginn. Hver drengur er skyldugur að selja 50 pakka af kertum. Fimm söluhæstu drengirnir fara í óvissuferð og sá söluhæsti fær eignabikar. Kertin, Heimaeyjarkerti, eru búin til á vernduðum vinnustað í Eyjum og fást í sex litum, jólarauð, vínrauð, hvít, fílabeinshvít, blá og græn. Hver pakkning inniheldur 10 stykki kerti og selst á 600 kr. (sama verð og í fyrra). Við erum ekki alveg byrjuð á söluherferðinni en samt búin að selja 5 pakka, þannig að þetta fer vel af stað. Endilega látið mig vita ef ykkur vantar kerti!
Það er að bresta á hin árlega kertasala Drengjakórs Reykjavíkur. Um tíu í morgun vorum við (ég og tvíburarnir) mætt í kjallarann í Hallgrímskirkju ásamt fullt af fleirum drengjum og fullorðnum til að pakka kertum. Stemmingin var frábært og allir fengu verkefni við sitt hæfi. Allt var komið ofan í poka um hálfeitt en þá átti eftir að loka fyrir amk helminginn. Hver drengur er skyldugur að selja 50 pakka af kertum. Fimm söluhæstu drengirnir fara í óvissuferð og sá söluhæsti fær eignabikar. Kertin, Heimaeyjarkerti, eru búin til á vernduðum vinnustað í Eyjum og fást í sex litum, jólarauð, vínrauð, hvít, fílabeinshvít, blá og græn. Hver pakkning inniheldur 10 stykki kerti og selst á 600 kr. (sama verð og í fyrra). Við erum ekki alveg byrjuð á söluherferðinni en samt búin að selja 5 pakka, þannig að þetta fer vel af stað. Endilega látið mig vita ef ykkur vantar kerti!
19.10.05
- Að gleyma tímanum -
Ég sagði við manninn minn, rétt áður en ég skrapp út upp úr átta í gærkvöldi, að ég yrði komin heim í síðasta lagi hálftólf. Það fór á annan veg. Byrjaði á því að skreppa með smávegis til einnar vinkonu minnar og skoða hjá henni bók í leiðinni. Það var draugalegt út í þokunni. Ég stoppaði stutt á fyrri staðnum og var komin á næsta stað á slaginu níu. Næst þegar ég leit á klukkuna vantaði hana fimmtán mínútur í tólf... Davíð var ósköp rólegur heima og ég sé ekki eftir þessum tíma, síður en svo!
Ég sagði við manninn minn, rétt áður en ég skrapp út upp úr átta í gærkvöldi, að ég yrði komin heim í síðasta lagi hálftólf. Það fór á annan veg. Byrjaði á því að skreppa með smávegis til einnar vinkonu minnar og skoða hjá henni bók í leiðinni. Það var draugalegt út í þokunni. Ég stoppaði stutt á fyrri staðnum og var komin á næsta stað á slaginu níu. Næst þegar ég leit á klukkuna vantaði hana fimmtán mínútur í tólf... Davíð var ósköp rólegur heima og ég sé ekki eftir þessum tíma, síður en svo!
18.10.05
- Eitt og annað -
Í nokkurn tíma var eldhúsvaskurinn smám saman á stíflast. Við vorum búin að reyna ýmislegt til að laga málin en öll ráðin dugðu bara í smá tíma. Um síðustu helgi varð okkur ljóst að við yrðum að gefast upp og panta sérfræðing á staðinn. Það var ekki einu sinni orðið hægt að vaska upp. Hvorki í uppþvottavélinni né beint úr vaskinum og það sem verra var, vatnið úr vaskinum braut sér leið í gegnum uppþvottavélina og þaðan út á gólf, svo við lentum í óvæntum skúringum líka. En það kom maður í gær og kippti þessu í liðinn.
Þegar ég kom heim á fimmta tímanum í gær hitti ég Odd Smára fyrir utan og nafana báða inni. Bræðurnir fengust til að ljúka heimalestrinum af og svo var kominn tími til að skutlast með Davíð Stein á kóræfingu. Hann var ekki mjög viljugur af stað enda var sameiginlegur vinur þeirra Odds kominn í heimsókn. En það þurfti samt ekki að tala drenginn lengi til. Ég sagði honum líka að ég ætlaði að koma og hlusta á hann og hina drengina síðusta hálftímann.
En fyrst rak ég nokkur erindi. Skilaði bókum á safnið og fékk mér hálfa körfu í viðbót við eina sem ég framlengdi. Einnig fékk ég aðgangsorð á netið til að geta framlengt sjálf eða pantað bækur sem liggja kannski ekki oft á lausu. Nauðsynlegt! Eftir að hafa lokið nokkrum erindum í viðbót dreif ég mig á drengjakórsæfinguna og náði að hlusta á alveg síðasta hálftímann af æfingunni. Það var bara frábært.
Í gærkvöldi dreif ég mig svo aftur yfir til vinkonu minnar í Norðurmýrinni. Kio estas Esperanto? Okkur gekk þokkalega, þannig séð. Mér skilst svo að hún hafi ætlað að hitta einhvern hjá Esperanto-félaginu í dag.... Spennandi!
Annars ætti ég líklega líka að dusta rykið af frönsku-kunnáttu minni. Je parle un peu France.... eða eitthvað í þá áttina.
Í nokkurn tíma var eldhúsvaskurinn smám saman á stíflast. Við vorum búin að reyna ýmislegt til að laga málin en öll ráðin dugðu bara í smá tíma. Um síðustu helgi varð okkur ljóst að við yrðum að gefast upp og panta sérfræðing á staðinn. Það var ekki einu sinni orðið hægt að vaska upp. Hvorki í uppþvottavélinni né beint úr vaskinum og það sem verra var, vatnið úr vaskinum braut sér leið í gegnum uppþvottavélina og þaðan út á gólf, svo við lentum í óvæntum skúringum líka. En það kom maður í gær og kippti þessu í liðinn.
Þegar ég kom heim á fimmta tímanum í gær hitti ég Odd Smára fyrir utan og nafana báða inni. Bræðurnir fengust til að ljúka heimalestrinum af og svo var kominn tími til að skutlast með Davíð Stein á kóræfingu. Hann var ekki mjög viljugur af stað enda var sameiginlegur vinur þeirra Odds kominn í heimsókn. En það þurfti samt ekki að tala drenginn lengi til. Ég sagði honum líka að ég ætlaði að koma og hlusta á hann og hina drengina síðusta hálftímann.
En fyrst rak ég nokkur erindi. Skilaði bókum á safnið og fékk mér hálfa körfu í viðbót við eina sem ég framlengdi. Einnig fékk ég aðgangsorð á netið til að geta framlengt sjálf eða pantað bækur sem liggja kannski ekki oft á lausu. Nauðsynlegt! Eftir að hafa lokið nokkrum erindum í viðbót dreif ég mig á drengjakórsæfinguna og náði að hlusta á alveg síðasta hálftímann af æfingunni. Það var bara frábært.
Í gærkvöldi dreif ég mig svo aftur yfir til vinkonu minnar í Norðurmýrinni. Kio estas Esperanto? Okkur gekk þokkalega, þannig séð. Mér skilst svo að hún hafi ætlað að hitta einhvern hjá Esperanto-félaginu í dag.... Spennandi!
Annars ætti ég líklega líka að dusta rykið af frönsku-kunnáttu minni. Je parle un peu France.... eða eitthvað í þá áttina.
17.10.05
- Aðeins af bókum -
og svo var ég klukkuð aftur
Það hefur ekki verið mikill tími til að lesa undanfarið, en þó... Mig langar til að mæla með einni sem ég hef nýlokið við: "Vængjuð spor." söguleg skáldsaga skráð af Oddný Sen um eina formóður hennar. Mér finnst hún setja efnið mjög skemmtilega fram. Lætur nútímakonu,sem er að glíma við eigin drauga í lífi sínu, grafa upp söguna af Sigríði Jóhannesdóttur Hansen sem var uppi snemma á 18. öldinni. Ég varð amk hugfangin af sögunum og átti oft bágt með að leggja frá mér bókina.
Davíð Steinn klukkaði mig:
og svo var ég klukkuð aftur
Það hefur ekki verið mikill tími til að lesa undanfarið, en þó... Mig langar til að mæla með einni sem ég hef nýlokið við: "Vængjuð spor." söguleg skáldsaga skráð af Oddný Sen um eina formóður hennar. Mér finnst hún setja efnið mjög skemmtilega fram. Lætur nútímakonu,sem er að glíma við eigin drauga í lífi sínu, grafa upp söguna af Sigríði Jóhannesdóttur Hansen sem var uppi snemma á 18. öldinni. Ég varð amk hugfangin af sögunum og átti oft bágt með að leggja frá mér bókina.
Davíð Steinn klukkaði mig:
- Ég er uppalin í sveit til 12 ára.
- Ég gekk allan minn grunnskóla í sama skóla: Grunnskólann á Hellu.
- Ég byrjaði með manninum mínum eftir Þjóðhátíð í Eyjum 1989.
- Við hófum búskap ári seinna.
- Davíð bað mín svo í janúarlok 1996 eftir að við vorum orðin ófrísk...
...er þetta ekki bara ágætt?
14.10.05
- Hratt flýgur stund -
Hvað skyldi ég oft vera búin að tala um æðibunuganginn á tímanum? Tíminn lætur það samt ekkert stöðva sig! Klukkan núna er rúmur tveir og hálfur tími í helgi og bráðum er mánuðurinn hálfnaður. Dagarnir líða svo hratt að stundum stend ég mig að því að skrifa dagsetningar aftur í tímann. Er september örugglega búinn?
Í fyrrakvöld byrjuðum við að æfa jólalög á kóræfingunni. Við erum nú líka að æfa bara einu sinni í viku og stefnum að því að hafa jólatónleika 4. desember n.k. Þemað á þeim tónleikum eru "Ave Maríur", enda til meira en 100 útsetningar af þeim. Spennandi!
Á þriðjudagskvöldið var skrapp í á enn eina Friendtex fatakynninguna. Þar var margt freistandi á boðstólum og ég hefði vel getað verslað mér fullt af fötum. Ég lét það eftir mér að kaupa tvo langerma boli og pantaði svo nokkrar flíkur til mátunar (m.a. kjól, belti og jakkapeysu)
Næst á dagskrá er svo að finna fleiri buxur á drengina (ekki þó í Friendtex). Eftir að ég hafði gert upp huga minn lá leiðin til einnar vinkonu minnar og þar gleymdi ég mér alveg í tvo tíma, en það voru líka skemmtilegir tímar!
Ég hafði lifur í matinn í gærkvöldi. Sumir voru ekkert spenntir en þegar til kom fengu allir sér tvisvar á diskinn. Davíð sá um að gera sallatið og ég notaðist við uppskrift úr bók sem móðuramma mín heitin gaf mér. Svo bauð ég einnig upp á hýðisgrjón í stað kartafla... Ég fæ bara vatn í munninn við að hugsa um þetta!
Góða helgi!
Hvað skyldi ég oft vera búin að tala um æðibunuganginn á tímanum? Tíminn lætur það samt ekkert stöðva sig! Klukkan núna er rúmur tveir og hálfur tími í helgi og bráðum er mánuðurinn hálfnaður. Dagarnir líða svo hratt að stundum stend ég mig að því að skrifa dagsetningar aftur í tímann. Er september örugglega búinn?
Í fyrrakvöld byrjuðum við að æfa jólalög á kóræfingunni. Við erum nú líka að æfa bara einu sinni í viku og stefnum að því að hafa jólatónleika 4. desember n.k. Þemað á þeim tónleikum eru "Ave Maríur", enda til meira en 100 útsetningar af þeim. Spennandi!
Á þriðjudagskvöldið var skrapp í á enn eina Friendtex fatakynninguna. Þar var margt freistandi á boðstólum og ég hefði vel getað verslað mér fullt af fötum. Ég lét það eftir mér að kaupa tvo langerma boli og pantaði svo nokkrar flíkur til mátunar (m.a. kjól, belti og jakkapeysu)
Næst á dagskrá er svo að finna fleiri buxur á drengina (ekki þó í Friendtex). Eftir að ég hafði gert upp huga minn lá leiðin til einnar vinkonu minnar og þar gleymdi ég mér alveg í tvo tíma, en það voru líka skemmtilegir tímar!
Ég hafði lifur í matinn í gærkvöldi. Sumir voru ekkert spenntir en þegar til kom fengu allir sér tvisvar á diskinn. Davíð sá um að gera sallatið og ég notaðist við uppskrift úr bók sem móðuramma mín heitin gaf mér. Svo bauð ég einnig upp á hýðisgrjón í stað kartafla... Ég fæ bara vatn í munninn við að hugsa um þetta!
Góða helgi!
13.10.05
10.10.05
- Annasöm helgi að baki -
Það hefði verið ágætt að geta skipt sér aðeins meira niður núna um helgina en ég komst nú samt yfir þónokkuð þótt ég kæmist ekki á neina Valsleiki, hvorki í hand- né fótboltanum. Var mætt í klippingu klukkan tíu á laugardagsmorguninn og verslaði smávegis á heimleiðinni. Fór samt ekki í IKEA eins og ég ætlaði mér, því er nú verr... Dagurinn fór svo að mestu í tiltekt, þvott og þrif. Strákarnir sáu um sitt herbergi og Davíð tók að sér stofuna áður en hann settist við tölvuna til að vinna (það er alltof mikið álag á manninum þessa dagana, er að vinna nótt eftir nótt...)
Tengdó kom í heimsókn seinni partinn, Oddur var búinn að lofast til að setja upp fyrir okkur innstungu frammi á gangi svo hægt væri að festa skóhitaratækið þar frammi og einnig stinga ryksugu í samband. Þetta varð eitthvað flóknara mál heldur en að tengja í rofann. Útkoman var bráðfyndin, ef skóhitaranum er stungið í samband kveiknar á ljósinu...
Í gærmorgun samdi ég við Davíð um að ég drifi mig á uppskeruhátíð Vals svo hann gæti sofið aðeins lengur eftir að hafa unnið fram á morgun. Eftir athöfnina á Hlíðarenda dreif ég mig heim en strákarnir voru lengur enda gos og kræsingar í boði, og andlitsmálun fyrir þá sem vildu. Ég var samt ekki lengi heima því stuttu fyrir eitt labbaði ég upp í kirkju til að hita upp fyrir Bjargarmessu.
Það var full kirkja af fólki að þessu sinni enda ekki nema einu sinni á ári sem kvenfélagið selur kræsingar. Messan tókst með ágætum og fór sr. Pétur á kostum. Í stað prédikunar söng hann nokkur sunnudagaskólalög með krökkunum og sýndi töfrabrögð með aðstoð tveggja þeirra. Við kórinn sungum tvo af sálmunum raddað og svo söng Níels Bjarnason tvo negrasálma. En ég gaf mér ekki tíma í kaffið (enda má ég hvort eð er ekki borða sætar kökur og þannig).
Davíð og strákarnir sóttu mig og leið okkar lá fyrst í Hafnarfjörðinn, þangað sem ég sótti slátrið mitt, og síðan héldum við rakleitt áfram á Hellu til pabba sem ætlar að geyma fyrir okkur matinn. Maður kemst/fer þá kannski oftar austur...?!?! Ég náði bæði að hitta æskuvinkonu mína og föðurbróður minn í þessari ferð en það var bara í mýflugumynd.
Haldið þið svo ekki að ég hafi unnið Kjarvalsbók í síðasta útdrætti í happdrætti SÍBS!!! Bara frábært!.
Það hefði verið ágætt að geta skipt sér aðeins meira niður núna um helgina en ég komst nú samt yfir þónokkuð þótt ég kæmist ekki á neina Valsleiki, hvorki í hand- né fótboltanum. Var mætt í klippingu klukkan tíu á laugardagsmorguninn og verslaði smávegis á heimleiðinni. Fór samt ekki í IKEA eins og ég ætlaði mér, því er nú verr... Dagurinn fór svo að mestu í tiltekt, þvott og þrif. Strákarnir sáu um sitt herbergi og Davíð tók að sér stofuna áður en hann settist við tölvuna til að vinna (það er alltof mikið álag á manninum þessa dagana, er að vinna nótt eftir nótt...)
Tengdó kom í heimsókn seinni partinn, Oddur var búinn að lofast til að setja upp fyrir okkur innstungu frammi á gangi svo hægt væri að festa skóhitaratækið þar frammi og einnig stinga ryksugu í samband. Þetta varð eitthvað flóknara mál heldur en að tengja í rofann. Útkoman var bráðfyndin, ef skóhitaranum er stungið í samband kveiknar á ljósinu...
Í gærmorgun samdi ég við Davíð um að ég drifi mig á uppskeruhátíð Vals svo hann gæti sofið aðeins lengur eftir að hafa unnið fram á morgun. Eftir athöfnina á Hlíðarenda dreif ég mig heim en strákarnir voru lengur enda gos og kræsingar í boði, og andlitsmálun fyrir þá sem vildu. Ég var samt ekki lengi heima því stuttu fyrir eitt labbaði ég upp í kirkju til að hita upp fyrir Bjargarmessu.
Það var full kirkja af fólki að þessu sinni enda ekki nema einu sinni á ári sem kvenfélagið selur kræsingar. Messan tókst með ágætum og fór sr. Pétur á kostum. Í stað prédikunar söng hann nokkur sunnudagaskólalög með krökkunum og sýndi töfrabrögð með aðstoð tveggja þeirra. Við kórinn sungum tvo af sálmunum raddað og svo söng Níels Bjarnason tvo negrasálma. En ég gaf mér ekki tíma í kaffið (enda má ég hvort eð er ekki borða sætar kökur og þannig).
Davíð og strákarnir sóttu mig og leið okkar lá fyrst í Hafnarfjörðinn, þangað sem ég sótti slátrið mitt, og síðan héldum við rakleitt áfram á Hellu til pabba sem ætlar að geyma fyrir okkur matinn. Maður kemst/fer þá kannski oftar austur...?!?! Ég náði bæði að hitta æskuvinkonu mína og föðurbróður minn í þessari ferð en það var bara í mýflugumynd.
Haldið þið svo ekki að ég hafi unnið Kjarvalsbók í síðasta útdrætti í happdrætti SÍBS!!! Bara frábært!.
7.10.05
- Sláturgerð -
Ég sá til þess að tvíburarnir væru mættir á knattspyrnuæfingu í Safamýrina á slaginu fjögur í gær. Þaðan fór ég svo beint til tvíburahálfsystur minnar. Var með inniskó og svuntu í farteskinu. Við snérum okkur beint að sláturgerðinni; byrjuðum á því að brytja mörin, svo var lifrin hökkuð (12 stk. takk fyrir, fengum fullt af auka lifrum því það gleymdist að setja lifrar með í annan kassann (tókum 5 slátur hvor og fengum samtals 15 auka lifrar v/mistakanna, en lifur er líka góð ein og sér...) og svo var blandað í stóran bala. Kössunum fylgdu saumaðar gervivambir og við lentum í mesta basli þegar kom að því að fylla á þær, opið var alltof þröngt. Við reyndum ýmislegt og hlógum mikið að sumum hugmyndunum sem við prófuðum. Endirinn var samt sá að við klipptum aðeins stærra gat. Svo var verið að segja mér það seinni partinn í dag að við klikkuðum á því að leggja "vambirnar" í bleyti. Ég spáði ekkert í það þar sem þetta voru gervivambir... Þetta hafðist nú allt saman. Notuðum alla 7 lítrana af blóði sem fylgdi með kössunum og settum rúsínur út í hluta af því. Og nú er einmitt kominn tími til að smakka...
Góða helgi!
Ég sá til þess að tvíburarnir væru mættir á knattspyrnuæfingu í Safamýrina á slaginu fjögur í gær. Þaðan fór ég svo beint til tvíburahálfsystur minnar. Var með inniskó og svuntu í farteskinu. Við snérum okkur beint að sláturgerðinni; byrjuðum á því að brytja mörin, svo var lifrin hökkuð (12 stk. takk fyrir, fengum fullt af auka lifrum því það gleymdist að setja lifrar með í annan kassann (tókum 5 slátur hvor og fengum samtals 15 auka lifrar v/mistakanna, en lifur er líka góð ein og sér...) og svo var blandað í stóran bala. Kössunum fylgdu saumaðar gervivambir og við lentum í mesta basli þegar kom að því að fylla á þær, opið var alltof þröngt. Við reyndum ýmislegt og hlógum mikið að sumum hugmyndunum sem við prófuðum. Endirinn var samt sá að við klipptum aðeins stærra gat. Svo var verið að segja mér það seinni partinn í dag að við klikkuðum á því að leggja "vambirnar" í bleyti. Ég spáði ekkert í það þar sem þetta voru gervivambir... Þetta hafðist nú allt saman. Notuðum alla 7 lítrana af blóði sem fylgdi með kössunum og settum rúsínur út í hluta af því. Og nú er einmitt kominn tími til að smakka...
Góða helgi!
- Strákarnir einir í bankann -
Frá hádegi á föstudag, og fyrstu þrjá virku dagana í þessari viku, var skólafrí hjá tvíburunum. Strákarnir notuðu hluta af föstudeginum til að heimsækja "gamla skólann" sinn en hina þrjá dagana fengu þeir að vera hjá Helgu. Systir mín var bara fegin að fá þá því þeir voru duglegir að leika við Bríet. Á þriðjudaginn tóku þeir baukana og bankabækurnar með sér yfir á Grettisgötuna og drifu sig svo í bankann eftir að hann opnaði. Þeir fengu sér báðir afgreiðslunúmer og voru afgreiddir hvor í sínu lagi. Ég hafði beðið þá um að velja sér seðlaveski og það gerðu þeir báðir. Síðan héldu þeir áfram að spjalla við bankafólkið og það endaði með því að þeim voru gefnar vekjaraklukkur líka.
Frá hádegi á föstudag, og fyrstu þrjá virku dagana í þessari viku, var skólafrí hjá tvíburunum. Strákarnir notuðu hluta af föstudeginum til að heimsækja "gamla skólann" sinn en hina þrjá dagana fengu þeir að vera hjá Helgu. Systir mín var bara fegin að fá þá því þeir voru duglegir að leika við Bríet. Á þriðjudaginn tóku þeir baukana og bankabækurnar með sér yfir á Grettisgötuna og drifu sig svo í bankann eftir að hann opnaði. Þeir fengu sér báðir afgreiðslunúmer og voru afgreiddir hvor í sínu lagi. Ég hafði beðið þá um að velja sér seðlaveski og það gerðu þeir báðir. Síðan héldu þeir áfram að spjalla við bankafólkið og það endaði með því að þeim voru gefnar vekjaraklukkur líka.
4.10.05
- Patro kaj infanoj - (Faðir og börn)
Jamm, mig langar aðeins að geta þess að ég ætla loksins á láta verða af því að læra Esperanto. Ég var aðeins byrjuð að dunda mér við þetta fyrir nokkrum árum en nú er ég búin að finna "sálufélaga" með mér í þessu og það ýtir betur við manni. Ég tölti yfir í Norðurmýrina í gærkvöldi og notaði ferðina einnig til að fara með fernur og pappír í gáma. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi...
Jamm, mig langar aðeins að geta þess að ég ætla loksins á láta verða af því að læra Esperanto. Ég var aðeins byrjuð að dunda mér við þetta fyrir nokkrum árum en nú er ég búin að finna "sálufélaga" með mér í þessu og það ýtir betur við manni. Ég tölti yfir í Norðurmýrina í gærkvöldi og notaði ferðina einnig til að fara með fernur og pappír í gáma. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi...
- Afmælishátíðin -
Síðast liðinn sunnudag fagnaði Drengjakór Reykjavíkur 15 ára afmæli sínu, en hann var stofnaður 6. október 1990. Hátíðin var haldin milli fjögur og sex í Hallgrímskirkju þar sem kórinn hefur haft æfingaaðstöðu síðan í fyrrahaust. Við Davíð Steinn vorum mætt um tvö því ég hafði tekið að mér að vera í kaffinu ásamt nokkrum öðrum, hann átti að vísu ekki að mæta fyrr en um þrjú en byrjaði bara á því að hjálpa til við að dúka borð og fleira.
Um þrjú mátuðu strákarnir nýju kórbúningana og hituðu svo upp fyrir skemmtunina. Þeir sungu 3 lög, og svo voru veitta orður. Fjórir drengir fengu bronsmerki þar sem þeir voru að hefja sitt þriðja ár, aðeins einn drengur fékk silfurmerki, var að hefja sitt fjórða ár með kórnum, og fjórir drengir fengu gullorðu. Þar að auki fengu Ísak Ríkharðsson, Friðrik kórstjóri og Lenka undirleikari gullorður. Ísak er hættur með drengjakórnum en hann söng eitt lag á sunnudaginn. Auk þess söng einn ungur maður, fyrrum kórfélagi, "Nobody knows the trouble..." og annar félagi hans söng tvísöng, "Hallelúja", með stúlku sem ég held að sé dóttir kórstjórans.
Eftir rúmlega hálftíma athöfn í kirkjunni var boðið upp á kaffi og ýmsar kræsingar. Það var nóg að gera í eldhúsinum og sumar af okkur fóru inn í sal til að fylgjast með og bæta á ef eitthvað kláraðist. Tveir kórdrengir komu fljótlega inn í eldhúsið og spurðu hvort þeir gætu ekki hjálpað og þeir voru virkjaðir við að taka úr og þurrka úr uppþvottavélinni. Ein "kórdrengssystirin" var líka ótrúlega hjálpsöm. Og ég varð vör við að fleiri vildu leggja lið og fengu það, en hin þrjú fyrstnefndu voru að allan tímann.
Við vorum að ganga frá til klukkan sjö. Ég hafði aðeins sest niður í stutta stund (fyrir utan athöfnina í kirkjunni) en ég fann samt ekki fyrir þreytu, gleðin var svo mikil yfir hve vel tókst til. Það er hugsanlegt að ég smelli inn mynd eða myndum frá sunnudeginum fljótlega.
Síðast liðinn sunnudag fagnaði Drengjakór Reykjavíkur 15 ára afmæli sínu, en hann var stofnaður 6. október 1990. Hátíðin var haldin milli fjögur og sex í Hallgrímskirkju þar sem kórinn hefur haft æfingaaðstöðu síðan í fyrrahaust. Við Davíð Steinn vorum mætt um tvö því ég hafði tekið að mér að vera í kaffinu ásamt nokkrum öðrum, hann átti að vísu ekki að mæta fyrr en um þrjú en byrjaði bara á því að hjálpa til við að dúka borð og fleira.
Um þrjú mátuðu strákarnir nýju kórbúningana og hituðu svo upp fyrir skemmtunina. Þeir sungu 3 lög, og svo voru veitta orður. Fjórir drengir fengu bronsmerki þar sem þeir voru að hefja sitt þriðja ár, aðeins einn drengur fékk silfurmerki, var að hefja sitt fjórða ár með kórnum, og fjórir drengir fengu gullorðu. Þar að auki fengu Ísak Ríkharðsson, Friðrik kórstjóri og Lenka undirleikari gullorður. Ísak er hættur með drengjakórnum en hann söng eitt lag á sunnudaginn. Auk þess söng einn ungur maður, fyrrum kórfélagi, "Nobody knows the trouble..." og annar félagi hans söng tvísöng, "Hallelúja", með stúlku sem ég held að sé dóttir kórstjórans.
Eftir rúmlega hálftíma athöfn í kirkjunni var boðið upp á kaffi og ýmsar kræsingar. Það var nóg að gera í eldhúsinum og sumar af okkur fóru inn í sal til að fylgjast með og bæta á ef eitthvað kláraðist. Tveir kórdrengir komu fljótlega inn í eldhúsið og spurðu hvort þeir gætu ekki hjálpað og þeir voru virkjaðir við að taka úr og þurrka úr uppþvottavélinni. Ein "kórdrengssystirin" var líka ótrúlega hjálpsöm. Og ég varð vör við að fleiri vildu leggja lið og fengu það, en hin þrjú fyrstnefndu voru að allan tímann.
Við vorum að ganga frá til klukkan sjö. Ég hafði aðeins sest niður í stutta stund (fyrir utan athöfnina í kirkjunni) en ég fann samt ekki fyrir þreytu, gleðin var svo mikil yfir hve vel tókst til. Það er hugsanlegt að ég smelli inn mynd eða myndum frá sunnudeginum fljótlega.
2.10.05
- Góður "langur"laugardagur -
Davíð Steinn vaknaði fyrstur af okkur öllum, hann var sestur fyrir framan morgunsjónvarpið þegar ég kom fram á níunda tímanum. Oddur Smári vaknaði ekkert löngu seinna. Davíð ætlaði sér að vinna við ákveðið tölvuverkefni hér heima, nafna hans hafði verið boðið (eftir hádegi) í kveðjupartí til eins úr bekknum, sem var að skipta um skóla og ég var á leið í föndur heim til einnar vinkonu minnar. Það varð úr að Oddur Smári kom með mér en nafnarnir urðu eftir heima.
Hjá vinkonunni undirbjó ég jólakortagerð og var Oddur Smári mjög hjálpsamur. Hún á svona tæki til að skera niður pappír og setja brot í til að léttara sé að brjóta saman. Ég skar niður slatta af nokkrum litum og á nú örugglega nóg í kortagerð fyrir næstu tvenn jól. Einnig klippti ég niður arkir og gerði tilraunir með verkfæri sem ég keypti mér um síðustu helgi. Eftir rúmlega þriggja tíma törn var kominn tími til að sækja Davíð Stein úr kveðjupartýinu.
Vinkonan kom svo til mín um kvöldið til að vera hjá tvíburunum á meðan við hjónin fórum í partý til mágs míns og kærustu hans. Við mættum fyrst og fórum síðust og varð þetta hið skemmtilegasta kvöld.
Davíð Steinn vaknaði fyrstur af okkur öllum, hann var sestur fyrir framan morgunsjónvarpið þegar ég kom fram á níunda tímanum. Oddur Smári vaknaði ekkert löngu seinna. Davíð ætlaði sér að vinna við ákveðið tölvuverkefni hér heima, nafna hans hafði verið boðið (eftir hádegi) í kveðjupartí til eins úr bekknum, sem var að skipta um skóla og ég var á leið í föndur heim til einnar vinkonu minnar. Það varð úr að Oddur Smári kom með mér en nafnarnir urðu eftir heima.
Hjá vinkonunni undirbjó ég jólakortagerð og var Oddur Smári mjög hjálpsamur. Hún á svona tæki til að skera niður pappír og setja brot í til að léttara sé að brjóta saman. Ég skar niður slatta af nokkrum litum og á nú örugglega nóg í kortagerð fyrir næstu tvenn jól. Einnig klippti ég niður arkir og gerði tilraunir með verkfæri sem ég keypti mér um síðustu helgi. Eftir rúmlega þriggja tíma törn var kominn tími til að sækja Davíð Stein úr kveðjupartýinu.
Vinkonan kom svo til mín um kvöldið til að vera hjá tvíburunum á meðan við hjónin fórum í partý til mágs míns og kærustu hans. Við mættum fyrst og fórum síðust og varð þetta hið skemmtilegasta kvöld.
1.10.05
Hópmynd af elstu deild úr Barónsborg tekin fyrir ca. fjórum árum eða svo...
- Nýr mánuður -
Þrír hlutar af fjórum eru liðnir af árinu 2005. Tíminn er ekkert að láta bíða eftir sér, æðir bara áfram og gefur manni langt nef. Nú er það stundum orðið svo slæmt að ég kemst ekki einu sinni til þessa að pikka "nokkur orð" hérna og oftar en ekki þá verð ég að velja vandlega úr það sem mig langar til að geta lesið síðar.
Í gær var skertur dagur í skólanum hjá strákunum. Þeir voru komnir heim um hádegi og hringdu fljótlega í mig eins og þeir höfðu lofað. Þá voru þeir á leiðinni í heimsókn í "gamla skólann" sinn. Ég bað þá um að hringja aftur er þeir kæmu til baka en eitthvað skolaðist sú beiðni til því ég heyrði ekkert meir frá þeim. Engar fréttir eru góðar fréttir..., það átti amk. við í gær því þeir voru heima og í góðu jafnvægi er ég kom heim um fjögur. Þá áttu þeir von á fyrrum bekkjarfélaga í heimsókn. Sá var rétt ókominn þegar ég skutlaði Oddi Smára á karateæfingu. Eftir æfinguna trítlaði Oddur í afmælisboð á Flókagötunni og skilaði sér svo sjálfur heim um hálfátta.
Davíð Steinn tók á móti besta vininum úr Ísaksskóla og voru það fagnaðarfundir. Vinurinn spurði um Odd og það var svolítið skrýtið að eftir að Oddur kom heim dró Davíð Steinn sig aðeins í hlé, kannski var hann orðinn þreyttur. Seinna horfðu þeir á Latabæ allir saman og fóru svo að spila. Þegar fjörið fór að verða heldur mikið rétt fyrir tíu var kominn tími til að skutla vininum heim og fá tvíburana til að há-ta-pos (hátta tanna pissa og sofa - stundum sagt hátípos...).
- Nýr mánuður -
Þrír hlutar af fjórum eru liðnir af árinu 2005. Tíminn er ekkert að láta bíða eftir sér, æðir bara áfram og gefur manni langt nef. Nú er það stundum orðið svo slæmt að ég kemst ekki einu sinni til þessa að pikka "nokkur orð" hérna og oftar en ekki þá verð ég að velja vandlega úr það sem mig langar til að geta lesið síðar.
Í gær var skertur dagur í skólanum hjá strákunum. Þeir voru komnir heim um hádegi og hringdu fljótlega í mig eins og þeir höfðu lofað. Þá voru þeir á leiðinni í heimsókn í "gamla skólann" sinn. Ég bað þá um að hringja aftur er þeir kæmu til baka en eitthvað skolaðist sú beiðni til því ég heyrði ekkert meir frá þeim. Engar fréttir eru góðar fréttir..., það átti amk. við í gær því þeir voru heima og í góðu jafnvægi er ég kom heim um fjögur. Þá áttu þeir von á fyrrum bekkjarfélaga í heimsókn. Sá var rétt ókominn þegar ég skutlaði Oddi Smára á karateæfingu. Eftir æfinguna trítlaði Oddur í afmælisboð á Flókagötunni og skilaði sér svo sjálfur heim um hálfátta.
Davíð Steinn tók á móti besta vininum úr Ísaksskóla og voru það fagnaðarfundir. Vinurinn spurði um Odd og það var svolítið skrýtið að eftir að Oddur kom heim dró Davíð Steinn sig aðeins í hlé, kannski var hann orðinn þreyttur. Seinna horfðu þeir á Latabæ allir saman og fóru svo að spila. Þegar fjörið fór að verða heldur mikið rétt fyrir tíu var kominn tími til að skutla vininum heim og fá tvíburana til að há-ta-pos (hátta tanna pissa og sofa - stundum sagt hátípos...).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)