- Sá síðasti -
Ósköp er maður búinn að slaka vel á undan farna daga. Og það er svooo gott og notalegt. Þessir dagar líða samt alveg jafn hratt og allir hinir og nú lifa bara um það bil þrettán stundir af árinu 2003. Njótum þeirra vel!
En ég var víst búin að lofa að segja aðeins frá jólagjöfunum. Það var eins gott að hver gjöf var skráð vandlega inn í exel því pakkarnir sem settir voru undir tréð á aðfangadagkvöld voru hátt í sjötíu. Við vorum ekkert að flýta okkur að opna þá en drengirnir urðu alltaf spenntari og spenntari. -"Megum við opna einn pakka fyrir mat?" spurðu þeir um sex. Og þeir spurðu aftur strax eftir mat. Reyndar fékk Davíð Steinn að opna fyrsta pakkann strax eftir mat því hann fékk möndluna, nýjustu bókina um Snuðru og Tuðru. En loksins fór skriðan af stað (pössuðum þó upp á að hún skriði hægt og þótt margir bögglar væru opnaðir tókst okkur að geyma nokkra þar til daginn eftir).
Gjafirnar voru allar mjög rausnarlegar en mér fannst ánægjulegast að sjá að það var sama hvort upp úr pökkunum kom flík, bók, nammi eða e-ð annað, strákarnir voru alltaf jafn glaðir með innihaldið. En þetta er eiginlega endalaus upptalning (og oftast sinnum 2): Harry Potter spil, blýantar, tússlitir, sprellijólasveinn, Harry Potter; flokkunarhatturinn, ugla og galdrasteinn, jólakanna, bítikarl (svipaður og tækið sem pabbi notaði til að klæða sig í sokkana eftir að búið var að skipta um mjaðmaliði í honum), jólastytta, nebbaskál, 4x4 leikfangajeppi, vekjaraklukka, kartöflubyssa, hermenn (tvö lið), tölvuleikur í PC, fullt af nammi, gallabuxur, skyrta, bolur, mini snókerborð, rafmagnsbílabraut (sem þekur hálft gólfið í drengjaherberginu), nokkrar bækur; Leynifélagið 7 saman (x2), Benedikt búálfur (x2), Lína langsokkur allar sögurnar og Barnanna hátíð blíð, uppáhaldslögin okkar (geisladiskur), jólaballið (videó), og Allir hundar fara til himna
Strákarnir gáfu okkur saman sinn hvorn jóladúkinn sem þeir höfðu stimlað á og gert í skólanum. Mamma aðstoðaði þá líka við heilmikið leyndarmál sem við Davíð vissum ekkert um fyrr en þeir færðu okkur tvo pakka á aðfangadagskvöld (höfðu fengið að geyma þá uppi). Í öðrum pakkanum var videóspóla með myndum að þeim saman og með Huldu frænku og af þeim öllum sér (þrjár filmur). Og í hinum pakkanum voru þær fjórar myndir sem mömmu fannst bestar. Frábært og mjög óvænt. Við hjónin fengum ýmislegt fleira fyrir utan margar góðar jólakveðjur í formi jólakorta en þetta er orðin of löng upptalning...
Foreldrar mínir eru komnir í bæinn til að hlusta á mig og fleiri syngja við messu í kirkju Óháða safnaðarins í kvöld og svo verður sest að snæðingi hér öll saman nema Ingvi mágur (sem er á sjónum)! Farið vel með ykkur öll!!!
31.12.03
29.12.03
Congratulations! You're Legolas!
Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla
Ekki svo slæmt, ha?
- Auka sunnudagur -
"Nú er vetur í bæ...". Meiningin var að gera alveg heilmikið í dag, en þó á rólegu nótunum. Óþarfi að rjúka á fætur of snemma, þegar maður er í sumarfríi. Davíð var samt lang, lang fyrstur á fætur í morgun, átti ýmislegt ógert vinnulega séð og fannst gott að geta gert það í næði. Drengirnir og frúin hrjótandi (hann lokaði bara á okkur) og hann einn fyrir framan sína tölvu klæddur í ullarsokka, brók og skykkju (teppi). Hann ætlaði að leyfa mér að sofa til tíu.
Ég hafði ætlað mér að fara á fætur milli níu og tíu. Oddur Smári stillti eina jólagjöfina sína, vekjaraklukku á klukkan níu. En um hálftíu var enginn kominn fram. Davíð undirbjó upp-á-hellingu og opnaði inn til mín. -"Viltu kaffi?" -"Já, takk! Er klukkan orðin svona margt og Oddur ekki vaknaður?" Strákarnir komu ekki fram fyrr en um hálfellefu. Vekjaraklukkan hafði víst verið endurstillt á ellefu í morgun.
Fljótlega mun ég taka mig til og segja frá jólagjöfunum, er enn að slaka á og hvíla mig. Vil aðeins monta mig á einu sem Davíð varð vitni að í gær og sagði mér frá. Það sem ég vissi fyrir var að Davíð Steinn kom til mín og spurði hvort biskup gæti farið svona á ská. Þeir bræður voru að tefla og voru ekki alveg sammála um mannganginn. Davíð heyrði svo nafna sinn segja: -"Ég ætla að spyrja mömmu. Hún veit ALLT!"
"Nú er vetur í bæ...". Meiningin var að gera alveg heilmikið í dag, en þó á rólegu nótunum. Óþarfi að rjúka á fætur of snemma, þegar maður er í sumarfríi. Davíð var samt lang, lang fyrstur á fætur í morgun, átti ýmislegt ógert vinnulega séð og fannst gott að geta gert það í næði. Drengirnir og frúin hrjótandi (hann lokaði bara á okkur) og hann einn fyrir framan sína tölvu klæddur í ullarsokka, brók og skykkju (teppi). Hann ætlaði að leyfa mér að sofa til tíu.
Ég hafði ætlað mér að fara á fætur milli níu og tíu. Oddur Smári stillti eina jólagjöfina sína, vekjaraklukku á klukkan níu. En um hálftíu var enginn kominn fram. Davíð undirbjó upp-á-hellingu og opnaði inn til mín. -"Viltu kaffi?" -"Já, takk! Er klukkan orðin svona margt og Oddur ekki vaknaður?" Strákarnir komu ekki fram fyrr en um hálfellefu. Vekjaraklukkan hafði víst verið endurstillt á ellefu í morgun.
Fljótlega mun ég taka mig til og segja frá jólagjöfunum, er enn að slaka á og hvíla mig. Vil aðeins monta mig á einu sem Davíð varð vitni að í gær og sagði mér frá. Það sem ég vissi fyrir var að Davíð Steinn kom til mín og spurði hvort biskup gæti farið svona á ská. Þeir bræður voru að tefla og voru ekki alveg sammála um mannganginn. Davíð heyrði svo nafna sinn segja: -"Ég ætla að spyrja mömmu. Hún veit ALLT!"
28.12.03
- Fæðingardagur föðurafa míns -
Í dag eru 109 ár síðan föðurafi minn, Oddur Oddsson frá Heiði á Rangárvöllum, fæddist. Ég var nýlega orðin 4 ára þegar hann dó þann 6. apríl 1974. Ég á nokkrar minningar um hann þótt ég væri ekki eldri en þetta. Síðasta árið var hann meira og minna rúmfastur og fékk ég að sitja hjá honum og strjúka honum yfir hárið og spjalla við hann ef hann var vakandi. Ég man að mér fannst óréttlátt að vera send burt þegar mér fannst hann þurfa mest á mér að halda (t.d. þegar hann var að kasta upp).
En ég man einnig eftir honum úti við. Hann talaði við mig eins og jafningja sinn og man ég sterkast eftir einu tilviki þar sem við tvö vorum stödd bak við fjós og hann eitthvað að "dunda" með skóflu. Ég hef yfirleitt talað við börn á öllum aldri sem jafningja mína (ef þess er nokkur kostur) því ég man hvað þetta var góð tilfinning. Og ég man að afi var sá sem bar mig inn þegar ég hafði gripið í logandi öskutunnu og brennt mig.
Frænka mín Árný Oddbjörg Oddsdóttir, yngri, er sjö ára í dag. Sendi henni og fjölskyldu hennar hamingjuóskir.
Í dag eru 109 ár síðan föðurafi minn, Oddur Oddsson frá Heiði á Rangárvöllum, fæddist. Ég var nýlega orðin 4 ára þegar hann dó þann 6. apríl 1974. Ég á nokkrar minningar um hann þótt ég væri ekki eldri en þetta. Síðasta árið var hann meira og minna rúmfastur og fékk ég að sitja hjá honum og strjúka honum yfir hárið og spjalla við hann ef hann var vakandi. Ég man að mér fannst óréttlátt að vera send burt þegar mér fannst hann þurfa mest á mér að halda (t.d. þegar hann var að kasta upp).
En ég man einnig eftir honum úti við. Hann talaði við mig eins og jafningja sinn og man ég sterkast eftir einu tilviki þar sem við tvö vorum stödd bak við fjós og hann eitthvað að "dunda" með skóflu. Ég hef yfirleitt talað við börn á öllum aldri sem jafningja mína (ef þess er nokkur kostur) því ég man hvað þetta var góð tilfinning. Og ég man að afi var sá sem bar mig inn þegar ég hafði gripið í logandi öskutunnu og brennt mig.
Frænka mín Árný Oddbjörg Oddsdóttir, yngri, er sjö ára í dag. Sendi henni og fjölskyldu hennar hamingjuóskir.
27.12.03
- Laugardagur -
Enn lifa rúmir fjórir sólarhringar eftir af þessu ári. Ég er búin að hafa það þokkalega gott. Á sjötta tímanum á Þorláksmessu vorum við loksins búin að ganga frá síðustu gjöfunum og brunuðum með hluta af þeim austur á Bakka þangað sem ég sá um að okkur yrði boðið í skötuveislu. -"Það er vond lykt hérna inni!", sagði Davíð Steinn er við mættum á svæðið. Þeir fengust samt báðir til að smakka og fékk Oddur Smári sér tvisvar á diskinn (komst reyndar að því í seinna skiptið að hann var orðinn saddur á skötu). Við komum í bæinn aftur í kringum miðnættið (höfðum aðeins kíkt við í Þorlákshöfn líka). Strákarnir fóru beint í rúmið, Davíð fór með böggla og kort til hins bróður síns og ég snéri mér að því að útbúa jólagrautinn. Við hjónin komumst í rúmið fyrir þrjú.
Á aðfangadag lögðum við í hann um eitt. Keyrðum út síðustu kortin og bögglana. Þetta voru svo sem ekki mörg kort en þau dreyfðust víða um borgina og einnig alla leið inn í Garðabæ. Davíð Steinn kom með mér inn á BORGARSPÍTALA með kortið til Jónasar frænda. Við stoppuðum stutt enda var ekki ætlunin að stoppa lengi á neinum stað. Fengum okkur samt kaffi á tveimur stöðum og við það teygðist aðeins úr þessari kortakeyrslu. Komum heim um hálffimm. Ég fór beint í eldhúsverkin og feðgarnir að setja upp og skreyta jólatréð (loksins, he he, þetta er alltaf svona hjá okkur...).
Ég var búin að taka það fram við kórstjórann að ég myndi ekki syngja með á aðfangadag. Var svo mætt upp í kirkju klukkan eitt á jóladag. Það kom fljótlega í ljós að það myndi verða skírt við athöfnina. Ég var búin að vera svolítið stressuð yfir messusvörunum og fleiru sem fylgir svona athöfnum. Á æfingunni fyrir messuna leist mér síður en svo á blikuna en þegar á hólminn var komið blessaðist allt saman og tókst bara nokkuð vel. Ég á örugglega eftir að sjóast betur í þessu.
Í gær vorum við í fjölskylduboði á Bakkanum. Allir mættu og það var mikið fjör og mikið gaman.
Enn lifa rúmir fjórir sólarhringar eftir af þessu ári. Ég er búin að hafa það þokkalega gott. Á sjötta tímanum á Þorláksmessu vorum við loksins búin að ganga frá síðustu gjöfunum og brunuðum með hluta af þeim austur á Bakka þangað sem ég sá um að okkur yrði boðið í skötuveislu. -"Það er vond lykt hérna inni!", sagði Davíð Steinn er við mættum á svæðið. Þeir fengust samt báðir til að smakka og fékk Oddur Smári sér tvisvar á diskinn (komst reyndar að því í seinna skiptið að hann var orðinn saddur á skötu). Við komum í bæinn aftur í kringum miðnættið (höfðum aðeins kíkt við í Þorlákshöfn líka). Strákarnir fóru beint í rúmið, Davíð fór með böggla og kort til hins bróður síns og ég snéri mér að því að útbúa jólagrautinn. Við hjónin komumst í rúmið fyrir þrjú.
Á aðfangadag lögðum við í hann um eitt. Keyrðum út síðustu kortin og bögglana. Þetta voru svo sem ekki mörg kort en þau dreyfðust víða um borgina og einnig alla leið inn í Garðabæ. Davíð Steinn kom með mér inn á BORGARSPÍTALA með kortið til Jónasar frænda. Við stoppuðum stutt enda var ekki ætlunin að stoppa lengi á neinum stað. Fengum okkur samt kaffi á tveimur stöðum og við það teygðist aðeins úr þessari kortakeyrslu. Komum heim um hálffimm. Ég fór beint í eldhúsverkin og feðgarnir að setja upp og skreyta jólatréð (loksins, he he, þetta er alltaf svona hjá okkur...).
Ég var búin að taka það fram við kórstjórann að ég myndi ekki syngja með á aðfangadag. Var svo mætt upp í kirkju klukkan eitt á jóladag. Það kom fljótlega í ljós að það myndi verða skírt við athöfnina. Ég var búin að vera svolítið stressuð yfir messusvörunum og fleiru sem fylgir svona athöfnum. Á æfingunni fyrir messuna leist mér síður en svo á blikuna en þegar á hólminn var komið blessaðist allt saman og tókst bara nokkuð vel. Ég á örugglega eftir að sjóast betur í þessu.
Í gær vorum við í fjölskylduboði á Bakkanum. Allir mættu og það var mikið fjör og mikið gaman.
23.12.03
- Gestagangur -
Í gærkvöldi var nokkuð um gestagang hjá okkur. Tvíburahálfsystir mín og hennar maður komu með sendingu frá Selfossi. Ég átti von á þeim fyrir sjö því við höfðum boðið þeim í mat. Erillinn í umferðinni var hins vegar svo mikill að þau töfðust um næstum hálftíma. Þau voru rétt farin út frá okkur um níu þegar að tengdapabbi birtist, líka með sendingu. Hann gaf sér góðan tíma og Davíð mannaði sig upp í að athuga hvort við gætum ekki komið í skötu til þeirra. Ég segi mannaði því Davíð er nú ekkert svo hrifinn af skötu. Síðustu gestir kvöldsins voru svo systir mín og mágur og voru þau líka með sendingu með sér.
Í gærkvöldi var nokkuð um gestagang hjá okkur. Tvíburahálfsystir mín og hennar maður komu með sendingu frá Selfossi. Ég átti von á þeim fyrir sjö því við höfðum boðið þeim í mat. Erillinn í umferðinni var hins vegar svo mikill að þau töfðust um næstum hálftíma. Þau voru rétt farin út frá okkur um níu þegar að tengdapabbi birtist, líka með sendingu. Hann gaf sér góðan tíma og Davíð mannaði sig upp í að athuga hvort við gætum ekki komið í skötu til þeirra. Ég segi mannaði því Davíð er nú ekkert svo hrifinn af skötu. Síðustu gestir kvöldsins voru svo systir mín og mágur og voru þau líka með sendingu með sér.
22.12.03
- Þorláksmessa -
Síðasti vinnudagur minn á árinu. Á morgunarkinu þurfti ég sums staðar að ganga mjög varlega, ekki bara vegna hálku heldur líka yfir götu. Þótt ég væri á grænu með réttinn, kom einn jeppi á fljúgandi fart eftir Snorrabrautinn á rauðu ljósi. Fussum svei!
Um helgileikinn sl. sunnudag
Davíð sá um að koma strákunum upp í kirkju á upphitun og lokaæfingu klukkan hálftíu. Pabbi var á leið í bæinn og fannst mér hann bara vera rétt ókominn þegar ég talaði við hann. Þ.e. ég misheyrði að hann væri að renna fram hjá Árbæinum þegar hann var í raun að keyra fram hjá Áshól og ekki einu sinni kominn úr Rangárvallarsýslunni. Hann kom samt við hjá okkur áður en við fórum í kirkjuna vel fyrir ellefu, til að ná góðum sætum. Mamma kom með bróðurdóttur sína, Jönu Katrínu og Ingvi mágur kom með Huldu og upptökuvél. Helga systir var að vinna enda brjálað að gera hjá SS þessum tíma.
Barna og unglinga kórinn gekk inn kirkjugólfið á eftir prestinum sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Börnin í barnakórnum voru klædd í alls konar búninga utan yfir kórkyrtlana. Davíð Steinn var t.d. í rauðri skykkju með kórónu á höfðin sem Heródes konungur og Oddur Smári klæddur sem Jósef. Helgileikurinn kom í staðinn fyrir prédikun. Öll börn í kirkjunni fengu að setjast á dýnur fyrir framan altarið og fylgjast með. Presturinn sagði söguna í bundnu máli og leikararnir sinntu sínum hlutverkum mjög vel. Sérstaklega þóttu María og Jósef standa sig. Já, ég er montin móðir þessa dagana.
Síðasti vinnudagur minn á árinu. Á morgunarkinu þurfti ég sums staðar að ganga mjög varlega, ekki bara vegna hálku heldur líka yfir götu. Þótt ég væri á grænu með réttinn, kom einn jeppi á fljúgandi fart eftir Snorrabrautinn á rauðu ljósi. Fussum svei!
Um helgileikinn sl. sunnudag
Davíð sá um að koma strákunum upp í kirkju á upphitun og lokaæfingu klukkan hálftíu. Pabbi var á leið í bæinn og fannst mér hann bara vera rétt ókominn þegar ég talaði við hann. Þ.e. ég misheyrði að hann væri að renna fram hjá Árbæinum þegar hann var í raun að keyra fram hjá Áshól og ekki einu sinni kominn úr Rangárvallarsýslunni. Hann kom samt við hjá okkur áður en við fórum í kirkjuna vel fyrir ellefu, til að ná góðum sætum. Mamma kom með bróðurdóttur sína, Jönu Katrínu og Ingvi mágur kom með Huldu og upptökuvél. Helga systir var að vinna enda brjálað að gera hjá SS þessum tíma.
Barna og unglinga kórinn gekk inn kirkjugólfið á eftir prestinum sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Börnin í barnakórnum voru klædd í alls konar búninga utan yfir kórkyrtlana. Davíð Steinn var t.d. í rauðri skykkju með kórónu á höfðin sem Heródes konungur og Oddur Smári klæddur sem Jósef. Helgileikurinn kom í staðinn fyrir prédikun. Öll börn í kirkjunni fengu að setjast á dýnur fyrir framan altarið og fylgjast með. Presturinn sagði söguna í bundnu máli og leikararnir sinntu sínum hlutverkum mjög vel. Sérstaklega þóttu María og Jósef standa sig. Já, ég er montin móðir þessa dagana.
21.12.03
- Úr vöndu að ráða -
Síðan seinni partinn á föstudaginn hefur miklu verið komið í verk og sennilega of langt mál að segja vel frá því öllu. Sum staðar verður því stiklað á stóru
Mamma sá um að sameina okkur mæðginin og keyra okkur heim eftir fjögur á föstudaginn. Þar með voru strákarnir komnir í jólafrí frá skólanum. Davíð kom heim fyrir sex og rétt á eftir kíktu "litli bróðir hans" og kærastan.
Rétt fyrir átta skildum við strákana eftir heima á meðan Davíð skutlaðist með mig og eina sem syngur í kórnum í jólaglögg til kórstjórans. Í byrjun var fámennt en góðmennt en þegar líða tók á kvöldið mættu þeir sem höfðu verið að vinna lengur og einnig þeir sem mæta alltaf seint. Kvöldið var skemmtilegt og alltof fljótt að líða. Báðir kórfélagar mínir úr Landsbankakórnum voru með uppistand og stóðu sig mjög vel. Annar þeirra sagði og las nokkra góða brandara og við hin hlógum og hlógum. Hinn var með hugleiðingu úr kórstarfinu og við hin lágum hreinlega í kasti. Það er ekki hægt að hafa neitt eftir hér en ég vil samt segja þetta að það verður erfitt að syngja Líður að tíðum.... (Hátíð fer að höndum ein) eftirleiðis.
Ég kom heim um miðnætti og tók mamma á móti mér og spurði hvort það hefði verið leiðinlegt. Ó, nei aldeilis ekki en ég var með miklar áætlanir um laugardagsmorguninn.
Þær áætlanir hefðu allar farið út um gluggann ef ég hefði ekki verið búin að gefa sjálfri mér það í jólagjöf að fá með mér góða stúlku í afþurrkun, tiltekt og gólfþrif! Ég var nefnilega frekar gegnsæ fyrripart laugardagsmorguns. Davíð sem hafði farið að hitta spilafélagana seint kvöldið áður og fram á morgun tók að sér að fara með tvíburana upp í Egilshöll á jólamót í knattspyrnu. Strákarnir áttu fyrsta leik korter yfir níu og svo þrjá aðra á hálftíma fresti. Þeim gekk þokkalega nema hvað Oddur Smári sagði að sér hefði gengið hræðilega þann leik sem hann lék í markinu. Davíð Steini gekk það hlutverk betur en hann spilaði líka tvo leiki í markinu fyrir hálfum mánuði. Held samt að strákarnir hafi verið að standa sig nokkuð vel!
En strax eftir að feðgarnir voru farnir kom áðurnefnd góð stúlka. Saman vorum við þrjá tíma að koma öllu í gott horf og fannst mér þessi jólagjöf frá sjálfri mér sú besta sem ég gat gefið mér, margar hendur vinna létt verk.
Davíð var orðinn langþreyttur eftir miklar vökur undanfarið yfir vinnumálum og leikjum og eftir hádegi í gær var hann hreinlega búinn á því. Ég skipaði honum inn í rúm og undir teppi og ætlaði að leyfa honum að sofa í svona tvo tíma. Strákarnir fóru út að leika sér og fljótlega voru þeir komnir inn til Birtu vinkonu sinnar. Þar voru þeir allan daginn og ekki var hægt að vekja Davíð allan daginn. Þannig að ég brá á það ráð að skreppa með eitt jólakort og stoppaði góða stund í leiðinni. Á heimleiðinni útvegaði ég mér smá slatta af jólapappír.
Þegar stákarnir voru sofnaði í gærkvöldi, og Davíð vaknaður, pökkuðum við inn öllum pökkunum til fjölskyldu minnar.
Á morgun gef ég mér kannski tíma til að segja frá helgileiknum sem barnakórinn lék við messu í morgun. Ég var svo ljónheppin að mágur minn mætti á svæðið með upptökuvél og ætlar að gefa okkur afrit...
Síðan seinni partinn á föstudaginn hefur miklu verið komið í verk og sennilega of langt mál að segja vel frá því öllu. Sum staðar verður því stiklað á stóru
Mamma sá um að sameina okkur mæðginin og keyra okkur heim eftir fjögur á föstudaginn. Þar með voru strákarnir komnir í jólafrí frá skólanum. Davíð kom heim fyrir sex og rétt á eftir kíktu "litli bróðir hans" og kærastan.
Rétt fyrir átta skildum við strákana eftir heima á meðan Davíð skutlaðist með mig og eina sem syngur í kórnum í jólaglögg til kórstjórans. Í byrjun var fámennt en góðmennt en þegar líða tók á kvöldið mættu þeir sem höfðu verið að vinna lengur og einnig þeir sem mæta alltaf seint. Kvöldið var skemmtilegt og alltof fljótt að líða. Báðir kórfélagar mínir úr Landsbankakórnum voru með uppistand og stóðu sig mjög vel. Annar þeirra sagði og las nokkra góða brandara og við hin hlógum og hlógum. Hinn var með hugleiðingu úr kórstarfinu og við hin lágum hreinlega í kasti. Það er ekki hægt að hafa neitt eftir hér en ég vil samt segja þetta að það verður erfitt að syngja Líður að tíðum.... (Hátíð fer að höndum ein) eftirleiðis.
Ég kom heim um miðnætti og tók mamma á móti mér og spurði hvort það hefði verið leiðinlegt. Ó, nei aldeilis ekki en ég var með miklar áætlanir um laugardagsmorguninn.
Þær áætlanir hefðu allar farið út um gluggann ef ég hefði ekki verið búin að gefa sjálfri mér það í jólagjöf að fá með mér góða stúlku í afþurrkun, tiltekt og gólfþrif! Ég var nefnilega frekar gegnsæ fyrripart laugardagsmorguns. Davíð sem hafði farið að hitta spilafélagana seint kvöldið áður og fram á morgun tók að sér að fara með tvíburana upp í Egilshöll á jólamót í knattspyrnu. Strákarnir áttu fyrsta leik korter yfir níu og svo þrjá aðra á hálftíma fresti. Þeim gekk þokkalega nema hvað Oddur Smári sagði að sér hefði gengið hræðilega þann leik sem hann lék í markinu. Davíð Steini gekk það hlutverk betur en hann spilaði líka tvo leiki í markinu fyrir hálfum mánuði. Held samt að strákarnir hafi verið að standa sig nokkuð vel!
En strax eftir að feðgarnir voru farnir kom áðurnefnd góð stúlka. Saman vorum við þrjá tíma að koma öllu í gott horf og fannst mér þessi jólagjöf frá sjálfri mér sú besta sem ég gat gefið mér, margar hendur vinna létt verk.
Davíð var orðinn langþreyttur eftir miklar vökur undanfarið yfir vinnumálum og leikjum og eftir hádegi í gær var hann hreinlega búinn á því. Ég skipaði honum inn í rúm og undir teppi og ætlaði að leyfa honum að sofa í svona tvo tíma. Strákarnir fóru út að leika sér og fljótlega voru þeir komnir inn til Birtu vinkonu sinnar. Þar voru þeir allan daginn og ekki var hægt að vekja Davíð allan daginn. Þannig að ég brá á það ráð að skreppa með eitt jólakort og stoppaði góða stund í leiðinni. Á heimleiðinni útvegaði ég mér smá slatta af jólapappír.
Þegar stákarnir voru sofnaði í gærkvöldi, og Davíð vaknaður, pökkuðum við inn öllum pökkunum til fjölskyldu minnar.
Á morgun gef ég mér kannski tíma til að segja frá helgileiknum sem barnakórinn lék við messu í morgun. Ég var svo ljónheppin að mágur minn mætti á svæðið með upptökuvél og ætlar að gefa okkur afrit...
19.12.03
- Föstudagur - Varúð sumt í innihaldi textans er ekki fyrir viðkvæma...!
Mágur minn kom í land í gær, degi fyrr en ráðgert var í upphafi. Það var brjálað að gera hjá systur minni og ástandið ótryggt hjá manninum mínum með að skreppa aðeins frá. Ég var svo heppin að fá far upp í Ísaksskóla (þar sem drengirnir eru reyndar í þessum skrifuðum orðum mættir á jólaball). Við mæðginin röltum svo beint heim. Strákarnir sáu að vinkona þeirra var hjá pabba sínum og fóru þangað í heimsókn.
Þegar tvíburarnir voru sofnaðir um kvöldið ákváðum við Davíð að hafa það notalegt, a.m.k. góðan part úr kvöldinu. Fyrirliggjandi var reyndar smá vinna hjá manninum mínum en hann lét hana aðeins bíða. Ég hellti upp á sterkt og gott kaffi.
Upp úr tíu vorum við farin að hafa það MJÖG notalegt. Þá hringdi dyrabjallan... Þar sem það var ljós bæði á ganginum og í eldhúsinu þýddi ekkert að láta sem við værum farin að sofa og klukkan var heldur ekki orðin það margt. Persónan sem var fyrir utan (og hringdi meira að segja tvisvar áður en ég náði að fara og opna) var reyndar ekki að koma í heimsókn...
Mágur minn kom í land í gær, degi fyrr en ráðgert var í upphafi. Það var brjálað að gera hjá systur minni og ástandið ótryggt hjá manninum mínum með að skreppa aðeins frá. Ég var svo heppin að fá far upp í Ísaksskóla (þar sem drengirnir eru reyndar í þessum skrifuðum orðum mættir á jólaball). Við mæðginin röltum svo beint heim. Strákarnir sáu að vinkona þeirra var hjá pabba sínum og fóru þangað í heimsókn.
Þegar tvíburarnir voru sofnaðir um kvöldið ákváðum við Davíð að hafa það notalegt, a.m.k. góðan part úr kvöldinu. Fyrirliggjandi var reyndar smá vinna hjá manninum mínum en hann lét hana aðeins bíða. Ég hellti upp á sterkt og gott kaffi.
Upp úr tíu vorum við farin að hafa það MJÖG notalegt. Þá hringdi dyrabjallan... Þar sem það var ljós bæði á ganginum og í eldhúsinu þýddi ekkert að láta sem við værum farin að sofa og klukkan var heldur ekki orðin það margt. Persónan sem var fyrir utan (og hringdi meira að segja tvisvar áður en ég náði að fara og opna) var reyndar ekki að koma í heimsókn...
18.12.03
- Styttist í frí -
Fljótlega eftir að ég kom heim í gær fór ég að undirbúa kjötbollugerð. Ég vissi ekki betur en mamma ætlaði að redda strákunum heim eftir langa kóræfingu. Gaf smá tíma til að kíkja í Fréttablaðið aldrei þessu vant (oftast fer það beint í blaðabunkan og svo út í gám). Korter fyrir fimm var dyrabjöllunni hringt. Fyrir utan stóð mamma og sagðist vera að sækja Bjössa. Smá misskilningur á milli okkar mæðgna en alls ekki alvarlegur. Kór- og leik-æfingin var búin um hálffimm og þeir léku sér svo fyrir utan kirkjuna þar til þeir voru sóttir.
Ég bjó til rúmlega 40 kjötbollur þannig að ég gat fryst hluta af þeim. Samt eldaði ég ríflega sem var eins gott því strákarnir fengu sér báðir tvisvar á diskinn. Góð meðmæli með bollunum það.
Um kvöldið fór ég á kóræfingu, þar sem verið var að fara yfir allar jólamessurnar, svörin, sálmana og fleira.
Davíð var að vinna heima í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Hann er að vonast til að geta verið kominn í frí eftir morgundaginn. Vonandi tekst það!
Fljótlega eftir að ég kom heim í gær fór ég að undirbúa kjötbollugerð. Ég vissi ekki betur en mamma ætlaði að redda strákunum heim eftir langa kóræfingu. Gaf smá tíma til að kíkja í Fréttablaðið aldrei þessu vant (oftast fer það beint í blaðabunkan og svo út í gám). Korter fyrir fimm var dyrabjöllunni hringt. Fyrir utan stóð mamma og sagðist vera að sækja Bjössa. Smá misskilningur á milli okkar mæðgna en alls ekki alvarlegur. Kór- og leik-æfingin var búin um hálffimm og þeir léku sér svo fyrir utan kirkjuna þar til þeir voru sóttir.
Ég bjó til rúmlega 40 kjötbollur þannig að ég gat fryst hluta af þeim. Samt eldaði ég ríflega sem var eins gott því strákarnir fengu sér báðir tvisvar á diskinn. Góð meðmæli með bollunum það.
Um kvöldið fór ég á kóræfingu, þar sem verið var að fara yfir allar jólamessurnar, svörin, sálmana og fleira.
Davíð var að vinna heima í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Hann er að vonast til að geta verið kominn í frí eftir morgundaginn. Vonandi tekst það!
17.12.03
- Vikan hálfnuð -
Ja, hérna ég segi nú ekki meir. Ég hef ekki undan að njóta augnabliksins það líður svo hratt. En ég geri mitt besta og mér leiðist svo sannarlega ekki á meðan, he, he!
Barnakórinn var að syngja á Droplaugastöðum í gær. Mamma var með í för og sagði að þetta hefði tekist ljómandi vel, nema hvað Oddur Smári veit stundum ekki hvað hann á að gera við hendurnar ár sér. Þegar ég kom arkandi heim tuttugu mínútur yfir fjögur í gær var mamma komin með strákana. Ég fékk hana til að skutla okkur í Ecco við Laugaveg þar sem strákarnir mátuðu jólagjöfina sína frá afa og ömmu á Bakkanum. Við löbbuðum svo heim þaðan og strákarnir skiptust um að hjálpa mér að halda á pokanum hluta af leiðinni.
Þegar heim kom gaf ég þeim hefti í heftarann sem þeir fengu í skóinn frá Þvörusleiki. Drengirnir drifu í að prófa hvernig og hvort þetta virkaði. Og það virkaði auðvitað...
Bauð Önnu frænku í mat í gærkvöldi. Ekki seinna að vænna því hún flýgur út í fyrramálið (til Køben) og verður í Danmörku og Noregi yfir jólin. Hún átti hjá mér jólakort og sinn hluta af jólakonfektinu. Kvöldið var mjög notalegt en alltof fljótt að líða.
Ja, hérna ég segi nú ekki meir. Ég hef ekki undan að njóta augnabliksins það líður svo hratt. En ég geri mitt besta og mér leiðist svo sannarlega ekki á meðan, he, he!
Barnakórinn var að syngja á Droplaugastöðum í gær. Mamma var með í för og sagði að þetta hefði tekist ljómandi vel, nema hvað Oddur Smári veit stundum ekki hvað hann á að gera við hendurnar ár sér. Þegar ég kom arkandi heim tuttugu mínútur yfir fjögur í gær var mamma komin með strákana. Ég fékk hana til að skutla okkur í Ecco við Laugaveg þar sem strákarnir mátuðu jólagjöfina sína frá afa og ömmu á Bakkanum. Við löbbuðum svo heim þaðan og strákarnir skiptust um að hjálpa mér að halda á pokanum hluta af leiðinni.
Þegar heim kom gaf ég þeim hefti í heftarann sem þeir fengu í skóinn frá Þvörusleiki. Drengirnir drifu í að prófa hvernig og hvort þetta virkaði. Og það virkaði auðvitað...
Bauð Önnu frænku í mat í gærkvöldi. Ekki seinna að vænna því hún flýgur út í fyrramálið (til Køben) og verður í Danmörku og Noregi yfir jólin. Hún átti hjá mér jólakort og sinn hluta af jólakonfektinu. Kvöldið var mjög notalegt en alltof fljótt að líða.
15.12.03
- Mánudagur á ný - ...og mánuðurinn að verða hálfnaður...
Sunnudagurinn var ekki lengi að líða. Ég dreif mig á fætur með strákunum. Eftir hin hefðbundnu morgunverk settist ég niður og skrifaði tvö jólabréf sem eru nú vonandi á leiðinni til Englands og Noregs. Einnig skrifaði ég eitt stykki afmælisbréf og sendi á netinu. Davíð hafði verið að vinna næstum fram á morgun svo ég sá til þess að hann fengi að sofa til hádegis. En eftir hádegi lá leið okkar fjölskyldunnar í Árbæjarsafn þangað sem foreldrafélag Ísaksskóla var búið að stefna öllum nemendum og þeirra fjölskyldum. Við mættum á staðinn um hálftvö. Næstu þrjú korterin voru strákarnir að nýta sér það að boðið var upp á smá hringferð á sleða sem dreginn var af hesti og stundum sátu m.a.s. þrjú börn í einu á baki hestsins. Iðunn Steinsdóttir las upp úr bókum sínum. Öll hús voru opin og þarna gaftst mér tími til að skoða sýninguna sem kúrsinn sem hún var í sl. vetur. Sem betur fer verður þetta til sýnis áfram næsta sumar því ég gaf mér ekki nægan tíma til að skoða þetta vandlega að þessu sinni. Það var kalt úti og við ákváðum að fá okkur eitthvað heitt í Dillonshúsi en það var eins og við værum ósýnileg og þegar að fólk sem kom nokkru á eftir okkur inn fékk afgreiðslu þá ákváðum við bara að fara eitthvað annað.
Leiðin lá í Perluna. Strákarnir höfðu hlakkað svo til að fá heitt kakó en þegar við komum í Perluna breyttu þeir ákvörðun sinni og báðu um ís. Brrr. Mér varð bara kalt af tilhugsuninni.
Þegar heim kom drifu drengirnir sig í að lesa heima. Ég var með matinn snemma eða um sex því um sjö hafði ég fataskipti, kvaddi "alla strákana" mína og dreif mig á upphitun og æfingu fyrir aðventutónleika í kirkju Óháða safnaðarins...
Sunnudagurinn var ekki lengi að líða. Ég dreif mig á fætur með strákunum. Eftir hin hefðbundnu morgunverk settist ég niður og skrifaði tvö jólabréf sem eru nú vonandi á leiðinni til Englands og Noregs. Einnig skrifaði ég eitt stykki afmælisbréf og sendi á netinu. Davíð hafði verið að vinna næstum fram á morgun svo ég sá til þess að hann fengi að sofa til hádegis. En eftir hádegi lá leið okkar fjölskyldunnar í Árbæjarsafn þangað sem foreldrafélag Ísaksskóla var búið að stefna öllum nemendum og þeirra fjölskyldum. Við mættum á staðinn um hálftvö. Næstu þrjú korterin voru strákarnir að nýta sér það að boðið var upp á smá hringferð á sleða sem dreginn var af hesti og stundum sátu m.a.s. þrjú börn í einu á baki hestsins. Iðunn Steinsdóttir las upp úr bókum sínum. Öll hús voru opin og þarna gaftst mér tími til að skoða sýninguna sem kúrsinn sem hún var í sl. vetur. Sem betur fer verður þetta til sýnis áfram næsta sumar því ég gaf mér ekki nægan tíma til að skoða þetta vandlega að þessu sinni. Það var kalt úti og við ákváðum að fá okkur eitthvað heitt í Dillonshúsi en það var eins og við værum ósýnileg og þegar að fólk sem kom nokkru á eftir okkur inn fékk afgreiðslu þá ákváðum við bara að fara eitthvað annað.
Leiðin lá í Perluna. Strákarnir höfðu hlakkað svo til að fá heitt kakó en þegar við komum í Perluna breyttu þeir ákvörðun sinni og báðu um ís. Brrr. Mér varð bara kalt af tilhugsuninni.
Þegar heim kom drifu drengirnir sig í að lesa heima. Ég var með matinn snemma eða um sex því um sjö hafði ég fataskipti, kvaddi "alla strákana" mína og dreif mig á upphitun og æfingu fyrir aðventutónleika í kirkju Óháða safnaðarins...
14.12.03
- Helgin rúmlega hálfnuð -
......nú er ég að stelast.... Um hádegið í gær tók ég strákana með mér í Kringluna og leyfði þeim að fara í Ævintýralandið á meðan ég fékk mér jólaklippinguna. Strákarnir hjálpuðu mér svo að kaupa smá nauðsynjar inn. Þeir þræddu allar kynningar og smökkuðu á hinu og þessu en þóttu líka mjög kurteisir. Það slettist aðeins upp á vinskap bræðranna við kassann en þeir voru ekki alveg sammála um hvað ætti að gera við kerruna. Er við komum heim gaf ég þeim hressingu og sendi þá út að viðra sig. Davíð var að vinna hér heima. Ég hellti upp á fyrir manninn en fékk mér sjálf tesopa. Svo dreif ég mig í að reyna að átta mig aðeins á herbergi strákanna. Þegar þeir bræður komu inn voru þeir fljótlega komnir í slíkan stríðnis og slagsmálaham að ég var alveg viss um að Stúfur myndi setja skemmta kartöflu í skóinn (jólasokkinn) hjá þeim. En viti menn, þetta átti eftir að breytast (að vísu þurfti ég hvessa mig aðeins á þá...) en allt í einu var Oddur Smári farinn að taka til í herberginu þeirra og ryksugaði það svo þegar sást í gólfið og Davíð Steinn ryksugaði inni á baði fyrir mig. Í morgun fengu þeir bréf frá Stúfi sem sagðist hafa hætt við að gefa þeim kartöflu þegar hann sá hvað þeir urðu duglegir. Í staðinn gaf hann þeim eina litabók sem hann bað þá um að vera duglega að líta í saman. Þeir bræður tóku þetta svo bókstaflega að þeir skiptust á að lita fyrstu myndina í bókinni, sem var líklega af Stúfi sjálfum. En það er víst fullbókaður dagur framundan og fram á kvöld. Meira um það seinna.
......nú er ég að stelast.... Um hádegið í gær tók ég strákana með mér í Kringluna og leyfði þeim að fara í Ævintýralandið á meðan ég fékk mér jólaklippinguna. Strákarnir hjálpuðu mér svo að kaupa smá nauðsynjar inn. Þeir þræddu allar kynningar og smökkuðu á hinu og þessu en þóttu líka mjög kurteisir. Það slettist aðeins upp á vinskap bræðranna við kassann en þeir voru ekki alveg sammála um hvað ætti að gera við kerruna. Er við komum heim gaf ég þeim hressingu og sendi þá út að viðra sig. Davíð var að vinna hér heima. Ég hellti upp á fyrir manninn en fékk mér sjálf tesopa. Svo dreif ég mig í að reyna að átta mig aðeins á herbergi strákanna. Þegar þeir bræður komu inn voru þeir fljótlega komnir í slíkan stríðnis og slagsmálaham að ég var alveg viss um að Stúfur myndi setja skemmta kartöflu í skóinn (jólasokkinn) hjá þeim. En viti menn, þetta átti eftir að breytast (að vísu þurfti ég hvessa mig aðeins á þá...) en allt í einu var Oddur Smári farinn að taka til í herberginu þeirra og ryksugaði það svo þegar sást í gólfið og Davíð Steinn ryksugaði inni á baði fyrir mig. Í morgun fengu þeir bréf frá Stúfi sem sagðist hafa hætt við að gefa þeim kartöflu þegar hann sá hvað þeir urðu duglegir. Í staðinn gaf hann þeim eina litabók sem hann bað þá um að vera duglega að líta í saman. Þeir bræður tóku þetta svo bókstaflega að þeir skiptust á að lita fyrstu myndina í bókinni, sem var líklega af Stúfi sjálfum. En það er víst fullbókaður dagur framundan og fram á kvöld. Meira um það seinna.
12.12.03
- Útstáelsi og fleira -
Ég arkaði styðstu leið heim í gær til að vera nú á undan mömmu sem ætlaði að sjá um að koma tvíburunum heim af kóræfingu. Er ég var að koma að Hallgrímskirkju sá ég á eftir strákunum þremur á leið niður Frakkastíginn (þeir eru svo vanir að fara á Grettisgötuna eftir æingar að það hefur ekki síast inn hjá þeim þegar mamma sagði þeim að bíða eftir sér við kirkjuna...). Ég lét mömmu vita en hélt svo áfram beinustu leið heim. Heima beið m.a. bréf frá bókasafninu. Ég gleymdi víst að taka það fram þegar ég skilaði nokkrum bókum og fékk mér fleiri seinni part nóvembermánaðar að ég ætlaði að framlengja skilafrestinum á þeim bókum sem voru eftir heima.. Skilafresturinn rann út 24. nóv. sl. og sektin var komin á annað þúsundið. Æ, æ!
Strákarnir fóru með bekknum sínum og tveimur öðrum bekkjum í Skautahöllina í gær og höfðu frá mörgu að segja þegar þeir komu heim. En þeir voru líka að spá í að von var á Stekkjastaur og þeir þyrftu að finna jólasokkana sína og "gefa" jólasveininum eitthvað. Davíð Steinn teiknaði mynd af Stekkjastaur á skautum. Oddur setti glimmerprufur í sinn sokk.
Davíð kom heim um sex. Strákarnir voru búnir að borða og sestir fyrir framan skjáinn. Við Davíð borðuðum saman og fengum okkur svo kaffi á eftir. En svo dreif ég mig að leiðrétta bókasafnsmálin. Skilaði flestum bókunum sem ég var með (skildi þó fjórar eftir heima, þrjár sem ég er að lesa og eina sem við erum að lesa á kvöldin fyrir strákana) og fékk mér (og handa stákunum) slatta í tvo poka. Kom heim mátulega til að lesa fyrir strákana og fara með bænirnar með þeim.
Klukkan langt gengin í níu dreif ég mig í heimsókn til Biddu í Kópavoginn þar sem hún var og er að passa þrjá systursyni sína þessa dagana. Við höfðum smá saumaklúbb saman. Það varð uppi fótur og fit fljótlega eftir að ég kom þegar uppgötvaðist að Stekkjastaur var lagður af stað til byggða. Yngri bræðurnir hreinlega drógu Biddu með sér inn í herbergið sitt þar sem hún las fyrir þá þar til þeir duttu útaf.
Ég arkaði styðstu leið heim í gær til að vera nú á undan mömmu sem ætlaði að sjá um að koma tvíburunum heim af kóræfingu. Er ég var að koma að Hallgrímskirkju sá ég á eftir strákunum þremur á leið niður Frakkastíginn (þeir eru svo vanir að fara á Grettisgötuna eftir æingar að það hefur ekki síast inn hjá þeim þegar mamma sagði þeim að bíða eftir sér við kirkjuna...). Ég lét mömmu vita en hélt svo áfram beinustu leið heim. Heima beið m.a. bréf frá bókasafninu. Ég gleymdi víst að taka það fram þegar ég skilaði nokkrum bókum og fékk mér fleiri seinni part nóvembermánaðar að ég ætlaði að framlengja skilafrestinum á þeim bókum sem voru eftir heima.. Skilafresturinn rann út 24. nóv. sl. og sektin var komin á annað þúsundið. Æ, æ!
Strákarnir fóru með bekknum sínum og tveimur öðrum bekkjum í Skautahöllina í gær og höfðu frá mörgu að segja þegar þeir komu heim. En þeir voru líka að spá í að von var á Stekkjastaur og þeir þyrftu að finna jólasokkana sína og "gefa" jólasveininum eitthvað. Davíð Steinn teiknaði mynd af Stekkjastaur á skautum. Oddur setti glimmerprufur í sinn sokk.
Davíð kom heim um sex. Strákarnir voru búnir að borða og sestir fyrir framan skjáinn. Við Davíð borðuðum saman og fengum okkur svo kaffi á eftir. En svo dreif ég mig að leiðrétta bókasafnsmálin. Skilaði flestum bókunum sem ég var með (skildi þó fjórar eftir heima, þrjár sem ég er að lesa og eina sem við erum að lesa á kvöldin fyrir strákana) og fékk mér (og handa stákunum) slatta í tvo poka. Kom heim mátulega til að lesa fyrir strákana og fara með bænirnar með þeim.
Klukkan langt gengin í níu dreif ég mig í heimsókn til Biddu í Kópavoginn þar sem hún var og er að passa þrjá systursyni sína þessa dagana. Við höfðum smá saumaklúbb saman. Það varð uppi fótur og fit fljótlega eftir að ég kom þegar uppgötvaðist að Stekkjastaur var lagður af stað til byggða. Yngri bræðurnir hreinlega drógu Biddu með sér inn í herbergið sitt þar sem hún las fyrir þá þar til þeir duttu útaf.
11.12.03
- Dagarnir líða svooooo hratt! -
Helga systir var víst með kerruna í bílnum hjá sér, síðan við Hulda frænka notuðum hana síðast heim til mín, svo systir mín ákvað að vera fyrir utan leikskólann um fjögurleitið og skutla mér heim. Hulda fór með mömmu sinni þegar hún sótti strákana í boltann og skrapp líka með henni aðeins í vinnuna. Þegar þær mæðgur komu til baka var tilbúin þessi fínasta kjötsúpa...
Davíð kom heim fyrir sex alveg uppgefinn, enda búinn að vera á fótum síðan klukkan fjögur um morguninn. Krakkarnir horfðu á barnaefnið, hann lagði sig, ég hellti upp á og við systur áttum notalega stund í eldhúsinu.
Svo var kóræfing og röddin virkaði alveg hjá mér þótt ég sé búin að berjast við að halda hálsbólgu og kvefi í skefjum undan farna daga. Æfingin var nokkuð löng en við vorum m.a. að fara yfir aðventuprógrammið með undirleikurunum. Þegar ég kom heim klukkan að byrja að ganga tólf tókst mér að fá Davíð til að hætta í timafreka leiknum og hleypa mér að í tölvunni. Dreif mig í að ljúka við þýðingu á seinna bréfinu fyrir pabba en klukkan var samt farin að halla í eitt þegar ég komst í ró....
Helga systir var víst með kerruna í bílnum hjá sér, síðan við Hulda frænka notuðum hana síðast heim til mín, svo systir mín ákvað að vera fyrir utan leikskólann um fjögurleitið og skutla mér heim. Hulda fór með mömmu sinni þegar hún sótti strákana í boltann og skrapp líka með henni aðeins í vinnuna. Þegar þær mæðgur komu til baka var tilbúin þessi fínasta kjötsúpa...
Davíð kom heim fyrir sex alveg uppgefinn, enda búinn að vera á fótum síðan klukkan fjögur um morguninn. Krakkarnir horfðu á barnaefnið, hann lagði sig, ég hellti upp á og við systur áttum notalega stund í eldhúsinu.
Svo var kóræfing og röddin virkaði alveg hjá mér þótt ég sé búin að berjast við að halda hálsbólgu og kvefi í skefjum undan farna daga. Æfingin var nokkuð löng en við vorum m.a. að fara yfir aðventuprógrammið með undirleikurunum. Þegar ég kom heim klukkan að byrja að ganga tólf tókst mér að fá Davíð til að hætta í timafreka leiknum og hleypa mér að í tölvunni. Dreif mig í að ljúka við þýðingu á seinna bréfinu fyrir pabba en klukkan var samt farin að halla í eitt þegar ég komst í ró....
10.12.03
- Morgunhanar -
Davíð fór á fætur um fjögur í morgun til að vinna pínulítið. Oddur Smári vaknaði um sex svo mér fannst ég eiginlega vera að sofa yfir mig þegar ég drattaðist á fætur rétt fyrir sjö. Davíð Steinn vaknaði um svipað leyti en venjulega er þetta þannig að ég er fyrst fram úr en þá er yfirleitt ekki langt í að Oddur Smári komi fram. Oft þarf ég svo að vekja Davíð Stein svo hann hitti mig eitthvað áður en ég fer út úr húsi um hálfátta...
Davíð fór á fætur um fjögur í morgun til að vinna pínulítið. Oddur Smári vaknaði um sex svo mér fannst ég eiginlega vera að sofa yfir mig þegar ég drattaðist á fætur rétt fyrir sjö. Davíð Steinn vaknaði um svipað leyti en venjulega er þetta þannig að ég er fyrst fram úr en þá er yfirleitt ekki langt í að Oddur Smári komi fram. Oft þarf ég svo að vekja Davíð Stein svo hann hitti mig eitthvað áður en ég fer út úr húsi um hálfátta...
- Frábærir foreldrar -
Í fyrrakvöld hafði ég orð á því við pabba að það væri farinn að leka hjá okkur annar kraninn í þvottahúsinu og spurði í leiðinni hvort hann gæti aðstoðað okkur við að skipta um og koma með tæki til þess. Hann spurði hvort þetta mætti bíða fram að helgi og ég hélt það nú... Í gær pantaði ég loksins tíma í endurmat á göngugreiningunni (sem ég fór í í ágúst lok). Það var frekar lítið að gera og ég festi mér hádegistímann. Uppgötvaði svo að ég þyrfti auðvitað að koma við heima og taka með mér gögnin frá því síðast. Ég hringdi í mömmu og athugaði hvort hún gæti reddað mér. Það var sjálfsagt mál. Hún sótti mig, ók mér heim, í Kringluna, beið eftir mér og skutlaði mér svo til baka aftur. (Reyndar gat ég aðstoðað hana í leiðinni og var ég fegin því).
Snæfinnur snjókarl...
Helga var búin að bjóða í lax og ég sótti Huldu frænku á Efra-Kot. Í hólfinu var orðsending til foreldranna og neðst á blaðinu mynd af snjókarli. -"Ég kann að syngja um Snæfinn snjókarl, á ég að syngja fyrir þig?" sagði Hulda. Já, takk sagði ég! -"Snæfinnur snjókarl var með sjálfansigpípuhatt..."
...um fimm hringdi pabbi á Grettisgötuna ég svaraði og hann spurði hvænær ég yrði komin heim. Hann var þá komin á Selfoss á leiðinni í bæinn. Það varð úr að hann kom beint á Grettisgötna og áttum við feðginin (ÖLL ÞRJÚ) notalega klukkustund saman yfir kaffibolla og spjalli á meðan krakkarnir horfðu á barnaefnið og við biðum eftir að Davíð kæmi úr vinnu. Það tók svo auðvitað enga stund að skipta um þennan krana. En hvað pabbi er viljugur að bregða sér í bæinn í þessari líka þoku sem var. Ég vona bara að ég eigi þetta skilið og geti gert eitthvað fyrir foreldra mína í staðinn!!!
Að öðru leyti fór kvöldið í að undirbúa kjötsúpu, þýðingar, bréfa- og kortaskrif. Klukkan var allt í einu orðin hálftólf og engin kort voru skrifuð...
Í fyrrakvöld hafði ég orð á því við pabba að það væri farinn að leka hjá okkur annar kraninn í þvottahúsinu og spurði í leiðinni hvort hann gæti aðstoðað okkur við að skipta um og koma með tæki til þess. Hann spurði hvort þetta mætti bíða fram að helgi og ég hélt það nú... Í gær pantaði ég loksins tíma í endurmat á göngugreiningunni (sem ég fór í í ágúst lok). Það var frekar lítið að gera og ég festi mér hádegistímann. Uppgötvaði svo að ég þyrfti auðvitað að koma við heima og taka með mér gögnin frá því síðast. Ég hringdi í mömmu og athugaði hvort hún gæti reddað mér. Það var sjálfsagt mál. Hún sótti mig, ók mér heim, í Kringluna, beið eftir mér og skutlaði mér svo til baka aftur. (Reyndar gat ég aðstoðað hana í leiðinni og var ég fegin því).
Snæfinnur snjókarl...
Helga var búin að bjóða í lax og ég sótti Huldu frænku á Efra-Kot. Í hólfinu var orðsending til foreldranna og neðst á blaðinu mynd af snjókarli. -"Ég kann að syngja um Snæfinn snjókarl, á ég að syngja fyrir þig?" sagði Hulda. Já, takk sagði ég! -"Snæfinnur snjókarl var með sjálfansigpípuhatt..."
...um fimm hringdi pabbi á Grettisgötuna ég svaraði og hann spurði hvænær ég yrði komin heim. Hann var þá komin á Selfoss á leiðinni í bæinn. Það varð úr að hann kom beint á Grettisgötna og áttum við feðginin (ÖLL ÞRJÚ) notalega klukkustund saman yfir kaffibolla og spjalli á meðan krakkarnir horfðu á barnaefnið og við biðum eftir að Davíð kæmi úr vinnu. Það tók svo auðvitað enga stund að skipta um þennan krana. En hvað pabbi er viljugur að bregða sér í bæinn í þessari líka þoku sem var. Ég vona bara að ég eigi þetta skilið og geti gert eitthvað fyrir foreldra mína í staðinn!!!
Að öðru leyti fór kvöldið í að undirbúa kjötsúpu, þýðingar, bréfa- og kortaskrif. Klukkan var allt í einu orðin hálftólf og engin kort voru skrifuð...
9.12.03
- Spor -
Það voru kattarspor í baðkarinu í morgun. Er næstum viss um að þau séu eftir gulbröndótta köttinn sem laumaði sér svo sniðuglega inn og faldi sig undir rúmi í haust. Kisi kemst inn um opinn baðgluggann ofan af skúrþaki. Ég er að velta því fyrir mér hvort hann komi stundum inn og gisti í baðinu...
Það voru kattarspor í baðkarinu í morgun. Er næstum viss um að þau séu eftir gulbröndótta köttinn sem laumaði sér svo sniðuglega inn og faldi sig undir rúmi í haust. Kisi kemst inn um opinn baðgluggann ofan af skúrþaki. Ég er að velta því fyrir mér hvort hann komi stundum inn og gisti í baðinu...
8.12.03
- Helgin gerð upp - (...stiklað á stóru...)
Helgin var ekki lengi að líða enda var nóg að gerast. Á föstudaginn var jólamatur, í stofu Jóns Sigurðssonar í Þjóðmenningarhúsinu, fyrir starfsmenn og maka í boði Habilis. Það munaði nú engu að ég kæmist ekki með en barnapían okkar (sem við leitum oftast til) var að fara norður. Mamma bjargaði okkur á elleftu stundu og kom rétt fyrir níu. Maturinn var mjög góður og það viðurkennist hér með að ég svindlaði smá á mataræðinu, borðaði örugglega eitthvað sem var sykur í (datt í það sem sagt...) Ég kom heim rétt um miðnættið enda var að hellast í mig kvef og ég vildi vera vel fyrir kölluð morguninn eftir.
Á laugardagsmorguninn drifum við okkur á fætur um sjö. Gaf strákunum hafragraut í morgunmat og lét þá svo klæðast Valsbúningnum innan undir fötin. Um átta vorum við komin upp í Vals-heimili þar sem þjálfari 7. flokks skipti piltunum upp í fjögur lið sem voru merkt sem lið Argentínu, Írlands, Senegal og Portúgal í stað A, B, C og D. Svo var haldið áfram upp að Varmá í Mosfellsbæ þar sem svokallað Legómót fór fram. Oddur Smári og Davíð Steinn spiluðu með liði Írlands. Hin liðin í keppnini fengu líka svona landanöfn á sig en þau komu frá, Aftureldingu, Haukum, Þrótti og Skallagrími. Þarna hitti ég bekkjarsystur mína úr Kennó. Hún er kennari í Borgarnesi og spilaði sonur hennar með liði Svíþjóðar (frá Skallagrími). Reyndar var dóttir hennar að taka þátt í lokahátíð bráðgerðra barna á sama tíma svo það var í nógu að snúast hjá þeirri mömmu. Keppnin stóð til rúmlega tólf og spiluðu flest lið fjóra leiki. Þetta var mjög spennandi og skemmtilegt og reyndi maður eins og mögulegt var að fylgjast með hinum Valsliðunum, þegar Írland var ekki að spila. Davíð Steinn var markvörður í tveimur af leikjunum og stóð sig mjög vel. Fyrir síðasta leikinn var hann kominn með hælsæri. Eftir að hafa fengið plástur á nuddið spurði hann þjálfarann hvort hann fengi ekki að spila síðasta leikinn. -"Ég ætla að leyfa þér að vera tvær mínútur út af hælsærinu" Hver leikur var 10 mínútur -"Æ, viltu hafa það þrjár" sagði Davíð Steinn þá. Oddur Smári náði að "slasa" sig smá á hné. Hann var ekki einu sinni að spila heldur að leika sér og bíða eftir að síðasti leikur Írlands færi fram. Hann fór aðeins inn á í nokkrar sekúndur í þeim leik. Hann varð foxillur út í pabba sinn, taldi að hann hefði verið að ljúga að sér að hnéð myndi lagast ef hann labbaði um og skokkaði aðeins. Stráksi gafst upp á að reyna þetta eftir smá labb og örstutt hlaup. Þess skal getið að hann var ekki alvarlega meiddur (var bara eitthvað viðkvæmur í um hálftíma) og var hann búinn að gleyma verknum fljótlega eftir hádegi.
Í gær var svo árleg jólakonfekt gerð. Venjulega erum við mæðgurnar og ein frænka okkar. Helga var ekki með í fyrra og var búin að segja nei núna líka. Hún ætlaði samt að kíkja með Huldu seinnipartinn en stelpan var veik alla helgina svo systir mín var löglega afsökuð. Anna frænka var með í fyrra og einnig núna og þar að auki tók mamma Kolfinnu með sér, tíu ára stelpu sem er systir tvíburanna í Skaftahlíðinni. Stelpan stóð sig mjög vel. Við byrjuðum fjórar upp úr klukkan tólf. Anna kom svo um tvö og þá vorum nöfnur hennar byrjaðar að hjúpa. Vorum búnar að öllu um fjögur. Kolfinna var þá farin að stússast með manni frænku minnar sem var að setja upp jólaseríur og fleira...
Helgin var ekki lengi að líða enda var nóg að gerast. Á föstudaginn var jólamatur, í stofu Jóns Sigurðssonar í Þjóðmenningarhúsinu, fyrir starfsmenn og maka í boði Habilis. Það munaði nú engu að ég kæmist ekki með en barnapían okkar (sem við leitum oftast til) var að fara norður. Mamma bjargaði okkur á elleftu stundu og kom rétt fyrir níu. Maturinn var mjög góður og það viðurkennist hér með að ég svindlaði smá á mataræðinu, borðaði örugglega eitthvað sem var sykur í (datt í það sem sagt...) Ég kom heim rétt um miðnættið enda var að hellast í mig kvef og ég vildi vera vel fyrir kölluð morguninn eftir.
Á laugardagsmorguninn drifum við okkur á fætur um sjö. Gaf strákunum hafragraut í morgunmat og lét þá svo klæðast Valsbúningnum innan undir fötin. Um átta vorum við komin upp í Vals-heimili þar sem þjálfari 7. flokks skipti piltunum upp í fjögur lið sem voru merkt sem lið Argentínu, Írlands, Senegal og Portúgal í stað A, B, C og D. Svo var haldið áfram upp að Varmá í Mosfellsbæ þar sem svokallað Legómót fór fram. Oddur Smári og Davíð Steinn spiluðu með liði Írlands. Hin liðin í keppnini fengu líka svona landanöfn á sig en þau komu frá, Aftureldingu, Haukum, Þrótti og Skallagrími. Þarna hitti ég bekkjarsystur mína úr Kennó. Hún er kennari í Borgarnesi og spilaði sonur hennar með liði Svíþjóðar (frá Skallagrími). Reyndar var dóttir hennar að taka þátt í lokahátíð bráðgerðra barna á sama tíma svo það var í nógu að snúast hjá þeirri mömmu. Keppnin stóð til rúmlega tólf og spiluðu flest lið fjóra leiki. Þetta var mjög spennandi og skemmtilegt og reyndi maður eins og mögulegt var að fylgjast með hinum Valsliðunum, þegar Írland var ekki að spila. Davíð Steinn var markvörður í tveimur af leikjunum og stóð sig mjög vel. Fyrir síðasta leikinn var hann kominn með hælsæri. Eftir að hafa fengið plástur á nuddið spurði hann þjálfarann hvort hann fengi ekki að spila síðasta leikinn. -"Ég ætla að leyfa þér að vera tvær mínútur út af hælsærinu" Hver leikur var 10 mínútur -"Æ, viltu hafa það þrjár" sagði Davíð Steinn þá. Oddur Smári náði að "slasa" sig smá á hné. Hann var ekki einu sinni að spila heldur að leika sér og bíða eftir að síðasti leikur Írlands færi fram. Hann fór aðeins inn á í nokkrar sekúndur í þeim leik. Hann varð foxillur út í pabba sinn, taldi að hann hefði verið að ljúga að sér að hnéð myndi lagast ef hann labbaði um og skokkaði aðeins. Stráksi gafst upp á að reyna þetta eftir smá labb og örstutt hlaup. Þess skal getið að hann var ekki alvarlega meiddur (var bara eitthvað viðkvæmur í um hálftíma) og var hann búinn að gleyma verknum fljótlega eftir hádegi.
Í gær var svo árleg jólakonfekt gerð. Venjulega erum við mæðgurnar og ein frænka okkar. Helga var ekki með í fyrra og var búin að segja nei núna líka. Hún ætlaði samt að kíkja með Huldu seinnipartinn en stelpan var veik alla helgina svo systir mín var löglega afsökuð. Anna frænka var með í fyrra og einnig núna og þar að auki tók mamma Kolfinnu með sér, tíu ára stelpu sem er systir tvíburanna í Skaftahlíðinni. Stelpan stóð sig mjög vel. Við byrjuðum fjórar upp úr klukkan tólf. Anna kom svo um tvö og þá vorum nöfnur hennar byrjaðar að hjúpa. Vorum búnar að öllu um fjögur. Kolfinna var þá farin að stússast með manni frænku minnar sem var að setja upp jólaseríur og fleira...
5.12.03
- Ýmislegt -
Barnakórinn var að syngja aftur í gær. Að þessu sinni á einhverjum jólafundi sem haldinn var í safnaðarheimili Háteigskirkju. Mamma sá um að koma strákunum á staðinn og fékk að hlusta á. Ég var kominn upp á Laugaveg þegar hún hringdi í mig um fjögurleytið svo hún beið eftir mér við Barónsstíginn og skutlaði okkur mæðginunum heim.
Ég ákvað að hafa slátur í matinn og það var hrópað þrefalt húrra (Oddur Smári, Davíð Steinn og ég tók þátt í því líka) fyrir því. Á meðan maturinn mallaði í pottinum hlustaði ég á strákana lesa og tók hjá þeim tímann við aukalesturinn. Einnig sungum við hástöfum saman yfir nokkur jólalög en svo leyfði ég þeim að leika sér í heimilistölvunni og fleygði mér smá stund (ekki í ruslið samt). Ætlaði að lesa en höfuðið neitaði að meðtaka það sem augun reyndu að "taka upp"...
Við kvöldverðarborðið fóru fram ansi skemmtilegar umræður um slátur hollustu þess og ágæti. Strákarnir spurðu hvort það væri mikið kalk í slátrinu, voru örugglega að rugla saman við járnið. Báðir fengu sér tvisvar á diskinn en það er ekki oft sem Davíð Steinn biður um meira þótt ekki sé hann matvandur.
D.S. -"...og svo borða margir svona á jólunum!"
Ég. -"Ha! Hvernig veistu það?"
D.S. -"Ég veit það ekki, bara held það!!!"
Ég. -"Mundir þú vilja hafa slátur í matinn á aðfangadagkvöld?"
D.S. -"Já, já!"
Davíð var í tímafreka leiknum í gærkvöldi svo ég dundaði mér við að þýða bréf frá pabba til dönsku vinanna hans. Þetta er árlegur viðburður og ýtir einnig á eftir mér að fara að skrifa þau bréf sem ég sendi sjálf út en þau eru bæði á íslensku, ensku og dönsku....
Barnakórinn var að syngja aftur í gær. Að þessu sinni á einhverjum jólafundi sem haldinn var í safnaðarheimili Háteigskirkju. Mamma sá um að koma strákunum á staðinn og fékk að hlusta á. Ég var kominn upp á Laugaveg þegar hún hringdi í mig um fjögurleytið svo hún beið eftir mér við Barónsstíginn og skutlaði okkur mæðginunum heim.
Ég ákvað að hafa slátur í matinn og það var hrópað þrefalt húrra (Oddur Smári, Davíð Steinn og ég tók þátt í því líka) fyrir því. Á meðan maturinn mallaði í pottinum hlustaði ég á strákana lesa og tók hjá þeim tímann við aukalesturinn. Einnig sungum við hástöfum saman yfir nokkur jólalög en svo leyfði ég þeim að leika sér í heimilistölvunni og fleygði mér smá stund (ekki í ruslið samt). Ætlaði að lesa en höfuðið neitaði að meðtaka það sem augun reyndu að "taka upp"...
Við kvöldverðarborðið fóru fram ansi skemmtilegar umræður um slátur hollustu þess og ágæti. Strákarnir spurðu hvort það væri mikið kalk í slátrinu, voru örugglega að rugla saman við járnið. Báðir fengu sér tvisvar á diskinn en það er ekki oft sem Davíð Steinn biður um meira þótt ekki sé hann matvandur.
D.S. -"...og svo borða margir svona á jólunum!"
Ég. -"Ha! Hvernig veistu það?"
D.S. -"Ég veit það ekki, bara held það!!!"
Ég. -"Mundir þú vilja hafa slátur í matinn á aðfangadagkvöld?"
D.S. -"Já, já!"
Davíð var í tímafreka leiknum í gærkvöldi svo ég dundaði mér við að þýða bréf frá pabba til dönsku vinanna hans. Þetta er árlegur viðburður og ýtir einnig á eftir mér að fara að skrifa þau bréf sem ég sendi sjálf út en þau eru bæði á íslensku, ensku og dönsku....
4.12.03
- Tónleikar og LÖNG æfing -
Seinni partinn í gær söng barnakór Hallgrímskirku á 10 ára afmæli Vitatorgs. Ég var mætt á undan hópnum og beið eftir þeim. Reyndar var tvíburinn úr Skaftahlíðinni kominn því hann var svo illa klæddur að mamma skutlaði honum. Söngur barnanna gekk mjög vel og var þeim vel tekið.
Við Davíð vorum bæði upptekinn í gærkvöldi (það er fremur sjaldgæft ástand). Hann er búinn að taka að sér nýtt verkefni, kominn í foreldrafélag Ísaksskóla. Það átti að hittast og funda um átta. Mamma var laus og var til í að bjarga málunum. Tók mér far með manninum þótt ég ætti ekki að vera mætt fyrr en um hálfníu og notaði hálftímann til að sauma haustmyndina, næ víst samt ekki að ljúka henni á þessu ári en það er gott að eiga hana til að grípa í. Kóræfingin stóð yfir í tvo og hálfan tíma með smá kaffi pásu inn á milli. Var alveg uppgefin þegar ég kom heim en það var góð þreyta!
Seinni partinn í gær söng barnakór Hallgrímskirku á 10 ára afmæli Vitatorgs. Ég var mætt á undan hópnum og beið eftir þeim. Reyndar var tvíburinn úr Skaftahlíðinni kominn því hann var svo illa klæddur að mamma skutlaði honum. Söngur barnanna gekk mjög vel og var þeim vel tekið.
Við Davíð vorum bæði upptekinn í gærkvöldi (það er fremur sjaldgæft ástand). Hann er búinn að taka að sér nýtt verkefni, kominn í foreldrafélag Ísaksskóla. Það átti að hittast og funda um átta. Mamma var laus og var til í að bjarga málunum. Tók mér far með manninum þótt ég ætti ekki að vera mætt fyrr en um hálfníu og notaði hálftímann til að sauma haustmyndina, næ víst samt ekki að ljúka henni á þessu ári en það er gott að eiga hana til að grípa í. Kóræfingin stóð yfir í tvo og hálfan tíma með smá kaffi pásu inn á milli. Var alveg uppgefin þegar ég kom heim en það var góð þreyta!
3.12.03
- Allt á fleygiferð -
Fúff! Hvað tíminn brunar áfram, er það furða þótt það hringsnúist allt í höfðinu á mér öðru hvoru?!?!?
Hulda frænka var í heimsókn á Efra Koti þegar ég sótti hana í leikskólann í gær. Hún verður flutt alveg yfir áður en vikan klárast. Við fórum heim til hennar og áttum smá stund tvær saman áður en strákarnir komu af langri kóræfingu. Mamma renndi við eftir Bjössa um leið og strákarnir hringdu bjöllunni. Mikið var að læra hjá drengjunum en að þessu sinni hrjáði þá engin þreyta. Það tók samt góðan tíma að komast yfir allt og Oddur Smári varð að geyma aukalesturinn þar til hann kom heim. Ég vandaði mig svo mikið að aðstoða þá að ég lét Odd Smára skrifa íslensku-verkefnið (y-orð) í bókina hans Davíð Steins. Í stað þess að þurrka allt út skrifaði ég bara skilaboð til kennarans í báðar bækurnar og lét Davíð Stein skrifa í bók bróður síns.
Davíð skrapp í ræktina eftir vinnu og skilaði sér á Grettisgötuna um sjö leytið. Hann var enga stund að skella snarli kvöldsins í sig og svo drifum við okkur heim. Hugur minn var auðvitað kominn hálfa leið í Mosfellsbæinn til "tvíburahálfsystur minnar". Ég dreif mig líka af stað fljótlega eftir að við vorum komin heim.
Við "Sonja" drifum okkur fyrst út í smá göngutúr, skautuðum (að hluta), um hverfið og skoðuðum jólaskreytingar. Komum til baka um níu. Að venju var kvöldið alltof fljótt að líða og að þessu sinni náði ég ekki að komast heim fyrir miðnætti, en ég vinn það bara upp seinna.
Í kvöld er svo löng kóræfing...
Fúff! Hvað tíminn brunar áfram, er það furða þótt það hringsnúist allt í höfðinu á mér öðru hvoru?!?!?
Hulda frænka var í heimsókn á Efra Koti þegar ég sótti hana í leikskólann í gær. Hún verður flutt alveg yfir áður en vikan klárast. Við fórum heim til hennar og áttum smá stund tvær saman áður en strákarnir komu af langri kóræfingu. Mamma renndi við eftir Bjössa um leið og strákarnir hringdu bjöllunni. Mikið var að læra hjá drengjunum en að þessu sinni hrjáði þá engin þreyta. Það tók samt góðan tíma að komast yfir allt og Oddur Smári varð að geyma aukalesturinn þar til hann kom heim. Ég vandaði mig svo mikið að aðstoða þá að ég lét Odd Smára skrifa íslensku-verkefnið (y-orð) í bókina hans Davíð Steins. Í stað þess að þurrka allt út skrifaði ég bara skilaboð til kennarans í báðar bækurnar og lét Davíð Stein skrifa í bók bróður síns.
Davíð skrapp í ræktina eftir vinnu og skilaði sér á Grettisgötuna um sjö leytið. Hann var enga stund að skella snarli kvöldsins í sig og svo drifum við okkur heim. Hugur minn var auðvitað kominn hálfa leið í Mosfellsbæinn til "tvíburahálfsystur minnar". Ég dreif mig líka af stað fljótlega eftir að við vorum komin heim.
Við "Sonja" drifum okkur fyrst út í smá göngutúr, skautuðum (að hluta), um hverfið og skoðuðum jólaskreytingar. Komum til baka um níu. Að venju var kvöldið alltof fljótt að líða og að þessu sinni náði ég ekki að komast heim fyrir miðnætti, en ég vinn það bara upp seinna.
Í kvöld er svo löng kóræfing...
2.12.03
- Þreyttir drengir -
-"Afhverju er nóttin komin núna? spurði Hulda frænka þegar við löbbðum frá leikskólanum hennar um hálffimm í gær. Sóttum kerruna heim til hennar og vorum komnar á Hrefnugötuna á undan Helgu og strákunum. Allir (nema Davíð sem kom ekki heim fyrr en um hálftíu í gær) voru búnir að borða fyrir sex og mæðgurnar drifu sig sig heim fljótlega og strákarnir snéru sér að lestrarbókunum. Oddur Smári var alveg úrvinda og rétt náði að lesa skyldulesturinn. Hann ákvað að sjá aðeins til og fékk leyfi til að kíkja á barnaefnið. Þreytan bráði ekki af honum og hann ákvað aleinn og sjálfur að hátta sig, tanna og skríða upp í koju rétt um sjö. Davíð Steinn lauk skildulestrinum og las aukalega í tuttugu mínútur. Hann var orðinn svangur aftur svo ég gaf honum hressingu. Hann var svo háttaður og að skríða upp í koju upp úr klukkan hálfátta...
-"Afhverju er nóttin komin núna? spurði Hulda frænka þegar við löbbðum frá leikskólanum hennar um hálffimm í gær. Sóttum kerruna heim til hennar og vorum komnar á Hrefnugötuna á undan Helgu og strákunum. Allir (nema Davíð sem kom ekki heim fyrr en um hálftíu í gær) voru búnir að borða fyrir sex og mæðgurnar drifu sig sig heim fljótlega og strákarnir snéru sér að lestrarbókunum. Oddur Smári var alveg úrvinda og rétt náði að lesa skyldulesturinn. Hann ákvað að sjá aðeins til og fékk leyfi til að kíkja á barnaefnið. Þreytan bráði ekki af honum og hann ákvað aleinn og sjálfur að hátta sig, tanna og skríða upp í koju rétt um sjö. Davíð Steinn lauk skildulestrinum og las aukalega í tuttugu mínútur. Hann var orðinn svangur aftur svo ég gaf honum hressingu. Hann var svo háttaður og að skríða upp í koju upp úr klukkan hálfátta...
1.12.03
- Spenningur -
Það gekk vel að útbúa miðana á jóladagatalið (klukkustrenginn). Þetta varð hin notalegasta fjölskyldustund. Ég reif niður álpappírinn, klippti niður garn og batt á það hnút, strákarnir klemmdu miðana og festu spottana utanum og Davíð hengdi upp á klukkustrenginn.
Um átta báðu strákarnir mig um að koma með sér inn og fara með bænir með þeim. Reyndar er sjaldan nokkuð mál að koma þeim í háttinn en í gærkvöldi voru þeir báðir sammála um að fara að sofa sem fyrst. Davíð varð að vinna frameftir (en var þó heima) og um hálfeitt í nótt varð hann var við að Davíð Steinn var eitthvað að klóra sér. Stráksi var kominn með e-ð nuddsár og bar maðurinn minn á það. Við þetta rumskaði Oddur Smári og hélt örugglega að það væri kominn dagur.
Rétt fyrir klukkan sex í morgun heyrði ég í drengjunum aftur og svo stóð Oddur Smáriallt í einu við rúmstokkinn hjá mér. -"Mamma, klukkan mín er sjö fimmtíuogátta en klukkan hjá Davíð Steini er átta tuttuguogátta... Gat verið að það væri kominn dagur, nei ekki alveg strax og merkilegt nokk strákarnir náðu að festa svefn aftur.
Það gekk vel að útbúa miðana á jóladagatalið (klukkustrenginn). Þetta varð hin notalegasta fjölskyldustund. Ég reif niður álpappírinn, klippti niður garn og batt á það hnút, strákarnir klemmdu miðana og festu spottana utanum og Davíð hengdi upp á klukkustrenginn.
Um átta báðu strákarnir mig um að koma með sér inn og fara með bænir með þeim. Reyndar er sjaldan nokkuð mál að koma þeim í háttinn en í gærkvöldi voru þeir báðir sammála um að fara að sofa sem fyrst. Davíð varð að vinna frameftir (en var þó heima) og um hálfeitt í nótt varð hann var við að Davíð Steinn var eitthvað að klóra sér. Stráksi var kominn með e-ð nuddsár og bar maðurinn minn á það. Við þetta rumskaði Oddur Smári og hélt örugglega að það væri kominn dagur.
Rétt fyrir klukkan sex í morgun heyrði ég í drengjunum aftur og svo stóð Oddur Smáriallt í einu við rúmstokkinn hjá mér. -"Mamma, klukkan mín er sjö fimmtíuogátta en klukkan hjá Davíð Steini er átta tuttuguogátta... Gat verið að það væri kominn dagur, nei ekki alveg strax og merkilegt nokk strákarnir náðu að festa svefn aftur.
30.11.03
- Fyrsti sunnudagur í aðventu -
Ég komst ekki yfir helminginn af því sem ég var búin að ætla mér að gera um helgina. Sennilega vegna þess að alltof mörg atriði voru á listanum og skipti þeim ekki jafnt yfir báða dagana. Eitthvað hef ég þó náð að gera því það seig svo mikill þreytubjúgur á mig að ég ákvað að forða giftingahringnum af fingrinum á meðan ég gæti og áður en hann sykki á kaf. En þótt ég sé með hringinn í keðju um hálsinn þessa stundina finnst mér ég vera hálfnakin.
Feðgarnir fóru í sund eftir að strákarnir voru búnir á fótboltaæfingu og komu þreyttir, svangir en mjög ánægðir heim um hálfsex. Sem betur fer hafði ég búið svo um hnútana að maturinn var til fyrir sex. Núna ætlum við mæðginin að drífa okkur í að fylla jólaklukkustrenginn, sem ég saumaði út þegar strákarnir voru á þriðja árinu, af glitrandi álpappírsmiðum.
Ég komst ekki yfir helminginn af því sem ég var búin að ætla mér að gera um helgina. Sennilega vegna þess að alltof mörg atriði voru á listanum og skipti þeim ekki jafnt yfir báða dagana. Eitthvað hef ég þó náð að gera því það seig svo mikill þreytubjúgur á mig að ég ákvað að forða giftingahringnum af fingrinum á meðan ég gæti og áður en hann sykki á kaf. En þótt ég sé með hringinn í keðju um hálsinn þessa stundina finnst mér ég vera hálfnakin.
Feðgarnir fóru í sund eftir að strákarnir voru búnir á fótboltaæfingu og komu þreyttir, svangir en mjög ánægðir heim um hálfsex. Sem betur fer hafði ég búið svo um hnútana að maturinn var til fyrir sex. Núna ætlum við mæðginin að drífa okkur í að fylla jólaklukkustrenginn, sem ég saumaði út þegar strákarnir voru á þriðja árinu, af glitrandi álpappírsmiðum.
29.11.03
- Klipping og stígvélakaup -
Um hálffimm í gær hittumst við fjölskyldan á Hárhorninu hjá tengdapabba systur minnar. Hann sér um að klippa alla strákana en í gær voru það bara kollarnir á tvíburunum. Þeir voru að verða nokkuð lubbalegir og því ágætt að ljúka þessu af. Davíð Steinn var á undan í stólinn en Oddur Smári sagði samt strax frá því að hann langaði til að safna svona skotti. Torfi spurði þá þann fyrr nefnda hvort hann vildi líka skott. - "Nei!" Það tók ekki ýkja langan tíma að klippa strákana og Oddur Smári er nú með þetta fína skott og spyr reglulega hvort það hafi ekki vaxið aðeins.
Eftir klippinguna lá leið okkar í Hagkaup í Skeifunni. Aðal tilgangurinn var að kaupa ný stígvél á Davíð Stein. Strákarnir eru vanir að hverfa inn í barnahornið og horfa á kvikmynd en í þetta sinn komu þeir báðir með okkur og fengu alls konar smakk á hringferðinni um búðina. Þarna hitti ég svo æskuvinkonu mína og þá fyrstu sem ég eignaðist á lífsleiðinni. Ég kynntist henni sumarið 1974 þegar við systur vorum í pössun í rúman mánuð hér í Reykjavík hjá vinafólki foreldra okkar.
Tvíburarnir fengu að horfa á Disneymyndina að venju. Davíð las textann fyrir þá en ég notaði tímann í ýmislegt. Eftir að strákarnir voru farnir að sofa kom Davíð tölvunni fyrir í tölvuskápnum og horfði svo á mynd tvö með mér. Tölvan var tengd í morgun og þriðji hlutinn af hillusamstæðunni sem amma átti var loksins sameinaður hinum tveimur. Það líður ekki á löngu þar til verður orðið stofulegt í stofunni hjá okkur.
Um hálffimm í gær hittumst við fjölskyldan á Hárhorninu hjá tengdapabba systur minnar. Hann sér um að klippa alla strákana en í gær voru það bara kollarnir á tvíburunum. Þeir voru að verða nokkuð lubbalegir og því ágætt að ljúka þessu af. Davíð Steinn var á undan í stólinn en Oddur Smári sagði samt strax frá því að hann langaði til að safna svona skotti. Torfi spurði þá þann fyrr nefnda hvort hann vildi líka skott. - "Nei!" Það tók ekki ýkja langan tíma að klippa strákana og Oddur Smári er nú með þetta fína skott og spyr reglulega hvort það hafi ekki vaxið aðeins.
Eftir klippinguna lá leið okkar í Hagkaup í Skeifunni. Aðal tilgangurinn var að kaupa ný stígvél á Davíð Stein. Strákarnir eru vanir að hverfa inn í barnahornið og horfa á kvikmynd en í þetta sinn komu þeir báðir með okkur og fengu alls konar smakk á hringferðinni um búðina. Þarna hitti ég svo æskuvinkonu mína og þá fyrstu sem ég eignaðist á lífsleiðinni. Ég kynntist henni sumarið 1974 þegar við systur vorum í pössun í rúman mánuð hér í Reykjavík hjá vinafólki foreldra okkar.
Tvíburarnir fengu að horfa á Disneymyndina að venju. Davíð las textann fyrir þá en ég notaði tímann í ýmislegt. Eftir að strákarnir voru farnir að sofa kom Davíð tölvunni fyrir í tölvuskápnum og horfði svo á mynd tvö með mér. Tölvan var tengd í morgun og þriðji hlutinn af hillusamstæðunni sem amma átti var loksins sameinaður hinum tveimur. Það líður ekki á löngu þar til verður orðið stofulegt í stofunni hjá okkur.
28.11.03
- Tölvuskápurinn -
Pabbi var í bænum í gær að sinna ýmsum erindum. Hann beið fyrir utan er mamma setti okkur strákana út um hálffimm. Hann var hinn rólegasti og þegar við mæðginin vorum búin að skreppa í Fiskbúð Einars hitaði ég vatn í te. Þegar Davíð kom heim um sex-leytið og við vorum búin að borða sagði pabbi allt í einu við manninn minn: -"Er hægt að nota mig eitthvað?" Já, kannski sagði Davíð og áður en ég vissi af voru þeir farnir að setja saman tölvuskápinn sem við fengum í hús sl. laugardag. Það vildi líka svo vel til að pabbi var með fullt af nýtilegum verkfærum með sér.... Þessi skápasamsetning tók þá næstum fimm tíma!
Pabbi var í bænum í gær að sinna ýmsum erindum. Hann beið fyrir utan er mamma setti okkur strákana út um hálffimm. Hann var hinn rólegasti og þegar við mæðginin vorum búin að skreppa í Fiskbúð Einars hitaði ég vatn í te. Þegar Davíð kom heim um sex-leytið og við vorum búin að borða sagði pabbi allt í einu við manninn minn: -"Er hægt að nota mig eitthvað?" Já, kannski sagði Davíð og áður en ég vissi af voru þeir farnir að setja saman tölvuskápinn sem við fengum í hús sl. laugardag. Það vildi líka svo vel til að pabbi var með fullt af nýtilegum verkfærum með sér.... Þessi skápasamsetning tók þá næstum fimm tíma!
27.11.03
- Eitt og annað -
Ingvi mágur kom í land í gær og lét mig vita rétt fyrir fjögur að hann gæti og myndi sækja dóttur sína. Helga systir sótti strákana fyrir mig úr fótboltanum svo ég labbaði eiginlega beint heim (með stutta viðkomu í Tiger á Laugaveginum). Tvíburarnir drifu sig fljótlega í að læra heima og Davíð Steinn tók sig til og las aukalestur í klukkutíma. Öflugur drengurinn! Hann las upphátt inni í eldhúsi hjá mér og kvöldmaturinn beið tilbúinn á eldavélinni tuttugu mínútum áður en hann var búinn með klukkutímann. Þetta varð til þess að Davíð náði að borða kvöldmat með okkur. Hann sá svo um að undirbúa bað fyrir strákana á meðan ég renndi á könnuna. Ég stalst til að drekka einn lítinn bolla af kaffi með manninum mínum. Ég var ekki að stelast vegna tímaleysis heldur vegna þess að ég vissi að ég myndi fá mér einn bolla í kóræfingarhléinu. Þessa dagana er ég með bjúg og stór þáttur í að halda honum í lágmarki er að passa sig á kaffinu, því miður...
Já, það var kóræfing í gærkvöldi. Ég skemmti mér mjög vel og tveir tímar voru ekki lengi að líða í góðum félagsskap og syngjandi jólasálma og fleira.
Ömmubróðir minn er allur að hressast aftur og er ég fegin að fá að "eiga" hann aðeins lengur að...
Ingvi mágur kom í land í gær og lét mig vita rétt fyrir fjögur að hann gæti og myndi sækja dóttur sína. Helga systir sótti strákana fyrir mig úr fótboltanum svo ég labbaði eiginlega beint heim (með stutta viðkomu í Tiger á Laugaveginum). Tvíburarnir drifu sig fljótlega í að læra heima og Davíð Steinn tók sig til og las aukalestur í klukkutíma. Öflugur drengurinn! Hann las upphátt inni í eldhúsi hjá mér og kvöldmaturinn beið tilbúinn á eldavélinni tuttugu mínútum áður en hann var búinn með klukkutímann. Þetta varð til þess að Davíð náði að borða kvöldmat með okkur. Hann sá svo um að undirbúa bað fyrir strákana á meðan ég renndi á könnuna. Ég stalst til að drekka einn lítinn bolla af kaffi með manninum mínum. Ég var ekki að stelast vegna tímaleysis heldur vegna þess að ég vissi að ég myndi fá mér einn bolla í kóræfingarhléinu. Þessa dagana er ég með bjúg og stór þáttur í að halda honum í lágmarki er að passa sig á kaffinu, því miður...
Já, það var kóræfing í gærkvöldi. Ég skemmti mér mjög vel og tveir tímar voru ekki lengi að líða í góðum félagsskap og syngjandi jólasálma og fleira.
Ömmubróðir minn er allur að hressast aftur og er ég fegin að fá að "eiga" hann aðeins lengur að...
26.11.03
- Jólakortagerð -
Ég var mætt til "tvíburahálfsystur" minnar fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Við erum búnar að komast að því að okkur gengur mun betur í jólakortagerðinni ef við erum saman í henni. Þriðjudagskvöldið í síðustu viku féll niður af óviðráðanlegum orsökum en við bættum okkur það sannarlega upp í gær. Tíminn var bara alltof fljótur að líða. Sonja setti jóladiska í geislaspilarann, renndi kaffi á könnuna og einhvern tímann í miðju kafi gerðum við pásu og fengum okkur mandarínur. Semsagt mikil jólastemming, sungið, föndrað og spjallað.
Það sem hrekkur upp úr börnunum (eitt dæmi)
-"Ég svara engum spurningum á fastandi maga!", sagði Davíð Steinn er hann var nýsestur við kvöldmatarborðið hjá Helgu systur í gærkvöldi.
Og aðeins af Huldu frænku
Í fyrradag fór ég í smá leik við frænku mína, lét hana benda mér á hvar hitt og þetta væri á líkamanum hennar. Þegar ég svo spurði hvar olnbogarnir væru benti hún á hnén á sér. -"Nei, sagði ég þetta eru hnén. Sú stutta var ekki lengi að svara fyrir sig: -"Þú áttir að spyrja hvar hnén væru!". Ó, röng spurning, he he. Stuttu seinna benti hún svo á olnbogana á sér þegar ég spurði hana hvar hnén væru. (Aftur röng spurning....)
Ég var mætt til "tvíburahálfsystur" minnar fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Við erum búnar að komast að því að okkur gengur mun betur í jólakortagerðinni ef við erum saman í henni. Þriðjudagskvöldið í síðustu viku féll niður af óviðráðanlegum orsökum en við bættum okkur það sannarlega upp í gær. Tíminn var bara alltof fljótur að líða. Sonja setti jóladiska í geislaspilarann, renndi kaffi á könnuna og einhvern tímann í miðju kafi gerðum við pásu og fengum okkur mandarínur. Semsagt mikil jólastemming, sungið, föndrað og spjallað.
Það sem hrekkur upp úr börnunum (eitt dæmi)
-"Ég svara engum spurningum á fastandi maga!", sagði Davíð Steinn er hann var nýsestur við kvöldmatarborðið hjá Helgu systur í gærkvöldi.
Og aðeins af Huldu frænku
Í fyrradag fór ég í smá leik við frænku mína, lét hana benda mér á hvar hitt og þetta væri á líkamanum hennar. Þegar ég svo spurði hvar olnbogarnir væru benti hún á hnén á sér. -"Nei, sagði ég þetta eru hnén. Sú stutta var ekki lengi að svara fyrir sig: -"Þú áttir að spyrja hvar hnén væru!". Ó, röng spurning, he he. Stuttu seinna benti hún svo á olnbogana á sér þegar ég spurði hana hvar hnén væru. (Aftur röng spurning....)
25.11.03
- Stjarna vikunnar -
Hulda frænka er stjarna vikunnar á Kroppakoti. Þetta er jafnframt síðasta vikan hennar á deildinni. Í næstu viku byrjar hún á elstu deildinni Efra-koti. Þegar ég sótti skvísuna á leikskólann í gær var hún með stjörnu í barminum. Það var líka búið að líma myndir af henni og fjölskyldunni inn í stóra stjörnu, skrifa hennar eigin orð við hverja mynd og hengja stjörnuna upp á stjörnuvegginn við hlið fyrri stjarna.
Hulda frænka er stjarna vikunnar á Kroppakoti. Þetta er jafnframt síðasta vikan hennar á deildinni. Í næstu viku byrjar hún á elstu deildinni Efra-koti. Þegar ég sótti skvísuna á leikskólann í gær var hún með stjörnu í barminum. Það var líka búið að líma myndir af henni og fjölskyldunni inn í stóra stjörnu, skrifa hennar eigin orð við hverja mynd og hengja stjörnuna upp á stjörnuvegginn við hlið fyrri stjarna.
24.11.03
- Tvöfaldur dómsdagur - (...eða tvær messur á einum degi...)
Í gær var síðasti sunnudagur í kirkjuárinu. Barnakór (af eldra og yngra stigi) sungu við messuna og skírn í Hallgrímskirkju. Ég var mætt með tvíburana upp í kirkju á æfingu um hálftíu og hjálpaði þeim að finna og klæða sig í kórkyrtlana sína. Skrapp svo heim aftur fljótlega og athugaði hvort ekki væri hægt að vekja Davíð. Það var nú frekar erfitt og svo kom í ljós að hann vildi frekar nota tímann til að vinna. Messan byrjaði klukkan ellefu og Krakkarnir stóðu sig mjög vel. Þau yngri fengu svo að fara fram í sunnudagaskólann rétt fyrir prédikun.
Eftir hádegishressingu setti ég strákamálin í hendurnar á Davíð. Hann tók að sér að fara með þá á fótboltaæfingu og skutla þeim svo í afmælisveislu til eins bekkjarbróður þeirra.
Ég fékk mér gönguferð upp í kirkju Óháða safnaðarins til að hlýða á Þjóðlagamessu, fylgjast með og læra af kórnum. Þetta var bara mjög notaleg stund og ég held að það verði bara ágætt þegar ég fer að syngja í messum sjálf.
Fljótlega eftir að ég kom heim var orðið ljóst að Davíð ætlaði að reyna að nota tímann og vinna heima. Ég tók því bílinn traustataki og skrapp í heimsókn til ömmubróður míns. Hann svaf þennan stutta tíma sem ég var hjá honum. Honum hrakaði aðeins þarna fyrir helgina en það kemur ekki í ljós fyrr en í vikulokin hvort hann á eftir að ná sér aftur.
Í gær var síðasti sunnudagur í kirkjuárinu. Barnakór (af eldra og yngra stigi) sungu við messuna og skírn í Hallgrímskirkju. Ég var mætt með tvíburana upp í kirkju á æfingu um hálftíu og hjálpaði þeim að finna og klæða sig í kórkyrtlana sína. Skrapp svo heim aftur fljótlega og athugaði hvort ekki væri hægt að vekja Davíð. Það var nú frekar erfitt og svo kom í ljós að hann vildi frekar nota tímann til að vinna. Messan byrjaði klukkan ellefu og Krakkarnir stóðu sig mjög vel. Þau yngri fengu svo að fara fram í sunnudagaskólann rétt fyrir prédikun.
Eftir hádegishressingu setti ég strákamálin í hendurnar á Davíð. Hann tók að sér að fara með þá á fótboltaæfingu og skutla þeim svo í afmælisveislu til eins bekkjarbróður þeirra.
Ég fékk mér gönguferð upp í kirkju Óháða safnaðarins til að hlýða á Þjóðlagamessu, fylgjast með og læra af kórnum. Þetta var bara mjög notaleg stund og ég held að það verði bara ágætt þegar ég fer að syngja í messum sjálf.
Fljótlega eftir að ég kom heim var orðið ljóst að Davíð ætlaði að reyna að nota tímann og vinna heima. Ég tók því bílinn traustataki og skrapp í heimsókn til ömmubróður míns. Hann svaf þennan stutta tíma sem ég var hjá honum. Honum hrakaði aðeins þarna fyrir helgina en það kemur ekki í ljós fyrr en í vikulokin hvort hann á eftir að ná sér aftur.
22.11.03
- Strákapör -
Það sem þessum drengjum dettur í hug að gera. Eftirfarandi prakkarastrik er reyndar nokkuð skondið. Þegar ég kom heim úr verslunarleiðangri seinni partinn í dag voru strákarnir fyrir utan að leika sér. Ég tók eftir því að Oddur Smári var húfulaus og þegar ég innti hann eftir því hvarf Davíð Steinn...
- "Davíð Steinn var að kasta henni og hún festist hátt uppi á veggnum á húsinu hennar Birtu!"
Og viti menn, húfan var örugglega í svona 4 m hæð á veggnum og það tók Davíð a.m.k. 10 tilraunir að ná henni niður með því að kasta upp hluta af kústskafti og reyna að hitta í húfuna. Reyndar var Davíð Steinn ekki einn um að kasta húfunni því Oddur Smári sagði að húfan hans hefði ekki fests svona hátt uppi þegar hann kastaði henni. Undarlegir leikir sem krökkum dettur í hug! Sjálf er ég frekar svekkt yfir því að hafa fallið á foreldraprófinu (brást reið við með skammarræðu), ekki í fyrsta skipti svo sem en vonandi næ ég tökum á þessu fyrr en síðar!!!
Það sem þessum drengjum dettur í hug að gera. Eftirfarandi prakkarastrik er reyndar nokkuð skondið. Þegar ég kom heim úr verslunarleiðangri seinni partinn í dag voru strákarnir fyrir utan að leika sér. Ég tók eftir því að Oddur Smári var húfulaus og þegar ég innti hann eftir því hvarf Davíð Steinn...
- "Davíð Steinn var að kasta henni og hún festist hátt uppi á veggnum á húsinu hennar Birtu!"
Og viti menn, húfan var örugglega í svona 4 m hæð á veggnum og það tók Davíð a.m.k. 10 tilraunir að ná henni niður með því að kasta upp hluta af kústskafti og reyna að hitta í húfuna. Reyndar var Davíð Steinn ekki einn um að kasta húfunni því Oddur Smári sagði að húfan hans hefði ekki fests svona hátt uppi þegar hann kastaði henni. Undarlegir leikir sem krökkum dettur í hug! Sjálf er ég frekar svekkt yfir því að hafa fallið á foreldraprófinu (brást reið við með skammarræðu), ekki í fyrsta skipti svo sem en vonandi næ ég tökum á þessu fyrr en síðar!!!
- Tölvuskápur og Kardimommubærinn -
Davíð safnaði okkur fjölskyldunni saman upp úr fjögur í gær. Svo lá leiðin í TM-húsgöng þar sem við skoðuðum stórglæsilegan tölvuskáp (nú skal verða hægt að loka tölvuna inni þau fáu skipti sem hún er ekki notuð). Þessi skápur reyndist samt fremur óhentugur svo næst lá leiðin í Valhúsgöng. Þar var mun rýmri og hentugri skápur (samkvæmt mælingum Davíðs). Eftir smá umhugsun ákváðum við að skella okkur á þennan. Það skal tekið fram að þessi tölvuskápur er afmælis og jólagjöf frá foreldrum hans og fjölskyldu minni. Góð gjöf það! Að þessum viðskiptum lokum ákváðum við að halda upp á þetta með því að fá okkur að borða á NINGS.
Eftir matinn fórum við beint í Hlíðaskóla en þangað var okkur boðið til að sjá leikrit 5. SI sem Kolfinna, systir tvíburanna í Skaftahlíðinni, leikur í. Reyndar þekktum við einn bekkjarbróður hennar Tryggva Geir en hann er hálfbróðir Ingva mágs míns. Og heimurinn var enn minni því ég þekkti foreldra annars bekkjarbróður. Móðir hans söng með mér í kór FSu og faðir hans var bekkjarbróðir minn í KHÍ. En leikritið sem krakkarnir sýndu okkur var byggt að mestu á Kardimommubænum með smá innskoti úr Dýrunum úr Hálsaskógi (sunginn var söngur Hérastubbs bakara). Krakkarnir stóðu sig mjög vel og var þetta hin besta skemmtun.
Davíð safnaði okkur fjölskyldunni saman upp úr fjögur í gær. Svo lá leiðin í TM-húsgöng þar sem við skoðuðum stórglæsilegan tölvuskáp (nú skal verða hægt að loka tölvuna inni þau fáu skipti sem hún er ekki notuð). Þessi skápur reyndist samt fremur óhentugur svo næst lá leiðin í Valhúsgöng. Þar var mun rýmri og hentugri skápur (samkvæmt mælingum Davíðs). Eftir smá umhugsun ákváðum við að skella okkur á þennan. Það skal tekið fram að þessi tölvuskápur er afmælis og jólagjöf frá foreldrum hans og fjölskyldu minni. Góð gjöf það! Að þessum viðskiptum lokum ákváðum við að halda upp á þetta með því að fá okkur að borða á NINGS.
Eftir matinn fórum við beint í Hlíðaskóla en þangað var okkur boðið til að sjá leikrit 5. SI sem Kolfinna, systir tvíburanna í Skaftahlíðinni, leikur í. Reyndar þekktum við einn bekkjarbróður hennar Tryggva Geir en hann er hálfbróðir Ingva mágs míns. Og heimurinn var enn minni því ég þekkti foreldra annars bekkjarbróður. Móðir hans söng með mér í kór FSu og faðir hans var bekkjarbróðir minn í KHÍ. En leikritið sem krakkarnir sýndu okkur var byggt að mestu á Kardimommubænum með smá innskoti úr Dýrunum úr Hálsaskógi (sunginn var söngur Hérastubbs bakara). Krakkarnir stóðu sig mjög vel og var þetta hin besta skemmtun.
21.11.03
- Af Oddi Smára -
Þegar Oddur Smári kom fram í gærmorgun kvartaði hann sáran yfir því að pabbi hans hafði sent hann í rúmið snemma og án þess að fá hressingu. Þegar ég innti drenginn eftir því hvort hann hefði verið eitthvað óþægur viðurkenndi hann að hafa logið að pabba sínum en þóttist samt ekki muna hverju hann hefði logið. (Reyndar skipti það heldur ekki máli.) Ég sagði við strákinn að pabbi hefði haft rétt fyrir sér, það er ljótt að ljúga. Davíð sagði mér svo frá viðskiptum þeirra feðga í gærkvöldi. Oddur Smári var eitthvað að tuskast í bróður sínum og hætti ekki þótt Davíð Steinn bæði hann um það. Þegar Davíð var búin að heyra hvað nafni hans hafði að segja kallaði hann Odd til sín. Hann vildi bara ekki kannast við að hafa verið að gera neitt og þegar pabbi hans spurði hann hvort Davíð Steinn hefði verið að ljúga kom hik á stráksa en sagði svo það ekki vera, þeir væru báðir að segja satt (Davíð tók eftir að Oddur var búinn að setja upp prakkara svipinn sinn og spurði hann í þaula). Oddur gafst upp og sagði: -" Ohhh, komst upp um mig." Fyrir þessa yfirsjón var hann sendur beina leið í rúmið. Davíð heyrði drenginn tauta við sjálfan sig: -"Þetta er alltof mikil refsing. Það á bara að setja mann í skammakrókinn..."
Þegar Oddur Smári kom fram í gærmorgun kvartaði hann sáran yfir því að pabbi hans hafði sent hann í rúmið snemma og án þess að fá hressingu. Þegar ég innti drenginn eftir því hvort hann hefði verið eitthvað óþægur viðurkenndi hann að hafa logið að pabba sínum en þóttist samt ekki muna hverju hann hefði logið. (Reyndar skipti það heldur ekki máli.) Ég sagði við strákinn að pabbi hefði haft rétt fyrir sér, það er ljótt að ljúga. Davíð sagði mér svo frá viðskiptum þeirra feðga í gærkvöldi. Oddur Smári var eitthvað að tuskast í bróður sínum og hætti ekki þótt Davíð Steinn bæði hann um það. Þegar Davíð var búin að heyra hvað nafni hans hafði að segja kallaði hann Odd til sín. Hann vildi bara ekki kannast við að hafa verið að gera neitt og þegar pabbi hans spurði hann hvort Davíð Steinn hefði verið að ljúga kom hik á stráksa en sagði svo það ekki vera, þeir væru báðir að segja satt (Davíð tók eftir að Oddur var búinn að setja upp prakkara svipinn sinn og spurði hann í þaula). Oddur gafst upp og sagði: -" Ohhh, komst upp um mig." Fyrir þessa yfirsjón var hann sendur beina leið í rúmið. Davíð heyrði drenginn tauta við sjálfan sig: -"Þetta er alltof mikil refsing. Það á bara að setja mann í skammakrókinn..."
- Dagarnir styttast -
Það er dimmt þegar ég geng til vinnu og það er farið að skyggja aftur þegar ég stimla mig út...
Seinni partinn í gær fékk ég þær fréttir að ömmubróðir minn hefði hnigið niður á uppáhalds kaffihúsinu sínu. Hann var á gjörgæslu í nótt, meðvitundarlaus en í "jafnvægi". Rétt áðan var mamma að hringja og láta mig vita að hann væri vaknaður aftur, hefði ekki lamast en hafði mestar áhyggjur af því að hann hefði dottið í það af því hann vissi ekki hvar hann var og hvernig hann hafði komist þangað.
Það er dimmt þegar ég geng til vinnu og það er farið að skyggja aftur þegar ég stimla mig út...
Seinni partinn í gær fékk ég þær fréttir að ömmubróðir minn hefði hnigið niður á uppáhalds kaffihúsinu sínu. Hann var á gjörgæslu í nótt, meðvitundarlaus en í "jafnvægi". Rétt áðan var mamma að hringja og láta mig vita að hann væri vaknaður aftur, hefði ekki lamast en hafði mestar áhyggjur af því að hann hefði dottið í það af því hann vissi ekki hvar hann var og hvernig hann hafði komist þangað.
20.11.03
- Kjötsúpa og kóræfing -
Við frænkurnar komum við í BÓNUS á leiðinni heim til mín í gær. Mig vantaði hvítkál og steinselju (og reyndar örfáa aðra hluti) til að eiga allt til í kjötsúpugerð. Kvöldið áður hafði ég tekið út nokkra súpukjötbita því Helga systir talaði um að ég yrði að fitusnyrta kjötið. Við Hulda komum heim rétt á undan Helgu og strákunum. Ég var byrjuð að atast í eldhúsinu og byrjaði á því að skera mig í einn fingurinn. ("Nú, nú",hugsaði ég "þetta byrjar vel og verður líklega hin besta súpa...) Súpan var tilbúin rétt um sex. Mér fannst hún eitthvað bragðlítil og kryddaði með smá cayanne-pipar. En þetta hitti alla vega beint í mark. Hulda fékk sér tvisvar á diskinn og spurði svo "hvort hún mætti súpa vatnið úr skálinni..."
Þegar barnaefnið var búið í sjónvarpinu lét ég renna í bað fyrir strákana. Davíð kom heim mátulega til að aðstoða þá við að þvo sér. Ég slakaði á og bjó mig undir mæta á kóræfingu. Kvennaraddirnar æfðu einar fyrsta hálftímann. Í lok æfingarinnar fengum við nýliðarnir að fylgjast með hinum fara yfir n.k. messu, Þjóðlagamessu. Við vorum líka hvött til að mæta líka í messuna n.k. sunnudag svo það verður nóg að sýsla hjá mér þann daginn. Strákarnir eru nefnilega að syngja með barnakórnum í messu í Hallgrímskirkju á sunnudagsmorguninn..."
Og í morgun spurði Oddur Smári afhverju þeir bræður hefðu ekki fengið að gera krossgátur í gærkvöldi!
Við frænkurnar komum við í BÓNUS á leiðinni heim til mín í gær. Mig vantaði hvítkál og steinselju (og reyndar örfáa aðra hluti) til að eiga allt til í kjötsúpugerð. Kvöldið áður hafði ég tekið út nokkra súpukjötbita því Helga systir talaði um að ég yrði að fitusnyrta kjötið. Við Hulda komum heim rétt á undan Helgu og strákunum. Ég var byrjuð að atast í eldhúsinu og byrjaði á því að skera mig í einn fingurinn. ("Nú, nú",hugsaði ég "þetta byrjar vel og verður líklega hin besta súpa...) Súpan var tilbúin rétt um sex. Mér fannst hún eitthvað bragðlítil og kryddaði með smá cayanne-pipar. En þetta hitti alla vega beint í mark. Hulda fékk sér tvisvar á diskinn og spurði svo "hvort hún mætti súpa vatnið úr skálinni..."
Þegar barnaefnið var búið í sjónvarpinu lét ég renna í bað fyrir strákana. Davíð kom heim mátulega til að aðstoða þá við að þvo sér. Ég slakaði á og bjó mig undir mæta á kóræfingu. Kvennaraddirnar æfðu einar fyrsta hálftímann. Í lok æfingarinnar fengum við nýliðarnir að fylgjast með hinum fara yfir n.k. messu, Þjóðlagamessu. Við vorum líka hvött til að mæta líka í messuna n.k. sunnudag svo það verður nóg að sýsla hjá mér þann daginn. Strákarnir eru nefnilega að syngja með barnakórnum í messu í Hallgrímskirkju á sunnudagsmorguninn..."
Og í morgun spurði Oddur Smári afhverju þeir bræður hefðu ekki fengið að gera krossgátur í gærkvöldi!
19.11.03
- Heimsókn á Barnaspítala Hringsins - og fleira
Fékk leyfi til að stinga snemma af og var komin upp í Hallgrímskirkju rúmlega þrjú. Þegar allir "söngfuglarnir" voru mættir var lagt af stað með kórstjórann í farabroddi og við vorum tvær mömmur aftast. Vorum enga stund að rölta þetta og það ver vel tekið á móti krökkunum á Barnaspítala Hringsins. Sungin voru nokkur lög, m.a. eitt sem þau eru nýbyrjuð að æfa og tókst þetta glimrandi vel hjá þeim. Eftir sönginn var boðið upp á djús og kex en elstu stelpurnar þurftu að drífa sig á leiklistaræfingu (nóg að gera hjá þessu unga fólki).
Við mæðginin vorum komin á Grettisgötuna á undan mæðgunum. Helga systir var í foreldraviðtali í leikskólanum. Hulda er að færast yfir á elstu deildina um mánaðamótin. Strákarnir voru búnir að lesa og læra fyrir hálfsex, voru m.a. að finna x-orð í íslensku-bókina. Davíð var á fundi og þar sem ég var ekki viss um að sá fundur yrði búinn fyrir sex talaði ég við strákana um að labba heim. Þeim fannst það mikið í lagi en ég náði þeim ekki af stað fyrr en allt barnaefni var búið í sjónvarpinu. Við systur notuðum tækifærið og spjölluðum saman í rólegheitunum yfir kaffibolla. Rétt fyrir sjö lögðum við strákarnir í hann og komumst alla leið niður á Snorrabraut en þá renndi Davíð upp að okkur og bauð okkur far síðasta spölinn...
Um síðustu helgi fann ég þrælsniðugt krossgátublað sem heitir Þrautakóngur. Ég leit í það og datt strax í hug að þetta gæti verið eitthvað fyrir strákana og keypti blaðið. Þegar guttarnir voru búnir að fá hressingu og háttaðir spurði ég hvort þeir vildu prófa að gera krossgátu. Jú, þeir vildu það og fannst þetta bara mjög gaman. Þeir voru aðeins áttavilltir í byrjun með í hvaða átt (niður eða til vinstri) átti að skrifa orðin en þeir voru samt ekki lengi að leysa gátuna, vildu helst fá að gera aðra krossgátu. Ég er ánægð með það!!!
Fékk leyfi til að stinga snemma af og var komin upp í Hallgrímskirkju rúmlega þrjú. Þegar allir "söngfuglarnir" voru mættir var lagt af stað með kórstjórann í farabroddi og við vorum tvær mömmur aftast. Vorum enga stund að rölta þetta og það ver vel tekið á móti krökkunum á Barnaspítala Hringsins. Sungin voru nokkur lög, m.a. eitt sem þau eru nýbyrjuð að æfa og tókst þetta glimrandi vel hjá þeim. Eftir sönginn var boðið upp á djús og kex en elstu stelpurnar þurftu að drífa sig á leiklistaræfingu (nóg að gera hjá þessu unga fólki).
Við mæðginin vorum komin á Grettisgötuna á undan mæðgunum. Helga systir var í foreldraviðtali í leikskólanum. Hulda er að færast yfir á elstu deildina um mánaðamótin. Strákarnir voru búnir að lesa og læra fyrir hálfsex, voru m.a. að finna x-orð í íslensku-bókina. Davíð var á fundi og þar sem ég var ekki viss um að sá fundur yrði búinn fyrir sex talaði ég við strákana um að labba heim. Þeim fannst það mikið í lagi en ég náði þeim ekki af stað fyrr en allt barnaefni var búið í sjónvarpinu. Við systur notuðum tækifærið og spjölluðum saman í rólegheitunum yfir kaffibolla. Rétt fyrir sjö lögðum við strákarnir í hann og komumst alla leið niður á Snorrabraut en þá renndi Davíð upp að okkur og bauð okkur far síðasta spölinn...
Um síðustu helgi fann ég þrælsniðugt krossgátublað sem heitir Þrautakóngur. Ég leit í það og datt strax í hug að þetta gæti verið eitthvað fyrir strákana og keypti blaðið. Þegar guttarnir voru búnir að fá hressingu og háttaðir spurði ég hvort þeir vildu prófa að gera krossgátu. Jú, þeir vildu það og fannst þetta bara mjög gaman. Þeir voru aðeins áttavilltir í byrjun með í hvaða átt (niður eða til vinstri) átti að skrifa orðin en þeir voru samt ekki lengi að leysa gátuna, vildu helst fá að gera aðra krossgátu. Ég er ánægð með það!!!
18.11.03
- Morgunstund gefur gull í mund -
Rétt fyrir háttinn í gær spurði Davíð Steinn mig hvenær við myndum byrja að telja niður dagana til jóla. Tvíburarnir rífa sig alltaf á fætur um sjö til að geta borðað morgunmat með mér. Þar sem ég hafði útbúið skólanestið þeirra í gærkvöldi hafði ég góðan tíma til að setjast niður með þeim og spjalla. Vorum m.a. að spjalla um ár aldur og ártöl. Þegar ég sagði þeim að ég hefði verið sex ára árið 1974 spurði Davíð Steinn: - "Réði þá danski kóngurinn yfir þér?"
Rétt fyrir háttinn í gær spurði Davíð Steinn mig hvenær við myndum byrja að telja niður dagana til jóla. Tvíburarnir rífa sig alltaf á fætur um sjö til að geta borðað morgunmat með mér. Þar sem ég hafði útbúið skólanestið þeirra í gærkvöldi hafði ég góðan tíma til að setjast niður með þeim og spjalla. Vorum m.a. að spjalla um ár aldur og ártöl. Þegar ég sagði þeim að ég hefði verið sex ára árið 1974 spurði Davíð Steinn: - "Réði þá danski kóngurinn yfir þér?"
17.11.03
- Þeytingur og fleira -
Skrapp aðeins út í hádeginu og fékk mér svona hálftíma göngu við aðra konu. Mamma hringdi svo í mig um hálftvö og spurði hvort ég væri ekki með lykla af Grettisgötunni. Hún var að koma frá Akureyri, skutlaðist með dót á Grettisgötuna og læsti svo alla lykla inni, þar með talið bíllyklana. Ég fékk að skreppa frá og bjarga málunum. Var ekki nema um átta mínútur að "skokka" þetta (er orðin svo létt á mér aftur). Um fjögur sótti ég Huldu frænku á leikskólann, saman röltum við heim til hennar að ná í kerruna og svo brunaði ég með hana næstum beint á Hrefnugötuna. (Kom aðeins við í hraðbanka.)
Það hefur áður komið fram að Hulda hreinlega elskar bleikan lit. Hún vill helst vera bleik-klædd frá toppi til táar og er það líka oftast. Nú er búinn að bætast við "dásamlega bleikur trefill" sem er prjónaður í sama stíl og dulan sem langamma hennar heitin í föðurætt prjónaði handa henni áður en hún fæddist. Þetta átti víst að vera dúkkuteppi en sú stutta var ekki gömul þegar hún tók ástfóstri við þessa bleiku dulu sem í dag er ekkert orðin nema samanvöðlaðir nokkrir garnspottar. Eftirfarandi samtal áttum við frænkur svo eftir að við komum á heim Hrefnugötuna:
H. -"Anna frænka, hver er uppáhalds liturinn þinn?"
Ég. -"Grænn!"
H. -"Líka bleikur?"
Ég. -"Nei, en kannski rauður líka."
H. -"En þú átt dásamlega bleikt handklæði!"
Ég. -"Já, þetta er uppáhalds handklæðið mitt."
H. -"Ég ætla að knúsa handklæðið þitt. Aaaaaa..."
Skrapp aðeins út í hádeginu og fékk mér svona hálftíma göngu við aðra konu. Mamma hringdi svo í mig um hálftvö og spurði hvort ég væri ekki með lykla af Grettisgötunni. Hún var að koma frá Akureyri, skutlaðist með dót á Grettisgötuna og læsti svo alla lykla inni, þar með talið bíllyklana. Ég fékk að skreppa frá og bjarga málunum. Var ekki nema um átta mínútur að "skokka" þetta (er orðin svo létt á mér aftur). Um fjögur sótti ég Huldu frænku á leikskólann, saman röltum við heim til hennar að ná í kerruna og svo brunaði ég með hana næstum beint á Hrefnugötuna. (Kom aðeins við í hraðbanka.)
Það hefur áður komið fram að Hulda hreinlega elskar bleikan lit. Hún vill helst vera bleik-klædd frá toppi til táar og er það líka oftast. Nú er búinn að bætast við "dásamlega bleikur trefill" sem er prjónaður í sama stíl og dulan sem langamma hennar heitin í föðurætt prjónaði handa henni áður en hún fæddist. Þetta átti víst að vera dúkkuteppi en sú stutta var ekki gömul þegar hún tók ástfóstri við þessa bleiku dulu sem í dag er ekkert orðin nema samanvöðlaðir nokkrir garnspottar. Eftirfarandi samtal áttum við frænkur svo eftir að við komum á heim Hrefnugötuna:
H. -"Anna frænka, hver er uppáhalds liturinn þinn?"
Ég. -"Grænn!"
H. -"Líka bleikur?"
Ég. -"Nei, en kannski rauður líka."
H. -"En þú átt dásamlega bleikt handklæði!"
Ég. -"Já, þetta er uppáhalds handklæðið mitt."
H. -"Ég ætla að knúsa handklæðið þitt. Aaaaaa..."
16.11.03
- Samtal yfir borðhaldi -
Í hádeginu í gær hafði ég smálúðu. Davíð var að vinna svo við mæðginin vorum bara þrjú. Sem við erum að byrjuð á kræsingunum segi ég ég allt í einu:
-"Vitið þið strákar að lúða var uppáhalds maturinn hennar langömmu ykkar?!!!"
D.S.: -"Langamma var ótrúlega góð við okkur!"
Ég: -"Já, henni þótti líka mjög vænt um ykkur!"
D.S.: -"En svo breyttist lífið..."
Það eru tvö og hálft ár síðan amma dó en þeir muna mjög vel eftir henni og mörgu af því sem hún gerði fyrir þá.
Í hádeginu í gær hafði ég smálúðu. Davíð var að vinna svo við mæðginin vorum bara þrjú. Sem við erum að byrjuð á kræsingunum segi ég ég allt í einu:
-"Vitið þið strákar að lúða var uppáhalds maturinn hennar langömmu ykkar?!!!"
D.S.: -"Langamma var ótrúlega góð við okkur!"
Ég: -"Já, henni þótti líka mjög vænt um ykkur!"
D.S.: -"En svo breyttist lífið..."
Það eru tvö og hálft ár síðan amma dó en þeir muna mjög vel eftir henni og mörgu af því sem hún gerði fyrir þá.
15.11.03
- Fyrsta flautukennslustundin og fleira -
Stuttu fyrir fjögur í gær sá maðurinn minn fram á að hann kæmist ekki frá til að sækja strákana. Þar sem hann sjálfur er alltaf á bílnum varð hann einhvern veginn að redda málunum og ég treysti því. Það tók mig rétt tæpar tuttugu mínútur að arka beina leið heim og var ég rétt búin að hengja af mér þegar dyrabjallan hringdi. Strákarnir voru komnir heim og hafði Gummi "frændi" bjargað málunum.
Hafði lofað drengjunum að strax og við værum komin heim myndi blokkflautu-kennslan byrja. (Fékk þó leyfi til að skreppa út í Fiskbúð Einars fyrst). En svo rann upp hin langþráða stund (Oddur er nefnilega búinn að bíða alveg síðan það komst til tals að kaupa flautur). Þeir ákváðu að hafa þetta þannig að annar fengi að leika sér í tölvunni á meðan hinn væri að læra og æfa sig á flautuna. En endirinn varð samt sá að þeir voru báðir að spila í einu. Það kom mér svolítið á óvart að fingurnir voru meira að flækjast á Davíð Steini til að byrja með en hann náði samt hreinni tón ef eitthvað er. Strax klukkan átta í morgun spurði Oddur Smári mig hvort hann mætti æfa sig á flautuna.. Já, áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi og nú verð athuga með fleiri nótur. Þessar sem við fengum lánaðar úr Skaftahlíðinni duga bara í fyrstu tvö til þrjú skiptin.
Sjálf var ég átta ára þegar ég byrjaði að læra á blokkflautu í Tónlistaskóla Rangæinga. Lærði í tvo vetur en hætti svo næstum í tónlistarskólanum (þrjóskan í mér, lenti aðeins upp á kant við kennarann vorið sem ég var að klára níu ára bekk. Ég hélt að ég væri að missa af sundrútunni en hún vildi æfa einu sinni enn og einu sinni enn....). Haustið eftir byrjaði ég að læra á orgel. (inn á milli og í gegnum tíðina hef ég þó stöku sinnum gripið í flautuna).
Stuttu fyrir fjögur í gær sá maðurinn minn fram á að hann kæmist ekki frá til að sækja strákana. Þar sem hann sjálfur er alltaf á bílnum varð hann einhvern veginn að redda málunum og ég treysti því. Það tók mig rétt tæpar tuttugu mínútur að arka beina leið heim og var ég rétt búin að hengja af mér þegar dyrabjallan hringdi. Strákarnir voru komnir heim og hafði Gummi "frændi" bjargað málunum.
Hafði lofað drengjunum að strax og við værum komin heim myndi blokkflautu-kennslan byrja. (Fékk þó leyfi til að skreppa út í Fiskbúð Einars fyrst). En svo rann upp hin langþráða stund (Oddur er nefnilega búinn að bíða alveg síðan það komst til tals að kaupa flautur). Þeir ákváðu að hafa þetta þannig að annar fengi að leika sér í tölvunni á meðan hinn væri að læra og æfa sig á flautuna. En endirinn varð samt sá að þeir voru báðir að spila í einu. Það kom mér svolítið á óvart að fingurnir voru meira að flækjast á Davíð Steini til að byrja með en hann náði samt hreinni tón ef eitthvað er. Strax klukkan átta í morgun spurði Oddur Smári mig hvort hann mætti æfa sig á flautuna.. Já, áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi og nú verð athuga með fleiri nótur. Þessar sem við fengum lánaðar úr Skaftahlíðinni duga bara í fyrstu tvö til þrjú skiptin.
Sjálf var ég átta ára þegar ég byrjaði að læra á blokkflautu í Tónlistaskóla Rangæinga. Lærði í tvo vetur en hætti svo næstum í tónlistarskólanum (þrjóskan í mér, lenti aðeins upp á kant við kennarann vorið sem ég var að klára níu ára bekk. Ég hélt að ég væri að missa af sundrútunni en hún vildi æfa einu sinni enn og einu sinni enn....). Haustið eftir byrjaði ég að læra á orgel. (inn á milli og í gegnum tíðina hef ég þó stöku sinnum gripið í flautuna).
14.11.03
- Ég veit varla hvar ég á að byrja -
Helga systir sá um matinn í gær. Strákarnir komu tveir og einn af kóræfingu á Grettisgötuna. Það er hálgert stríð á milli bræðranna. Sl. þriðjudag biðu Oddur og Bjössi eftir Davíð Steini en svo hljóp sá síðast nefndi á undan þeim. Það féll ekki í kramið hjá Oddi og í gær beið hann ekki eftir bróður sínum. Þeir Bjössi voru sestir við að læra þegar Davíð Steinn kom loksins. Hann var frekar sár og beygði af, sagðist hafa þurft að snúa við og sækja töskuna sína og kvartaði í fótunum. Sennilega tók ég ekki rétt á þessu máli eða skrapp of fljótt frá (þurfti að ná í nokkrar nauðsynjar í BÓNUS) áður en allir voru búnir að jafna sig. Ég var ekki mikið meira en tíu mínútur en það var allt í háalofti á milli bræðranna og Bjössi vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera...
En ég ætla frekar að segja aðeins frá tónleikunum sem ég fór á í gærkvöldi. Þar er af nógu að taka og mun varla fara að greina frá öllum smáatriðunum, (eða hvað, mér hættir oft til að vera of nákvæm). Þetta voru styrktartónleikar sem Lionsklúbburinn Fjörgyn sá um til styrktar BUGL. Allir þeir sem stóðu að þessu og allir listamennirnir sem komu fram gáfu vinnu sína. Ég tók eftir því að langflestir tónleikagestir voru óvanalega stundvísir. Þegar ég kom að kirkjunni (um hálfátta) voru öll möguleg og ómöguleg bílastæði í grenndinni upptekin. Fékk þó stæði við Foldaskóla og sæti aftarlega í kirkjunni.
Um átta hófust tónleikarnir með ávarpi séra Vigfús Þórs Árnasonar. Hann gaf svo boltann til Felix Bergssonar sem var kynnir kvöldsins og stóð sig mjög vel. Og það gerðu líka allir þeir listamenn sem komu fram. Eitt af því fáa sem var hægt að finna að (fyrir okkur sem sátum aftast) var að söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir notaði ekki hljóðnema þegar hún söng sín tvö lög og svo hefði líka alveg verið óhætt að sleppa hléinu sem var gert á milli áttunda og níunda atriðis (af 13). Kirkjan var full af fólki, það kom fram að seldir voru nákvæmlega 1.125 miðar enda þurfti að bæta við sætum og notast við garðstóla. Þessir tveir og hálfi tími (með hléi) liðu undra fljótt enda leiddist manni ekki. Ég ætla alls ekki að gera upp á milli allra þeir sem komu fram en verð samt að minnast á Gospelkór Reykjavíkur. Ég væri alveg til í að prófa að syngja í svona kór. Helga Vilborg kórstjóri barnakórs Hallgrímskirkju syngur með honum og í einu laginu sá hún um einsönginn. Þvílík rödd sem stúlkan hefur!!! Til að ljúka loksins máli mínu vil ég endilega láta það koma fram að mér fannst ég fá heilmikið fyrir fimmtánhundruð krónurnar sem ég gaf fyrir miðann á tónleikana.
Helga systir sá um matinn í gær. Strákarnir komu tveir og einn af kóræfingu á Grettisgötuna. Það er hálgert stríð á milli bræðranna. Sl. þriðjudag biðu Oddur og Bjössi eftir Davíð Steini en svo hljóp sá síðast nefndi á undan þeim. Það féll ekki í kramið hjá Oddi og í gær beið hann ekki eftir bróður sínum. Þeir Bjössi voru sestir við að læra þegar Davíð Steinn kom loksins. Hann var frekar sár og beygði af, sagðist hafa þurft að snúa við og sækja töskuna sína og kvartaði í fótunum. Sennilega tók ég ekki rétt á þessu máli eða skrapp of fljótt frá (þurfti að ná í nokkrar nauðsynjar í BÓNUS) áður en allir voru búnir að jafna sig. Ég var ekki mikið meira en tíu mínútur en það var allt í háalofti á milli bræðranna og Bjössi vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera...
En ég ætla frekar að segja aðeins frá tónleikunum sem ég fór á í gærkvöldi. Þar er af nógu að taka og mun varla fara að greina frá öllum smáatriðunum, (eða hvað, mér hættir oft til að vera of nákvæm). Þetta voru styrktartónleikar sem Lionsklúbburinn Fjörgyn sá um til styrktar BUGL. Allir þeir sem stóðu að þessu og allir listamennirnir sem komu fram gáfu vinnu sína. Ég tók eftir því að langflestir tónleikagestir voru óvanalega stundvísir. Þegar ég kom að kirkjunni (um hálfátta) voru öll möguleg og ómöguleg bílastæði í grenndinni upptekin. Fékk þó stæði við Foldaskóla og sæti aftarlega í kirkjunni.
Um átta hófust tónleikarnir með ávarpi séra Vigfús Þórs Árnasonar. Hann gaf svo boltann til Felix Bergssonar sem var kynnir kvöldsins og stóð sig mjög vel. Og það gerðu líka allir þeir listamenn sem komu fram. Eitt af því fáa sem var hægt að finna að (fyrir okkur sem sátum aftast) var að söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir notaði ekki hljóðnema þegar hún söng sín tvö lög og svo hefði líka alveg verið óhætt að sleppa hléinu sem var gert á milli áttunda og níunda atriðis (af 13). Kirkjan var full af fólki, það kom fram að seldir voru nákvæmlega 1.125 miðar enda þurfti að bæta við sætum og notast við garðstóla. Þessir tveir og hálfi tími (með hléi) liðu undra fljótt enda leiddist manni ekki. Ég ætla alls ekki að gera upp á milli allra þeir sem komu fram en verð samt að minnast á Gospelkór Reykjavíkur. Ég væri alveg til í að prófa að syngja í svona kór. Helga Vilborg kórstjóri barnakórs Hallgrímskirkju syngur með honum og í einu laginu sá hún um einsönginn. Þvílík rödd sem stúlkan hefur!!! Til að ljúka loksins máli mínu vil ég endilega láta það koma fram að mér fannst ég fá heilmikið fyrir fimmtánhundruð krónurnar sem ég gaf fyrir miðann á tónleikana.
13.11.03
- Langar göngur og kórmátun -
Viðraði mig í hádeginu í gær enda var veðrið til þess. Náði að kíkja aðeins á Dagbjörtu og Magneu sem taka á móti aðstandendum ungra barna í opnu húsi einu sinni í viku í Hallgrímskirkju. Þar var ég reglulegur gestur í næstum sex ár og var mjög gott að eiga þarna athvarf.
Rétt um fjögur setti ég svo í fluggírinn og arkaði allaleið í Valsheimilið (var aðeins um tuttugu mínútur á leiðinni) þar sem strákarnir voru rétt að ljúka við æfingu. Mér skilst að Oddur hafi haldið ró sinni allan tímann. Hann var nú líka rólegur í tíðinni í fataklefanum og ég hélt reyndar á tímabili að við myndum aldrei komast heim. En þangað komum við upp úr klukkan fimm og voru báðir drengirnir búinir að hespa heimanáminu af fyrir sex.
Þótt ekki sé langt að fara á kóræfingar (í Kirkju Óháðasafnaðarins) þá var ég alveg búin að fá nóg af göngu um daginn og fór á bílnum. Ég fékk mjög góðar móttökur og virtist alveg smella inn í hópinn. Kvennaraddirnar áttu að byrja æfingu en einn kórfélagi minn úr Landsbankakórnum mætti samt um hálfníu til að taka á móti mér. Svei, mér þá, röddin mín er aftur búin að finna sér starfsvettvang og það er vel!
Viðraði mig í hádeginu í gær enda var veðrið til þess. Náði að kíkja aðeins á Dagbjörtu og Magneu sem taka á móti aðstandendum ungra barna í opnu húsi einu sinni í viku í Hallgrímskirkju. Þar var ég reglulegur gestur í næstum sex ár og var mjög gott að eiga þarna athvarf.
Rétt um fjögur setti ég svo í fluggírinn og arkaði allaleið í Valsheimilið (var aðeins um tuttugu mínútur á leiðinni) þar sem strákarnir voru rétt að ljúka við æfingu. Mér skilst að Oddur hafi haldið ró sinni allan tímann. Hann var nú líka rólegur í tíðinni í fataklefanum og ég hélt reyndar á tímabili að við myndum aldrei komast heim. En þangað komum við upp úr klukkan fimm og voru báðir drengirnir búinir að hespa heimanáminu af fyrir sex.
Þótt ekki sé langt að fara á kóræfingar (í Kirkju Óháðasafnaðarins) þá var ég alveg búin að fá nóg af göngu um daginn og fór á bílnum. Ég fékk mjög góðar móttökur og virtist alveg smella inn í hópinn. Kvennaraddirnar áttu að byrja æfingu en einn kórfélagi minn úr Landsbankakórnum mætti samt um hálfníu til að taka á móti mér. Svei, mér þá, röddin mín er aftur búin að finna sér starfsvettvang og það er vel!
12.11.03
- Sitt lítið af hinu og þessu í góðum graut -
Jæja, það er loksins komið að mér að drífa mig út á kvöldin. Og þá munar ekki um útstáelsið. Í gærkvöldi heimsótti ég "tvíburahálfsystur" mína því við vorum búnar að ákveða jólakortagerð saman. Ég var mætt rétt fyrir klukkan átta og ætlaði að vera komin heim vel fyrir miðnætti (passa augað sem reyndar er á góðum batavegi...). Sonja setti m.a. jóladisk í græjurnar og við gleymdum gjörsamlega tímanum í föndrinu, léttu spjalli og kaffidrykkju (reyndi samt að passa þambið). Þegar við litum næst á klukkuna var hún að ganga ellefu og við vorum með það á hreinu að klukkan væri eitthvað snargalin. Við vorum fullvissar um að við vorum bara búnar að sitja og föndra í svona klukkutíma. Ég rétt náði að koma heim áður en klukkan sló tólf á miðnætti en það er ekki þar með sagt að ég hafi sofnað alveg strax...
Í kvöld ætla ég svo að máta nýjan kór og segi líklega betur frá því næst þegar ég blogga. Svo er ég búin að kaupa mér miða á styrktartónleika sem fara fram í Grafarvogskirkju n.k. fimmtudagskvöld. Semsagt þrjú kvöld í röð, ég ætti að verða sæmilega endurnærð og ná að jafna mig á nýliðinni vinnutörn Davíðs.
Davíð Steinn er mun samviskusamari með heimanámið heldur en bróðir hans. Ég vil alls ekki þrýsta á Odd Smára og hann kemur sér alltaf að verki á endanum því hann vill ekki skila ókláruðum verkefnum í skólann. Oddur hefur hins vegar brennandi áhuga á því að æfa sig einn fyrir hljómsveita-gjörninginn. Þá vill hann helst vera á flautunni (í takt við skemmtarann) og er farinn að ná þokkalegum tónum á hana. Ég þarf að drífa mig í að huga að nótum fyrir þá og kenna þeim að lesa þær og spila...
Jæja, það er loksins komið að mér að drífa mig út á kvöldin. Og þá munar ekki um útstáelsið. Í gærkvöldi heimsótti ég "tvíburahálfsystur" mína því við vorum búnar að ákveða jólakortagerð saman. Ég var mætt rétt fyrir klukkan átta og ætlaði að vera komin heim vel fyrir miðnætti (passa augað sem reyndar er á góðum batavegi...). Sonja setti m.a. jóladisk í græjurnar og við gleymdum gjörsamlega tímanum í föndrinu, léttu spjalli og kaffidrykkju (reyndi samt að passa þambið). Þegar við litum næst á klukkuna var hún að ganga ellefu og við vorum með það á hreinu að klukkan væri eitthvað snargalin. Við vorum fullvissar um að við vorum bara búnar að sitja og föndra í svona klukkutíma. Ég rétt náði að koma heim áður en klukkan sló tólf á miðnætti en það er ekki þar með sagt að ég hafi sofnað alveg strax...
Í kvöld ætla ég svo að máta nýjan kór og segi líklega betur frá því næst þegar ég blogga. Svo er ég búin að kaupa mér miða á styrktartónleika sem fara fram í Grafarvogskirkju n.k. fimmtudagskvöld. Semsagt þrjú kvöld í röð, ég ætti að verða sæmilega endurnærð og ná að jafna mig á nýliðinni vinnutörn Davíðs.
Davíð Steinn er mun samviskusamari með heimanámið heldur en bróðir hans. Ég vil alls ekki þrýsta á Odd Smára og hann kemur sér alltaf að verki á endanum því hann vill ekki skila ókláruðum verkefnum í skólann. Oddur hefur hins vegar brennandi áhuga á því að æfa sig einn fyrir hljómsveita-gjörninginn. Þá vill hann helst vera á flautunni (í takt við skemmtarann) og er farinn að ná þokkalegum tónum á hana. Ég þarf að drífa mig í að huga að nótum fyrir þá og kenna þeim að lesa þær og spila...
10.11.03
- Alltaf í boltanum -
Oddur Smári varð alveg brjálaður á æfingu sl. sunnudag. Þeir bræður voru að keppa hvor í sínu liðinu og þar sem það voru bara þrír í liðinu hans Davíðs Steins var Benni þjálfari með því liði. Svo gerist það í hita leiksins að markvörðurinn fer í fæturnar á Davíð Steini þegar sá síðarnefndi er að komast í færi og það er dæmt víti. Davíð Steinn skorar úr vítinu og urðu þetta úrslit þessa leiks. Um leið og flautað var af brjálaðist Oddur, "Þetta er ósanngjarnt! Það var ekkert víti hann hljóp bara á markvörðinn og lét sig detta..." Benni varð að setjast niður hjá honum og tala hann til en stráksi var enn að tuða um þetta eftir æfinguna og var þar af leiðandi langsíðastur að klæða sig. Hann er reyndar alltaf seinn því hann þarf yfirleitt að tala svo mikið....
Oddur Smári varð alveg brjálaður á æfingu sl. sunnudag. Þeir bræður voru að keppa hvor í sínu liðinu og þar sem það voru bara þrír í liðinu hans Davíðs Steins var Benni þjálfari með því liði. Svo gerist það í hita leiksins að markvörðurinn fer í fæturnar á Davíð Steini þegar sá síðarnefndi er að komast í færi og það er dæmt víti. Davíð Steinn skorar úr vítinu og urðu þetta úrslit þessa leiks. Um leið og flautað var af brjálaðist Oddur, "Þetta er ósanngjarnt! Það var ekkert víti hann hljóp bara á markvörðinn og lét sig detta..." Benni varð að setjast niður hjá honum og tala hann til en stráksi var enn að tuða um þetta eftir æfinguna og var þar af leiðandi langsíðastur að klæða sig. Hann er reyndar alltaf seinn því hann þarf yfirleitt að tala svo mikið....
9.11.03
- Smá svekkelsi -
Afleiðingar augnlokaaðgerðarinnar, vinnutörn Davíðs og smá misskilningur olli því að ég missti af kórpartýi Landsbankakórsins. Ég var búin að vita af þessu í rúmar þrjár vikur og ákveðin í að fara út að borða og í karaokí laugardagskvöldið 8. nóvember, taldi dagana á tímabili og svo þurrkaðist þetta út úr minninu á ögurstundu. Jæja, augað er enn að pirra mig en hárunum sem mér finnst vera í því fækkar óðum.
Annars var stofnuð hljómsveit hér seinni partinn í gær. Strákarnir höfðu boðið inn til sín Birtu og sex ára snáða, Jökli eftir að hafa verið úti með þeim síðar nefnda og rignt niður í tæpa tvo tíma í gær. Hugmyndin að hljómsveitinni kom reyndar ekki fyrr en Jökull var farinn því fram að því voru þau að leika sér í allt öðru.
Draugabandið DBO leikur á skemmtarann, blokkflautu og vasaljós og virkar best að æfingar og tónleikar fari fram í myrkri. En í þessum skrifuðum orðum eru þau engu að síður byrjuð æfingar á fullu og að prufa að skipta með sér hljóðfærunum. Vasaljósið sér um að lýsa upp draugana sem þau bjuggu til í gær.
Davíð komst heim á áttunda tímanum í gærkvöldi og þurfti ekki að fara aftur fyrr en klukkan níu í morgun. Ég var með heimabakaða pizzu í matinn. Hafði byggmjöl og heilhveiti í botninum, ofan á smurði ég tomato paste að venju og var svo með afgang af bygggrjónum, rækjur, túnfisk, lauk, gulrætur, blóm- og spergilkál ofaná. Ofan á allt saman setti ég nokkrar sneiðar af Gotta osti. Ég hef sjaldan séð Davíð Stein borða eins mikið, hann bað tvisvar um ábót. Ein pizza var nóg fyrir okkur öll en hún kláraðist alveg upp til agna.
Til stóð að fara í messu í morgun en annar drengurinn setti sig á móti því. Þeir vöknuðu líka óvanalega seint eða um hálftíu og eins og fyrr segir er augað enn að pirra mig. Mig grunar reyndar líka að sá sem stakk upp á kirkjuferðinni hafi borið hag Tóta fyrir brjósti, en bangsinn fær kannski að fara á knattspyrnuæfingu í staðinn...
Afleiðingar augnlokaaðgerðarinnar, vinnutörn Davíðs og smá misskilningur olli því að ég missti af kórpartýi Landsbankakórsins. Ég var búin að vita af þessu í rúmar þrjár vikur og ákveðin í að fara út að borða og í karaokí laugardagskvöldið 8. nóvember, taldi dagana á tímabili og svo þurrkaðist þetta út úr minninu á ögurstundu. Jæja, augað er enn að pirra mig en hárunum sem mér finnst vera í því fækkar óðum.
Annars var stofnuð hljómsveit hér seinni partinn í gær. Strákarnir höfðu boðið inn til sín Birtu og sex ára snáða, Jökli eftir að hafa verið úti með þeim síðar nefnda og rignt niður í tæpa tvo tíma í gær. Hugmyndin að hljómsveitinni kom reyndar ekki fyrr en Jökull var farinn því fram að því voru þau að leika sér í allt öðru.
Draugabandið DBO leikur á skemmtarann, blokkflautu og vasaljós og virkar best að æfingar og tónleikar fari fram í myrkri. En í þessum skrifuðum orðum eru þau engu að síður byrjuð æfingar á fullu og að prufa að skipta með sér hljóðfærunum. Vasaljósið sér um að lýsa upp draugana sem þau bjuggu til í gær.
Davíð komst heim á áttunda tímanum í gærkvöldi og þurfti ekki að fara aftur fyrr en klukkan níu í morgun. Ég var með heimabakaða pizzu í matinn. Hafði byggmjöl og heilhveiti í botninum, ofan á smurði ég tomato paste að venju og var svo með afgang af bygggrjónum, rækjur, túnfisk, lauk, gulrætur, blóm- og spergilkál ofaná. Ofan á allt saman setti ég nokkrar sneiðar af Gotta osti. Ég hef sjaldan séð Davíð Stein borða eins mikið, hann bað tvisvar um ábót. Ein pizza var nóg fyrir okkur öll en hún kláraðist alveg upp til agna.
Til stóð að fara í messu í morgun en annar drengurinn setti sig á móti því. Þeir vöknuðu líka óvanalega seint eða um hálftíu og eins og fyrr segir er augað enn að pirra mig. Mig grunar reyndar líka að sá sem stakk upp á kirkjuferðinni hafi borið hag Tóta fyrir brjósti, en bangsinn fær kannski að fara á knattspyrnuæfingu í staðinn...
8.11.03
- Eineyg - ...í gær allavega...
Sl. fimmtudag hljóp ég upp í Hallgrímskirkju um fjögur. Hafði brýnt fyrir drengjunum að bíða eftir mér ef ég væri ekki komin áður en kóræfingunni lyki. Ég kom alveg mátulega því það tekur alltaf smá tíma að klæða sig, taka sig saman og koma sér út. Það fyrsta sem Oddur Smári tilkynnti mér var að Tóti væri með honum og yrði í heimsókn um helgina. Bjössi annar tvíburinn "hennar mömmu" er líka byrjaður í kórnum og kom hann með okkur heim. Heima fengu allir strákarnir vatnssopa og svo setti ég þeim fyrir. Davíð Steinn fékk að lesa fyrir Tóta, Oddur Smári vann í heima- og aukastærðfræðinni í eldhúsinu og Bjössi sat einnig við eldhúsborðið og lauk við öll skriflegu verkefnin sín. Þar á meðal átti ég að velja nokkur erfið orð fyrir hann til að skrifa niður. Þegar sá fyrst nefndi hafði lokið lestrinum vann hann heimastærðfræðina sína inni í stofu. Strákarnir fengu svo að leika sér milli fimm og sex en þá var Bjössi sóttur.
Á meðan tvíburarnir horfðu á barnaefnið gerði ég tilraunir í eldhúsinu og studdist við uppskrift sem ég fann á link á á heimasíðu nöfnu minnar: "Einfaldur...". Ég fór nú ekki alveg eftir leiðbeiningunum í þetta sinn en þótt ég væri ánægð með útkomuna ætla ég að fara nákvæmar eftir uppskriftinni næst...
Davíð rétt skrapp heim í mat um átta og stoppaði í tæpan hálftím. Hann kom heim aftur um fimm á föstudagsmorguninn. Hann svaf í innan við þrjá tíma og spurði mig þá hvort ég treysti mér ekki til að hafa bara bílinn, keyra mig sjálf úr aðgerðinni og sækja strákana svo í skólann seinna um daginn. "Ég, get það ef ég verð!"
Skutlaði strákunum í skólann og Davíð í vinnuna. Ég átti tíma hjá augnloka-sérfræðingnum klukkan 9:20 og var mætt rétt rúmlega níu. Komst því að næstum því strax því sá sem skráður var í þann tíma var ekki kominn. Aðgerðin gekk hratt fyrir sig. Fékk dropa í augað. Sérfræðingurinn deyfði augnlokið, brenndi burt þykkildið og að lokum var sett smyrsl í augað. Þetta tók innan við tíu mínútur því ég var komin fram aftur áður en klukkan var orðin tuttugu mínútur yfir. Ský (smyrslaský) var yfir auganu og varð ég að hafa það lokað. Um leið og ég greiddi fyrir aðgerðina afhenti sérfræðingurinn mér lyfseðil því ég þyrfti að setja þetta smyrsl í augað á mér þrisvar á dag næstu dagana. Einnig var mér bent á að ég skyldi reyna að kæla svæðið strax og ég kæmi heim "Úff", hugsaði ég með mér, "hvernig skyldi svo ganga að keyra, eineygð...?". Deyfingin virkaði ennþá og ég taldi að ég hefði nægan tíma til að leysa út lyfseðilinn og koma mér heim.
Upp úr klukkan hálftíu lagði ég inn lyfseðilinn í Lyfju í Lágmúla (og komst að því að stundum borgar sig ekki að vera of þolinmóður). "Þú verður kölluð upp!" Síðan tók við endalaus bið. Skoðaði í hillurnar. Fann ýmislegt sem ég sá þörf fyrir. Stóð og beið! Settist niður og beið! Rétt fyrir tíu spurðist ég fyrir um lyfseðilinn. "Engin afgreidd lyf á Önnu í hillunni." Settist aftur og beið meira. Var alveg að missa þolinmæðina og farin að finna óþægindi fyrir auganu og augnlokinu. Ég var líka farin að sjá að allt fólkið sem kom á eftir mér inn var að fá sína lyfseðla afgreidda. Hvað var eiginlega í gangi? Ég ákvað að spyrja aftur. Jamm, í ljós kom að það hafði aldrei verið lagður inn lyfseðill á mínu nafni. Lyfseðillinn sem ég var með í fórum mínum var stílaður á manninn sem átti að vera á undan mér í aðgerðaröðinni....
Kom heim rúmlega hálfellefu með kökkinn hálsinum (en með smyrslið í fórum mínum) og orðin viðþolslaus í auganum. Kældi augað með köldum rökum klút á meðan "kælipúðar" úr Lyfju voru að kólna í frystihólfinu. Ég lagðist fyrir en gat engan veginn verið. Fljótlega hringdi ég í pabba, gerði grín að ástandinu mínu og losnaði þannig við kökkinn að mestu leyti. Eftir að hafa talað við pabba fann ég það út að það dreifði huganum að tala. Hringdi því í "tvíburahálfsystur mína". Við vorum lengi í símanum.
Sótti strákana um hálftvö og sagði þeim að þeir yrðu að vera þolinmóðir við mömmu sína. Þeir byrjuðu á að læra, Oddur reiknaði í aukareiknisbókina og Steinn las heimalestur og skrifaði tíu sagnir. Síðan leyfði ég þeim að leika sér í heimilistölvunni, "pabba-tölvu" eins og hún er oftast kölluð. Ég dreifði huganum meira og hringdi m.a. í mömmu hennar. Allan tímann hafði ég enga sinnu á því að taka inn verkjalyf við augnpirringnum, (ein lengi að fatta...)
Hafði slátur í kvöldmatinn, leyfði strákunum að horfa á Disneymyndina en las ekki fyrir þá. Fór í rúmið um leið og þeir (um tíu). Þakkaði þeim fyrir hvað þeir hefðu verið þolinmóðir við mig og duglegir að bjarga sér. "Ég bjargaði mér með einn vatnssopa eða tvo", sagði Davíð Steinn. Davíð kom heim stuttu seinna til að ná í bilinn. Hann fékk að sjá bólgið og rautt augnlokið en var svo farinn fljótlega aftur. Hann kom heim þrjú í nótt og var farinn aftur um tíu í morgun.
Sl. fimmtudag hljóp ég upp í Hallgrímskirkju um fjögur. Hafði brýnt fyrir drengjunum að bíða eftir mér ef ég væri ekki komin áður en kóræfingunni lyki. Ég kom alveg mátulega því það tekur alltaf smá tíma að klæða sig, taka sig saman og koma sér út. Það fyrsta sem Oddur Smári tilkynnti mér var að Tóti væri með honum og yrði í heimsókn um helgina. Bjössi annar tvíburinn "hennar mömmu" er líka byrjaður í kórnum og kom hann með okkur heim. Heima fengu allir strákarnir vatnssopa og svo setti ég þeim fyrir. Davíð Steinn fékk að lesa fyrir Tóta, Oddur Smári vann í heima- og aukastærðfræðinni í eldhúsinu og Bjössi sat einnig við eldhúsborðið og lauk við öll skriflegu verkefnin sín. Þar á meðal átti ég að velja nokkur erfið orð fyrir hann til að skrifa niður. Þegar sá fyrst nefndi hafði lokið lestrinum vann hann heimastærðfræðina sína inni í stofu. Strákarnir fengu svo að leika sér milli fimm og sex en þá var Bjössi sóttur.
Á meðan tvíburarnir horfðu á barnaefnið gerði ég tilraunir í eldhúsinu og studdist við uppskrift sem ég fann á link á á heimasíðu nöfnu minnar: "Einfaldur...". Ég fór nú ekki alveg eftir leiðbeiningunum í þetta sinn en þótt ég væri ánægð með útkomuna ætla ég að fara nákvæmar eftir uppskriftinni næst...
Davíð rétt skrapp heim í mat um átta og stoppaði í tæpan hálftím. Hann kom heim aftur um fimm á föstudagsmorguninn. Hann svaf í innan við þrjá tíma og spurði mig þá hvort ég treysti mér ekki til að hafa bara bílinn, keyra mig sjálf úr aðgerðinni og sækja strákana svo í skólann seinna um daginn. "Ég, get það ef ég verð!"
Skutlaði strákunum í skólann og Davíð í vinnuna. Ég átti tíma hjá augnloka-sérfræðingnum klukkan 9:20 og var mætt rétt rúmlega níu. Komst því að næstum því strax því sá sem skráður var í þann tíma var ekki kominn. Aðgerðin gekk hratt fyrir sig. Fékk dropa í augað. Sérfræðingurinn deyfði augnlokið, brenndi burt þykkildið og að lokum var sett smyrsl í augað. Þetta tók innan við tíu mínútur því ég var komin fram aftur áður en klukkan var orðin tuttugu mínútur yfir. Ský (smyrslaský) var yfir auganu og varð ég að hafa það lokað. Um leið og ég greiddi fyrir aðgerðina afhenti sérfræðingurinn mér lyfseðil því ég þyrfti að setja þetta smyrsl í augað á mér þrisvar á dag næstu dagana. Einnig var mér bent á að ég skyldi reyna að kæla svæðið strax og ég kæmi heim "Úff", hugsaði ég með mér, "hvernig skyldi svo ganga að keyra, eineygð...?". Deyfingin virkaði ennþá og ég taldi að ég hefði nægan tíma til að leysa út lyfseðilinn og koma mér heim.
Upp úr klukkan hálftíu lagði ég inn lyfseðilinn í Lyfju í Lágmúla (og komst að því að stundum borgar sig ekki að vera of þolinmóður). "Þú verður kölluð upp!" Síðan tók við endalaus bið. Skoðaði í hillurnar. Fann ýmislegt sem ég sá þörf fyrir. Stóð og beið! Settist niður og beið! Rétt fyrir tíu spurðist ég fyrir um lyfseðilinn. "Engin afgreidd lyf á Önnu í hillunni." Settist aftur og beið meira. Var alveg að missa þolinmæðina og farin að finna óþægindi fyrir auganu og augnlokinu. Ég var líka farin að sjá að allt fólkið sem kom á eftir mér inn var að fá sína lyfseðla afgreidda. Hvað var eiginlega í gangi? Ég ákvað að spyrja aftur. Jamm, í ljós kom að það hafði aldrei verið lagður inn lyfseðill á mínu nafni. Lyfseðillinn sem ég var með í fórum mínum var stílaður á manninn sem átti að vera á undan mér í aðgerðaröðinni....
Kom heim rúmlega hálfellefu með kökkinn hálsinum (en með smyrslið í fórum mínum) og orðin viðþolslaus í auganum. Kældi augað með köldum rökum klút á meðan "kælipúðar" úr Lyfju voru að kólna í frystihólfinu. Ég lagðist fyrir en gat engan veginn verið. Fljótlega hringdi ég í pabba, gerði grín að ástandinu mínu og losnaði þannig við kökkinn að mestu leyti. Eftir að hafa talað við pabba fann ég það út að það dreifði huganum að tala. Hringdi því í "tvíburahálfsystur mína". Við vorum lengi í símanum.
Sótti strákana um hálftvö og sagði þeim að þeir yrðu að vera þolinmóðir við mömmu sína. Þeir byrjuðu á að læra, Oddur reiknaði í aukareiknisbókina og Steinn las heimalestur og skrifaði tíu sagnir. Síðan leyfði ég þeim að leika sér í heimilistölvunni, "pabba-tölvu" eins og hún er oftast kölluð. Ég dreifði huganum meira og hringdi m.a. í mömmu hennar. Allan tímann hafði ég enga sinnu á því að taka inn verkjalyf við augnpirringnum, (ein lengi að fatta...)
Hafði slátur í kvöldmatinn, leyfði strákunum að horfa á Disneymyndina en las ekki fyrir þá. Fór í rúmið um leið og þeir (um tíu). Þakkaði þeim fyrir hvað þeir hefðu verið þolinmóðir við mig og duglegir að bjarga sér. "Ég bjargaði mér með einn vatnssopa eða tvo", sagði Davíð Steinn. Davíð kom heim stuttu seinna til að ná í bilinn. Hann fékk að sjá bólgið og rautt augnlokið en var svo farinn fljótlega aftur. Hann kom heim þrjú í nótt og var farinn aftur um tíu í morgun.
6.11.03
- Fimmtudagur -
Einn besti vinur minn sl. næstum tvo áratugi er árinu eldri í dag. Til hamingju með daginn Kjartan!!! Þið þurfið endilega að fara að kíkja í heimsókn og við á ykkur...
Davíð kom heim á fjórða tímanum í nótt. Þetta er orðin dágóð törn og sér svo sem ekki alveg fyrir endan á henni. Það er vonandi ekki mikið eftir allra hluta vegna. Þetta tekur sinn toll.
Einn besti vinur minn sl. næstum tvo áratugi er árinu eldri í dag. Til hamingju með daginn Kjartan!!! Þið þurfið endilega að fara að kíkja í heimsókn og við á ykkur...
Davíð kom heim á fjórða tímanum í nótt. Þetta er orðin dágóð törn og sér svo sem ekki alveg fyrir endan á henni. Það er vonandi ekki mikið eftir allra hluta vegna. Þetta tekur sinn toll.
5.11.03
- Strákarnir komnir heim -
Við Davíð fórum austur á Eyrarbakka um leið og hann var búinn að vinna í gær. Vorum boðin í mat og komum á staðinn rúmlega sjö. Í matinn var gómsætur, ofnbakaður fiskréttur og grjónagrautur í eftirrétt. Strákarnir voru lengi að borða fiskréttinn en kláruðu skammtana sína að mestu. Þeir þökkuðu fyrir sig og sögðust ekki hafa lyst á meiru. Fimm mínútum seinna kom Oddur Smári og sagði orðrétt: - "Það drepst nú enginn af því að smakka!" Hann borðaði sinn skammt með bestu lyst. Davíð Steinn ákvað líka að smakka og það fór á sömu leið. Eftir matinn fengum við okkur smá kaffisopa. Við ætluðum eiginlega bara að stoppa stutt því bæði var skóli hjá strákunum í dag og svo þurfti Davíð að vinna meira í gærkvöldi. Heimferðin dróst þó aðeins og var klukkan farin að ganga tíu er við kvöddum. Þrátt fyrir tímann þá sofnuðu strákarnir ekkert á leiðinni í bæinn en samt sagði Davíð Steinn: -"Ég get sofnað á augabragði!"
Þeir bræður voru svolítið myglaðir er ég vakti þá korter yfir sjö í morgun. Við mæðginin urðum sammála um að í kvöld yrði farið snemma að sofa. Helga og Ingvi buðu í mat og lánaði systir mín mér bílinn til að sækja strákana úr boltanum. (Svei, mér þá það er líklega fljótlegra að sækja þá gangandi, umferðin er frekar þung milli fjögur og fimm.) Hulda frænka var komin heim er við komum. Hún er komin með gleraugun loksins og þau eru það fyrsta sem hún spyr um á morgnana. Ég verð að segja það að virkar eitthvað stærri með þau. Sú stutta var annars að prófa skæri á sér og einni dúkkunni sinni um helgina og það er spurning hvort hún ætlar að feta í fótspor föðurafa síns og föðursystur og leggja hárgreiðsluna fyrir sig í framtíðinni.
Davíð kom um hálfsjö, fékk sér að borða, skutlaði okkur mæðinunum heim og fór svo í vinnuna aftur. Hann átti ekki von á því að koma heim fyrir miðnætti.
Annars verð ég að geta þess að einn ágætur frændi minn hafði samband við mig í dag og sagðist vera orðinn umboðsmaður minn. Þar lítur útfyrir fyrir að Landsbankakórinn verði ekki starfræktur á næstunni. Frændi minn hitti kórfélaga sem var kominn í annan kór og þar ku vera eftirspurn eftir alt-röddum. Þetta kitlar svo sannarlega og er ég að íhuga málið...
Við Davíð fórum austur á Eyrarbakka um leið og hann var búinn að vinna í gær. Vorum boðin í mat og komum á staðinn rúmlega sjö. Í matinn var gómsætur, ofnbakaður fiskréttur og grjónagrautur í eftirrétt. Strákarnir voru lengi að borða fiskréttinn en kláruðu skammtana sína að mestu. Þeir þökkuðu fyrir sig og sögðust ekki hafa lyst á meiru. Fimm mínútum seinna kom Oddur Smári og sagði orðrétt: - "Það drepst nú enginn af því að smakka!" Hann borðaði sinn skammt með bestu lyst. Davíð Steinn ákvað líka að smakka og það fór á sömu leið. Eftir matinn fengum við okkur smá kaffisopa. Við ætluðum eiginlega bara að stoppa stutt því bæði var skóli hjá strákunum í dag og svo þurfti Davíð að vinna meira í gærkvöldi. Heimferðin dróst þó aðeins og var klukkan farin að ganga tíu er við kvöddum. Þrátt fyrir tímann þá sofnuðu strákarnir ekkert á leiðinni í bæinn en samt sagði Davíð Steinn: -"Ég get sofnað á augabragði!"
Þeir bræður voru svolítið myglaðir er ég vakti þá korter yfir sjö í morgun. Við mæðginin urðum sammála um að í kvöld yrði farið snemma að sofa. Helga og Ingvi buðu í mat og lánaði systir mín mér bílinn til að sækja strákana úr boltanum. (Svei, mér þá það er líklega fljótlegra að sækja þá gangandi, umferðin er frekar þung milli fjögur og fimm.) Hulda frænka var komin heim er við komum. Hún er komin með gleraugun loksins og þau eru það fyrsta sem hún spyr um á morgnana. Ég verð að segja það að virkar eitthvað stærri með þau. Sú stutta var annars að prófa skæri á sér og einni dúkkunni sinni um helgina og það er spurning hvort hún ætlar að feta í fótspor föðurafa síns og föðursystur og leggja hárgreiðsluna fyrir sig í framtíðinni.
Davíð kom um hálfsjö, fékk sér að borða, skutlaði okkur mæðinunum heim og fór svo í vinnuna aftur. Hann átti ekki von á því að koma heim fyrir miðnætti.
Annars verð ég að geta þess að einn ágætur frændi minn hafði samband við mig í dag og sagðist vera orðinn umboðsmaður minn. Þar lítur útfyrir fyrir að Landsbankakórinn verði ekki starfræktur á næstunni. Frændi minn hitti kórfélaga sem var kominn í annan kór og þar ku vera eftirspurn eftir alt-röddum. Þetta kitlar svo sannarlega og er ég að íhuga málið...
4.11.03
- Foreldradagar -
Við Davíð hittumst í Ísaksskóla stuttu fyrir ellefu í gærmorgun. Ég var komin inn og byrjuð að spjalla við kennarann. Hún er mjög ánægð með strákana og sérstaklega stolt af Oddi Smára því honum hefur farið svo mikið fram síðan í fyrravetur. Davíð Steinn brunar áfram í stærðfræðinni og er búinn að ná bróður sínum í lestrinum. Þeir lesa eitthvað á bilinu 122-125 atkvæði á mínútu og eru aðeins þrír (allt drengir) í bekknum hærri en þeir. Ég er ánægð með hvað þeim gengur vel. Ég vil ekki vera með þrýsting á þá að öðru leyti en því að ég vil helst kenna þeim að það borgar sig að ljúka heimavinnunni og lestrinum sem fyrst af heldur en að vera að læra of seint þegar maður er orðinn þreyttur. Stundum er þó ekki hægt að drífa hlutina af...
Við Davíð hittumst í Ísaksskóla stuttu fyrir ellefu í gærmorgun. Ég var komin inn og byrjuð að spjalla við kennarann. Hún er mjög ánægð með strákana og sérstaklega stolt af Oddi Smára því honum hefur farið svo mikið fram síðan í fyrravetur. Davíð Steinn brunar áfram í stærðfræðinni og er búinn að ná bróður sínum í lestrinum. Þeir lesa eitthvað á bilinu 122-125 atkvæði á mínútu og eru aðeins þrír (allt drengir) í bekknum hærri en þeir. Ég er ánægð með hvað þeim gengur vel. Ég vil ekki vera með þrýsting á þá að öðru leyti en því að ég vil helst kenna þeim að það borgar sig að ljúka heimavinnunni og lestrinum sem fyrst af heldur en að vera að læra of seint þegar maður er orðinn þreyttur. Stundum er þó ekki hægt að drífa hlutina af...
3.11.03
- Afmælisbörn dagsins - ...og kannski eitthvað fleira
Jóna María Eiríksdóttir (gift bróðursyni pabba míns) og Einar Pétursson (systursonur pabba) eru árinu eldri í dag. Hér með sendi ég þeim hlýjar hugsanir og hamingjuóskir.
Símtal við Huldu systurdóttur mína sl. laugardag
- "Hæ!"
- "Halló, Hulda frænka. Hvað segir þú gott?"
-"Ég er komin með gleraugun mín. Sjáðu hvað þau eru fín!"
-"Já, mikið eru þau fín. Ertu nú farin að sjá betur líka?"
-"Aha, viltu tala við mömmu mína?"
-"Já, takk!"
-"...mamma mín, það er kominn síminn til þín."
Jóna María Eiríksdóttir (gift bróðursyni pabba míns) og Einar Pétursson (systursonur pabba) eru árinu eldri í dag. Hér með sendi ég þeim hlýjar hugsanir og hamingjuóskir.
Símtal við Huldu systurdóttur mína sl. laugardag
- "Hæ!"
- "Halló, Hulda frænka. Hvað segir þú gott?"
-"Ég er komin með gleraugun mín. Sjáðu hvað þau eru fín!"
-"Já, mikið eru þau fín. Ertu nú farin að sjá betur líka?"
-"Aha, viltu tala við mömmu mína?"
-"Já, takk!"
-"...mamma mín, það er kominn síminn til þín."
2.11.03
- Helga systir á afmæli í dag -
Til hamingju með daginn, "litla systir" og njóttu hans vel! Fyrir um tuttugu árum óx systir mín svo hratt á skömmum tíma (10 cm á innan við ári) að hún varð hærri en ég. Næstu árin kallaði hún mig litlu, stóru systur. Ég hélt í fyrstu að svona yrði þetta bara og sætti mig smám saman við að vera lægri. En ég tók minn vöxt út hægt og bítandi (hálfan til einn og hálfan cm á ári fram yfir tvítugt) og náði henni aftur sirka fimm-sex árum síðar og síðan höfum við verið jafnháar.
Davíð skrapp í vinnu milli hálfellefu og hálffimm í gær. Þegar hann kom heim var ég búin að taka strákana til fyrir heimsókn á Bakkann í nokkra daga og einnig hlusta á þá lesa heima- og aukalestur fyrir næsta skóladag (miðvikudag). Það eru foreldradagar í Ísaksskóla á morgun og hinn og föðuramman og afinn voru tilbúin að hafa strákana og vildu fá þá strax á laugardeginum. Við vorum komin austur með þá milli fimm og sex og stoppuðum frekar stutt.
Davíð átti eftir að vinna svolítið meira og svo datt okkur í hug að nýta tækifærið og skreppa í bíó. Sáum S.W.A.T. í Smárabíó. Mér fannst hún ágæt afþreyging en heldur finnst mér leiðigjarnt hléið og þar að auki komu auglýsingarnar inná í alla vega 3 mínútur eftir að byrjað var að sýna seinni hluta myndarinnar. Frekar pirrandi.
Til hamingju með daginn, "litla systir" og njóttu hans vel! Fyrir um tuttugu árum óx systir mín svo hratt á skömmum tíma (10 cm á innan við ári) að hún varð hærri en ég. Næstu árin kallaði hún mig litlu, stóru systur. Ég hélt í fyrstu að svona yrði þetta bara og sætti mig smám saman við að vera lægri. En ég tók minn vöxt út hægt og bítandi (hálfan til einn og hálfan cm á ári fram yfir tvítugt) og náði henni aftur sirka fimm-sex árum síðar og síðan höfum við verið jafnháar.
Davíð skrapp í vinnu milli hálfellefu og hálffimm í gær. Þegar hann kom heim var ég búin að taka strákana til fyrir heimsókn á Bakkann í nokkra daga og einnig hlusta á þá lesa heima- og aukalestur fyrir næsta skóladag (miðvikudag). Það eru foreldradagar í Ísaksskóla á morgun og hinn og föðuramman og afinn voru tilbúin að hafa strákana og vildu fá þá strax á laugardeginum. Við vorum komin austur með þá milli fimm og sex og stoppuðum frekar stutt.
Davíð átti eftir að vinna svolítið meira og svo datt okkur í hug að nýta tækifærið og skreppa í bíó. Sáum S.W.A.T. í Smárabíó. Mér fannst hún ágæt afþreyging en heldur finnst mér leiðigjarnt hléið og þar að auki komu auglýsingarnar inná í alla vega 3 mínútur eftir að byrjað var að sýna seinni hluta myndarinnar. Frekar pirrandi.
31.10.03
- Slen -
Kom við í Fiskbúð Hafliða, Föndurkofanum og í Tónabúðinni. Á síðast nefnda staðnum keypti ég blokkflautur handa tvíburunum. Ég var búin að lofa þeim þessu ef þeir væru duglegir að drífa heimalestur og lærdóm af og vönduðu sig við það. Þeir hafa fullan hug á því að læra á blokkflautur og nú get ég nýtt mér það að hafa lært á þetta hljóðfæri og kennt þeim sjálf til að byrja með og til að sjá hvort þetta er raunverulegur áhugi eða bara bóla.
Þótt þeir kunni ekkert á flauturnar ennþá eru þeir samt farnir að skipuleggja tónleikaferðalög framtíðarinnar. Og það er ekki bara verið að hugsa um föðurlandið heldur nefndu þeir Frakkland, Írland, Danmörk og Írak m.a. til sögunnar. Oddur ákvað reyndar að hann sjálfur myndi spila á flautuna en að Davíð Steinn ætti að læra á orgelið og spila á það. Það verður spennandi að sjá hvernig þessir hlutir þróast...
Annars lagði hálsbólgan mig í rúmið og svaf ég hreinlega af mér allan gærdaginn. Ég var ekki með hita en samkvæmt staðli föður míns lærði ég að maður er ekki veikur nema að maður hafi hita. Og ef maður var smeikur um að maður væri með hita þá mældi maður sig ekki.... En sem sagt þrátt fyrir hitaleysi tók líkaminn af mér ráðin og líklega er best að hlusta á hann.
Kom við í Fiskbúð Hafliða, Föndurkofanum og í Tónabúðinni. Á síðast nefnda staðnum keypti ég blokkflautur handa tvíburunum. Ég var búin að lofa þeim þessu ef þeir væru duglegir að drífa heimalestur og lærdóm af og vönduðu sig við það. Þeir hafa fullan hug á því að læra á blokkflautur og nú get ég nýtt mér það að hafa lært á þetta hljóðfæri og kennt þeim sjálf til að byrja með og til að sjá hvort þetta er raunverulegur áhugi eða bara bóla.
Þótt þeir kunni ekkert á flauturnar ennþá eru þeir samt farnir að skipuleggja tónleikaferðalög framtíðarinnar. Og það er ekki bara verið að hugsa um föðurlandið heldur nefndu þeir Frakkland, Írland, Danmörk og Írak m.a. til sögunnar. Oddur ákvað reyndar að hann sjálfur myndi spila á flautuna en að Davíð Steinn ætti að læra á orgelið og spila á það. Það verður spennandi að sjá hvernig þessir hlutir þróast...
Annars lagði hálsbólgan mig í rúmið og svaf ég hreinlega af mér allan gærdaginn. Ég var ekki með hita en samkvæmt staðli föður míns lærði ég að maður er ekki veikur nema að maður hafi hita. Og ef maður var smeikur um að maður væri með hita þá mældi maður sig ekki.... En sem sagt þrátt fyrir hitaleysi tók líkaminn af mér ráðin og líklega er best að hlusta á hann.
30.10.03
- Ýmislegt -
Rak nokkur nauðsynleg efni í hádeginu í gær. M.a. fór ég í Hans Petersen til að láta fjölfalda ákveðna mynd. Einnig kom ég við í Lyfju og keypti glas af ólífulaufi. Ég reyni öll ráð til þess að "flensan" (eða hvað þetta nú er sem er að pirra mig í hálsinum) leggi mig ekki í rúmið.
Um fjögur var ég svo ljónheppin að fá skutl alla leið í Valsheimilið þar sem strákarnir voru að ljúka æfingu. Við mæðginin röltum heim og þar byrjuðu strákarnir á því að læra. Systir mín, mágur og systurdóttir voru öll lasin svo það var enginn svona sameiginleg stórmáltíð. Slapp létt frá kvöldverðinum og notaði einn skammt af fiskibollufjallinu.
Davíð kom heim rétt rúmlega átta, alveg tímanlega til að lesa fyrir strákana. Þeir voru orðnir vel þreyttir og það hefði alveg dugað að lesa 10-15 mínútur en við erum að lesa úr bók með köflum úr mörgum þekktum sögum e. Astrid Lindgren og kaflinn sem Davíð las í gærkvöldi var svo spennandi að hann gat ekki hætt að lesa fyrr en hann var búinn. Þá var hann búinn að lesa í góðan hálftíma og strákarnir eiginlega komnir yfir þreytustigið og sofnuðu ekki alveg strax. En svona er þetta nú bara stundum, hmm!
Rak nokkur nauðsynleg efni í hádeginu í gær. M.a. fór ég í Hans Petersen til að láta fjölfalda ákveðna mynd. Einnig kom ég við í Lyfju og keypti glas af ólífulaufi. Ég reyni öll ráð til þess að "flensan" (eða hvað þetta nú er sem er að pirra mig í hálsinum) leggi mig ekki í rúmið.
Um fjögur var ég svo ljónheppin að fá skutl alla leið í Valsheimilið þar sem strákarnir voru að ljúka æfingu. Við mæðginin röltum heim og þar byrjuðu strákarnir á því að læra. Systir mín, mágur og systurdóttir voru öll lasin svo það var enginn svona sameiginleg stórmáltíð. Slapp létt frá kvöldverðinum og notaði einn skammt af fiskibollufjallinu.
Davíð kom heim rétt rúmlega átta, alveg tímanlega til að lesa fyrir strákana. Þeir voru orðnir vel þreyttir og það hefði alveg dugað að lesa 10-15 mínútur en við erum að lesa úr bók með köflum úr mörgum þekktum sögum e. Astrid Lindgren og kaflinn sem Davíð las í gærkvöldi var svo spennandi að hann gat ekki hætt að lesa fyrr en hann var búinn. Þá var hann búinn að lesa í góðan hálftíma og strákarnir eiginlega komnir yfir þreytustigið og sofnuðu ekki alveg strax. En svona er þetta nú bara stundum, hmm!
29.10.03
- Jóla-korta-merkimiða-gerð -
Þar sem kvöldfyrirætlanir Davíðs byggðust á tímafreka leiknum skammaðist ég mín ekkert þótt ég drifi mig út úr húsi fyrir átta og færi að framleiða jólakort og merkimiða með "tvíburahálfsystur" minni. Þetta var að sjálfsögðu hans afmælisdagur og hann mátti alveg leika sér fyrir mér. Ég er nefnilega dottin í kortagerðina. Ég náði að gera 14 merkimiða og 6 kort og þau eru farin að líta betur út hjá mér. (Get hætt að láta sem strákarnir hafi gert þau. Að vísu er ég viss um að þeirra kort verða/væru flottari en fyrstu kortin mín...). Kvöldið leið alltof hratt og vorum við vinkonur sammála um að við þyrftum að endurtaka þetta aftur fljótlega.
Þar sem kvöldfyrirætlanir Davíðs byggðust á tímafreka leiknum skammaðist ég mín ekkert þótt ég drifi mig út úr húsi fyrir átta og færi að framleiða jólakort og merkimiða með "tvíburahálfsystur" minni. Þetta var að sjálfsögðu hans afmælisdagur og hann mátti alveg leika sér fyrir mér. Ég er nefnilega dottin í kortagerðina. Ég náði að gera 14 merkimiða og 6 kort og þau eru farin að líta betur út hjá mér. (Get hætt að láta sem strákarnir hafi gert þau. Að vísu er ég viss um að þeirra kort verða/væru flottari en fyrstu kortin mín...). Kvöldið leið alltof hratt og vorum við vinkonur sammála um að við þyrftum að endurtaka þetta aftur fljótlega.
28.10.03
- Afmælisbörn -
Davíð er 35 ára í dag og nafna mín og tilvonandi svilkona á líka afmæli í dag. Til hamingju með daginn bæði tvö. Svo veit ég að Steinn Ármann, leikari, á líka afmæli þennan dag...
Davíð er 35 ára í dag og nafna mín og tilvonandi svilkona á líka afmæli í dag. Til hamingju með daginn bæði tvö. Svo veit ég að Steinn Ármann, leikari, á líka afmæli þennan dag...
27.10.03
Sunnudagurinn var ansi ásetinn líka. Strákarnir vöknuðu fyrir átta, aðeins of snemma fyrir minn smekk. Ég var búin að ræða við þá um að sleppa því að kveikja á sjónvarpinu þannig að eftir morgunmat gafst Davíð Steini tími til að ljúka við aukalesturinn fyrir skólann. Rúmlega tíu skutlaði ég þeim upp í Hallgrímskirkju þar sem þeir fóru beint upp á orgelloft að hitta kórstjórann, Helgu Vilborgu, og hina krakkana og til að klæða sig í kórkirtlana. Við Davíð mættum svo til messu um ellefu. Mamma og Hulda frænka voru þegar mættar og sestar alveg fremst. Hulda hljóp á móti mér og sagði mér svo frá því að hún hefði gubbað svona öööh á sængina sína um nóttina. Svo hitti sú stutta bestu vinkonu sína úr leikskólanum og þegar módettukórinn var að syngja sálmana dönsuðu þær skvísur á ganginum. Rétt fyrir prédikun stillti barnakórinn sér upp í kirkjutröppunum við altarið og söng fyrir og með okkur kirkjugestum. Davíð Steinn var svolítið feiminn í byrjun en það var virkilega gaman að hlusta á og sjá þessa krakka sem eru frá 6 og upp í 11-12 ára, og mikið af nýliðum. Þau stóðu sig mjög vel
Strax eftir messu drifum við okkur heim og fengum okkur hádegishressingu áður en við skutluðum drengjunum á fótboltaæfingu. Á meðan þeir voru í boltanum gerðum við viku-innkaupin. Ég náði svo að ryksuga yfir flest gólfin á meðan Davíð náði í strákana. Um það leyti var síðdegis-hressing og svo drifum við okkur öll í Laugardalinn í sund. Þar steig ég á vigt en það hef ég ekki gert síðan við fórum síðast í sund fyrir allmörgum vikum síðan. Vigtin sagði mér að breytt mataræði (og aukin göngu-hreyfing) er að skila sér mjög vel. Mér finnst reyndar hlutirnir hafa gerst heldur hratt en það er ánægjulegt að komast í skvísu-fötin sín aftur...
Davíð sá um kvöldmatinn í gær. Ég aðstoðaði strákana við að klára heimnámið. Skrifa þurfti um skólabangsann Tóta en hann var í heimsókn hjá Davíð Steini síðan á fimmtudag og lenti hann í heilmiklum ævintýrum.
Strákarnir voru komnir í kojur um átta. Davíð las fyrir þá um skammarstrik Emils í Kattholti en ég fór á videoleiguna og leigði: Two Weeks Notice með Hugh Grant og Söndru Bullock
Strax eftir messu drifum við okkur heim og fengum okkur hádegishressingu áður en við skutluðum drengjunum á fótboltaæfingu. Á meðan þeir voru í boltanum gerðum við viku-innkaupin. Ég náði svo að ryksuga yfir flest gólfin á meðan Davíð náði í strákana. Um það leyti var síðdegis-hressing og svo drifum við okkur öll í Laugardalinn í sund. Þar steig ég á vigt en það hef ég ekki gert síðan við fórum síðast í sund fyrir allmörgum vikum síðan. Vigtin sagði mér að breytt mataræði (og aukin göngu-hreyfing) er að skila sér mjög vel. Mér finnst reyndar hlutirnir hafa gerst heldur hratt en það er ánægjulegt að komast í skvísu-fötin sín aftur...
Davíð sá um kvöldmatinn í gær. Ég aðstoðaði strákana við að klára heimnámið. Skrifa þurfti um skólabangsann Tóta en hann var í heimsókn hjá Davíð Steini síðan á fimmtudag og lenti hann í heilmiklum ævintýrum.
Strákarnir voru komnir í kojur um átta. Davíð las fyrir þá um skammarstrik Emils í Kattholti en ég fór á videoleiguna og leigði: Two Weeks Notice með Hugh Grant og Söndru Bullock
- Helgaruppgjör -
Það er alveg ótrúlega margt sem gerðist í kringum mig um helgina og ég þarf helst að segja frá því öllu. Það er bara spurning um tíma og hraðvirka fingur hjá mér, aðallega tíma þó!. Ég þarf að segja frá ráðstefnunni um einelti sem ég sótti á laugardaginn, opnunina á afmælissýningu; Meistari Jakob í Norræna húsinu sem norsk vinkona mín bauð mér með sér á, kirkjuferðina í gær en barnakórinn söng tvö lög fyrir prédikun úr þvi þeirra þáttur féll niður helginni áður og svo auðvitað líka frá skondnum uppákomum í kringum tvíburana og systurdóttur mína svo eitthvað sér nefnt. Skyldi ég komast yfir þetta allt?
En áður en ég byrja að tjá mig verð ég endilega að geta þess að Freyr frændi minn á afmæli í dag!
Eftir að strákarnir voru komnir í koju og sofnaðir á föstudagskvöldið (eftir Disneymyndina) dreif ég í að skúra tvö gólf því ég var óviss um hvenær og hversu mikinn tíma ég fengi í að hreingera hjá mér um helgina og taka til.
Rétt fyrir klukkan tíu á laugardagsmorguninn skutlaði Davíð mér upp að Lögbergi við Háskólann. Þar var ég næstu klukkutímana á Ráðstefnu um einelti sem stofnendur Eineltissamtakanna Margrét Birna Auðunsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir. Þetta var lofsvert og þarft framtak því þarna var svo sannarlega mörgum hliðum velt upp á málinu! Þrettán mælendur voru á dagskrá (fimmtán tóku til máls, 16 reyndar með fundarstjóranum) og var Jón Gnarr fundarstjóri. Hver og einn fékk aðeins um 15 mínútur (það var heldur knappur tími en gekk samt þokkalega upp) til tjá sig en síðasta klukkutímann voru pallborðsumræður. Mér fannst margt athyglisvert koma fram og var og eitt af því langbesta þegar önnur af stúlkunum sem voru með Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur endaði sína stuttu reynslusögu á því að segja: "- Guð, skapaði mig og ég veit að hann var að vanda sig!" Það væri alltof langt mál að telja upp allt það sem ég upplifði á þessari ráðstefnu vil bara óska stelpunum til hamingju með hana og lýsa yfir ánægju minni yfir að hafa drifið mig og verið allan tímann. Mér fannst þetta síður en svo nein tímasóun.
En ég var boðin með á opnunar- og afmælissýningu í Norræna húsinu strax klukkan fjögur (og rauk út áður en pallborðsumræðunum var formlega slitið). Hitti Inger fyrir utan og eftir að setning sýningarinnar var afstaðinn gáfum við okkur klukkutíma til að skoða verk 13 listamanna (flest eftir kvenfólk) eins og hægt var fyrir fólki. Ég er helst á því að ég verði að kíkja þangað aftur þegar færra verður áður en lokadagurinn 16. nóv. rennur upp. Eftir sýningu löbbuðum við Inger samferða í norðurmýrina. Ég hélt svo áfram heim til Helgu en þegar ég sá engann bílinn fyrir utan og komst að því að systir mín var lasin og Ingvi var með krakkana í bíó snéri ég við og var komin heim stuttu áður en Ingvi skilaði strákunum.
Tvíburarnir voru semsagt með systur minni og fjölskyldu frá því á þriðja tímanum á laugardag og til klukkan sex. Oddur Smári fékk að fara með Huldu og Ingva í ballet. Það var búið að segja Oddi að hann fengi kannski ekki að sjá mikið því hurðinn inn í salinn er oftast lokuð. Þegar þau mættu á staðinn spurði snáðinn Ingva hver kennarinn hennar Huldu væri og fór svo aleinn og sjálfur beint til kennarans og spurði hvort hann mætti vera inni í salnum og horfa á trítlurnar í balletinum. Hann fékk leyfið!
Þetta er orðin það löng romsa að ég er að hugsa um að bíða aðeins með að gera sunnudaginn upp! En bara aðeins...
Það er alveg ótrúlega margt sem gerðist í kringum mig um helgina og ég þarf helst að segja frá því öllu. Það er bara spurning um tíma og hraðvirka fingur hjá mér, aðallega tíma þó!. Ég þarf að segja frá ráðstefnunni um einelti sem ég sótti á laugardaginn, opnunina á afmælissýningu; Meistari Jakob í Norræna húsinu sem norsk vinkona mín bauð mér með sér á, kirkjuferðina í gær en barnakórinn söng tvö lög fyrir prédikun úr þvi þeirra þáttur féll niður helginni áður og svo auðvitað líka frá skondnum uppákomum í kringum tvíburana og systurdóttur mína svo eitthvað sér nefnt. Skyldi ég komast yfir þetta allt?
En áður en ég byrja að tjá mig verð ég endilega að geta þess að Freyr frændi minn á afmæli í dag!
Eftir að strákarnir voru komnir í koju og sofnaðir á föstudagskvöldið (eftir Disneymyndina) dreif ég í að skúra tvö gólf því ég var óviss um hvenær og hversu mikinn tíma ég fengi í að hreingera hjá mér um helgina og taka til.
Rétt fyrir klukkan tíu á laugardagsmorguninn skutlaði Davíð mér upp að Lögbergi við Háskólann. Þar var ég næstu klukkutímana á Ráðstefnu um einelti sem stofnendur Eineltissamtakanna Margrét Birna Auðunsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir. Þetta var lofsvert og þarft framtak því þarna var svo sannarlega mörgum hliðum velt upp á málinu! Þrettán mælendur voru á dagskrá (fimmtán tóku til máls, 16 reyndar með fundarstjóranum) og var Jón Gnarr fundarstjóri. Hver og einn fékk aðeins um 15 mínútur (það var heldur knappur tími en gekk samt þokkalega upp) til tjá sig en síðasta klukkutímann voru pallborðsumræður. Mér fannst margt athyglisvert koma fram og var og eitt af því langbesta þegar önnur af stúlkunum sem voru með Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur endaði sína stuttu reynslusögu á því að segja: "- Guð, skapaði mig og ég veit að hann var að vanda sig!" Það væri alltof langt mál að telja upp allt það sem ég upplifði á þessari ráðstefnu vil bara óska stelpunum til hamingju með hana og lýsa yfir ánægju minni yfir að hafa drifið mig og verið allan tímann. Mér fannst þetta síður en svo nein tímasóun.
En ég var boðin með á opnunar- og afmælissýningu í Norræna húsinu strax klukkan fjögur (og rauk út áður en pallborðsumræðunum var formlega slitið). Hitti Inger fyrir utan og eftir að setning sýningarinnar var afstaðinn gáfum við okkur klukkutíma til að skoða verk 13 listamanna (flest eftir kvenfólk) eins og hægt var fyrir fólki. Ég er helst á því að ég verði að kíkja þangað aftur þegar færra verður áður en lokadagurinn 16. nóv. rennur upp. Eftir sýningu löbbuðum við Inger samferða í norðurmýrina. Ég hélt svo áfram heim til Helgu en þegar ég sá engann bílinn fyrir utan og komst að því að systir mín var lasin og Ingvi var með krakkana í bíó snéri ég við og var komin heim stuttu áður en Ingvi skilaði strákunum.
Tvíburarnir voru semsagt með systur minni og fjölskyldu frá því á þriðja tímanum á laugardag og til klukkan sex. Oddur Smári fékk að fara með Huldu og Ingva í ballet. Það var búið að segja Oddi að hann fengi kannski ekki að sjá mikið því hurðinn inn í salinn er oftast lokuð. Þegar þau mættu á staðinn spurði snáðinn Ingva hver kennarinn hennar Huldu væri og fór svo aleinn og sjálfur beint til kennarans og spurði hvort hann mætti vera inni í salnum og horfa á trítlurnar í balletinum. Hann fékk leyfið!
Þetta er orðin það löng romsa að ég er að hugsa um að bíða aðeins með að gera sunnudaginn upp! En bara aðeins...
24.10.03
- Vikan að líða undir lok -
Lífið streymir áfram eins og vatnsmikil á.
Við frænkurnar komum á Grettisgötuna rétt á undan tvíburunum í gær. Krakkarnir fengu að vera úti að leika sér. Mamma skutlaðist rétt seinna með Kolfinnu til að að lyfta henni aðeins upp. Hún var dugleg að vera úti með Huldu og sendist svo tvær ferðir út í búð eftir spes kokteilsósu hana Huldu.
Eftir að fegðgarnir komu heim dreif ég mig á bókasafnið. Já, það eru liðnir þessir þrjátíu dagar sem ég hafði til að lesa bókafjallið sem ég tók með mér síðast. Af þeim ellefu bókum skyldi ég fjórar eftir heima sem ég á enn eftir að lesa en það kom ekki í veg fyrir að ég kæmi með fleiri bækur heim af safninu, ó nei! Einnig tók ég slatta af bókum fyrir strákana, aðallega eftir Sigrúnu Eldjárn, þær eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og nýtast vel í aukalesturinn fyrir skólann.
Lífið streymir áfram eins og vatnsmikil á.
Við frænkurnar komum á Grettisgötuna rétt á undan tvíburunum í gær. Krakkarnir fengu að vera úti að leika sér. Mamma skutlaðist rétt seinna með Kolfinnu til að að lyfta henni aðeins upp. Hún var dugleg að vera úti með Huldu og sendist svo tvær ferðir út í búð eftir spes kokteilsósu hana Huldu.
Eftir að fegðgarnir komu heim dreif ég mig á bókasafnið. Já, það eru liðnir þessir þrjátíu dagar sem ég hafði til að lesa bókafjallið sem ég tók með mér síðast. Af þeim ellefu bókum skyldi ég fjórar eftir heima sem ég á enn eftir að lesa en það kom ekki í veg fyrir að ég kæmi með fleiri bækur heim af safninu, ó nei! Einnig tók ég slatta af bókum fyrir strákana, aðallega eftir Sigrúnu Eldjárn, þær eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og nýtast vel í aukalesturinn fyrir skólann.
23.10.03
- Engar holur -
Átti tíma hjá tannlækninum klukkan ellefu í morgun. Var mætt á slaginu og komst beint í stólinn. Tannlæknirinn sagði eitthvað sem mér heyrðist vera: -"Þú ert svona ást-manneskja!" og ég kváði. "- Já, þú kemur bara einu sinni á ári..." Ég þreif örugglega eyrun í morgun he, he. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti ekkert að gera nema að hreinsa smá tannstein og hann kvaddi með með þessum orðum: "- Sjáumst á sama tíma að ári"
Föðurbróðir minn er 83 í dag. Ég hringdi í hann í morgun og lét hann vel að sér. Ég sagðist mundu svo hugsa til hans n.k. laugardag, fyrsta vetrardag, en Steini frændi er fæddur fyrsta vetrardag árið 1920 og finnst auðvitað að hann eigi afmæli þann dag. Þannig að hann á oft afmæli tvisvar á ári...
Átti tíma hjá tannlækninum klukkan ellefu í morgun. Var mætt á slaginu og komst beint í stólinn. Tannlæknirinn sagði eitthvað sem mér heyrðist vera: -"Þú ert svona ást-manneskja!" og ég kváði. "- Já, þú kemur bara einu sinni á ári..." Ég þreif örugglega eyrun í morgun he, he. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti ekkert að gera nema að hreinsa smá tannstein og hann kvaddi með með þessum orðum: "- Sjáumst á sama tíma að ári"
Föðurbróðir minn er 83 í dag. Ég hringdi í hann í morgun og lét hann vel að sér. Ég sagðist mundu svo hugsa til hans n.k. laugardag, fyrsta vetrardag, en Steini frændi er fæddur fyrsta vetrardag árið 1920 og finnst auðvitað að hann eigi afmæli þann dag. Þannig að hann á oft afmæli tvisvar á ári...
- Saumaklúbbur -
"Tvíburahálfsystir" mín var búin að boða okkur í sauma-kortaklúbb í gærkvöldi. Þemað var jólakortagerð en að sjálfsögðu var okkur frjálst að koma með saumið, prjónið eða aðra handavinnu með okkur. Við erum það fáar í klúbbnum að það er allt reynt til þess að finna tíma sem hentar örugglega öllum. Bidda varð samferða mér og þegar við mættum á staðinn var orðið ljóst að það yrði bara 75% mæting, enda var rætt um það á fundinum hvort menn yrðu ekki að stunda klúbbinn til að fá að vera í honum. En aðallega var þó rætt um ráðstefnuna n.k. laugardag sem þær stöllur Bidda og Stína standa fyrir. Kvöldið var allavega mjög fljótt að líða. Ég prófaði bæði kortagerðina, (þrælskemmtilegt alveg) og saumaði aðeins í haust-myndinni enda vetur á næsta leyti og eins gott að fara að klára þetta stykki. Klukkan var orðin hálfeitt er ég kom heim til mín og þar fann ég manninn minn í tímafreka leiknum, nema hvað. Það er jú um að gera að nota tækifærið.
Annars var ég með matinn fyrr um kvöldið. Ingvi sá um að sækja dóttur sína og komu þau stuttu á eftir mér. Tvíburarnir voru á fótboltaæfingu og sá Helga um að sækja þá fyrir mig. Þegar ég kom heim sá ég mér leik á borði að nýta nú veðrið og dreif í að taka utan af sængum strákanna og viðra. Var svo að hugsa að næst þegar ég hefði tíma til að henda okkar sængum út væri örugglega ekkert veður til þess....
"Tvíburahálfsystir" mín var búin að boða okkur í sauma-kortaklúbb í gærkvöldi. Þemað var jólakortagerð en að sjálfsögðu var okkur frjálst að koma með saumið, prjónið eða aðra handavinnu með okkur. Við erum það fáar í klúbbnum að það er allt reynt til þess að finna tíma sem hentar örugglega öllum. Bidda varð samferða mér og þegar við mættum á staðinn var orðið ljóst að það yrði bara 75% mæting, enda var rætt um það á fundinum hvort menn yrðu ekki að stunda klúbbinn til að fá að vera í honum. En aðallega var þó rætt um ráðstefnuna n.k. laugardag sem þær stöllur Bidda og Stína standa fyrir. Kvöldið var allavega mjög fljótt að líða. Ég prófaði bæði kortagerðina, (þrælskemmtilegt alveg) og saumaði aðeins í haust-myndinni enda vetur á næsta leyti og eins gott að fara að klára þetta stykki. Klukkan var orðin hálfeitt er ég kom heim til mín og þar fann ég manninn minn í tímafreka leiknum, nema hvað. Það er jú um að gera að nota tækifærið.
Annars var ég með matinn fyrr um kvöldið. Ingvi sá um að sækja dóttur sína og komu þau stuttu á eftir mér. Tvíburarnir voru á fótboltaæfingu og sá Helga um að sækja þá fyrir mig. Þegar ég kom heim sá ég mér leik á borði að nýta nú veðrið og dreif í að taka utan af sængum strákanna og viðra. Var svo að hugsa að næst þegar ég hefði tíma til að henda okkar sængum út væri örugglega ekkert veður til þess....
22.10.03
- Hjá augnlækni - (...en fyrst þetta...)
Hulda var svo þreytt þegar ég sótti hana í gær að það var bara allt ómögulegt. Oddur Smári og Davíð Steinn voru komnir af kóræfingu á undan okkur frænkum og hleypti Ingvi þeim inn. Sú stutta ákvað að hátta sig og þegar Helga kom heim um fimm var dóttir hennar einmitt að labba niður stigann á náttkjólnum með duluna sína í annarri hendi.
Í morgun átti ég tíma hjá augnlækni, aðallega til að athuga með þykkildið á augnlokinu, en þar sem ég hef ekki farið til augnlæknis í meira ein tíu ár lét ég nú athuga sjónina og gleraugun í leiðinni. Sjónin hefur eiginlega staðið í stað en ég er kominn með smá sjónskekkju á því auga sem þykkildið er hvort sem það er vegna þess að það er þarna og er að stækka eða útaf einhverju öðru veit ég ekki. Augnlæknirinn sagði að þau hefðu augnlokasérfræðing á sínum snærum og sagðist vísa mínu máli til hans. Klukkutíma síðar var haft samband við mig og mér úthlutaður tími hjá þessum sérfræðingi. Þetta kallar maður skjót viðbrögð og góða þjónustu
Hulda var svo þreytt þegar ég sótti hana í gær að það var bara allt ómögulegt. Oddur Smári og Davíð Steinn voru komnir af kóræfingu á undan okkur frænkum og hleypti Ingvi þeim inn. Sú stutta ákvað að hátta sig og þegar Helga kom heim um fimm var dóttir hennar einmitt að labba niður stigann á náttkjólnum með duluna sína í annarri hendi.
Í morgun átti ég tíma hjá augnlækni, aðallega til að athuga með þykkildið á augnlokinu, en þar sem ég hef ekki farið til augnlæknis í meira ein tíu ár lét ég nú athuga sjónina og gleraugun í leiðinni. Sjónin hefur eiginlega staðið í stað en ég er kominn með smá sjónskekkju á því auga sem þykkildið er hvort sem það er vegna þess að það er þarna og er að stækka eða útaf einhverju öðru veit ég ekki. Augnlæknirinn sagði að þau hefðu augnlokasérfræðing á sínum snærum og sagðist vísa mínu máli til hans. Klukkutíma síðar var haft samband við mig og mér úthlutaður tími hjá þessum sérfræðingi. Þetta kallar maður skjót viðbrögð og góða þjónustu
21.10.03
- Húfubjörgunarleiðangur, kjötbollugerð og fleira -
Þegar við Hulda vorum að fara úr leikskólanum hennar í gær mundi hún eftir því að húfunni hennar hafði verið hent útfyrir. Húfan hafði lent á grindverki sem var þvert á grindverkið utan um garðinn og Það var ekki nóg að klifra upp á grindverkið innanfrá og teygja sig. Ég þurfti að fara útfyrir, inní næsta garð og þaðan inn í annan bakgarð og klifra yfir allskonar dótarí áður en ég náði taki á húfunni og gat kippt henni til mín. Sú stutta var mjög glöð og var ég greinilega mikil hetja í hennar augum.
Við frænkurnar komum svo við heima hjá henni og sóttum kerruna hennar. Ingvi er í fríi og hann labbaði með okkur yfir til mín. Við vorum komin rétt á undan Helgu og tvíburunum. Ég átti um 800 gr. af blönduðu svínahakki inni í ísskáp og var ákveðin í að nota það í kjötbollur og dreif mig strax í að undirbúa það.
Davíð hafði sagt við mig um morguninn að hann ætti tíma í ræktinni um hálfsjö og kæmi örugglega ekki heim fyrr en eftir ræktina. Svo birtist maðurinn minn heima rétt um fimm, óvænt ánægja það! Þeir svilar sátu í eldhúsinu, röbbuðu og drukku kaffi á meðan ég var að steikja bollurnar, krakkarnir voru að leika sér (strákarnir voru búnir að lesa fyrir mig heimalesturinn á meðan ég var að útbúa kjötbolluefnið) og Helga fékk frið til að kíkja á netið.
Kjötbollurnar voru borðaðar vel. Náði að búa til 27 stykki bollur og það voru fimm í afgang þegar við vorum öll sjö búin að borða. Davíð borðaði ekki fyrr en hann var búinn að fara í ræktina.
Seint um kvöldið var ég að snúast í þvottahúsinu þegar er mjálmað mjög ámátlega fyrir utan gluggann. Þarna var komin gula kisan sem nokkrum sinnum hefur náð að lauma sér inn um baðherbergisgluggann hjá okkur og eitt sinn komst hún óséð inn um útidyrnar og var búin að vera góða stund í felum undir hjónarúmi áður en við vissum af henni. Mjálmið skar í eyrun, en þessi kisa á heima í næsta húsi held ég og hefur ekki gott af því að koma sér upp tveimur heimilum...
Þegar við Hulda vorum að fara úr leikskólanum hennar í gær mundi hún eftir því að húfunni hennar hafði verið hent útfyrir. Húfan hafði lent á grindverki sem var þvert á grindverkið utan um garðinn og Það var ekki nóg að klifra upp á grindverkið innanfrá og teygja sig. Ég þurfti að fara útfyrir, inní næsta garð og þaðan inn í annan bakgarð og klifra yfir allskonar dótarí áður en ég náði taki á húfunni og gat kippt henni til mín. Sú stutta var mjög glöð og var ég greinilega mikil hetja í hennar augum.
Við frænkurnar komum svo við heima hjá henni og sóttum kerruna hennar. Ingvi er í fríi og hann labbaði með okkur yfir til mín. Við vorum komin rétt á undan Helgu og tvíburunum. Ég átti um 800 gr. af blönduðu svínahakki inni í ísskáp og var ákveðin í að nota það í kjötbollur og dreif mig strax í að undirbúa það.
Davíð hafði sagt við mig um morguninn að hann ætti tíma í ræktinni um hálfsjö og kæmi örugglega ekki heim fyrr en eftir ræktina. Svo birtist maðurinn minn heima rétt um fimm, óvænt ánægja það! Þeir svilar sátu í eldhúsinu, röbbuðu og drukku kaffi á meðan ég var að steikja bollurnar, krakkarnir voru að leika sér (strákarnir voru búnir að lesa fyrir mig heimalesturinn á meðan ég var að útbúa kjötbolluefnið) og Helga fékk frið til að kíkja á netið.
Kjötbollurnar voru borðaðar vel. Náði að búa til 27 stykki bollur og það voru fimm í afgang þegar við vorum öll sjö búin að borða. Davíð borðaði ekki fyrr en hann var búinn að fara í ræktina.
Seint um kvöldið var ég að snúast í þvottahúsinu þegar er mjálmað mjög ámátlega fyrir utan gluggann. Þarna var komin gula kisan sem nokkrum sinnum hefur náð að lauma sér inn um baðherbergisgluggann hjá okkur og eitt sinn komst hún óséð inn um útidyrnar og var búin að vera góða stund í felum undir hjónarúmi áður en við vissum af henni. Mjálmið skar í eyrun, en þessi kisa á heima í næsta húsi held ég og hefur ekki gott af því að koma sér upp tveimur heimilum...
20.10.03
- Mánudagur -
Helgin leið alltof fljótt. Davíð þurfti að vinna á laugardaginn og fékk ég hann til að nota heima-tölvuna. Veðrið var frábært í alla staði og sendi ég strákana út að hjóla og/eða leika sér eftir hádegi. Ég skrapp í Bónus og reyndi svo að trufla manninn sem minnst þegar innkaupunum var lokið.
Fékk þá flugu í höfuðið að hengja myndina af Sigurði Fáfnisbana upp en hún kom úr innrömmun fyrir nokkru síðan. Ég var ákveðin í að bjarga þessu alveg sjálf en Davíð leist ekki meira en svo á aðfarirnar hjá mér að hann ákvað að gera þetta sjálfur.
Strákarnir komu inn um hálffimm og Birta vinkona þeirra með þeim. Klukkutíma seinna sótti Davíð barnapíurnar okkar (tveir duglegir tólf ára strákar, notar maður kannski eitthvað annað orð en barnapíur?) og tvær pizzur fyrir alla strákana að borða (það er ekki oft sem pöntuð er aðkeypt pizza á mínu heimili...).
Upp úr hálfsjö vorum við komin til "tvíburahálfsystur" minnar og frænda míns mannsins hennar. Þau voru búin að bjóða okkur í mat og keilu í tilefni af því að við Davíð erum 70 á árinu og þau 75. Fyrr á árinu vorum við búin að bjóða þeim með okkur á Með fullri reisn" í Þjóðleikhúsinu. (Bloggaði um það 24 febrúar. sl.). Sonja var með nautalund, sallat, kartöflur og sveppasósu. Með þessu var boðið upp á rauðvín, vatn og hvítvín spes handa mér.
Klukkan níu vorum við komin langleiðina upp í Mjódd. Davíð villtist aðeins á leiðinni og tók nokkrar aukabeyjur. En við vorum ekkert svo sein og þar að auki áttum við pantaða braut. Spiluðum tvær umferðir og það er nokkuð ljóst að það er langt síðan sumir, flest okkar, spiluðu síðast. En við höfðum mjög gaman af þessu og ég er að hugsa um að leggja til að rífa upp reglulegu keiluferðirnar okkar aftur og fara a.m.k. einu sinni í mánuði! Eftir keiluna fórum við aftur heim til Sonju og Óskars. Hellt var upp á kaffi og boðið upp á líkjör, fyrir þá sem ekki voru á bíl, og svo sátum við í góðu yfirlæti og röbbuðum saman fram á nótt. Mjög notalegt!
Helgin leið alltof fljótt. Davíð þurfti að vinna á laugardaginn og fékk ég hann til að nota heima-tölvuna. Veðrið var frábært í alla staði og sendi ég strákana út að hjóla og/eða leika sér eftir hádegi. Ég skrapp í Bónus og reyndi svo að trufla manninn sem minnst þegar innkaupunum var lokið.
Fékk þá flugu í höfuðið að hengja myndina af Sigurði Fáfnisbana upp en hún kom úr innrömmun fyrir nokkru síðan. Ég var ákveðin í að bjarga þessu alveg sjálf en Davíð leist ekki meira en svo á aðfarirnar hjá mér að hann ákvað að gera þetta sjálfur.
Strákarnir komu inn um hálffimm og Birta vinkona þeirra með þeim. Klukkutíma seinna sótti Davíð barnapíurnar okkar (tveir duglegir tólf ára strákar, notar maður kannski eitthvað annað orð en barnapíur?) og tvær pizzur fyrir alla strákana að borða (það er ekki oft sem pöntuð er aðkeypt pizza á mínu heimili...).
Upp úr hálfsjö vorum við komin til "tvíburahálfsystur" minnar og frænda míns mannsins hennar. Þau voru búin að bjóða okkur í mat og keilu í tilefni af því að við Davíð erum 70 á árinu og þau 75. Fyrr á árinu vorum við búin að bjóða þeim með okkur á Með fullri reisn" í Þjóðleikhúsinu. (Bloggaði um það 24 febrúar. sl.). Sonja var með nautalund, sallat, kartöflur og sveppasósu. Með þessu var boðið upp á rauðvín, vatn og hvítvín spes handa mér.
Klukkan níu vorum við komin langleiðina upp í Mjódd. Davíð villtist aðeins á leiðinni og tók nokkrar aukabeyjur. En við vorum ekkert svo sein og þar að auki áttum við pantaða braut. Spiluðum tvær umferðir og það er nokkuð ljóst að það er langt síðan sumir, flest okkar, spiluðu síðast. En við höfðum mjög gaman af þessu og ég er að hugsa um að leggja til að rífa upp reglulegu keiluferðirnar okkar aftur og fara a.m.k. einu sinni í mánuði! Eftir keiluna fórum við aftur heim til Sonju og Óskars. Hellt var upp á kaffi og boðið upp á líkjör, fyrir þá sem ekki voru á bíl, og svo sátum við í góðu yfirlæti og röbbuðum saman fram á nótt. Mjög notalegt!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)