Það er jazzmessa í kirkjunni minni núna á eftir. Ég er hins vegar stödd á Hellu. Ætla ekki að vera fram á kvöld en er þó ekki að flýta mér í bæinn til að ná í messu. Ég var komin hingað austur upp úr klukkan tvö í gær eftir að hafa farið í tveggja tíma sundferð, esperanto hitting og smá Krónuferð í gærmorgun áður en ég kom við aftur heima að ganga frá "morgundótinu" og taka mig til fyrir austurferð. Var svo sniðug að taka með mér hluta af jólakortagerðardótinu mínu og eftir að við pabbi vorum búin að drekka kaffi upp úr klukkan hálffjögur lagði ég undir mig eldhúsborðið í tæpa tvo tíma. Skar niður nokkrar arkir í nokkrum litum þannig að ég var komin með rúmlega þrjátíu stk. grunnkort. Á til helling af niðurklipptum jólamyndum, skapalón, liti og fleira og áður en ég tók saman var ég búin að útbúa 5 jólakort. Á kannski eftir að klippa þau örlítið meira til og einnig setja hvít blöð inn í kortin sem ekki eru hvít fyrir. Ég er mjög ánægð með að vera loksins komin í gang og veit að ég þarf ekki að setjast niður nema 2-3 í viðbót til að klára kortin áður en ég fer í að skrifa þau. Ætti að vera tilbúin til að byrja jólakortaskrif í desemberbyrjun. Sem fyrr mun ég skrifa 3 bréf sem fara með jólakortunum sem ég sendi til Danmerkur (2) og Manchester (1).
Ég er búin að lesa skammtímalánsbækurnar og næstum því tvær bækur til. Sú sem ég er alveg að ljúka við heitir Hin svarta útsending eftir kött grá pje/Atla Sigþórsson. Nokkuð skemmtileg bók, margir misstuttir textar á 100 blaðsíðum. Allir textar heita eitthvað og amk í einu tilvikinu er titill textans lengri en sjálfur textinn.