28.1.11

- Janúar alveg að verða búinn -

Það er föstudagur, helgi framundan og strax á þriðjudaginn hefst nýr mánuður. Og mér sem finnst áramótin hafi verið fyrir ca hálfum mánuði. Ætli það verði ekki kominn mars eftir eina og hálfa viku?
Annars settist ég niður með saumana mína í gærkvöldi. Er að "hamast" við að reyna að klára engilinn svo ég geti nú farið að byrja á nýju stóru verkefni. Stóðst ekki mátið um daginn og byrjaði að sauma litla mynd af rauðvínsflösku og glasi ásamt vínberjum og laufblöðum. Svo hef ég líka alltaf "merkjamyndirnar" að grípa í. En ég var semsagt að vinna í englinum í gærkvöldi. Nánar tiltekið að útlínum í öðrum vængnum. Ef ég sest niður með saumana mína eitthvað, nánast á hverjum degi, ætti ég að ná að klára þetta verkefni á örfáum vikum.

27.1.11

- Ein að reyna að koma sér í gang -


Jæja, er ekki besta leiðin til að vekja "skrifandann" að setjast niður fyrir framan skjáinn og "hamra" svolítið á lyklaborðið? Jafnvel þótt maður hafi ekkert að segja? Reyndar er kollurinn fullur af alls konar efni það er bara spurning hvort og hvernig ég kem einhverju af því frá mér. Ætla að sjá til næstu daga hvort eitthvað festist á skjáinn...

26.1.11

- Nýtt ár og fyrsti mánuðurinn langt kominn -
Ég er orðin alltof löt við skriftirnar og líkar það frekar illa. Það er nefnilega alveg ágætt að eiga einhverja punkta til að lesa yfir. Ég ætla nú samt ekki að lofa því að ég verði neitt duglegri og að þessu sinni verður þetta bara stutt og snubbótt. Sjáum svo til hvað gerist á næstu dögum og vikum.