- Janúar að verða búinn -
Mamma hafði samband við mig stuttu fyrir fjögur í gær og sagði að það væri svo kalt að hún ætlaði að sækja mig. Ég sagiðst vera í kuldagalla svo það ætti ekki að þurfa en hún sagðist koma samt, það væri svo kalt. En saman náðum við í strákana af kóræfingu, alla þrjá. Þeir þurftu að sitja aftur í og voru að slást þennan stutta spöl heim til mín. Þegar komið er svona langt fram í vikuna og fram á daginn þá eru margir orðnir þreyttir og fljótir að pirrast. Strákarnir héldu áfram að karpa og tuskast eftir að inn var komið og hlustuðu ekkert á mig. Ég missti þolinmæðina, gekk á milli og sagði að þeim væri ófrjálst að fara í tölvur eða horfa á sjónvarp. Ég ætlaði að skreppa aðeins út og þeir mættu byrja á því að læra.
Ég rauk út í fiskbúð og keypti mér lúðu í soðið. Þegar ég kom heim var Oddur Smári búinn að reikna og að ljúka við heimalesturinn og hann vatt sér strax í aukalesturinn þar á eftir. Davíð Steinn kúrði upp í sófa heldur hnýpinn. Oddur var búinn að læra um fimm fór þá að æfa sig á blokkflautuna. Um það leyti ákvað Davíð Steinn að byrja á sínum heimalærdóm. Eftir reikning, skyldu- og aukalestur æfði hann sig líka á flautuna og þeir bræður tóku svo æfingu saman í restina. Þeir stóðu sig svo vel að ég leyfði heim að horfa á sjónvarpið, Stundina okkar.
Davíð kom heim rétt fyrir sjö. Ég var að stússast í eldhúsinu og hann bauðst til að hjálpa. Það var reyndar allt að verða klárt ég var bara að leggja síðustu hönd á sallatið. Hann fékk þó að leggja á borð. Lúðuna gufusauð ég og bar ég fram kartöflur og sallat með. Strákarnir bættu svo ofan á þetta pítusósu, sætu sinnepi og einhvers konar sterkri sósu.
Það var æfing í tímafreka leiknum þannig að þegar strákarnir voru komnir í ró ákvað ég að halda áfram að lesa bókina sem ég talaði um í gær.
30.1.04
29.1.04
- Kóræfing -
En fyrst þetta: Sótti systurdóttur mína á leikskólann, löbbuðum heim til hennar til að sækja kerru og vorum komnar heim til mín góðri stundu á undan Helgu og tvíburunum. Krakkarnir léku sér í koddaslag og kojum fram að mat. (Var ekkert að stöðva þau en beið alltaf eftir því að allt færi í háaloft. Það gerðist nú ekki sem betur fer. Þær mæðgur kvöddu rétt um hálfsjö og þá drifu strákarnir sig í að lesa og læra. Eftir það fengu þeir að skiptast á í PC-tölvu heimilisins. Ég sinnti nauðsynlegum heimilisstörfum en freistaðist svo til að kíkja aðeins í bók. Ég er að lesa mjög átakanlega bók, skáldsögu byggða á raunverulegum atburðum (þori ég að fullyrða), Ekki segja frá, eftir íslenska stúlku.
Davíð kom heim á svipuðum tíma og í fyrrakvöld, um átta. Ég renndi í könnu, fékk mér smá sopa með honum, kvaddi svo feðgana og dreif mig á kóræfingu. Það leit ekki vel út í fyrstu með karlaraddirnar. Tveir voru mættir, einn í hvorri rödd. En það bættust tveir við bassann mjög fljótlega. Tenórinn var lengi vel aleinn og sér, en hann þekkir þá stöðu vel síðan hann söng í Landsbankakórnum. Hinir tveir voru búnir að afboða sig, báðir að vinna, en annar af þeim skrapp á æfingu og var mættur upp úr níu. Þetta verður alltaf skemmtilegar og skemmtilegra og ekki var þetta leiðinlegt fyrir. Það styttist í fjögurra kóra uppákomu en ég segi betur frá henni þegar hún er afstaðin. Í gærkvöldi voru æfð lög fyrir þessa uppákomu, og einnig byrjað á verkefnum fyrir vortónleika. Kórinn mun ekki syngja í messu fyrr en seinni messudaginn í febrúar. Ég er samt að hugsa um að kíkja í messu þann 8. febrúar n.k. og hlusta á og taka þátt í Himnatónlistarmessu. Það er góður andi yfir mér núna ha!
En fyrst þetta: Sótti systurdóttur mína á leikskólann, löbbuðum heim til hennar til að sækja kerru og vorum komnar heim til mín góðri stundu á undan Helgu og tvíburunum. Krakkarnir léku sér í koddaslag og kojum fram að mat. (Var ekkert að stöðva þau en beið alltaf eftir því að allt færi í háaloft. Það gerðist nú ekki sem betur fer. Þær mæðgur kvöddu rétt um hálfsjö og þá drifu strákarnir sig í að lesa og læra. Eftir það fengu þeir að skiptast á í PC-tölvu heimilisins. Ég sinnti nauðsynlegum heimilisstörfum en freistaðist svo til að kíkja aðeins í bók. Ég er að lesa mjög átakanlega bók, skáldsögu byggða á raunverulegum atburðum (þori ég að fullyrða), Ekki segja frá, eftir íslenska stúlku.
Davíð kom heim á svipuðum tíma og í fyrrakvöld, um átta. Ég renndi í könnu, fékk mér smá sopa með honum, kvaddi svo feðgana og dreif mig á kóræfingu. Það leit ekki vel út í fyrstu með karlaraddirnar. Tveir voru mættir, einn í hvorri rödd. En það bættust tveir við bassann mjög fljótlega. Tenórinn var lengi vel aleinn og sér, en hann þekkir þá stöðu vel síðan hann söng í Landsbankakórnum. Hinir tveir voru búnir að afboða sig, báðir að vinna, en annar af þeim skrapp á æfingu og var mættur upp úr níu. Þetta verður alltaf skemmtilegar og skemmtilegra og ekki var þetta leiðinlegt fyrir. Það styttist í fjögurra kóra uppákomu en ég segi betur frá henni þegar hún er afstaðin. Í gærkvöldi voru æfð lög fyrir þessa uppákomu, og einnig byrjað á verkefnum fyrir vortónleika. Kórinn mun ekki syngja í messu fyrr en seinni messudaginn í febrúar. Ég er samt að hugsa um að kíkja í messu þann 8. febrúar n.k. og hlusta á og taka þátt í Himnatónlistarmessu. Það er góður andi yfir mér núna ha!
- Afmæli -
Frændi minn og bekkjarbróðir úr Grunnskólanum á Hellu, Helgi Árnason, er árinu eldri í dag.
Frændi minn og bekkjarbróðir úr Grunnskólanum á Hellu, Helgi Árnason, er árinu eldri í dag.
28.1.04
- Margt og mikið -
Kóræfingar í barnakór Hallgrímskirkju byrjuðu aftur í gær eftir nokkuð langt jólafrí. Það frí var reyndar fyrirséð því kórstjórinn var búin að láta vita fyrir jól að hún væri ekki viss hvenær æfingar hæfust á nýja árinu. Ég var kominn upp að kirkju rétt rúmlega fjögur. Oddur Smári var tilbúinn fyrir utan en Davíð Steinn þurfti að kveðja alla með kossi og var að klæða sig í. Mamma var komin til að sækja Bjössa og bauð okkur far. Ég þáði það ekki. Veðrið var gott og ég vildi labba með strákunum þá leið sem þeir koma til með að labba svo sjálfir seinna meir.
Oddur Smári vildi að við kæmum við í Sundhöll Reykjavíkur því hann taldi sig hafa gleymt úrinu sínu þar. Mér fannst við of klyfjuð til að taka á okkur þennan smá krók og sagði að hann gæti spurt eftir því þegar hann færi næst í sund (í dag). Heima skiluðum við af okkur öllum töskum og svo lá leiðin í Fiskbúð Einars. Strákarnir vildu endilega koma með og mig grunaði hvers vegna og sagði að þeir mættu ekki suða um að fá að smakka kaldar fiskibollur. Davíð Steinn heyrði greinilega ekki þau skilaboð en ég heyrði að Oddur Smári samþykkti þetta. Samt reyndi sá síðarnefndi að senda fisksalanum óbein skilaboð með því að segja við hann: -"Mér finnst fiskibollurnar þínar mjög góðar kaldar!"
Þegar heim kom tók ég upp úr sundtöskum drengjanna og úrið fannst í botninum á töskunni hans Odds.
Kveikti óvart á sjónvarpinu um fimm leytið og var þá verið að sýna beint frá leik Svía og Króata. Strákarnir voru að lesa svo ég slökkti á hljóðinu; hlustaði á strákana en horfði á leikinn.
Strákarnir voru rétt búnir að læra þegar mamma kom færandi hendi. Davíð Steinn hafði gleymt Vals-flíspeysunni sinni í Skaftahlíðinni um daginn og mundi ekkert eftir því hvar peysan var. Við héldum að við sæum hana ekki meir því auðvitað fann ég hana ekki í óskilafatahrúgunni í skólanum. Tvíburabræðurnir í Skaftahlíðinni höfðu rekið augun í peysuna og þar sem hún er merkt með nafninu hans þá var auðvelt að koma henni til skila. Mamma gaf sér góðan tíma. Ég helti upp á og svo bauð ég henni í fiskibollur, Einars-fiskibollur.
Um leið og mamma kvaddi, rétt upp úr átta, kom Davíð heim. Strákarnir fóru í háttinn upp úr hálfníu. Las fyrir þá í Línu Langsokk, allar sögurnar. Davíð var að skrimma með félögum sínum í tímafreka leiknum. Og eftir skrimmið þurfti hann að vinna smá. Á ellefta tímanum kveikti ég aftur á sjónvarpinu og horfði á State of play. Var ekki búin að slökkva og staðinn upp eftir þáttinn þegar byrjaði þáttur um unga dansara í danskeppni Evrópu, listdans og nútímadans. Ég fylgdist heilluð með en klukkan var að verða hálfeitt þegar þátturinn var búinn. Þá dreif ég í því að slökkva svo ég myndi ekki festast í að horfa á leik Dana og Rússa frá því fyrr um kvöldið...
Kóræfingar í barnakór Hallgrímskirkju byrjuðu aftur í gær eftir nokkuð langt jólafrí. Það frí var reyndar fyrirséð því kórstjórinn var búin að láta vita fyrir jól að hún væri ekki viss hvenær æfingar hæfust á nýja árinu. Ég var kominn upp að kirkju rétt rúmlega fjögur. Oddur Smári var tilbúinn fyrir utan en Davíð Steinn þurfti að kveðja alla með kossi og var að klæða sig í. Mamma var komin til að sækja Bjössa og bauð okkur far. Ég þáði það ekki. Veðrið var gott og ég vildi labba með strákunum þá leið sem þeir koma til með að labba svo sjálfir seinna meir.
Oddur Smári vildi að við kæmum við í Sundhöll Reykjavíkur því hann taldi sig hafa gleymt úrinu sínu þar. Mér fannst við of klyfjuð til að taka á okkur þennan smá krók og sagði að hann gæti spurt eftir því þegar hann færi næst í sund (í dag). Heima skiluðum við af okkur öllum töskum og svo lá leiðin í Fiskbúð Einars. Strákarnir vildu endilega koma með og mig grunaði hvers vegna og sagði að þeir mættu ekki suða um að fá að smakka kaldar fiskibollur. Davíð Steinn heyrði greinilega ekki þau skilaboð en ég heyrði að Oddur Smári samþykkti þetta. Samt reyndi sá síðarnefndi að senda fisksalanum óbein skilaboð með því að segja við hann: -"Mér finnst fiskibollurnar þínar mjög góðar kaldar!"
Þegar heim kom tók ég upp úr sundtöskum drengjanna og úrið fannst í botninum á töskunni hans Odds.
Kveikti óvart á sjónvarpinu um fimm leytið og var þá verið að sýna beint frá leik Svía og Króata. Strákarnir voru að lesa svo ég slökkti á hljóðinu; hlustaði á strákana en horfði á leikinn.
Strákarnir voru rétt búnir að læra þegar mamma kom færandi hendi. Davíð Steinn hafði gleymt Vals-flíspeysunni sinni í Skaftahlíðinni um daginn og mundi ekkert eftir því hvar peysan var. Við héldum að við sæum hana ekki meir því auðvitað fann ég hana ekki í óskilafatahrúgunni í skólanum. Tvíburabræðurnir í Skaftahlíðinni höfðu rekið augun í peysuna og þar sem hún er merkt með nafninu hans þá var auðvelt að koma henni til skila. Mamma gaf sér góðan tíma. Ég helti upp á og svo bauð ég henni í fiskibollur, Einars-fiskibollur.
Um leið og mamma kvaddi, rétt upp úr átta, kom Davíð heim. Strákarnir fóru í háttinn upp úr hálfníu. Las fyrir þá í Línu Langsokk, allar sögurnar. Davíð var að skrimma með félögum sínum í tímafreka leiknum. Og eftir skrimmið þurfti hann að vinna smá. Á ellefta tímanum kveikti ég aftur á sjónvarpinu og horfði á State of play. Var ekki búin að slökkva og staðinn upp eftir þáttinn þegar byrjaði þáttur um unga dansara í danskeppni Evrópu, listdans og nútímadans. Ég fylgdist heilluð með en klukkan var að verða hálfeitt þegar þátturinn var búinn. Þá dreif ég í því að slökkva svo ég myndi ekki festast í að horfa á leik Dana og Rússa frá því fyrr um kvöldið...
27.1.04
- Af Huldu frænku -
Hulda var lasin á sunnudag. Mamma passaði hana fram að hádegi en þá kom Helga systir heim. Su stutta sagði við ömmu sína -"Núna getur þú farið í þína vinnu amma!" Þessa dagana er hún oft að biðja mömmu sína um að sína sér hvaða dagur er og spyrja hvenær afmælið hennar kemur. Sú stutta er alveg að verða fjögurra ára. En hvað tíminn flýgur!
Hulda var lasin á sunnudag. Mamma passaði hana fram að hádegi en þá kom Helga systir heim. Su stutta sagði við ömmu sína -"Núna getur þú farið í þína vinnu amma!" Þessa dagana er hún oft að biðja mömmu sína um að sína sér hvaða dagur er og spyrja hvenær afmælið hennar kemur. Sú stutta er alveg að verða fjögurra ára. En hvað tíminn flýgur!
26.1.04
- Tékkland - Ísland 30:30 -
Þannig fór um sjóferð þá! Það þarf líklega aðeins að yngja upp í þessu liði. Patti og Dagur eiga alls ekki heima í þessum hóp. En ég gat ekki annað en vorkennt Ólafi Stefánssyni með mann hangandi á sér allan leikinn og samt var kvartað yfir því að hann skoraði ekki. Snorri Steinn, Ásgeir Örn, Ragnar og Arnór (sem var skilinn eftir heima) eru menn framtíðarinnar. Sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum.
En nú er ég farin að telja niður dagana fram að Formúlunni Skyldi hún verða jafn spennandi og í fyrra?
Þannig fór um sjóferð þá! Það þarf líklega aðeins að yngja upp í þessu liði. Patti og Dagur eiga alls ekki heima í þessum hóp. En ég gat ekki annað en vorkennt Ólafi Stefánssyni með mann hangandi á sér allan leikinn og samt var kvartað yfir því að hann skoraði ekki. Snorri Steinn, Ásgeir Örn, Ragnar og Arnór (sem var skilinn eftir heima) eru menn framtíðarinnar. Sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum.
En nú er ég farin að telja niður dagana fram að Formúlunni Skyldi hún verða jafn spennandi og í fyrra?
- Jazzmessa -
Ég fór ekki í tvær messur í gær. En eftir að hafa skutlað strákunum á fótboltaæfingu lá leiðin upp í kirkju óháða safnaðarins. Þar er oftast messað klukkan tvö. Orgel kirkjunnar var tekið niður þann 12. janúar til að hreinsa það, lagfæra og bæta tveimur röddum í það. Í gær lék Tríó Björns Thoroddssens við messu. Þetta var frábært stuð. Helgi Hróbjartsson trúboði prédikaði og hann hafði orð á því að þetta væri mikið öðruvísi og hefði hann nú kynnst ýmsu í Kenýa og þeim löndum þar sem hann hefur verið. Ég var að fíla þetta mjög vel. Þurfti svo að rjúka út strax eftir messu því æfingin var löngu búin hjá strákunum.
Þeir bræður sögðust ekkert hafa verið farnir að bíða eftir mér en þeir fundu líka skemmtilegt svell til að leika sér á eftir æfingu. Þegar heim kom gaf ég þeim hressingu og svo fengu þeir pabba sinn til að sækja fyrir sig hjólin og pumpa í þau. Þeir voru að hjóla í rúma tvo tíma.
Ég fór ekki í tvær messur í gær. En eftir að hafa skutlað strákunum á fótboltaæfingu lá leiðin upp í kirkju óháða safnaðarins. Þar er oftast messað klukkan tvö. Orgel kirkjunnar var tekið niður þann 12. janúar til að hreinsa það, lagfæra og bæta tveimur röddum í það. Í gær lék Tríó Björns Thoroddssens við messu. Þetta var frábært stuð. Helgi Hróbjartsson trúboði prédikaði og hann hafði orð á því að þetta væri mikið öðruvísi og hefði hann nú kynnst ýmsu í Kenýa og þeim löndum þar sem hann hefur verið. Ég var að fíla þetta mjög vel. Þurfti svo að rjúka út strax eftir messu því æfingin var löngu búin hjá strákunum.
Þeir bræður sögðust ekkert hafa verið farnir að bíða eftir mér en þeir fundu líka skemmtilegt svell til að leika sér á eftir æfingu. Þegar heim kom gaf ég þeim hressingu og svo fengu þeir pabba sinn til að sækja fyrir sig hjólin og pumpa í þau. Þeir voru að hjóla í rúma tvo tíma.
25.1.04
- "Vinnusamir drengir" -
Strákarnir mínir voru eiginlega að fá á sig stimpilinn innipúkar í gær þegar mér tókst að fá þá til að fara út um þrjú og fá sér ferskt loft. Davíð var að vinna hér heima og ég skrapp út í búð um þetta leyti. Kom heim rétt um fimm og fann Odd Smára sitjandi á stærðar snjóhnullungi sem þeir bræður höfðu brotið úr snjóruðningi frá því um daginn. Davíð Steinn var að sækja einn félagann, sem býr í götunni, til að sýna honum hnullunginn og fá hann út að leika í leiðinni.
Ég var ánægð með hvað þeir entust lengi úti. Gekk frá vörunum og fór fljótlega að hafa til kvöldmatinn, saltfisk með kartöflum og hamsatólg. Um sex heyrði ég strákana vera að kveðja félagann. Þeir hringdu bjöllunni þótt útihurðin væri ekki læst. Mér féllust hendur þegar ég opnaði fyrir þeim og kallaði á Davíð mér til aðstoðar. Fyrir utan stóðu tvær drulluhrúgur. -"Hvað voru þið að gera?". Það stóð ekki á svari: -"Við vorum að bjarga kviksyndi!" Kuldaskórnir þeirra voru útataðir og hafði eitthvað komist inn í þá líka, einnig voru kuldabuxurnar mjög drullugar, hanskarnir og önnur úlpan. (Úlpan hans Odds slapp). Jæja, það var eins gott að strákarnir festust ekki alvarlega og að "kviksyndið" var ekki dýpra.
Strákarnir mínir voru eiginlega að fá á sig stimpilinn innipúkar í gær þegar mér tókst að fá þá til að fara út um þrjú og fá sér ferskt loft. Davíð var að vinna hér heima og ég skrapp út í búð um þetta leyti. Kom heim rétt um fimm og fann Odd Smára sitjandi á stærðar snjóhnullungi sem þeir bræður höfðu brotið úr snjóruðningi frá því um daginn. Davíð Steinn var að sækja einn félagann, sem býr í götunni, til að sýna honum hnullunginn og fá hann út að leika í leiðinni.
Ég var ánægð með hvað þeir entust lengi úti. Gekk frá vörunum og fór fljótlega að hafa til kvöldmatinn, saltfisk með kartöflum og hamsatólg. Um sex heyrði ég strákana vera að kveðja félagann. Þeir hringdu bjöllunni þótt útihurðin væri ekki læst. Mér féllust hendur þegar ég opnaði fyrir þeim og kallaði á Davíð mér til aðstoðar. Fyrir utan stóðu tvær drulluhrúgur. -"Hvað voru þið að gera?". Það stóð ekki á svari: -"Við vorum að bjarga kviksyndi!" Kuldaskórnir þeirra voru útataðir og hafði eitthvað komist inn í þá líka, einnig voru kuldabuxurnar mjög drullugar, hanskarnir og önnur úlpan. (Úlpan hans Odds slapp). Jæja, það var eins gott að strákarnir festust ekki alvarlega og að "kviksyndið" var ekki dýpra.
- Afmælisbörn dagsins -
Tveir bekkjarbræður mínir úr grunnskóla, Baldur og Stefán, eru árinu eldri í dag.
Tveir bekkjarbræður mínir úr grunnskóla, Baldur og Stefán, eru árinu eldri í dag.
24.1.04
- Afmælisfrændur mínir -
Ömmubróðir minn Jónas og elsti systur-sonarsonarsonur hans (semsagt barnabarnabarn móðurömmu heitinnar), Baldvin Haukur eru árinu eldri í dag. Það munar 71 ári á þeim frændum.
Ömmubróðir minn Jónas og elsti systur-sonarsonarsonur hans (semsagt barnabarnabarn móðurömmu heitinnar), Baldvin Haukur eru árinu eldri í dag. Það munar 71 ári á þeim frændum.
23.1.04
- Ungverjaland - Ísland 32:29 -
Ég var svo viss um að slæmi kaflinn leiksins hefði verið í fyrri hálfleik en sá kafli var þó ekkert á móti þeim sem kom í þeim síðari. Að þessu sinni er ekki hægt að kenna dómurum um hvernig fór. Strákarnir voru einfaldlega að klúðra hlutunum upp á eigin spýtur. Ég hef samt á tilfinningunni að þeir eigi miklu meira inni, hafi ekki verið að gefa sig 100%. Flestir áttu sína spretti en það féllu margir í þá gryfju að flýta sér of mikið og reyna ótímabær skot m.a.
Ég var svo viss um að slæmi kaflinn leiksins hefði verið í fyrri hálfleik en sá kafli var þó ekkert á móti þeim sem kom í þeim síðari. Að þessu sinni er ekki hægt að kenna dómurum um hvernig fór. Strákarnir voru einfaldlega að klúðra hlutunum upp á eigin spýtur. Ég hef samt á tilfinningunni að þeir eigi miklu meira inni, hafi ekki verið að gefa sig 100%. Flestir áttu sína spretti en það féllu margir í þá gryfju að flýta sér of mikið og reyna ótímabær skot m.a.
- Önnur mál -
Við mæðginin löbbuðum við í Fiskbúð Einars á heimleiðinni í gær. Við ætluðum að kaupa fiskibollur hjá honum en þær voru akkúrat að klárast þegar við komum. Í staðinn keypti ég tvær bleykjur, hrogn, lifur og kleinur. Er heim kom byrjaði Oddur Smári að lesa aukalesturinn en Davíð Steinn kom í spilatíma. Svo skiptu þeir (alveg eins og á þriðjudaginn var.). Flaututímarnir gengu mjög vel en Oddur var miklu þreyttari en síðast og hafði ekki eins mikið úthald. Hann þrjóskaðist þó við til að komast yfir jafn margar æfingar og bróðir hans.
Hafði bleikjurnar í matinn. Gufusauð þær, og með voru soðnar kartöflur og sallat. Við mæðginin borðuðum aðra bleikjuna og Davíð hina næstum alla. Nammi namm.
Rétt áður en handboltaleikurinn var búinn hringdi ég í tvíburahálfsystur mína og sagðist vera á leiðinni. Við horfðum saman á upptöku af Alias, (Launráð). Eftir spennandi lokaþátt í þessari seríu tók ég fram saumana mína til að róa mig niður. Það varð til þess að ég horfði líka á "Cutting it" (Í hár saman)
Annars voru tvíburahálfsystir mín og maður hennar að fá sér skemmtara og fengu hann fyrir lítið svo nú erum við vinkonurnar að spá í að bæta við spilakvöldi öðru hvoru...
Að lokum Til hamingju með daginn allir stórir strákar!BÓNDADAGINN
Við mæðginin löbbuðum við í Fiskbúð Einars á heimleiðinni í gær. Við ætluðum að kaupa fiskibollur hjá honum en þær voru akkúrat að klárast þegar við komum. Í staðinn keypti ég tvær bleykjur, hrogn, lifur og kleinur. Er heim kom byrjaði Oddur Smári að lesa aukalesturinn en Davíð Steinn kom í spilatíma. Svo skiptu þeir (alveg eins og á þriðjudaginn var.). Flaututímarnir gengu mjög vel en Oddur var miklu þreyttari en síðast og hafði ekki eins mikið úthald. Hann þrjóskaðist þó við til að komast yfir jafn margar æfingar og bróðir hans.
Hafði bleikjurnar í matinn. Gufusauð þær, og með voru soðnar kartöflur og sallat. Við mæðginin borðuðum aðra bleikjuna og Davíð hina næstum alla. Nammi namm.
Rétt áður en handboltaleikurinn var búinn hringdi ég í tvíburahálfsystur mína og sagðist vera á leiðinni. Við horfðum saman á upptöku af Alias, (Launráð). Eftir spennandi lokaþátt í þessari seríu tók ég fram saumana mína til að róa mig niður. Það varð til þess að ég horfði líka á "Cutting it" (Í hár saman)
Annars voru tvíburahálfsystir mín og maður hennar að fá sér skemmtara og fengu hann fyrir lítið svo nú erum við vinkonurnar að spá í að bæta við spilakvöldi öðru hvoru...
Að lokum Til hamingju með daginn allir stórir strákar!BÓNDADAGINN
- Ísland - Slóvenía 28:34 -
Ég er alveg pollróleg en samt örg út í dómarana. Það voru allir leikmenn og dómarar mjög stressaðir í upphafi leiks. Dómararnir leyfðu fremur grófan leik (nema þegar Ólafur braut af sér í seinni hálfleik, það var ekki gróft brot!) og mest allan leikin hallaði á okkar menn. En það er bara gott að tapleikurinn sé frá. Guðmundur Hrafnkelsson var bestur framan af leik í gær. Skil ekki alveg afhverju hann þurfti að spila allan leikinn. Ólafur var tekinn alltof föstum tökum og oft gróflega brotið á honum, og Slóvenar fengu að komast upp með það. En Patti er fallinn í ónáð hjá mér. Hann á að vera það leikreyndur að láta ekki mótlæti hleypa skapinu í honum upp. En nú er nýr dagur og í kvöld er nýr leikur. Gæti orðið nokkuð erfiður en ég hef samt engar áhyggjur, hef meiri áhyggjur af því að við vanmetum Tékkana. Áfram Ísland!
Ég er alveg pollróleg en samt örg út í dómarana. Það voru allir leikmenn og dómarar mjög stressaðir í upphafi leiks. Dómararnir leyfðu fremur grófan leik (nema þegar Ólafur braut af sér í seinni hálfleik, það var ekki gróft brot!) og mest allan leikin hallaði á okkar menn. En það er bara gott að tapleikurinn sé frá. Guðmundur Hrafnkelsson var bestur framan af leik í gær. Skil ekki alveg afhverju hann þurfti að spila allan leikinn. Ólafur var tekinn alltof föstum tökum og oft gróflega brotið á honum, og Slóvenar fengu að komast upp með það. En Patti er fallinn í ónáð hjá mér. Hann á að vera það leikreyndur að láta ekki mótlæti hleypa skapinu í honum upp. En nú er nýr dagur og í kvöld er nýr leikur. Gæti orðið nokkuð erfiður en ég hef samt engar áhyggjur, hef meiri áhyggjur af því að við vanmetum Tékkana. Áfram Ísland!
22.1.04
21.1.04
- Miðvikudagur og matur hjá mér -
Ég var að setja mig í göngugírinn til að sækja Huldu í leikskólann, kerruna hennar á Grettisgötuna og labba með hana heim, þegar mamma hringdi í mig. -"Ég er að koma og sækja þig. Pabbi þinn er í bæjarferð." Pabbi hafði eiginlega ætlað beint austur aftur að loknum erindagjörðum sínum en mamma sagði honum að ég yrði örugglega svo fúl ef ég frétti af honum í bænum og hitti hann ekkert. Mamma góð!
Byrjuðum á því að sækja Huldu og vorum komnar heim vel fyrir hálffimm. Pabbi beið fyrir utan en mamma kvaddi og dreif sig að sinna sínum skyldum. Helga og tvíburarnir komu klukkan fimm. Hún dreif sig beint í Kringluna til að fá nýjan nefpúða á gleraugun hennar Huldu (hann hafði brotnað af í leikskólanum í dag). Pabbi kvaddi fljótlega. Hann stoppar aldrei lengi nema hann fái einhver tímafrek verkefni hjá mér. Og það fékk hann ekki í þetta sinn, bara eitt lítið og fljótlagað...
Hafði steikta ýsu með lauksmjöri, bygggrjónum og gufusoðnu grænmeti. Hulda og Davíð Steinn voru ekkert of hrifin og gátu ekki klárað af diskunum sínum. Hann henti afgangnum sjálfur í ruslið og hún hermdi eftir honum.
Og svo er kóræfing á eftir. Davíð kemur vonandi heim fljótlega. Ég hef áhyggjur af honum þessa dagana því hann er að vinna svo langt fram á nætur (sumar næturnar er hann reyndar að leika sér í tímafreka leiknum) Sl. nótt var hann að vinna og hann kom inn rétt fyrir klukkan sex í morgun og lagði sig í tvo tíma. Hann var að koma heim í þessum skrifuðum orðum rétt fyrir sjö...
Ég var að setja mig í göngugírinn til að sækja Huldu í leikskólann, kerruna hennar á Grettisgötuna og labba með hana heim, þegar mamma hringdi í mig. -"Ég er að koma og sækja þig. Pabbi þinn er í bæjarferð." Pabbi hafði eiginlega ætlað beint austur aftur að loknum erindagjörðum sínum en mamma sagði honum að ég yrði örugglega svo fúl ef ég frétti af honum í bænum og hitti hann ekkert. Mamma góð!
Byrjuðum á því að sækja Huldu og vorum komnar heim vel fyrir hálffimm. Pabbi beið fyrir utan en mamma kvaddi og dreif sig að sinna sínum skyldum. Helga og tvíburarnir komu klukkan fimm. Hún dreif sig beint í Kringluna til að fá nýjan nefpúða á gleraugun hennar Huldu (hann hafði brotnað af í leikskólanum í dag). Pabbi kvaddi fljótlega. Hann stoppar aldrei lengi nema hann fái einhver tímafrek verkefni hjá mér. Og það fékk hann ekki í þetta sinn, bara eitt lítið og fljótlagað...
Hafði steikta ýsu með lauksmjöri, bygggrjónum og gufusoðnu grænmeti. Hulda og Davíð Steinn voru ekkert of hrifin og gátu ekki klárað af diskunum sínum. Hann henti afgangnum sjálfur í ruslið og hún hermdi eftir honum.
Og svo er kóræfing á eftir. Davíð kemur vonandi heim fljótlega. Ég hef áhyggjur af honum þessa dagana því hann er að vinna svo langt fram á nætur (sumar næturnar er hann reyndar að leika sér í tímafreka leiknum) Sl. nótt var hann að vinna og hann kom inn rétt fyrir klukkan sex í morgun og lagði sig í tvo tíma. Hann var að koma heim í þessum skrifuðum orðum rétt fyrir sjö...
- Spilatími -
Barnakórstarfið í kirkjunni er ekki byrjað enn svo ég fékk að fara fyrr til að sækja strákana í skólann. Þeir voru nú ekkert að drífa sig en Oddur Smári hafði orð á því hvort það ætti ekki að vera spilatími. Ég var alveg til í það. Ekkert löngu eftir að við komum heim ákváðum við að Davíð Steinn myndi byrja í flaututíma og Oddur Smári lesa aukalesturinn (20 mín eða meira) á meðan og svo myndu þeir skipta. Tímarnir gengu báðir vel en úthaldið var rétt tæpur hálftími hjá hvorum um sig. Það er líka alveg nóg. Þeir bræður tóku svo létta æfingu saman stuttu fyrir háttinn og það gekk bara þokkalega hjá þeim. Gaman að þessu!
Mamma rak inn nefið. Sagði að það væri svo langt síðan hún hefði séð okkur. Drengirnir fóru reyndar fljótlega að sofa og Davíð á foreldrafund. Við mamma gleymdum okkur yfir myndasafninu á síðum ættingjanna.
Barnakórstarfið í kirkjunni er ekki byrjað enn svo ég fékk að fara fyrr til að sækja strákana í skólann. Þeir voru nú ekkert að drífa sig en Oddur Smári hafði orð á því hvort það ætti ekki að vera spilatími. Ég var alveg til í það. Ekkert löngu eftir að við komum heim ákváðum við að Davíð Steinn myndi byrja í flaututíma og Oddur Smári lesa aukalesturinn (20 mín eða meira) á meðan og svo myndu þeir skipta. Tímarnir gengu báðir vel en úthaldið var rétt tæpur hálftími hjá hvorum um sig. Það er líka alveg nóg. Þeir bræður tóku svo létta æfingu saman stuttu fyrir háttinn og það gekk bara þokkalega hjá þeim. Gaman að þessu!
Mamma rak inn nefið. Sagði að það væri svo langt síðan hún hefði séð okkur. Drengirnir fóru reyndar fljótlega að sofa og Davíð á foreldrafund. Við mamma gleymdum okkur yfir myndasafninu á síðum ættingjanna.
20.1.04
- Sauma-klúbbur - hjá "föðursystur"
Í gær sá Helga systir um matinn ofan í okkur öll. Mágur minn er farinn á sjóinn aftur. Ég sótti Huldu og við frænkur vorum komnar heim til hennar langt á undan systur minni og mínum sonum. Að vísu þurfti Helga að koma við í Fiskbúð Hafliða á heimleiðinni. Það var lax á matseðlinum. Davíð dreif sig á æfingu með æskuvini sínum og sótti okkur upp úr hálfátta.
Um leið og við komum heim kvaddi ég alla strákana mína og lét vinkonu mína vita að ég væri á leiðinni að sækja hana. Við vorum mættar í Grafarvoginn fyrir hálfníu og byrjuðum auðvitað strax að munda nálarnar. Dóttirin á heimilinu var lasin og heimilisfaðirinn var að reyna að svæfa hana. Það gekk hálf erfiðlega. Fjórði meðlimur saumaklúbbsins af fjórum mætti upp úr níu og hún var fljót að setja sig í stellingar, með ermi á prjónunum. Um þetta leyti lagði "föðursystir" mín frá sér saumana og fór að bera fram sitt hvað smálegt; niðurskorið grænmeti, kex, osta, vínber, jarðaber, sallat og fleira. Stofuborðið var farið að svigna. Með þessu bauð hún upp á kaffi og te. Maður tafðist heldur við saumana en ég fékk mér af þessu með góðri samvisku (engar sykurfreistingar í boði). Stofuklukkan var stopp og sýndi klukkuna alltaf fimm mínútur yfir sjö. Okkur fannst ágætt að tíminn stæði svona kyrr en allt í einu var klukkan samt orðin alltof margt, við rétt sluppum út fyrir miðnætti. Frábært kvöld, 100% mæting og miklu komið í verk.
Heima fann ég Davíð í tímafreka leiknum og hafði hann alveg gleymt að taka upp fyrir mig Alias. Sem betur fer getur tvíburahálfsystir mín bjargaði því fyrir mig.
Í gær sá Helga systir um matinn ofan í okkur öll. Mágur minn er farinn á sjóinn aftur. Ég sótti Huldu og við frænkur vorum komnar heim til hennar langt á undan systur minni og mínum sonum. Að vísu þurfti Helga að koma við í Fiskbúð Hafliða á heimleiðinni. Það var lax á matseðlinum. Davíð dreif sig á æfingu með æskuvini sínum og sótti okkur upp úr hálfátta.
Um leið og við komum heim kvaddi ég alla strákana mína og lét vinkonu mína vita að ég væri á leiðinni að sækja hana. Við vorum mættar í Grafarvoginn fyrir hálfníu og byrjuðum auðvitað strax að munda nálarnar. Dóttirin á heimilinu var lasin og heimilisfaðirinn var að reyna að svæfa hana. Það gekk hálf erfiðlega. Fjórði meðlimur saumaklúbbsins af fjórum mætti upp úr níu og hún var fljót að setja sig í stellingar, með ermi á prjónunum. Um þetta leyti lagði "föðursystir" mín frá sér saumana og fór að bera fram sitt hvað smálegt; niðurskorið grænmeti, kex, osta, vínber, jarðaber, sallat og fleira. Stofuborðið var farið að svigna. Með þessu bauð hún upp á kaffi og te. Maður tafðist heldur við saumana en ég fékk mér af þessu með góðri samvisku (engar sykurfreistingar í boði). Stofuklukkan var stopp og sýndi klukkuna alltaf fimm mínútur yfir sjö. Okkur fannst ágætt að tíminn stæði svona kyrr en allt í einu var klukkan samt orðin alltof margt, við rétt sluppum út fyrir miðnætti. Frábært kvöld, 100% mæting og miklu komið í verk.
Heima fann ég Davíð í tímafreka leiknum og hafði hann alveg gleymt að taka upp fyrir mig Alias. Sem betur fer getur tvíburahálfsystir mín bjargaði því fyrir mig.
19.1.04
- Lína langsokkur -
Við mæðginin fórum ekki í kirkju í gærmorgun. (Jafnar maður það bara ekki út með því að fara tvisvar næsta sunnudag eins og þann 11.? He, he!!!)
Hins vegar brugðum við okkur þrjú í Borgarleikhúsið og sáum Línu langsokk (Davíð varð að sinna vinnuskyldu). Bauð systir minni þrjá miða af sex og hún sendi manninn sinn með Huldu og vinkonu hennar. Til að gera langa sögu stutta þá skemmtu allir sér konunglega. Sætin voru ekki aleg nógu góðu fyrir "litlu" skutlurnar en þær stóðu hluta af sýningunni. Hulda var reyndar í því að gleyma sér fyrir hlé og hallaði sér fram yfir sætið fyrir framan. Ég dáðist að konunni sem sat í því sæti. Hún bara færði sig til eftir því sem þurfti og kvartaði ekki. Ég reyndi að segja frænku minni að hún mætti ekki trufla þá sem sætu fyrir framan en hún var fljót að gleyma sér. Eftir hlé settist hún í fangið á pabba sínum.
þegar heim kom vorum komnir gestir. Móðurbróðir minn (tvíburinn sem átti afmæli um daginn), kona hans og sonur. Það er langt síðan þau hafa komið og þau skipti sem ég hef drifið mig í heimsókn til þeirra með strákana sl. misserin hefur hist svoleiðis á að yngri frændinn er ekki heima og það finnst tvíburunum ekki eins skemmtilegt.
Og leikarinn góðkunni Árni Tryggvason, áttræður í dag!
Við mæðginin fórum ekki í kirkju í gærmorgun. (Jafnar maður það bara ekki út með því að fara tvisvar næsta sunnudag eins og þann 11.? He, he!!!)
Hins vegar brugðum við okkur þrjú í Borgarleikhúsið og sáum Línu langsokk (Davíð varð að sinna vinnuskyldu). Bauð systir minni þrjá miða af sex og hún sendi manninn sinn með Huldu og vinkonu hennar. Til að gera langa sögu stutta þá skemmtu allir sér konunglega. Sætin voru ekki aleg nógu góðu fyrir "litlu" skutlurnar en þær stóðu hluta af sýningunni. Hulda var reyndar í því að gleyma sér fyrir hlé og hallaði sér fram yfir sætið fyrir framan. Ég dáðist að konunni sem sat í því sæti. Hún bara færði sig til eftir því sem þurfti og kvartaði ekki. Ég reyndi að segja frænku minni að hún mætti ekki trufla þá sem sætu fyrir framan en hún var fljót að gleyma sér. Eftir hlé settist hún í fangið á pabba sínum.
þegar heim kom vorum komnir gestir. Móðurbróðir minn (tvíburinn sem átti afmæli um daginn), kona hans og sonur. Það er langt síðan þau hafa komið og þau skipti sem ég hef drifið mig í heimsókn til þeirra með strákana sl. misserin hefur hist svoleiðis á að yngri frændinn er ekki heima og það finnst tvíburunum ekki eins skemmtilegt.
Og leikarinn góðkunni Árni Tryggvason, áttræður í dag!
18.1.04
- Alltaf nóg að gerast -
Þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa tvö kvöld í röð (um og uppúr hálfellefu) eru drengirnir vaknaði. Í gærmorgun vöknuðu þeir rétt upp úr átta. Mér tókst að fá þá til að kúra sig niður aftur í tæpan klukkutíma. Í morgun var klukkan rétt orðin níu þegar þeir komu fram. -"Megum við horfa á sjónvarpið?" Það leyfi var veitt og ég leyfði sjálfri mér að kúra svolitla stund áfram áður en ég fór að huga að því að sjá um morgunmat fyrir þá. Á föstudagskvöldið var ég byrjuð að horfa á myndina með Sherlock Holms og dr. Watson. Mér tókst ekki að halda mér vakandi og skreið inn í rúm um ellefu. Hálf fúlt því Davíð var í stuði til að horfa á skjáinn. Mér skilst að hann hafi líka horft á síðustu myndina og fór svo að vinna í tvo tíma þar á eftir.
Mikið stóð til í gær. Ég vissi að Davíð þurfti að vinna svo ég vakti hann með kaffi um ellefu í gærmorgun. Um það leyti fór ég niður til að setja í þvottavélina. Á ganginum fyrir framan þvottahúsið var allt á floti. Hvað var eiginlega að gerast? Rétt seinna kom eldri konan á efri hæðinni niður með hanska, fötu, fægiskóflu og tusku. Ég náði mér í eins verkfæri og fór að hjálpa henni. Hún spurði hvort ég væri búin að kíkja í geymsluna mína. Ég ætlaði varla að þora. Ég opnaði inn með hálfum huga og sagði í leiðinni: -"Þetta gefur mér gott tækifæri til að taka til hérna inni!" Eftir smá róterí og tiltekt var ég búin að fullvissa mig um að ekkert vatn var á gólfinu þarna inni. Enda kom fljótlega í ljós að það streymdi úr röri úr útveggnum frammi.
Davíð var lengi að koma sér í vinnustuð. Eftir hádegi hjálpuðu tvíburarnir mér að skafa bílinn og komu með mér í verslunarleiðangur. Þegar við komum heim aftur klæddu þeir sig enn betur og fóru með snjóþoturnar út á Miklatún. Ég bað þá bara um að vera komna heim klukkan fjögur. Það stóðst! Davíð var auðvitað rétt að komast í vinnustuð en hann var búinn að lofa að gera hlé á vinnunni og fljótlega vorum við lögð af stað. Okkur var boðið heim til foreldra tvíburahálfsystur minnar. Þetta átti að koma henni á óvart. Ferðin austur gekk vel. Hellisheiðin var lokuð og það var svolítið skrítið að keyra framhjá Bakkanum. En á Selfoss komum við rúmlega fimm. Þar er slatti af snjó! Hún og hennar fjölskylda voru mætt. Það varð samt að segja þeim hvað til stæði til þess að þau færu austur þennan dag (þau voru nefnilega að spá í að fresta ferðinni um sólarhring).
Kvöldið var vel heppnað! Þegar mér var boðið var talað um snarl en það snarl reyndist svo vera ein stór veisla; lamb, brúnaðar kartöflur, rjómalöguð sósa og alls konar meðlæti. Í eftirrétt var boðið upp á Ris a la mandle og tilheyrandi sósu (að vísu engin mandla). Og fljótlega eftir að allir voru sprungnir var kaffi og súkkulaðibitar sett á borð. Ég fæ vatn í munninn að hugsa um þessa veislu. Davíð ákvað að slaka á kúrnum því svona grautur er upp í uppáhaldi hjá honum. Eftir borðhaldið bauð ég fram aðstoð mína við fráganginn. Hún var ekki þegin í þetta sinn. Krakkarnir fóru inn í herbergi að leika sér. Þau komu fram á tímabili og spiluðu góða stund. Það var svo gaman hjá þeim og okkur öllum vonandi. Davíð var ekkert ferðastressaður og þegar ég fór að jæja, vildu strákarnir helst ekki fara. klukkan var farin að ganga tíu þegar við þökkuðum fyrir okkur og kvöddum. Ég vona að allir hafi skemmt sér jafnvel og ég. Takk fyrir mig!!!
Þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa tvö kvöld í röð (um og uppúr hálfellefu) eru drengirnir vaknaði. Í gærmorgun vöknuðu þeir rétt upp úr átta. Mér tókst að fá þá til að kúra sig niður aftur í tæpan klukkutíma. Í morgun var klukkan rétt orðin níu þegar þeir komu fram. -"Megum við horfa á sjónvarpið?" Það leyfi var veitt og ég leyfði sjálfri mér að kúra svolitla stund áfram áður en ég fór að huga að því að sjá um morgunmat fyrir þá. Á föstudagskvöldið var ég byrjuð að horfa á myndina með Sherlock Holms og dr. Watson. Mér tókst ekki að halda mér vakandi og skreið inn í rúm um ellefu. Hálf fúlt því Davíð var í stuði til að horfa á skjáinn. Mér skilst að hann hafi líka horft á síðustu myndina og fór svo að vinna í tvo tíma þar á eftir.
Mikið stóð til í gær. Ég vissi að Davíð þurfti að vinna svo ég vakti hann með kaffi um ellefu í gærmorgun. Um það leyti fór ég niður til að setja í þvottavélina. Á ganginum fyrir framan þvottahúsið var allt á floti. Hvað var eiginlega að gerast? Rétt seinna kom eldri konan á efri hæðinni niður með hanska, fötu, fægiskóflu og tusku. Ég náði mér í eins verkfæri og fór að hjálpa henni. Hún spurði hvort ég væri búin að kíkja í geymsluna mína. Ég ætlaði varla að þora. Ég opnaði inn með hálfum huga og sagði í leiðinni: -"Þetta gefur mér gott tækifæri til að taka til hérna inni!" Eftir smá róterí og tiltekt var ég búin að fullvissa mig um að ekkert vatn var á gólfinu þarna inni. Enda kom fljótlega í ljós að það streymdi úr röri úr útveggnum frammi.
Davíð var lengi að koma sér í vinnustuð. Eftir hádegi hjálpuðu tvíburarnir mér að skafa bílinn og komu með mér í verslunarleiðangur. Þegar við komum heim aftur klæddu þeir sig enn betur og fóru með snjóþoturnar út á Miklatún. Ég bað þá bara um að vera komna heim klukkan fjögur. Það stóðst! Davíð var auðvitað rétt að komast í vinnustuð en hann var búinn að lofa að gera hlé á vinnunni og fljótlega vorum við lögð af stað. Okkur var boðið heim til foreldra tvíburahálfsystur minnar. Þetta átti að koma henni á óvart. Ferðin austur gekk vel. Hellisheiðin var lokuð og það var svolítið skrítið að keyra framhjá Bakkanum. En á Selfoss komum við rúmlega fimm. Þar er slatti af snjó! Hún og hennar fjölskylda voru mætt. Það varð samt að segja þeim hvað til stæði til þess að þau færu austur þennan dag (þau voru nefnilega að spá í að fresta ferðinni um sólarhring).
Kvöldið var vel heppnað! Þegar mér var boðið var talað um snarl en það snarl reyndist svo vera ein stór veisla; lamb, brúnaðar kartöflur, rjómalöguð sósa og alls konar meðlæti. Í eftirrétt var boðið upp á Ris a la mandle og tilheyrandi sósu (að vísu engin mandla). Og fljótlega eftir að allir voru sprungnir var kaffi og súkkulaðibitar sett á borð. Ég fæ vatn í munninn að hugsa um þessa veislu. Davíð ákvað að slaka á kúrnum því svona grautur er upp í uppáhaldi hjá honum. Eftir borðhaldið bauð ég fram aðstoð mína við fráganginn. Hún var ekki þegin í þetta sinn. Krakkarnir fóru inn í herbergi að leika sér. Þau komu fram á tímabili og spiluðu góða stund. Það var svo gaman hjá þeim og okkur öllum vonandi. Davíð var ekkert ferðastressaður og þegar ég fór að jæja, vildu strákarnir helst ekki fara. klukkan var farin að ganga tíu þegar við þökkuðum fyrir okkur og kvöddum. Ég vona að allir hafi skemmt sér jafnvel og ég. Takk fyrir mig!!!
16.1.04
- Föstudagur enn á ný -
Í gærdag safnaði Davíð okkur saman og stoppaði við hjá Fiskbúð Hafliða á heimleiðinni. Ég fór inn og fékk mér lúðu í soðið. Davíð fór strax í vinnu aftur eftir að hafa skutlað okkur heim.
Mjög fljótlega drifu strákarnir heimanámið af. Oddur Smári fékk reyndar að byrja á því að leika sér aðeins í tölvunni en Davíð Steinn hafði ekki farið í heimanám og klárað að reikna svo hann varð að byrja á því. Hann las líka heimalesturinn áður en hann fékk svo að fara í tölvuna. Þegar strákarnir voru báðir búnir að lesa gaf ég þeim leyfi til að skiptast á í tölvunni. MSN-ið mitt var opið og fljótlega fóru þeir að "tala" við pabba sinn. Þegar hann svo kom heim hrósaði hann þeim fyrir hvað þeir væru duglegir að skrifa en gat þess líka að þeir mættu nú hafa bil á milli orðanna.
Í kvöldmat hafði ég gufusoðna lúðu, kryddaða með smá salti og karrý, og með bygggrjónum, lauk og bræddu smjöri. Mjög einfalt og gott!
Ég tók mig til og hreinsaði mjölskápinn eins vel og ég gat. Varð að henda tveimur opnum pokum og hér eftir set ég allt mitt mjöl í þétt plastílát! Mér skilst líka á mömmu að það ég verði að sótthreinsa skápinn að innan með flugnaeitri. Skúraði eldhús og baðgólfi, horfði á Elsku barnið mitt (seinni hluta) og Sporlaust og ákvað svo að fara beint í rúmið með bók eftir Jón Dan. "1919 árið eftir spönsku veikina".
Hann var frekar kaldur í morgun. Ég fór samt út með rakt hárið. Dagurinn var liðinn áður ein ég vissi af. Fékk að fara aðeins fyrr til að ná þristinum og vera kominn upp í skóla strákanna og labba með þeim heim líkt og á þriðjudaginn var. Heim komum við um hálffimm (enda ekki langt að fara)...
Í gærdag safnaði Davíð okkur saman og stoppaði við hjá Fiskbúð Hafliða á heimleiðinni. Ég fór inn og fékk mér lúðu í soðið. Davíð fór strax í vinnu aftur eftir að hafa skutlað okkur heim.
Mjög fljótlega drifu strákarnir heimanámið af. Oddur Smári fékk reyndar að byrja á því að leika sér aðeins í tölvunni en Davíð Steinn hafði ekki farið í heimanám og klárað að reikna svo hann varð að byrja á því. Hann las líka heimalesturinn áður en hann fékk svo að fara í tölvuna. Þegar strákarnir voru báðir búnir að lesa gaf ég þeim leyfi til að skiptast á í tölvunni. MSN-ið mitt var opið og fljótlega fóru þeir að "tala" við pabba sinn. Þegar hann svo kom heim hrósaði hann þeim fyrir hvað þeir væru duglegir að skrifa en gat þess líka að þeir mættu nú hafa bil á milli orðanna.
Í kvöldmat hafði ég gufusoðna lúðu, kryddaða með smá salti og karrý, og með bygggrjónum, lauk og bræddu smjöri. Mjög einfalt og gott!
Ég tók mig til og hreinsaði mjölskápinn eins vel og ég gat. Varð að henda tveimur opnum pokum og hér eftir set ég allt mitt mjöl í þétt plastílát! Mér skilst líka á mömmu að það ég verði að sótthreinsa skápinn að innan með flugnaeitri. Skúraði eldhús og baðgólfi, horfði á Elsku barnið mitt (seinni hluta) og Sporlaust og ákvað svo að fara beint í rúmið með bók eftir Jón Dan. "1919 árið eftir spönsku veikina".
Hann var frekar kaldur í morgun. Ég fór samt út með rakt hárið. Dagurinn var liðinn áður ein ég vissi af. Fékk að fara aðeins fyrr til að ná þristinum og vera kominn upp í skóla strákanna og labba með þeim heim líkt og á þriðjudaginn var. Heim komum við um hálffimm (enda ekki langt að fara)...
15.1.04
- Innlit en ekki útlit -
Í gær var komið að Helgu að hafa mat. Hún var svo þrælheppin að Ingvi var að koma í land. Hann sótti líka dóttur sína á leikskólann og Helga sá til þess að Davíð kæmi með tvíburana af æfingu. Ég kom þess vegna við á Súfistanum við Laugaveg og heimsótti tvær systur og frænkur mínar sem þar vinna. Gaf mér tíma fyrir einn bolla og spjall við þær eftir því sem þær máttu vera að.
Mágur minn sá um matinn handa okkur öllum og eftir að feðgarnir mættu á svæðið léku krakkarnir sér saman. Maður vissi varla af þeim. Heim vorum við komin um sjö og fljótlega fóru strákarnir í að læra heima. Davíð Steinn hafði reyndar mætt í heimanám í skólanum og reiknað eina blaðsíðu samviskusamlega, en lesturinn á alltaf að lesast heima.
Ég kvaddi feðgana stuttu fyrir hálfníu og dreif mig á kóræfingu. Þar fékk ég þær fréttir að umboðsmaður minn og fyrrum samkórfélagi úr Landsbankakórnum ætlaði að máta okkur. Hann kom og þegar Pétur kórstjóri kynnti hann spurði ég hvort við ættum ekki að vera ekstra þæg. Einnig ætlar einn að fresta því að hætta þar til eftir fyrstu helgina í febrúar. Meira um það seinna
Í gær var komið að Helgu að hafa mat. Hún var svo þrælheppin að Ingvi var að koma í land. Hann sótti líka dóttur sína á leikskólann og Helga sá til þess að Davíð kæmi með tvíburana af æfingu. Ég kom þess vegna við á Súfistanum við Laugaveg og heimsótti tvær systur og frænkur mínar sem þar vinna. Gaf mér tíma fyrir einn bolla og spjall við þær eftir því sem þær máttu vera að.
Mágur minn sá um matinn handa okkur öllum og eftir að feðgarnir mættu á svæðið léku krakkarnir sér saman. Maður vissi varla af þeim. Heim vorum við komin um sjö og fljótlega fóru strákarnir í að læra heima. Davíð Steinn hafði reyndar mætt í heimanám í skólanum og reiknað eina blaðsíðu samviskusamlega, en lesturinn á alltaf að lesast heima.
Ég kvaddi feðgana stuttu fyrir hálfníu og dreif mig á kóræfingu. Þar fékk ég þær fréttir að umboðsmaður minn og fyrrum samkórfélagi úr Landsbankakórnum ætlaði að máta okkur. Hann kom og þegar Pétur kórstjóri kynnti hann spurði ég hvort við ættum ekki að vera ekstra þæg. Einnig ætlar einn að fresta því að hætta þar til eftir fyrstu helgina í febrúar. Meira um það seinna
14.1.04
- Vikan hálfnuð - (...og mánuðurinn rétt að verða það...)
Það varð ekkert úr flaututímunum í gær, einhverra hluta vegna. Davíð kom heim um hálfsex og við fórum saman í að útbúakvöldmatinn, kjúklingasallat. Strákarnir ætluðu aldrei að koma sér að því að lesa heima. Oddur Smári kláraði samt bæði skylduna og aukalesturinn fyrir matinn. Mér er illa við að ýta á eftir þeim með heimanámið en vil að þeir finni það út að það sé best að ljúka því sem fyrst og að þeir séu að þessu fyrir sig sjálfa en ekki okkur foreldrana. Davíð Steinn sagðist ekki vera í stuði fyrir aukalestur í gær.
Upp úr klukkan hálfátta kom tvíburahálfsystir mín. Við vorum búnar að taka kvöldið frá saman. Hún var reyndar að koma beint af kaffihúsi og hafði fengið far til mín. Ég kvaddi alla strákana mína og ákvað að athuga hvort ég næði á Borgarbókasafnið fyrir lokun. Það var rétt svo, klukkuna vantaði fimm mínútur í lokun þegar við tvíburahálfsysturnar fukum inn. Ég skilaði næstum öllum þeim bókum sem ég er búin að vera með sl. mánuð (skildi tvær eftir heima. Það var enginn tími til að fara upp á hæðirnar og finna sér nýtt lesefni en ég var svo heppin að ég fann nokkrar bækur á vögnunum við afgreiðsluna. Ég þarf samt að fara að gera eins og Bidda gerir, punkta niður hjá mér þær bækur sem mig langar til að komast í að lesa og fara með þann lista með mér á safnið.
Næst lá leiðin beinustu leiðina heim til Sonju. Á leiðinni veltum því fyrir okkur hvernig við ættum að nota kvöldið. Það varð svo úr að við hituðum upp fyrir saumaklúbb sem verður n.k. mánudagskvöld hjá "föðursystur minni", (feður okkar heita báðir Hjalti...). Kvöldið leið alltof hratt og ég trúði því varla að hún ætti stutt eftir í miðnætti þegar mér fannst ég bara búin að sitja og spjalla og telja út (haustið) í svona klukkutíma...
Það varð ekkert úr flaututímunum í gær, einhverra hluta vegna. Davíð kom heim um hálfsex og við fórum saman í að útbúakvöldmatinn, kjúklingasallat. Strákarnir ætluðu aldrei að koma sér að því að lesa heima. Oddur Smári kláraði samt bæði skylduna og aukalesturinn fyrir matinn. Mér er illa við að ýta á eftir þeim með heimanámið en vil að þeir finni það út að það sé best að ljúka því sem fyrst og að þeir séu að þessu fyrir sig sjálfa en ekki okkur foreldrana. Davíð Steinn sagðist ekki vera í stuði fyrir aukalestur í gær.
Upp úr klukkan hálfátta kom tvíburahálfsystir mín. Við vorum búnar að taka kvöldið frá saman. Hún var reyndar að koma beint af kaffihúsi og hafði fengið far til mín. Ég kvaddi alla strákana mína og ákvað að athuga hvort ég næði á Borgarbókasafnið fyrir lokun. Það var rétt svo, klukkuna vantaði fimm mínútur í lokun þegar við tvíburahálfsysturnar fukum inn. Ég skilaði næstum öllum þeim bókum sem ég er búin að vera með sl. mánuð (skildi tvær eftir heima. Það var enginn tími til að fara upp á hæðirnar og finna sér nýtt lesefni en ég var svo heppin að ég fann nokkrar bækur á vögnunum við afgreiðsluna. Ég þarf samt að fara að gera eins og Bidda gerir, punkta niður hjá mér þær bækur sem mig langar til að komast í að lesa og fara með þann lista með mér á safnið.
Næst lá leiðin beinustu leiðina heim til Sonju. Á leiðinni veltum því fyrir okkur hvernig við ættum að nota kvöldið. Það varð svo úr að við hituðum upp fyrir saumaklúbb sem verður n.k. mánudagskvöld hjá "föðursystur minni", (feður okkar heita báðir Hjalti...). Kvöldið leið alltof hratt og ég trúði því varla að hún ætti stutt eftir í miðnætti þegar mér fannst ég bara búin að sitja og spjalla og telja út (haustið) í svona klukkutíma...
13.1.04
- Glíman við Kára -
Ég fór aftur í kuldagallann í morgun og arkaði aðra leið heldur en í gær. Ferðin gekk áfallalaust yfir sig að mestu en síðasta spölinn lenti ég í hörku átökum við vindinn Kára sem kom beint í fangið á mér. Ég var næstum fokin en hafði þó betur mjög fljótt. Kári var svo fúll að hann ýtti vel í bakið á mér og kom ég hlaupandi í vinnuna.
Fékk að fara rétt fyrir fjögur og tók þristinn upp að Stakkahlíð. Þaðan er stutt í skóla strákanna. Við mæðginin gengum svo saman heim. Kári var eitthvað aðeins að stríða strákunum a.m.k. fauk Davíð Steinn um koll á Miklatúninu en hann er líka svo léttur strákurinn...
Næst á dagskrá eru flaututímar og heimalestur.
Ég fór aftur í kuldagallann í morgun og arkaði aðra leið heldur en í gær. Ferðin gekk áfallalaust yfir sig að mestu en síðasta spölinn lenti ég í hörku átökum við vindinn Kára sem kom beint í fangið á mér. Ég var næstum fokin en hafði þó betur mjög fljótt. Kári var svo fúll að hann ýtti vel í bakið á mér og kom ég hlaupandi í vinnuna.
Fékk að fara rétt fyrir fjögur og tók þristinn upp að Stakkahlíð. Þaðan er stutt í skóla strákanna. Við mæðginin gengum svo saman heim. Kári var eitthvað aðeins að stríða strákunum a.m.k. fauk Davíð Steinn um koll á Miklatúninu en hann er líka svo léttur strákurinn...
Næst á dagskrá eru flaututímar og heimalestur.
12.1.04
- Ýmislegt -
Þótt ég hafi ekki skrifað um handbolta-landsleikina sem fram fóru um helgina er ekki þar með sagt að ég hafi ekki fylgst með. Ég sá báða leikina sem sýndir voru í sjónvarpinu og heyrði lokamínútuna í útvarpslýssingunni í gærkvöldi. Ég held að það hafi bara verið ágætt að tapa fyrsta leiknum. Þá sáust þeir hlutir sem þarf að passa og vera vakandi fyrir þegar á EM verður komið. Markvörður Svisslendinga kom íslensku strákunum ("STRÁKUNUM OKKAR") í opna skjöldu á föstudagskvöldið og einnig virkuðu strákarnir svolítið þungir og ekki alveg tilbúnir. En þetta breyttist í öðrum leiknum og í þeim leik og þeim síðasta sýndu ungu strákarnir svo sannarlega að þeirra framlag telur! Og nú er ég farin að telja niður dagana til EM, 11 dagar í fyrsta leik.
Ég sótti Huldu frænku og kom heim til mín rétt á undan Helgu systur sem kom með tvíburana með sér. Tíu mínútum seinna kom Anna frænka en hún er nýkomin til landsins aftur eftir jólafrí. Krakkarnir voru mjög dugleg að leika sér og við systur og frænkum fengum góðan spjalltíma fyrir og eftir mat. Við Helga ákváðum að skera samvinnu-dagana niður um helming í framtíðinni og sjá hvernig það gengur. Þær mæðgur kvöddu um sjö, strákarnir voru þá farnir að sinna sinni lestrarskyldu og fengu svo að fara smá stund í tölvuna. Davíð skrapp heim um þetta leyti að ná í íþróttadótið sitt. Hann var að fara að hitta æskuvin sinn og mér heyrðist það helst á honum að hann myndi nú ekki hefja vinnutörnina akkúrat í kvöld. Anna kvaddi um átta og var þá á leið í sund. Fljótlega eftir það háttuðu strákarnir og fengu hressingu. Svo spjallaði ég stund við þá áður en ég las: Hvar endar Einar Áskell?
Þótt ég hafi ekki skrifað um handbolta-landsleikina sem fram fóru um helgina er ekki þar með sagt að ég hafi ekki fylgst með. Ég sá báða leikina sem sýndir voru í sjónvarpinu og heyrði lokamínútuna í útvarpslýssingunni í gærkvöldi. Ég held að það hafi bara verið ágætt að tapa fyrsta leiknum. Þá sáust þeir hlutir sem þarf að passa og vera vakandi fyrir þegar á EM verður komið. Markvörður Svisslendinga kom íslensku strákunum ("STRÁKUNUM OKKAR") í opna skjöldu á föstudagskvöldið og einnig virkuðu strákarnir svolítið þungir og ekki alveg tilbúnir. En þetta breyttist í öðrum leiknum og í þeim leik og þeim síðasta sýndu ungu strákarnir svo sannarlega að þeirra framlag telur! Og nú er ég farin að telja niður dagana til EM, 11 dagar í fyrsta leik.
Ég sótti Huldu frænku og kom heim til mín rétt á undan Helgu systur sem kom með tvíburana með sér. Tíu mínútum seinna kom Anna frænka en hún er nýkomin til landsins aftur eftir jólafrí. Krakkarnir voru mjög dugleg að leika sér og við systur og frænkum fengum góðan spjalltíma fyrir og eftir mat. Við Helga ákváðum að skera samvinnu-dagana niður um helming í framtíðinni og sjá hvernig það gengur. Þær mæðgur kvöddu um sjö, strákarnir voru þá farnir að sinna sinni lestrarskyldu og fengu svo að fara smá stund í tölvuna. Davíð skrapp heim um þetta leyti að ná í íþróttadótið sitt. Hann var að fara að hitta æskuvin sinn og mér heyrðist það helst á honum að hann myndi nú ekki hefja vinnutörnina akkúrat í kvöld. Anna kvaddi um átta og var þá á leið í sund. Fljótlega eftir það háttuðu strákarnir og fengu hressingu. Svo spjallaði ég stund við þá áður en ég las: Hvar endar Einar Áskell?
11.1.04
- Kirkjuferðir - ...og ein heimsókn til...
Í morgun fékk ég báða strákana með mér í messu í Hallgrímskirkju. Oddur Smári ætlaði ekki að nenna en ákvað þó sem betur fer að drífa sig með okkur. Hulda dró mömmu sína í kirkjuna og það urðu fagnaðarfundir hjá systrabörnunum. Fast barnastarf hófst í morgun og undir síðasta sálmi fyrir prédikun fóru öll börn, undir níu ára aldri, fram í sunnudagaskólann. Þau komu svo aftur inn undir útdeilingu (það man ég nú ekki eftir að hafi gerst áður) og fengu blessun hjá prestunum.
Komum heim um um hálfeitt og fengum okkur hádegishressingu. Um eitt ég arkaði af stað upp Flókagötuna á upphitun fyrir messusöng í kirkju óháða safnaðarins. Þar var full kirkja og var sýnt barnaleikritið "Ósýnilegi vinurinn" í miðri messu. Börnin fór þó líka í sunnudagaskólann eftir leikritið því það var verið að útdeila efninu til þeirra.
Strax að messu lokinni hringdi ég í Davíð til að frétta af þeim. Strákarnir voru akkúrat nýbúnir að klæða sig eftir fótboltaæfinguna. Samt ákváðum við að hittast bara heima. Þar stoppuðum við þó stutt við því við vorum búin að lofa að kíkja í heimsókn inn í Hafnarfjörð...
Í morgun fékk ég báða strákana með mér í messu í Hallgrímskirkju. Oddur Smári ætlaði ekki að nenna en ákvað þó sem betur fer að drífa sig með okkur. Hulda dró mömmu sína í kirkjuna og það urðu fagnaðarfundir hjá systrabörnunum. Fast barnastarf hófst í morgun og undir síðasta sálmi fyrir prédikun fóru öll börn, undir níu ára aldri, fram í sunnudagaskólann. Þau komu svo aftur inn undir útdeilingu (það man ég nú ekki eftir að hafi gerst áður) og fengu blessun hjá prestunum.
Komum heim um um hálfeitt og fengum okkur hádegishressingu. Um eitt ég arkaði af stað upp Flókagötuna á upphitun fyrir messusöng í kirkju óháða safnaðarins. Þar var full kirkja og var sýnt barnaleikritið "Ósýnilegi vinurinn" í miðri messu. Börnin fór þó líka í sunnudagaskólann eftir leikritið því það var verið að útdeila efninu til þeirra.
Strax að messu lokinni hringdi ég í Davíð til að frétta af þeim. Strákarnir voru akkúrat nýbúnir að klæða sig eftir fótboltaæfinguna. Samt ákváðum við að hittast bara heima. Þar stoppuðum við þó stutt við því við vorum búin að lofa að kíkja í heimsókn inn í Hafnarfjörð...
- Afmælisbarn dagsins -
... er móðurbróðir minn. Hann og afmælisbarn gærdagsins eru tvíburar en samt svo heppin að eiga sitt hvorn afmælisdaginn. Amma fékk víst ekki að breyta þessu á sínum tíma (yfir í að þau væru skráð fædd sama daginn) svo það er eiginlega eins gott að þau fæddust ekki sitthvoru megin við miðnætti um áramótin...
... er móðurbróðir minn. Hann og afmælisbarn gærdagsins eru tvíburar en samt svo heppin að eiga sitt hvorn afmælisdaginn. Amma fékk víst ekki að breyta þessu á sínum tíma (yfir í að þau væru skráð fædd sama daginn) svo það er eiginlega eins gott að þau fæddust ekki sitthvoru megin við miðnætti um áramótin...
10.1.04
- Vinnutörn hjá Davíð byrjaði fyrr en til stóð -
Er það ekki alltaf svoleiðis. Hann skrapp heim í mat í gærkvöldi og var farinn um átta. Skreið upp í rúm rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Hafði verið stöðvaður á heimleiðinni af lögreglunni og beðinn að blása í blöðru. Sem betur fer voru þeir ekki að hraðamæla. Strákarnir rumskuðu rétt eftir að pabbi þeirra kom heim. Mér tókst að fá þá til að kúra smástund lengur. Og þeir sváfu til hálftíu. Davíð kvaddi okkur svo um tíu og er óvíst hvenær hann kemst heim aftur. Tvíburarnir eru úti að leika við Birtu vinkonu sína og ég er inni að þykjast gera eitthvað. Ehemm, verkin bíða alveg eftir mér. Það er mikið í lagi það er verst hvað ég endist stutt við hvert verkefni og nú er ég að leggja mér línurnar. -"Heyrðu góða mín! Nú skaltu klára alveg það sem þú byrjar á!!!" He, he
Er það ekki alltaf svoleiðis. Hann skrapp heim í mat í gærkvöldi og var farinn um átta. Skreið upp í rúm rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Hafði verið stöðvaður á heimleiðinni af lögreglunni og beðinn að blása í blöðru. Sem betur fer voru þeir ekki að hraðamæla. Strákarnir rumskuðu rétt eftir að pabbi þeirra kom heim. Mér tókst að fá þá til að kúra smástund lengur. Og þeir sváfu til hálftíu. Davíð kvaddi okkur svo um tíu og er óvíst hvenær hann kemst heim aftur. Tvíburarnir eru úti að leika við Birtu vinkonu sína og ég er inni að þykjast gera eitthvað. Ehemm, verkin bíða alveg eftir mér. Það er mikið í lagi það er verst hvað ég endist stutt við hvert verkefni og nú er ég að leggja mér línurnar. -"Heyrðu góða mín! Nú skaltu klára alveg það sem þú byrjar á!!!" He, he
- Nokkrar línur fyrir háttinn -
Móðursystir mín er árinu eldri - 10. janúar.
Davíð safnaði okkur mæðginunum saman seinni partinn og skutlaði okkur heim. (Ég hefði nú alveg geta labbað en þetta gaf okkur hjónakornunum smá tíma saman.) Oddur Smári ætlaði að vera þver við heimkomuna og byrjaði á því að neita að koma út úr bílnum. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki að læra aðeins á blokkflautuna og það var nóg. Hann hætti við þvermóðskuna og náði í flautuna strax og hann var búinn að taka af sér. Tíminn stóð yfir í rétt rúman hálftíma. Drengurinn er ákveðinn að læra á flautuna og það er gaman að kenna honum.
Davíð Steinn kom með kórónu úr skólanum merkta BINGÓMEISTARI. Hann byrjaði á því að búa til hatt og bát eftir að við komum heim en kom svo með blokkflautuna sína um leið og Oddur var hættur. Það er líka gaman að kenna honum. Hann er með mikla mússík í sér en á svolítið erfitt með að taka tilsögn. En þetta mun allt saman slípast til held ég.
Móðursystir mín er árinu eldri - 10. janúar.
Davíð safnaði okkur mæðginunum saman seinni partinn og skutlaði okkur heim. (Ég hefði nú alveg geta labbað en þetta gaf okkur hjónakornunum smá tíma saman.) Oddur Smári ætlaði að vera þver við heimkomuna og byrjaði á því að neita að koma út úr bílnum. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki að læra aðeins á blokkflautuna og það var nóg. Hann hætti við þvermóðskuna og náði í flautuna strax og hann var búinn að taka af sér. Tíminn stóð yfir í rétt rúman hálftíma. Drengurinn er ákveðinn að læra á flautuna og það er gaman að kenna honum.
Davíð Steinn kom með kórónu úr skólanum merkta BINGÓMEISTARI. Hann byrjaði á því að búa til hatt og bát eftir að við komum heim en kom svo með blokkflautuna sína um leið og Oddur var hættur. Það er líka gaman að kenna honum. Hann er með mikla mússík í sér en á svolítið erfitt með að taka tilsögn. En þetta mun allt saman slípast til held ég.
9.1.04
- Kvöldstund með drengjunum - (...og sjálfri mér...)
Davíð kom heim á sjöunda tímanum með nokkrar nauðsynjar svo hægt væri að borða afganga úr ísskápnum og útbúa nesti í skólann handa tvíburunum. Á dagskrá hjá honum var mjög mikilvæg keppni í tímafreka leiknum og var hann búinn að láta mig vita að hann þyrfti helst að byrja klukkan sjö og undirbúa sig og sitt lið undir átökin. Það var í lagi mín vegna, sérstaklega vegna þess að hann lét mig vita með fyrirvara.
Eftir kvöldmat spiluðum við strákarnir veiðimann, ólsen-ólsen og þjóf. Upp úr klukkan átta háttuðu þeir sig og tönnuðu. Á meðan fann ég til krossgátur handa þeim. Þeir leystu þær að mestu leyti alveg sjálfir en þegar þeir voru strand þá gaf ég þeim vísbendingar og þannig leystu þeir úr flestum "stöndunum". Mamma rétt leit við um þetta leyti til að lána mér Flautað til leiks I. Þannig kemst loksins almennilegur skriður á blokkflautukennsluna. Strákarnir vildu helst byrja strax.
Drengirnir voru sofnaðir upp úr klukkan níu og þá fór ég að huga að sjálfri mér. Hvað átti ég nú af mér að gera? Ég var í engu stuði til að taka niður jólin hjá mér. Nennti heldur ekki að fara neitt (í heimsókn eða jafnvel bíó). Hringdi í pabba og spjallaði stutta stund við hann. Hann er reyndar farinn að lesa bloggið mitt reglulega þannig að stundum hef ég ekkert nýtt að segja honum. En það er nú alltaf gott að tala við hann samt! Eftir spjallið varð mér litið á imbann. Horfði á hann til tíu og slökkti svo.
Fljótlega var ég komin í rúmið með bók eftir Roddy Doyle sem ég er að lesa núna; Konan sem gekk á hurðir. Langt komin með hana. Verst hvað ég er lengi að lesa núna... Það eru margar bækurnar sem mig langar til að "gleypa" í mig en sumar eru reyndar tormeltari en aðrar.
Davíð kom heim á sjöunda tímanum með nokkrar nauðsynjar svo hægt væri að borða afganga úr ísskápnum og útbúa nesti í skólann handa tvíburunum. Á dagskrá hjá honum var mjög mikilvæg keppni í tímafreka leiknum og var hann búinn að láta mig vita að hann þyrfti helst að byrja klukkan sjö og undirbúa sig og sitt lið undir átökin. Það var í lagi mín vegna, sérstaklega vegna þess að hann lét mig vita með fyrirvara.
Eftir kvöldmat spiluðum við strákarnir veiðimann, ólsen-ólsen og þjóf. Upp úr klukkan átta háttuðu þeir sig og tönnuðu. Á meðan fann ég til krossgátur handa þeim. Þeir leystu þær að mestu leyti alveg sjálfir en þegar þeir voru strand þá gaf ég þeim vísbendingar og þannig leystu þeir úr flestum "stöndunum". Mamma rétt leit við um þetta leyti til að lána mér Flautað til leiks I. Þannig kemst loksins almennilegur skriður á blokkflautukennsluna. Strákarnir vildu helst byrja strax.
Drengirnir voru sofnaðir upp úr klukkan níu og þá fór ég að huga að sjálfri mér. Hvað átti ég nú af mér að gera? Ég var í engu stuði til að taka niður jólin hjá mér. Nennti heldur ekki að fara neitt (í heimsókn eða jafnvel bíó). Hringdi í pabba og spjallaði stutta stund við hann. Hann er reyndar farinn að lesa bloggið mitt reglulega þannig að stundum hef ég ekkert nýtt að segja honum. En það er nú alltaf gott að tala við hann samt! Eftir spjallið varð mér litið á imbann. Horfði á hann til tíu og slökkti svo.
Fljótlega var ég komin í rúmið með bók eftir Roddy Doyle sem ég er að lesa núna; Konan sem gekk á hurðir. Langt komin með hana. Verst hvað ég er lengi að lesa núna... Það eru margar bækurnar sem mig langar til að "gleypa" í mig en sumar eru reyndar tormeltari en aðrar.
8.1.04
- Læknisskoðun -
Við systurnar erum ekki alveg komnar í samvinnugírinn ennþá. En í dag höfðum við það þannig að hún sótti fyrir mig drengina og keyrði þá heim upp úr hálffimm. Ég hins vega sótti dóttur hennar og beið hjá henni þar til Helga kom heim. Hulda sagðist reyndar alveg vilja labba heim til mín eða fá "stóru bræður" sína til sín. En á meðan ég beið hjá henni varð hún að kanna heilsu mína. Fyrst stakk hún upp í mig munnmæli og las af;
Hulda -"Hundrað kíló!"
Ég. -"Vá er ég svona veik! Þú verður að hlusta mig!"
H. Setti hlustunarpípuna á sig, hlustaði og sagði: -"Ég heyri ekkert."
Ég. -"Ha, er ég þá dáin?"
H. -"Nei, ég heyri í hjartanu þínu núna."
Ég. -"Hvernig heyrist?"
H. -"Búmm dí, dí, da, da..."
Hún náði að mæla mig tvisvar áður en mamma hennar kom. "Hitinn" breyttist ekkert 100 kíló.
Við systurnar erum ekki alveg komnar í samvinnugírinn ennþá. En í dag höfðum við það þannig að hún sótti fyrir mig drengina og keyrði þá heim upp úr hálffimm. Ég hins vega sótti dóttur hennar og beið hjá henni þar til Helga kom heim. Hulda sagðist reyndar alveg vilja labba heim til mín eða fá "stóru bræður" sína til sín. En á meðan ég beið hjá henni varð hún að kanna heilsu mína. Fyrst stakk hún upp í mig munnmæli og las af;
Hulda -"Hundrað kíló!"
Ég. -"Vá er ég svona veik! Þú verður að hlusta mig!"
H. Setti hlustunarpípuna á sig, hlustaði og sagði: -"Ég heyri ekkert."
Ég. -"Ha, er ég þá dáin?"
H. -"Nei, ég heyri í hjartanu þínu núna."
Ég. -"Hvernig heyrist?"
H. -"Búmm dí, dí, da, da..."
Hún náði að mæla mig tvisvar áður en mamma hennar kom. "Hitinn" breyttist ekkert 100 kíló.
- Áföll á æfingu -
Mörgum okkar brá þegar við fréttum að einn kórfélagi okkar væri búinn að vera á sjúkrahúsi milli heims og helju síðan aðfaranótt nýjársdags. Hann söng með okkur í messu á gamlárskvöld og veiktist víst svo hastarlega seint um kvöldið. Vonandi nær hann sér að fullu aftur!
Og áföllin héldu áfram að "dynja" yfir. Einn er að flytja út, annar að hætta og óvíst með þann þriðja (fyrir utan það að það mun taka þann sjúka tíma að ná sér). Ætli við séum að breytast í kvennakirkjukór? Æi, nei!!!
Mörgum okkar brá þegar við fréttum að einn kórfélagi okkar væri búinn að vera á sjúkrahúsi milli heims og helju síðan aðfaranótt nýjársdags. Hann söng með okkur í messu á gamlárskvöld og veiktist víst svo hastarlega seint um kvöldið. Vonandi nær hann sér að fullu aftur!
Og áföllin héldu áfram að "dynja" yfir. Einn er að flytja út, annar að hætta og óvíst með þann þriðja (fyrir utan það að það mun taka þann sjúka tíma að ná sér). Ætli við séum að breytast í kvennakirkjukór? Æi, nei!!!
7.1.04
- Stund milli stríða -
Það er engin furða að tíminn líði svona hratt. Það er í nógu að snúast. Eftir skyldu dagsins "fauk" ég af stað yfir Skólavörðuholtið. Meðbyrinn var góður og sem betur fer var ekki hálka nema á stöku stað. Ég var á leiðinni í Valsheimilið að sækja strákana úr boltanum. Þegar ég gekk framhjá Grænuborg sá ég steindauða rottu. Hafði ekki geð í mér að snerta á henni en skammaðist mín hálfpartinn fyrir það að reyna ekki að fjarlægja líkið. Davíð Steinn var kominn út þegar ég kom að en það var smá bið í Odd Smára. Þeir voru ótrúlega seigir að ganga heim eftir að hafa byrjað í skólasundi í dag og tekið þátt í sinni fyrstu fótboltaæfingu á árinu. Er heim kom lét ég strákana hafa húslykil og skrapp út í Fiskbúð Einars til að kaupa fiskibollur hjá honum (strákarnir elska bollurnar frá honum). Þessa stundina eru þeir að horfa á myndasafnið, búnir að lesa heima. Von er á Davíð hvað úr hverju.
Og svo er kóræfing í kvöld, jibbí.
Það er engin furða að tíminn líði svona hratt. Það er í nógu að snúast. Eftir skyldu dagsins "fauk" ég af stað yfir Skólavörðuholtið. Meðbyrinn var góður og sem betur fer var ekki hálka nema á stöku stað. Ég var á leiðinni í Valsheimilið að sækja strákana úr boltanum. Þegar ég gekk framhjá Grænuborg sá ég steindauða rottu. Hafði ekki geð í mér að snerta á henni en skammaðist mín hálfpartinn fyrir það að reyna ekki að fjarlægja líkið. Davíð Steinn var kominn út þegar ég kom að en það var smá bið í Odd Smára. Þeir voru ótrúlega seigir að ganga heim eftir að hafa byrjað í skólasundi í dag og tekið þátt í sinni fyrstu fótboltaæfingu á árinu. Er heim kom lét ég strákana hafa húslykil og skrapp út í Fiskbúð Einars til að kaupa fiskibollur hjá honum (strákarnir elska bollurnar frá honum). Þessa stundina eru þeir að horfa á myndasafnið, búnir að lesa heima. Von er á Davíð hvað úr hverju.
Og svo er kóræfing í kvöld, jibbí.
6.1.04
- Þrettándi og síðasti dagur jóla -
Í dag er ein föðursystir mín árinu eldri, sú hin sama innrásin var gerð til sl. föstudag. Einnig á bekkjarsystir mín úr efri stigum grunnskóla, Aðalheiður Hauksdóttir afmæli í dag. Vonandi eiga þær ánægjulegan dag!
Mamma var með "fjórburagengið" í gær. Vinkona mín (sú sem ég minntist á í gær) vann með mömmu í nokkrar vikur fyrir örfáum árum og bauð mamma henni í heimsókn til sín í Skaftahlíðina í gær. Þar sem við vinkonurnar höfðum ákveðið að hittast aftur hjá mér seinni partinn tók hún það að sér að fylgja tvíburunum heim. Um sjö kom svo dóttir hennar og dótturdóttir, rétt á undan Davíð. Þannig að það voru þrír ættliðir í heimsókn í gær. Gaman að því.
Í dag er ein föðursystir mín árinu eldri, sú hin sama innrásin var gerð til sl. föstudag. Einnig á bekkjarsystir mín úr efri stigum grunnskóla, Aðalheiður Hauksdóttir afmæli í dag. Vonandi eiga þær ánægjulegan dag!
Mamma var með "fjórburagengið" í gær. Vinkona mín (sú sem ég minntist á í gær) vann með mömmu í nokkrar vikur fyrir örfáum árum og bauð mamma henni í heimsókn til sín í Skaftahlíðina í gær. Þar sem við vinkonurnar höfðum ákveðið að hittast aftur hjá mér seinni partinn tók hún það að sér að fylgja tvíburunum heim. Um sjö kom svo dóttir hennar og dótturdóttir, rétt á undan Davíð. Þannig að það voru þrír ættliðir í heimsókn í gær. Gaman að því.
5.1.04
- Mánudagur -
Þetta ár skríður alveg jafn hratt af stað og það nýliðna. Líklega verða komin jól aftur áður en ég veit af...
Ein vinkona mín sem býr í London er stödd hér á landi í jólafríi. Hún kom til landsins milli jóla og nýjárs. Við vorum búnar að heyrast eftir að hún kom en það var ekki fyrr en í gær sem við náðum að hittast. Ég náði í hana vestur í bæ. Hún stoppaði að vísu bara í smá stund því hún var að fara í bíó. En áður en hún fór þangað ákváðum við að hittast aftur um kvöldið og hafa saumaklúbb samana. Í tilefni dagsins ákvað ég að hafa heimatilbúnar pizzur í kvöldmatinn. Aldrei þessu vant var ég ekki ánægð með botnana. En þetta varð ekki eins slæmt eins og það leit út fyrir að verða (en ég hugsa að það fari ekki vel saman að hafa of mikið af byggmjöli saman við heilhveitið, eða eitthvað...).
Við vorum fimm sem borðuðum saman og lukum næstum við tvær pizzur. (Ég er þekkt fyrir að hafa áleggið ríflegt og mikið). Saumaskapurinn hófst upp úr átta og í stað þess að ég læsi fyrir strákana lásu þeir fyrir okkur. Þeir sofnuðu svo upp úr hálfníu...
Þetta ár skríður alveg jafn hratt af stað og það nýliðna. Líklega verða komin jól aftur áður en ég veit af...
Ein vinkona mín sem býr í London er stödd hér á landi í jólafríi. Hún kom til landsins milli jóla og nýjárs. Við vorum búnar að heyrast eftir að hún kom en það var ekki fyrr en í gær sem við náðum að hittast. Ég náði í hana vestur í bæ. Hún stoppaði að vísu bara í smá stund því hún var að fara í bíó. En áður en hún fór þangað ákváðum við að hittast aftur um kvöldið og hafa saumaklúbb samana. Í tilefni dagsins ákvað ég að hafa heimatilbúnar pizzur í kvöldmatinn. Aldrei þessu vant var ég ekki ánægð með botnana. En þetta varð ekki eins slæmt eins og það leit út fyrir að verða (en ég hugsa að það fari ekki vel saman að hafa of mikið af byggmjöli saman við heilhveitið, eða eitthvað...).
Við vorum fimm sem borðuðum saman og lukum næstum við tvær pizzur. (Ég er þekkt fyrir að hafa áleggið ríflegt og mikið). Saumaskapurinn hófst upp úr átta og í stað þess að ég læsi fyrir strákana lásu þeir fyrir okkur. Þeir sofnuðu svo upp úr hálfníu...
4.1.04
- Síðasti dagur í fríi -
Við lögðum veg undir dekk um tvöleytið á föstudaginn var. Ferðaveður var ekki mjög skemmtilegt en færið var alveg ágætt. Við fórum í fyrsta skipti yfir nýju Þjórsárbrúna. Hvort sem það er af því að ég er vön svo miklum handriðum og yfirbyggingum yfir brýrnar eður ei þá viðurkenni ég hér með að ég var skíthrædd að fara yfir þá nýju, jafnvel þótt tvíbreið sé. (En það er heldur líklega ekkert að marka mig því ég verð alltaf bílhræddari og bílhræddari með árunum hvað sem veldur...)
Á Hellu komum við að læstu húsi. Ég vissi að pabbi var að vinna en mamma átti von á okkur (var það kannski þess vegna sem allt var læst og enginn heima, hmm?) Við vorum að spá í að kíkja til einnar föðursystur minnar en ég ákvað fyrst að athuga hvort mamma svaraði gsm-símanum. Og viti menn, hún svaraði og var meira að segja stödd hjá fyrrnefndri föðursystur (mágkonu sinni á Helluvaði). Í ljós kom að mamma hafði læst sig úti en von var á pabba heim úr vinnu um fjögur. Við gerðum auðvitað "innrás" til frænku minnar. Þegar við fórum þakkaði hún okkur fyrir komuna og annar drengurinn sagði: -"Takk fyrir kom..., takk fyrir að taka á móti okkur!"
Davíð var fenginn til að sinna ýmsum tölvumálum, hreinsa óæskilegt efni úr tölvunni fyrir pabba og þýða bréf og senda myndir með fyrir mömmu. Í gær röltu tvíburarnir upp í hæð til Ragnars Páls (og varð ég að sækja þá hátt í þremur tímum síðar. Þeir höfðu þó verið duglegir að vera að leika sér úti, við vin sinn og fleiri stráka, framan af). Ég notaði tækifærið og skrapp yfir til föðurbróður míns. Það er ekki langt að fara (bara yfir götuna, gegnum sund nokkur skref eftir gagnstíg...) en yfirferðin var hál og torveld. Það gaf mér bara góða ástæðu til að vera ekkert að flýta mér til baka aftur. Fleiri innrásir gerði ég ekki að þessu sinni.
Mamma var svo samferða okkur í bæinn seinnipartinn í gær og stoppaði hér hjá okkur frameftir kvöldi. Við Davíð ætluðum að vera svo sniðug að nota okkur þá heimsókn til að fá að skreppa sjálf í bíó klukkan níu. Það var auðsótt mál mömmu vegna en þótt við kæmum hálftíma fyrr á bíóstaðinn var uppselt svo við leigðum okkur bara dvd í staðinn: The Ring og How to loose að guy in ten days...
Við lögðum veg undir dekk um tvöleytið á föstudaginn var. Ferðaveður var ekki mjög skemmtilegt en færið var alveg ágætt. Við fórum í fyrsta skipti yfir nýju Þjórsárbrúna. Hvort sem það er af því að ég er vön svo miklum handriðum og yfirbyggingum yfir brýrnar eður ei þá viðurkenni ég hér með að ég var skíthrædd að fara yfir þá nýju, jafnvel þótt tvíbreið sé. (En það er heldur líklega ekkert að marka mig því ég verð alltaf bílhræddari og bílhræddari með árunum hvað sem veldur...)
Á Hellu komum við að læstu húsi. Ég vissi að pabbi var að vinna en mamma átti von á okkur (var það kannski þess vegna sem allt var læst og enginn heima, hmm?) Við vorum að spá í að kíkja til einnar föðursystur minnar en ég ákvað fyrst að athuga hvort mamma svaraði gsm-símanum. Og viti menn, hún svaraði og var meira að segja stödd hjá fyrrnefndri föðursystur (mágkonu sinni á Helluvaði). Í ljós kom að mamma hafði læst sig úti en von var á pabba heim úr vinnu um fjögur. Við gerðum auðvitað "innrás" til frænku minnar. Þegar við fórum þakkaði hún okkur fyrir komuna og annar drengurinn sagði: -"Takk fyrir kom..., takk fyrir að taka á móti okkur!"
Davíð var fenginn til að sinna ýmsum tölvumálum, hreinsa óæskilegt efni úr tölvunni fyrir pabba og þýða bréf og senda myndir með fyrir mömmu. Í gær röltu tvíburarnir upp í hæð til Ragnars Páls (og varð ég að sækja þá hátt í þremur tímum síðar. Þeir höfðu þó verið duglegir að vera að leika sér úti, við vin sinn og fleiri stráka, framan af). Ég notaði tækifærið og skrapp yfir til föðurbróður míns. Það er ekki langt að fara (bara yfir götuna, gegnum sund nokkur skref eftir gagnstíg...) en yfirferðin var hál og torveld. Það gaf mér bara góða ástæðu til að vera ekkert að flýta mér til baka aftur. Fleiri innrásir gerði ég ekki að þessu sinni.
Mamma var svo samferða okkur í bæinn seinnipartinn í gær og stoppaði hér hjá okkur frameftir kvöldi. Við Davíð ætluðum að vera svo sniðug að nota okkur þá heimsókn til að fá að skreppa sjálf í bíó klukkan níu. Það var auðsótt mál mömmu vegna en þótt við kæmum hálftíma fyrr á bíóstaðinn var uppselt svo við leigðum okkur bara dvd í staðinn: The Ring og How to loose að guy in ten days...
2.1.04
- Ferðalag framundan -
Það er ekki alveg vitað á þessari stundu hvort lagt verður land undir fót (vegur undir dekk) í dag eða á morgun. En það verður farið á mínar heimaslóðir. Átti reyndar lögheimili á Heiði á Rangárvöllum til tólf ára aldurs en ég var átta ára þegar fyrsta skóflustungan var tekin innarlega á Hólavangi á Hellu. Þangað er auðvitað svo langt (eða þannig) að við verðum að gista. Þannig að það eru ævintýri í vændum og ég hlakka til.
Það er ekki alveg vitað á þessari stundu hvort lagt verður land undir fót (vegur undir dekk) í dag eða á morgun. En það verður farið á mínar heimaslóðir. Átti reyndar lögheimili á Heiði á Rangárvöllum til tólf ára aldurs en ég var átta ára þegar fyrsta skóflustungan var tekin innarlega á Hólavangi á Hellu. Þangað er auðvitað svo langt (eða þannig) að við verðum að gista. Þannig að það eru ævintýri í vændum og ég hlakka til.
1.1.04
- Sá fyrsti - ...að kvöldi kominn
Gærdagurinn var mjög notalegur. Foreldrar mínir komu fljótlega upp úr hádegi (um leið var kveikt á ofninum og ég útbjó til sallat). Tveim tímum seinna skruppu þau í heimsókn til Jónasar frænda. Þau komu svo við og tóku mig með upp í kirkju fyrir hálfsex (mamma var eitthvað smeik um að ef þau kæmu rétt fyrir messu fengju þau ekki sæti.). Ég var með smá stresshnút í maganum. Oddur Smári ákvað að koma með en nafnarnir urðu eftir heima til að leggja á borð og setja upp kartöflur.
Er bíllinn var hálfnaður upp Háaleitisbrautina drap hann á sér og virtist ekki vilja fara í gang aftur. Ég átti að vera mætt á upphitun og ákvað að "hlaupa" áfram. Var að komast upp að Stakkahlíð þegar pabbi kom að. Ég veifaði honum, fannst ekki taka því að brölta upp í bílinn fyrir örfáa metra.
Upphitun var lokið er ég mætti á svæðið en verið var að æfa messusvör og fara yfir röðina á hlutunum. Eftir að við vorum komin í kórkyrtlana var okkur boðið upp á Sherrýstaup og kaffi. Mér var farið að líða ágætlega en frétti svo að ein úr altinum missti manninn sinn á annan í jólum. Hún ekki á staðnum en mig langaði helst til að geta farið til hennar.
Helga og Hulda komu á Hrefnugötuna stuttu eftir að við komum úr kirkju. Frændsystkynin voru ekki búin að hittast síðan fyrir jól og það urðu fagnaðarfundir. -"Oddur Smári og Davíð Steinn eru bræður mínir!¨ segir sú stutta reglulega við mömmu sína. Strax eftir matinn fóru Helga og Davíð með krakkana á brennu, sem kviknaði svo alls ekki í. Foreldrar mínir höfðu ætlað að fara austur strax eftir matinn en ákváðu að hinkra lengur. Gaf þeim kaffi, gekk frá í eldhúsinu og gerði allt klárt fyrir eftirréttin Ris a la mandle (bara möndlulaus). Davíð hafði útbúið spes ís fyrir Huldu úr banana, suðusúkkulaði og kókosmjöli (mjög gott og Hulduvænt).
Eftir eftirréttinn, rétt fyrir skaupið, kvöddu pabbi og mamma og lentu í ævintýrum á Hellisheiðinni. Þau voru samt komin á Hellu á slaginu eitt. Stuttu fyrir tólf dreif Davíð sig út með alla krakkana. Hann langaði með þau út á Miklatún en Oddi var illa við öll lætin. Ég dreif mig út til Odds sem fljótlega upp úr miðnætti sagðist vera orðinn vanur látunum. Ég hélt reyndar á tímabili að það yrði skotið upp stanslaust til 2005...
Gærdagurinn var mjög notalegur. Foreldrar mínir komu fljótlega upp úr hádegi (um leið var kveikt á ofninum og ég útbjó til sallat). Tveim tímum seinna skruppu þau í heimsókn til Jónasar frænda. Þau komu svo við og tóku mig með upp í kirkju fyrir hálfsex (mamma var eitthvað smeik um að ef þau kæmu rétt fyrir messu fengju þau ekki sæti.). Ég var með smá stresshnút í maganum. Oddur Smári ákvað að koma með en nafnarnir urðu eftir heima til að leggja á borð og setja upp kartöflur.
Er bíllinn var hálfnaður upp Háaleitisbrautina drap hann á sér og virtist ekki vilja fara í gang aftur. Ég átti að vera mætt á upphitun og ákvað að "hlaupa" áfram. Var að komast upp að Stakkahlíð þegar pabbi kom að. Ég veifaði honum, fannst ekki taka því að brölta upp í bílinn fyrir örfáa metra.
Upphitun var lokið er ég mætti á svæðið en verið var að æfa messusvör og fara yfir röðina á hlutunum. Eftir að við vorum komin í kórkyrtlana var okkur boðið upp á Sherrýstaup og kaffi. Mér var farið að líða ágætlega en frétti svo að ein úr altinum missti manninn sinn á annan í jólum. Hún ekki á staðnum en mig langaði helst til að geta farið til hennar.
Helga og Hulda komu á Hrefnugötuna stuttu eftir að við komum úr kirkju. Frændsystkynin voru ekki búin að hittast síðan fyrir jól og það urðu fagnaðarfundir. -"Oddur Smári og Davíð Steinn eru bræður mínir!¨ segir sú stutta reglulega við mömmu sína. Strax eftir matinn fóru Helga og Davíð með krakkana á brennu, sem kviknaði svo alls ekki í. Foreldrar mínir höfðu ætlað að fara austur strax eftir matinn en ákváðu að hinkra lengur. Gaf þeim kaffi, gekk frá í eldhúsinu og gerði allt klárt fyrir eftirréttin Ris a la mandle (bara möndlulaus). Davíð hafði útbúið spes ís fyrir Huldu úr banana, suðusúkkulaði og kókosmjöli (mjög gott og Hulduvænt).
Eftir eftirréttinn, rétt fyrir skaupið, kvöddu pabbi og mamma og lentu í ævintýrum á Hellisheiðinni. Þau voru samt komin á Hellu á slaginu eitt. Stuttu fyrir tólf dreif Davíð sig út með alla krakkana. Hann langaði með þau út á Miklatún en Oddi var illa við öll lætin. Ég dreif mig út til Odds sem fljótlega upp úr miðnætti sagðist vera orðinn vanur látunum. Ég hélt reyndar á tímabili að það yrði skotið upp stanslaust til 2005...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)