- 500 -
ÉG var komin ofan í laugina rétt fyrir sjö í morgun og synti 500 á rúmum 15 mín. Slakaði svo á í pottinum í fimm mínútur. Það er akkúrat vika síðan ég fór síðast í sund en markmiðið er að fara 2-3 í viku og synda 300-500 í hvert skipti. Í síðustu viku keypti ég mér sundgleraugu og það voru góð kaup því nú verð ég lítið sem ekkert rauð og þreytt í augunum.
Hátíðin sl. laugardag var mjög vel heppnuð og skemmtileg. Sigurrós frænka er kennari við skólann. Við hittumst í "mötuneytinu" og við það tækifæri fékk hún Jóa sinn til að taka ein mynd af okkur frænkunum.
Eftir hádegi þennan laugardag skrapp ég aðeins yfir til norsku-esperanto vinkonu minnar. Við erum sammála um að það gangi mun betur og hraðar hjá okkur að hittast oftar en einu sinni í viku. Áður tók það okkur stundum hálftíma að komast í gang en núna dembum við okkur oftast í bækurnar. Svo er eins og það sé innbyggt í okkur að eftir ca. klukkutíma törn sé komið nóg í bili.
Þegar tvíburarnir komu heim af fótboltaæfingu um hádegisbil á sunnudaginn komu þeir með þær fréttir að þeir ættu að mæta á völlinn hálftíma fyrir leik um kvöldið til að leiða liðin (Val og FH 0:2) inná rétt fyrir leik. Þetta voru spennandi fréttir og þeirra vegna drifum við í að kaupa nýjar stuttbuxur á Odd Smára. Strákurinn er vaxinn upp úr öllum gömlu stuttbuxunum.
Í gærkvöldi dreif ég mig á safnið og skilaði inn sex bókum sem voru komnar á tíma (dagsetningin var 21.05) það var ég lagi þótt ég væri degi of sein. Tvær bækur urðu á vegi mínum sem freistuðu mín svo ég ákvað að gefa mér tíma í að kíkja í málvísindadeildina. Nældi mér aftur í Esperanto orðabókina og nokkrar bækur til um málið. Hafði orð á því við safnvörðinn að ég væri nýlega búin að skila orðabókinni eftir að hafa komist upp með það að vera með hana í láni megnið af vetrinum. Hún sagði að það væri í góðu lagi þótt ég væri að taka hana svona fljótt aftur, það væri enginn að spyrja um þetta efni. -"Ég er semsagt ein af síðustu geirfuglunum...?!"
23.5.06
20.5.06
- Hátíð í Hlíðaskóla -
Við erum á leiðinni í skólann. Oddur Smári er farinn á undan en hann á að syngja með skólakórnum klukkan ellefu og aftur klukkan eitt. Þetta verður frábært. Síðasta setning minnir mig á tilsvörin hans Odds þegar hann er spurður hvernig hafi verið í skólanum, á æfingum eða afmælisveislum: -"Alveg frábært!" segir hann og svo er málið oftast útrætt.
Við erum á leiðinni í skólann. Oddur Smári er farinn á undan en hann á að syngja með skólakórnum klukkan ellefu og aftur klukkan eitt. Þetta verður frábært. Síðasta setning minnir mig á tilsvörin hans Odds þegar hann er spurður hvernig hafi verið í skólanum, á æfingum eða afmælisveislum: -"Alveg frábært!" segir hann og svo er málið oftast útrætt.
19.5.06
- Jibbí föstudagur -
Vikan hefur verið geigvænlega fljót að líða. Mér finnst eins og það hafi verið mánudagur í gær eða allavega ekki lengra en síðan í fyrradag. En svo þegar ég fer að hugsa um allt það sem ég er búin að vera að gera hlýt ég að sjá að ég hef þurft meira en tvo daga til að anna því öllu. Samt verður alltaf eitthvað útundan og það liggur við að ég sé farin að fá samviskubit yfir þeim hlutum sem ég kemst ekki yfir að gera.
Ég komst yfir: tvo fundi, eina sundferð, tvær heimsóknir, gönguferð, smá útsaum, 3 bækur, esperanto-stund heima hjá norsku-esperanto vinkonu minni og einhver heimilisstörf. Þetta er alveg heill hellingur!
Vikan hefur verið geigvænlega fljót að líða. Mér finnst eins og það hafi verið mánudagur í gær eða allavega ekki lengra en síðan í fyrradag. En svo þegar ég fer að hugsa um allt það sem ég er búin að vera að gera hlýt ég að sjá að ég hef þurft meira en tvo daga til að anna því öllu. Samt verður alltaf eitthvað útundan og það liggur við að ég sé farin að fá samviskubit yfir þeim hlutum sem ég kemst ekki yfir að gera.
Ég komst yfir: tvo fundi, eina sundferð, tvær heimsóknir, gönguferð, smá útsaum, 3 bækur, esperanto-stund heima hjá norsku-esperanto vinkonu minni og einhver heimilisstörf. Þetta er alveg heill hellingur!
Ég fékk pabba til að senda mér nokkrar gamlar myndir af mér. Svoleiðis er að bekkjarkennarar tvíburanna báðu um myndir af foreldrum barnanna, myndir sem eru teknar á tímabilinu 1970-1975. Pabbi sendi mér slatta af myndum sem ég valdi úr. Á þessum árum sem þessi mynd er tekin var ekki óalgengt að ennið á mér væri mjög skrautlegt.
17.5.06
Ég hvet alla til að fylgjast með göngugarpinum. Hann er að styðja gott málefni með göngunni og að láta gamlan draum rætast.
16.5.06
- Knötturinn í íslenska fótboltanum farinn að rúlla-
Já, við fjölskyldan skelltum okkur á leikinn í gærkvöldi; Breiðablik - Valur 2:1. "Okkar menn" skoruðu tvö af mörkunum, semsagt eitt sjálfsmark. Vonandi er "fall fararheill" því ef þeir ætla að spila svona í sumar verða þeir í bullandi baráttum um að halda sér í deildinni. Næsti leikur verður líka örugglega erfiður þótt á heimavelli sé því FH-ingar vilja örugglega gera betur en í síðustu viðureign þessara liða.
Annars er alveg jafn mikið að gera hjá mér og vanalega, og líklega heldur meira því ég kemst því miður ekki í það að skrásetja dagana daglega. Kannski vantar bara örlítið upp á skipulagið hjá mér?
Á sunnudaginn var var messa í Óháðu kirkjunni. Kórinn söng þrjá sálma (þar af einn í röddum) og þrjú lög (tvö í röddum og eitt sem var bæði einraddað og tvíraddað). Notaleg stund og var séra Pétur með mjög góða ræðu. Á eftir var boðið upp á veglegar hnallþórur með kaffinu. Ég lét mér nægja að fá mér smá kaffi.
Sem betur fer voru til ryksugupokar í ryksuguna mína í ELKO í Smáranum. Davíð tók að sér að ryksuga þegar ég var búin að nálgast pokana.
Dreif mig í sund um hálfsjö í morgun. Keypti mér sundgleraugu og synti 300 metra áður en ég fór aftur heim þar sem ég mallaði góðan hafragraut (úr tvenns konar mjög grófum grjónum sem ég lagði í bleyti í gærkvöldi) handa okkur öllum. Samdi við tvíburana um að ég gæti skroppið í smá esperanto-stund strax eftir klukkan fjögur. Var mætt í Norðurmýrina rétt rúmlega en það virtist enginn vera heima. Málið var það að við misskildum hvor aðra. Esperanto-norska-vinkona mín var að bíða eftir mér í gær en þá var ég á stjórnarfundi í foreldrafélagi DKR og ég hafði bara minnst lauslega á það síðast að líklega gæti ég komið á þriðjudeginum. Gleymdi svo að hringja í gær og athuga hvort hún yrði við. En svona er þetta bara stundum.
Valsstelpurnar eiga leik í Landsbankadeild kvenna í kvöld og það er landsleikur í handbolta kvenna, bæði í kvöld og annað kvöld. Því miður kemst ekki ekki á neinn af þessum leikjum (eða kannski sem betur fer því ég gæti bara ekki valið á milli...)
Já, við fjölskyldan skelltum okkur á leikinn í gærkvöldi; Breiðablik - Valur 2:1. "Okkar menn" skoruðu tvö af mörkunum, semsagt eitt sjálfsmark. Vonandi er "fall fararheill" því ef þeir ætla að spila svona í sumar verða þeir í bullandi baráttum um að halda sér í deildinni. Næsti leikur verður líka örugglega erfiður þótt á heimavelli sé því FH-ingar vilja örugglega gera betur en í síðustu viðureign þessara liða.
Annars er alveg jafn mikið að gera hjá mér og vanalega, og líklega heldur meira því ég kemst því miður ekki í það að skrásetja dagana daglega. Kannski vantar bara örlítið upp á skipulagið hjá mér?
Á sunnudaginn var var messa í Óháðu kirkjunni. Kórinn söng þrjá sálma (þar af einn í röddum) og þrjú lög (tvö í röddum og eitt sem var bæði einraddað og tvíraddað). Notaleg stund og var séra Pétur með mjög góða ræðu. Á eftir var boðið upp á veglegar hnallþórur með kaffinu. Ég lét mér nægja að fá mér smá kaffi.
Sem betur fer voru til ryksugupokar í ryksuguna mína í ELKO í Smáranum. Davíð tók að sér að ryksuga þegar ég var búin að nálgast pokana.
Dreif mig í sund um hálfsjö í morgun. Keypti mér sundgleraugu og synti 300 metra áður en ég fór aftur heim þar sem ég mallaði góðan hafragraut (úr tvenns konar mjög grófum grjónum sem ég lagði í bleyti í gærkvöldi) handa okkur öllum. Samdi við tvíburana um að ég gæti skroppið í smá esperanto-stund strax eftir klukkan fjögur. Var mætt í Norðurmýrina rétt rúmlega en það virtist enginn vera heima. Málið var það að við misskildum hvor aðra. Esperanto-norska-vinkona mín var að bíða eftir mér í gær en þá var ég á stjórnarfundi í foreldrafélagi DKR og ég hafði bara minnst lauslega á það síðast að líklega gæti ég komið á þriðjudeginum. Gleymdi svo að hringja í gær og athuga hvort hún yrði við. En svona er þetta bara stundum.
Valsstelpurnar eiga leik í Landsbankadeild kvenna í kvöld og það er landsleikur í handbolta kvenna, bæði í kvöld og annað kvöld. Því miður kemst ekki ekki á neinn af þessum leikjum (eða kannski sem betur fer því ég gæti bara ekki valið á milli...)
14.5.06
- Tímaleysi -
eða einbeitingaskortur
Ég er ekki alveg á því að játa mig sigraða það læðist þó að mér sú hugsun að að ég sé með of mörg járn í eldinum. N.k. sunnudag þarf ég að skila af mér 6 bókum af þeim 14 safnsbókum sem eru á "náttborðinu" mínu. Ég veit að ég hef og get ekki gefið mér nægilegan tíma til að lesa þær allar svo nú þarf ég að velja úr hvaða bækur ég verð að lesa áður en skilafresturinn rennur út. Ég gæti reyndar útbúið lista yfir bækur sem mig langar til að lesa einhvern tímann og sett ólesnu bækurnar á þann lista. Ætli ég sé kannski of fljót á mér? Kannski er best að sjá til hver staðan verður um næstu helgi, það eru alveg fimm dagar þangað til!
Á föstudagsmorguninn dreif ég mig í sund um hálfsjö og að þessu sinni tapaði ég ekki niður talningunni. Synti 10 ferðir (500m) og var kominn í heita pottinn áður en klukkan sló sjö. Er ég kom heim rúmlega fjögur fann ég tvíburana aðeins tvo heima. Besti vinurinn var í afmæli en þeir áttu von á honum um fimmleytið. Ég spurði þá hvort þeir vildu ganga með mér á bókasafnið í Kringlunni en þeir voru ekki til í það. Ég dreif mig samt ein því ég þurfti að skila af mér amk einni bók sem ég var með í skammtímaláni. Passaði mig á því að vera aðeins með bækurnar sem ég var að skila (6 samtals). Ef ég hefði tekið bókasafnsskírteinið með mér er hætt við því að ég hefði látið freistast...
Tvíburarnir eru á fótboltaæfingu þessa stundina. Þeir vöknuðu alveg sjálfir um átta þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist að sofna fyrr en klukkan var farin að ganga tólf í gærkvöldi. Það er eins gott að koma þeim niður í fyrra fallinu í kvöld svo þeir verði ekki geyspandi þreyttir í skólanum á morgun.
Messa klukkan tvö og "viðamikill viðurgjörningur" á eftir eins og stendur í dagskránni. Og svo verð ég að gera lokaatlögu að ryksugupokaleit. Ef ég finn ekki pokana í ELKO í Smáranum þá er hætt við því að ég verði einfaldlega að fjárfesta í nýrri ryksugu.
eða einbeitingaskortur
Ég er ekki alveg á því að játa mig sigraða það læðist þó að mér sú hugsun að að ég sé með of mörg járn í eldinum. N.k. sunnudag þarf ég að skila af mér 6 bókum af þeim 14 safnsbókum sem eru á "náttborðinu" mínu. Ég veit að ég hef og get ekki gefið mér nægilegan tíma til að lesa þær allar svo nú þarf ég að velja úr hvaða bækur ég verð að lesa áður en skilafresturinn rennur út. Ég gæti reyndar útbúið lista yfir bækur sem mig langar til að lesa einhvern tímann og sett ólesnu bækurnar á þann lista. Ætli ég sé kannski of fljót á mér? Kannski er best að sjá til hver staðan verður um næstu helgi, það eru alveg fimm dagar þangað til!
Á föstudagsmorguninn dreif ég mig í sund um hálfsjö og að þessu sinni tapaði ég ekki niður talningunni. Synti 10 ferðir (500m) og var kominn í heita pottinn áður en klukkan sló sjö. Er ég kom heim rúmlega fjögur fann ég tvíburana aðeins tvo heima. Besti vinurinn var í afmæli en þeir áttu von á honum um fimmleytið. Ég spurði þá hvort þeir vildu ganga með mér á bókasafnið í Kringlunni en þeir voru ekki til í það. Ég dreif mig samt ein því ég þurfti að skila af mér amk einni bók sem ég var með í skammtímaláni. Passaði mig á því að vera aðeins með bækurnar sem ég var að skila (6 samtals). Ef ég hefði tekið bókasafnsskírteinið með mér er hætt við því að ég hefði látið freistast...
Tvíburarnir eru á fótboltaæfingu þessa stundina. Þeir vöknuðu alveg sjálfir um átta þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist að sofna fyrr en klukkan var farin að ganga tólf í gærkvöldi. Það er eins gott að koma þeim niður í fyrra fallinu í kvöld svo þeir verði ekki geyspandi þreyttir í skólanum á morgun.
Messa klukkan tvö og "viðamikill viðurgjörningur" á eftir eins og stendur í dagskránni. Og svo verð ég að gera lokaatlögu að ryksugupokaleit. Ef ég finn ekki pokana í ELKO í Smáranum þá er hætt við því að ég verði einfaldlega að fjárfesta í nýrri ryksugu.
9.5.06
- Morgunsund -
Loksins lét ég verða af því að byrja daginn á því að fá mér sundsprett. Var mætt í Laugardalslaugina rétt rúmlega hálfsjö í morgun og byrjaði á því að kaupa mér tíu miða kort. Ég er í engri sérstakri sundþjálfun og tapaði niður tölunni á ferðunum sem ég synti. Ég er samt nokkuð viss um að ég synti amk 300 metra (gæli við þá hugsun að þeir hafi kannski verið 400 en það er líklega bara óskhyggja). Sat svo góða stund í heita pottinum. Í sjálfu sér hefði ég alveg haft tíma til að koma við heima og skila af mér sunddótinu en ég tók allt aðra ákvörðun. Einhverra hluta vegna hringdi ég samt heim um hálfátta til að taka stöðuna þar, og viti menn þar voru allir sofandi enn. Davíð sá um að bjarga því og þeir feðgar sinntu morgunverkunum á mettíma því strákarnir voru komnir á réttum tíma í skólann.
Annars er alveg nóg að gera hjá mér þessa dagana. Það er góður skriður á málum í sambandi við drengjakórinn og tilvonandi utanferð í vor. Ég vil endilega nota tækifærið og auglýsa vortónleikana þeirra sem verða: Fimmtudaginn 25. maí, uppstigningadag kl 17:00 í
Hallgrímskirkju. Miðaverð er aðeins 1.000 krónur.
Í gær var óvenjulegur mánudagur að því leyti að Oddur Smári þurfti ekki að mæta á karateæfingu þar sem hann er kominn í sumarfrí og ég skrapp yfir í Norðurmýrina í Esperanto tíma á meðan Davíð Steinn var á kóræfingu. Oddur var úti að leika sér með einum vini sínum á meðan. Tvíburarnir fóru svo aftur út eftir kvöldhressingu og fengu að vera til níu. Þar sem Davíð var ekki kominn heim og ég náði ekki í hann í síma (gemsinn hans var hérna heima) ákvað ég að hann væri örugglega fastur í vinnunni fram á kvöldið og skrapp á fund í foreldraráði 6. flokki drengja í knattspyrnu. Það styttist í Eyjamótið sem verður dagana 27. júní - 2. júlí.
Loksins lét ég verða af því að byrja daginn á því að fá mér sundsprett. Var mætt í Laugardalslaugina rétt rúmlega hálfsjö í morgun og byrjaði á því að kaupa mér tíu miða kort. Ég er í engri sérstakri sundþjálfun og tapaði niður tölunni á ferðunum sem ég synti. Ég er samt nokkuð viss um að ég synti amk 300 metra (gæli við þá hugsun að þeir hafi kannski verið 400 en það er líklega bara óskhyggja). Sat svo góða stund í heita pottinum. Í sjálfu sér hefði ég alveg haft tíma til að koma við heima og skila af mér sunddótinu en ég tók allt aðra ákvörðun. Einhverra hluta vegna hringdi ég samt heim um hálfátta til að taka stöðuna þar, og viti menn þar voru allir sofandi enn. Davíð sá um að bjarga því og þeir feðgar sinntu morgunverkunum á mettíma því strákarnir voru komnir á réttum tíma í skólann.
Annars er alveg nóg að gera hjá mér þessa dagana. Það er góður skriður á málum í sambandi við drengjakórinn og tilvonandi utanferð í vor. Ég vil endilega nota tækifærið og auglýsa vortónleikana þeirra sem verða: Fimmtudaginn 25. maí, uppstigningadag kl 17:00 í
Hallgrímskirkju. Miðaverð er aðeins 1.000 krónur.
Í gær var óvenjulegur mánudagur að því leyti að Oddur Smári þurfti ekki að mæta á karateæfingu þar sem hann er kominn í sumarfrí og ég skrapp yfir í Norðurmýrina í Esperanto tíma á meðan Davíð Steinn var á kóræfingu. Oddur var úti að leika sér með einum vini sínum á meðan. Tvíburarnir fóru svo aftur út eftir kvöldhressingu og fengu að vera til níu. Þar sem Davíð var ekki kominn heim og ég náði ekki í hann í síma (gemsinn hans var hérna heima) ákvað ég að hann væri örugglega fastur í vinnunni fram á kvöldið og skrapp á fund í foreldraráði 6. flokki drengja í knattspyrnu. Það styttist í Eyjamótið sem verður dagana 27. júní - 2. júlí.
7.5.06
Allir þrír dómararnir voru sammála. Núna er drengurinn í óvissuferð með félaginu og kemur ekki heim fyrr en seinni partinn. Oddur getur því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu en eldra árið í 6. flokk knattspyrnu er að keppa í Egilshöll eftir hádegi. Davíð Steinn verður fulltrúi tvíburanna þar.
- Einbeittur -
Um síðustu helgi var Oddur Smári að keppa í karate (kötu) í Seljaskóla í Breiðholti. Stráknum gekk þokkalega. Hann er áhugasamur um íþróttina og hefur mætt á allar æfingar á þessu vormisseri. Það eina sem væri hægt að benda honum á (reyndar höfum við bæði minnst á það við hann) er að það er ekki verra að æfa sig heima líka!
4.5.06
- Læstur inni -
Stjórn DKR hélt fund í gær á sama tíma og strákarnir voru á æfingu. Ég bað Davíð Stein um að bíða eftir mér inni við ef æfingin yrði búin fyrr heldur en fundurinn. Strákarnir æfðu inni í kirkjuskipi og þar sem ekki fannst lykillinn af herberginu þar sem við erum vön að vera funduðum við í herberginu (norðursalnum) þar sem strákarnir eru vanir að vera. Fundi lauk rétt eftir að söngæfingin var búin. Þegar ég kom fram sá ég að úlpa Davíð Steins var farin en ég sá strákinn hvergi. Fann hann hvorki úti né inni. Flestir voru farnir og það var búið að skella í lás þegar ég fékk þær upplýsingar að strákurinn hefði farið upp á loft að bíða eftir mér þar. Sem betur fer var ég með símanúmer kórstjórans. Hann var hálfnaður heim til sín en snéri við, opnaði og fylgdi mér upp á loft. Þar fundum við þann týnda sofandi.
Sjálf fór ég á kóræfingu um kvöldið. Aldrei þessu vant hitaði Pétur ekki upp raddirnar heldur útbýtti nýju lagi: Contraponto bestiale alla mente. Állatok rögtönzött ellenpontja eftir Adriano BANCHIERI (1568-1634). Fyrsti sópran breyttist í gauk, annarsópran söng fyrir ugluna (þar sem það var aðeins ein mætt fékk hún eina úr altinum í lið með sér), altinn breyttist í ketti, fjórir af fimm tenórum (þeir lánuðu bassanum einn) breyttust í hunda og bassarnir sungu laglínuna. Útkoman var mjög skrautleg í fyrstu og það var mikið hlegið. En þetta er skemmtilegt tónverk þar sem tímasetningarnar skipta öllu máli.
Að lokum langar mig að mæla með bókinni: Smakkarinn. Og fleiri ÓVÆNT ENDALOK eftir Roald Dahl. Bókin hefur að geyma níu smásögur sem mér fannst flesta mjög góðar. Byggð var upp spenna í sögunum og var maður búinn að sjá ýmislegt fyrir sér áður en flétturnar enduðu allt, allt öðru vísi heldur en nokkuð það sem maður hafði ímyndað sér.
Stjórn DKR hélt fund í gær á sama tíma og strákarnir voru á æfingu. Ég bað Davíð Stein um að bíða eftir mér inni við ef æfingin yrði búin fyrr heldur en fundurinn. Strákarnir æfðu inni í kirkjuskipi og þar sem ekki fannst lykillinn af herberginu þar sem við erum vön að vera funduðum við í herberginu (norðursalnum) þar sem strákarnir eru vanir að vera. Fundi lauk rétt eftir að söngæfingin var búin. Þegar ég kom fram sá ég að úlpa Davíð Steins var farin en ég sá strákinn hvergi. Fann hann hvorki úti né inni. Flestir voru farnir og það var búið að skella í lás þegar ég fékk þær upplýsingar að strákurinn hefði farið upp á loft að bíða eftir mér þar. Sem betur fer var ég með símanúmer kórstjórans. Hann var hálfnaður heim til sín en snéri við, opnaði og fylgdi mér upp á loft. Þar fundum við þann týnda sofandi.
Sjálf fór ég á kóræfingu um kvöldið. Aldrei þessu vant hitaði Pétur ekki upp raddirnar heldur útbýtti nýju lagi: Contraponto bestiale alla mente. Állatok rögtönzött ellenpontja eftir Adriano BANCHIERI (1568-1634). Fyrsti sópran breyttist í gauk, annarsópran söng fyrir ugluna (þar sem það var aðeins ein mætt fékk hún eina úr altinum í lið með sér), altinn breyttist í ketti, fjórir af fimm tenórum (þeir lánuðu bassanum einn) breyttust í hunda og bassarnir sungu laglínuna. Útkoman var mjög skrautleg í fyrstu og það var mikið hlegið. En þetta er skemmtilegt tónverk þar sem tímasetningarnar skipta öllu máli.
Að lokum langar mig að mæla með bókinni: Smakkarinn. Og fleiri ÓVÆNT ENDALOK eftir Roald Dahl. Bókin hefur að geyma níu smásögur sem mér fannst flesta mjög góðar. Byggð var upp spenna í sögunum og var maður búinn að sjá ýmislegt fyrir sér áður en flétturnar enduðu allt, allt öðru vísi heldur en nokkuð það sem maður hafði ímyndað sér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)