- Úr fortíð til framtíðar -
skólaleikrit 7HLE
En fyrst smá formáli. Sl. fimmtudag var ég á sprettinum eftir að ég kom heim úr vinnu. Þar sem Davíð var lasinn var bíllinn heima og þegar ég var búin að kanna hvað var til í bakstur og gera lista dreif ég mig í smá verslunarleiðangur. Á heimleiðinni kom ég við í Borgarbókasafninu í Grófinni, skilaði inn þremur af fjórum bókum og kom með heldur fleiri heim í staðinn. Er heim kom fór ég strax að undirbúa kvöldmatinn, steiktar kjúklingabringur og kartöflubáta. Hræði í eina kókosköku með eplum og notaði sama hráefni og tveimur kvöldum áður nema ég notaði gróft spelt í staðinn fyrir fínt speltmjöl. Kakan bakaðist á meðan fjölskyldan borðaði. Eftir kvöldmat og uppvask útbjó ég deig í konfektkúlur og fékk tvíburana til að kúla það upp og velta upp úr kókosmjöli á meðan ég bakaði tvær smákökusortir. Þeir voru reyndar búnir með sitt verk nokkuð á undan mér en ég þurfti líka að bíða eftir ofninum og vaska upp inn á milli.
Í gærkvöldi buðu krakkarnir í sjöunda HLE foreldrum sínum, systkynum og öðrum náskyldum ættingjum á leikritið "Úr fortíð til framtíðar" sem er samið, staðfært og leikstýrt af Sigríði tónmenntakennara í Hlíðaskóla. Davíð Steinn lék m.a. Indriða, smaladreng frá 1850 og las kafla úr framhaldssögunni Bör Börsson í "útvarpið". Einnig var hann forsöngvari í einu laginu sem sungið var í leikritinu en leikritið bauð upp á sögumann, marga stutta leikna kafla, söng og dans. Söngfuglinn minn og hans bekkjarfélagar stóðu sig alveg jafnvel og karatestrákurinn og hans bekkjarfélagar og eins og þrjú undanfarin ár var virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að fara á og bera saman tvær samskonar sýningar.
Í gærkvöldi buðu krakkarnir í sjöunda HLE foreldrum sínum, systkynum og öðrum náskyldum ættingjum á leikritið "Úr fortíð til framtíðar" sem er samið, staðfært og leikstýrt af Sigríði tónmenntakennara í Hlíðaskóla. Davíð Steinn lék m.a. Indriða, smaladreng frá 1850 og las kafla úr framhaldssögunni Bör Börsson í "útvarpið". Einnig var hann forsöngvari í einu laginu sem sungið var í leikritinu en leikritið bauð upp á sögumann, marga stutta leikna kafla, söng og dans. Söngfuglinn minn og hans bekkjarfélagar stóðu sig alveg jafnvel og karatestrákurinn og hans bekkjarfélagar og eins og þrjú undanfarin ár var virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að fara á og bera saman tvær samskonar sýningar.