- Helgin komin og farin -
Já, tíminn lætur ekki bíða eftir sér frekar en fyrri daginn. Strákarnir biðu tilbúnir úti, með töskur (
föt til skiptanna) þegar ég kom heim rúmlega fjögur sl. föstudag. Ég rétt skrapp inn með smá dót (
sem betur fer því strákarnir höfðu skilið eftir opið inn í íbúð og ljós alls staðar). Ég varð ekkert smá glöð þegar ég sá að það var kominn miði frá
Margaretha um að vörurnar væru komnar. Ég hafði reyndar ákveðið að koma við þar fyrst ég yrði í nágrenninu. En fyrst fórum við mæðginin og keyptum öskudagsbúninga á bræðurnar. Eftir þau viðskipti sótti ég vörurnar. Því næst lá leiðin upp í
Grafarvog þar sem ég skildi strákana eftir en þeir fóru austur með afa sínum og ömmu skömmu síðar.
Ég skrapp heim að skipta um föt og gat ekki stillt mig um að kíkja á handavinnudótið.
fermingamyndin og flestar hinna sem ég pantaði voru í pokanum (
ein var reyndar ekki með þar sem ég pantaði hana nokkrum dögum seinna)en svo fann ég
þessa líka, mundi ekki eftir að hafa pantað hana en ekki kvarta ég yfir að fá nóg af sauma verkefnum. Eftir að hafa skoðað dótið dreif ég mig í púlstofuna í Lágmúlanum þar sem ég eyddi næstu þremur tímum með skemmtilegu fólki. Vann alla fjóra púl-leikina sem ég spilaði en þann síðasta bara vegna þess að mótherjinn setti svörtu kúluna ofan í aðeins of snemma.
Þegar ég kom heim byrjaði ég strax að undirbúa saumun á fermingarmyndinni. Saumaði hringinn í kringum jafann og tók miðjuna. Ég féll aftur í þá gryfju að taka miðjuna eins og hún var merkt á munstrinu og var búin að sauma of mikið til að breyta því. En miðjan á munstrinu gerir ekki ráð fyrir nafninu sem er saumað undir eftir á. Þetta hlýtur samt að bjargast eins og í fyrra. Ég greip í saumana öðru hvoru alla helgina, mislengi í einu. Er búin með stjakann og gulu geislana (en ekki það hvíta í miðjunni og blómabreiðuna hægra meginn við stjakann og alla skugga á kirtlinum sem stúlkan klæðist. Haldið þið ekki að ég nái að ljúka við þessa mynd fyrir 1. apríl n.k? (Þ.e. ef ég verð þá ekki handlama).
Á laugardagskvöldið fórum við hjónin í fertugsafmæli. Mikið fjör og mikið gaman. Kvöddum um eitt-leytið því ég þurfti snemma á fætur morguninn eftir.
Í gærmorgun var ég komin austur á Hellu rúmlega átta. Var með kórbúninginn hans Davíðs Steins með mér. Gat stoppað í rúman hálftíma. Strákurinn var mættur í kirkjuna rétt fyrir tíu og pabbi hans sótti hann svo um tvö í klifurhúsið en þangað fóru kórdrengirnir eftir messu. Honum var svo boðið í afmæli til bekkjarsystur sinnar seinni partinn. Hann hélt endilega að afmælið byrjaði klukkan sex og fór ekki fyrr en þá og mætti því klukkutíma seinna í afmælið en allir hinir. En það gerði lítið til.
Ég dreif mig á handboltaleik ÍR - Valur (23:35) góð úrslit miðað við að staðan var 5:0 fyrir ÍR þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum.
Davíð fór í vinnuna eftir að hafa sótt strákinn og hann kom ekki heim fyrr en um sex í morgun. ÉG er farin að halda að þessari törn ætli aldrei að ljúka.
Bolla, bolla.