- Frábær helgi að baki -Við Davíð vorum komin austur á
Hellu um hálfeitt á laugardaginn var, á undan
Helgu, Ingva og
Bríeti sem komu reyndar bara stuttu seinna. Mamma var með mat handa öllu liðinu.
Svilarnir voru svo sendir með eldri krakkana þrjú í sund en við systur og pabbi hjálpuðum mömmu við afþurrkun og
þrif sem þarf að gera tvisvar á ári.
Hulda fór með strákunum í karla-klefann. Hún er ekkert feimin við að segja það sem henni finnst. Og henni fannst
Davíð vera með lítið typpi.
Oddur Smári kom pabba sínum til bjargar og var fljótur að benda frænku sinni á að hann sjálfur væri líka með lítið typpi.
Ja, þessi börn...Seinni part dagsins komu svo gestir sem mamma hafði boðið í mat með okkur öllum hinum.
Ingvi grillaði, ég skar niður í sallat og mamma átti tilbúið kartöflusallat (bjó það til fyrr um daginn) í ísskápnum. Það tóku allir vel til matar síns.
Helga sá svo um eftirréttinn, heilsuvöfflur úr spelti og hrásykri (
engin mjólk né hvítt hveiti og hvítur sykur). Þetta voru mjög góðar vöfflur. Á eftir skruppum við systur aðeins yfir til
Steina frænda.
Helga var með smá verkefni handa honum og það vildi svo vel til að hann var akkúrat búinn með síðasta verkefnið sitt og það lá ekkert fyrir. Hann var að gera upp nær 200 ára gamalt skatthol sem brann í vetur.
Helga færði honum borðstofuborð og 4 stóla þegar hann hafði samþykkt að taka að sér að lagfæra það. Klukkan var um eitt eftir miðnætti þegar við
Davíð kvöddum og héldum heim á leið, strákalaus.
Í gær svaf ég frameftir morgni. Við
Davíð horfðum á formúluna og ég kláraði
myndina sem ég er búin að vera að sauma sl. ár. Ég pressaði hana á eftir og
Davíð hjálpaði mér við að ramma hana inn og hengja hana upp
(tók mynd af myndinni og mun setja inn hér máli mínu til sönnunar fljótlega)
. Reyndar hengdum við upp fullt af fleiri myndum í gær og nú er að koma mjög skemmtilegur svipur á íbúðina.
Rétt fyrir átta vorum við hjónin komin í
Kaplakrikann til að fylgjast með leik
FH og
Vals í Landsbankadeildinni. Það var frítt inn á leikinn og ég taldi manninn minn á að koma með mér. Hann var á báðum áttum í fyrstu þar sem hann hélt að við myndum tapa enda hafa FH-ingar verið mjög sterki á heimavelli sl. ár. En leikurinn var jafn og skemmtilegur og endaði með glæstum sigri okkar manna.