- Síðasti apríldagurinn þetta árið -
Davíð Steinn var með 38,1°C í gærkvöldi en hitalaus í morgun. Vonandi verður hann hitalaus líka í kvöld. Oddur Smári og Davíð eru þessa stundina í Seljaskóla þar sem sá fyrrnefndi er að keppa í karate (kötu). Davíð Steinn ætti að vera að undirbúa sig undir að syngja með Drengjakórnum í messu í Hallgrímskirkju eftir uþb stundarfjórðung.
Við vorum öll komin á fætur um átta í morgun. Ég lagði gróf hafragrjón í bleyti í gærkvöldi og var tilbúin með góðan hafragraut á tuttugu mínútum. Karatefeðgarnir fóru í fyrra fallinu til hjálpa til við að "millifæra" dýnur fyrir keppnina. Reyndar gætu tvíburarnir einnig verið á fótboltaæfingu en það er auðvitað ómögulegt að vera á mörgum stöðum í einu fyrir utan það að ég ætla að halda sjúklingnum inni í dag svo honum slái ekki niður.
Í gær fylgdist ég með Chelsea og Man. Utd 3:0. Góður leikur en þeir síðarnefndu höfðu ekkert í Englandsmeistarana. Leiðinlegt að Rooney skyldi slasast! Ég horfði líka á Liverpool og Aston Villa 3:1. Notaði tímann í leiðinni og saumaði nokkur spor.
Eftir leikina rölti ég yfir í Norðurmýrina með Esperanto námsefnið. Við vorum nokkra stund að komast í gang en þegar upp var staðið höfðum við lesið yfir tvær æfingar, þýtt lauslega og svarað spurningum úr textunum. Er ég kom heim úbjó ég plokkfisk í kvöldmatinn.
Hef lokið við að lesa bókina sem ég er með í skammtímaláni (tvær vikur) af safninu. Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson. Góð afþreying og kom framvinda sögunnar/málsins mér nokkrum sinnum á óvart. Þannig á það líka að vera.
30.4.06
28.4.06
- Veikindi -
Davíð Steinn var kominn með 39,4°C hita í gærkvöldi. Hann sagðist reynar vera hættur að finna til í hálsinum en var þreyttur og fór að sofa um átta. Allt kvöldið var hann að vakna af og til og kvartaði undan martröðum og furðulegri líðan. Ég fór inn í rúm um miðnætti en vaknaði við það að Davíð var að tala við læknavaktina. Nafni hans sat hjá honum með hálfgerðu óráði. Ég mældi strákinn. Hitinn hafði lækkað um heila gráðu en sum einkennin sem strákurinn lýsti voru þannig að Davíð taldi rétt að hafa samband við læknavaktina. Það varð úr að það var sendur til okkar læknir til að skoða strákinn. Þetta er víst svona heiftarleg flensa að það hálfa væri nóg. Við máttum gefa honum hálfa íbúfen töflu og eftir það sofnaði hann og svaf til hálfátta.
Já, það er betra að kalla til lækni ef maður er ekki viss! Strákurinn er þokkalega brattur núna en hóstar mikið, hnerrar og þarf að snýta sér reglulega. Ætla svo að mæla hann áður en hann fer í rúmið í kvöld. Reikna með því að hann verði nokkra daga að jafna sig. Svo er bara spurning hvort hinn drengurinn taki við...
Skilaði af mér 11 bókum á bókasafnið áðan og kom heim með jafnmargar. Hér heima voru fyrir 9 bækur sem ég á eftir að lesa (er reyndar að lesa tvær af þeim). Skilafrestur þeirra bóka er til 21. maí, af þeim 11 sem ég kom með af safninu þarf ég að skila einni þann 12. maí en hinum 1o. þann 28. Hvað skyldi ég komast yfir að lesa? Veit það vel að þótt ég gefi mér einhvern tíma í lestur á næstunni þá klára ég ekki að lesa allar þessar 20 bækur. Hvers vegna er ég þá að fá lánaðar svona margar bækur í einu? Oft er það af því að ég get ekki valið á milli, hætt að setja í körfuna (eins gott að það er bara lítil karfa sem maður setur á handlegginn) og svo líður mér vel innan um bækur. Ég er stórskrítin skrúfa en það er bara hið besta mál!
Farið vel með ykkur um helgina.
Davíð Steinn var kominn með 39,4°C hita í gærkvöldi. Hann sagðist reynar vera hættur að finna til í hálsinum en var þreyttur og fór að sofa um átta. Allt kvöldið var hann að vakna af og til og kvartaði undan martröðum og furðulegri líðan. Ég fór inn í rúm um miðnætti en vaknaði við það að Davíð var að tala við læknavaktina. Nafni hans sat hjá honum með hálfgerðu óráði. Ég mældi strákinn. Hitinn hafði lækkað um heila gráðu en sum einkennin sem strákurinn lýsti voru þannig að Davíð taldi rétt að hafa samband við læknavaktina. Það varð úr að það var sendur til okkar læknir til að skoða strákinn. Þetta er víst svona heiftarleg flensa að það hálfa væri nóg. Við máttum gefa honum hálfa íbúfen töflu og eftir það sofnaði hann og svaf til hálfátta.
Já, það er betra að kalla til lækni ef maður er ekki viss! Strákurinn er þokkalega brattur núna en hóstar mikið, hnerrar og þarf að snýta sér reglulega. Ætla svo að mæla hann áður en hann fer í rúmið í kvöld. Reikna með því að hann verði nokkra daga að jafna sig. Svo er bara spurning hvort hinn drengurinn taki við...
Skilaði af mér 11 bókum á bókasafnið áðan og kom heim með jafnmargar. Hér heima voru fyrir 9 bækur sem ég á eftir að lesa (er reyndar að lesa tvær af þeim). Skilafrestur þeirra bóka er til 21. maí, af þeim 11 sem ég kom með af safninu þarf ég að skila einni þann 12. maí en hinum 1o. þann 28. Hvað skyldi ég komast yfir að lesa? Veit það vel að þótt ég gefi mér einhvern tíma í lestur á næstunni þá klára ég ekki að lesa allar þessar 20 bækur. Hvers vegna er ég þá að fá lánaðar svona margar bækur í einu? Oft er það af því að ég get ekki valið á milli, hætt að setja í körfuna (eins gott að það er bara lítil karfa sem maður setur á handlegginn) og svo líður mér vel innan um bækur. Ég er stórskrítin skrúfa en það er bara hið besta mál!
Farið vel með ykkur um helgina.
27.4.06
- Gráðun -
Davíð Steinn kvartaði um í hálsinum er hann kom heim úr skólasundi í gær. Hann var auk þess farinn að hósta svo ég sendi kórstjóranum hans boð um forföll. En við Oddur Smári löbbuðum endilanga Lönguhlíðina í Þórshamarsheimilið. Stráksi var á leið í gráðun eins og allir krakkarnir sem æfa með honum í hóp. Það tók rúmlega klukkutíma að prófa allt liðið en allir stóðust prófið og staðfestu litinn á beltunum eða tóku hálfan næsta lit. Oddur var að staðfesta appelsínugula beltið. N.k. sunnudag mun hann taka þátt í karatekeppni og það er líka bara ein æfing eftir fyrir sumarfrí. Næsta haust byrjar hann svo að æfa og undirbúa sig fyrir rauða beltið.
Í morgun kom í ljós að Davíð Steinn var með nokkrar kommur. Ákvað að best væri að hann yrði heima. Davíð tók að sér að vera með honum fram að hádegi og um það leyti ákvað hann að vera allan daginn með stráknum.
Davíð Steinn kvartaði um í hálsinum er hann kom heim úr skólasundi í gær. Hann var auk þess farinn að hósta svo ég sendi kórstjóranum hans boð um forföll. En við Oddur Smári löbbuðum endilanga Lönguhlíðina í Þórshamarsheimilið. Stráksi var á leið í gráðun eins og allir krakkarnir sem æfa með honum í hóp. Það tók rúmlega klukkutíma að prófa allt liðið en allir stóðust prófið og staðfestu litinn á beltunum eða tóku hálfan næsta lit. Oddur var að staðfesta appelsínugula beltið. N.k. sunnudag mun hann taka þátt í karatekeppni og það er líka bara ein æfing eftir fyrir sumarfrí. Næsta haust byrjar hann svo að æfa og undirbúa sig fyrir rauða beltið.
Í morgun kom í ljós að Davíð Steinn var með nokkrar kommur. Ákvað að best væri að hann yrði heima. Davíð tók að sér að vera með honum fram að hádegi og um það leyti ákvað hann að vera allan daginn með stráknum.
25.4.06
- Margt gert, fátt skrifað -
ÉG er að hamast við að lesa bók sem ég þarf að skila fyrir mánaðamót. Sólveigasaga - Örlög þriggja kvenna úr Laxárdal eftir Elínu Ólafsdóttur. Þetta eru í raun þrjár sögur í einni bók og um 3 mæðgur sem allar hétu Sólveig. Sú elsta var fædd árið 1770 og varð hún ekkja frá fimm börnum árið 1800. Heimilið var leyst upp og hún fór í vinnumennsku á næsta bæ. Þar eignaðist hún dóttur, Sólveigu, með bóndanum ári seinna. Kona bóndans ól upp stúlkuna sem sína eigin en blóðmóðirin varð að fara annað í vinnumennsku. Ég er einmitt að lesa núna um ævi þeirrar dóttur. Mæli með þessari bók hún gefur góða innsýn inn í hvernig samfélagið var fyrir tvöhundruð árum, endalaust púl og strit fyrir þá sem ekkert áttu undir sér og þeir sem voru "höfðingja" eða prestsbörn máttu yfirleitt ekki "taka niður fyrir sig"!
ÉG er að hamast við að lesa bók sem ég þarf að skila fyrir mánaðamót. Sólveigasaga - Örlög þriggja kvenna úr Laxárdal eftir Elínu Ólafsdóttur. Þetta eru í raun þrjár sögur í einni bók og um 3 mæðgur sem allar hétu Sólveig. Sú elsta var fædd árið 1770 og varð hún ekkja frá fimm börnum árið 1800. Heimilið var leyst upp og hún fór í vinnumennsku á næsta bæ. Þar eignaðist hún dóttur, Sólveigu, með bóndanum ári seinna. Kona bóndans ól upp stúlkuna sem sína eigin en blóðmóðirin varð að fara annað í vinnumennsku. Ég er einmitt að lesa núna um ævi þeirrar dóttur. Mæli með þessari bók hún gefur góða innsýn inn í hvernig samfélagið var fyrir tvöhundruð árum, endalaust púl og strit fyrir þá sem ekkert áttu undir sér og þeir sem voru "höfðingja" eða prestsbörn máttu yfirleitt ekki "taka niður fyrir sig"!
23.4.06
- Ævintýri -
Að kvöldi sumardagsins fyrsta fékk ég Davíð Stein til að finna til í tösku handa sér fyrir æfingabúðirnar. Hann gerði það allt sjálfur og þurfti bara að biðja mig um að fara yfir það með honum hvort hann væri örugglega að muna eftir öllu. Klukkan sex síðdegis á föstudag fór full rúta af strákum (með nokkra fullorðna innanborðs líka) frá Hallgrímskirkju áleiðis í kóræfingabúðir.
Eldsnemma í gærmorgun, eða rétt fyrir klukkan hálfsex, var ég komin yfir til Helgu og Ingva. Hann fermdi bílinn "minn" með dóti frá systrunum; Tvíhjól í framsætið, stóll og pallur í aftusætin og kerra og nokkrar töskur í skottið. Þau hlóðu svo sinn bíl og kvöddu en ég læddist upp og lagði mig. Um sjö heyrði ég í Bríeti; -"Dula!" Ég fór inn, rétti henni snuðið og duluna sem höfðu dottið á gólfið. Sú stutta lagðist fyrir aftur og það gerði ég líka. Tíu mínútum seinna heyrðist: -"Hæ!" Við frænkur fórum á fætur um hálfátta og Hulda vaknaði stuttu seinna.
Sóttum Odd Smára um tíu. Hann átti eftir að klæða sig og taka sig saman (reyndar átti ég líka eftir að taka mig saman) þannig að klukkan var orðin ellefu þegar við lögðum af stað austur. Pabbi tók á móti okkur upp úr hádeginu og við byrjuðum á því að fá okkur einhverja hressingu. Nokkru seinna drifum við okkur út í smá göngutúr. Hulda var reyndar hjólandi en við hin á tveimur jafnfljótum. Það er ótrúlegt hvað stuttir fætur eru duglegir.
Að kvöldi sumardagsins fyrsta fékk ég Davíð Stein til að finna til í tösku handa sér fyrir æfingabúðirnar. Hann gerði það allt sjálfur og þurfti bara að biðja mig um að fara yfir það með honum hvort hann væri örugglega að muna eftir öllu. Klukkan sex síðdegis á föstudag fór full rúta af strákum (með nokkra fullorðna innanborðs líka) frá Hallgrímskirkju áleiðis í kóræfingabúðir.
Eldsnemma í gærmorgun, eða rétt fyrir klukkan hálfsex, var ég komin yfir til Helgu og Ingva. Hann fermdi bílinn "minn" með dóti frá systrunum; Tvíhjól í framsætið, stóll og pallur í aftusætin og kerra og nokkrar töskur í skottið. Þau hlóðu svo sinn bíl og kvöddu en ég læddist upp og lagði mig. Um sjö heyrði ég í Bríeti; -"Dula!" Ég fór inn, rétti henni snuðið og duluna sem höfðu dottið á gólfið. Sú stutta lagðist fyrir aftur og það gerði ég líka. Tíu mínútum seinna heyrðist: -"Hæ!" Við frænkur fórum á fætur um hálfátta og Hulda vaknaði stuttu seinna.
Sóttum Odd Smára um tíu. Hann átti eftir að klæða sig og taka sig saman (reyndar átti ég líka eftir að taka mig saman) þannig að klukkan var orðin ellefu þegar við lögðum af stað austur. Pabbi tók á móti okkur upp úr hádeginu og við byrjuðum á því að fá okkur einhverja hressingu. Nokkru seinna drifum við okkur út í smá göngutúr. Hulda var reyndar hjólandi en við hin á tveimur jafnfljótum. Það er ótrúlegt hvað stuttir fætur eru duglegir.
21.4.06
- Gleðilegt sumar -
Síðasti vetrardagur var aðeins öðruvísi heldur en ég átti von á. Davíð Steinn byrjaði morguninn á því að kasta upp (hann hafði reyndar losað sig bæði upp og niður um kvöldmatarleyti kvöldið áður en svaf svo alla nóttina án einkenna). Davíð átti að vera mættur á fund upp úr átta svo ég boðaði forföll. Sjúklingurinn sofnaði aftur og svaf í hjónarúminu langt fram á morguninn. Á meðan lét ég fara vel um mig inni í stofusófa og las. Eftir að stráksi var vaknaður notaði ég tækifærið og sinnti heimilinu með aðstoð hans. Hann virtist alveg vera að ná sér svo ég skrapp upp úr klukkan hálftvö að láta setja sumardekkin undir Fíatinn. Það var nokkuð löng röðin en afgreiðslan á bílunum gekk yfirleitt fljótt fyrir sig. Oddur Smári og Dagur voru komnir heim úr skólanum þegar ég kom til baka. Þeir tveir fóru fljótlega út.
Æskuvinkona mín var stödd í bænum og hringdi í mig á fjórða tímanum. Þar sem ég var heima kíkti hún í heimsókn í smá kaffi. Til að nýta tímann með henni fékk ég Davíð Stein til að hella upp á handa okkur. Helga systir hringdi og spurði hvort hún mætti biðja mig fyrir stelpurnar stutta stund. Það var velkomið og í leiðinni ákváðum við að borða kvöldmat saman hjá mér (við skiptum þessu alveg jafnt, Helga keypti Rauðsprettu í soðið og ég útbjó matinn): Rauðpretta steikt upp úr krydduðu byggmjöli, sætar kartöflur, laukur og smá hvítkál steikt saman í ólífuolíu, búlgur og blandað sallat með. Þetta var verulega gott.
Í gær fórum við fjögur í nokkuð langan bíltúr. Ókum Hvalfjörðinn inn að Ferstiklu, keyrðum yfir Dragann og sáum yfir í Skorradal. Rúntuðum um Borgarnes og skoðuðum líka hluta af svæðinu þar sem sinueldarnir loguðu um daginn. Keyrðum Hvalfjörðinn aftur til baka með smá kaffistoppi í Ferstiklu.
Að lokum langar mig aðeins að segja frá nokkrum af bókunum sem ég hef verið að lesa undanfarið. Tvær bækur Litróf lífsins sem Anna Kristine Magnúsdóttir tók saman, Á lífsins leið V, VI og VII þar sem margir kunnir Íslendingar segja frá eftirminnilegum atburðum eða fólki, Ásta málari skrifuð eftir dagbókum Ástu Árnadóttur sem var fædd 1883 og fyrst kvenna í heiminum (amk á Íslandi og í Evrópu) til að læra húsamálun. Hún lærði í Danmörku en tók svo meistarapróf í þessari iðn í Hamborg. Ég er að lesa; Vindur vindur vinur minn eftir Gauðlaug Arason og Djúpar rætur hugverk þingeyskra kvenna. Mæli með öllum þessum ólíku bókum.
19.4.06
- Tíu -
Það eru tíu dagar síðan ég setti inn færslu hér. Styttri útgáfa undanfarinna daga er eitthvað á þessa leið; kóræfing sl. miðvikudagskvöld, kórsöngur í kirkju að kvöldi föstudagsins langa, gönguferð um kirkjugarð og Öskjuhlíð seinni partinn á laugardag, sungið við páskamessu klukkan átta á páskadagsmorgni, sundferð með fjölskyldunni upp úr hádegi á annan í páskum, vinkonu hittingur seinnipartinn þann dag (þar sem ein vinkonan var að kynna fyrir okkur mannsefnið sitt) og saman við þetta allt blandast útsaumur, lestur, enski boltinn, Triangle og örfáar dvd myndir (sumar fjölskylduvænar).
Það eru tíu dagar síðan ég setti inn færslu hér. Styttri útgáfa undanfarinna daga er eitthvað á þessa leið; kóræfing sl. miðvikudagskvöld, kórsöngur í kirkju að kvöldi föstudagsins langa, gönguferð um kirkjugarð og Öskjuhlíð seinni partinn á laugardag, sungið við páskamessu klukkan átta á páskadagsmorgni, sundferð með fjölskyldunni upp úr hádegi á annan í páskum, vinkonu hittingur seinnipartinn þann dag (þar sem ein vinkonan var að kynna fyrir okkur mannsefnið sitt) og saman við þetta allt blandast útsaumur, lestur, enski boltinn, Triangle og örfáar dvd myndir (sumar fjölskylduvænar).
9.4.06
- Sálumessa Mózarts -
sungin af fjórum kórum (Landsvirkjunarkórinn, kirkjukór Breiðholtskirkju, Samkór Reykjavíkur og Samkór Selfoss), og nokkrum einsöngvurum (Þuríður Sigurðardóttir (söng reyndar bara á Selfossi), Ólöf Inger Kjartansdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Bjartmar Sigurðsson og Keith Reed) við undirleik hluta úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Til gamans má geta þess að Keith Reed stjórnar þremur kóranna og er raddþjálfari fjórða kórsins (Samkór Reykjavíkur).
Ég var svo heppin að vera boðin miði til sölu nokkru fyrir tónleikana. Ég gat valið um að bruna austur á Selfoss sl. föstudagskvöld eða mæta í Breiðholtskirkju um fimm í gær. Ég valdi síðari kostinn og var mætt stuttu fyrir fimm. Þá var allt orðið fullt en á endanum fékk ég sæti í anddyrinu (ásamt nokkrum fleirum). Rétt áður en tónleikar hófust voru tónleikagestir beðnir um að klappa ekki og þeir sem sátu næst hljómsveit og kórum urðu að passa að vera sérlega hljóðir þar sem taka átti tónleikana upp. Tónleikarnir voru keyrðir í gegn (ekkert hlé) en mér fannst það bara betra. Fylgdist heilluð með allan tímann og naut þess í botn. Þetta er heljar mikið verk en mér fannst flutningurinn takast mjög vel. Það var helst að tenór-einsöngvarinn væri ekki alveg nógu "hátt stilltur" þ.e. mér fannst heyrast of lítið í honum á köflum. Kannski átti það bara að vera svoleiðis. Þetta var hreint út sagt yndislegur klukkutími.
sungin af fjórum kórum (Landsvirkjunarkórinn, kirkjukór Breiðholtskirkju, Samkór Reykjavíkur og Samkór Selfoss), og nokkrum einsöngvurum (Þuríður Sigurðardóttir (söng reyndar bara á Selfossi), Ólöf Inger Kjartansdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Bjartmar Sigurðsson og Keith Reed) við undirleik hluta úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Til gamans má geta þess að Keith Reed stjórnar þremur kóranna og er raddþjálfari fjórða kórsins (Samkór Reykjavíkur).
Ég var svo heppin að vera boðin miði til sölu nokkru fyrir tónleikana. Ég gat valið um að bruna austur á Selfoss sl. föstudagskvöld eða mæta í Breiðholtskirkju um fimm í gær. Ég valdi síðari kostinn og var mætt stuttu fyrir fimm. Þá var allt orðið fullt en á endanum fékk ég sæti í anddyrinu (ásamt nokkrum fleirum). Rétt áður en tónleikar hófust voru tónleikagestir beðnir um að klappa ekki og þeir sem sátu næst hljómsveit og kórum urðu að passa að vera sérlega hljóðir þar sem taka átti tónleikana upp. Tónleikarnir voru keyrðir í gegn (ekkert hlé) en mér fannst það bara betra. Fylgdist heilluð með allan tímann og naut þess í botn. Þetta er heljar mikið verk en mér fannst flutningurinn takast mjög vel. Það var helst að tenór-einsöngvarinn væri ekki alveg nógu "hátt stilltur" þ.e. mér fannst heyrast of lítið í honum á köflum. Kannski átti það bara að vera svoleiðis. Þetta var hreint út sagt yndislegur klukkutími.
8.4.06
- Árið 2081 -
...eða hvað?
...eða hvað?
|
7.4.06
- Helgi framundan -
Tvíburarnir eru komnir í páskafrí. Davíð Steinn fær meira að segja frí í kórnum þá daga sem er frí í skólanum. En kórinn fer heldur ekki í sumarfrí fyrr en eftir Frakklandsferðina í júní. Þessu er öðruvísi farið með karate-tímana. Þar er bara frí ef dagarnir eru rauðir. Reyndar er bara rétt um mánuður (3. maí er síðasti tíminn) þar til yngri flokkarnir fara í sumarfrí alveg fram í september. Sl. miðvikudag lét ég verða af því að efna loforð mitt við Odd Smára um að koma og fylgjast með æfingunni hjá honum. Strákurinn var svo glaður og ánægður að mér fannst ég frekar vera að trufla drenginn heldur en hitt. Samt eru foreldrar ekki inni í salnum heldur horfa inn um stærðar glugga. Oddur Smári þurfti oft að athuga hvort ég væri ekki örugglega að fylgjast með honum. Ég var að því og sá "minn mann" hagræða svolítið hlutunum í upphituninni. T.d. dró hann á eftir sér rassinn er hann átti að hlaupa köngulóarhlaup. Það eru 4 æfingar fram að næstu gráðun. Þann 26. apríl n.k. klára kappinn gráðun fyrir appelsínugula beltið. Næsta haust fer hann svo að æfa fyrir rauða beltið.
Tvíburarnir eru komnir í páskafrí. Davíð Steinn fær meira að segja frí í kórnum þá daga sem er frí í skólanum. En kórinn fer heldur ekki í sumarfrí fyrr en eftir Frakklandsferðina í júní. Þessu er öðruvísi farið með karate-tímana. Þar er bara frí ef dagarnir eru rauðir. Reyndar er bara rétt um mánuður (3. maí er síðasti tíminn) þar til yngri flokkarnir fara í sumarfrí alveg fram í september. Sl. miðvikudag lét ég verða af því að efna loforð mitt við Odd Smára um að koma og fylgjast með æfingunni hjá honum. Strákurinn var svo glaður og ánægður að mér fannst ég frekar vera að trufla drenginn heldur en hitt. Samt eru foreldrar ekki inni í salnum heldur horfa inn um stærðar glugga. Oddur Smári þurfti oft að athuga hvort ég væri ekki örugglega að fylgjast með honum. Ég var að því og sá "minn mann" hagræða svolítið hlutunum í upphituninni. T.d. dró hann á eftir sér rassinn er hann átti að hlaupa köngulóarhlaup. Það eru 4 æfingar fram að næstu gráðun. Þann 26. apríl n.k. klára kappinn gráðun fyrir appelsínugula beltið. Næsta haust fer hann svo að æfa fyrir rauða beltið.
6.4.06
- Ballettsýningin -
Ég var svo heppin að mér var boðið á nemendasýningu úr balletskóla Eddu Scheving sem var haldin á stóra sviðinu í Borgarleikhúsin á þriðjudagskvöldið var. Hulda frænka er búin að æfa ballett í þrjú ár. Þegar ég spurði hana hvað hún ætti að sýna sagði hún: "Ég er grænn"! Hún átti líka að syngja "Dansi, dansi dúkkan mín!" með hópnum þegar minnstu stúlkurnar voru að sýna. Davíð og tvíburarnir tóku að sér að passa Bríeti. Það var nú minnsta málið, við fréttum það þegar við komum til baka að hún hefði sjálf beðið um að fara að sofa klukkan átta.
Við Helga, Ingvi og Hulda (og ég) vorum mætt í Borgarleikhúsið um hálfátta. Ballerínan var skilin eftir baka til ásamt fullt af öðrum ballerínum af öllum stærðum og gerðum. Sýningin hófst klukkan átta. Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk allt mjög vel fyrir sig. Atriðin voru mátulega löng og það kenndi ýmissa grasa. Fyrir utan regnbogann var t.d. dans brúðanna, trúðanna, grísla, vatns, elds, jarðar, lofts og þarna dansaði líka "Lína Langsokku" 14 föld svo eitthvað sé nefnt. Þáttakendur í sýningunni voru á aldrinum 31/2-18 ára. Þetta var frábær skemmtun!
Ég var svo heppin að mér var boðið á nemendasýningu úr balletskóla Eddu Scheving sem var haldin á stóra sviðinu í Borgarleikhúsin á þriðjudagskvöldið var. Hulda frænka er búin að æfa ballett í þrjú ár. Þegar ég spurði hana hvað hún ætti að sýna sagði hún: "Ég er grænn"! Hún átti líka að syngja "Dansi, dansi dúkkan mín!" með hópnum þegar minnstu stúlkurnar voru að sýna. Davíð og tvíburarnir tóku að sér að passa Bríeti. Það var nú minnsta málið, við fréttum það þegar við komum til baka að hún hefði sjálf beðið um að fara að sofa klukkan átta.
Við Helga, Ingvi og Hulda (og ég) vorum mætt í Borgarleikhúsið um hálfátta. Ballerínan var skilin eftir baka til ásamt fullt af öðrum ballerínum af öllum stærðum og gerðum. Sýningin hófst klukkan átta. Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk allt mjög vel fyrir sig. Atriðin voru mátulega löng og það kenndi ýmissa grasa. Fyrir utan regnbogann var t.d. dans brúðanna, trúðanna, grísla, vatns, elds, jarðar, lofts og þarna dansaði líka "Lína Langsokku" 14 föld svo eitthvað sé nefnt. Þáttakendur í sýningunni voru á aldrinum 31/2-18 ára. Þetta var frábær skemmtun!
4.4.06
- Í belg og biðu -
Þeir láta ekki bíða eftir sér dagarnir, það er nokkuð ljóst. Síðast liðin helgi fór að hluta til í afslöppun. Sú slökun fór að nokkur leyti að angra samviskuna en ég var uppgefin og ákvað að láta mest af rútínuverkunum bíða. Amk þau verk sem hægt var að láta bíða.
Eftir hádegi á sunnudag vorum við Davíð boðin í fermingaveislu. Við ræddum það við strákana og ákváðum að þeir væru bara heima á meðan. Aðal vinurinn var kominn í heimsókn til þeirra og var með þeim allan daginn líkt og flesta aðra helgidaga og eftir skóla. Ég er farin að kalla þá þrjá þríburana. Þetta gekk alveg upp og voru þeir ekkert farnir að sakna okkar þegar við komum heim tæpum þremur tímum seinna.
Annars er ég að lesa Saltstorkin bros eftir Hafliða Magnússon. Bókin inniheldur 19 smellnar smásögur sem tengjast og gerast flestar í erlendum höfnum. Flestar sögurnar eru frekar stuttar og halda mér alveg við efnið, skelli jafnvel upp úr oftar en ekki. Þetta ku vera sjálfstætt framhald Togarasögu að nokkru leyti en þá sögu hef ég ekki lesið. Kannski seinna....
Ég er líka búin að fara í fyrstu beinþéttnimælinguna mína. Hún gekk vel fyrir sig en niðurstöðurnar eru bæði í mínus og plús í grófum dráttum. Hryggjarsúlan og beinin eru í smá mínus en lærleggurinn í þokkalegu ástandi miðað við aldur og fyrri störf eða þannig. Mér skilst að ég eigi svo að mæta í svona mælingu á fimm ára fresti eftirleiðis.
Reyni sem mest að nýta aukatíma í að sauma út þessa mynd. Stúlkan sem hana á að fá fermdist reyndar sl. sunnudag en ég fékk þessa mynd í hendurnar e-n tímann í febrúar og rétt eftir að ég var byrjuð á henni varð ég handlama og missti úr "töluverðan" tíma. Reyndar þarf ég enn að passa mig að sitja ekki of lengi við saumana, þannig að það eru ekki bara tuskuvindingar sem ég þarf að vara varlega í.
Ég verð líka í lokin að segja frá eftirfarandi: Fyrir áramót var Oddur Smári í textíltímum og prjónaði stærðar bolta. Nú er Davíð Steinn byrjaður í þessum tímum og kom með prjónana sína heim fyrir síðustu helgi. Hann átti helst að klára 12 garða. Þetta gekk bara ágætlega hjá honum. Oddi fannst frekar gaman að prjóna og fékk að "hjálpa" bróður sínum og prjóna eina umferð. Þetta framkvæmdu þeir í mesta bróðerni og fékk ég ekki að vita af þessu fyrr en eftir á.
Þeir láta ekki bíða eftir sér dagarnir, það er nokkuð ljóst. Síðast liðin helgi fór að hluta til í afslöppun. Sú slökun fór að nokkur leyti að angra samviskuna en ég var uppgefin og ákvað að láta mest af rútínuverkunum bíða. Amk þau verk sem hægt var að láta bíða.
Eftir hádegi á sunnudag vorum við Davíð boðin í fermingaveislu. Við ræddum það við strákana og ákváðum að þeir væru bara heima á meðan. Aðal vinurinn var kominn í heimsókn til þeirra og var með þeim allan daginn líkt og flesta aðra helgidaga og eftir skóla. Ég er farin að kalla þá þrjá þríburana. Þetta gekk alveg upp og voru þeir ekkert farnir að sakna okkar þegar við komum heim tæpum þremur tímum seinna.
Annars er ég að lesa Saltstorkin bros eftir Hafliða Magnússon. Bókin inniheldur 19 smellnar smásögur sem tengjast og gerast flestar í erlendum höfnum. Flestar sögurnar eru frekar stuttar og halda mér alveg við efnið, skelli jafnvel upp úr oftar en ekki. Þetta ku vera sjálfstætt framhald Togarasögu að nokkru leyti en þá sögu hef ég ekki lesið. Kannski seinna....
Ég er líka búin að fara í fyrstu beinþéttnimælinguna mína. Hún gekk vel fyrir sig en niðurstöðurnar eru bæði í mínus og plús í grófum dráttum. Hryggjarsúlan og beinin eru í smá mínus en lærleggurinn í þokkalegu ástandi miðað við aldur og fyrri störf eða þannig. Mér skilst að ég eigi svo að mæta í svona mælingu á fimm ára fresti eftirleiðis.
Reyni sem mest að nýta aukatíma í að sauma út þessa mynd. Stúlkan sem hana á að fá fermdist reyndar sl. sunnudag en ég fékk þessa mynd í hendurnar e-n tímann í febrúar og rétt eftir að ég var byrjuð á henni varð ég handlama og missti úr "töluverðan" tíma. Reyndar þarf ég enn að passa mig að sitja ekki of lengi við saumana, þannig að það eru ekki bara tuskuvindingar sem ég þarf að vara varlega í.
Ég verð líka í lokin að segja frá eftirfarandi: Fyrir áramót var Oddur Smári í textíltímum og prjónaði stærðar bolta. Nú er Davíð Steinn byrjaður í þessum tímum og kom með prjónana sína heim fyrir síðustu helgi. Hann átti helst að klára 12 garða. Þetta gekk bara ágætlega hjá honum. Oddi fannst frekar gaman að prjóna og fékk að "hjálpa" bróður sínum og prjóna eina umferð. Þetta framkvæmdu þeir í mesta bróðerni og fékk ég ekki að vita af þessu fyrr en eftir á.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)