- Í mútum eða ekki í mútum -
Karatestrákurinn minn heldur þessa dagana að hann sé í mútum. Hann er óvanalega hás og röddin einhvern veginn dýpri en venulega en ég hef ekki heyrt röddina hans verða neitt skræka svo ég hef sagt honum að líklega sé hann bara með vott af hæsi og kvefi. Þar fyrir utan styttist líklega í múturnar hjá tvíburunum. Ég er samt að vona að söngfuglinn fari ekki í mútur fyrr en eftir eitt og hálft ár svo hann geti verið einn vetur enn í drengjakórnum. Sjáum bara hvað setur.
Er á leið í saumaklúbb til "tvíburahálfsystur minnar" og á von á því að þar verði nálarnar mundaðar vel fram eftir kvöldi. Hef hug á því að leggja kapp á að klára fermingamyndirnar, af drengjunum tveimur, sem fyrst. Er langt komin með þær en á örugglega nokkra klukkutíma vinnu eftir enn.
Að venju arkaði ég í vinnuna í morgun en seinni partinn fékk ég far heim. Davíð Steinn var á frjálsíþróttaæfingu og Oddur Smári hafði drifið sig í klippingu og kom ekki heim fyrr en um sex. Ég notaði tækifærið og moppaði og skúraði yfir gólfin í eldhúsinu og stofunni og skúraði einnig dúkinn inni á baði. Þegar Oddur Smári kom heim fékk ég hann til að ryksuga yfir holið.
Var með lifur í kvöldmatinn og var hún borðuð með bestu lyst af öllum fjölskyldumeðlimum.
Er á leið í saumaklúbb til "tvíburahálfsystur minnar" og á von á því að þar verði nálarnar mundaðar vel fram eftir kvöldi. Hef hug á því að leggja kapp á að klára fermingamyndirnar, af drengjunum tveimur, sem fyrst. Er langt komin með þær en á örugglega nokkra klukkutíma vinnu eftir enn.
Að venju arkaði ég í vinnuna í morgun en seinni partinn fékk ég far heim. Davíð Steinn var á frjálsíþróttaæfingu og Oddur Smári hafði drifið sig í klippingu og kom ekki heim fyrr en um sex. Ég notaði tækifærið og moppaði og skúraði yfir gólfin í eldhúsinu og stofunni og skúraði einnig dúkinn inni á baði. Þegar Oddur Smári kom heim fékk ég hann til að ryksuga yfir holið.
Var með lifur í kvöldmatinn og var hún borðuð með bestu lyst af öllum fjölskyldumeðlimum.