29.3.07
27.3.07
"Afi" hafði sett sig samband við mig vegna esperantobóka og möppu og bauð mér í leiðinni að koma með hinn tvíburann til að skoða vinnustaðinn hans. Nú fer hver að verða síðastur til að heimsækja afa í vinnuna, þar sem hann á aðeins eftir að vinna þarna í örfáa daga. Ég var búin snemma og dreif mig með karatestrákinn á fórða tímanum í gær (söngfuglinn var búinn að fara í svona heimsókn). Strákurinn var mjög ánægður með sýningatúrinn og var m.a. svo heppinn að hitta eitt átrúnaðargoð sitt og kasta á það kveðju (nokkuð sem ég hélt að myndi ekki gerast því ég hitti þennan mann í fermingamessunni sl. sunnudag og hafði spurt hann hvort hann yrði á staðnum og fengið neikvætt svar). Við kvöddum afa klukkutíma síðar og var ég þá komin með esperanto-orðabók í möppu, kennslubók í esperanto og fleira í hendurnar. Við mæðgin vorum bæði í sjöunda himni eftir þessa heimsókn!
26.3.07
23.3.07
Já, vá hvað er stutt í páska. Þetta er bara alveg að skella á.
Sat við saumana mína í gærkvöldi. Var að sauma jólakort með mynd af kirkju á. Rosalega flott en líka mjög smátt. Hluti af saumaskapnum er saumaður með hálfu spori og þakið á kirkjunni er bara saumað sem útlínur. Ég byrjaði á þessu korti á þriðjudagskvöldið og klára það líklega næst þegar ég ákveð að sauma það. Ég er nefnilega að sauma "Kossinn" á fullu líka, alveg búin að sauma þrjá dekkstu litina og er með fjórða litinn (af sjö alls). Dekksti liturinn myndar skugga á milli andlitanna og næst dekkstu litirnir mynda skuggana og varirnar í andlitunum svo það er mjög flott að sjá myndina verða til á jafanum þegar hún er saumuð svona.
Farið vel með ykkur og eigið góða helgi!
22.3.07
20.3.07
16.3.07
13.3.07
1000
Jibbí, ég er komin með uppþvottavél aftur, og hún virkar fínt. Þetta er uppþvottavélin sem var á Grettisgötunni þar sem systir mín og hennar fjölskylda bjuggu síðast.
Það var nokkur þeytingur á mér í gær. Sótti kórkexið upp í Hallgrímskirkju. Stoppaði stutt heima og kom Oddur Smári með þegar ég skutlaði bróður hans á upptökuæfingu í Fella- og Hólakirkju. Síðan lá leiðin yfir í Veghúsin þar sem mamma var að passa Bríeti. Afhenti henni fermingamyndina og nú hefur hún tæpar þrjár vikur til að ramma hana inn. Við stoppuðum ekki lengi því Oddur Smári gleymdi sundskýlunni sinni í æfingabúðunum og hann er að fara í sundtíma á morgun svo við komum við í Hagkaup áður en ég skutlaði honum á karateæfingu.
Í gærkvöldi lauk ég við Lukkukettina og merkti mér þá. Skammstöfunin og ártalið kemur samt ekki til með að sjást eftir að ég verð búin að ramma myndirnar inn. Svo byrjaði ég á kossinum, saumaði í kringum jafann og tók miðjuna.
11.3.07
Rétt fyrir níu á laugardagsmorguninn var ég mætt í rope yoga tíma númer 6. Náðum að gera allar tíu kviðæfingarnar og svo sjö æfingar á hvorri hlið. Svo voru góðar teygjur og slökun í restina. Ég kom heim rétt á undan Davíð en hann var að koma frá því að skutla Oddi Smára á rútuna sem fór frá Laugardalshöll með 9-11 ára frjálsíþróttakrökka á leið í æfingabúðir á Laugarvatn. Ég dreif mig í sturtu og skrapp svo til Inger í esperanto tíma. Við notuðum tímann til að skrifa niður (á esperanto auðvitað) hvað við ætlum að borða, drekka og spjalla um á esperanto á kaffihúsi saman fljótlega.
Skrapp í Hagkaup eftir að ég fór frá Inger og keypti m.a. efni í brauðtertuhring. Þegar ég kom heim fann ég manninn steinsofandi ennþá. Hann var að hugsa um að drífa sig á skrifstofuna en mér tókst að fá hann fyrst með mér í heimsókn til Helgu systur og Ingva mágs. Hittum frænku okkar systra og hennar mann þar. Eftir heimsóknina skutlaði Davíð mér heim og fór sjálfur á skrifstofuna. Ég skipti um á hjónarúminu, setti í þvottavél og kláraði að sauma fermingamyndina. Um hálfsex skipti ég um föt og var mætt á veitingahúsið Ítalíu þar sem ég hitti þrjár af fjórum samstarfsstúlkum mínum og yfirmanneskjuna. Fjórða samstarfskonan var veik. Þarna áttum við saman tvær skemmtilega stundir yfir mat. Misjafnt var hvað hver pantaði, ein t.d. pantaði bara aðallrétt og gos og kaffi á eftir. Þrjár af okkur (þar á meðal ég) pöntuðum eina hvítvín saman. Ég var líka ein af þremur sem fékk mér forrétt, aðalrétt og eftirrétt og kaffi á eftir. Það eina sem skyggði á þessa góðu stund (fyrir utan að það vantaði eina í hópinn) var að þegar við vorum að borða eftirréttin var klukkan alveg að verða átta og það kom þjónn til okkar og sagði að borðið væri pantað klukkan átta. Sú yngsta í hópnum safnaði okkur saman í bílinn sinn og gerðist leigubílstjóri.
Eftir að ég kom heim bjó ég til brauðtertuhringinn og horfði svo á sjónvarpið fram eftir kvöldi.
Davíð var búinn að lofa að hjálpa til á karatemóti í morgun og átti að vera mættur í Kópavoginn um ellefu. Fyrst skutlaði hann mér samt að ná í Fíatinn sem var enn á Laugaveginum frá því í gærkvöldi. Ég var mætt á kóræfingu um tólf með brauðtertuna með mér því í dag var svokölluð Bjargar-messa og þá selur kvenfélag óháða safnaðarins meðlæti með kaffinu (flestir kórfélagar og kvenfélagskonur leggja eitthvað til veislunnar). Mamma og Davíð Steinn komu við að sækja húslyklana hans um eittleytið. Stráksi vildi frekar fara heim og vera einn þar heldur en að vera í messunni. Ég kom heim um þrjú (sleppti alveg kirkjukaffinu) og Davíð og Oddur Smári rúmum hálftíma síðar.
Núna eru nafnarnir að hjálpast að við að gera enskuverkefni. Mig langar að drífa í að ljúka við að sauma lukkukettina svo ég geti byrjað á nýju saumaverkefni fljótlega. Á nóg af ósaumuðum myndum eins og fram hefur komið áður.
Að lokum langar mig að geta þess að næsta færsla verður tímamótafærsla því hún verður númer 1000. Þessi færsla er semsagt númer 999!
8.3.07
Við vorum öll mætt í hátíðarsal Hlíðaskóla um fimm í gær. Davíð Steinn og allir hinir í bekknum hans vorum um það bil að fara að sýna okkur nokkra dansa sem þau voru búin að læra. Oddur Smári ákvað að sleppa karateæfingu og koma með. Dansararnir byrjuðu á að sýna okkur tvo línudansa. Næst voru strákarnir beðnir um að bjóða dömunum upp í rúmbu. Þegar allir strákarnir voru komnir með dansfélaga voru þrjár stakar stúlkur eftir. Danskennarinn vissi af Oddi í salnum og spurði hvort hann væri tilbúinn að hjálpa þeim. Og hvort hann var. Hann hjálpaði til í rúmbunni og einnig í næsta dansi sem var cha, cha, cha. Að lokum dönsuðu krakkarnir dans ársins og körfuboltadansinn (sá dans var bónus fyrir hvað þau höfðu staðið sig vel á haustönninni). Á eftir sýningunni fengu allir sér af hlaðborðinu en allir höfðu lagt eitthvað í púkk.
Annars var ég í fimmta rope yoga tímanum í morgun. Það er mjög gott að byrja daginn á þessum æfingum. Vellíðanin er gífurleg og ég get svo svarið það að maður er brosandi allan daginn.
7.3.07
5.3.07
4.3.07
Ungt par er búið að kaupa risíbúðina og er að koma sér fyrir. Í dag bankaði smiður upp á og vildi fá að skoða smá verksummerki eftir sig. Um var að ræða smá gat niður úr loftinu í herbergi tvíburanna. Hann lofaði að spasla í þetta og mála yfir svæðið við tækifæri.
Ég fór í Laugardalshöll og sá Valsara vinna Akureyri í handbolta karla í dag. Hitti tvær frænkur mínar á leiknum sem fór 32:28 fyrir mína menn. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á fimmtu mínútu og það voru norðanmenn sem skorðuðu það. Þeir komust í 2:0 en svo skoruðu Valsmenn 7 mörk í röð og eftir það var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn myndi fara.
3.3.07
Fermingamyndin er langt komin. Nú á ég aðeins eftir að ljúka við að sauma blómin, kyrtilinn, nafn fermingarbarnsins og fermingardaginn. Og þá verður það líklega bara "Ugla sat á kvisti... Að vísu á ég eftir að klára annan lukkuköttinn (þennan sem er að fylgjast með fiðrildunum) og ramma myndirnar inn. Einnig á ég hálfsaumað jólakort.
Rétt fyrir sex skutlaði ég Oddi Smára á aukaæfingu með sensei Poh Lim (í svokallaðar æfingabúðir). Ég skrapp og setti bensín á Fíatinn en fór svo og fylgdist aðeins með æfingunni. Ég var líka með saumana mína og bók (nema hvað) og saumaði og las á meðan ég beið.
Í morgun dreif ég mig á fætur rétt upp úr átta til að vera vel vöknuð á laugardags rope yoga æfingunni sem hófst rétt fyrir níu. Æfingin var mjög góð. Sumir voru að koma í fyrsta skipti og að þessu sinni var kennarinn með konu til aðstoðar sem kemur til með að vera með laugardagsæfingarnar. Ég finn enn fyrir töluverðum harðsperrum í kviðnum en það er víst bara gott. Guðni sagði að "ég væri með fullan kvið af ánægju".
Davíð ætlar að fara með Oddi Smára í karateæfingabúðir dagsins sem eru á sama tíma og laugardagsæfingarnar hjá stráknum. Þetta er síðasti tíminn sem sensei Poh Lim kennir. Og seinni partinn í dag verður Davíð Steinn sóttur ásamt fjórum öðrum drengjum úr drengjakórnum og farið verður af stað út í óvissuna.
Farið vel með ykkur.