- Slen -
Kom við í Fiskbúð Hafliða, Föndurkofanum og í Tónabúðinni. Á síðast nefnda staðnum keypti ég blokkflautur handa tvíburunum. Ég var búin að lofa þeim þessu ef þeir væru duglegir að drífa heimalestur og lærdóm af og vönduðu sig við það. Þeir hafa fullan hug á því að læra á blokkflautur og nú get ég nýtt mér það að hafa lært á þetta hljóðfæri og kennt þeim sjálf til að byrja með og til að sjá hvort þetta er raunverulegur áhugi eða bara bóla.
Þótt þeir kunni ekkert á flauturnar ennþá eru þeir samt farnir að skipuleggja tónleikaferðalög framtíðarinnar. Og það er ekki bara verið að hugsa um föðurlandið heldur nefndu þeir Frakkland, Írland, Danmörk og Írak m.a. til sögunnar. Oddur ákvað reyndar að hann sjálfur myndi spila á flautuna en að Davíð Steinn ætti að læra á orgelið og spila á það. Það verður spennandi að sjá hvernig þessir hlutir þróast...
Annars lagði hálsbólgan mig í rúmið og svaf ég hreinlega af mér allan gærdaginn. Ég var ekki með hita en samkvæmt staðli föður míns lærði ég að maður er ekki veikur nema að maður hafi hita. Og ef maður var smeikur um að maður væri með hita þá mældi maður sig ekki.... En sem sagt þrátt fyrir hitaleysi tók líkaminn af mér ráðin og líklega er best að hlusta á hann.
31.10.03
30.10.03
- Ýmislegt -
Rak nokkur nauðsynleg efni í hádeginu í gær. M.a. fór ég í Hans Petersen til að láta fjölfalda ákveðna mynd. Einnig kom ég við í Lyfju og keypti glas af ólífulaufi. Ég reyni öll ráð til þess að "flensan" (eða hvað þetta nú er sem er að pirra mig í hálsinum) leggi mig ekki í rúmið.
Um fjögur var ég svo ljónheppin að fá skutl alla leið í Valsheimilið þar sem strákarnir voru að ljúka æfingu. Við mæðginin röltum heim og þar byrjuðu strákarnir á því að læra. Systir mín, mágur og systurdóttir voru öll lasin svo það var enginn svona sameiginleg stórmáltíð. Slapp létt frá kvöldverðinum og notaði einn skammt af fiskibollufjallinu.
Davíð kom heim rétt rúmlega átta, alveg tímanlega til að lesa fyrir strákana. Þeir voru orðnir vel þreyttir og það hefði alveg dugað að lesa 10-15 mínútur en við erum að lesa úr bók með köflum úr mörgum þekktum sögum e. Astrid Lindgren og kaflinn sem Davíð las í gærkvöldi var svo spennandi að hann gat ekki hætt að lesa fyrr en hann var búinn. Þá var hann búinn að lesa í góðan hálftíma og strákarnir eiginlega komnir yfir þreytustigið og sofnuðu ekki alveg strax. En svona er þetta nú bara stundum, hmm!
Rak nokkur nauðsynleg efni í hádeginu í gær. M.a. fór ég í Hans Petersen til að láta fjölfalda ákveðna mynd. Einnig kom ég við í Lyfju og keypti glas af ólífulaufi. Ég reyni öll ráð til þess að "flensan" (eða hvað þetta nú er sem er að pirra mig í hálsinum) leggi mig ekki í rúmið.
Um fjögur var ég svo ljónheppin að fá skutl alla leið í Valsheimilið þar sem strákarnir voru að ljúka æfingu. Við mæðginin röltum heim og þar byrjuðu strákarnir á því að læra. Systir mín, mágur og systurdóttir voru öll lasin svo það var enginn svona sameiginleg stórmáltíð. Slapp létt frá kvöldverðinum og notaði einn skammt af fiskibollufjallinu.
Davíð kom heim rétt rúmlega átta, alveg tímanlega til að lesa fyrir strákana. Þeir voru orðnir vel þreyttir og það hefði alveg dugað að lesa 10-15 mínútur en við erum að lesa úr bók með köflum úr mörgum þekktum sögum e. Astrid Lindgren og kaflinn sem Davíð las í gærkvöldi var svo spennandi að hann gat ekki hætt að lesa fyrr en hann var búinn. Þá var hann búinn að lesa í góðan hálftíma og strákarnir eiginlega komnir yfir þreytustigið og sofnuðu ekki alveg strax. En svona er þetta nú bara stundum, hmm!
29.10.03
- Jóla-korta-merkimiða-gerð -
Þar sem kvöldfyrirætlanir Davíðs byggðust á tímafreka leiknum skammaðist ég mín ekkert þótt ég drifi mig út úr húsi fyrir átta og færi að framleiða jólakort og merkimiða með "tvíburahálfsystur" minni. Þetta var að sjálfsögðu hans afmælisdagur og hann mátti alveg leika sér fyrir mér. Ég er nefnilega dottin í kortagerðina. Ég náði að gera 14 merkimiða og 6 kort og þau eru farin að líta betur út hjá mér. (Get hætt að láta sem strákarnir hafi gert þau. Að vísu er ég viss um að þeirra kort verða/væru flottari en fyrstu kortin mín...). Kvöldið leið alltof hratt og vorum við vinkonur sammála um að við þyrftum að endurtaka þetta aftur fljótlega.
Þar sem kvöldfyrirætlanir Davíðs byggðust á tímafreka leiknum skammaðist ég mín ekkert þótt ég drifi mig út úr húsi fyrir átta og færi að framleiða jólakort og merkimiða með "tvíburahálfsystur" minni. Þetta var að sjálfsögðu hans afmælisdagur og hann mátti alveg leika sér fyrir mér. Ég er nefnilega dottin í kortagerðina. Ég náði að gera 14 merkimiða og 6 kort og þau eru farin að líta betur út hjá mér. (Get hætt að láta sem strákarnir hafi gert þau. Að vísu er ég viss um að þeirra kort verða/væru flottari en fyrstu kortin mín...). Kvöldið leið alltof hratt og vorum við vinkonur sammála um að við þyrftum að endurtaka þetta aftur fljótlega.
28.10.03
- Afmælisbörn -
Davíð er 35 ára í dag og nafna mín og tilvonandi svilkona á líka afmæli í dag. Til hamingju með daginn bæði tvö. Svo veit ég að Steinn Ármann, leikari, á líka afmæli þennan dag...
Davíð er 35 ára í dag og nafna mín og tilvonandi svilkona á líka afmæli í dag. Til hamingju með daginn bæði tvö. Svo veit ég að Steinn Ármann, leikari, á líka afmæli þennan dag...
27.10.03
Sunnudagurinn var ansi ásetinn líka. Strákarnir vöknuðu fyrir átta, aðeins of snemma fyrir minn smekk. Ég var búin að ræða við þá um að sleppa því að kveikja á sjónvarpinu þannig að eftir morgunmat gafst Davíð Steini tími til að ljúka við aukalesturinn fyrir skólann. Rúmlega tíu skutlaði ég þeim upp í Hallgrímskirkju þar sem þeir fóru beint upp á orgelloft að hitta kórstjórann, Helgu Vilborgu, og hina krakkana og til að klæða sig í kórkirtlana. Við Davíð mættum svo til messu um ellefu. Mamma og Hulda frænka voru þegar mættar og sestar alveg fremst. Hulda hljóp á móti mér og sagði mér svo frá því að hún hefði gubbað svona öööh á sængina sína um nóttina. Svo hitti sú stutta bestu vinkonu sína úr leikskólanum og þegar módettukórinn var að syngja sálmana dönsuðu þær skvísur á ganginum. Rétt fyrir prédikun stillti barnakórinn sér upp í kirkjutröppunum við altarið og söng fyrir og með okkur kirkjugestum. Davíð Steinn var svolítið feiminn í byrjun en það var virkilega gaman að hlusta á og sjá þessa krakka sem eru frá 6 og upp í 11-12 ára, og mikið af nýliðum. Þau stóðu sig mjög vel
Strax eftir messu drifum við okkur heim og fengum okkur hádegishressingu áður en við skutluðum drengjunum á fótboltaæfingu. Á meðan þeir voru í boltanum gerðum við viku-innkaupin. Ég náði svo að ryksuga yfir flest gólfin á meðan Davíð náði í strákana. Um það leyti var síðdegis-hressing og svo drifum við okkur öll í Laugardalinn í sund. Þar steig ég á vigt en það hef ég ekki gert síðan við fórum síðast í sund fyrir allmörgum vikum síðan. Vigtin sagði mér að breytt mataræði (og aukin göngu-hreyfing) er að skila sér mjög vel. Mér finnst reyndar hlutirnir hafa gerst heldur hratt en það er ánægjulegt að komast í skvísu-fötin sín aftur...
Davíð sá um kvöldmatinn í gær. Ég aðstoðaði strákana við að klára heimnámið. Skrifa þurfti um skólabangsann Tóta en hann var í heimsókn hjá Davíð Steini síðan á fimmtudag og lenti hann í heilmiklum ævintýrum.
Strákarnir voru komnir í kojur um átta. Davíð las fyrir þá um skammarstrik Emils í Kattholti en ég fór á videoleiguna og leigði: Two Weeks Notice með Hugh Grant og Söndru Bullock
Strax eftir messu drifum við okkur heim og fengum okkur hádegishressingu áður en við skutluðum drengjunum á fótboltaæfingu. Á meðan þeir voru í boltanum gerðum við viku-innkaupin. Ég náði svo að ryksuga yfir flest gólfin á meðan Davíð náði í strákana. Um það leyti var síðdegis-hressing og svo drifum við okkur öll í Laugardalinn í sund. Þar steig ég á vigt en það hef ég ekki gert síðan við fórum síðast í sund fyrir allmörgum vikum síðan. Vigtin sagði mér að breytt mataræði (og aukin göngu-hreyfing) er að skila sér mjög vel. Mér finnst reyndar hlutirnir hafa gerst heldur hratt en það er ánægjulegt að komast í skvísu-fötin sín aftur...
Davíð sá um kvöldmatinn í gær. Ég aðstoðaði strákana við að klára heimnámið. Skrifa þurfti um skólabangsann Tóta en hann var í heimsókn hjá Davíð Steini síðan á fimmtudag og lenti hann í heilmiklum ævintýrum.
Strákarnir voru komnir í kojur um átta. Davíð las fyrir þá um skammarstrik Emils í Kattholti en ég fór á videoleiguna og leigði: Two Weeks Notice með Hugh Grant og Söndru Bullock
- Helgaruppgjör -
Það er alveg ótrúlega margt sem gerðist í kringum mig um helgina og ég þarf helst að segja frá því öllu. Það er bara spurning um tíma og hraðvirka fingur hjá mér, aðallega tíma þó!. Ég þarf að segja frá ráðstefnunni um einelti sem ég sótti á laugardaginn, opnunina á afmælissýningu; Meistari Jakob í Norræna húsinu sem norsk vinkona mín bauð mér með sér á, kirkjuferðina í gær en barnakórinn söng tvö lög fyrir prédikun úr þvi þeirra þáttur féll niður helginni áður og svo auðvitað líka frá skondnum uppákomum í kringum tvíburana og systurdóttur mína svo eitthvað sér nefnt. Skyldi ég komast yfir þetta allt?
En áður en ég byrja að tjá mig verð ég endilega að geta þess að Freyr frændi minn á afmæli í dag!
Eftir að strákarnir voru komnir í koju og sofnaðir á föstudagskvöldið (eftir Disneymyndina) dreif ég í að skúra tvö gólf því ég var óviss um hvenær og hversu mikinn tíma ég fengi í að hreingera hjá mér um helgina og taka til.
Rétt fyrir klukkan tíu á laugardagsmorguninn skutlaði Davíð mér upp að Lögbergi við Háskólann. Þar var ég næstu klukkutímana á Ráðstefnu um einelti sem stofnendur Eineltissamtakanna Margrét Birna Auðunsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir. Þetta var lofsvert og þarft framtak því þarna var svo sannarlega mörgum hliðum velt upp á málinu! Þrettán mælendur voru á dagskrá (fimmtán tóku til máls, 16 reyndar með fundarstjóranum) og var Jón Gnarr fundarstjóri. Hver og einn fékk aðeins um 15 mínútur (það var heldur knappur tími en gekk samt þokkalega upp) til tjá sig en síðasta klukkutímann voru pallborðsumræður. Mér fannst margt athyglisvert koma fram og var og eitt af því langbesta þegar önnur af stúlkunum sem voru með Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur endaði sína stuttu reynslusögu á því að segja: "- Guð, skapaði mig og ég veit að hann var að vanda sig!" Það væri alltof langt mál að telja upp allt það sem ég upplifði á þessari ráðstefnu vil bara óska stelpunum til hamingju með hana og lýsa yfir ánægju minni yfir að hafa drifið mig og verið allan tímann. Mér fannst þetta síður en svo nein tímasóun.
En ég var boðin með á opnunar- og afmælissýningu í Norræna húsinu strax klukkan fjögur (og rauk út áður en pallborðsumræðunum var formlega slitið). Hitti Inger fyrir utan og eftir að setning sýningarinnar var afstaðinn gáfum við okkur klukkutíma til að skoða verk 13 listamanna (flest eftir kvenfólk) eins og hægt var fyrir fólki. Ég er helst á því að ég verði að kíkja þangað aftur þegar færra verður áður en lokadagurinn 16. nóv. rennur upp. Eftir sýningu löbbuðum við Inger samferða í norðurmýrina. Ég hélt svo áfram heim til Helgu en þegar ég sá engann bílinn fyrir utan og komst að því að systir mín var lasin og Ingvi var með krakkana í bíó snéri ég við og var komin heim stuttu áður en Ingvi skilaði strákunum.
Tvíburarnir voru semsagt með systur minni og fjölskyldu frá því á þriðja tímanum á laugardag og til klukkan sex. Oddur Smári fékk að fara með Huldu og Ingva í ballet. Það var búið að segja Oddi að hann fengi kannski ekki að sjá mikið því hurðinn inn í salinn er oftast lokuð. Þegar þau mættu á staðinn spurði snáðinn Ingva hver kennarinn hennar Huldu væri og fór svo aleinn og sjálfur beint til kennarans og spurði hvort hann mætti vera inni í salnum og horfa á trítlurnar í balletinum. Hann fékk leyfið!
Þetta er orðin það löng romsa að ég er að hugsa um að bíða aðeins með að gera sunnudaginn upp! En bara aðeins...
Það er alveg ótrúlega margt sem gerðist í kringum mig um helgina og ég þarf helst að segja frá því öllu. Það er bara spurning um tíma og hraðvirka fingur hjá mér, aðallega tíma þó!. Ég þarf að segja frá ráðstefnunni um einelti sem ég sótti á laugardaginn, opnunina á afmælissýningu; Meistari Jakob í Norræna húsinu sem norsk vinkona mín bauð mér með sér á, kirkjuferðina í gær en barnakórinn söng tvö lög fyrir prédikun úr þvi þeirra þáttur féll niður helginni áður og svo auðvitað líka frá skondnum uppákomum í kringum tvíburana og systurdóttur mína svo eitthvað sér nefnt. Skyldi ég komast yfir þetta allt?
En áður en ég byrja að tjá mig verð ég endilega að geta þess að Freyr frændi minn á afmæli í dag!
Eftir að strákarnir voru komnir í koju og sofnaðir á föstudagskvöldið (eftir Disneymyndina) dreif ég í að skúra tvö gólf því ég var óviss um hvenær og hversu mikinn tíma ég fengi í að hreingera hjá mér um helgina og taka til.
Rétt fyrir klukkan tíu á laugardagsmorguninn skutlaði Davíð mér upp að Lögbergi við Háskólann. Þar var ég næstu klukkutímana á Ráðstefnu um einelti sem stofnendur Eineltissamtakanna Margrét Birna Auðunsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir. Þetta var lofsvert og þarft framtak því þarna var svo sannarlega mörgum hliðum velt upp á málinu! Þrettán mælendur voru á dagskrá (fimmtán tóku til máls, 16 reyndar með fundarstjóranum) og var Jón Gnarr fundarstjóri. Hver og einn fékk aðeins um 15 mínútur (það var heldur knappur tími en gekk samt þokkalega upp) til tjá sig en síðasta klukkutímann voru pallborðsumræður. Mér fannst margt athyglisvert koma fram og var og eitt af því langbesta þegar önnur af stúlkunum sem voru með Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur endaði sína stuttu reynslusögu á því að segja: "- Guð, skapaði mig og ég veit að hann var að vanda sig!" Það væri alltof langt mál að telja upp allt það sem ég upplifði á þessari ráðstefnu vil bara óska stelpunum til hamingju með hana og lýsa yfir ánægju minni yfir að hafa drifið mig og verið allan tímann. Mér fannst þetta síður en svo nein tímasóun.
En ég var boðin með á opnunar- og afmælissýningu í Norræna húsinu strax klukkan fjögur (og rauk út áður en pallborðsumræðunum var formlega slitið). Hitti Inger fyrir utan og eftir að setning sýningarinnar var afstaðinn gáfum við okkur klukkutíma til að skoða verk 13 listamanna (flest eftir kvenfólk) eins og hægt var fyrir fólki. Ég er helst á því að ég verði að kíkja þangað aftur þegar færra verður áður en lokadagurinn 16. nóv. rennur upp. Eftir sýningu löbbuðum við Inger samferða í norðurmýrina. Ég hélt svo áfram heim til Helgu en þegar ég sá engann bílinn fyrir utan og komst að því að systir mín var lasin og Ingvi var með krakkana í bíó snéri ég við og var komin heim stuttu áður en Ingvi skilaði strákunum.
Tvíburarnir voru semsagt með systur minni og fjölskyldu frá því á þriðja tímanum á laugardag og til klukkan sex. Oddur Smári fékk að fara með Huldu og Ingva í ballet. Það var búið að segja Oddi að hann fengi kannski ekki að sjá mikið því hurðinn inn í salinn er oftast lokuð. Þegar þau mættu á staðinn spurði snáðinn Ingva hver kennarinn hennar Huldu væri og fór svo aleinn og sjálfur beint til kennarans og spurði hvort hann mætti vera inni í salnum og horfa á trítlurnar í balletinum. Hann fékk leyfið!
Þetta er orðin það löng romsa að ég er að hugsa um að bíða aðeins með að gera sunnudaginn upp! En bara aðeins...
24.10.03
- Vikan að líða undir lok -
Lífið streymir áfram eins og vatnsmikil á.
Við frænkurnar komum á Grettisgötuna rétt á undan tvíburunum í gær. Krakkarnir fengu að vera úti að leika sér. Mamma skutlaðist rétt seinna með Kolfinnu til að að lyfta henni aðeins upp. Hún var dugleg að vera úti með Huldu og sendist svo tvær ferðir út í búð eftir spes kokteilsósu hana Huldu.
Eftir að fegðgarnir komu heim dreif ég mig á bókasafnið. Já, það eru liðnir þessir þrjátíu dagar sem ég hafði til að lesa bókafjallið sem ég tók með mér síðast. Af þeim ellefu bókum skyldi ég fjórar eftir heima sem ég á enn eftir að lesa en það kom ekki í veg fyrir að ég kæmi með fleiri bækur heim af safninu, ó nei! Einnig tók ég slatta af bókum fyrir strákana, aðallega eftir Sigrúnu Eldjárn, þær eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og nýtast vel í aukalesturinn fyrir skólann.
Lífið streymir áfram eins og vatnsmikil á.
Við frænkurnar komum á Grettisgötuna rétt á undan tvíburunum í gær. Krakkarnir fengu að vera úti að leika sér. Mamma skutlaðist rétt seinna með Kolfinnu til að að lyfta henni aðeins upp. Hún var dugleg að vera úti með Huldu og sendist svo tvær ferðir út í búð eftir spes kokteilsósu hana Huldu.
Eftir að fegðgarnir komu heim dreif ég mig á bókasafnið. Já, það eru liðnir þessir þrjátíu dagar sem ég hafði til að lesa bókafjallið sem ég tók með mér síðast. Af þeim ellefu bókum skyldi ég fjórar eftir heima sem ég á enn eftir að lesa en það kom ekki í veg fyrir að ég kæmi með fleiri bækur heim af safninu, ó nei! Einnig tók ég slatta af bókum fyrir strákana, aðallega eftir Sigrúnu Eldjárn, þær eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og nýtast vel í aukalesturinn fyrir skólann.
23.10.03
- Engar holur -
Átti tíma hjá tannlækninum klukkan ellefu í morgun. Var mætt á slaginu og komst beint í stólinn. Tannlæknirinn sagði eitthvað sem mér heyrðist vera: -"Þú ert svona ást-manneskja!" og ég kváði. "- Já, þú kemur bara einu sinni á ári..." Ég þreif örugglega eyrun í morgun he, he. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti ekkert að gera nema að hreinsa smá tannstein og hann kvaddi með með þessum orðum: "- Sjáumst á sama tíma að ári"
Föðurbróðir minn er 83 í dag. Ég hringdi í hann í morgun og lét hann vel að sér. Ég sagðist mundu svo hugsa til hans n.k. laugardag, fyrsta vetrardag, en Steini frændi er fæddur fyrsta vetrardag árið 1920 og finnst auðvitað að hann eigi afmæli þann dag. Þannig að hann á oft afmæli tvisvar á ári...
Átti tíma hjá tannlækninum klukkan ellefu í morgun. Var mætt á slaginu og komst beint í stólinn. Tannlæknirinn sagði eitthvað sem mér heyrðist vera: -"Þú ert svona ást-manneskja!" og ég kváði. "- Já, þú kemur bara einu sinni á ári..." Ég þreif örugglega eyrun í morgun he, he. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti ekkert að gera nema að hreinsa smá tannstein og hann kvaddi með með þessum orðum: "- Sjáumst á sama tíma að ári"
Föðurbróðir minn er 83 í dag. Ég hringdi í hann í morgun og lét hann vel að sér. Ég sagðist mundu svo hugsa til hans n.k. laugardag, fyrsta vetrardag, en Steini frændi er fæddur fyrsta vetrardag árið 1920 og finnst auðvitað að hann eigi afmæli þann dag. Þannig að hann á oft afmæli tvisvar á ári...
- Saumaklúbbur -
"Tvíburahálfsystir" mín var búin að boða okkur í sauma-kortaklúbb í gærkvöldi. Þemað var jólakortagerð en að sjálfsögðu var okkur frjálst að koma með saumið, prjónið eða aðra handavinnu með okkur. Við erum það fáar í klúbbnum að það er allt reynt til þess að finna tíma sem hentar örugglega öllum. Bidda varð samferða mér og þegar við mættum á staðinn var orðið ljóst að það yrði bara 75% mæting, enda var rætt um það á fundinum hvort menn yrðu ekki að stunda klúbbinn til að fá að vera í honum. En aðallega var þó rætt um ráðstefnuna n.k. laugardag sem þær stöllur Bidda og Stína standa fyrir. Kvöldið var allavega mjög fljótt að líða. Ég prófaði bæði kortagerðina, (þrælskemmtilegt alveg) og saumaði aðeins í haust-myndinni enda vetur á næsta leyti og eins gott að fara að klára þetta stykki. Klukkan var orðin hálfeitt er ég kom heim til mín og þar fann ég manninn minn í tímafreka leiknum, nema hvað. Það er jú um að gera að nota tækifærið.
Annars var ég með matinn fyrr um kvöldið. Ingvi sá um að sækja dóttur sína og komu þau stuttu á eftir mér. Tvíburarnir voru á fótboltaæfingu og sá Helga um að sækja þá fyrir mig. Þegar ég kom heim sá ég mér leik á borði að nýta nú veðrið og dreif í að taka utan af sængum strákanna og viðra. Var svo að hugsa að næst þegar ég hefði tíma til að henda okkar sængum út væri örugglega ekkert veður til þess....
"Tvíburahálfsystir" mín var búin að boða okkur í sauma-kortaklúbb í gærkvöldi. Þemað var jólakortagerð en að sjálfsögðu var okkur frjálst að koma með saumið, prjónið eða aðra handavinnu með okkur. Við erum það fáar í klúbbnum að það er allt reynt til þess að finna tíma sem hentar örugglega öllum. Bidda varð samferða mér og þegar við mættum á staðinn var orðið ljóst að það yrði bara 75% mæting, enda var rætt um það á fundinum hvort menn yrðu ekki að stunda klúbbinn til að fá að vera í honum. En aðallega var þó rætt um ráðstefnuna n.k. laugardag sem þær stöllur Bidda og Stína standa fyrir. Kvöldið var allavega mjög fljótt að líða. Ég prófaði bæði kortagerðina, (þrælskemmtilegt alveg) og saumaði aðeins í haust-myndinni enda vetur á næsta leyti og eins gott að fara að klára þetta stykki. Klukkan var orðin hálfeitt er ég kom heim til mín og þar fann ég manninn minn í tímafreka leiknum, nema hvað. Það er jú um að gera að nota tækifærið.
Annars var ég með matinn fyrr um kvöldið. Ingvi sá um að sækja dóttur sína og komu þau stuttu á eftir mér. Tvíburarnir voru á fótboltaæfingu og sá Helga um að sækja þá fyrir mig. Þegar ég kom heim sá ég mér leik á borði að nýta nú veðrið og dreif í að taka utan af sængum strákanna og viðra. Var svo að hugsa að næst þegar ég hefði tíma til að henda okkar sængum út væri örugglega ekkert veður til þess....
22.10.03
- Hjá augnlækni - (...en fyrst þetta...)
Hulda var svo þreytt þegar ég sótti hana í gær að það var bara allt ómögulegt. Oddur Smári og Davíð Steinn voru komnir af kóræfingu á undan okkur frænkum og hleypti Ingvi þeim inn. Sú stutta ákvað að hátta sig og þegar Helga kom heim um fimm var dóttir hennar einmitt að labba niður stigann á náttkjólnum með duluna sína í annarri hendi.
Í morgun átti ég tíma hjá augnlækni, aðallega til að athuga með þykkildið á augnlokinu, en þar sem ég hef ekki farið til augnlæknis í meira ein tíu ár lét ég nú athuga sjónina og gleraugun í leiðinni. Sjónin hefur eiginlega staðið í stað en ég er kominn með smá sjónskekkju á því auga sem þykkildið er hvort sem það er vegna þess að það er þarna og er að stækka eða útaf einhverju öðru veit ég ekki. Augnlæknirinn sagði að þau hefðu augnlokasérfræðing á sínum snærum og sagðist vísa mínu máli til hans. Klukkutíma síðar var haft samband við mig og mér úthlutaður tími hjá þessum sérfræðingi. Þetta kallar maður skjót viðbrögð og góða þjónustu
Hulda var svo þreytt þegar ég sótti hana í gær að það var bara allt ómögulegt. Oddur Smári og Davíð Steinn voru komnir af kóræfingu á undan okkur frænkum og hleypti Ingvi þeim inn. Sú stutta ákvað að hátta sig og þegar Helga kom heim um fimm var dóttir hennar einmitt að labba niður stigann á náttkjólnum með duluna sína í annarri hendi.
Í morgun átti ég tíma hjá augnlækni, aðallega til að athuga með þykkildið á augnlokinu, en þar sem ég hef ekki farið til augnlæknis í meira ein tíu ár lét ég nú athuga sjónina og gleraugun í leiðinni. Sjónin hefur eiginlega staðið í stað en ég er kominn með smá sjónskekkju á því auga sem þykkildið er hvort sem það er vegna þess að það er þarna og er að stækka eða útaf einhverju öðru veit ég ekki. Augnlæknirinn sagði að þau hefðu augnlokasérfræðing á sínum snærum og sagðist vísa mínu máli til hans. Klukkutíma síðar var haft samband við mig og mér úthlutaður tími hjá þessum sérfræðingi. Þetta kallar maður skjót viðbrögð og góða þjónustu
21.10.03
- Húfubjörgunarleiðangur, kjötbollugerð og fleira -
Þegar við Hulda vorum að fara úr leikskólanum hennar í gær mundi hún eftir því að húfunni hennar hafði verið hent útfyrir. Húfan hafði lent á grindverki sem var þvert á grindverkið utan um garðinn og Það var ekki nóg að klifra upp á grindverkið innanfrá og teygja sig. Ég þurfti að fara útfyrir, inní næsta garð og þaðan inn í annan bakgarð og klifra yfir allskonar dótarí áður en ég náði taki á húfunni og gat kippt henni til mín. Sú stutta var mjög glöð og var ég greinilega mikil hetja í hennar augum.
Við frænkurnar komum svo við heima hjá henni og sóttum kerruna hennar. Ingvi er í fríi og hann labbaði með okkur yfir til mín. Við vorum komin rétt á undan Helgu og tvíburunum. Ég átti um 800 gr. af blönduðu svínahakki inni í ísskáp og var ákveðin í að nota það í kjötbollur og dreif mig strax í að undirbúa það.
Davíð hafði sagt við mig um morguninn að hann ætti tíma í ræktinni um hálfsjö og kæmi örugglega ekki heim fyrr en eftir ræktina. Svo birtist maðurinn minn heima rétt um fimm, óvænt ánægja það! Þeir svilar sátu í eldhúsinu, röbbuðu og drukku kaffi á meðan ég var að steikja bollurnar, krakkarnir voru að leika sér (strákarnir voru búnir að lesa fyrir mig heimalesturinn á meðan ég var að útbúa kjötbolluefnið) og Helga fékk frið til að kíkja á netið.
Kjötbollurnar voru borðaðar vel. Náði að búa til 27 stykki bollur og það voru fimm í afgang þegar við vorum öll sjö búin að borða. Davíð borðaði ekki fyrr en hann var búinn að fara í ræktina.
Seint um kvöldið var ég að snúast í þvottahúsinu þegar er mjálmað mjög ámátlega fyrir utan gluggann. Þarna var komin gula kisan sem nokkrum sinnum hefur náð að lauma sér inn um baðherbergisgluggann hjá okkur og eitt sinn komst hún óséð inn um útidyrnar og var búin að vera góða stund í felum undir hjónarúmi áður en við vissum af henni. Mjálmið skar í eyrun, en þessi kisa á heima í næsta húsi held ég og hefur ekki gott af því að koma sér upp tveimur heimilum...
Þegar við Hulda vorum að fara úr leikskólanum hennar í gær mundi hún eftir því að húfunni hennar hafði verið hent útfyrir. Húfan hafði lent á grindverki sem var þvert á grindverkið utan um garðinn og Það var ekki nóg að klifra upp á grindverkið innanfrá og teygja sig. Ég þurfti að fara útfyrir, inní næsta garð og þaðan inn í annan bakgarð og klifra yfir allskonar dótarí áður en ég náði taki á húfunni og gat kippt henni til mín. Sú stutta var mjög glöð og var ég greinilega mikil hetja í hennar augum.
Við frænkurnar komum svo við heima hjá henni og sóttum kerruna hennar. Ingvi er í fríi og hann labbaði með okkur yfir til mín. Við vorum komin rétt á undan Helgu og tvíburunum. Ég átti um 800 gr. af blönduðu svínahakki inni í ísskáp og var ákveðin í að nota það í kjötbollur og dreif mig strax í að undirbúa það.
Davíð hafði sagt við mig um morguninn að hann ætti tíma í ræktinni um hálfsjö og kæmi örugglega ekki heim fyrr en eftir ræktina. Svo birtist maðurinn minn heima rétt um fimm, óvænt ánægja það! Þeir svilar sátu í eldhúsinu, röbbuðu og drukku kaffi á meðan ég var að steikja bollurnar, krakkarnir voru að leika sér (strákarnir voru búnir að lesa fyrir mig heimalesturinn á meðan ég var að útbúa kjötbolluefnið) og Helga fékk frið til að kíkja á netið.
Kjötbollurnar voru borðaðar vel. Náði að búa til 27 stykki bollur og það voru fimm í afgang þegar við vorum öll sjö búin að borða. Davíð borðaði ekki fyrr en hann var búinn að fara í ræktina.
Seint um kvöldið var ég að snúast í þvottahúsinu þegar er mjálmað mjög ámátlega fyrir utan gluggann. Þarna var komin gula kisan sem nokkrum sinnum hefur náð að lauma sér inn um baðherbergisgluggann hjá okkur og eitt sinn komst hún óséð inn um útidyrnar og var búin að vera góða stund í felum undir hjónarúmi áður en við vissum af henni. Mjálmið skar í eyrun, en þessi kisa á heima í næsta húsi held ég og hefur ekki gott af því að koma sér upp tveimur heimilum...
20.10.03
- Mánudagur -
Helgin leið alltof fljótt. Davíð þurfti að vinna á laugardaginn og fékk ég hann til að nota heima-tölvuna. Veðrið var frábært í alla staði og sendi ég strákana út að hjóla og/eða leika sér eftir hádegi. Ég skrapp í Bónus og reyndi svo að trufla manninn sem minnst þegar innkaupunum var lokið.
Fékk þá flugu í höfuðið að hengja myndina af Sigurði Fáfnisbana upp en hún kom úr innrömmun fyrir nokkru síðan. Ég var ákveðin í að bjarga þessu alveg sjálf en Davíð leist ekki meira en svo á aðfarirnar hjá mér að hann ákvað að gera þetta sjálfur.
Strákarnir komu inn um hálffimm og Birta vinkona þeirra með þeim. Klukkutíma seinna sótti Davíð barnapíurnar okkar (tveir duglegir tólf ára strákar, notar maður kannski eitthvað annað orð en barnapíur?) og tvær pizzur fyrir alla strákana að borða (það er ekki oft sem pöntuð er aðkeypt pizza á mínu heimili...).
Upp úr hálfsjö vorum við komin til "tvíburahálfsystur" minnar og frænda míns mannsins hennar. Þau voru búin að bjóða okkur í mat og keilu í tilefni af því að við Davíð erum 70 á árinu og þau 75. Fyrr á árinu vorum við búin að bjóða þeim með okkur á Með fullri reisn" í Þjóðleikhúsinu. (Bloggaði um það 24 febrúar. sl.). Sonja var með nautalund, sallat, kartöflur og sveppasósu. Með þessu var boðið upp á rauðvín, vatn og hvítvín spes handa mér.
Klukkan níu vorum við komin langleiðina upp í Mjódd. Davíð villtist aðeins á leiðinni og tók nokkrar aukabeyjur. En við vorum ekkert svo sein og þar að auki áttum við pantaða braut. Spiluðum tvær umferðir og það er nokkuð ljóst að það er langt síðan sumir, flest okkar, spiluðu síðast. En við höfðum mjög gaman af þessu og ég er að hugsa um að leggja til að rífa upp reglulegu keiluferðirnar okkar aftur og fara a.m.k. einu sinni í mánuði! Eftir keiluna fórum við aftur heim til Sonju og Óskars. Hellt var upp á kaffi og boðið upp á líkjör, fyrir þá sem ekki voru á bíl, og svo sátum við í góðu yfirlæti og röbbuðum saman fram á nótt. Mjög notalegt!
Helgin leið alltof fljótt. Davíð þurfti að vinna á laugardaginn og fékk ég hann til að nota heima-tölvuna. Veðrið var frábært í alla staði og sendi ég strákana út að hjóla og/eða leika sér eftir hádegi. Ég skrapp í Bónus og reyndi svo að trufla manninn sem minnst þegar innkaupunum var lokið.
Fékk þá flugu í höfuðið að hengja myndina af Sigurði Fáfnisbana upp en hún kom úr innrömmun fyrir nokkru síðan. Ég var ákveðin í að bjarga þessu alveg sjálf en Davíð leist ekki meira en svo á aðfarirnar hjá mér að hann ákvað að gera þetta sjálfur.
Strákarnir komu inn um hálffimm og Birta vinkona þeirra með þeim. Klukkutíma seinna sótti Davíð barnapíurnar okkar (tveir duglegir tólf ára strákar, notar maður kannski eitthvað annað orð en barnapíur?) og tvær pizzur fyrir alla strákana að borða (það er ekki oft sem pöntuð er aðkeypt pizza á mínu heimili...).
Upp úr hálfsjö vorum við komin til "tvíburahálfsystur" minnar og frænda míns mannsins hennar. Þau voru búin að bjóða okkur í mat og keilu í tilefni af því að við Davíð erum 70 á árinu og þau 75. Fyrr á árinu vorum við búin að bjóða þeim með okkur á Með fullri reisn" í Þjóðleikhúsinu. (Bloggaði um það 24 febrúar. sl.). Sonja var með nautalund, sallat, kartöflur og sveppasósu. Með þessu var boðið upp á rauðvín, vatn og hvítvín spes handa mér.
Klukkan níu vorum við komin langleiðina upp í Mjódd. Davíð villtist aðeins á leiðinni og tók nokkrar aukabeyjur. En við vorum ekkert svo sein og þar að auki áttum við pantaða braut. Spiluðum tvær umferðir og það er nokkuð ljóst að það er langt síðan sumir, flest okkar, spiluðu síðast. En við höfðum mjög gaman af þessu og ég er að hugsa um að leggja til að rífa upp reglulegu keiluferðirnar okkar aftur og fara a.m.k. einu sinni í mánuði! Eftir keiluna fórum við aftur heim til Sonju og Óskars. Hellt var upp á kaffi og boðið upp á líkjör, fyrir þá sem ekki voru á bíl, og svo sátum við í góðu yfirlæti og röbbuðum saman fram á nótt. Mjög notalegt!
18.10.03
- Eitthvað -
Ég var komin heim löngu á undan feðgunum í gær. Þeir voru að spila fótbolta fyrir utan skólann enda fínt að nota tækifærið og veðrið var heldur ekki ónýtt.
Skrapp í Fiskbúð Einars og freistaðist til að fá mér lúðu í soðið. Davíð fór reyndar í ræktina um hálfsjö og varð því að borða einn og sér (hefði kannski átt að bíða eftir honum, hmm). Strákarnir voru í baði þegar hann kom heim og ég var búin að semja við þá að ekki yrði kveikt neitt á sjónvarpinu þetta kvöldið.
Við ætluðum að spila lúdó öll saman en hvernig sem við leituðum þá fundum við ekki spilið. Hvað varð eiginlega af því? Ég hef svo sem áður sagt frá því að margt af dótinu okkar virðist bara hvergi eiga sér sérstakan stað og þessa dagana er ég þar að auki með smá dót frá mömmu líka. Það breytir því samt ekki að maður veit svona oftast hvar hlutirnir eru.
En í stað þess að spila þá las Davíð úr Saltkráku fyrir strákana. Bókin er alveg að verða búinn og við eigum örugglega eftir að leigja spólurnar fljótlega.
Ég var komin heim löngu á undan feðgunum í gær. Þeir voru að spila fótbolta fyrir utan skólann enda fínt að nota tækifærið og veðrið var heldur ekki ónýtt.
Skrapp í Fiskbúð Einars og freistaðist til að fá mér lúðu í soðið. Davíð fór reyndar í ræktina um hálfsjö og varð því að borða einn og sér (hefði kannski átt að bíða eftir honum, hmm). Strákarnir voru í baði þegar hann kom heim og ég var búin að semja við þá að ekki yrði kveikt neitt á sjónvarpinu þetta kvöldið.
Við ætluðum að spila lúdó öll saman en hvernig sem við leituðum þá fundum við ekki spilið. Hvað varð eiginlega af því? Ég hef svo sem áður sagt frá því að margt af dótinu okkar virðist bara hvergi eiga sér sérstakan stað og þessa dagana er ég þar að auki með smá dót frá mömmu líka. Það breytir því samt ekki að maður veit svona oftast hvar hlutirnir eru.
En í stað þess að spila þá las Davíð úr Saltkráku fyrir strákana. Bókin er alveg að verða búinn og við eigum örugglega eftir að leigja spólurnar fljótlega.
17.10.03
- Það seig á mig svefn -
Við frænkurnar komum heim til hennar á fimmta tímanum í gær. Ekkert löngu seinna kom mamma með tvíburana mína. Strákarnir áttu að gera smá umferðarrannsókn í stærðfræðibókina heima og kom Hulda með okkur að skoða umferðina á Hverfisgötunni. Rannsóknin tók tæpar tíu mínútur en Oddur Smári hætti að telja bílana eftir tæpar þrjár mínútur (misskildi verkefnið eitthvað) og meira að segja á leiðinni til baka þegar ég var búin að setja stopp á tímann hélt hann áfram að telja gangandi fólk...
Komum heim um hálfátta. Það tók svo klukkutíma að hjálpa strákunum við heimanámið þótt þeir væru búnir að gera eitthvað, bæði í skólanum og hjá Helgu systur. Vorum m.a. að mæla þá hátt og lágt (höfðumál, hæð, lengd handar, handleggs, fótleggs, skreflengd, hársídd) og vantaði bara að vigta þá....
Tímafreki leikurinn var á dagskrá hjá Davíð í gærkvöldi og ég hugsaði mér að nota tímann til að lesa. Hafði bara úthald til hálftíu, dottaði nokkra stund og hrökk upp um tíu. Fann það út að skynsamlegast væri bara að koma sér alveg í bælið.
Við frænkurnar komum heim til hennar á fimmta tímanum í gær. Ekkert löngu seinna kom mamma með tvíburana mína. Strákarnir áttu að gera smá umferðarrannsókn í stærðfræðibókina heima og kom Hulda með okkur að skoða umferðina á Hverfisgötunni. Rannsóknin tók tæpar tíu mínútur en Oddur Smári hætti að telja bílana eftir tæpar þrjár mínútur (misskildi verkefnið eitthvað) og meira að segja á leiðinni til baka þegar ég var búin að setja stopp á tímann hélt hann áfram að telja gangandi fólk...
Komum heim um hálfátta. Það tók svo klukkutíma að hjálpa strákunum við heimanámið þótt þeir væru búnir að gera eitthvað, bæði í skólanum og hjá Helgu systur. Vorum m.a. að mæla þá hátt og lágt (höfðumál, hæð, lengd handar, handleggs, fótleggs, skreflengd, hársídd) og vantaði bara að vigta þá....
Tímafreki leikurinn var á dagskrá hjá Davíð í gærkvöldi og ég hugsaði mér að nota tímann til að lesa. Hafði bara úthald til hálftíu, dottaði nokkra stund og hrökk upp um tíu. Fann það út að skynsamlegast væri bara að koma sér alveg í bælið.
16.10.03
- Ég sprakk ekki -
Oddur Smári (morgunhaninn minn) reif sig upp um leið og ég í gærmorgun: - "Þú ert snemma á fótum mamma!" "Já, góðan daginn Oddur minn, ég er að fara í sturtu". Yfirleitt hefur þessi klukkutími nægt mér en ég get svarið það klukkutíminn var örugglega ekki nema 40 mín. Því þegar ég þurfti að arka af stað um hálfátta var ég bara búin að taka inn lýsið mitt og vítamín en ekki gafst tími til að fá sér morgunmat.
Ingvi mágur kom í land í gær og þar sem Helga hafði gleymt að taka kerruna úr skottinu þá leiddum við Huldu á milli okkar heim til mín. Sú stutta hoppaði og skoppaði mestan hluta leiðarinnar en þegar við vorum komin langleiðina heim kvartaði hún undan þreytu. Við snarhægðum á ferðinni en það leið nú ekki á löngu áður en hún var farin að hoppa og skoppa aftur.
Í fyrrakvöld leit hún inn til mín. Þessi heimsókn stytti mér stundirnar því Davíð var kominn í tímafreka tölvuleikinn sinn og ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að eyða kvöldinu. Ég verð að hrósa Biddu fyrir hvað hún er búin að vera dugleg í ræktinni og að taka til í mataræðinu sl. tvo mánuði. Hún er farin að sjá verulegan árangur af þessu. Þetta ætti að hvetja mig til þess að drífa mig nú að finna mér fjölbreyttari hreyfingu. Ég er samt ekki á því að fara í einhverja rækt, sund væri örugglega hentugast fyrir mig...
Enginn kóræfing er hjá strákunum þessa vikuna, vegna óviðráðanlegra orsaka og hefur því messu-þátttöku kórsins verið frestað um viku, til 26 okt.. Í gær byrjuðu þeir aftur í boltanum eftir stutt haustfrí. Þeir voru bara mjög ánægðir með æfinguna, þekkja nýja þjálfarann úr skólastarfinu í Ísaksskóla...
Oddur Smári (morgunhaninn minn) reif sig upp um leið og ég í gærmorgun: - "Þú ert snemma á fótum mamma!" "Já, góðan daginn Oddur minn, ég er að fara í sturtu". Yfirleitt hefur þessi klukkutími nægt mér en ég get svarið það klukkutíminn var örugglega ekki nema 40 mín. Því þegar ég þurfti að arka af stað um hálfátta var ég bara búin að taka inn lýsið mitt og vítamín en ekki gafst tími til að fá sér morgunmat.
Ingvi mágur kom í land í gær og þar sem Helga hafði gleymt að taka kerruna úr skottinu þá leiddum við Huldu á milli okkar heim til mín. Sú stutta hoppaði og skoppaði mestan hluta leiðarinnar en þegar við vorum komin langleiðina heim kvartaði hún undan þreytu. Við snarhægðum á ferðinni en það leið nú ekki á löngu áður en hún var farin að hoppa og skoppa aftur.
Í fyrrakvöld leit hún inn til mín. Þessi heimsókn stytti mér stundirnar því Davíð var kominn í tímafreka tölvuleikinn sinn og ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að eyða kvöldinu. Ég verð að hrósa Biddu fyrir hvað hún er búin að vera dugleg í ræktinni og að taka til í mataræðinu sl. tvo mánuði. Hún er farin að sjá verulegan árangur af þessu. Þetta ætti að hvetja mig til þess að drífa mig nú að finna mér fjölbreyttari hreyfingu. Ég er samt ekki á því að fara í einhverja rækt, sund væri örugglega hentugast fyrir mig...
Enginn kóræfing er hjá strákunum þessa vikuna, vegna óviðráðanlegra orsaka og hefur því messu-þátttöku kórsins verið frestað um viku, til 26 okt.. Í gær byrjuðu þeir aftur í boltanum eftir stutt haustfrí. Þeir voru bara mjög ánægðir með æfinguna, þekkja nýja þjálfarann úr skólastarfinu í Ísaksskóla...
15.10.03
14.10.03
- Þriðjudagur -
(Og ég sem var ekki búin að segja alveg frá ævintýrum helgarinnar eða gera upp Formúluna)
Það verður að koma í ljós hvað ég kemst yfir að tjá mig um. Það vantar ekki að hugurinn er allur á fleygiferð og ég held hreinlega að hann starfi of hratt fyrir fingurnar á mér. Kannski ágætt bara að ritskoða líka með sjálfri sér allar þær hugsanir sem eru að brjótast með mér. Ég er þar að auki að skrá niður mun persónulegri dagbók til að fylgjast með hvað er að gerast í líkamanum mínum. Þetta er ótrúlega flókið og erfitt og minnir mig á unglingsárin þegar ég hélt dagbók og ætlaði að gera eitthvað svipað. En það var sama hvort ég skrifaði "Kæra dagbók!" eða "Elsku Dagbók!" Ég notaði píanóið til að fá tilfinningalega-útrás (Það væri annars gaman að grafa upp þessar dagbækur...)
Teddi bróðursonur hans Davíðs stóð sig vel hjá okkur um helgina. Hann hefur aldrei gist hjá okkur áður en þetta var lítið mál. Ég stríddi Davíð á því að þetta væri auðvitað hans frændi og hann ætti að sjá um hann. Auðvitað hjálpuðumst við að. Teddi fékk að sofa í neðri kojunni og Oddur Smári svaf á annarri vindsænginni sem var keypt fyrir Lottómótið sl. vor. Davíð Steinn varð svo að fá að sofa á vindsænginni aðfaranótt mánudags, þótt enginn væri næturgesturinn.
Á sunnudagsmorguninn vaknaði Teddi um hálfátta. Þegar hann var búinn að pissa fór hann aftur upp í koju og kúrði svona í sirka 15 mín. Allir strákarnir voru vaknaðir rúmlega átta, meira að segja maðurinn minn.
Meira um þetta seinna kannski...
(Og ég sem var ekki búin að segja alveg frá ævintýrum helgarinnar eða gera upp Formúluna)
Það verður að koma í ljós hvað ég kemst yfir að tjá mig um. Það vantar ekki að hugurinn er allur á fleygiferð og ég held hreinlega að hann starfi of hratt fyrir fingurnar á mér. Kannski ágætt bara að ritskoða líka með sjálfri sér allar þær hugsanir sem eru að brjótast með mér. Ég er þar að auki að skrá niður mun persónulegri dagbók til að fylgjast með hvað er að gerast í líkamanum mínum. Þetta er ótrúlega flókið og erfitt og minnir mig á unglingsárin þegar ég hélt dagbók og ætlaði að gera eitthvað svipað. En það var sama hvort ég skrifaði "Kæra dagbók!" eða "Elsku Dagbók!" Ég notaði píanóið til að fá tilfinningalega-útrás (Það væri annars gaman að grafa upp þessar dagbækur...)
Teddi bróðursonur hans Davíðs stóð sig vel hjá okkur um helgina. Hann hefur aldrei gist hjá okkur áður en þetta var lítið mál. Ég stríddi Davíð á því að þetta væri auðvitað hans frændi og hann ætti að sjá um hann. Auðvitað hjálpuðumst við að. Teddi fékk að sofa í neðri kojunni og Oddur Smári svaf á annarri vindsænginni sem var keypt fyrir Lottómótið sl. vor. Davíð Steinn varð svo að fá að sofa á vindsænginni aðfaranótt mánudags, þótt enginn væri næturgesturinn.
Á sunnudagsmorguninn vaknaði Teddi um hálfátta. Þegar hann var búinn að pissa fór hann aftur upp í koju og kúrði svona í sirka 15 mín. Allir strákarnir voru vaknaðir rúmlega átta, meira að segja maðurinn minn.
Meira um þetta seinna kannski...
13.10.03
- Tíminn æðir áfram -
Feðgarnir voru komnir heim stuttu á undan mér á föstudaginn. Davíð fór svo í ræktina með Gumma "frænda" en við mæðginin skruppum í verslunarleiðangur. (Ætlaði mér að ljúka helgar-, og jafnvel viku-innkaupunum af...)
Á laugardagsmorguninn, stuttu eftir að ég var búin að gefa strákunum morgunmat, hringdi síminn. Mamma var á hinum endanum, stödd fyrir austan að flétta Morgunblaðinu. Virðisaukaskatt-lausir dagar í Hagkaup um helgina. "Viltu gera það fyrir mig að skreppa og athuga með hvort þú finnur ekki eitthvað sem þig vantar á strákana....?". Ég færðist undan í fyrstu en sá svo að ég gat vel fengið mér göngutúr upp í Kringlu, á meðan feðgarnir skryppu á aukaverðlaunaafhendingu, og verið komin tímanlega heim áður en leikurinn Þýskaland-Ísland byrjaði...
Sorglegt hvernig sá leikur fór. Jú, jú, auðvitað sá maður að Þjóðverjarnir voru betri en samt... "Okkar strákar" stóðu sig að mínu mati mjög vel en uppskáru ekki laun erfiði síns. Þeim gengur bara betur næst og læra af þessu. Ég ætla ekkert að tjá mig um dómara leiksins...
Strákarnir voru úti að hjóla allan seinni partinn. Tommi mágur, kærasta hans og Teddi sonur hans komu um sexleytið. Við vorum búin að taka að okkur að vera með drenginn yfir nóttina og eitthvað frameftir sunnudagsmorgni.
Feðgarnir voru komnir heim stuttu á undan mér á föstudaginn. Davíð fór svo í ræktina með Gumma "frænda" en við mæðginin skruppum í verslunarleiðangur. (Ætlaði mér að ljúka helgar-, og jafnvel viku-innkaupunum af...)
Á laugardagsmorguninn, stuttu eftir að ég var búin að gefa strákunum morgunmat, hringdi síminn. Mamma var á hinum endanum, stödd fyrir austan að flétta Morgunblaðinu. Virðisaukaskatt-lausir dagar í Hagkaup um helgina. "Viltu gera það fyrir mig að skreppa og athuga með hvort þú finnur ekki eitthvað sem þig vantar á strákana....?". Ég færðist undan í fyrstu en sá svo að ég gat vel fengið mér göngutúr upp í Kringlu, á meðan feðgarnir skryppu á aukaverðlaunaafhendingu, og verið komin tímanlega heim áður en leikurinn Þýskaland-Ísland byrjaði...
Sorglegt hvernig sá leikur fór. Jú, jú, auðvitað sá maður að Þjóðverjarnir voru betri en samt... "Okkar strákar" stóðu sig að mínu mati mjög vel en uppskáru ekki laun erfiði síns. Þeim gengur bara betur næst og læra af þessu. Ég ætla ekkert að tjá mig um dómara leiksins...
Strákarnir voru úti að hjóla allan seinni partinn. Tommi mágur, kærasta hans og Teddi sonur hans komu um sexleytið. Við vorum búin að taka að okkur að vera með drenginn yfir nóttina og eitthvað frameftir sunnudagsmorgni.
10.10.03
- Notalegt fimmtudagskvöld -
Það var Helgu dagur í matargerðinni í gær. Ég sótti Huldu á leikskólann og skottuðumst við saman heim til hennar. Tvíburarnir komu rúmlega hálffimm, það var löng kóræfing hjá þeim. Ég aðstoðaði þá við heimanámið á meðan systir mín sýslaði í eldhúsinu. Oddur Smári las aukalesturinn fyrir Huldu en þegar Davíð Steinn bað hana um að setjast með sér þegar hann fór að lesa hafði hún ekki þolinmæði lengur og fór að hjálpa mömmu sinni í eldhúsinu. Davíð Steinn hætti samt ekkert við að lesa og las upphátt í 25 mínútur úr þremur léttum bókum.
Við fjölskyldan komum heim upp úr klukkan sjö. Nafnarnir spiluðu veiðimann en Oddur bað mig um að tefla við sig. Í miðju tafli truflaði síminn okkur svo taflið fór eiginlega úr skorðum. Strákarnir voru komnir í kojur fyrir hálfníu og í þetta sinn las Davíð fyrir þá, sömu bók og undanfarin kvöld.
Ég var sjálf að lesa bókina: Ég vildi ganga í buxum, á meðan ég beið eftir því að "tvíburahálfsystir" mín liti inn. Það var ekki löng bið. En tíminn eftir að hún kom var skuggalega fljótur að líða. Við skoðuðum myndir, spjölluðum, drukkum kaffi (nema hvað) og höfðum líka smá prjóna-sauma klúbb. Á meðan var maðurinn minn að leika sér við tölvuleikfélaga sína í Battlefield 1942 (mjög tímafrekur leikur).
Það var Helgu dagur í matargerðinni í gær. Ég sótti Huldu á leikskólann og skottuðumst við saman heim til hennar. Tvíburarnir komu rúmlega hálffimm, það var löng kóræfing hjá þeim. Ég aðstoðaði þá við heimanámið á meðan systir mín sýslaði í eldhúsinu. Oddur Smári las aukalesturinn fyrir Huldu en þegar Davíð Steinn bað hana um að setjast með sér þegar hann fór að lesa hafði hún ekki þolinmæði lengur og fór að hjálpa mömmu sinni í eldhúsinu. Davíð Steinn hætti samt ekkert við að lesa og las upphátt í 25 mínútur úr þremur léttum bókum.
Við fjölskyldan komum heim upp úr klukkan sjö. Nafnarnir spiluðu veiðimann en Oddur bað mig um að tefla við sig. Í miðju tafli truflaði síminn okkur svo taflið fór eiginlega úr skorðum. Strákarnir voru komnir í kojur fyrir hálfníu og í þetta sinn las Davíð fyrir þá, sömu bók og undanfarin kvöld.
Ég var sjálf að lesa bókina: Ég vildi ganga í buxum, á meðan ég beið eftir því að "tvíburahálfsystir" mín liti inn. Það var ekki löng bið. En tíminn eftir að hún kom var skuggalega fljótur að líða. Við skoðuðum myndir, spjölluðum, drukkum kaffi (nema hvað) og höfðum líka smá prjóna-sauma klúbb. Á meðan var maðurinn minn að leika sér við tölvuleikfélaga sína í Battlefield 1942 (mjög tímafrekur leikur).
9.10.03
- Fiskibollufjall -
Hulda var með svo mikinn hósta í gær að mamma sleppti henni við að fara í leikskólann og var með hana með sér. Mér fannst hálf skrýtið að labba barnslaus heimleiðis í miðri viku. Á leiðinni kom ég við í Fiskbúð Hafliða, keypti smá rauðsprettu í soðið, nokkra lauka, 2 kg af ýsu og 1 kg af þorski. Hugsaði um það afganginn af leiðinni að nú hefði verið gott að hafa kerruna hennar Huldu.
Mæðgurnar fóru heim til sín fljótlega eftir matinn. Strákarnir luku við að lesa og læra og um sjö vorum við farin að spila (veiðimann, þjóf og ólsen-ólsen) Síðan lét ég renna í bað fyrir piltana. Eftir baðið höfðu þeir smá stund til að hafa það huggulegt í heitum sloppum sínum en áður en klukkan náði að slá hálfníu voru þeir komnir í koju. Las fyrir þá í góða stund úr bókinni: Saltkráka II.
Davíð var í ræktinni og skvassi með einum félaga sínum og kom ekki heim fyrr en um hálftíu. Þá var ég að hakka niður fiskinn og laukinn og búa til Hulduvænt-fiskibolludeig (með engri mjólk í). Var líka nýbúin að renna smá í könnuna og þegar stærsta skálin mín var orðin full og allt hráefni búið settist ég niður og fékk mér sopa með manninum mínum. Það tók mig svo rúman hálftíma í að hafa mig í að byrja að móta og steikja en það tókst þó og rétt fyrir miðnætti voru tilbúnar 101,ein pínu lítil fiskibollur...
Hulda var með svo mikinn hósta í gær að mamma sleppti henni við að fara í leikskólann og var með hana með sér. Mér fannst hálf skrýtið að labba barnslaus heimleiðis í miðri viku. Á leiðinni kom ég við í Fiskbúð Hafliða, keypti smá rauðsprettu í soðið, nokkra lauka, 2 kg af ýsu og 1 kg af þorski. Hugsaði um það afganginn af leiðinni að nú hefði verið gott að hafa kerruna hennar Huldu.
Mæðgurnar fóru heim til sín fljótlega eftir matinn. Strákarnir luku við að lesa og læra og um sjö vorum við farin að spila (veiðimann, þjóf og ólsen-ólsen) Síðan lét ég renna í bað fyrir piltana. Eftir baðið höfðu þeir smá stund til að hafa það huggulegt í heitum sloppum sínum en áður en klukkan náði að slá hálfníu voru þeir komnir í koju. Las fyrir þá í góða stund úr bókinni: Saltkráka II.
Davíð var í ræktinni og skvassi með einum félaga sínum og kom ekki heim fyrr en um hálftíu. Þá var ég að hakka niður fiskinn og laukinn og búa til Hulduvænt-fiskibolludeig (með engri mjólk í). Var líka nýbúin að renna smá í könnuna og þegar stærsta skálin mín var orðin full og allt hráefni búið settist ég niður og fékk mér sopa með manninum mínum. Það tók mig svo rúman hálftíma í að hafa mig í að byrja að móta og steikja en það tókst þó og rétt fyrir miðnætti voru tilbúnar 101,ein pínu lítil fiskibollur...
8.10.03
- Hvert æða dagarnir? -
Það er næstum því kominn nýr dagur um leið og maður snýr sér við og blikkar augunum. Hvernig er þetta hratt?
Hulda frænka var hjá augnlækni í gær og eftir sirka tíu daga verður hún komin með gleraugu eins og Anna frænka. Stelpan er með fulla sjón á öðru auganu en næstum enga á hinu. Mér skilst að þetta sé fæðingagalli.
Það er næstum því kominn nýr dagur um leið og maður snýr sér við og blikkar augunum. Hvernig er þetta hratt?
Hulda frænka var hjá augnlækni í gær og eftir sirka tíu daga verður hún komin með gleraugu eins og Anna frænka. Stelpan er með fulla sjón á öðru auganu en næstum enga á hinu. Mér skilst að þetta sé fæðingagalli.
6.10.03
- Ýmislegt -
Kannski drakk ég heldur mikið kaffi um helgina. Ég er alltof mikil kaffimanneskja. Hef samt verið að passa mig í seinni tíð en stundum dett ég í það, kaffið!!!
Þegar strákarnir voru sofnaðir á laugardagskvöldið og tengdaforeldrarnir farnir fékk ég Davíð til að aðstoða mig við Brúnköku-bakstur. Notaði uppskrift úr bók sem Amma heitin, nafna mín, gaf mér. Bókin, Hollt og handtækt var gefin út af Ríkisspítölum 1990. Þægileg gormabók með margs konar uppskriftum. Ég var bara búin að gleyma hvað allt var stórt í eldhúsinu á Kleppi og athugaði ekki að setja uppskriftina í tvö jóla-brauð-köku-form í stað eins. Fékk því eina risa brúnköku, en hún var reyndar ekkert verri fyrir það.
Risa-kökuna tókum við með okkur í Valsheimilið í gær þar sem var uppskeruhátið í knattspyrnudeildunum. Margt var um manninn og gaman að fylgjast með (en sumir af yngstu kynslóðinni höfðu ekki mikla þolinmæði í svona bið) þegar árið var gert upp. Þjálfari strákanna er að hætta með flokkinn en hann hélt skemmtilegan ræðustúf þar sem fram kom hvað strákarnir í þessum flokki eru miklu innilegri en þeir sem eldri eru.
Svo var ég svo heppin að maðurinn tók að sér eldamennskuna í gærkvöldi. Það var í alla staði ágætt...
Kannski drakk ég heldur mikið kaffi um helgina. Ég er alltof mikil kaffimanneskja. Hef samt verið að passa mig í seinni tíð en stundum dett ég í það, kaffið!!!
Þegar strákarnir voru sofnaðir á laugardagskvöldið og tengdaforeldrarnir farnir fékk ég Davíð til að aðstoða mig við Brúnköku-bakstur. Notaði uppskrift úr bók sem Amma heitin, nafna mín, gaf mér. Bókin, Hollt og handtækt var gefin út af Ríkisspítölum 1990. Þægileg gormabók með margs konar uppskriftum. Ég var bara búin að gleyma hvað allt var stórt í eldhúsinu á Kleppi og athugaði ekki að setja uppskriftina í tvö jóla-brauð-köku-form í stað eins. Fékk því eina risa brúnköku, en hún var reyndar ekkert verri fyrir það.
Risa-kökuna tókum við með okkur í Valsheimilið í gær þar sem var uppskeruhátið í knattspyrnudeildunum. Margt var um manninn og gaman að fylgjast með (en sumir af yngstu kynslóðinni höfðu ekki mikla þolinmæði í svona bið) þegar árið var gert upp. Þjálfari strákanna er að hætta með flokkinn en hann hélt skemmtilegan ræðustúf þar sem fram kom hvað strákarnir í þessum flokki eru miklu innilegri en þeir sem eldri eru.
Svo var ég svo heppin að maðurinn tók að sér eldamennskuna í gærkvöldi. Það var í alla staði ágætt...
5.10.03
- Gestir -
Birta heimsótti strákana í gærmorgun. Eftir hádegi léku þau sér stutta stund úti eða þar til hún fór í afmælisveislu og við fjölskyldan að versla. Það eru nammidagar hjá Davíð, sem þýðir að slakað er á kröfunum. Hann bað mig um að hafa pizzu í kvöldmatinn og fannst mér það hið besta mál. Eftir verslunarferðina skiluðu feðgar mér heim, hjálpuðu mér með pokana og fóru svo í ísleiðangur. Ég setti í tvo pizzabotna á meðan: 2 dl. volgt vatn, 1 tsk. salt, 4 dl. mjöl (setti heilhveiti í annan botninn og í hinn blandaði ég saman byggmjöli, grófu speltmjöli og hirsi), 4 tsk. lyftiduft og oreganokrydd.
Strákarnir fóru út að hjóla eftir ísferðina og um það leyti komu Tommi mágur og Hugborg Anna kærastan hans. Þau færðu strákunum afmælisgjöf, Harry Potter og leyniklefinn, þegar strákarnir komu inn og það sem þeir bræður urðu glaðir og þakklátir. - "Tommi, hvernig vissir þú að okkur langaði einmitt í þessa spólu?", sagði Oddur Smári og þau fengu stórt knús fyrir. Um hálfsjö kvöddu gestirnir. Þau voru víst á leið í matarboð og misstu af gómsætum pizzum hjá okkur.
Við borðuðum í seinna lagi. Pizzurnar (önnur með túnfisk, rækjum, gulum baunum og sveppum og hin með pepperóni, lauk, papriku og sveppum (báðar voru auðvitað með osti ofan á)) heppnuðust mjög vel.
Næstu gestir sem komu voru afi og amma á Bakkanum. Þau færðu strákunum þessa fínu sloppa og inniskó og voru þeir fljótir að hátta sig og láta fara vel um sig í sloppnum yfir náttfötin með inniskóna á táslunum...
Birta heimsótti strákana í gærmorgun. Eftir hádegi léku þau sér stutta stund úti eða þar til hún fór í afmælisveislu og við fjölskyldan að versla. Það eru nammidagar hjá Davíð, sem þýðir að slakað er á kröfunum. Hann bað mig um að hafa pizzu í kvöldmatinn og fannst mér það hið besta mál. Eftir verslunarferðina skiluðu feðgar mér heim, hjálpuðu mér með pokana og fóru svo í ísleiðangur. Ég setti í tvo pizzabotna á meðan: 2 dl. volgt vatn, 1 tsk. salt, 4 dl. mjöl (setti heilhveiti í annan botninn og í hinn blandaði ég saman byggmjöli, grófu speltmjöli og hirsi), 4 tsk. lyftiduft og oreganokrydd.
Strákarnir fóru út að hjóla eftir ísferðina og um það leyti komu Tommi mágur og Hugborg Anna kærastan hans. Þau færðu strákunum afmælisgjöf, Harry Potter og leyniklefinn, þegar strákarnir komu inn og það sem þeir bræður urðu glaðir og þakklátir. - "Tommi, hvernig vissir þú að okkur langaði einmitt í þessa spólu?", sagði Oddur Smári og þau fengu stórt knús fyrir. Um hálfsjö kvöddu gestirnir. Þau voru víst á leið í matarboð og misstu af gómsætum pizzum hjá okkur.
Við borðuðum í seinna lagi. Pizzurnar (önnur með túnfisk, rækjum, gulum baunum og sveppum og hin með pepperóni, lauk, papriku og sveppum (báðar voru auðvitað með osti ofan á)) heppnuðust mjög vel.
Næstu gestir sem komu voru afi og amma á Bakkanum. Þau færðu strákunum þessa fínu sloppa og inniskó og voru þeir fljótir að hátta sig og láta fara vel um sig í sloppnum yfir náttfötin með inniskóna á táslunum...
4.10.03
- Latur laugardagsmorgunn - ...og eitthvað um gærdaginn...
Það styttist í hádegið. Morgunhaninn minn vaknaði upp úr klukkan hálfátta. Ég hélt að ég hefði samið við drengina í gærkvöldi um að sofa til hálfníu (líklega misskilningur). Þeir fengu að horfa á Disney-myndina, þrjóskuðust við þrátt fyrir þreytu. Ég ætlaði mér að vera dugleg í morgun og reif mig upp á níunda tímanum. Ég held að mestur tíminn hafi farið í blaðalestur og núna er ég sest fyrir framan tölvuskjáinn.
Bíllinn okkar var á verkstæði allan daginn í gær. Mamma er alltaf tilbúin að hjálpa til og þegar "hennar tvíburar" voru búnir að læra fengu þeir að sækja mína í skólann. Þeir léku sér þar til kominn var tími á fimleikaæfingu. Þá fengu mínir að fara með og horfa á. Eftir æfinguna neituðu strákarnir að koma heim og fengu að fara með hinum tveimur í heimsókn til þriðju tvíburanna (þeir eru með Bjössa og Víði í bekk). Klukkan var farin að ganga átta þegar mamma kom með strákana.
Það styttist í hádegið. Morgunhaninn minn vaknaði upp úr klukkan hálfátta. Ég hélt að ég hefði samið við drengina í gærkvöldi um að sofa til hálfníu (líklega misskilningur). Þeir fengu að horfa á Disney-myndina, þrjóskuðust við þrátt fyrir þreytu. Ég ætlaði mér að vera dugleg í morgun og reif mig upp á níunda tímanum. Ég held að mestur tíminn hafi farið í blaðalestur og núna er ég sest fyrir framan tölvuskjáinn.
Bíllinn okkar var á verkstæði allan daginn í gær. Mamma er alltaf tilbúin að hjálpa til og þegar "hennar tvíburar" voru búnir að læra fengu þeir að sækja mína í skólann. Þeir léku sér þar til kominn var tími á fimleikaæfingu. Þá fengu mínir að fara með og horfa á. Eftir æfinguna neituðu strákarnir að koma heim og fengu að fara með hinum tveimur í heimsókn til þriðju tvíburanna (þeir eru með Bjössa og Víði í bekk). Klukkan var farin að ganga átta þegar mamma kom með strákana.
3.10.03
- "Valsarahopp" -
Um daginn sýndi Davíð Steinn mér nýtt hopp sem hann kallaði Valsarahopp. Ég spurði hvort fótbolta-þjálfari þeirra, Ragnar Helgi, hefði kennt honum þetta tiltekna hopp. Nei, það gerði hún Birta vinkona strákanna og jafnaldra. Hoppið sem um ræðir er svokallað valhopp. Mér finnst samt Valsarahopp alveg ágætt nafn. Hulda frænka kallar þetta hoppoghí eða hoppsasa. Hún ræður reyndar ekki alveg við að hoppa valhoppið en við frænkur hoppum stundum og skoppum úr leikskólanum hennar áleiðis heim til hennar...
Um daginn sýndi Davíð Steinn mér nýtt hopp sem hann kallaði Valsarahopp. Ég spurði hvort fótbolta-þjálfari þeirra, Ragnar Helgi, hefði kennt honum þetta tiltekna hopp. Nei, það gerði hún Birta vinkona strákanna og jafnaldra. Hoppið sem um ræðir er svokallað valhopp. Mér finnst samt Valsarahopp alveg ágætt nafn. Hulda frænka kallar þetta hoppoghí eða hoppsasa. Hún ræður reyndar ekki alveg við að hoppa valhoppið en við frænkur hoppum stundum og skoppum úr leikskólanum hennar áleiðis heim til hennar...
2.10.03
- Notalegt kvöld -
Við frænkurnar vorum á undan Helgu og tvíburunum heim til mín í gær. Hulda lék sér úti í garði þar til frændurnir komu heim. Strákarnir náðu næstum að klára að lesa og læra fyrir mat (Oddur kláraði en Steinn átti eftir að lesa heimalesturinn), samt var maturinn borðaður fyrir sex. Davíð kom heim á sjöunda tímanum. Við systur sátum inni í eldhúsi og spjölluðum og krakkarnir voru að horfa á barnaefnið.
Mæðgurnar kvöddu eftir að barnaefnið var búið og þá var slökkt á sjónvarpinu. Ég sá til þess að Oddur Smári færi að tefla við pabba sinn og þegar ég var búin að hlusta á Davíð Stein lesa heimalesturinn fór hann einn í bað. Svo skiptu þeir bræður um hlutverk. Þeir voru komnir upp í rúm um hálfníu og ég las fyrir þá í tíu mínútur.
Það leit allt út fyrir að ekki yrði kveikt á tölvunni, þá hringdi síminn. Upp var komið vandamál sem Davíð lofaði að lagfæra strax. Maðurinn minn er svo magnaður að það er nóg að hringja í hann og þá reddast hlutirnir. A.m.k. var hringt mjög fljótlega aftur og sagt að það væri búið að redda málunum yfir nóttina...
Mér datt svo í hug að það gæti verið notalegt að fara í bað svona einu sinni (ekki vera neitt að flýta mér og nota sturtuna eins og oftast). Þetta var ekki svo slæm hugmynd og fann maðurinn upp á því að færa mér hvítvínsglas í baðið. Það hef ég bara aldrei prófað áður og maður verður jú að prófa sem flest í lífinu, ekki satt?
Við frænkurnar vorum á undan Helgu og tvíburunum heim til mín í gær. Hulda lék sér úti í garði þar til frændurnir komu heim. Strákarnir náðu næstum að klára að lesa og læra fyrir mat (Oddur kláraði en Steinn átti eftir að lesa heimalesturinn), samt var maturinn borðaður fyrir sex. Davíð kom heim á sjöunda tímanum. Við systur sátum inni í eldhúsi og spjölluðum og krakkarnir voru að horfa á barnaefnið.
Mæðgurnar kvöddu eftir að barnaefnið var búið og þá var slökkt á sjónvarpinu. Ég sá til þess að Oddur Smári færi að tefla við pabba sinn og þegar ég var búin að hlusta á Davíð Stein lesa heimalesturinn fór hann einn í bað. Svo skiptu þeir bræður um hlutverk. Þeir voru komnir upp í rúm um hálfníu og ég las fyrir þá í tíu mínútur.
Það leit allt út fyrir að ekki yrði kveikt á tölvunni, þá hringdi síminn. Upp var komið vandamál sem Davíð lofaði að lagfæra strax. Maðurinn minn er svo magnaður að það er nóg að hringja í hann og þá reddast hlutirnir. A.m.k. var hringt mjög fljótlega aftur og sagt að það væri búið að redda málunum yfir nóttina...
Mér datt svo í hug að það gæti verið notalegt að fara í bað svona einu sinni (ekki vera neitt að flýta mér og nota sturtuna eins og oftast). Þetta var ekki svo slæm hugmynd og fann maðurinn upp á því að færa mér hvítvínsglas í baðið. Það hef ég bara aldrei prófað áður og maður verður jú að prófa sem flest í lífinu, ekki satt?
1.10.03
- Ýmislegt -
Það síðasta sem ég sagði við tvíburana, áður en ég fór út úr húsi í gærmorgun, var: -"Þið bíðið eftir mér eftir kóræfingu því við ætlum að koma hingað heim." Ég var svolítið sein fyrir og klukkan orðin rúmlega fjögur. Þeir bræður voru þá farnir úr kirkjunni. Ég sá ekkert til þeirra og vonaði að þeir biðu eftir mér við Barónsstíginn. Nei, nei, ekki voru þeir þar, og þá hefði ég strax átt að leggja saman tvo og tvo. Gemsinn minn var tómur svo ég gat ekki hringt í Davíð. Auðvitað höfðu strákarnir labbað til Helgu systur það er búið að kenna þeim það (sem er reyndar gott). Þeir feðgar voru því örlítið of seinir upp í keiluhöll en þar hófst lokahófið hjá 7. flokki Vals.
Ég tók skólatöskurnar heim og fékk mér svo göngutúr í Bónus við Laugaveginn. (Ágæt leið til að spara!) Nýtti tímann nokkuð vel en komst samt ekki í að lesa neitt eða sauma.
Það var víst hörkufjör hjá feðgunum. Eftir keiluna fóru þeir niður í Valsheimili þar sem Guðni Bergsson stjórnaði Bingói. Boðið var upp á pylsur og svala og ýmislegt fleira. Strákarnir voru mjög ánægðir þegar þeir komu heim upp úr hálfníu en áttu eftir að lesa heima. Það var gert á mettíma. Ákváðum samt að þeir myndu sleppa aukalestrinum í þetta sinn. Ótrúlegt en satt þá var Davíð Steinn sofnaður á slaginu níu.
Það síðasta sem ég sagði við tvíburana, áður en ég fór út úr húsi í gærmorgun, var: -"Þið bíðið eftir mér eftir kóræfingu því við ætlum að koma hingað heim." Ég var svolítið sein fyrir og klukkan orðin rúmlega fjögur. Þeir bræður voru þá farnir úr kirkjunni. Ég sá ekkert til þeirra og vonaði að þeir biðu eftir mér við Barónsstíginn. Nei, nei, ekki voru þeir þar, og þá hefði ég strax átt að leggja saman tvo og tvo. Gemsinn minn var tómur svo ég gat ekki hringt í Davíð. Auðvitað höfðu strákarnir labbað til Helgu systur það er búið að kenna þeim það (sem er reyndar gott). Þeir feðgar voru því örlítið of seinir upp í keiluhöll en þar hófst lokahófið hjá 7. flokki Vals.
Ég tók skólatöskurnar heim og fékk mér svo göngutúr í Bónus við Laugaveginn. (Ágæt leið til að spara!) Nýtti tímann nokkuð vel en komst samt ekki í að lesa neitt eða sauma.
Það var víst hörkufjör hjá feðgunum. Eftir keiluna fóru þeir niður í Valsheimili þar sem Guðni Bergsson stjórnaði Bingói. Boðið var upp á pylsur og svala og ýmislegt fleira. Strákarnir voru mjög ánægðir þegar þeir komu heim upp úr hálfníu en áttu eftir að lesa heima. Það var gert á mettíma. Ákváðum samt að þeir myndu sleppa aukalestrinum í þetta sinn. Ótrúlegt en satt þá var Davíð Steinn sofnaður á slaginu níu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)