- 23.08.1890 -
Stóri dagurinn rann upp á laugardaginn var. Um eitt leytið var hist á Keldum og blessað yfir leiði ættingjanna. Næst var haldið að Gunnarsholti þar sem fenginn hafði verið fundarsalur fóðurkögglaverksmiðjunnar. Sveinn Runólfsson landgræðslu-stjóri, bauð fólk velkomið þegar klukkan var nýbyrjuð að ganga þrjú. Og svo tók pabbi við með fróðlegan fyrirlestur um upphafið. Eldri tengdasonur hans sá um sýningarvélina og las einnig minningarorð og ljóðabálka um langömmu mína, undirrituð las upp nokkur gömul bréf (það elsta frá árinu 1903) og fyrsta tengdabarnabarn ömmu og afa sagði m.a. frá sinni fyrstu reynslu af kynnum sínum af Heiðarættinni. Myndasýningin kom svo í kjölfarið. Að lokum var hist á Helluvaði (þar sem amma heitin átti sín síðustu ár hjá yngstu dóttur sinni). Helluvaðsfjölskyldan hafði skipulagt skemmtilega þrauta- og ratleiki sem farið var í á meðan aðrir í sömu fjölskyldu sáu um að elda ofan í mannskapinn. Það var sungið, leikið og spjallað fram eftir kvöldi. Þótt auðvitað hafi ekki öll ættin komist í þennan gleðskap trúi ég því að ástvinir okkar sem kvatt hafa þennan heim hafi verið með okkur í anda þennan skemmtilega laugardag.
Ættarmót í Heiðarættinni
Í dag eru 120 ár síðan föðuramma mín heitin, Vilborg Helga Þorsteinsdóttir frá Berustöðum, fæddist. Pabbi minn er "örverpið" hennar og Odds Oddssonar, frá Heiði á Rangárvöllum. Hann, pabbi minn alltsvo, hefur alltaf verið duglegur að taka myndir af ýmsu og ýmsum og á orðið þónokkuð safn sem hann hefur haldið vel utan um í gegnum tíðina. Systkynabörn hans hafa lengi þrýst á um að haldin yrði myndasýning. Pabbi taldi að myndasýningin ein og sér myndi nú ekki taka neitt svo langan tíma og vildi gera meira úr þessu. Það var samþykkt fyrir nokkru, ákveðið að blása m.a. til ættarmóts í kringum 120 ára fæðingarafmæli ömmu minnar og nefnd sett á laggirnar. Pabbi sá um að taka saman allskyns fróðleik um það hvernig "Heiðarættin" er tilkomin enda á hann til ómetanlegan fróðleik í sínum fórum (gömul skjöl og sendibréf) og ákvað að tileinka hann ömmu sinni, Guðbjörgu Filippusdóttur (1855-1918), enda má alveg segja að hún sé upphafið af tilurð okkar sem kennum okkur við Heiði.Stóri dagurinn rann upp á laugardaginn var. Um eitt leytið var hist á Keldum og blessað yfir leiði ættingjanna. Næst var haldið að Gunnarsholti þar sem fenginn hafði verið fundarsalur fóðurkögglaverksmiðjunnar. Sveinn Runólfsson landgræðslu-stjóri, bauð fólk velkomið þegar klukkan var nýbyrjuð að ganga þrjú. Og svo tók pabbi við með fróðlegan fyrirlestur um upphafið. Eldri tengdasonur hans sá um sýningarvélina og las einnig minningarorð og ljóðabálka um langömmu mína, undirrituð las upp nokkur gömul bréf (það elsta frá árinu 1903) og fyrsta tengdabarnabarn ömmu og afa sagði m.a. frá sinni fyrstu reynslu af kynnum sínum af Heiðarættinni. Myndasýningin kom svo í kjölfarið. Að lokum var hist á Helluvaði (þar sem amma heitin átti sín síðustu ár hjá yngstu dóttur sinni). Helluvaðsfjölskyldan hafði skipulagt skemmtilega þrauta- og ratleiki sem farið var í á meðan aðrir í sömu fjölskyldu sáu um að elda ofan í mannskapinn. Það var sungið, leikið og spjallað fram eftir kvöldi. Þótt auðvitað hafi ekki öll ættin komist í þennan gleðskap trúi ég því að ástvinir okkar sem kvatt hafa þennan heim hafi verið með okkur í anda þennan skemmtilega laugardag.