- Bland í poka -
Yndislegt veðrið þessa dagana og frábært að vera í fríi. Bauð "þríburunum" með mér niður í bæ í gær. Þeir voru alveg til í það. Aðal markmiðið var að ná í myndir úr framköllun, myndirnar sem Davíð Steinn tók í Barcelona. En ég bauð strákunum upp á ís, svo stoppuðum við góða stund við tjörnina. Sáum einfættan máf og mann að leika sér með heimasmíðaðan bát. Komum við í Hljómskálagarðinum í bakaleiðinni þar sem strákarnir klifruðu upp í topp á e-s konar kaðlaklifurgrind. Komum heim rétt fyrir þrjú. Strákarnir útbjuggu sér nesti og fóru niður í Nauthólsvík, annan daginn í röð.
Síðustu helgi tjölduðum við við Hótel Eldborg. Þar var ættarmót Eyrarættar haldið (langamma Davíðs í móðurætt, hennar systkyni og niðjar), vel heppnað, skemmtilegt og gott veður. Auðvitað kom ekki úr öllum greinum en mér skilst að mætingin fari batnandi með hverju móti og næst verður þetta haldið á Austfjörðunum, þar sem þetta hófst allt saman.
Davíð tók sér frí á mánudaginn. Ella vinkona kíkti í kaffi um tíu og Aðalsteinn, maðurinn hennar kom upp úr ellefu en þau eru nýkomin frá Danmörku þar sem þau voru í sumarhúsi í tvær vikur á Jótlandi ásamt fjórum af börnunum. Kaffistundin var notaleg en alltof fljót að líða. Mér datt svo í hug að "draga" manninn með mér í heimsókn til Grindavíkur en við eigum vinafólk þar sem við heimsækjum mjög stopult. Höfum kíkt eftir heimaleiki Grindavík við Val en sá leikur var á sunnudagskvöldið var og við vorum ekki að nenna á leikinn svona beint í kjölfar útilegunnar. En við drifum okkur semsagt seinni partinn á mánudaginn og áttum aðra notalega kaffistund þar.
Æ, hvað maður mætti annars vera duglegri við að rækta vini og ættingja. Mér hefur farið stórlega aftur í þeim efnum og þarf að fara að taka mig á hvað það varðar.
Síðustu helgi tjölduðum við við Hótel Eldborg. Þar var ættarmót Eyrarættar haldið (langamma Davíðs í móðurætt, hennar systkyni og niðjar), vel heppnað, skemmtilegt og gott veður. Auðvitað kom ekki úr öllum greinum en mér skilst að mætingin fari batnandi með hverju móti og næst verður þetta haldið á Austfjörðunum, þar sem þetta hófst allt saman.
Davíð tók sér frí á mánudaginn. Ella vinkona kíkti í kaffi um tíu og Aðalsteinn, maðurinn hennar kom upp úr ellefu en þau eru nýkomin frá Danmörku þar sem þau voru í sumarhúsi í tvær vikur á Jótlandi ásamt fjórum af börnunum. Kaffistundin var notaleg en alltof fljót að líða. Mér datt svo í hug að "draga" manninn með mér í heimsókn til Grindavíkur en við eigum vinafólk þar sem við heimsækjum mjög stopult. Höfum kíkt eftir heimaleiki Grindavík við Val en sá leikur var á sunnudagskvöldið var og við vorum ekki að nenna á leikinn svona beint í kjölfar útilegunnar. En við drifum okkur semsagt seinni partinn á mánudaginn og áttum aðra notalega kaffistund þar.
Æ, hvað maður mætti annars vera duglegri við að rækta vini og ættingja. Mér hefur farið stórlega aftur í þeim efnum og þarf að fara að taka mig á hvað það varðar.