- September á síðasta degi -
Enn og aftur hafa dagarnir hlaupið frá mér án þess að ég fái nokkuð að gert. Hér verður gerð tilraun til að rekja helstu atburði afturábak...
Í gær fékk ég að fara aðeins fyrr heim úr vinnu til að ná í bankann fyrir lokun og sækja nýja debetkortið mitt. Það gamla hefði hætt að virka um leið og þessi mánuður er liðinn. Að þessu erindi loknu labbaði ég á skrifstofun til Davíðs og sótti hjá honum bílinn til að geta skutlað söngfuglinum á æfingu og sótt bikar og barmmerki fyrir DKR. Sótti manninn upp úr fimm en á heimleiðinni mundi ég eftir að skilafrestur bókasafnsbókanna þrettán væri um það bil að renna út. Hafði ekki getað framlengt skilafrestinum í Gegni því skírteinið mitt rann út fyrr í mánuðinum. Eftir stutt stopp heima ákvað ég því að fara og ganga frá þessum málum. Skilaði níu bókum, endurnýjaði skírteinið og labbaði út úr safninu með fjórar nýjar bækur (hinar fjórar af þrettán voru eftir heima og gat ég framlengt þeim um mánuð í gærkvöldi).
Af bókasafninu fór ég og sótti söngfuglinn og skutlaði honum heim. Lagði svo fyrir utan Þórshamar og hringdi og spjallaði við mömmu á meðan ég beið eftir að karatestrákurinn kæmi af æfingu. Eftir mat vöskuðum við karatestrákurinn upp saman, hann þvoði og ég þurrkaði. Svo lá leið mín til "tvíburahálfsystur minnar" en hittingurinn hjá okkur var þríþættur. Gengum alveg frá ársskýrslu og efnahags reikningi fyrir DKR með því að skrifa undir. Föndruðum svo nokkur kort á meðan við létum hugann reika sem fulltrúar í ferðanefnd óháða kórsins.
Á sunnudaginn var tónlistamessa í Óháðu kirkjunni. Af því tilefni var heldur minna að gera hjá okkur kórfélögunum en oft áður. Seinni partinn voru tvíburarnir boðnir í afmæli til fyrrum bekkjarfélaga síns úr Ísaksskóla. Fór með er þeim var skutlað og bað svo Davíð um að keyra út að Gróttu. Þar stoppuðum við í fjörunni góða stund.
Laugardagurinn fór í þramm milli heimilis, Kringlu, esperantovinkonu og Þórshamars. Fór að heiman um hálftíu og lokaði hringnum um hálftvö. Síðan var verslað. Um kvöldið skrapp Davíð við fjórða mann að hitta þann fimmtan rétt vestan við Selfoss til að spila smá póker. Við Oddur Smári skutluðum Davíð Steini í óperuna og skruppum svo í heimsókn til einnar vinkonu minnar sem var að passa dótturdætur sínar. Oddur lék við og las fyrir eldri stelpuna.
Föstudagurinn var þokkalega rólegur. Á fimmtudagskvöldið skutlaði ég söngfuglinum í óperuna og skrapp í heimsókn upp í Grafarholt. Stoppaði í næstum tvo tíma enda var langt síðan ég leit við síðast...
Í gær fékk ég að fara aðeins fyrr heim úr vinnu til að ná í bankann fyrir lokun og sækja nýja debetkortið mitt. Það gamla hefði hætt að virka um leið og þessi mánuður er liðinn. Að þessu erindi loknu labbaði ég á skrifstofun til Davíðs og sótti hjá honum bílinn til að geta skutlað söngfuglinum á æfingu og sótt bikar og barmmerki fyrir DKR. Sótti manninn upp úr fimm en á heimleiðinni mundi ég eftir að skilafrestur bókasafnsbókanna þrettán væri um það bil að renna út. Hafði ekki getað framlengt skilafrestinum í Gegni því skírteinið mitt rann út fyrr í mánuðinum. Eftir stutt stopp heima ákvað ég því að fara og ganga frá þessum málum. Skilaði níu bókum, endurnýjaði skírteinið og labbaði út úr safninu með fjórar nýjar bækur (hinar fjórar af þrettán voru eftir heima og gat ég framlengt þeim um mánuð í gærkvöldi).
Af bókasafninu fór ég og sótti söngfuglinn og skutlaði honum heim. Lagði svo fyrir utan Þórshamar og hringdi og spjallaði við mömmu á meðan ég beið eftir að karatestrákurinn kæmi af æfingu. Eftir mat vöskuðum við karatestrákurinn upp saman, hann þvoði og ég þurrkaði. Svo lá leið mín til "tvíburahálfsystur minnar" en hittingurinn hjá okkur var þríþættur. Gengum alveg frá ársskýrslu og efnahags reikningi fyrir DKR með því að skrifa undir. Föndruðum svo nokkur kort á meðan við létum hugann reika sem fulltrúar í ferðanefnd óháða kórsins.
Á sunnudaginn var tónlistamessa í Óháðu kirkjunni. Af því tilefni var heldur minna að gera hjá okkur kórfélögunum en oft áður. Seinni partinn voru tvíburarnir boðnir í afmæli til fyrrum bekkjarfélaga síns úr Ísaksskóla. Fór með er þeim var skutlað og bað svo Davíð um að keyra út að Gróttu. Þar stoppuðum við í fjörunni góða stund.
Laugardagurinn fór í þramm milli heimilis, Kringlu, esperantovinkonu og Þórshamars. Fór að heiman um hálftíu og lokaði hringnum um hálftvö. Síðan var verslað. Um kvöldið skrapp Davíð við fjórða mann að hitta þann fimmtan rétt vestan við Selfoss til að spila smá póker. Við Oddur Smári skutluðum Davíð Steini í óperuna og skruppum svo í heimsókn til einnar vinkonu minnar sem var að passa dótturdætur sínar. Oddur lék við og las fyrir eldri stelpuna.
Föstudagurinn var þokkalega rólegur. Á fimmtudagskvöldið skutlaði ég söngfuglinum í óperuna og skrapp í heimsókn upp í Grafarholt. Stoppaði í næstum tvo tíma enda var langt síðan ég leit við síðast...