- Umhleypingar -
Það er eins og hann geti ekki ákveðið sig hvort á að skella á harður eða mildur vetur. Þótt það hafi verið nokkuð milt í veðri framan af vikunni hefur færðin verið háskaleg, amk þeim sem eru meira gangandi. Reyndar er ég ekki lengur í þeim hópi en ég fór þó fótgangandi héðan og upp í Keiluhöll sl. þriðjudagskvöld. Það var síður en svo auðveld ganga en ég slapp við að detta og hafði mjög gott af þessari göngu (báðar leiðir). Á leiðinni í keiluna lenti ég í smá ógöngum, var hálfnuð upp að Perlu áður en ég valdi réttari leið sem var reyndar dimm og drungaleg og kom ég beint ofan á Keiluhöllina. Ég komst samt niður án þess að snúa við. Spilaði tvær umferðir í keilu með hressum vinnufélögum sem höfðu misjafnan kaststíl og sá skrítnasti var ekki endilega sá sem gaf minnst af sér, þvert á móti varð sá kastari frekar ofarlega í báðum umferðum. Fór svo aðeins aðra leið heim og tókst að forðast svellið að mestu.
Í gærkvöldi var kóræfing og æfðum við fyrir aðventukvöldið þann 9. n.k. Aðeins vantað tvo í kórinn sem telur nú alls 18 manns. Fyrr um daginn var söngfuglinn að æfa fyrir jólatónleikana með sínum kór. Þeir tónleikar verða 6. des. n.k. klukkan 20:00 í Hallgrímskirkju. (Um að gera að auglýsa svona óbeint á ská!) Nú svo ég ég haldi áfram þá er geisladiskur DKR Vængir komnir út og hægt að nálgast hann í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju eða kaupa af kórfélögum. Það verður líka hægt að kaupa hann á jólatónleikunum en þá er opinber útgáfudagur disksins.
Jæja, tíminn er floginn frá mér enn eina ferðina. Ekki nóg með að vikan sé langt komin heldur er mánuðurinn að klárast og aðventan alveg að byrja. Farið vel með ykkur!
Í gærkvöldi var kóræfing og æfðum við fyrir aðventukvöldið þann 9. n.k. Aðeins vantað tvo í kórinn sem telur nú alls 18 manns. Fyrr um daginn var söngfuglinn að æfa fyrir jólatónleikana með sínum kór. Þeir tónleikar verða 6. des. n.k. klukkan 20:00 í Hallgrímskirkju. (Um að gera að auglýsa svona óbeint á ská!) Nú svo ég ég haldi áfram þá er geisladiskur DKR Vængir komnir út og hægt að nálgast hann í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju eða kaupa af kórfélögum. Það verður líka hægt að kaupa hann á jólatónleikunum en þá er opinber útgáfudagur disksins.
Jæja, tíminn er floginn frá mér enn eina ferðina. Ekki nóg með að vikan sé langt komin heldur er mánuðurinn að klárast og aðventan alveg að byrja. Farið vel með ykkur!