- Síðasti föstudagur mánaðarins -
Ósköp er ég eitthvað orðin léleg við skriftirnar, þetta nær bara ekki nokkurri norðanátt. Það gerist alveg hellingur í kringum mig og ég hugsa annan eins helling en þegar kemur að því að setja þessar hugsanir eða þessa atburði niður í skrifað mál og gefa það út á netið þá vandast málið heldur betur. Stundum er það tímaleysi, stundum andleysi og stundum eitthvað allt, allt annað. En ef þetta andleysi fer ekki að lagast þá þarf ég að fara að huga að því að taka mér ævilangt bloggfrí og fara að sinna öðrum málum betur. Sjáum hvað setur. Góða helgi!