31.5.23

Síðasti dagur maímánaðar framundan

Klukkan er ekki nema hálfsex en þar sem mér tókst ekki að sofna aftur ákvað ég að fara á fætur og undirbúa mig fyrir daginn. Í gær var ég að vinna milli hálfátta og hálffjögur.  Á leiðinni yfir í sund spjallaði ég við pabba. Var búin með eina ferð í kalda og 100 metra bringusund þegar kalda potts vinkona mín mætti á svæðið. Fórum tvær ferðir í kalda, eina í 42°C, gufu, og svo annan eins hring. Eftir seinni gufuferðina fór vinkona mín í sína fimmtu ferð í kalda en ég settist á stól í smá stund áður en ég fór inn í sturtu. Kom við í Krónunni við Fiskislóð á heimleiðinni svo klukkan var að verða sex þegar ég lagði í hornstæðið hér heimavið. Gerði nokkrar tilraunir til að ná í syni mína í síma. Oddur varð á undan að hringja til baka. Ætlaði fá upphafi að biðja hann um að koma út og sækja vörurnar út í bíl og ganga frá þeim. Davíð Steinn hringdi líka til baka en ég gat upplýst hann um að málin væru komin í ferli.

30.5.23

41 ár síðan ég fermdist, hvítasunnudag 1982

Rumskaði fyrst um fjögur í gærmorgun en svaf svo áfram til klukkan að verða átta. Pabbi kom fram um tíu leytið en hann hafði reyndar vaknað um sex og fengið sér eitt harðsoðið egg. Hann tvær ferðir í búðina, fyrst of snemma því það opnaði ekki fyrr en klukkan tólf. Um tvö leytið bauð hann upp á saltfisk með kartöflum og rófu. Allt soðið í sama pottinum og mjög gott. Um hálffimm kvaddi ég og brunaði beint í bæinn. Kom heim um sex. Oddur var einn heima. Davíð Steinn kom heim tveimur tímum seinna en hann skrapp aðeins út að borða í gær.... alla leið til Akureyrar, ásamt einum vini sínu og samstarfsmanni. Þeir voru á frívakt í gær og líka í dag. Sonurinn með nýja bílprófið og eigin bíl er greinilega að æfa sig mjög mikið í umferðinni.

29.5.23

Í heimsókn hjá pabba

Ég gat sem betur fer sofnað aftur um hálffimm leytið í gærmorgun. Vaknaði aftur upp úr klukkan hálfníu. N1 sonurinn lagði af stað í vinnuna um það leyti og ég dreif mig skömmu síðar í sund. Synti 300 metra áður en ég fór fyrstu ferðina í kalda pottinn. sá pottur var 6,4°C. Sat í honum í uþb þrjár mínútur áður en ég fór yfir í sjópottinn. Þar sat ég örugglega í um fimmtán mínútur. Eftir næstu ferð í kalda pottinn fór ég í gufu. Var það í svipaðan tíma og í sjópottinum. Fór í kalda stuttu og dýfði mér örstutt aftur í kalda, settist á stól í smá stund áður en ég fór upp úr. Skv. snapp-kortinu var systir mín lögð af stað frá Hellu og var komin austur fyrir Vík á ellefta tímanum. Ég hringdi í hana og spjallaði smástund. Þau hjónin og hundarnir voru á leiðinni á Höfn að heimsækja vinkonu þeirra. Vinkonan hafði reyndar líka gert stopp á Hellu og fengið gistingu svo hún var í samfloti með þeim austur. Ég hellti mér upp á sterkt kaffi þegar ég kom heim. Slakaði á í tæpar tvær klukkustundir en um það leyti sem hádegisfréttir voru að byrja í útvarpinu var ég að leggja af stað austur til pabba. Eftir "innrásir" undanfarna daga var hann einn heima. Unga parið var í sveitinni hjá foreldrum hans. Bjarki kom reyndar tvisvar sinnum. Í annað skipti til að sækja sparifötin sín því hann var á leið í fermingaveislu frænda síns og í seinna skiptið til að sækja smá dót fyrir Bríeti. Þessi ungi maður var að útskrifast úr FSu sl. föstudag af rafvirkjabraut. Við pabbi horfðum á leik í enska. Reyndar byrjaði pabbi ekki að horfa fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn í leik Southamton og Liverpool sem fór 4:4 og ég var að flakka á milli stöðva og skoða brot úr hinum leikjunum sem sýndir voru úr síðustu umferðinni. Um korter í sjö var ég með matinn tilbúinn, bleikju og soðin gróf grjón sem ég hafði bætt niðurskornum lauk út í síðasta korterið. Þetta var mjög gott. Um þetta leyti var ég búin að ákveða að gista og fékk ég mér því 2-3 hvítvínsglös úr beljunni í aukaísskápnum í gærkvöldi. Drakk þau ekki mjög hratt en áhrifin entust fram eftir kvöldi. Horfði á tvo þætti í þriðju seríunni Happy Valley um lögreglukonuna Cathrine Cawood. En þegar pabba fór að sofa um hálfellefu leytið slökkti ég á sjónvarpinu og vafraði um á netinu í rúma klukkustund eða svo. 

28.5.23

Varla kominn nýr dagur

Einhverra hluta  vegna rumskaði ég um þrjú leytið eftir innan við fimm tíma svefn. Hvort sem það var fuglasöngur eða það að byrjað var að birta aftur þá tókst mér ekki að svæfa mig aftur, amk ekki í bili. Ég var mjög snemma á fótum í gærmorgun líka, komin á stjá um sex. Þrátt fyrir að veðrið væri með besta móti kallaði "útið" ekkert á mig, hvorki sund- sjó- eða gönguferðir. Fann enn fyrir hálsinum en ég var ekki beint slöpp. Tók innidag, smá þrif en aðallega hámhorf, prjón og netvafr. Ætla ekkert að skammast mín fyrir þetta. Gærdagurinn er liðinn og kemur ekki aftur. Framundan er nýr dagur og ný ævintýri. Vonandi mun ég ná að sofna smá stund aftur þangað til kominn er tími á næstu sundferð.

27.5.23

Nýjir mælar

Í vikunni fékk ég mail frá fjölmiðlahópnum með skilaboðum um að það ætti að senda til okkar nýja mæla sem eru þannig gerðar að þeim fylgja hleðslusnúrur og það þarf ekki að vera nálægt mótaldinu/ráternum til að skila inn gögnum. Rétt fyrir hálfþrjú í gær fékk ég smáskilaboð frá póstinum um að ég ætti pakka í póstboxunum í Kringlunni. Ég var nýkomin út af vinnustað. Kom fyrst við í Fiskbúð Fúsa, langaði að þessu sinni bæði í harðfisk og ýsuflök. Næst lá leiðin í Kringluna. Þegar ég var búin að leggja bílnum hringdi í Davíð Stein til að fá leiðbeiningar. Hann gaf mér þær en bætt við að ef mér tækist ekki að fylgja þeim mætti ég alveg framsenda skilaboðin til hans. Ég fann póstboxin í rýminu hjá upplýsingunum. Þurfti ekki að biðja um neina aðstoð, skjárinn við boxin leiddi mig áfram og í skilaboðunum frá póstinum fylgdu tvö pin númer og líka slóð með QR-kóða. Notaði pinnin og skápurinn þar sem pakkinn til mín var, opnaðist strax. Var sem betur fer með poka með mér. Kom svo við í Heilsuhúsinu og keypti m.a. gulrótarbrauð. Var með sjósundsdótið með mér í bílnum en notaði það ekki að þessu sinni heldur fór heim. Í pakkanum voru þrír mælar og þrjár hleðslusnúrur. 

26.5.23

Rigning en minni ferð á logninu

Gærdagurinn var alveg ágætur þótt ég sé ekki alveg orðin 100%. Við sumarstelpan tókum að okkur kortamálin og eftir kaffi fékk hún loksins að æfa sig aðeins á ítroðsluendanum. Hún stóð sig mjög vel og allt daglegt var búið um hádegi. Í hádeginu hringdi Davíð Steinn í mig. Hann var nýbúinn að skila Huldu af sér út á Reykjavíkur flugvöll og var staddur í Krónunni við Fiskislóð. Hann hafði munað eftir því að ég talaði um að það færi að vanta ost svo ég þyrfti að skreppa í búð fyrr en seinna. Og þar sem hann mundi þetta þegar hann var staddur í búðinni ákvað hann að hringja í mig og spyrja hvort það vantaði eitthvað fleira. Hætti vinnu rétt fyrir þrjú og fór beint yfir í Laugardalslaug. Hringdi í pabba þegar ég var á komin á bílaplanið þar og spjallaði við hann í dágóða stund. Hann var mjög ánægður með innrásina sem hann fékk aðfaranótt fimmtudags. Ég hitti kalda potts vinkonu mína í hennar fyrstu ferð í kalda pottinn. Fór þrjár ferðir með henni og svo í gufu. Heitasti potturinn var lokaður en mér fannst 42°C alveg nógu heitur á milli. Ekkert varð úr að ég tæki smá sundsprett en ég þvoði mér vandlega um hárið áður en ég fór upp úr og heim, ekki búin að þvo það í næstum tvær vikur. En þá er spurningin hvenær ég syndi á bakinu næst, líklega ekki fyrr en annan laugardag... 

25.5.23

Öryggisnámskeið

Ég ákvað semsagt að drífa mig í vinnuna í gærmorgun. Var mætt um hálfátta. Vinnudagurinn gekk vel fyrir sig en ég þornaði aðeins upp í hálsinum þegar fór að líða á daginn. Var sem betur fer með hálfbrjóstsykur með mér, tveir mola dugðu alveg. Klukkan var langt gengin í fimm þegar ég kom heim. Aðeins Oddur var heima en um klukkustund seinna komu Davíð Steinn og Hulda. Þau höfðu eytt lungan úr deginum á Hellu. Fyrst til að leggja sig og svo til að eiga tíma með afa sínum. Komu víst við á Bakkanum með dagblöð fyrir Jasmín (hundinn) til að nota fyrir þarfir sínar. Þau frændsystikynin voru búin að fá sér eitthvað að borða þegar þau komu. Hulda leit mjög þreytulega út og ég var smá lúin því ég hafði vaknað svo eldsnemma um morguninn. Ég dró mig því í hlé um hálfátta og ég vissi að frænka mín fór að sofa um átta leytið. Ég las; Vefurinn eftir  Magnús Þór Helgason, til klukkan að verða níu en fór svo sjálf að sofa.

24.5.23

Nú reynir á

N1 sonurinn var farinn í vinnuna þegar ég kom fram í gærmorgun. Var sjálf samt ekki seint á fótum en við tók enn einn heima-inni-dagurinn. Las ekki neitt fyrr en ég skreið upp í rúm rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Prjónaði ekki eina einustu lykkju. Vafraði smávegis á netinu en deginum eyddi ég að mestu í hámhorf á stóran part af af síðustu seríunni sem kom út um Þernuna, The handmaid´s Tale. Byrjaði að horfa á þennan flokk frá upphafi fyrir mörgum mánuðum síðan og hef inn á milli verið að horfa á einn og einn. Davíð Steinn kom heim úr vinnunni um átta í gærkvöldi með þær fréttir að frænkur okkar, systurnar, væru að koma frá Póllandi. Seinkun væri á fluginu hjá þeim ein líklega lentu þær á þriðja tímanum í nótt. Davíð Steinn tók á móti þeim í Keflavík og brunaði með þær báðar beint austur á Hellu. Þar ætluðu hann og Hulda að hvíla sig og aðeins að heilsa upp á afa sinn áður en þau kæmu svo í bæinn. Hulda hefur ekki hitt afa sinn síðan á fyrstu Árlandsleikunum um miðjan júní í fyrra. Veit ekki hvort Bríet átti að mæta í vinnu í dag. Veit líklega meira um þessi mál á morgun. 

23.5.23

Botna ekkert í þessu

Hringdi yfir í heilsugæsluna um hálftíu í gærmorgun og spurði hvort hægt væri að mæta "inn af götunni" til að láta athuga með streptókokka. Já, það væri hægt milli tíu og tólf eða eitt og þrjú. Ég fór strax klukkan tíu og þurfti ekki að bíða lengi. Hjúkrunarfræðingurinn skoðaði upp í mig og sagði að roðinn í hálsinum væri ekki það mikill og taldi að ekki þyrfti einu sinni að taka sýni. Ég yrði bara að vera þolinmóð og halda áfram að fara vel með mig. Fyrir þessa heimsókn borgaði ég 500 krónur. Ef taka hefði þurft sýni hefði ég þurft að borga heldur meira. Mér var létt við þessar niðurstöður og viss um að allt væri á réttri leið. Fór beint heim og hellti mér upp á sterkt kaffi. Hringdi í pabba fljótlega. Hann er hress og brattur. Hringdi líka í fyrirlið kortadeildar til að upplýsa um stöðuna. Kláraði að lesa bókina eftir Arnald. Horfði á einhverja þætti, vafraði smá á netinu og hringdi einnig í Jónu Mæju sem er gift bróðursyni pabba. Hún verður sjötug í nóvember og var að hætta að vinna hjá Landgræðslunni eftir rúmlega fjörutíu ára starf á skrifstofunni. Reynir verður setxtíuogfimm í desember og hann langar líka til að fara að hætta. Dagurinn leið ósköp hratt og mér leið ágætlega ég var því frekar svekkt þegar ég mældist með sjö kommur áður en ég fór að sofa í gærkvöldi. Svaf þó alveg ágætlega en það eru ennþá eymsli í hálsinum. Hvenær eiginlega skyldi þetta ganga yfir?

22.5.23

Hitakommuvesen

Var vöknuð alltof snemma eftir smá órólegan svefn í fyrrinótt. Ákvað að drífa mig á fætur þótt klukkan væri ekki orðin sjö og það á sunnudegi. Áður en ég fór að sofa á laugardagskvöldið mældi ég mig, frekar bjartsýn því mér fannst sem allt væri í rétta heilsuátt. Tæplega átta kommur og svekkelsi yfir því að ég væri ennþá best geymd heima og ekkert á leiðinni út hvað þá í sund og svoleiðis. Setti inn daglega færslu, vafraði aðeins á netinu en greip svo í bók. Á ellefta tímanum hellti ég upp á sterkt kaffi. Davíð Steinn kom fram um ellefu leytið en hann var búinn að taka að sér aukavakt milli tólf og fjögur upp á Gagnvegi. Hann var á árshátíð á laugardagskvöldið en fór á bílnum og var því edrú. Ég var sofandi þegar hann skilaði sér heim sem hann sagði að hefði verið einhvern tímann um eittleytið. Hann tók tvær aukavaktir á föstudaginn var, rúma tvo tíma á N1 í Borgartúni milli hálftíu og tólf og svo fjóra tíma á N1 í Mosfellsbæ um kvöldið milli, hálfátta og hálftólf. Og þegar þetta er skrifað er hann á sínu vinnuplani en að leysa af í Mosfellsbænum sem starfsmaður á plani næstu tvær vikurnar vegna sumarfría. Það er sko gott að hann er kominn með bílpróf og á eigin bíl. Hann kom heim rétt fyrir hálffimm í gær til að skipta um föt og sækja bróður sinn en þeir fóru til pabba síns með afmælisgjöf til litla bróður þeirra sem varð sex ára þann 18. sl. Ég bað þá um að koma við á Kringlusafninu í leiðinni og skila fyrir mig 5 bókum sem ég voru að komast á tíma og ég búin að lesa. Minnir að skilafresturinn hafi verið til 22. sem er í dag en svona er lang best að bera sig að ef maður vill passa að bæta ekki í bókaflóruna. Er enn með þrjár bækur af safninu sem skila þarf um næstu mánaðamót. Tvær af þeim eru; Hundur eftir Alejandro Palomas og Kyrrþey eftir Arnald Indriðason. Upp úr hádeginu í gær hringdi ég í fyrirliða kortadeildar til að taka stöðunni á henni og láta hana vita um stöðuna á mér. Hennar kvefpest færðist úr hálsinum yfir í nefið og snýtingar en hún var hitalaus og nokkuð hress. Ég hef sloppið við snýtingar en hálsinn er enn aumur og ég er alltaf komin með smá kommur þegar fer að líða á daginn.

21.5.23

Hálssærindin enn að hrjá mig

Vaknaði frekar snemma í gærmorgun, miðað við að það var og er helgi og ég lasin. En það helgast sjálfsagt mest af því að ég fór nokkuð snemma að sofa í fyrrakvöld. Svaf líklega hátt í tíu tíma í heildina. Eftir færslu gærdagsins útbjó ég mér engiferdrykk. Las í klukkustund áður en ég greip aðeins í prjónana mína. Nú hef ég lokið við að lesa allar bækur sem eru með skilafrestinn til 22. maí n.k. Skynsamlegast væri hjá mér að fá strákana til að skila þessum bókum svo ég bæti engri í safnið í bili. Um hálftólf hellti ég upp á kaffi og ristaði mér brauð. Bjó til samloku með hummus, Flúðasveppasneiðum og osti. Síðan kveikti ég á sjónvarpinu. Horfði á hluta af hádegis leiknum Tottenham - Brentford 1:3. Heimaliðið vann fyrri hálfleikinn með einu marki beint úr aukaspyrnu snemma leiks sem Harry Kane skoraði. Klukkan tvö voru fjórir leikir á dagskrá. Ég fylgdist að sjálfsögðu aðallega með leik Liverpool og Aston Villa, 1:1 þar sem gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en Púllarar náðu inn jöfnunarmarkinu á áttugustuogníuundu mínútu. Hellti mér aftur upp á kaffi um þrjú leytið og drakk í heildina fjóra kaffibolla yfir daginn. Horfði á nokkra þætti, glefsur úr síðasta leik dagsins og reyndi að öðru leyti að fara extra vel með mig. Fjórum sinnum yfir daginn skrapp ég í þvottahúsið, til að setja í vélar og hengja upp. Fór í háttinn um tíu leytið. Ákvað að mæla mig og var frekar svekkt með að mælast með sjö kommur. Held samt ekki að það sé þvottahúsferðunum að kenna en ég vona að þetta fari að ganga yfir sem allra, allra fyrst.

20.5.23

Svipuð staða á heilsu

Ég skrönglaðist á fætur um átta leytið í gærmorgun. Útbjó mér fljótlega engiferdrykk og sat með hann og bók í hönd í stofunni. Ég virðist ekkert eiga erfitt með að lesa þannig að hitinn er ekki svo mikill og meðan ég get andað með nefinu og haft munninn sem mest lokaðan fækka ég hóstaköstunum til muna. Tók samt all nokkur hósta og hnerraköst í gær. Um ellefu leytið hellti ég upp á sterkt kaffi og ristaði brauð. Kaffibollarnir urðu tveir en svo ekki fleiri yfir daginn. Voru þá einum færri heldur en kaffibollar fimmtudagsins. Eftir hádegisfréttir fór ég að horfa á þætti úr seríunni Station 19. Hef verið að horfa á þessa seríu en undanfarið hafa þættirnir safnast upp, líklega helst vegna þess að ég er að fylgjast með nokkuð mörgum seríum en hef takamarkaðan tíma í annríki daganna til að horfa of mikið. Vil líka heldur eiga einhverjar stundir til að lesa sem og stunda sund, kalda pottinn og sjóinn. En þessa dagana held ég mig heimavið og vona að hálsbólgan gangi sem hraðast yfir og ég komist í vinnu og út fyrir dyr strax eftir helgina. Var komin upp í rúm rétt fyrir níu í gærkvöldi. Las til klukkan að verða hálftíu. Rumskaði fyrst um hálfsex í morgun, eftir átta tíma svefn. Gat sem betur fer sofnað aðeins aftur, þó ekki lengur en tæpa tvo tíma. 

19.5.23

Lasin

Þrátt fyrir að fara extra vel  með mig, drekka heita engiferdrykki og halda mig innan dyra ágerðust hálssærindin og í gærkvöldi var ég komin með nokkrar kommur og farin að hósta að auki. Hálsverkurinn leiðir stundum út í eyru en nefið er alveg laust við hor og get ég andað vel með því sem betur fer því ef ég þyrfti að anda með munninum mundi hálsinn þurrkast upp og ég hósta meira. Fór á fætur um hálfníu leytið í gærmorgun. Slenið hafði engin áhrif á lestur, netvafr og þáttaáhorf og ég hafði líka matarlyst. Las í rúma klukkustund í gærmorgun og dreypti á heitum engifervökva sem ég útbjó sjálf. Á tólfta tímanum hellti ég upp á sterkt kaffi og ristaði mér speltbrauðsneiðar sem ég smurði með hummus, osti og þunnt skornum flúðasveppum. Bjó til samloku úr þessu. Um tvö leytið útbjó ég mér aftur engifervatn. Tíminn var ekkert að láta bíða neitt eftir sér og dagurinn leið frekar hratt. Var komin upp í rúm rétt rúmlega níu. Las um stund en var líklega sofnuð um hálfellefu. Vaknaði upp í hóstakasti um tvöleytið og aftur um fjögur leytið. Ákvað þá að það væri ekkert við í því að skreiðast til vinnu. Rumskaði um sjö í morgun til að senda eftirfarandi skilaboð í vinnuna: 

Með hálsbólgu og hitavelling

hósta líka mikið.

Ekki fær um heilan helling

heima fyrir vikið.

18.5.23

Smá hálsbólga

Ég var mætt í vinnu um hálfátta. Í þetta sinn var ég í bókhaldinu, sú fjórða no. eitt að hlaða inn á vél og troða í, sumarstelpan á móttökuendanum og fyrirliðinn niðri til aðstoðar til klukkan hálftólf. Milli klukkan hálftíu og tíu var kaffi, fundur og þar af leiðandi boðið upp á eitthvað að maula með kaffinu. Að auki átti einn vinnufélagi okkar afmæli í gær og hann kom með tertu af því tilefni. Fyrirliðinn fékk að fara um hálftólf til að sækja yngsta bróður sinn. Þau voru að fara til að vera við útför móðurbróður þeirra. Líkt og í fyrradag þurfti að gefa sér extra tíma í umferðinni. Daglegri framleiðslu lauk rétt fyrir tólf. Eftir hádegi kláraði sumarstúlkan að pakka því sem er að fara í útibú í fyrramálið, við hinar tvær settum af stað þá endurnýjun sem byrjað var að framleiða í fyrradag. Sumarstelpan tók svo aftur við á móttökuendanum þegar hún var búin að pakka. Þá var líka búið að telja allt og rétt fyrir hádegi hafði ég undirbúið allar póstsendingar. Ég tók þá ákvörðun að þar sem það væri eins konar föstudagur skildum við hætta og ganga frá um tvö. Þá var búið að framleiða 750 kort og aðeins rétt rúmlega helmingur af stærstu og síðustu skránni eftir. Hluti af þessari hættu-ákvörðun var reyndar sú að ég þurfti að fara heim með bílinn svo Oddur gæti skutlað systurdóttur minni í banka og svo til Keflavíkur. Var ekki viss hversu lengi ég yrði á leiðinni heim og hversu lengi þau myndu vera. Þetta gekk reyndar allt voða vel og voru þau akkúrat að koma til Keflavíkur þegar Bríet var á leið út úr flugstöðinni að koma heim úr æfingabúðum frá Sviss. Þau gátu sótt hana og hún leiðbeint þeim heim til vinkonu sinnar í Keflavík. Þar fengu þær að vera fram eftir kvöldi og var svo skutlað út á flugvöll af vinkonunni eða mömmu hennar en litla systirin bauð nefnilega stóru systur með sér í brúðkaupsveislu til Póllands. Áður en Oddur lagði af stað til baka frá Keflavík þurfti hann að jafna loftþrýstinginn á dekkjunum en það hefur ekki þurft að gera það síðan sumardekkin voru sett undir og það er nú alveg mánuður síðan það var gert og búið að keyra helling um á þeim tíma.

17.5.23

Aðeins öðruvísi dagur í gær

Ekkert varð  úr yfirsetu í gær, kannski sem betur fer. Framleiðsludagurinn var í stærra lagi, um þúsund kort í heildina og vélin tók smá kast um tíu leytið. Hefðum líklega aldrei getað afhent vélina alveg á réttum tíma. Í staðinn fengum við tækifæri til að byrja á hinum hlutanum á endurnýjuninni sem kom til framleiðslu þann 3. sl. Ég var í sama hlutverki og að auki var ég þeirri fjórðu innan handar um þá hluti í bókhaldinu sem hún hefur ekki þurft að sinna áður. T.d. að undirbúa endurnýjun undir að verða send í póst. Þau rúmlega áttahundruð kort sem voru endurnýjuð í fyrradag fóru út úr húsi í gærmorgun. Hættum framleiðslu og gengum frá niðri um tvö leytið. Sumarstúlkan og sú fjórða fóru að hjálpa til á seðlavélunum uppi en það var rólegt yfir innleggjunum svo við fyrirliðinn máttum stinga af um hálfþrjú. Ég fór í sund en komst ekki alveg beinustu leið vegna lokana. Þurfti samt ekki að fara langan krók og lenti ekki í neinni biðröð. Hringdi í pabba áður en ég fór inn í sundlaugabygginguna. Hafði hugsað mér að synda smávegis áður en kalda potts vinkona mín mætti á svæðið en það var sundkennsla og leikur í útilauginni sem dreifðist á nær allar brautir. Ég notaði þetta sem afsökun til að bíða bara í sjópottinum eftir fyrstu ferðina í þann kalda.

Davíð Steinn sótti Huldu frænku á Reykjavíkurflugvöll um tvö leytið í gær. Það var yndislegt að fá þessa frænku sína í heimsókn. Hún gisti í stofunni í nótt en seint í kvöld fara þær systur saman til Póllands í brúðkaupsveislu til pólskra vina og vinnufélaga Bríetar.

16.5.23

Yfirseta í dag milli tólf og fjögur

Ég var mætt í vinnu um hálfátta í gærmorgun. Þar sem fyrirliðinn sá um bókhaldið í síðustu viku og fyrrum fyrirliði er farin í sumarfrí ákvað ég amk að taka til fyrstu tölur. Þrír af sex sumarstarfsmönnum sem ráðnir verða í sumar eru komnir og ákveðið var að ein af þeim kæmi í kortadeildina. Sú fjórða var einnig með okkur í gær. Við fyrirliðinn höfðum séð það fyrir okkur að hún myndi leiðbeina sumarstúlkunni en rétt áður en allt fór í gang var ákveðið að sú fjórða færi í bókhaldið, fyrirliðinn á ítroðsluendann og ég að leiðbeina á móttökuendanum. Vélin var með mánudagsmótþróa, það þurfti að taka hana niður og framleiðslan hófst ekki fyrr en upp úr klukkan hálfníu og rúmlega það. Engu að síður vorum við búnar að framleiða fyrsta skammtinn og telja um hálftíu. Þá skruppum við í kaffi. Restin af daglegri framleiðslu, einnig það sem kom um ellefu leytið, var klárað um tólf. Eftir hádegi dembdum við okkur í endurnýun og framleiddum rúmlega áttahundruð kort á innan við tveimur tímum. Allan tímann var ég að aðstoða og leiðbeina á móttöku endanum. Ég fékk að stinga af korter yfir tvö og var komin yfir í K2, Katrínartún skömmu síðar. Þar fór fram kveðjuathöfn fyrir sex af vinnufélögum mínum til margra ára. Sá sem var búinn að vinna lengst hjá RB byrjaði 1980 og "unglingurinn" í þessum hættu hóp byrjaði árið sem tvíburarnir mínir fæddust. Þetta voru tvær konur og fjórir menn. Forstjórinn og einn framkvæmdastjórinn voru með yfirlit yfir ýmislegt sem gerðist árin sem þetta fólk hóf störf sem og starfsferilinn hjá RB. Starfsmannafélagið sem og RB vinnustaðurinn leysti fólkið út með blómum, konfekti og gjafakortum. Boðið var upp á kampavín og stærðar rjóma-marsípan tertur. Ég lét mér nægja að fá mér kaffi með minni tertusneið. Fékk að faðma vinnufélagana sem var að kveðja. Einn af þeim vann öll sín 35 ár á K1, Kalkofnsvegi. Úr kveðjuhófinu fór ég beinustu leið í Nauthólsvík. Vorpassinn var runninn út og nú er loksins búið að ákveða að hér eftir verður ekki lengur fríkeypis í sjóinn og aðstöðuna á sumrin. Ég ákvað strax að fjárfesta í árskorti sem kostar 19.200 kr. og mun ég fá það að mestu endurgreitt í gegnum íþróttastyrkinn í vinnunni. Með vorpassanum og árskortinu í sund er ég komin aðeins yfir 65 þúsund kr. þakið. Það var flóð og sjórinn yfir átta gráðum svo ég ákvað að prófa að nota strandskóna. Það virkaði bara nokkuð vel og sjórinn fór ekki að "bíta" fyrr en ég var búin að svamla um í tíu mínútur.

15.5.23

Fjórir vinnudagar í þessari viku

Ég var komin á fætur upp úr klukkan sjö í gærmorgun og í sund áður en klukkan var orðin hálfníu. Það urðu 4 ferðir í kalda, 460m bringusund, 40m skriðsund, ein ferð í sjópottinn, 15mín í gufu og smá "sólbað" áður en ég fór upp úr. Skrapp næst í Krónuna út á Granda. Keypti álfinn í anddyrinu. Vörurnar úr búðinni komust rúmlega hálfa körfu af minni gerðinni. Var komin heim stuttu fyrir ellefu. Gekk frá vörunum, sótti þvott á snúrur, setti í vél í leiðinni og hellti mér svo upp á fyrstu kaffibolla dagsins. Var búin að drekka 3 bolla um eitt og svo ekkert meir þann daginn. Um hálfþrjú leytið skrapp ég í stuttan, tæplega hálftíma göngutúr sem forritið í símanum mældi sem 2,2km. Annars var ég að gera svipaða hluti og á laugardaginn.

14.5.23

Morgunstund fyrir sund

Var komin á fætur tuttugu mínútum yfir sjö í gærmorgun. Korteri áður hafði ég heyrt í N1 syninum fara út úr húsi á leið upp á Gagnveg á helgarvakt. Ég gaf mér tíma til að vafra aðeins um á netinu. Um átta setti ég í þvottavél og fór svo í sund. Fimm ferðir í kalda, 500 metra stund flestar ferðir á bakinu, einu sinni heitasti potturinn, sjópotturinn, 15 mínútur í gufu og smá "sólbað" áður en ég fór upp úr og þvoði mér um hárið. Hitti mikið af fólki, m.a. sjósundsvinkonu mína sem var að koma þegar ég var að fara. Var mætt hjá esperanto vinkonu minni um hálfellefu. Ekkert varð úr esperanto því mestur tíminn fór í heilabrot yfir smá kafla í nýjustu krossgátu bændablaðsins. Kom heim um hálfeitt. Hengdi fljótlega upp úr vélinni. Hellti mér upp á sterkt kaffi og svo leið dagurinn við alls konar. Reyndar greip ég ekkert í prjónanana og það var ekki fyrr en ég kom upp í rúm um ellefu sem ég greip í bók, las þá í um klukkustund. En ég hringdi í Pabba, æskuvinkonu mína, eldri systur dóttur mína og eina fyrrum samstarfskonu mína úr kortadeildinni. Horfði á fótbolta, þætti, mynd og stigagjöfina í söngvakeppninni. Og svo fór einhver tími í það sem sjaldan er skrifað um.

13.5.23

Helgarfrí

Þegar klukkan var tólf mínútur gengin í átta í gærmorgun og N1 sonurinn ekki kominn fram hringdi ég í hann þótt ég sæti inn í stofu. Í ljós kom að hann hafði gleymt að stilla vekjaraklukkuna og fékk smá áfall. Ég var á undan honum út úr húsi og í mína vinnu. Hann sendi mér sms skömmu fyrir klukkan átta til að þakka mér fyrir að ýta við sér. Hann hafði mætt í sína vinna tvær mínútur yfir hálfátta, sem var innan skekkjumarka. Vinnufélaginn var að hugsa um að fara að hringja í hann. Sonurinn fór semsagt í fyrsta skipti í vinnuna á sínum eigin bíl. Þegar hann var að nota strætó þurfti hann að fara út tuttugu mínútum fyrir sjö. Ég var annars á móttöku endanum á vélinni. Taskan með fyrstu framleiðslu var afhent á réttum tíma og þegar við fórum í mat vorum við búnar að vinna upp alla daga til 11. maí. Debetið og hádegisskammtur gærdagsins var svo framleitt milli eitt og rúmlega tvö. Þegar ég fékk að fara rétt fyrir hálfþrjú var aðeins eftir að telja og ganga frá vögnunum.  Ég fór heim, skipti um bol og peysu, fór í nýju kápuna mína og fékk Odd til þess að skutla mér í K2. Þar var viðburðurinn "Kona býður konu". Reyndar bauð ég ekki neinni með mér en þessi viðburður var mjög áhugaverður og ég hitti líka all nokkrar sem ég þekkti. Labbaði heim um fimm leytið og skráði gemsinn á mig 1,5km göngu.

12.5.23

Törn

Við fyrrum fyrirliði vorum komnar niður í framleiðsluherbergi korter fyrir átta. Á tveimur og hálfum tíma náðum við að sópa upp allri morgunkredit framleiðslunni frá því sem út af stóð á mánudaginn, það sem kom á þriðjudag, miðvikudag og það sem var til framleiðslu í gær. Sá sem sækir var til í að bíða þetta korter til að fá allt afhent. Eftir þessa törn skruppum við upp í kaffi og til að fylla á vatnsflöskurnar okkar. Til klukkan tólf vorum við að framleiða debet og hádegiskreditið frá áttunda maí og hluta frá níunda. Eftir hádegi framleiddum við níunda og hluta af tíunda maí. Um tvö byrjuðum við að pakka þessu og framleiddum þá á meðan kort sem ekki fara alla leið á form og í umslög. Hættum og gengum frá upp úr klukkan þrjú og þá stóð út af hluti af tíunda og ellefta sem verður vonandi kláraður með því sem er til framleiðslu í dag. Var komin í sund rétt fyrir fjögur. Hringdi í pabba þegar ég var komin á planið við Laugardalslaug. Davíð Steinn var fyrir austan. Hafði farið með frænku sína á rúntinn og þvoði og bónaði bílinn sinn. Fékk m.a. að nota skúrinn hjá afa sínum. Hann kom svo heim um níu leytið og fer væntanlega á bílnum á vinnuvaktina á dag og um helgina. 

11.5.23

Hinn sonurinn líka kominn með bílpróf

Var vöknuð stuttu fyrir klukkan sex. Morgunrútínan svipuð og flesta virka daga. Mætti í vinnuna um hálfátta. Ég byrjaði á því að fara inn á kaffistofu með prjónana mína, fylla á vatnsbrúsann og fá mér fyrsta kaffibolla dagsins. Skömmu síðar opnaði ég seinni lásinn á hvelfingunni uppi. Um átta var fyrirliðinn búin að taka saman kredit tölur dagsins svo ég fór niður að hlaða þeim inn og öllu öðru sem var komið á vélina. Tilkynnti Indó og Emmu tölur á teams hópinn í kortagerð. Fyrirliðinn og fyrrum fyrirliði fóru innleggin. Þegar ég kom upp aftur var ég aðeins að skoða og garfa í reikningagerðamálunum, aðeins að undirbúa mig undir næstu mánaðamót því sú sem oftast sér um þetta er að fara í mánaðar sumarfrí eftir þessa viku. Eftir kaffi fór ég niður með skiptiblaðið og framleiðslutölur fyrir debetið, fyllti út það fyrrnefnda, klemmdi blöðin saman og setti aftast í debet bunkann. Skömmu seinna kom annar viðgerðarmaðurinn til að reyna að ná þannig sambandi við framleiðsluvélina þannig að við gætum gert eitthvað af kortum. Hinn viðgerðarmaðurinn bættist í hópinn skömmu fyrir hádegi. Til að gera langa sögu stutta þá kom varahluturinn í hús á öðrum tímanum. Eftir tvær auka endurræsingar hrökk vélin í gang og hætti að vera með nokkuð vesen, líka á límmiða módúlnum og umslagavélinni. Allt virkaði. Þá var þó búið að ákveða að vinna ekki yfirvinnu. Staðan verður tekin um hádegið í dag. Við gátum þó klárað það sem við vorum með í gangi á mánudagsmorguninn og smá hluta af debetinu. Fyrirliðinn og fyrrum fyrirliði þurftu að fara um þrjú leytið en kerfisfræðingurinn var með mér síðasta klukkutímann. Hann er með aðgang að hvelfingunni og getur þar að auki sett kerfin á . Klukkan var aðeins byrjuð að ganga fimm þegar við vorum búin að ganga frá niðri. Rétt áður hringdi Davíð Steinn í mig að segja mér að hann hefði náð verklega bílprófinu. Ég var komin í sund um hálffimm. Synti reyndar ekkert að þessu sinni en fór þrjár ferðir í kalda, tvær í heitasta og eina í gufuna. Klukkan var byrjuð að ganga sjö þegar ég kom heim.

10.5.23

Auka færsla um eitt atvik gærdagsins

Klukkutíma eftir að ég kom heim í gær hringdi heimasíminn. Það var Davíð Steinn. Hann var í vinnunni og spurði mig hvort Bríet frænka væri fyrir utan. Ég trítlaði fram á gang og alla leið niður til að útidyrum til að hleypa frænku minni inn. Hún hafði hringt í Davíð Stein og spurt hann hvort hann væri heima. Stormaði framhjá mér, upp stigann og beinustu leið að salernið alveg í spreng. Þegar hún kom fram aftur knúsaði hún mig bæði hæ og bæ því hún var að drífa sig austur á Hellu. 

Uþb einn þriðji búinn af maí

Vaknaði um sex leytið og sat inni í stofu með fartölvuna í fanginu þegar N1 sonurinn kom fram rúmlega hálfsjö. Köstuðum morgunkveðju á hvort annað, mæðginin, eins og við gerum alltaf þessa morgna sem hann er að fara á vinnuvakt, mánudag, þriðjudag og föstudag aðra vikuna og miðvikudag og fimmtudag hina vikuna. Hann er semsagt á frívakt í dag og á morgun og eftir hádegið fer hann í bílprófið. Ég var mætt í vinnu um hálfátta. Þetta var svona allt öðruvísi vinnudagur og ætla ég ekkert að fara nánar út í það í þetta sinn. Var komin í sund um þrjú og búin með eina ferð í kalda og 400 metra sund þegar kalda potts vinkona mín mætti á svæðið. Aldrei þessu vant dýfði hún sér fyrst í kalda pottinn. Fljótlega eftir þetta var lokað inn í gufu vegna framkvæmda og átti ekki að opna þar aftur fyrr en um sex leytið. Við fórum því í sjópottinn eftir mína sjöttu ferð í þann kalda. Ég tók svo eina mínútu í kalda áður en ég fór upp úr og í kalda sturtu áður en ég fór heim. Horfði að hluta af fyrri riðli í söngvakeppninni. Sá m.a. atriðin tvö sem voru eftir að öll 15 voru búin að koma fram með sín framlög. Svakalega flott. Og varð líka vitni að því þegar norðurlöndin þrjú sem voru í þessum riðli komust áfram. 

9.5.23

Beðið eftir varahlutum

Var glaðvöknuð tæpum hálftíma áður en vekjaraklukkan átti að ýta við mér. Slökkti á vekjaranum og dreif mig á fætur. Næsti klukkutími var mjög fljótur að líða og fór að mestu í bloggskrif og netvafr. Mætti í vinnuna um hálfátta. Fyrirliðinn átti tíma í saumatöku um níu og við hinar tvær vissum að hún kæmi ekki fyrr en eftir það. Ég fór niður og kveikti á vélinni á meðan fyrrum fyrirliði tók saman fyrst tölur. Fylltum svo á vatnsflöskurnar og ég fékk mér fyrsta kaffibolla dagsins. Fljótlega eftir að við komum niður kom í ljós að vélin vildi ekki lengur láta plata sig varðandi bráðabirgðaviðgerð á skynjara við annan prentmódúlinn. Gátum framleitt um tuttugu kort af hundraðogsjötíu sem afhenda hefði átt um tíu. Kerfisfræðingurinn kom að hjálpa okkur um níu og svo hringdum við í viðgerðarmann. Þegar ljóst var að hann gat ekki hjálpað í gegnum símann ákvað hann að senda þann sem kemur stundum í yfirferðir til okkar. Sá komst þó ekki alveg á stundinni. Í millitíðinni, létum við vita af seinkun, fórum í kaffipásu og framleiddum þau debetkort sem ekki er prentað aftan á. Eitthvað á annað hundrað kort, öll fyrir sama banka og aðeins ein tegundin af fjórum varð útundan þar sem eitthvað er prentað á bakhliðina á þeim kortum. Viðgerðarmaðurinn kom um ellefu leytið, fékk að skreppa aðeins frá í hádeginu en um hálfþrjú var ákveðið að ekkert væri hægt að gera nema bíða eftir varahlutnum sem hafði verið pantaður með hraði fyrir helgi.

Í gær voru akkúrat sex ár frá því að ég prófaði sjóinn við Nauthólsvík í fyrsta skipti. Það var því upplagt að bjóða fyrrum fyrirliða með mér en hún fór í kælinganámskeið fyrir nokkrum misserum og var búin að eignast sjósundsskó og vettlinga. Í námskeiðinu sjálfu ("Hættu að væla og komdu að kæla") var ekki notast við svoleiðis græjur og námskeiðið fór fram á nokkrum stöðum. Sjórinn var 7,3°C, fjara og við byrjuðum á að vaða aðeinst í áttina að Kópavogi. Eftir eina og hálfa til tvær mínútur fórum við upp úr og löbbuðum landleiðina yfir í víkina. Þar var sjórinn aðeins hlýrri og eftir smá stund bauð samstarfskona mín mér að fara aftur út í þar sem við byrjuðum og ég fer oftast. Ég lét ekki segja mér það nema tvisvar og tíu mínútum seinna hitti ég svo Sillu í heita pottinum. Hún var hæst ánægð með þessa sjóferð. Ég var komin heim um fimm leytið.

8.5.23

Hundraðtuttuguastiogáttundi dagur ársins hafinn

Rumskaði frekar snemma eða um sex leytið í gærmorgun en sofnaði sem betur fer fljótlega aftur. Var komin á fætur skömmu fyrir klukkan níu. Pabbi var kominn fram og var að taka upp úr uppþvottavélinni. Eftir morgunverkin á baðherberginu, sopa af lýsi og glas af vatni með vítamíntöflunum settist ég við tölvuskjáinn í um klukkustund. Um tíu leytið fékk ég mér klementínu og settist svo inn í stofu með bækur og prjóna. Byrjaði á bókinni; Leyniviðauki 4 eftir Óskar Magnússon. Hún er ein af fimm bókum með skilafrest þann 22. maí n.k. sem hægt er að framlengja um 30 daga. Þær þrjár bækur sem ég tók síðast með heim eru með skilafrest til 1. júní og þá líka hægt að framlengja þeim fresti um 30 daga. Fyrir utan þessar átta bækur er ég með nokkrar aðrar, m.a. tvær sem ég tók með mér frá Egilsstöðum, báðar eftir Marian Keyes. Byrjaði að lesa aðra bókina fyrir austan; Vatnsmelóna, svona um það bil að verða hálfnuð með hana. Um ellefu leytið hellti ég upp á kaffi og fékk mér eitt harðsoðið egg. Í hádeginu fékk ég mér skyr með krækiberjum og rúgbrauð með síld. Ég get alls ekki borðað hálfan lítra af skyr í einu eins og pabbi gerir. Efast um að ég hafi tekið nema um einn fimmta úr dósinni sem ég opnaði. Um tvö leytið fékk ég mér örstuttan göngutúr út í Bogatún þangað sem Valur, pabbi Ellu vinkonu, býr núna. Það eru nokkur misseri síðan hann minnkaði við sig og flutti úr Heiðvanginum. Þetta var mín fyrsta heimsókn í Bogatúnið. Valur og Ingibjörg komu að Norðan á húsbílnum um síðustu helgi en þau eru til skiptis á Hellu og Blönduósi þar sem hún á sína íbúð. Hver veit nema ég eigi eftir að heimsækja þau þangað. Þegar ég kom til baka fékk ég mér pönnuköku með rjóma og horfði á það sem eftir var af leik Newcastle og Arsenal. Hafði samt þegið kaffi og sneið af gulrótarköku í Bogatúninu. Um hálfsex kvaddi ég og dreif mig í bæinn. Þoka var á heiðinni en ég var komin heim skömmu fyrir klukkan sjö. Horfði á fréttir og Landann en líka smá part af leik West Ham og Man Utd. og svo á þátt tvö úr fyrstu seríunni af Happy Valley. Var komin upp í rúm um hálftíu og las þá um stund í; Rauður maður/svartur maður eftir Kim Leine.

7.5.23

Þrúþúsundsexhundraðastaogfyrsta færslan

Var vöknuð eldsnemma miðað við að hvorki var virkur dagur né ég á skutlvaktinni. Fór á fætur stuttu fyrir klukkan sjö. Um það leyti sem morgunfréttirnar klukkan átta fóru í loftið var ég að leggja af stað í sund. Fyrsta ferðin af þremur í kalda var tuttugu mínútum síðar. Synti 500m á 25 mínútum, flestar ferðir á bakinu en 100m á bringunni og ca 70m skriðsund. Eftir næstu ferð í kalda fór ég í sjópottinn og hitta þar fyrir yngstu mágkonu mömmu heitinnar. Við spjölluðum saman í dágóða stund. Vorum svo samferða til baka þegar hún fór að synda og ég í mína loka ferð í kalda pottinn áður en ég fór í gufu. Hún fann mig svo aftur í gufunni korteri seinna. Þvoði mér um hárið þegar ég fór upp úr og fór svo beint vestur á Sólvallagötu að hitta esperanto vinkonu mína. Var komin þangað á slaginu hálfellefu. Tæpum tveimur tímum, skál af hafragraut, fjórum kaffibollum og grúsk í nýja símann hennar og bækur, síðar, kvaddi ég og fór heim. Bankaði upp á hjá Oddi og sagði að hann hefði aðeins einnoghálfan til tvo tíma aflögu ef hann vildi fá lánaðan bílinn áður en ég færi austur. Honum tókst greinilega ekki að vakna svo ég sendi sms í Fossheiðina um hálftvö leytið og lauk við að pakka niður. Lagði af stað úr bænum hálftíma síðar. Ákvað að fara Þrengslin til að sleppa við mestu umferðina yfir fjallið. Þar var verið að undirbúa vegaframkvæmdir á stórum kafla og hraðinn tekinn niður í 30km.  Ég komst þetta nú samt og hlýddi öllum skiltum. Tveir bílar tóku framúr um leið og það mátti. Það voru líka greinilega einhvers konar framkvæmdir við og kringum hús tvíburahálfforeldranna. Lagði ekki í að leggja fyrir aftan kerruna í innkeyrslunni þar sem þar að auki lá leiðsla eða slanga úr skúrnum og eitthvert út á gangstétt fyrir framan. En það var pláss við hliðina á gangstéttinni. Fékk svo að vita að nágrannahjón voru að hjálpa til við vorverkin í garðinum og hitti "vinnufólkið" svo þegar því var boðið inn í kaffipásu hálftíma eftir að ég kom. Ásdís lánaði mér eina sokkaprjónsbók og gaf mér aðra. Ég var komin á Hellu um fimm. Bríet og Bjarki voru á svæðinu og það var ákveðið að hafa bleikju í kvöldmatinn um hálfátta leytið (eftir fréttir veður og íþróttir). Gufusauð kartöflur, lauk og rófubita sem meðlæti en steikti bleikjuna upp úr miklu smjöri og setti smá rjóma út í. Unga fólkið sá svo um að vaska upp á eftir en ég settist niður fyrir framan imbann með hvítvínsglas og horfði á síðasta þáttinn af Alla leið, tvo þætti úr sarpinum og byrjun á einni mynd af skjáeinum. Unga fólkið skrapp eitthvað út á lífið. Pabbi fór inn í rúm um hálfellefu leytið, ég var smástund í tölvunni en búin að slökkva á henni og komin inn í rúm um hálftólf.

6.5.23

Maí á hröðu skriði

Mættum tvær í kortadeild til að byrja með. Vélin var svo ósamvinnuþýð að kalla þurfti út viðgerðarmann. Skipta þurfti út skynjara við annan prentmódúlinn. Sá skynjari sem var settur í var ekki alveg rétta tegundin og virkaði ekki fyrr en kerfisfræðingur var búinn að breyta þannig að sama hvort við vorum að nota svartan, hvítan, silfraðan eða gylltan borða taldi vélin/skynjarinn að við værum bara með svartan. Framleiðsla fór í fullan gang um hálftólf svo það varð smá seinkun á afhendingu. Þau einu kort sem eru afgreidd innan dagsins fara venjulega frá okkur um tíu en ég gær var klukkan rúmlega hálfeitt þegar við gátum afhent frá okkur þessi tæpu tvöhundruð kort. Þau rúmlega sjöhundruð önnur nýpöntuð kort voru framleidd og pökkuð á innan við þremur tímum. Búið var að telja, ganga frá og útbúa alla póstmiða um hálffjögur. Föstudagur í lengra lagi og ekki byrjað á endurnýjuninni enn. Fór beinustu leið í Nauthólsvík eftir vinnu. Það var háflóð, sjórinn yfir sjö gráður, smá ferð á logninu og ég svamlaði um í rúmt korter. Um það leyti sem ég var að fara upp úr heita pottinum mættu þrjár úr sjósundshópnum. Gott að hitta aðeins á þær. Ég var komin heim um hálfsex.

5.5.23

Sextugastaogþriðja heimsóknin gekk upp

Vaknaði stuttu fyrir klukkan sex í gærmorgun eftir alveg átta tíma svefn. Var mætt í vinnuna um hálfátta en þá þegar var fyrirliðinn mætt. Hún fór niður að kveikja á vélinni og hlaða inn þeim tölum sem ekki kemur póstur út af. Þegar fyrrum fyrirliði mætti var ákveðið að ég tæki að mér bókhaldið. Ég var búin að fylla á vatnsflöskuna mína og drekka einn kaffibolla og var svo sest við skjáinn tíu mínútum fyrir klukkan átta. Opnaði líka seinni lásinn á hvelfingunni uppi. Fyrstu tölur voru í hærra lagi en þó ekki yfir tvöhundruð, hvað þá þrjúhundruð eins og í fyrradag. Bókhaldið gekk vel og framleiðslan alveg fram að hádegi. Síðastu skránni af daglegum verkefnum var ranglega hlaðið inn og vélin vildi ekki framleiða kortin, kannski sem betur fer því þau fara öll í umslag og við hefðum ekki getað séð að á þau hefði prentast logo sem ekki átti að vera. En þegar skránni var hlaðið rétt inn var eins og vélin tæki mótþróaröskunarkast því þrátt fyrir alls konar tilraunir og dekstur við vélina þá framleiddi hún ekki meira þann daginn og útaf stóðu 6 óframleidd kort og nokkur ónýt. Hvort þetta er einhver alvarleg bilun eða lagast í dag kemur í ljós á eftir. Við gengum frá deildinni um hálffjögur og hættum vinnu.

Ég var mætt í besta bankann um fjögur, hálftíma fyrir skráðan tíma en sagðist ætla að fá mér smá af kaffistofunni þar sem ég var ekki búin að borða síðan um hálftólf. Eftir tvö djúsglös, kaffibolla og rúgbrauð með kæfu, gúrku og osti var ég tilbúin. Sú sem sótti mig tók eftir að síðasta heimsókn hefði ekki gengið upp og ég sagði henni frá að í seinni tíð hefði verið ákveðin kúnst að hitta á æðarnar í mér. Þegar hún var búin að fá að þreyfa á olnbogabótum beggja handa ákvað hún að sækja eina reyndari. Þá konu hef ég samt ekki hitt áður í blóðbankanum. Hún var fegin að fá að standa smástund upp frá verkefnum á bak við tjöldin og það sem meira var að hún treysti sér alveg til að stinga í báða handleggi. Hún valdi samt þann hægri og allt gekk eins og í sögu þannig að ég fékk að leggja inn í þennan banka í gær. Fékk mér annan kaffibolla, hafraklatta, lítinn poka af snakki og annan af salthnetum (tók þann poka með mér heim) og gluggaði aðeins í moggann.

Um hálfsjö labbaði ég upp í Háteigskirkju í nýju sumarkápunni og á nýju skónum og keypti mér inn á 30 ára afmælistónleika Valskórsins sem byrjuðu klukkan átta. Gestur og einsöngvari í nokkrum lögum var Kristjana Stefánsdóttir og einnig komu fram erlendir gestir sem spiluðu nokkur lög á orgel og fiðlu og einn kórmeðlimur með þeim í amk einu lagi á flautu. Dagskránni var stillt þannig upp að kórinn fékk að setjast niður tvisvar sinnum. Í heildina, með uppklappslagi voru tuttugu atriði. Ég skemmti mér vel og tíminn týndist gersamlega. Labbaði heim aftur rétt fyrir tíu og fór ekki í háttinn fyrr en hálftíma síðar. Gaf mér samt tíma til að lesa í hálftíma áður en ég fór að sofa.

4.5.23

Fimmtudags- snemma um morgun

Þó ekki alveg eins snemma og í gærmorgun. Þá var ég vöknuð fyrir klukkan fimm eftir ca sex tíma svefn. Samt var ekkert sérstakt að leita á mig. Var mætt í vinnuna um hálfátta. Fyrirliðinn var í fríi og sú fjórða veik. Sá sem var í afgreiðslunni tók öll kerfin af. Ég byrjaði á því að taka saman fyrstu tölur og prenta út fór svo niður til að kveikja á kortavélinni og "ná í" þær tölur sem við fáum ekki póst um. Eftir að hafa hlaðið þeim inn og skráð á teams-kortahópinn fór ég aftur upp. Opnaði seinni lásinn á hvelfingunni uppi, fyllti svo á vatnsflöskuna mína og fór aftur niður til að hlaða fleiri skrám. Fyrrum fyrirliði kom fljótlega niður með fleiri daglegar tölur og talningablöð. Í millitíðinni kom framkvæmdastjórinn niður með fyrstu tvo sumarstarfskraftana. Hann var að kynna þeim húsakynni, starfsemi og starfsfólk og kynnti þau í leiðinni. Þegar þau fóru að yfir í myntdeildina sóttum við Silla vagnana og lykilinn inn í kortahvelfingu. Hún fór að taka til í fyrsta skammtinn sem var óvenjulega stór eða yfir þrjúhundruð kort. Þegar ég ætlaði svo að setja fyrsta skammtinn af stað, neitaði vélin. Tók vélina alveg niður í smá stund og þegar hún kom upp aftur rauk hún í gang. Vorum að byrja framleiðslu korter yfir átta. Þremur korterum síðar gerðum við hlé til að skreppa á morgunfund sem var settur hálftíma fyrr þar sem framkvæmdastjórinn þurfti á annan fund um hálftíu leytið. Áttum eftir að framleiða um fjörutíu kort en taskan á ekki að vera sótt fyrr en klukkan tíu svo þetta slapp. Á miðviku(funda)dögum er alltaf eitthvað með kaffinu og í gær voru extra veitingar, snittur og tvær tertur, þar sem markmiðum apríl mánaðar hafði verið náð. Það náðist líka að ljúka fyrstu framleiðslu, telja og fara upp með innsiglaða töskuna fimm mínútum fyrir tíu. Debet dagurinn var einnig extra stór eða yfir sjöhundruð kort. Áttum eftir um áttatíu kort af þeim þegar við fórum í mat um hálftólf. Þá var hádegisskráin komin með rúmlega hundrað kortum í en hún var extra stór í fyrradag, þó ekki yfir tvöhundruð. Fyrrum fyrirliði þurfti aðeins að skreppa úr húsi í hádeginu en var komin aftur um eitt. Daglegri framleiðslu, pökkun, talningu og frágangi deildar var lokið um tvö. Við fengum reyndar bæði debet og kredit endurnýjun fyrir einn bankann, hátt í þrjúþúsund kort í heildina. Ég hlóð skránum inn og fyrrum fyrirliði las yfir en þar sem við vorum bara tvær og það átti eftir að klára mánaðamótuppgjörið "lokuðum" við kortadeildinni snemma. Ég fór að fara yfir innlegg og þegar kortauppgjörið fyrir apríl var tilbúið las ég yfir það. Klukkan var aftur farin að ganga fimm þegar ég hætti vinnu. Hringdi í pabba og talaði við hann á meðan ég var á leiðinni yfir í Laugardalslaugina en umferðin á Dalbraut og Sundlaugarvegi er mikil og hæg á þessum tíma. Var svo komin heim um sex leytið.

3.5.23

Morgunhani

Vekaraklukkan þurfti ekki að ýta við mér frekar en oftast áður. Var búin að slökkva á henni amk tuttugu mínútum áður en hún átti að vekja mig. Mætti í vinnuna klukkan hálfátta. Var á móttökuendanum á vélinni. Hlé var gert á daglegri framleiðslu milli klukkan ellefu og hálftvö en þá vorum við þó búnar að framleiða rúmlega átta hundruð kort. Fyrirliðinn og fyrrum fyrirliði fóru ásamt tveimur úr öryggisdeild að farga ónýtum sem og úreltum kortum. Ég kláraði að pakka, "sótti" hádegistölurnar (sem voru næstum 170) og fór svo í mat. Förgunin tók lengri tíma en venjulega þar sem verið var að farga slatta af úreltu plasti. Milli hálftvö og þrjú var dagleg framleiðsla og afgangurinn af nýjustu endurnýjuninni kláruð. Búið var að ganga frá kortarýminu fljótlega eftir það. Þá tók ég að mér að fara yfir innlegg og áður en ég vissi af var klukkan byrjuð að ganga fimm. Fór beinustu leið í sund. Kalda potts vinkona mín var þegar búin að fara þrjár ferðir í þann kalda og tók aðrar þrjár með mér áður en við fórum í gufu. Ég tók svo mína fjórðu ferð í kalda áður en ég fór upp úr. Um sex skilaði ég fjórum bókum á Kringlusafnið. Þrátt fyrir að vera með fimm bækur af safninu og nokkrar aðrar heima tók ég þrjár með mér heim. Hringdi í Davíð Stein áður en ég ók af stað frá Kringlunni og úr varð að ég kippti honum með í Krónuna við Fiskislóð. Ég var aðallega að kaupa inn brauð og álegg en hann var að versla sér í sinn mat. Þegar við komum til baka úr leiðangrinum fékk ég stæði fyrir framan númer 9. Sonurinn tók fyrst sína poka inn en kom svo aftur og hjálpaði mér með mína poka þar sem ég var þar að auki með bakpoka, sundpoka og bókasafnspoka.

2.5.23

Fjórir virkir dagar framundan

Þrátt fyrir að ég væri komin á fætur um sjö leytið og að það opnaði í sund í Laugardalslaug klukkan átta var klukkan að verða níu þegar ég mætti þangað. Í anddyrinu mætti ég fyrrum vinnufélaga, hann að koma úr sundi ég að mæta. Var búin að spjalla við hann í hátt í tíu mínútur þegar sr. Pétur kom úr sundi. Yfirleitt fer hann nú í Vesturbæjarlaugina en sú laug og fleiri voru lokaðar í gær þannig að það var dágóður slatti af sundgestum í Laugardalnum sem mætir reglulega í aðrar laugar. Byrjaði á kalda pottinum sem enn er dásamlega kaldur eða undir 7°C. Næst lá leiðin í sjópottinn í dágóða stund. Eftir aðra ferðina í þann kalda var ég að spá í að velja mér braut til að synda á. Það var alveg pláss í lauginni en mér fannst samt heldur margir fyrir minn smekk, akkúrat á þeim tímapunkti svo ég fór í heitasta pottinn. Eftir næstu ferð í kalda fór ég í gufuna. Svo kalda sturtu og aftur í kalda. Svo settist ég einfaldlega á stól og fór í smá sólbað. Það endaði semsagt með því að ég "skrópaði" í sjálft sundið. Var komin heim upp úr klukkan hálfellefu. Hellti upp á sterkt kaffi. Einhvern veginn flaug svo dagurinn við alls konar og ekki neitt. 

1.5.23

Frídagur verkalýðsins

Einn þriðji liðinn af árinu sem byrjaði fyrir svo stuttu síðan. Ég var komin á fætur um sjö í gærmorgun. Hafði góðan tíma til að vafra um á netinu því N1 sonurinn átti ekki að vera mættur fyrr en um hálftíu. Korter yfir níu kom sonurinn fram og skömmu síðar fór ég sennilega í mína síðustu skutlvakt og æfingaakstur með honum. Ökukennarinn er með bókina svo það er ekki á það hættandi að fara mikið á rúntinn þegar hún er ekki meðferðis. Ég fór beinustu leið í Laugardalslaugina og hitti strax á kalda potts vinkonu mína. Við fórum fimm ferðir í kalda og ég fjórar í þann heitasta áður en við fórum í gufu. Sjósundsvinkona mín fann mig í gufunni. Hún kom þangað bara til að hitta aðeins á mig. Eftir gufuferðina fór ég í kalda sturtu og svo hittum við eina systur kalda potts vinkonu minnar í sjópottinum. Sjósundsvinkona mín og maðurinn hennar komu þangað skömmu síðar og eina af þeim Sigrúnum sem ég hitti reglulega í sundi, þær eru amk fjórar sem ég hitta þar mis reglulega. Fór sjöttu og síðustu ferðina í þann kalda, sem var 6,5°C, og settist svo smá stund á stól og bakaði mig í sólinni. Var komin heim um hálftólf. Hellti upp á kaffi og fékk mér hressingu. Kveikti á útvarpinu í gegnum sjónvarpið. Hlustaði á hádegisfréttir en um eitt skipti ég yfir á eina sportrás sjónvarps símans. Ætlaði að skreppa í smá göngutúr um miðjan dag en fór ekkert út aftur því það var annar fótboltaleikur seinni partinn og landsleikur í handbolta á sama tíma. Annars var ég líka að prjóna og lesa. Er búin með þær bækur sem þarf að skila 2. og 5. maí og byrjuð á einni af þeim sem eru með skilafrest til tuttugugastaogannan maí og hægt er að framlengja um 30 daga eftir það; Fíkn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur. Er líka með bókina Tálsýn eftir sama höfund og þrjár aðrar, eina mjög þykka.