- Eitt og annað -
Nú er nóvember senn á enda og þá bara einn mánuður eftir af árinu. Undanfarnir dagar hafa verið fljótir að líða og margt hefur verið brallað. Á föstudaginn bauð ég Davíð með mér á jólhlaðborð með vinnufélögum mínum og þeirra fylgifiskum á Grand Hótel. Við stoppuðum aðeins í rúma tvo tíma því svo lá leiðin heim til eins kórfélaga míns í jólaglögg, söng og fleira. Við rétt misstum reyndar af hápunktinum, pistlinum sem sannKristinn flytur alltaf við svona tækifæri. En við skemmtum okkur engu að síður svo vel að áður en við vissum af var klukkan komin nokkuð fram yfir miðnætti. Maðurinn minn og svili stefndu á rjúpuferðir á laugardag og sunnudag og þar að auki hefði Davíð helst þurft að klára smá verkefni sem hann var að vinna að. Þeir félagar fóru ekki af stað fyrr en komið var vel fram á morguninn því yngri systurdóttir mín var að keppa á skautum og pabbi hennar að taka upp dansinn hennar. Sú stutta nældi sér í annað sætið. Ég var heimavið allan laugardaginn og náði að taka til í og þrífa efri skápana í eldhúsinu og framfylgja fleiri heimilisstörfum.
Svilarnir fóru fyrr af stað á sunnudagsmorguninn en samt ekki fyrr en á níunda tímanum. Ég var afar löt og kom mér ekki á fætur fyrr en um ellefu. Var mætt í kirkjuna um eitt og söng með sex öðrum kórfélögum mínum við messuna klukkan tvö. Rétt fyrir þrjú vorum við sest niður og ég komin með kaffi í bollann. Þá verð ég vör við það að gemsinn minn er að hringja. Á línunni var maðurinn minn með hjálparbeiðni. Hann bað mig að sækja aukalykla af bíl svila síns og skutlast með þá til þeirra. Áður en ég fór af stað lánaði sannKristinn mér pistilinn frá föstudeginum. Skrapp heim, skipti um skó og lét strákana vita hvað ég væri að fara að gera. Setti bensín á bílinn á leiðinni heim til systur minnar. Eftir að hafa sótt bíllyklana lagði ég í hann út úr bænum og var ég uþb klst að keyra til þeirra félaga. Þeir höfðu sem betur fer hitt á hóp manna sem var að vinna í skógrækt (saga og pakka jólatrjám) ca tuttugumínútna gangleið frá þar sem þeir festu sig og læstu sig úti úr bílnum. Vel gekk að kippa þeim lausum (ég og okkar bíll sluppum sem betur fer alveg við það). Vorum komin í bæinn stuttu fyrir sex. Bjó til kaffi handa manninum áður en ég skrapp að versla inn það nauðsynlegasta og skutlaði ég gleraugum mágs míns til hans í leiðinni. Ákváðum að hafa mat frá Saffran í kvöldmatinn.
Nú er nóvember senn á enda og þá bara einn mánuður eftir af árinu. Undanfarnir dagar hafa verið fljótir að líða og margt hefur verið brallað. Á föstudaginn bauð ég Davíð með mér á jólhlaðborð með vinnufélögum mínum og þeirra fylgifiskum á Grand Hótel. Við stoppuðum aðeins í rúma tvo tíma því svo lá leiðin heim til eins kórfélaga míns í jólaglögg, söng og fleira. Við rétt misstum reyndar af hápunktinum, pistlinum sem sannKristinn flytur alltaf við svona tækifæri. En við skemmtum okkur engu að síður svo vel að áður en við vissum af var klukkan komin nokkuð fram yfir miðnætti. Maðurinn minn og svili stefndu á rjúpuferðir á laugardag og sunnudag og þar að auki hefði Davíð helst þurft að klára smá verkefni sem hann var að vinna að. Þeir félagar fóru ekki af stað fyrr en komið var vel fram á morguninn því yngri systurdóttir mín var að keppa á skautum og pabbi hennar að taka upp dansinn hennar. Sú stutta nældi sér í annað sætið. Ég var heimavið allan laugardaginn og náði að taka til í og þrífa efri skápana í eldhúsinu og framfylgja fleiri heimilisstörfum.
Svilarnir fóru fyrr af stað á sunnudagsmorguninn en samt ekki fyrr en á níunda tímanum. Ég var afar löt og kom mér ekki á fætur fyrr en um ellefu. Var mætt í kirkjuna um eitt og söng með sex öðrum kórfélögum mínum við messuna klukkan tvö. Rétt fyrir þrjú vorum við sest niður og ég komin með kaffi í bollann. Þá verð ég vör við það að gemsinn minn er að hringja. Á línunni var maðurinn minn með hjálparbeiðni. Hann bað mig að sækja aukalykla af bíl svila síns og skutlast með þá til þeirra. Áður en ég fór af stað lánaði sannKristinn mér pistilinn frá föstudeginum. Skrapp heim, skipti um skó og lét strákana vita hvað ég væri að fara að gera. Setti bensín á bílinn á leiðinni heim til systur minnar. Eftir að hafa sótt bíllyklana lagði ég í hann út úr bænum og var ég uþb klst að keyra til þeirra félaga. Þeir höfðu sem betur fer hitt á hóp manna sem var að vinna í skógrækt (saga og pakka jólatrjám) ca tuttugumínútna gangleið frá þar sem þeir festu sig og læstu sig úti úr bílnum. Vel gekk að kippa þeim lausum (ég og okkar bíll sluppum sem betur fer alveg við það). Vorum komin í bæinn stuttu fyrir sex. Bjó til kaffi handa manninum áður en ég skrapp að versla inn það nauðsynlegasta og skutlaði ég gleraugum mágs míns til hans í leiðinni. Ákváðum að hafa mat frá Saffran í kvöldmatinn.