Þrátt fyrir að það sé hlaupár og því einn aukadagur í þessu ári sem er að klárast er tilfinningin sú að það geti varla verið að árið sé búið. Vissulega hafa verið alls konar áskoranir á þessu ári og maður hefur þurft að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni, bæði í vinnu og samfélaginu. En kannski af því að meiri hluta ársins mátti ég ekki mæta til vinnu nema aðra hverja viku og af því að ekki er hægt að vinna framleiðsluna heiman að frá sér (nema þá eigin framleiðslu) þá held ég að ég hafi setti hluta af þessum "heima-vikum" á einhvers konar pásu eða bið. Það er ekki útlit fyrir að þessi vinnutilhögun breytist neitt fyrr en búið verður að bólusetja alla svo það er viðbúið að nýja árið byrji eins og það endaði. Að vísu endaði ég þetta ár á því að mega mæta til vinnu svo nýja árið byrjar á því að ég verð að halda mér fjarri vinnu. Janúar verður næstum því hálfnaður þegar ég mæti næst til vinnu.
Þriðjudag og miðvikudag fór ég gangandi í vinnuna og fékk svo far heim um hálffjögur. Og báða þessa daga mætti ég í sund um fimm. Í morgun fór ég á bílnum í vinnuna og hafði sunddótið með mér. "Vinnuskylda" var 3 tímar og við náðum að klára framleiðslu, talningar, skýrslugerð, frágang, þrif og sótthreinsun og smá kaffitíma á þessum þremur tímum. Ég fór svo beint úr vinnunni í sund og hitti kalda potts vinkonu mína í sinni annarri ferð í kalda pottinum. Fór með henni í fimm ferðir og endaði svo í gufu áður en ég fór heim.
N1 sonurinn er að vinna en Oddur Smári kláraði sína síðustu vakt hjá Kvikk í Öskjuhlíð í gærkvöldi. Hann er heima og hjálpaði mömmu sinni við smá tiltekt og þrif.