Þambaði mikið af vatni í dag og leið á tímabili eins og pissudúkku. Gátum hætt vinnu upp úr þrjú og ég tók leið 13 en í stað þess að fara alla leið heim fór ég út á Rauðarárstígnum og rölti þaðan yfir í blóðbankann. Fékk sms og mail sl. mánudag en þar sem mig langði í sjóinn og fannst þar að auki 30 flott dagsetning dreif hlýddi ég ekki kallinu fyrr en í dag. Blóðþrýstingurinn er mjög góður 126/75 og það gekk ljómandi vel að finna æð og stinga í handlegginn sem sjaldnar er stungið í en ég er að verða þekkt fyrir það að hafa þurfi fyrir því að finna æð. Vissulega fékk hjúkrunarfræðingurinn að skoða báða handleggi og var næstum búin að velja þann sem oftast er stungið í en hún skipti um skoðun og sem fyrr segir gekk það svona glimrandi vel. Eftir að hafa fengið mér kaffi og kleinu á eftir rölti ég heim og skráði síminn sjálfkrafa á mig 18 mínútna göngutúr.
Í gær var ég mætt í sundið rétt fyrir hálffimm. Synti í 20 mínútur eða 500 m, fór tvisvar í þann kalda, einu sinni í 42°C pottinn, einu sinni í sjópottinn og endaði smá stund í gufunni áður en ég fór upp úr. Var að panta hakk hjá frænku minni um daginn og hún var búin að láta mig vita að ég gæti nálgast það hjá einum af fjörum sonum hennar. Hringdi í konuna hans rétt fyrir sex í gær og hún sagði að það yrði einhver kominn heim um hálfsjö. Í millitíðinni gerði ég mér ferð á Atlantsolí við Sprengisand til að að fylla á bílinn og heimsótti einnig Odd í vinnuna til hans. Klukkan var byrjuð að ganga átta þegar ég skilaði mér heim úr sundi með 10kg. af frosnu hakki í 500gr flötum pakkningum.
Davíð Steinn gaf mér bókina Blómamánamorðin eftir David Grann, sem er sakamálasaga byggð á sönnum atburðum. Ég byrjaði að lesa þessa bók í gærkvöldi.