- Hugsanir -
Það leita á mig mögnuð orð
mun ég nota þau?
Ætti ég að leggja á borð
eða strauja tau?
Mér finnst ég standa ein og sér
en það eru bönd.
Hver mun standa þétt hjá mér
og halda í mína hönd?
Ekkert bætir vol né víl
verð að hressa lund.
Geri með mér góðan "díl"
mögnuð er sú stund.
Stundum best að brosa er
bætir það oft geð.
Skugginn minn á brott nú fer
ég er bara peð.
30.9.04
- Síðasta dagur september -
Ég lét það eftir mér að taka strætó heim í gær. Er enn að nota "gömlu" skóna og þeir eru svo lélegir í bleytu. Röskum hálftíma eftir að ég kom heim komu Oddur Smári og annar "tvíburinn hennar mömmu". Davíð Steinn og hinn "tvíburinn hennar mömmu" voru að fara á kóræfingu (reyndar var ekkert sungið í gær, heldur horft á videó. En það verður að gera svoleiðis líka).
Það var svo kóræfing hjá mér um kvöldið. Davíð skrapp í ræktina en var kominn heim áður en ég þurfti að fara. Að venju var mjög gaman á æfingunni. Fengum nýtt lag og æfðum einnig fleiri sálma í röddum. En okkur var líka lofað að á næstu æfingu fengjum við að syngja eitthvað sem verður á aðventukvöldinu í desember. Það á semsagt að fara að syngja jólalögin. Frábært þá fer að gera minna til þótt ég gleymi mér. Ég er nefnilega stundum farin að raula jólalögin áður en ég veit af.
Á arkinu í morgun fékk ég það skyndilega á tilfinninguna að lengra væri liðið á morguninn heldur en í raun var. Það var miklu bjartara yfir heldur en undanfarið og skyndilega slokknaði á öllum ljósastaurum í kringum mig. Veðrið var líka yndislegt til að ganga í og naut ég þess í botn. Hafði lagt af stað í fyrra fallinu og var ekkert að arka of hratt. Tók með mér blaðapokann og kom við í gámnum og tæmdi pokann þar. Ef veðrið verður svona seinni partinn er ég strax farin að hlakka til að arka af stað.
Ég lét það eftir mér að taka strætó heim í gær. Er enn að nota "gömlu" skóna og þeir eru svo lélegir í bleytu. Röskum hálftíma eftir að ég kom heim komu Oddur Smári og annar "tvíburinn hennar mömmu". Davíð Steinn og hinn "tvíburinn hennar mömmu" voru að fara á kóræfingu (reyndar var ekkert sungið í gær, heldur horft á videó. En það verður að gera svoleiðis líka).
Það var svo kóræfing hjá mér um kvöldið. Davíð skrapp í ræktina en var kominn heim áður en ég þurfti að fara. Að venju var mjög gaman á æfingunni. Fengum nýtt lag og æfðum einnig fleiri sálma í röddum. En okkur var líka lofað að á næstu æfingu fengjum við að syngja eitthvað sem verður á aðventukvöldinu í desember. Það á semsagt að fara að syngja jólalögin. Frábært þá fer að gera minna til þótt ég gleymi mér. Ég er nefnilega stundum farin að raula jólalögin áður en ég veit af.
Á arkinu í morgun fékk ég það skyndilega á tilfinninguna að lengra væri liðið á morguninn heldur en í raun var. Það var miklu bjartara yfir heldur en undanfarið og skyndilega slokknaði á öllum ljósastaurum í kringum mig. Veðrið var líka yndislegt til að ganga í og naut ég þess í botn. Hafði lagt af stað í fyrra fallinu og var ekkert að arka of hratt. Tók með mér blaðapokann og kom við í gámnum og tæmdi pokann þar. Ef veðrið verður svona seinni partinn er ég strax farin að hlakka til að arka af stað.
29.9.04
-Eitthvað út í loftið -
Dagarnir styttast og senn koma jól
svona hratt líður tíminn.
Ég ætti því brátt að klæðast kjól
kallar þá ekki síminn.
Regnið úr loftinu streymir strítt
strætin eru blaut.
Varla er það nokkuð nýtt
núna heyrist flaut.
Brátt mun aftur birta til
bætir margra geð.
Ég veit alveg hvað ég vil
og leyfi ykkur með.
Dagarnir styttast og senn koma jól
svona hratt líður tíminn.
Ég ætti því brátt að klæðast kjól
kallar þá ekki síminn.
Regnið úr loftinu streymir strítt
strætin eru blaut.
Varla er það nokkuð nýtt
núna heyrist flaut.
Brátt mun aftur birta til
bætir margra geð.
Ég veit alveg hvað ég vil
og leyfi ykkur með.
28.9.04
- Bara skemmtilegt -
Nú ætla ég að segja svolítið frá nýliðinni helgi. Í fyrra var ákveðið að ákveðinn hópur skyldi leigja sér bústaði yfir helgi á þessu hausti. Ég var semsagt búin að hlakka til þessarar helgar í ár. Þegar nær dró var helgin ákveðin og ein tók að sér að panta bústað. Staðsetningin, Vaðnes í Grímsnesi var frábær fyrir alla. Flestir ákváðu að mæta á laugardeginum og gista eina nótt. Ég ákvað hins vegar að við fjölskyldan myndum fara strax á föstudeginum. Davíð var reyndar að vinna fram að kvöldmat en við mæðginin tókum allt til ferðarinnar. Davíð Steinn var mjög duglegur að finna til föt og fleira fyrir sig og bróður sinn.
Við lögðum af stað rúmlega níu og vorum komin út úr bænum þegar ég mundi skyndilega að ég hafði ekki tekið með nein lök. Við urðum að snúa við og sækja nokkur lök. Davíð var þreyttur eftir vikuna og hræddur um að sofna á leiðinni svo hann kom líka við í Aktu-Taktu og bauð strákunum upp á ís og fékk sér pylsu-tilboð með gosi og prinspóló.
En þvílíkt vatnsveður var þarna um kvöldið. Stundum höfðu vinnukonurnar ekki við þótt þær væru á fullu. Við vorum samt komin í bústaðinn um ellefu. Römbuðum á þetta í fyrstu tilraun. Strákarnir völdu sér hvort sitt herbergið og voru sofnaðir fyrir miðnætti. Við hjónin fórum inn stuttu seinna.
Þegar Davíð fór á fætur rétt fyrir hádegi á laugardag lét hann renna í heita pottinn. Þeir feðgar prófuðu hann svo um leið og hann var tilbúinn. Upp úr tvö kvaddi ég strákana og Davíð skutlaðist með þá til bróður síns. Stuttu eftir að þeir feðgar voru farnir komu vinkona mín og hennar maður. Við drifum okkur fljótlega í pottinn. Davíð var kominn aftur áður en fleiri úr hópnum komu og settumst við þá að spilum, Scrabble og skemmtum okkur yfir því að búa til nýyrði og reyna að fá sem flest stigin. Bidda varð samferða föðursystur minni og hennar manni og þegar þau voru komin var kveikt upp í grillinu og byrjað að græja matinn. Tvíburahálfsystir mín og hennar maður komu langsíðust. Það vorum við orðin níu en þrjú úr hópnum komust ekki að þessu sinni. Þetta er mjög samstilltur hópur og enginn í honum reykir. Maturinn var borðaður á níunda tímanum. Svo fóru flestir í heita pottinn. Eftir góða pottferð var tekinn upp gítar og farið að syngja en fljótlega safnaðist meiri hlutinn af okkur saman við eldhúsborðið og fór að spila spil sem er sennilega í ætt við rommý. Upp úr klukkan hálftvö um nóttina fóru tvenn hjón yfir í bústaðinn við hliðina og fljótlega voru allir komnir í ró.
Sumir höfðu ákveðið að vera snemma á ferðinni í bæinn en ég held að klukkan hafi verið orðin tólf áður en þeir fyrstu fóru. Við Davíð tókum að okkur ryksuga yfir og ganga frá okkar bústað. Það var búið að þrífa grillið og heita pottinn. Við höfðum komið fyrst á staðinn og fórum síðast. Sóttum strákana um miðjan dag, stoppuðum smá stund í kaffi en svo lá leiðin í annan bústað. Mamma var í sumarbústað á landi Reykja svolítið fyrir ofan Laugarvatn. Hún bauð okkur í mat og það fyrsta sem Davíð gerði var að láta renna í heita pottinn þar. Eftir matinn fóru tvíburarnir í pottinn en við Davíð fórum yfir gólfið fyrir mömmu. Strákarnir fóru beint að sofa er við komum heim um kvöldið. Vel heppnuð og skemmtileg helgi í alla staði! A.m.k. er ég mjög ánægð og endurnærð.
Nú ætla ég að segja svolítið frá nýliðinni helgi. Í fyrra var ákveðið að ákveðinn hópur skyldi leigja sér bústaði yfir helgi á þessu hausti. Ég var semsagt búin að hlakka til þessarar helgar í ár. Þegar nær dró var helgin ákveðin og ein tók að sér að panta bústað. Staðsetningin, Vaðnes í Grímsnesi var frábær fyrir alla. Flestir ákváðu að mæta á laugardeginum og gista eina nótt. Ég ákvað hins vegar að við fjölskyldan myndum fara strax á föstudeginum. Davíð var reyndar að vinna fram að kvöldmat en við mæðginin tókum allt til ferðarinnar. Davíð Steinn var mjög duglegur að finna til föt og fleira fyrir sig og bróður sinn.
Við lögðum af stað rúmlega níu og vorum komin út úr bænum þegar ég mundi skyndilega að ég hafði ekki tekið með nein lök. Við urðum að snúa við og sækja nokkur lök. Davíð var þreyttur eftir vikuna og hræddur um að sofna á leiðinni svo hann kom líka við í Aktu-Taktu og bauð strákunum upp á ís og fékk sér pylsu-tilboð með gosi og prinspóló.
En þvílíkt vatnsveður var þarna um kvöldið. Stundum höfðu vinnukonurnar ekki við þótt þær væru á fullu. Við vorum samt komin í bústaðinn um ellefu. Römbuðum á þetta í fyrstu tilraun. Strákarnir völdu sér hvort sitt herbergið og voru sofnaðir fyrir miðnætti. Við hjónin fórum inn stuttu seinna.
Þegar Davíð fór á fætur rétt fyrir hádegi á laugardag lét hann renna í heita pottinn. Þeir feðgar prófuðu hann svo um leið og hann var tilbúinn. Upp úr tvö kvaddi ég strákana og Davíð skutlaðist með þá til bróður síns. Stuttu eftir að þeir feðgar voru farnir komu vinkona mín og hennar maður. Við drifum okkur fljótlega í pottinn. Davíð var kominn aftur áður en fleiri úr hópnum komu og settumst við þá að spilum, Scrabble og skemmtum okkur yfir því að búa til nýyrði og reyna að fá sem flest stigin. Bidda varð samferða föðursystur minni og hennar manni og þegar þau voru komin var kveikt upp í grillinu og byrjað að græja matinn. Tvíburahálfsystir mín og hennar maður komu langsíðust. Það vorum við orðin níu en þrjú úr hópnum komust ekki að þessu sinni. Þetta er mjög samstilltur hópur og enginn í honum reykir. Maturinn var borðaður á níunda tímanum. Svo fóru flestir í heita pottinn. Eftir góða pottferð var tekinn upp gítar og farið að syngja en fljótlega safnaðist meiri hlutinn af okkur saman við eldhúsborðið og fór að spila spil sem er sennilega í ætt við rommý. Upp úr klukkan hálftvö um nóttina fóru tvenn hjón yfir í bústaðinn við hliðina og fljótlega voru allir komnir í ró.
Sumir höfðu ákveðið að vera snemma á ferðinni í bæinn en ég held að klukkan hafi verið orðin tólf áður en þeir fyrstu fóru. Við Davíð tókum að okkur ryksuga yfir og ganga frá okkar bústað. Það var búið að þrífa grillið og heita pottinn. Við höfðum komið fyrst á staðinn og fórum síðast. Sóttum strákana um miðjan dag, stoppuðum smá stund í kaffi en svo lá leiðin í annan bústað. Mamma var í sumarbústað á landi Reykja svolítið fyrir ofan Laugarvatn. Hún bauð okkur í mat og það fyrsta sem Davíð gerði var að láta renna í heita pottinn þar. Eftir matinn fóru tvíburarnir í pottinn en við Davíð fórum yfir gólfið fyrir mömmu. Strákarnir fóru beint að sofa er við komum heim um kvöldið. Vel heppnuð og skemmtileg helgi í alla staði! A.m.k. er ég mjög ánægð og endurnærð.
24.9.04
- Föstudagur -
Tíminn stendur ekki í stað, svo mikið er víst. Ég á yfirleitt fullt í fangi að fanga augnablikið og njóta þess, finnst eins og ég sé að missa af öðru hverju augnabliki. Það er sennilega bara ekki hægt að hafa það öðruvísi.
Á miðvikudaginn fór ég og sótti um vegabréf. Fæ það svo sent til mín með póstinum eftir sirka tíu daga. Í gær kom ég við í bankanum og lagði inn á strákana peningana sem þeir fengu í afmælisgjöf. Steingleymdi að huga að ný-endurnýjuðu debetkortinum mínu. Það gamla mun nú virka fram að mánaðamótum.
Þriðja kvöldið í röð (var á kóræfingu á miðvikudagskvöldið) fór ég út úr húsi. Þar sem Davíð var að keppa í tímafreka leiknum frá klukkan hálfsjö spurði ég strákana hvort það væri ekki í lagi að ég færi út fyrir háttatíma þeirra. Þeir spurðu hvert ég væri fara og sögðu svo að það væri allt í lagi.
Leiðin lá beint til tvíburahálfsystur minnar og var ég að kíkja á hana í fyrsta skipti eftir flutningana. Meiningin var að byrja líka á jólakortagerð en það vannst ekki tími til þess í gærkvöldi. Byrjum bara á því í næstu viku!
Tíminn stendur ekki í stað, svo mikið er víst. Ég á yfirleitt fullt í fangi að fanga augnablikið og njóta þess, finnst eins og ég sé að missa af öðru hverju augnabliki. Það er sennilega bara ekki hægt að hafa það öðruvísi.
Á miðvikudaginn fór ég og sótti um vegabréf. Fæ það svo sent til mín með póstinum eftir sirka tíu daga. Í gær kom ég við í bankanum og lagði inn á strákana peningana sem þeir fengu í afmælisgjöf. Steingleymdi að huga að ný-endurnýjuðu debetkortinum mínu. Það gamla mun nú virka fram að mánaðamótum.
Þriðja kvöldið í röð (var á kóræfingu á miðvikudagskvöldið) fór ég út úr húsi. Þar sem Davíð var að keppa í tímafreka leiknum frá klukkan hálfsjö spurði ég strákana hvort það væri ekki í lagi að ég færi út fyrir háttatíma þeirra. Þeir spurðu hvert ég væri fara og sögðu svo að það væri allt í lagi.
Leiðin lá beint til tvíburahálfsystur minnar og var ég að kíkja á hana í fyrsta skipti eftir flutningana. Meiningin var að byrja líka á jólakortagerð en það vannst ekki tími til þess í gærkvöldi. Byrjum bara á því í næstu viku!
Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Tommi!
Hann á afmæli í dag.
Hann er 25 ára í dag,
hann er 25 ára í dag.
Hann er 25 ára hann Tommi!
Hann er 25 ára í dag.
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Tommi!
Hann á afmæli í dag.
Hann er 25 ára í dag,
hann er 25 ára í dag.
Hann er 25 ára hann Tommi!
Hann er 25 ára í dag.
22.9.04
- Í tískusýningarbransanum - (eða þannig)
Strax upp úr klukkan sjö í gærkvöldi sótti ég eina vinkonu mína og saman fórum við á heimakynningu á Friendtex-fötum. Ég er ekki að fara á svona kynningu í fyrsta sinn. Ó, nei! Ég er búin að fara reglulega á svona kynningar síðustu þrjú árin. Það er svo frábært að geta bara mátað og mátað öll "möguleg og ómöguleg" föt. Ég byrjaði samt rólega í gærkvöldi. Fékk mér kaffi og skoðaði nýjasta listann (er samt búin að skoða hann nokkrum sinnum síðustu tvær vikurnar). Fljótlega var ég komin í mátunargírinn. Af nógu var að taka og var ég ánægð með flest af því sem ég fór í. Mest hrifin, varð ég þó af eldrauðum leðurjakka, fóðruðum með góðu stroffi. Ég hefði helst viljað smella mér á hann. Endirinn varð samt sá að ég pantaði vasabuxur á manninn minn, til að máta og þá kaupa ef þær passa. Og á mig keypti ég gallabuxur, bol og pils (var eiginlega hógvær miðað við oft áður, he, he). Fötin sem ég keypti á mig kostuðu rúmlega tólf þúsund og fannst mér það ekki mjög mikið. (Leðurjakkinn kostar rétt tæpar fjórtán þúsund - mig dreymdi hann í nótt....)
Strax upp úr klukkan sjö í gærkvöldi sótti ég eina vinkonu mína og saman fórum við á heimakynningu á Friendtex-fötum. Ég er ekki að fara á svona kynningu í fyrsta sinn. Ó, nei! Ég er búin að fara reglulega á svona kynningar síðustu þrjú árin. Það er svo frábært að geta bara mátað og mátað öll "möguleg og ómöguleg" föt. Ég byrjaði samt rólega í gærkvöldi. Fékk mér kaffi og skoðaði nýjasta listann (er samt búin að skoða hann nokkrum sinnum síðustu tvær vikurnar). Fljótlega var ég komin í mátunargírinn. Af nógu var að taka og var ég ánægð með flest af því sem ég fór í. Mest hrifin, varð ég þó af eldrauðum leðurjakka, fóðruðum með góðu stroffi. Ég hefði helst viljað smella mér á hann. Endirinn varð samt sá að ég pantaði vasabuxur á manninn minn, til að máta og þá kaupa ef þær passa. Og á mig keypti ég gallabuxur, bol og pils (var eiginlega hógvær miðað við oft áður, he, he). Fötin sem ég keypti á mig kostuðu rúmlega tólf þúsund og fannst mér það ekki mjög mikið. (Leðurjakkinn kostar rétt tæpar fjórtán þúsund - mig dreymdi hann í nótt....)
21.9.04
- Öðruvísi dagar -
Það er skollið á kennaraverkfall. Þrír af kennurum tvíburanna eru í verkfalli, umsjónakennarinn þeirra, sundkennarinn og leikfimikennarinn. Þeir mættu í skólann í gærmorgun og voru í tölvum og tónmennt til tíu. Davíð gat verið heima (og var heima í allan gærdag) og sótti þá í skólann um tíu. Oddur Smári fór svo í tvöfaldan myndmenntatíma eftir hádegi. Þessa vikuna er ég farin að heiman upp úr hálfsex en ég er líka komin aftur í síðasta lagi hálftvö. Það var hálfskrýtin tilfinning að vera komin svona snemma og ég var svo sem ekkert að nota tímann mjög vel þannig. Bjó til kaffi (og drakk of mikið af því þótt ég væri ekki ein um brúsann), setti í nokkrar þvottavélar og svo las ég og las og slappaði af.
Rétt fyrir fimm skutlaði ég Davíð Steini á kóræfingu. (Hann fékk far með öðru foreldri heim.) Annars dauðlangaði mig til þess að hlusta á æfinguna og sjálfsagt hefði ég alveg mátt það.
Ég var ákveðin í að fara snemma í háttinn þar sem ég þarf að vakna um fimm þessa vikuna. En klukkan var samt farin að ganga ellefu þegar ég loks drattaðist í bælið. Davíð var að vinna frameftir og vel framyfir miðnætti annan daginn í röð. Helga systir tók við strákunum á tíunda tímanum í morgun og kom þeim í skólann um hádegisbil. Þeir bræður ættu nú að fara að birtast heima hvað úr hverju.
Á heimleiðinni framkvæmdi ég 1. skrefið í að verða mér úti um vegabréf; kom við á Hlemmi og lét taka af mér passamynd. Verið getur að ég drífi líka í því að sækja um endurnýjun á ökuskírteini, því gamla bleika skírteinið mitt er orðið verulega sjúskað. En það er kannski í lagi ef hægt er að þekkja mann af myndinni...
Það er skollið á kennaraverkfall. Þrír af kennurum tvíburanna eru í verkfalli, umsjónakennarinn þeirra, sundkennarinn og leikfimikennarinn. Þeir mættu í skólann í gærmorgun og voru í tölvum og tónmennt til tíu. Davíð gat verið heima (og var heima í allan gærdag) og sótti þá í skólann um tíu. Oddur Smári fór svo í tvöfaldan myndmenntatíma eftir hádegi. Þessa vikuna er ég farin að heiman upp úr hálfsex en ég er líka komin aftur í síðasta lagi hálftvö. Það var hálfskrýtin tilfinning að vera komin svona snemma og ég var svo sem ekkert að nota tímann mjög vel þannig. Bjó til kaffi (og drakk of mikið af því þótt ég væri ekki ein um brúsann), setti í nokkrar þvottavélar og svo las ég og las og slappaði af.
Rétt fyrir fimm skutlaði ég Davíð Steini á kóræfingu. (Hann fékk far með öðru foreldri heim.) Annars dauðlangaði mig til þess að hlusta á æfinguna og sjálfsagt hefði ég alveg mátt það.
Ég var ákveðin í að fara snemma í háttinn þar sem ég þarf að vakna um fimm þessa vikuna. En klukkan var samt farin að ganga ellefu þegar ég loks drattaðist í bælið. Davíð var að vinna frameftir og vel framyfir miðnætti annan daginn í röð. Helga systir tók við strákunum á tíunda tímanum í morgun og kom þeim í skólann um hádegisbil. Þeir bræður ættu nú að fara að birtast heima hvað úr hverju.
Á heimleiðinni framkvæmdi ég 1. skrefið í að verða mér úti um vegabréf; kom við á Hlemmi og lét taka af mér passamynd. Verið getur að ég drífi líka í því að sækja um endurnýjun á ökuskírteini, því gamla bleika skírteinið mitt er orðið verulega sjúskað. En það er kannski í lagi ef hægt er að þekkja mann af myndinni...
18.9.04
- Á rólegu nótunum -
Ég verð að viðurkenna að drifkrafturinn er enginn í augnablikinu. Fjölskyldan var samt komin í fætur um níu og Davíð dreif sig strax með Odd á karateæfingu. Davíð minntist á það að hann langaði til að byrja aftur sjálfur. Já, hversvegna ekki? Þetta er fín æfing og tímarnir gefa aðald, þ.e. ef hann mun þá ekki skrópa sem ég tel ólíklegt. Það er bara að koma sér af stað og byrja...
Strákarnir voru komnir heim á undan mér í gær, komnir inn og voru uppi að leika við Dagbjörtu. Ég var samt ekkert lengi á leiðinni, reyndi að arka sem hraðast en það gerðist samt það sama og sl. föstudag: Ég kom heim alveg rennvot. "Enginn er samt verri þótt hann vökni" sagði einhver, og það er mikið rétt.
Við mæðginin drifum okkur svo á völlinn, Valur - Fjölnir 1:0. Það verður að viðurkennast að gestirnir voru mun beittari og voru óheppnir að nýta ekki sín færi. Flestir úr 7. flokknum sátu uppi í stúku með þjálfaranum sínum og voru manna duglegastir við að hvetja liðið sitt. Á eftir leikinn fengu strákarnir að hitta stóru strákana sem gáfu eiginhandaráritanir þeim sem vildu.
Komum heim um átta leytið og vorum á undan Davíð sem hafði brugðið sér í ræktina. Ég var þá þegar byrjuð að vera löt. Gaf strákunum núðlusúpu og leyfði þeim svo að horfa á Disneymyndina. Þeir fóru í háttinn rétt fyrir tíu og þar sem ég var búin að vera á fótum síðan á sjötta tímanum um morguninn og farin að geyspa ógurlega, dreif ég mig í rúmið fljótlega á eftir tvíburunum.
Eftirfarandi innskot er ekki fyrir mjög viðkvæma en ég bara varð að láta það flakka. Rétt áður en við fórum á fætur í morgun vorum við hjónin að knúsast undir sæng. Svo urðum við vör að annar drengurinn er kominn á ról og stendur í gættinni og heyrum í hinum inni úr þeirra herbergi spyrja: -"Mamma voruð þið að búa til barn?" Ég svaraði neitandi en spurði um leið hvort þá langaði í systkyni. "-Nei, okkur sýndist þið bara að vera að búa til barn!"
Þessa stundina eru feðgar í sundi með þjálfurunum sínum og strákunum úr 7. flokki. Þeir eru svo boðnir í afmæli til eins bekkjarfélaga síns milli þrjú og sex í dag. Davíð á óunnið verkefni fyrir höndum og ég finn mér örugglega einhver verkefni, af nógu er að taka, skyldulega og áhugamálalega séð...
Ég verð að viðurkenna að drifkrafturinn er enginn í augnablikinu. Fjölskyldan var samt komin í fætur um níu og Davíð dreif sig strax með Odd á karateæfingu. Davíð minntist á það að hann langaði til að byrja aftur sjálfur. Já, hversvegna ekki? Þetta er fín æfing og tímarnir gefa aðald, þ.e. ef hann mun þá ekki skrópa sem ég tel ólíklegt. Það er bara að koma sér af stað og byrja...
Strákarnir voru komnir heim á undan mér í gær, komnir inn og voru uppi að leika við Dagbjörtu. Ég var samt ekkert lengi á leiðinni, reyndi að arka sem hraðast en það gerðist samt það sama og sl. föstudag: Ég kom heim alveg rennvot. "Enginn er samt verri þótt hann vökni" sagði einhver, og það er mikið rétt.
Við mæðginin drifum okkur svo á völlinn, Valur - Fjölnir 1:0. Það verður að viðurkennast að gestirnir voru mun beittari og voru óheppnir að nýta ekki sín færi. Flestir úr 7. flokknum sátu uppi í stúku með þjálfaranum sínum og voru manna duglegastir við að hvetja liðið sitt. Á eftir leikinn fengu strákarnir að hitta stóru strákana sem gáfu eiginhandaráritanir þeim sem vildu.
Komum heim um átta leytið og vorum á undan Davíð sem hafði brugðið sér í ræktina. Ég var þá þegar byrjuð að vera löt. Gaf strákunum núðlusúpu og leyfði þeim svo að horfa á Disneymyndina. Þeir fóru í háttinn rétt fyrir tíu og þar sem ég var búin að vera á fótum síðan á sjötta tímanum um morguninn og farin að geyspa ógurlega, dreif ég mig í rúmið fljótlega á eftir tvíburunum.
Eftirfarandi innskot er ekki fyrir mjög viðkvæma en ég bara varð að láta það flakka. Rétt áður en við fórum á fætur í morgun vorum við hjónin að knúsast undir sæng. Svo urðum við vör að annar drengurinn er kominn á ról og stendur í gættinni og heyrum í hinum inni úr þeirra herbergi spyrja: -"Mamma voruð þið að búa til barn?" Ég svaraði neitandi en spurði um leið hvort þá langaði í systkyni. "-Nei, okkur sýndist þið bara að vera að búa til barn!"
Þessa stundina eru feðgar í sundi með þjálfurunum sínum og strákunum úr 7. flokki. Þeir eru svo boðnir í afmæli til eins bekkjarfélaga síns milli þrjú og sex í dag. Davíð á óunnið verkefni fyrir höndum og ég finn mér örugglega einhver verkefni, af nógu er að taka, skyldulega og áhugamálalega séð...
17.9.04
- Allt og ekkert -
Á kóræfingu sl. miðvikudagskvöld vorum við allar mættar í alt-röddinni og var það eina röddin sem var 100% mæting í. Æfingin gekk mjög vel og lagði Pétur kórstjóri fyrir okkur tvö "ný" lög, Sofðu unga ástin mín og Sofðu rótt. Ég komst að því að ég kann bæði röddina mína og textann, af fyrrnefnda laginu síðan ég söng þetta með kór FSu. Eins og venjulega var kvöldið alltof fljótt að líða.
Oddur Smári er búinn að tína sunddótinu sínu. Ég vona svo sannarlega að það komi í leitirnar því hann var með Flipper-handklæðið sitt sem afi hans og amma á Bakkanum færðu honum þegar þau komu frá Kúpu fyrir nokkrum árum.
Við systur finnum báðar fyrir því að samgangurinn hefur minnkað mjög mikið. Hann er kominn niður í næstum því ekki neitt. Ég hugsa stundum til hennar á arkinu heim seinni partinn en það er aldrei tími til að taka á sig krók. Í gær gerðist systir mín myndarleg og bakaði ekta súkkulaði-skúffuköku og bauð mömmu með alla krakkana. Helga lét mig vita og ég arkaði beint þangaði (ekki til að fá mér köku, heldur til að knúsa Bríeti og hitta systur mína). Bríet þykist ætla að verða mannafæla og Hulda var enn í leikskólanum. Mínir strákar komu einir með mömmu, hinir krakkarnir nenntu ekki. Við stoppuðum ekki lengi því Davíð Steinn var á leið á síðustu fótboltaæfinguna klukkan fimm og Oddur Smári í karate. Áður en ég kvaddi sagði ég við Helgu systur að við yrðum að ákveða að hittast ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði. Frá því Hulda kom til mín 6 mánaða og þar til seinni partinn sl. vetur (núna í vor) hittumst við lámark fjóra daga í viku. Svo það er mikill munur á núna...
Á kóræfingu sl. miðvikudagskvöld vorum við allar mættar í alt-röddinni og var það eina röddin sem var 100% mæting í. Æfingin gekk mjög vel og lagði Pétur kórstjóri fyrir okkur tvö "ný" lög, Sofðu unga ástin mín og Sofðu rótt. Ég komst að því að ég kann bæði röddina mína og textann, af fyrrnefnda laginu síðan ég söng þetta með kór FSu. Eins og venjulega var kvöldið alltof fljótt að líða.
Oddur Smári er búinn að tína sunddótinu sínu. Ég vona svo sannarlega að það komi í leitirnar því hann var með Flipper-handklæðið sitt sem afi hans og amma á Bakkanum færðu honum þegar þau komu frá Kúpu fyrir nokkrum árum.
Við systur finnum báðar fyrir því að samgangurinn hefur minnkað mjög mikið. Hann er kominn niður í næstum því ekki neitt. Ég hugsa stundum til hennar á arkinu heim seinni partinn en það er aldrei tími til að taka á sig krók. Í gær gerðist systir mín myndarleg og bakaði ekta súkkulaði-skúffuköku og bauð mömmu með alla krakkana. Helga lét mig vita og ég arkaði beint þangaði (ekki til að fá mér köku, heldur til að knúsa Bríeti og hitta systur mína). Bríet þykist ætla að verða mannafæla og Hulda var enn í leikskólanum. Mínir strákar komu einir með mömmu, hinir krakkarnir nenntu ekki. Við stoppuðum ekki lengi því Davíð Steinn var á leið á síðustu fótboltaæfinguna klukkan fimm og Oddur Smári í karate. Áður en ég kvaddi sagði ég við Helgu systur að við yrðum að ákveða að hittast ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði. Frá því Hulda kom til mín 6 mánaða og þar til seinni partinn sl. vetur (núna í vor) hittumst við lámark fjóra daga í viku. Svo það er mikill munur á núna...
15.9.04
- Hvernig bremsar maður? -
Það er næstum óhugnanlegt hvað tíminn flýgur hratt. Vikan er hálfnuð svo og mánuðurinn. Ég hamast við að reyna að njóta augnabliksins en finnst það líða heldur fljótt.
Ég kom heim langt á undan tvíburunum í gær. Þar sem engar æfingar voru á döfinni og veðrið svona gott sendi mamma "fjórburana" út að leika og var ekkert að reka á eftir mínum heim. Ég notaði tækifæri og lagðist í smá lestur. Er að lesa Davinci lykilinn, loksins. Það er saga sem fangar mann strax á fyrstu blaðsíðu.
Tvíburarnir komu heim upp úr klukkan sex og Davíð Steinn byrjaði á því að tilkynna mér að hann hefði ekki haft tíma til að læra neitt í heimanáminu og ætti eftir að gera allt; skriftina, heimalestur og verkefni úr bókinni og aukalestu. Drengurinn var bæði þreyttur, svangur og latur svo ég sá að það þýddi ekkert að þrýsta strax á hann heldur dreif í að finna til kvöldmatinn. Þegar Davíð kom heim bað ég hann um að sjá um að strákarnir lærðu. Oddur átti reyndar ekki mikið eftir, smá skrift og svo aukalesturinn. Þeir bræður voru samt að þar til kominn var tími til að hátta, tanna, pissa og sofa eitthvað um hálfníu.
Það er næstum óhugnanlegt hvað tíminn flýgur hratt. Vikan er hálfnuð svo og mánuðurinn. Ég hamast við að reyna að njóta augnabliksins en finnst það líða heldur fljótt.
Ég kom heim langt á undan tvíburunum í gær. Þar sem engar æfingar voru á döfinni og veðrið svona gott sendi mamma "fjórburana" út að leika og var ekkert að reka á eftir mínum heim. Ég notaði tækifæri og lagðist í smá lestur. Er að lesa Davinci lykilinn, loksins. Það er saga sem fangar mann strax á fyrstu blaðsíðu.
Tvíburarnir komu heim upp úr klukkan sex og Davíð Steinn byrjaði á því að tilkynna mér að hann hefði ekki haft tíma til að læra neitt í heimanáminu og ætti eftir að gera allt; skriftina, heimalestur og verkefni úr bókinni og aukalestu. Drengurinn var bæði þreyttur, svangur og latur svo ég sá að það þýddi ekkert að þrýsta strax á hann heldur dreif í að finna til kvöldmatinn. Þegar Davíð kom heim bað ég hann um að sjá um að strákarnir lærðu. Oddur átti reyndar ekki mikið eftir, smá skrift og svo aukalesturinn. Þeir bræður voru samt að þar til kominn var tími til að hátta, tanna, pissa og sofa eitthvað um hálfníu.
14.9.04
- Skírnarmessa og jarðarför -
Það var messa í óháða söfnuðinum sl. sunnudag. Þegar við kórfélagarnir mættum til að hita upp fengum við að vita að það yrði líka skírn. Aðeins átti að syngja fjóra sálma, þar af helminginn í röddum (ákveðið var að syngja skírnarsálminn einradda). Stuttu fyrir messu var orðið ljóst að af fimm alt-röddum var ég sú eina sem var mætt (vitað var um 3 forföll af fjórum nokkrum dögum fyrr). Hvað um það sálmarnir eftir barnaleikritið (Hans Klaufi var sýndur) og smá tölu frá prestinum, voru sungnir í röddum. Það reddaðist allt saman en ósköp var ég einmana.
Þegar ég kom heim var Davíð búinn að ryksuga yfir öll gólf, eftir afmælisveisluna og ég var ákveðin í að hafa það fremur rólegt. Við þurftum reyndar að skreppa í smá verslunarleiðangur og rétt eftir kvöldmat skutumst við öll í heimsókn til Önnu frænku, en hún gleymdi nokkrum bókum hjá okkur sl. föstudagskvöld.
Í gær sótti mamma mig um hálfeitt. Við Grafarvogskirkju hittum við "föðursystur" mína. Dagbjört mín, sú sem tók á móti okkur mæðginum á mömmumorgnum í Hallgrímskirkju frá því tvíburarnir voru 7 vikna og þar til þeir fóru í skólann, var að missa manninn sinn um daginn. Athöfnin var mjög falleg. Hugurinn hefur verið og verður hjá Dagbjörtu og fjölskyldu.
Eftir útförina lauk ég við skylduna áður en ég rölti heim. Oddur Smári og annar "tvíburinn hennar mömmu" voru komnir á undan mér. Fljótlega sendi ég þá á æfingu. Gesturinn fór með Oddi og horfði bara á. Á meðan dreif ég í að skúra yfir gólfin. Mamma kom rétt eftir að því verki var lokið með töskuna hans Davíðs Steins. Hún stoppaði þar til strákarnir komu úr fótboltanum en "tvíburinn hennar" vilda vera lengur svo hún fór tómhent til baka. Hann labbaði svo heim um sjö.
Að loknum kvöldverði fylgdist ég með heimalestri strákanna og aðstoðaði þá við smá heimaverkefni sem þeim tókst ekki að ljúka við í heimanáminu í skólanum. Eftir að þeir voru farnir að sofa sátum við hjónin í stofusófanum, drukkum kaffi og ræddum um hvar og hvenær við ættum að hengja upp myndirnar okkar. Hvorki var kveikt á tölvu né sjónvarpi
Það var messa í óháða söfnuðinum sl. sunnudag. Þegar við kórfélagarnir mættum til að hita upp fengum við að vita að það yrði líka skírn. Aðeins átti að syngja fjóra sálma, þar af helminginn í röddum (ákveðið var að syngja skírnarsálminn einradda). Stuttu fyrir messu var orðið ljóst að af fimm alt-röddum var ég sú eina sem var mætt (vitað var um 3 forföll af fjórum nokkrum dögum fyrr). Hvað um það sálmarnir eftir barnaleikritið (Hans Klaufi var sýndur) og smá tölu frá prestinum, voru sungnir í röddum. Það reddaðist allt saman en ósköp var ég einmana.
Þegar ég kom heim var Davíð búinn að ryksuga yfir öll gólf, eftir afmælisveisluna og ég var ákveðin í að hafa það fremur rólegt. Við þurftum reyndar að skreppa í smá verslunarleiðangur og rétt eftir kvöldmat skutumst við öll í heimsókn til Önnu frænku, en hún gleymdi nokkrum bókum hjá okkur sl. föstudagskvöld.
Í gær sótti mamma mig um hálfeitt. Við Grafarvogskirkju hittum við "föðursystur" mína. Dagbjört mín, sú sem tók á móti okkur mæðginum á mömmumorgnum í Hallgrímskirkju frá því tvíburarnir voru 7 vikna og þar til þeir fóru í skólann, var að missa manninn sinn um daginn. Athöfnin var mjög falleg. Hugurinn hefur verið og verður hjá Dagbjörtu og fjölskyldu.
Eftir útförina lauk ég við skylduna áður en ég rölti heim. Oddur Smári og annar "tvíburinn hennar mömmu" voru komnir á undan mér. Fljótlega sendi ég þá á æfingu. Gesturinn fór með Oddi og horfði bara á. Á meðan dreif ég í að skúra yfir gólfin. Mamma kom rétt eftir að því verki var lokið með töskuna hans Davíðs Steins. Hún stoppaði þar til strákarnir komu úr fótboltanum en "tvíburinn hennar" vilda vera lengur svo hún fór tómhent til baka. Hann labbaði svo heim um sjö.
Að loknum kvöldverði fylgdist ég með heimalestri strákanna og aðstoðaði þá við smá heimaverkefni sem þeim tókst ekki að ljúka við í heimanáminu í skólanum. Eftir að þeir voru farnir að sofa sátum við hjónin í stofusófanum, drukkum kaffi og ræddum um hvar og hvenær við ættum að hengja upp myndirnar okkar. Hvorki var kveikt á tölvu né sjónvarpi
12.9.04
Morgunstund og rólegheit
rjúkandi nýtt kaffi
fingurnir á lyklaborðinu
hugurinn á fleygiferð
hugsa um það sem er búið
og það sem er framundan
staldra við núið
að vera til og njóta þess
ekki kasta sér í hringiðuna
eða vera síhugsandi til baka
fanga augnablikið
brosa og segja:
"Þetta verður góður dagur!"
rjúkandi nýtt kaffi
fingurnir á lyklaborðinu
hugurinn á fleygiferð
hugsa um það sem er búið
og það sem er framundan
staldra við núið
að vera til og njóta þess
ekki kasta sér í hringiðuna
eða vera síhugsandi til baka
fanga augnablikið
brosa og segja:
"Þetta verður góður dagur!"
11.9.04
- Vel heppnuð veisla -
Það er allt að róast núna, búið að vera mikið að gera í dag. Mikið fjör og mikið gaman! Við vorum öll komin á fætur fyrir níu í morgun. Fljótlega fór Davíð með Odd á karateæfingu. Davíð Steinn hjálpaði mér í smá sópyfirferð um gólfin, ég sópaði og hann sópaði upp og henti. Föðursystir mín kom með fullt af poppi á ellefta tímanum. Maðurinn hennar á poppvél og ég var búin að blikka hann fyrr í vikunni. Strákarnir áttu að vera mættir upp í Egilshöll um hálftólf svo ég hafði engan tíma til að skreppa neitt á bílnum. En ég var svo heppin að geta samið við föðursystur mína um að gerast bílstjóri og pokadýr fyrir mig því ýmislegt vantaði upp á til að geta haldið afmælið. Takk fyrir það Svala mín!
Feðgarnir komu heim um tvö. Þá var ég búin að undirbúa pakka í pakkaleiki og nokkra verðlaunapakka í lakkrískeppni (og kannski e-r fleiri keppnir). Ég var búin að dúka borð og var að snúa mér að því að skreyta afmælistertuna. Við Davíð vorum næstum búin að undirbúa allt þegar fyrstu gestirnir mættu. Af sautján bekkjarsystkynum mættu 14 plús tvíburabróðir einnar en hann er í hinum átta ára bekknum. Upp úr hálffjögur var boðið upp á afmælistertu en síðan var farið í nokkra pakkaleiki. Því næst fengu strákarnir að opna gjafirnar sínar sem voru allar ótrúlega veglegar. Eftir að hafa opnað allt og þakkað fyrir sig var blásið til lakkrískeppni. Það tóku ekki allir þátt en þó ríflega helmingur. Ekki mátti nota hendur og sá sem var fyrstur að ná lengjunni upp í munninn, tyggja og kyngja fékk öll verðlaunin (fimm litla pakka). Eftir þetta máttu krakkarnir leika sér frjálst og skiptust þau niður á þrjá staði; strákaherbergi, tölvuherbergi og stofa. Um hálfsex var svo boðið upp á pylsur og popp á eftir. Sum börnin voru svo niðursokkin í leikina sína að þau ætluðu varla að vilja fara þegar þau voru sótt.
Það er allt að róast núna, búið að vera mikið að gera í dag. Mikið fjör og mikið gaman! Við vorum öll komin á fætur fyrir níu í morgun. Fljótlega fór Davíð með Odd á karateæfingu. Davíð Steinn hjálpaði mér í smá sópyfirferð um gólfin, ég sópaði og hann sópaði upp og henti. Föðursystir mín kom með fullt af poppi á ellefta tímanum. Maðurinn hennar á poppvél og ég var búin að blikka hann fyrr í vikunni. Strákarnir áttu að vera mættir upp í Egilshöll um hálftólf svo ég hafði engan tíma til að skreppa neitt á bílnum. En ég var svo heppin að geta samið við föðursystur mína um að gerast bílstjóri og pokadýr fyrir mig því ýmislegt vantaði upp á til að geta haldið afmælið. Takk fyrir það Svala mín!
Feðgarnir komu heim um tvö. Þá var ég búin að undirbúa pakka í pakkaleiki og nokkra verðlaunapakka í lakkrískeppni (og kannski e-r fleiri keppnir). Ég var búin að dúka borð og var að snúa mér að því að skreyta afmælistertuna. Við Davíð vorum næstum búin að undirbúa allt þegar fyrstu gestirnir mættu. Af sautján bekkjarsystkynum mættu 14 plús tvíburabróðir einnar en hann er í hinum átta ára bekknum. Upp úr hálffjögur var boðið upp á afmælistertu en síðan var farið í nokkra pakkaleiki. Því næst fengu strákarnir að opna gjafirnar sínar sem voru allar ótrúlega veglegar. Eftir að hafa opnað allt og þakkað fyrir sig var blásið til lakkrískeppni. Það tóku ekki allir þátt en þó ríflega helmingur. Ekki mátti nota hendur og sá sem var fyrstur að ná lengjunni upp í munninn, tyggja og kyngja fékk öll verðlaunin (fimm litla pakka). Eftir þetta máttu krakkarnir leika sér frjálst og skiptust þau niður á þrjá staði; strákaherbergi, tölvuherbergi og stofa. Um hálfsex var svo boðið upp á pylsur og popp á eftir. Sum börnin voru svo niðursokkin í leikina sína að þau ætluðu varla að vilja fara þegar þau voru sótt.
10.9.04
- Annasöm helgi framundan -
Oddur Smári kom mjög ánægður heim úr fyrsta karatetímanum og er staðráðin í að halda áfram. Næsta æfing er tuttugu mínútum yfir níu í fyrramálið. Klukkan hálftólf eiga þeir bræður að vera mættir upp í Egilshöll og klárir í fyrsta leikinn á haustmótinu um tólf. Og upp úr þrjú er von á öllum bekkjarsystkynunum í síðbúna afmælisveislu.
Anna frænka er komin til landsins og byrjuð á þriðja ári í íslensku fyrir erlenda stútenta í Háskólanum. Hún heimsótti mig í kvöld og lenti á kafi í bakstri með mér. Það var gott að hittast aftur og stefnum við að því að láta ekki líða of langt á milli þess sem við sjáumst. Framundan er samt mjög annasamur tími hjá okkur báðum næstu 2-3 vikurnar. "Hvenær er svo sem ekki mikið að gera hjá mér?"
Það er messa á sunnudaginn og af okkur fimm alt-röddunum verða 3 forfallaðar, aðeins ég og sú nýjasta ætlum að mæta en það á að syngja amk. tvo sálma í röddum. Það hlýtur að fara allt saman vel.
Góða helgi! Ég mun alveg örugglega segja eitthvað frá öllum þessum viðburðum að þeim loknum...
Oddur Smári kom mjög ánægður heim úr fyrsta karatetímanum og er staðráðin í að halda áfram. Næsta æfing er tuttugu mínútum yfir níu í fyrramálið. Klukkan hálftólf eiga þeir bræður að vera mættir upp í Egilshöll og klárir í fyrsta leikinn á haustmótinu um tólf. Og upp úr þrjú er von á öllum bekkjarsystkynunum í síðbúna afmælisveislu.
Anna frænka er komin til landsins og byrjuð á þriðja ári í íslensku fyrir erlenda stútenta í Háskólanum. Hún heimsótti mig í kvöld og lenti á kafi í bakstri með mér. Það var gott að hittast aftur og stefnum við að því að láta ekki líða of langt á milli þess sem við sjáumst. Framundan er samt mjög annasamur tími hjá okkur báðum næstu 2-3 vikurnar. "Hvenær er svo sem ekki mikið að gera hjá mér?"
Það er messa á sunnudaginn og af okkur fimm alt-röddunum verða 3 forfallaðar, aðeins ég og sú nýjasta ætlum að mæta en það á að syngja amk. tvo sálma í röddum. Það hlýtur að fara allt saman vel.
Góða helgi! Ég mun alveg örugglega segja eitthvað frá öllum þessum viðburðum að þeim loknum...
9.9.04
- Mikið að gera á öllum vígstöðvum -
Ég má eiginlega ekkert vera að því að setjast niður og skrifa um það sem er að gerast þessa dagana. En ég bara varð, bara smá, pínupons...
Davíð Steinn er búinn að mæta á tvær kóræfingar og líkar bara vel. Hann kom reyndar svolítið þreyttur rétt fyrir sjö í gær. Samt las hann aukalesturinn upphátt í 40 mín. rétt áður en hann fór að sofa. (Kennarinn talaði um 10-20 mín. upphátt á dag, þetta var bara svo spennandi bók).
Oddur Smári er svo að fara að prófa karate seinni partinn í dag.
Sl. þriðjudagskvöld gerðist ég mjög ráðrík og ákvað að hvorki yrði kveikt á sjónvarpinu né neinum tölvum. Eftir lærdóm og kvöldmat spiluðum við lúdó, öll fjögur. Ég vann! Reyndar var svo kveikt á pc-tölvunni til þess að hanna afmælisboðskort fyrir strákana, en það á loksins að halda upp á afmælið þeirra um næstu helgi.
Ég má eiginlega ekkert vera að því að setjast niður og skrifa um það sem er að gerast þessa dagana. En ég bara varð, bara smá, pínupons...
Davíð Steinn er búinn að mæta á tvær kóræfingar og líkar bara vel. Hann kom reyndar svolítið þreyttur rétt fyrir sjö í gær. Samt las hann aukalesturinn upphátt í 40 mín. rétt áður en hann fór að sofa. (Kennarinn talaði um 10-20 mín. upphátt á dag, þetta var bara svo spennandi bók).
Oddur Smári er svo að fara að prófa karate seinni partinn í dag.
Sl. þriðjudagskvöld gerðist ég mjög ráðrík og ákvað að hvorki yrði kveikt á sjónvarpinu né neinum tölvum. Eftir lærdóm og kvöldmat spiluðum við lúdó, öll fjögur. Ég vann! Reyndar var svo kveikt á pc-tölvunni til þess að hanna afmælisboðskort fyrir strákana, en það á loksins að halda upp á afmælið þeirra um næstu helgi.
4.9.04
- Að koma sér í gírinn -
Morgunhaninn minn var vaknaður rétt upp úr átta. Ég varð vör við að hann læddist inn í stofu og lokaði á eftir sér. Hálftíma seinna vaknaði hinn og þá dreif ég mig loksins upp. Það er margt á "gerulistanum" í dag en ég er varla byrjuð.
Getur annars einhver botnað eftirfarandi fyrri part betur?
Tímaþjófur tölvan er
tíminn hverfur fljótt.
Ekki veit ég hvernig fer
er það ekki ljótt?
Morgunhaninn minn var vaknaður rétt upp úr átta. Ég varð vör við að hann læddist inn í stofu og lokaði á eftir sér. Hálftíma seinna vaknaði hinn og þá dreif ég mig loksins upp. Það er margt á "gerulistanum" í dag en ég er varla byrjuð.
Getur annars einhver botnað eftirfarandi fyrri part betur?
Tímaþjófur tölvan er
tíminn hverfur fljótt.
Ekki veit ég hvernig fer
er það ekki ljótt?
2.9.04
- Mörg járn -
Davíð var eitthvað þreyttur í morgun og samdi við mig. Bað mig um að sjá um skólanesti handa strákunum og hann skyldi skutla mér í vinnuna. -"Þá missi ég af göngutúrnum mínum!, sagði ég meira svona í stríðni. Hann hélt nú að ég gæti bara arkað heim seinni partinn (það geri ég nú yfirleitt á hverjum virkum degi). En okkur samdist og svo lentum við í smá "sultu" rétt fyrir átta. Það bjargaðist nú allt saman.
Oddur Smári var kominn aðeins á undan mér seinni partinn. Hann hafði rétt tíma til að fá sér smá eplabita en svo klæddi hann sig í fótboltaskóna sína og hjálminn og fór hjólandi á fótboltaæfingu.
Davíð Steinn kom heim um hálfsex með skemmtilegar fréttir. Mamma hafði keyrt hann og annan "sinn tvíbura" í raddpróf hjá drengjakórnum sem nú er fluttur úr Laugarneskirkju í Hallgrímskirkju. -"Mamma, ég kemst örugglega í kórinn, hann sagði að ég syngi mjög vel!" Mér skylst að það sé miðað við 9 ár svo hann er ári fyrr drengurinn. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu og það verður spennandi að sjá hvernig honum mun ganga.
Davíð var eitthvað þreyttur í morgun og samdi við mig. Bað mig um að sjá um skólanesti handa strákunum og hann skyldi skutla mér í vinnuna. -"Þá missi ég af göngutúrnum mínum!, sagði ég meira svona í stríðni. Hann hélt nú að ég gæti bara arkað heim seinni partinn (það geri ég nú yfirleitt á hverjum virkum degi). En okkur samdist og svo lentum við í smá "sultu" rétt fyrir átta. Það bjargaðist nú allt saman.
Oddur Smári var kominn aðeins á undan mér seinni partinn. Hann hafði rétt tíma til að fá sér smá eplabita en svo klæddi hann sig í fótboltaskóna sína og hjálminn og fór hjólandi á fótboltaæfingu.
Davíð Steinn kom heim um hálfsex með skemmtilegar fréttir. Mamma hafði keyrt hann og annan "sinn tvíbura" í raddpróf hjá drengjakórnum sem nú er fluttur úr Laugarneskirkju í Hallgrímskirkju. -"Mamma, ég kemst örugglega í kórinn, hann sagði að ég syngi mjög vel!" Mér skylst að það sé miðað við 9 ár svo hann er ári fyrr drengurinn. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu og það verður spennandi að sjá hvernig honum mun ganga.
1.9.04
- Skómál -
Ecco skórnir sem ég keypti í fyrra eru langt komnir enda held ég að kílómetrarnir sem ég hef gengið í/á þeim skipti hundruðum. Þar fyrir utan er ég skóböðull. Í hádeginu í gær fékk ég mér smá göngu við aðra manneskju. Við röltum Laugaveginn og er við komum að Eccobúðinni sá ég að það var útsala í gangi. Við fórum inn, ég mátaði skó og lét taka þá frá fyrir mig. Rúmlega fjögur var ég mætt aftur í búðina, borgaði skóna og hraðaði mér svo heim. Hraðinn á mér var svo mikill að ég var komin alveg um hálffimm.
"Fjórburarnir" voru komnir rétt á undan mér. "- Loksins fæ ég að sjá nýja húsið ykkar!" sagði annar "tvíburinn hennar mömmu". Ég stoppaði ekki lengi heima. Davíð var á leiðinni heim og ég fór upp í skóla á námsefniskynningu. Feðgarnir fóru í "tölvuheimsókn" þ.e. Davíð kíkti á tölvuna en strákarnir léku sér við heimasætuna. Ég var komin heim á undan þeim en eftir að þeir komu var ég rokin af stað í hjálparstörf í annað bæjarfélag vopnuð inniskónum mínum. Á staðnum fékk ég tusku og fötu í hendurnar og var næstu tímana að "koma inn og úr eldhússkápum". Skemmtilegt hjálparstarf í skemmtilegum félagsskap.
Ecco skórnir sem ég keypti í fyrra eru langt komnir enda held ég að kílómetrarnir sem ég hef gengið í/á þeim skipti hundruðum. Þar fyrir utan er ég skóböðull. Í hádeginu í gær fékk ég mér smá göngu við aðra manneskju. Við röltum Laugaveginn og er við komum að Eccobúðinni sá ég að það var útsala í gangi. Við fórum inn, ég mátaði skó og lét taka þá frá fyrir mig. Rúmlega fjögur var ég mætt aftur í búðina, borgaði skóna og hraðaði mér svo heim. Hraðinn á mér var svo mikill að ég var komin alveg um hálffimm.
"Fjórburarnir" voru komnir rétt á undan mér. "- Loksins fæ ég að sjá nýja húsið ykkar!" sagði annar "tvíburinn hennar mömmu". Ég stoppaði ekki lengi heima. Davíð var á leiðinni heim og ég fór upp í skóla á námsefniskynningu. Feðgarnir fóru í "tölvuheimsókn" þ.e. Davíð kíkti á tölvuna en strákarnir léku sér við heimasætuna. Ég var komin heim á undan þeim en eftir að þeir komu var ég rokin af stað í hjálparstörf í annað bæjarfélag vopnuð inniskónum mínum. Á staðnum fékk ég tusku og fötu í hendurnar og var næstu tímana að "koma inn og úr eldhússkápum". Skemmtilegt hjálparstarf í skemmtilegum félagsskap.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)