- Formúlan í Nürburing -
Það var spenna í tímatökunum og keppnin í gær var ein að þeim skemmtilegri í ár. Spjallararnir í útsendingunni voru nýbúnir að tala um að það væri óvenjulegt að allir keppendur væru enn með þegar vélin sprakk í bíl Räikkonens. Ég fann til með piltinum því hann var að keyra mjög vel. Ég sat límd við sjónvarpið allan tímann og þessir tveir tímar voru ekki lengi að líða. Atvikið þegar Montoya fór fram úr M. Schumacher þótti mér skondið og heimsmeistarinn gerði vel í að ná í stig. Skv. textavarpinu í dag átti hvorugur sökina og fyrst Scumi hélt bílnum í gangi og var að hálfu inni á brautinni þá var ekkert sett út á að hann fengi aðstoð. Mér fannst það reyndar svolítið skrýtið!
smá að öðru
Annars hélt ég áfram að taka til og þrífa íbúðina og er ekki búin enn þótt ekki sé nema um rúmlega 70 fermetra að ræða. Bjó til kjötbollur í kvöldmatinn, nógu mikið til að frysta helminginn og eiga samt afgang handa mér í hádeginu í dag. Við Helga systir ætlum svo að búa til kjötbollufjall af Hulduvænum bollum í ágúst. Og líklega eitthvað að fiskibollum líka. Samvinna er góð!
30.6.03
28.6.03
- Veikindi og fleira -
Á fimmtudaginn var Oddur Smári slappur í maganum. Davíð tók að sér að vinna bara heima og var með báða strákana því Davíð Steinn vildi ekki fara einn í sumarbúðirnar, hélt kannski að það væri skemmtilegra að vera heima. Þeir misstu semsagt af Nauthólsvíkur- og keiluferð. Um kvöldið talaði Oddur um að hann vildi helst vera veikur heima á föstudeginum líka, svo hann þyrfti ekki að fara í bíó. Við töluðum við hann á þeim nótunum að það væri orðið svo langt síðan hann fór í bíó síðast að hann yrði að prófa. Hann væri líka orðinn svo stór að hann þyrði t.d. að fara í stóru rennibrautina í Laugardalslauginni og þætti það bara fjör. Hann ákvað að prófa þetta. Pabbi hans ætlaði líka að tala um þetta er hann færi með þá um morguninn.
Morguninn eftir kallaði Davíð eina umsjónarstúlkuna á eintal. Oddur vissi alveg hvað var í gangi og sagði hátt og skýr: "Ég er nefnilega sko smeykur við að fara í bíó". Mér skilst að allt hafi gengið eins og í sögu.
Talandi um sögu, þá skrifaði Oddur Smári eina eitt kvöldið í vikunni. Ég mátti alveg birta hana hér, rétt stafsetta samt;
Einu sinni var lítil stúlka.
Mamma hennar var ómöguleg
af því hún þurfti að vinna og var
þreytt á daginn. (Oddur Smári Davíðsson 25. júní 2003)
Davíð Steinn fékk svo gubbuna í nótt og var ælandi með hléum fram á morgun. Hann virðist vera hress núna. Það er jafnaldra þeirra og vinkona, Birta Rúnarsdóttir, í heimsókn. Þau eru búin að þekkjast síðan þau byrjuðu tveggja ára á leikskólanum Barónsborg.
Á fimmtudaginn var Oddur Smári slappur í maganum. Davíð tók að sér að vinna bara heima og var með báða strákana því Davíð Steinn vildi ekki fara einn í sumarbúðirnar, hélt kannski að það væri skemmtilegra að vera heima. Þeir misstu semsagt af Nauthólsvíkur- og keiluferð. Um kvöldið talaði Oddur um að hann vildi helst vera veikur heima á föstudeginum líka, svo hann þyrfti ekki að fara í bíó. Við töluðum við hann á þeim nótunum að það væri orðið svo langt síðan hann fór í bíó síðast að hann yrði að prófa. Hann væri líka orðinn svo stór að hann þyrði t.d. að fara í stóru rennibrautina í Laugardalslauginni og þætti það bara fjör. Hann ákvað að prófa þetta. Pabbi hans ætlaði líka að tala um þetta er hann færi með þá um morguninn.
Morguninn eftir kallaði Davíð eina umsjónarstúlkuna á eintal. Oddur vissi alveg hvað var í gangi og sagði hátt og skýr: "Ég er nefnilega sko smeykur við að fara í bíó". Mér skilst að allt hafi gengið eins og í sögu.
Talandi um sögu, þá skrifaði Oddur Smári eina eitt kvöldið í vikunni. Ég mátti alveg birta hana hér, rétt stafsetta samt;
Einu sinni var lítil stúlka.
Mamma hennar var ómöguleg
af því hún þurfti að vinna og var
þreytt á daginn. (Oddur Smári Davíðsson 25. júní 2003)
Davíð Steinn fékk svo gubbuna í nótt og var ælandi með hléum fram á morgun. Hann virðist vera hress núna. Það er jafnaldra þeirra og vinkona, Birta Rúnarsdóttir, í heimsókn. Þau eru búin að þekkjast síðan þau byrjuðu tveggja ára á leikskólanum Barónsborg.
26.6.03
- Gæsaveisla -
Ein vinkona mín, fyrrum kórsystir, núverandi saumaklúbbssystir og síðast en ekki síst "föðursystir" (erum báðar Hjaltadætur), er að fara að gifta sig í næsta mánuði. Sl. mánudag fékk hún tilvonandi brúður til "að skoða með sér kjól í Mjóddinni". Tímasetningin var sett á fjögur og passa varð upp á það að hún myndi ekki ná í dóttur sína til dagmömmunnar og koma með hana með sér. Það tókst með naumindum og var búið að sjá um að pabbinn sækti stúlkukornið. Við Bidda mættum fyrstar og biðum í felum á meðan tekið var á móti "gæsinni" en hún var sótt af manninum hennar. Við spiluðum svo framhaldið svolítið eftir eyranu. Létum "gæsina" reyna að selja allskyns gæsavatn, þóttumst vera búnar að panta braut í keilu en fórum svo í smá bíltúr út í óvissuna. Við hinar þrjár ræddum um hvert skyldi fara; var búið að setja á hestana, ætli við næðum tímanlega út á Keflavíkurflugvöll, hvernig var nú með kajakinn í Nauthólsvík, já og hvað með stripparana... Ég var við stýrið en lét segja mér til (hægri þarna og svo beint áfram...).
Á gólfvellinum við Hvaleyrarvöll beið svo maðurinn hennar með eðalgolfvagn handa tilvonandi brúðinni og fór með hana stuttan rúnt. Á eftir fengum við allar að æfa teighögg og pútt með sömu kylfunni. Frá gólfvellinum var haldið áleiðis í "flugvélina" en í rauninni stoppuðum við við tjörnina í Hafnarfirði og gerðum heiðarlegatilraun til að gefa öndunum þar myglað brauð. Þaðan var hringt í "stripparana" og athugað hvort þeir væru að verða tilbúnir til að taka á móti okkur.
Við höfðum enn tíma og áfram var rúntað, teknir nokkrir auka hringir á einu hringtorginu (ég var samt bara í vatninu). Næst stoppuðum við hjá Maríuhellum og skoðuðum þá áður en við "fundum" svo "strákana" þrjá við næsta grill í Heiðmörkinni. Þar var slegin upp GRILL-veisla, dúkað borð og rauðvín með matnum sem var grillaðar svínalundir, grillaðir sveppir með hvítlauksosti, grillkartöflur, heit piparsósa (líka grilluð) og hrásallat. Við Davíð fengum tækifæri til að sitja við háborðið hjá tilvonandi brúðhjónum. Þetta heppnaðist allt eins og best varð á kosið.
Það skal tekið fram að pabbinn var búinn að redda pössun og Helga systir reddaði okkur Davíð (sótti strákana á námskeiðið og leyfði þeim að gista hjá sér!).
Ein vinkona mín, fyrrum kórsystir, núverandi saumaklúbbssystir og síðast en ekki síst "föðursystir" (erum báðar Hjaltadætur), er að fara að gifta sig í næsta mánuði. Sl. mánudag fékk hún tilvonandi brúður til "að skoða með sér kjól í Mjóddinni". Tímasetningin var sett á fjögur og passa varð upp á það að hún myndi ekki ná í dóttur sína til dagmömmunnar og koma með hana með sér. Það tókst með naumindum og var búið að sjá um að pabbinn sækti stúlkukornið. Við Bidda mættum fyrstar og biðum í felum á meðan tekið var á móti "gæsinni" en hún var sótt af manninum hennar. Við spiluðum svo framhaldið svolítið eftir eyranu. Létum "gæsina" reyna að selja allskyns gæsavatn, þóttumst vera búnar að panta braut í keilu en fórum svo í smá bíltúr út í óvissuna. Við hinar þrjár ræddum um hvert skyldi fara; var búið að setja á hestana, ætli við næðum tímanlega út á Keflavíkurflugvöll, hvernig var nú með kajakinn í Nauthólsvík, já og hvað með stripparana... Ég var við stýrið en lét segja mér til (hægri þarna og svo beint áfram...).
Á gólfvellinum við Hvaleyrarvöll beið svo maðurinn hennar með eðalgolfvagn handa tilvonandi brúðinni og fór með hana stuttan rúnt. Á eftir fengum við allar að æfa teighögg og pútt með sömu kylfunni. Frá gólfvellinum var haldið áleiðis í "flugvélina" en í rauninni stoppuðum við við tjörnina í Hafnarfirði og gerðum heiðarlegatilraun til að gefa öndunum þar myglað brauð. Þaðan var hringt í "stripparana" og athugað hvort þeir væru að verða tilbúnir til að taka á móti okkur.
Við höfðum enn tíma og áfram var rúntað, teknir nokkrir auka hringir á einu hringtorginu (ég var samt bara í vatninu). Næst stoppuðum við hjá Maríuhellum og skoðuðum þá áður en við "fundum" svo "strákana" þrjá við næsta grill í Heiðmörkinni. Þar var slegin upp GRILL-veisla, dúkað borð og rauðvín með matnum sem var grillaðar svínalundir, grillaðir sveppir með hvítlauksosti, grillkartöflur, heit piparsósa (líka grilluð) og hrásallat. Við Davíð fengum tækifæri til að sitja við háborðið hjá tilvonandi brúðhjónum. Þetta heppnaðist allt eins og best varð á kosið.
Það skal tekið fram að pabbinn var búinn að redda pössun og Helga systir reddaði okkur Davíð (sótti strákana á námskeiðið og leyfði þeim að gista hjá sér!).
- Dagspartur á Hlíðarenda –
Síðast liðinn sunnudag var haldin fjölskylduhátíð við Valsheimilið milli þrjú og fimm (einkar hentugt því þá var hægt að bregða sér á leikinn Valur – ÍA strax á eftir). Margt var í boði fyrir börn á öllum aldri. Hægt var að velja um þrjá hoppu-kastala, æfa kast-hittni, ganga á stultum, fá Valsmerkið (eða eitthvað annað) málað framan í sig og margt fleira. Vinsælust var vítaspyrnukeppnin. Strákur úr fjórða flokki stóð nær allan tímann í markinu og varði vel. Allir fengu að taka þrjú skot og ef skorað var úr tveimur fengu börnin sleikjó. Margir urðu að fara nokkara umferðir og létu það ekki á sig fá þótt röðin væri mjög, mjög löng.
Einnig var boðið upp á fanta og marglitan frostpinna og hægt var að fá pylsur á vægu verði. Veðrið var þokkalegt og ég veðjaði við manninn minn um að hann myndi hanga þurr á meðan við værum á svæðinu.
Valur – ÍA 1:3
Rétt fyrir fimm dró ég “alla” strákana mína á fyrrnefndan leik. Valsmenn byrjuðu vel og náðu að setja fyrsta markið eftir tíu mínútna leik eftir varnarmistök Skagamanna. En gestirnir tóku sig fljótlega saman í andlitinu náðu góðu samspili og að pota boltanum fjórum sinnum í netið (oftast með skalla) en eitt markið var dæmt af vegna rangstöðu. Já, ekki gekk það í þetta sinn en það má alls ekki gefast upp. Seinni hálfleikurinn t.d. var markalaus og bæði lið fengu sín færi. Það gengur bara betur næst. Áfram Valur!
Síðast liðinn sunnudag var haldin fjölskylduhátíð við Valsheimilið milli þrjú og fimm (einkar hentugt því þá var hægt að bregða sér á leikinn Valur – ÍA strax á eftir). Margt var í boði fyrir börn á öllum aldri. Hægt var að velja um þrjá hoppu-kastala, æfa kast-hittni, ganga á stultum, fá Valsmerkið (eða eitthvað annað) málað framan í sig og margt fleira. Vinsælust var vítaspyrnukeppnin. Strákur úr fjórða flokki stóð nær allan tímann í markinu og varði vel. Allir fengu að taka þrjú skot og ef skorað var úr tveimur fengu börnin sleikjó. Margir urðu að fara nokkara umferðir og létu það ekki á sig fá þótt röðin væri mjög, mjög löng.
Einnig var boðið upp á fanta og marglitan frostpinna og hægt var að fá pylsur á vægu verði. Veðrið var þokkalegt og ég veðjaði við manninn minn um að hann myndi hanga þurr á meðan við værum á svæðinu.
Valur – ÍA 1:3
Rétt fyrir fimm dró ég “alla” strákana mína á fyrrnefndan leik. Valsmenn byrjuðu vel og náðu að setja fyrsta markið eftir tíu mínútna leik eftir varnarmistök Skagamanna. En gestirnir tóku sig fljótlega saman í andlitinu náðu góðu samspili og að pota boltanum fjórum sinnum í netið (oftast með skalla) en eitt markið var dæmt af vegna rangstöðu. Já, ekki gekk það í þetta sinn en það má alls ekki gefast upp. Seinni hálfleikurinn t.d. var markalaus og bæði lið fengu sín færi. Það gengur bara betur næst. Áfram Valur!
25.6.03
21.6.03
- Laugardagskvöld -
Strákarnir eru komnir heim. Þegar til kom þá nýtti ég mér það að Helga, Hulda og Ingvi fóru austur seinni partinn í gær. Auðvitað hefði ég viljað fara sjálf og það stóð til en ég var búin að svíkjast um ákveðið verkefni hér heima (mér var nær) og það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum í einu. Við leigðum okkur tvær spólur en ég hafði bara úthald í að horfa á aðra þeirra og var sofnuð fyrir miðnætti.
Í morgun fór ég á fætur á níunda tímanum því Helga hafði talað um að leggja af stað í bæinn í síðasta lagi um hádegi og ég vissi að ég þyrfti nokkra klukkutíma í það sem ég var að fara að gera. Ég ákvað að láta dóta- og fata-sorteringar mæta afgangi og lagði til atlögu við stráka herbergið vopnuð ryksugu, afþurrkunarklút og skúringafötu. Fór með sængur, kodda og dýnur út á verönd, setti svo í þvottavélina í leiðinni. Tók allt smádót af gólfinu, dró rimlatjöldin upp og opnaði gluggann. Þá gat ég loksins ryksugað. Um hálfellefu fór ég niður í þvottahús, hengdi upp úr vélinni og setti í aðra. Þá tók ég smá pásu frá tiltektinni. Sagði Davíð að það væri að verða kominn tími til að vakna ef hann ætlaði sér að vinna eitthvað í dag. Til að drífa manninn sem fyrst upp úr bólinu hellti ég upp á könnuna og bjó til eggjaköku með lauk, gulrótum, skinku og rjóma. Helga systir hringdi rétt fyrir tólf og sagðist vera að leggja í hann en hún kvaðst ætla að taka strákana með sér í sund er þau kæmu í bæinn. Davíð var byrjaður að vinna í tölvunni hér heima og ég var kominn aftur í gang. Þreif bláa helminginn (neðri helmingurinn) af veggjum strákanna nema rétt á bak við stóru hilluna og kommóðuna. Ryksugaði inni á baði, ganginn, eldhúsið og ganginn frammi. Skúraði öll þessi gólf (nema parket-ganginn) og einnig inni hjá strákunum. Ég var rétt nýbúin að skúra frammi í gangi þegar Helga og Ingvi komu með dót strákanna heim. Rétt náði að knúsa þá hæ og segja takk við systur mína og mág áður en þau fóru í sund. Hengdi upp úr seinni vélinni, setti utan á sængur drengjanna, bjó um kojurnar og þurrkaði af og endurraðaði í bókahillurnar...
Þetta er svaka talning og sennilega hrútleiðinleg. Ég var að meira og minna frá svona níu til hálffjögur. Þá skilaði mágur minn strákunum úr sundi. Þeir voru glorhungraðir og ég gaf þeim eitthvað í svanginn áður en ég dreif mig í sturtu. Á sjötta tímanum kom svo Oddur Smári með mér að versla. Við komum klyfjuð úr búðinni klukkutíma seinna. Þá hafði ég til mat. Gáfum okkur góðan tíma við matarborðið, fjölskyldan. Nafnarnir löbbuðu með spólurnar út á leigu og við Oddur spiluðum Ólsen-ólsen og lönguvitleysu. Þegar feðgar komu til baka fóru bræður að spila en svo spilaði ég nokkra Ólsen-ólsen við Davíð Stein. Þeir fóru svo í rúmið rétt fyrir tíu og sofnuðu eins og skot....
Strákarnir eru komnir heim. Þegar til kom þá nýtti ég mér það að Helga, Hulda og Ingvi fóru austur seinni partinn í gær. Auðvitað hefði ég viljað fara sjálf og það stóð til en ég var búin að svíkjast um ákveðið verkefni hér heima (mér var nær) og það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum í einu. Við leigðum okkur tvær spólur en ég hafði bara úthald í að horfa á aðra þeirra og var sofnuð fyrir miðnætti.
Í morgun fór ég á fætur á níunda tímanum því Helga hafði talað um að leggja af stað í bæinn í síðasta lagi um hádegi og ég vissi að ég þyrfti nokkra klukkutíma í það sem ég var að fara að gera. Ég ákvað að láta dóta- og fata-sorteringar mæta afgangi og lagði til atlögu við stráka herbergið vopnuð ryksugu, afþurrkunarklút og skúringafötu. Fór með sængur, kodda og dýnur út á verönd, setti svo í þvottavélina í leiðinni. Tók allt smádót af gólfinu, dró rimlatjöldin upp og opnaði gluggann. Þá gat ég loksins ryksugað. Um hálfellefu fór ég niður í þvottahús, hengdi upp úr vélinni og setti í aðra. Þá tók ég smá pásu frá tiltektinni. Sagði Davíð að það væri að verða kominn tími til að vakna ef hann ætlaði sér að vinna eitthvað í dag. Til að drífa manninn sem fyrst upp úr bólinu hellti ég upp á könnuna og bjó til eggjaköku með lauk, gulrótum, skinku og rjóma. Helga systir hringdi rétt fyrir tólf og sagðist vera að leggja í hann en hún kvaðst ætla að taka strákana með sér í sund er þau kæmu í bæinn. Davíð var byrjaður að vinna í tölvunni hér heima og ég var kominn aftur í gang. Þreif bláa helminginn (neðri helmingurinn) af veggjum strákanna nema rétt á bak við stóru hilluna og kommóðuna. Ryksugaði inni á baði, ganginn, eldhúsið og ganginn frammi. Skúraði öll þessi gólf (nema parket-ganginn) og einnig inni hjá strákunum. Ég var rétt nýbúin að skúra frammi í gangi þegar Helga og Ingvi komu með dót strákanna heim. Rétt náði að knúsa þá hæ og segja takk við systur mína og mág áður en þau fóru í sund. Hengdi upp úr seinni vélinni, setti utan á sængur drengjanna, bjó um kojurnar og þurrkaði af og endurraðaði í bókahillurnar...
Þetta er svaka talning og sennilega hrútleiðinleg. Ég var að meira og minna frá svona níu til hálffjögur. Þá skilaði mágur minn strákunum úr sundi. Þeir voru glorhungraðir og ég gaf þeim eitthvað í svanginn áður en ég dreif mig í sturtu. Á sjötta tímanum kom svo Oddur Smári með mér að versla. Við komum klyfjuð úr búðinni klukkutíma seinna. Þá hafði ég til mat. Gáfum okkur góðan tíma við matarborðið, fjölskyldan. Nafnarnir löbbuðu með spólurnar út á leigu og við Oddur spiluðum Ólsen-ólsen og lönguvitleysu. Þegar feðgar komu til baka fóru bræður að spila en svo spilaði ég nokkra Ólsen-ólsen við Davíð Stein. Þeir fóru svo í rúmið rétt fyrir tíu og sofnuðu eins og skot....
18.6.03
- Miðvikudagur -
Dagarnir líða alltof hratt hjá mér en það er nú svo sem engin ný saga. Helga systir bauð okkur Davíð í mat á mánudagskvöldið og hún fékk líka þá frábæru hugmynd að skreppa í Lágmúlann og spila nokkrar "púl"-umferðir. Davíð var alveg til í að passa Huldu svo við systur drifum okkur strax og sú stutta var sofnuð. Spiluðum í þrjá tíma og skemmtum okkur hið besta. Verst hvað ég er léleg í þessum leik, einu skiptin sem ég vann var þegar Helga klúðraði svörtu kúlunni. En ég hló mikið þetta kvöld.
Lýðveldisdagurinn 17. júní á Hellu
Davíð þurfti að vinna í gær svo ég fékk far með Helgu og Huldu austur. Sú stutta taldi sig þurfa að pissa nokkrum sinnum á leiðinni en þegar til kom gerðist ekkert. Vorum komin á áfangastað um eitt og biðu strákarnir spenntir eftir mér úti. Ég fór með þeim í skrúðgönguna og þar hittum við fyrir hina tvíburana og þeirra fólk allt. Hann hékk þurr á meðan skrúðganga fór fram (frá Lundi og að íþróttahúsinu við skólann). Þar uppi var mjög flott sýning eftir elstu og yngstu kynslóðirnar. Niðri var hægt að fá sér kaffi og alls kyns kræsingar sem kvenfélagið stóð fyrir. Hátíðin sett um tvö og fyrst kom fjallkonan fram. Næst á eftir sungu nokkrar stúlkur þrjú lög undir stjórn Nínu Maríu Morávek. Þá hélt stúlka sem var að klára 10. bekkinn í vor, Helga Sæmundsdóttir, virkilega góða hátíðarræðu. Verst hvað hún fékk ekki nógu gott hljóð. Salnum var skipt í tvennt og nú var öllum krökkum boðið yfir í hinn helminginn að spreyta sig á þrautabraut. Tveir og tveir "fóru" saman og voru nokkrir unglingar hér og þar í brautinni að hjálpa til. Allir fengu verðlaunapening fyrir þáttöku. Einnig gátu krakkarnir skráð sig í hæfileikakeppni. Oddur Smári og Davíð Steinn voru meðal þeirra sem þar skráðu sig. Oddur söng öll erindin í Vikivakar (Sunnan yfir sæinn breiða...) og Davíð Steinn söng eitt erindi í Hver á sér fegra föðurland. Keppendur voru annars af öllum stærðum og gerðum, allavega frá svona 4-12 ára. Einn söng tyrkneska lagið úr Eurovision, ein spilaði á klarinett og fleira og fleira. Dómnefnd átti víst í mestu vandræðum með að velja í þrjú fyrstu sætin. Allir keppendur fengu þó verðlaunapening fyrir þátttöku. Þriðja sætið var kynnt fyrst og þar lenti Oddur Smári og fékk hann gjafabréf upp á 12" hvítlauksbrauð í Kanslaranum á Hellu í verðlaun. Í öðru sæti lenti Davíð Steinn og fékk hann gjafabréf upp á 14" pizzu og kók í kanslaranum. Sú sem lék á klarinettið sigraði keppnina og fékk pizzuveislu frá Kanslaranum í verðlaun. Og ég er að springa úr stolti. Mér skilst að strákarnir hafi meira að segja verið búnir að æfa sig heima fyrir keppnina.
á eftir...
...var mamma með veislu og bauð hún hinum tvíburunum og þeirra fólki (systur, móður og móðurforeldrar) heim í Hólavang. Þetta var alveg frábær dagur. Ég komst svo aðeins yfir til Steina frænda og þegar ég bjó mig undir að fara aftur í bæinn með Helgu og Huldu mætti Davíð á svæðið svo ég gat verið aðeins lengur...
Dagarnir líða alltof hratt hjá mér en það er nú svo sem engin ný saga. Helga systir bauð okkur Davíð í mat á mánudagskvöldið og hún fékk líka þá frábæru hugmynd að skreppa í Lágmúlann og spila nokkrar "púl"-umferðir. Davíð var alveg til í að passa Huldu svo við systur drifum okkur strax og sú stutta var sofnuð. Spiluðum í þrjá tíma og skemmtum okkur hið besta. Verst hvað ég er léleg í þessum leik, einu skiptin sem ég vann var þegar Helga klúðraði svörtu kúlunni. En ég hló mikið þetta kvöld.
Lýðveldisdagurinn 17. júní á Hellu
Davíð þurfti að vinna í gær svo ég fékk far með Helgu og Huldu austur. Sú stutta taldi sig þurfa að pissa nokkrum sinnum á leiðinni en þegar til kom gerðist ekkert. Vorum komin á áfangastað um eitt og biðu strákarnir spenntir eftir mér úti. Ég fór með þeim í skrúðgönguna og þar hittum við fyrir hina tvíburana og þeirra fólk allt. Hann hékk þurr á meðan skrúðganga fór fram (frá Lundi og að íþróttahúsinu við skólann). Þar uppi var mjög flott sýning eftir elstu og yngstu kynslóðirnar. Niðri var hægt að fá sér kaffi og alls kyns kræsingar sem kvenfélagið stóð fyrir. Hátíðin sett um tvö og fyrst kom fjallkonan fram. Næst á eftir sungu nokkrar stúlkur þrjú lög undir stjórn Nínu Maríu Morávek. Þá hélt stúlka sem var að klára 10. bekkinn í vor, Helga Sæmundsdóttir, virkilega góða hátíðarræðu. Verst hvað hún fékk ekki nógu gott hljóð. Salnum var skipt í tvennt og nú var öllum krökkum boðið yfir í hinn helminginn að spreyta sig á þrautabraut. Tveir og tveir "fóru" saman og voru nokkrir unglingar hér og þar í brautinni að hjálpa til. Allir fengu verðlaunapening fyrir þáttöku. Einnig gátu krakkarnir skráð sig í hæfileikakeppni. Oddur Smári og Davíð Steinn voru meðal þeirra sem þar skráðu sig. Oddur söng öll erindin í Vikivakar (Sunnan yfir sæinn breiða...) og Davíð Steinn söng eitt erindi í Hver á sér fegra föðurland. Keppendur voru annars af öllum stærðum og gerðum, allavega frá svona 4-12 ára. Einn söng tyrkneska lagið úr Eurovision, ein spilaði á klarinett og fleira og fleira. Dómnefnd átti víst í mestu vandræðum með að velja í þrjú fyrstu sætin. Allir keppendur fengu þó verðlaunapening fyrir þátttöku. Þriðja sætið var kynnt fyrst og þar lenti Oddur Smári og fékk hann gjafabréf upp á 12" hvítlauksbrauð í Kanslaranum á Hellu í verðlaun. Í öðru sæti lenti Davíð Steinn og fékk hann gjafabréf upp á 14" pizzu og kók í kanslaranum. Sú sem lék á klarinettið sigraði keppnina og fékk pizzuveislu frá Kanslaranum í verðlaun. Og ég er að springa úr stolti. Mér skilst að strákarnir hafi meira að segja verið búnir að æfa sig heima fyrir keppnina.
á eftir...
...var mamma með veislu og bauð hún hinum tvíburunum og þeirra fólki (systur, móður og móðurforeldrar) heim í Hólavang. Þetta var alveg frábær dagur. Ég komst svo aðeins yfir til Steina frænda og þegar ég bjó mig undir að fara aftur í bæinn með Helgu og Huldu mætti Davíð á svæðið svo ég gat verið aðeins lengur...
15.6.03
- Sunnudagur -
Ég er orðin ömmu-vinkona. Um sjö í morgun fæddist 14 marka og 52 cm stúlka. Móður, dóttur og ömmu líður vel en tvær þær fyrrnefndu eru örugglega þreyttar eftir átökin.
Heimsóknin
Ég var á fullu í eldhúsþrifum um hádegisbil í gær þegar vinkona mín hringdi í mig og bað mig um að sækja sig. Ég brunaði nær strax af stað og rændi henni yfir til mín. Við vorum rétt komnar hingað heim þegar dóttir hennar hringdi og spurði hvar við værum. Við höfðum haldið að hún væri í sturtu og ákveðið að drífa okkur bara yfir því ég mundi örugglega hitta á hana þegar ég skilaði mömmunni um kvöldið. Dagurinn flaug áfram. Davíð skrapp og náði í nýtt skjákort, sem honum var gefið (fékk sérstakan hjónabandsafslátt) í tölvuna. Að því loknu var hann á leið í vinnu og við skutluðum honum og skruppum í Bónus í leiðinni. Spjölluðum mikið vinkonurnar og þessir átta-tíu klukkutímar voru alls ekki nóg fyrir allt sem við þurftum að tala um. Um fjögur drifum við okkur út í labbitúr. Fórum með pappír og flöskur með okkur. Ég teymdi vinkonu mína þangað og hafði hún jafn gaman af sýningunni og ég. Hún kynntist Smára aðeins í FSu. á sínum tíma. Davíð kom heim á áttunda tímanum og þá vorum við stöllur að hafa til kvöldmatinn í sameiningu. Upp úr klukkan níu skilaði ég henni svo til baka og stoppaði í rúman klukkutíma. Verðandi föðurafi og konan hans buðu okkur upp á kaffi og ís og var það vel þegið. Það sást reyndar á verðandi móður að líklega væri mjög stutt í að eitthvað færi að gerast ef hún var þá bara ekki komin af stað sem reyndist rétt eins og kom fram í upphafi.
Ég er orðin ömmu-vinkona. Um sjö í morgun fæddist 14 marka og 52 cm stúlka. Móður, dóttur og ömmu líður vel en tvær þær fyrrnefndu eru örugglega þreyttar eftir átökin.
Heimsóknin
Ég var á fullu í eldhúsþrifum um hádegisbil í gær þegar vinkona mín hringdi í mig og bað mig um að sækja sig. Ég brunaði nær strax af stað og rændi henni yfir til mín. Við vorum rétt komnar hingað heim þegar dóttir hennar hringdi og spurði hvar við værum. Við höfðum haldið að hún væri í sturtu og ákveðið að drífa okkur bara yfir því ég mundi örugglega hitta á hana þegar ég skilaði mömmunni um kvöldið. Dagurinn flaug áfram. Davíð skrapp og náði í nýtt skjákort, sem honum var gefið (fékk sérstakan hjónabandsafslátt) í tölvuna. Að því loknu var hann á leið í vinnu og við skutluðum honum og skruppum í Bónus í leiðinni. Spjölluðum mikið vinkonurnar og þessir átta-tíu klukkutímar voru alls ekki nóg fyrir allt sem við þurftum að tala um. Um fjögur drifum við okkur út í labbitúr. Fórum með pappír og flöskur með okkur. Ég teymdi vinkonu mína þangað og hafði hún jafn gaman af sýningunni og ég. Hún kynntist Smára aðeins í FSu. á sínum tíma. Davíð kom heim á áttunda tímanum og þá vorum við stöllur að hafa til kvöldmatinn í sameiningu. Upp úr klukkan níu skilaði ég henni svo til baka og stoppaði í rúman klukkutíma. Verðandi föðurafi og konan hans buðu okkur upp á kaffi og ís og var það vel þegið. Það sást reyndar á verðandi móður að líklega væri mjög stutt í að eitthvað færi að gerast ef hún var þá bara ekki komin af stað sem reyndist rétt eins og kom fram í upphafi.
14.6.03
- Laugardagur -
Dreif mig á fætur á tíunda tímanum til að setja í þvottavélina og taka aðeins til í eldhúsinu. Var rétt búin að safna saman flöskum og pappír ofan í poka þegar ég átti leið inn í stofu. Ákvað að kveikja á tölvunni og hér hef ég setið síðan...
heimsókn
Á fimmtudagskvöldið var heimsótti ég eina vinkonu mína upp í Grafarvog. Davíð var að spila í tölvunni og tilvonandi maður hennar var á húsfundi. Við áttum notalega stund saman en það tók mig a.m.k. klukkustund að ná sambandi við tæplega tveggja ára dóttur þeirra. Hún er mikil pabba og mömmu stelpa og alveg rosalega feimin. Klukkan var að nálgast ellefu er ég kvaddi, dreif mig heim og hengdi upp úr vélinni sem ég hafði sett í rétt áður en ég fór af stað. Davíð var enn að spila en hann náði að klára leikinn fyrir miðnættið...
sýning Smára og Karls
Rétt upp úr klukkan fjögur í gær hitti ég Biddu og Sonju á Hlemmi. Saman litum við inn á gallerí Hlemm þar sem stendur yfir sýning eftir tvo listamenn. Ég hef þekkt Smára síðan ég var eitthvað um tíu ára en einn bróðir hans var í sveit einn vetur á Heiði, þar sem ég ólst upp til tólf ára aldurs. Seinna kynntist ég Smára betur í Fjölbraut á Selfossi og höfum við verið vinir síðan þá.
En að sýningunni. Á fyrstu tveim mánuðum sl. árs settist Smári niður með A4 blað fyrir framan sjónvarpið á meðan fréttirnar "rúlluðu" í gegn og reyndi að "fanga sem mest af því sem birtist á skjánum" eins og hann segir sjálfur. Fréttirnar eru oft yfirfullar af allskonar áreitum og það að gera tilraun til að ná þessum áreitum öllum myndrænt niður á eitt A4 blað er sannarlega þrekvirki. Hugmyndirnar sem þessi maður fær eru margar og margvíslegar og hann sjálfur er í senn mjög margbrotinn og einfaldur (á jákvæðan hátt), ótrúlega skrýtið. En mér fannst gaman að sýningunni hans og velti því fyrir mér hvernig honum hafi liðið þegar hann var að vinna að þessu verkefni.
Myndir Karls Jóhanns "Fólk, tré og ávextir" vöktu einnig mikla hrifningu og þá sérstaklega myndin af Heilagri Nínu og Gosa en annars var erfitt fyrir mig, leikmanninn, að gera upp á milli myndanna...
Eftir að hafa skoðað sýninguna settumst við aðeins inn á Kaffi Roma.
Kvöldið var helgað okkur Davíð. Ekkert var kveikt á tölvunni og bara örstutt á sjónvarpinu. Skruppum á Amerikan Style og fórum í bíltúr, Davíð fannst of blautt til að fara í labbitúr, hann sem synti 1000m um morguninn... Heima tókum við fram scrabble og spil. Davíð rúllaði mér upp í orðaleiknum en ég hafði betur í kasínunni. Notalegt kvöld í alla staði.
Í dag á ég von á vinkonu í heimsókn. Hún er búsett í London en er hér á landi að bíða eftir fyrsta ömmubarninu sínu. Ég er semsagt að verða ömmu-vinkona allra næstu daga...
Dreif mig á fætur á tíunda tímanum til að setja í þvottavélina og taka aðeins til í eldhúsinu. Var rétt búin að safna saman flöskum og pappír ofan í poka þegar ég átti leið inn í stofu. Ákvað að kveikja á tölvunni og hér hef ég setið síðan...
heimsókn
Á fimmtudagskvöldið var heimsótti ég eina vinkonu mína upp í Grafarvog. Davíð var að spila í tölvunni og tilvonandi maður hennar var á húsfundi. Við áttum notalega stund saman en það tók mig a.m.k. klukkustund að ná sambandi við tæplega tveggja ára dóttur þeirra. Hún er mikil pabba og mömmu stelpa og alveg rosalega feimin. Klukkan var að nálgast ellefu er ég kvaddi, dreif mig heim og hengdi upp úr vélinni sem ég hafði sett í rétt áður en ég fór af stað. Davíð var enn að spila en hann náði að klára leikinn fyrir miðnættið...
sýning Smára og Karls
Rétt upp úr klukkan fjögur í gær hitti ég Biddu og Sonju á Hlemmi. Saman litum við inn á gallerí Hlemm þar sem stendur yfir sýning eftir tvo listamenn. Ég hef þekkt Smára síðan ég var eitthvað um tíu ára en einn bróðir hans var í sveit einn vetur á Heiði, þar sem ég ólst upp til tólf ára aldurs. Seinna kynntist ég Smára betur í Fjölbraut á Selfossi og höfum við verið vinir síðan þá.
En að sýningunni. Á fyrstu tveim mánuðum sl. árs settist Smári niður með A4 blað fyrir framan sjónvarpið á meðan fréttirnar "rúlluðu" í gegn og reyndi að "fanga sem mest af því sem birtist á skjánum" eins og hann segir sjálfur. Fréttirnar eru oft yfirfullar af allskonar áreitum og það að gera tilraun til að ná þessum áreitum öllum myndrænt niður á eitt A4 blað er sannarlega þrekvirki. Hugmyndirnar sem þessi maður fær eru margar og margvíslegar og hann sjálfur er í senn mjög margbrotinn og einfaldur (á jákvæðan hátt), ótrúlega skrýtið. En mér fannst gaman að sýningunni hans og velti því fyrir mér hvernig honum hafi liðið þegar hann var að vinna að þessu verkefni.
Myndir Karls Jóhanns "Fólk, tré og ávextir" vöktu einnig mikla hrifningu og þá sérstaklega myndin af Heilagri Nínu og Gosa en annars var erfitt fyrir mig, leikmanninn, að gera upp á milli myndanna...
Eftir að hafa skoðað sýninguna settumst við aðeins inn á Kaffi Roma.
Kvöldið var helgað okkur Davíð. Ekkert var kveikt á tölvunni og bara örstutt á sjónvarpinu. Skruppum á Amerikan Style og fórum í bíltúr, Davíð fannst of blautt til að fara í labbitúr, hann sem synti 1000m um morguninn... Heima tókum við fram scrabble og spil. Davíð rúllaði mér upp í orðaleiknum en ég hafði betur í kasínunni. Notalegt kvöld í alla staði.
Í dag á ég von á vinkonu í heimsókn. Hún er búsett í London en er hér á landi að bíða eftir fyrsta ömmubarninu sínu. Ég er semsagt að verða ömmu-vinkona allra næstu daga...
12.6.03
- aukablogg -
...ég gleymdi alveg að segja frá því í gær að Davíð Steinn fékk að hringja í mig seinni partinn á þriðjudaginn. Hann var svo spenntur strákurinn. "Veistu mamma, Víðir lánaði mér hjólið sitt og ég gat hjólað án þess að detta..." Ég er auðvitað mjög upp með mér því hjólið hans Víðis er án hjálpardekkja.
...ég gleymdi alveg að segja frá því í gær að Davíð Steinn fékk að hringja í mig seinni partinn á þriðjudaginn. Hann var svo spenntur strákurinn. "Veistu mamma, Víðir lánaði mér hjólið sitt og ég gat hjólað án þess að detta..." Ég er auðvitað mjög upp með mér því hjólið hans Víðis er án hjálpardekkja.
- Fimmtudagur -
Helga systir bauð mér á vorhátíð í leikskólann Njálsborg, þar sem Hulda er. Hátíðin var frá þrjú til fimm og mætti ég um fjögur. Var reyndar á leiðinni að horfa á leikinn en systir mín hafði spurt hvort ég þyrfti nokkuð að horfa á hann heima hjá mér. Það var mikið um að vera á leikskólanum þegar ég kom þar að. Öll börn voru máluð í framan, verið var að grilla (SS)-pylsur, börnin fengu popp í poka, hægt var að kaupa pakka á 100 kr. og svo kom líka trúður. Ég staldraði við um stund en skaust svo á Grænan kost og keypti fyrir fjóra til að taka með...
Litháen - Ísland 0:3
...leikurinn var nýbyrjaður er við systur komum heim til hennar. Við borðuðum fyrir framan sjónvarpið en systir mín viðurkenndi alveg að hún hafði takmarkaðan áhuga á þessu öllu og settist bara stund og stund enda þurfti að sinna Huldu því hún er alltaf orðin þreytt á þessum tíma. En leikurinn var fínn. Liðið var að spila mjög vel þótt það kæmu kaflar þar sem sumir (aðallega einn leikmaður) gleymdu að verja og fylgjast með sínum svæðum. Árni Gautur Arason stóð sig virkilega vel í markinu en ég er líka sammála því sem íþróttavefur mbl.is hefur eftir honum að við megum ekki ofmetnast.
- X-men -
Við Davíð fórum svo á bíó í gærkvöldi (um að gera að nýta sér barnleysið) og sáum mynd nr. 2 um baráttu stökkbreytta við óbreytta. Mér leiddist ekkert nema hléið í miðri mynd.
Helga systir bauð mér á vorhátíð í leikskólann Njálsborg, þar sem Hulda er. Hátíðin var frá þrjú til fimm og mætti ég um fjögur. Var reyndar á leiðinni að horfa á leikinn en systir mín hafði spurt hvort ég þyrfti nokkuð að horfa á hann heima hjá mér. Það var mikið um að vera á leikskólanum þegar ég kom þar að. Öll börn voru máluð í framan, verið var að grilla (SS)-pylsur, börnin fengu popp í poka, hægt var að kaupa pakka á 100 kr. og svo kom líka trúður. Ég staldraði við um stund en skaust svo á Grænan kost og keypti fyrir fjóra til að taka með...
Litháen - Ísland 0:3
...leikurinn var nýbyrjaður er við systur komum heim til hennar. Við borðuðum fyrir framan sjónvarpið en systir mín viðurkenndi alveg að hún hafði takmarkaðan áhuga á þessu öllu og settist bara stund og stund enda þurfti að sinna Huldu því hún er alltaf orðin þreytt á þessum tíma. En leikurinn var fínn. Liðið var að spila mjög vel þótt það kæmu kaflar þar sem sumir (aðallega einn leikmaður) gleymdu að verja og fylgjast með sínum svæðum. Árni Gautur Arason stóð sig virkilega vel í markinu en ég er líka sammála því sem íþróttavefur mbl.is hefur eftir honum að við megum ekki ofmetnast.
- X-men -
Við Davíð fórum svo á bíó í gærkvöldi (um að gera að nýta sér barnleysið) og sáum mynd nr. 2 um baráttu stökkbreytta við óbreytta. Mér leiddist ekkert nema hléið í miðri mynd.
11.6.03
- Miðvikudagur -
Það er allt eitthvað svo tómlegt heima. En undanfarið hafa verkefnin hlaðist upp og nú verður ekki hjá því komist að nota tímann og taka til hendinni. Tók samt á mig pínu krók á heimleið í gær. Jónas ömmubróðir var einhvers staðar að nota góða veðrið svo ég leit aðeins inn til konu sem ég er búin að þekkja síðan ég var lítil. Stoppaði svona í rúman hálftíma og fékk kaffi og pönnsur. Þá var ég líka komin í "geru"-stuð. Dreif mig heim og um fimm var ég að henda sængum út á tröppuhandrið. Setti í þvottavél, tók hjónaherbergið nokkuð vel í gegn, tók utan af hjá strákunum, ryksugaði og hreinsaði ofninn inni á baði og allt þetta tók mig rúmlega klukkutíma. Þá settist ég niður fyrir framan sjónvarpið, bullsveitt, og setti átekna spólu í myndbandstækið. Davíð kom heim á þeim tímapunkti og horfði hann með mér á CSI-Miami frá kvöldinu áður.
Í dag ætla ég mér að horfa á Litháen-Ísland (án þess að tína öðru barninu mínu...(enda eru drengirnir í sveitinni eins og komið hefurfram;-)) en reyna svo að halda "gerunni" áfram í kvöld. Það er kannski líka spurning um að nota tímann og barnleysið og plata manninn með í bíó í kvöld...
Það er allt eitthvað svo tómlegt heima. En undanfarið hafa verkefnin hlaðist upp og nú verður ekki hjá því komist að nota tímann og taka til hendinni. Tók samt á mig pínu krók á heimleið í gær. Jónas ömmubróðir var einhvers staðar að nota góða veðrið svo ég leit aðeins inn til konu sem ég er búin að þekkja síðan ég var lítil. Stoppaði svona í rúman hálftíma og fékk kaffi og pönnsur. Þá var ég líka komin í "geru"-stuð. Dreif mig heim og um fimm var ég að henda sængum út á tröppuhandrið. Setti í þvottavél, tók hjónaherbergið nokkuð vel í gegn, tók utan af hjá strákunum, ryksugaði og hreinsaði ofninn inni á baði og allt þetta tók mig rúmlega klukkutíma. Þá settist ég niður fyrir framan sjónvarpið, bullsveitt, og setti átekna spólu í myndbandstækið. Davíð kom heim á þeim tímapunkti og horfði hann með mér á CSI-Miami frá kvöldinu áður.
Í dag ætla ég mér að horfa á Litháen-Ísland (án þess að tína öðru barninu mínu...(enda eru drengirnir í sveitinni eins og komið hefurfram;-)) en reyna svo að halda "gerunni" áfram í kvöld. Það er kannski líka spurning um að nota tímann og barnleysið og plata manninn með í bíó í kvöld...
9.6.03
- Annar í hvítasunnu -
Dagurinn í gær var frekar rólegur. Setti í tvær þvottavélar og hengdi það upp og einnig fór uppþvottavélin í gang. Annars var ég með nefið ofan í bókum. Helga systir hringdi um tvö og þar sem að það var möguleiki að við fjölskyldan yrðum í nágrenninu við hana seinni partinn bað hún mig að skutla digital-myndavélinni hennar mömmu yfir til sín. Hin heimsóknin brást svo ég ákvað að kíkja bara til Helgu í staðinn. Strákarnir komu með mér og var Hulda mjög glöð að hitta þá. Þetta var um hálffjögur. Davíð var hér heima að vinna en fljótlega eftir að ég kom til Helgu ákváðum við systur að hafa mat saman. Ég átti þiðinn kjúkling heima og hún var með afgang af lambalundum og sósu. Þannig að ég sótti manninn og kjúklinginn á fimmta tímanum. Notaði tækifærið og skilaði spólunni "Vitnið" til frænku minnar því hún býr stutt frá Helgu. Það var æsingur í börnunum allt þar til þau voru búin að borða, greinilega orðin mjög svöng þarna fyrir mat. Þegar við komum heim aftur voru strákarnir úti í smá stund að fylgjast með smíði búkofa hér úti í garði. Ég setti þá beint í bað er þeir komu inn og voru þeir ekki lengi að sofna er þeir fóru í rúmið um níu. Davíð fór þá að skila af sér kaffi og WC-pappír á tvo staði. Strákarnir voru að safna fyrir Lottómótinu á Akranesi í sumar og voru að selja pappír 64stk, 10kg af þvottaefni og tvær tegundir af kaffi saman í pakka( þ.e. hægt var að panta bara pappír, eða bara þvotta efni eða bara kaffi eða allt af öllu, kaffi og rúllur....). Bæði 7. flokkur og 5. flokkur voru að selja en 5. flokkur fer á mót á Akureyri í sumar og fyrir það mót ætlar þjálfarinn þeirra að fara með þá í æfingabúðir. Mér skilst að salan hafi bara gengið ágætlega.
Nú er ég að fara að taka saman föt handa strákunum og á eftir brunum við austur á Hellu þar sem strákarnir verða a.m.k. til 17. júní og kannski fram á aðra helgi. Það fer allt eftir því hvort hægt verður að senda þá nokkra daga á Bakkann. Reyndar á ég ekki von á öðru því það er búið að biðja um að fá þá þangað í nokkra daga og helst núna í júní. Ég held að mamma hefði gott af því að þeir væru ekki nema vikuna á Hellu því næstu tvær vikur verða hjá henni tvíburar á áttunda árinu sem hún hefur tekið á móti úr Ísaksskóla í vetur og mun gera það áfram næsta vetur. Strákunum kemur vel saman og eru eiginlega eins og bræður, en eins og stráka er siður tuskast þeir stundum til og er erfitt að tjónka við þá. Heilsa hennar mömmu er ekki alveg 100% en ég veit að hún mun aldrei gefast upp að fyrra bragði og segjast ekki geta þetta. Held reyndar að strákarnir muni verða mikið út. Oddur og Steinn eiga góðan vin (sonur bekkjarbróður míns úr grunnskóla) fyrir austan sem er jafngamall hinum tvíburunum og ég er viss um að þeir verða mikið með honum. En nú er best að fara að snúa sér að undirbúningi. Ég er jafnspennt (og strákarnir) að komast á heimaslóðir...
Dagurinn í gær var frekar rólegur. Setti í tvær þvottavélar og hengdi það upp og einnig fór uppþvottavélin í gang. Annars var ég með nefið ofan í bókum. Helga systir hringdi um tvö og þar sem að það var möguleiki að við fjölskyldan yrðum í nágrenninu við hana seinni partinn bað hún mig að skutla digital-myndavélinni hennar mömmu yfir til sín. Hin heimsóknin brást svo ég ákvað að kíkja bara til Helgu í staðinn. Strákarnir komu með mér og var Hulda mjög glöð að hitta þá. Þetta var um hálffjögur. Davíð var hér heima að vinna en fljótlega eftir að ég kom til Helgu ákváðum við systur að hafa mat saman. Ég átti þiðinn kjúkling heima og hún var með afgang af lambalundum og sósu. Þannig að ég sótti manninn og kjúklinginn á fimmta tímanum. Notaði tækifærið og skilaði spólunni "Vitnið" til frænku minnar því hún býr stutt frá Helgu. Það var æsingur í börnunum allt þar til þau voru búin að borða, greinilega orðin mjög svöng þarna fyrir mat. Þegar við komum heim aftur voru strákarnir úti í smá stund að fylgjast með smíði búkofa hér úti í garði. Ég setti þá beint í bað er þeir komu inn og voru þeir ekki lengi að sofna er þeir fóru í rúmið um níu. Davíð fór þá að skila af sér kaffi og WC-pappír á tvo staði. Strákarnir voru að safna fyrir Lottómótinu á Akranesi í sumar og voru að selja pappír 64stk, 10kg af þvottaefni og tvær tegundir af kaffi saman í pakka( þ.e. hægt var að panta bara pappír, eða bara þvotta efni eða bara kaffi eða allt af öllu, kaffi og rúllur....). Bæði 7. flokkur og 5. flokkur voru að selja en 5. flokkur fer á mót á Akureyri í sumar og fyrir það mót ætlar þjálfarinn þeirra að fara með þá í æfingabúðir. Mér skilst að salan hafi bara gengið ágætlega.
Nú er ég að fara að taka saman föt handa strákunum og á eftir brunum við austur á Hellu þar sem strákarnir verða a.m.k. til 17. júní og kannski fram á aðra helgi. Það fer allt eftir því hvort hægt verður að senda þá nokkra daga á Bakkann. Reyndar á ég ekki von á öðru því það er búið að biðja um að fá þá þangað í nokkra daga og helst núna í júní. Ég held að mamma hefði gott af því að þeir væru ekki nema vikuna á Hellu því næstu tvær vikur verða hjá henni tvíburar á áttunda árinu sem hún hefur tekið á móti úr Ísaksskóla í vetur og mun gera það áfram næsta vetur. Strákunum kemur vel saman og eru eiginlega eins og bræður, en eins og stráka er siður tuskast þeir stundum til og er erfitt að tjónka við þá. Heilsa hennar mömmu er ekki alveg 100% en ég veit að hún mun aldrei gefast upp að fyrra bragði og segjast ekki geta þetta. Held reyndar að strákarnir muni verða mikið út. Oddur og Steinn eiga góðan vin (sonur bekkjarbróður míns úr grunnskóla) fyrir austan sem er jafngamall hinum tvíburunum og ég er viss um að þeir verða mikið með honum. En nú er best að fara að snúa sér að undirbúningi. Ég er jafnspennt (og strákarnir) að komast á heimaslóðir...
8.6.03
- Skólaslit -
Á föstudaginn var vorum við Davíð kominn upp í Ísaksskóla rétt fyrir klukkan hálftvö. Verið var að stilla krökkunum upp á skólalóðinni. Hver bekkur hafði sitt auðkenni í formi kórónu og höfðu átta ára bekkirnir "útskriftar"-hatta. Stuttu seinna var allt tilbúið og bauð Edda skólastjóri alla viðstadda velkomna en kynnti svo til sögunnar tvö af elstu börnunum sem einnig báðu alla velkomna og sáu um að kynna lögin sem krakkarnir sungu. Rétt fyrir tvö var svo skólanum slitið og í þann mund fór að rigna. Börnin fóru inn í stofur, tóku dótið sitt, kvöddu kennarann sinn og sum færðu honum blóm. Ég fór heim með tvíburunum en Davíð fór aftur að vinna. Oddur Smári og Davíð Steinn eru semsagt búnir með 1. bekkinn og komnir í sumarfrí.
- Ísland - Færeyjar 2:1
Strákarnir fóru í afmæli til bekkjarbróður síns alla leið upp í Grafarvog á laugardeginum. Þegar ég sótti þá um þrjú spurði ég þá hvort þeir vildu koma með mér á fótboltalandsleik. Þeir vildu það gjarnan. Við vorum komin inn á svæðið og búin að finna sætin okkar um hálftíma fyrir leik. Ég spurði strákana hvort þeir þyrftu að pissa en þeir neituðu því. Rétt áður en leikmenn komu inn á völlinn sagðist Oddur vera í spreng. Ég sendi hann af stað og spurði Davíð Stein hvort hann þyrfti ekki líka. "- Ég get haldið í mér." Ég sagði að það væri ekki gott og fór með honum niður tröppurnar hjá "hólfinu" okkar. Þar sá ég að þarna var stutt í salernisaðstöðu og sagði drengnum bara að muna að við sætum í hólfi O. Svo fór ég í sæti mitt aftur. Oddur kom til baka þegar verið var að spila og syngja þjóðsöngvana. Ekkert bólaði á Davíð Steini og fljótlega sendi ég Odd til að athuga hvort hann væri enn á klósettinu. En hann fann ekki bróður sinn svo ég fór að svipast um eftir honum. Leikurinn var byrjaður og ég fór að spyrjast fyrir um drenginn. Ranglaði um svæðið og fór og talaði við öryggisvörð og fékk númer hjá öðrum sem hann sagði mér að hringja í ef ég hefði ekki fundið drenginn í leikhléi. Fór öðru hvoru upp í "hólfið" en þar var bara Oddur sem fór líka að ókyrrast. Í hálfleik var Davíð Steinn kallaður upp og beðinn að snúa sér að næsta öryggisverði sem myndi fylgja honum til okkar. Ekkert gerðist. Ég labbaði hringinn í kringum völlinn en sá hann hvergi. Davíð hringdi í mig og ég sagði honum frá ástandinu. Rétt eftir að leikurinn var svo búinn hringdi Davíð í mig aftur. Hann kom labbandi úr Ármúlanum og sá bílinn okkar fljótlega og þá gat hann sagt mér að drengurinn væri sofandi inni í bílnum. Ég hafði gleymt að læsa honum og þegar strákurinn fann ekki sætin og okkur bróður sinn aftur eftir að hafa farið á klósettið fór hann út af svæðinu og að bílnum. Ég lét öryggisverðina vita að hann væri fundinn.
Rétt áður en leikurinn var búinn hafði ég spurt Odd hvað hann mundi gera ef hann mundi ekki rata til baka til mín og hann sagði mér að hann mundi fara að bílnum. Ef ég hefði spurt hann fyrr hefði ég líklega drifið mig og kannað málið en mér var farið að líða svo illa þarna að ég spáði ekkert í þetta frekar.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Davíð Steinn týnist. Fyrir rúmum tveimur árum voru þeir bræður nýbúnir að vera í nokkra daga á Hellu hjá mömmu og pabba. Þar voru þeir miklu frjálsari heldur en hér í bænum og léku sér úti allan daginn. Ég var að vinna milli eitt og sjö á þessum tíma og Helga systir sótti þá flesta daga fyrir mig úr leikskólanum. Stutt frá Helgu (á Grettisgötu) bjó strákur sem er einu ári eldri en strákarnir og voru þeir farnir að kynnast og leika sér svolítið saman. Einn daginn plataði hann Davíð Stein með sér niður á Laugaveg (Oddur vildi ekki fara með), yfir á hina gangstéttina og í eitthvað húsasund þar sem var ein róla. Svo stakk strákurinn af. Davíð Steinn hafði ekki vit á því að fara yfir götuna aftur heldur gekk í áttina að Lækjargötu. Við Ingólfsstræti snéri fólk sér að honum þar sem hann var farinn að skæla og tók hann með sér. Lögreglustöðin niðri í bæ var lokuð svo þau fengu að hringja í lögreglu frá Borgarbókarsafninu í Grófinni. Um það leyti sem náðist í mig í gemsann var ég kominn alla leið á Hlemm og systir mín var að leita á Grettisgötunni og stóran hring þar í kring. Ég hálfhljóp alla leið á bókasafnið var komin á undan Davíð sem ég hafði látið vita í millitíðinni svo hann gæti sótt okkur mæðginin. Það er vond tilfinning að týna barninu sínu og þegar það er fundið kemur sjokkið þúsundfalt eftir á þannig að maður ræður ekki neitt við neitt við tilfinningar sínar.
Ég er búin að ræða það við strákana að bíða eftir hvor öðrum ef við erum á svona mannmörgu svæði. Og ef þeir eru einir og finna ekki út hvar þeir voru að fara ekkert í burtu heldur bíða við þann stað sem þeir voru að koma frá (klósettin í tilvikinu í gær). Ætli það sé ekki skynsamlegast að drífa sig svo á næsta landsleik og reyna að njóta hans tvöfalt!
Á föstudaginn var vorum við Davíð kominn upp í Ísaksskóla rétt fyrir klukkan hálftvö. Verið var að stilla krökkunum upp á skólalóðinni. Hver bekkur hafði sitt auðkenni í formi kórónu og höfðu átta ára bekkirnir "útskriftar"-hatta. Stuttu seinna var allt tilbúið og bauð Edda skólastjóri alla viðstadda velkomna en kynnti svo til sögunnar tvö af elstu börnunum sem einnig báðu alla velkomna og sáu um að kynna lögin sem krakkarnir sungu. Rétt fyrir tvö var svo skólanum slitið og í þann mund fór að rigna. Börnin fóru inn í stofur, tóku dótið sitt, kvöddu kennarann sinn og sum færðu honum blóm. Ég fór heim með tvíburunum en Davíð fór aftur að vinna. Oddur Smári og Davíð Steinn eru semsagt búnir með 1. bekkinn og komnir í sumarfrí.
- Ísland - Færeyjar 2:1
Strákarnir fóru í afmæli til bekkjarbróður síns alla leið upp í Grafarvog á laugardeginum. Þegar ég sótti þá um þrjú spurði ég þá hvort þeir vildu koma með mér á fótboltalandsleik. Þeir vildu það gjarnan. Við vorum komin inn á svæðið og búin að finna sætin okkar um hálftíma fyrir leik. Ég spurði strákana hvort þeir þyrftu að pissa en þeir neituðu því. Rétt áður en leikmenn komu inn á völlinn sagðist Oddur vera í spreng. Ég sendi hann af stað og spurði Davíð Stein hvort hann þyrfti ekki líka. "- Ég get haldið í mér." Ég sagði að það væri ekki gott og fór með honum niður tröppurnar hjá "hólfinu" okkar. Þar sá ég að þarna var stutt í salernisaðstöðu og sagði drengnum bara að muna að við sætum í hólfi O. Svo fór ég í sæti mitt aftur. Oddur kom til baka þegar verið var að spila og syngja þjóðsöngvana. Ekkert bólaði á Davíð Steini og fljótlega sendi ég Odd til að athuga hvort hann væri enn á klósettinu. En hann fann ekki bróður sinn svo ég fór að svipast um eftir honum. Leikurinn var byrjaður og ég fór að spyrjast fyrir um drenginn. Ranglaði um svæðið og fór og talaði við öryggisvörð og fékk númer hjá öðrum sem hann sagði mér að hringja í ef ég hefði ekki fundið drenginn í leikhléi. Fór öðru hvoru upp í "hólfið" en þar var bara Oddur sem fór líka að ókyrrast. Í hálfleik var Davíð Steinn kallaður upp og beðinn að snúa sér að næsta öryggisverði sem myndi fylgja honum til okkar. Ekkert gerðist. Ég labbaði hringinn í kringum völlinn en sá hann hvergi. Davíð hringdi í mig og ég sagði honum frá ástandinu. Rétt eftir að leikurinn var svo búinn hringdi Davíð í mig aftur. Hann kom labbandi úr Ármúlanum og sá bílinn okkar fljótlega og þá gat hann sagt mér að drengurinn væri sofandi inni í bílnum. Ég hafði gleymt að læsa honum og þegar strákurinn fann ekki sætin og okkur bróður sinn aftur eftir að hafa farið á klósettið fór hann út af svæðinu og að bílnum. Ég lét öryggisverðina vita að hann væri fundinn.
Rétt áður en leikurinn var búinn hafði ég spurt Odd hvað hann mundi gera ef hann mundi ekki rata til baka til mín og hann sagði mér að hann mundi fara að bílnum. Ef ég hefði spurt hann fyrr hefði ég líklega drifið mig og kannað málið en mér var farið að líða svo illa þarna að ég spáði ekkert í þetta frekar.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Davíð Steinn týnist. Fyrir rúmum tveimur árum voru þeir bræður nýbúnir að vera í nokkra daga á Hellu hjá mömmu og pabba. Þar voru þeir miklu frjálsari heldur en hér í bænum og léku sér úti allan daginn. Ég var að vinna milli eitt og sjö á þessum tíma og Helga systir sótti þá flesta daga fyrir mig úr leikskólanum. Stutt frá Helgu (á Grettisgötu) bjó strákur sem er einu ári eldri en strákarnir og voru þeir farnir að kynnast og leika sér svolítið saman. Einn daginn plataði hann Davíð Stein með sér niður á Laugaveg (Oddur vildi ekki fara með), yfir á hina gangstéttina og í eitthvað húsasund þar sem var ein róla. Svo stakk strákurinn af. Davíð Steinn hafði ekki vit á því að fara yfir götuna aftur heldur gekk í áttina að Lækjargötu. Við Ingólfsstræti snéri fólk sér að honum þar sem hann var farinn að skæla og tók hann með sér. Lögreglustöðin niðri í bæ var lokuð svo þau fengu að hringja í lögreglu frá Borgarbókarsafninu í Grófinni. Um það leyti sem náðist í mig í gemsann var ég kominn alla leið á Hlemm og systir mín var að leita á Grettisgötunni og stóran hring þar í kring. Ég hálfhljóp alla leið á bókasafnið var komin á undan Davíð sem ég hafði látið vita í millitíðinni svo hann gæti sótt okkur mæðginin. Það er vond tilfinning að týna barninu sínu og þegar það er fundið kemur sjokkið þúsundfalt eftir á þannig að maður ræður ekki neitt við neitt við tilfinningar sínar.
Ég er búin að ræða það við strákana að bíða eftir hvor öðrum ef við erum á svona mannmörgu svæði. Og ef þeir eru einir og finna ekki út hvar þeir voru að fara ekkert í burtu heldur bíða við þann stað sem þeir voru að koma frá (klósettin í tilvikinu í gær). Ætli það sé ekki skynsamlegast að drífa sig svo á næsta landsleik og reyna að njóta hans tvöfalt!
5.6.03
Kojurnar
Tvíburnarnir sofa í rúmlega hundrað ára gömlum kojum. Við systur sváfum líka í þeim og í millitíðinni voru þær lánaðar frændsystkynum okkar. Þegar þær komu þaðan voru þær alhvítar (það sem sást fyrir límmiðum). Pabbi tók sig til og hreinsaði þær upp og spreyjaði þær bláar. Þeir bræður hafa verið iðnir við að líma á þær sl. tvö ár svo það fer bráðum að hætta að sjást í bláa litinn. En fyrst eftir að þeir byrjuðu að sofa í kojunum var Davíð Steinn alltaf uppi en Oddur var "niður-hræddur" og svaf niðri. Fyrir um ári síðan fór ég að láta þá skiptast á, færi þá á milli þegar ég skipti um sængurfatnað og lök. Í fyrstu kallaði Oddur alltaf í mig ef hann var uppi "-Hjálp! Ég þarfa að pissa!" eða "-Það er kominn dagur." Núna er hann nú farinn að klifra upp og niður sjálfur. En í gærkvöldi fór hann upp í koju áður en hann átti að fara að sofa og nennti svo ekki einhverra hluta vegna að klifra sjálfur niður. Ég bað hann um að bíða rólegan smá stund. Þá sagði hann strax "Ég nenni nú ekki að vera hérna uppi til eilífðar...."
Tvíburnarnir sofa í rúmlega hundrað ára gömlum kojum. Við systur sváfum líka í þeim og í millitíðinni voru þær lánaðar frændsystkynum okkar. Þegar þær komu þaðan voru þær alhvítar (það sem sást fyrir límmiðum). Pabbi tók sig til og hreinsaði þær upp og spreyjaði þær bláar. Þeir bræður hafa verið iðnir við að líma á þær sl. tvö ár svo það fer bráðum að hætta að sjást í bláa litinn. En fyrst eftir að þeir byrjuðu að sofa í kojunum var Davíð Steinn alltaf uppi en Oddur var "niður-hræddur" og svaf niðri. Fyrir um ári síðan fór ég að láta þá skiptast á, færi þá á milli þegar ég skipti um sængurfatnað og lök. Í fyrstu kallaði Oddur alltaf í mig ef hann var uppi "-Hjálp! Ég þarfa að pissa!" eða "-Það er kominn dagur." Núna er hann nú farinn að klifra upp og niður sjálfur. En í gærkvöldi fór hann upp í koju áður en hann átti að fara að sofa og nennti svo ekki einhverra hluta vegna að klifra sjálfur niður. Ég bað hann um að bíða rólegan smá stund. Þá sagði hann strax "Ég nenni nú ekki að vera hérna uppi til eilífðar...."
3.6.03
- Þriðjudagur -
Valur tapaði í gærkvöldi fyrir Þrótti R.. 0:1. Ég komst ekki á leikinn en var með eyrað við tækið að hlusta á "Útvarp Val". Verð að vera sammála þeim sem var að lýsa að það gengur ekki að styðja bara sína menn ef þeir eru í efsta sætinu og ætla mér að vera dugleg að fara a.m.k. á heimaleikina í sumar. Strákarnir hafa líka mjög gaman og gott af því að fara líka.
Geitungar inni
Um helgina kom fyrsti geitungur sumarsins inn. Ég verð að játa það að mér er mein-illa við þessi kvikindi, sérstaklega ef þetta kemur inn til mín. Þó var ég óvenju róleg þegar ég varð vör við dýrið, náði bara í ryksuguna og tókst að góma það í fjórðu tilraun og svo bað ég Davíð um að ryksuga yfir gólfin. Hafði reyndar svo orð á því að það þyrfti að koma geitungur inn til okkar vikulega. Þá myndi verða ryksugað yfir gólfin reglulega....
Valur tapaði í gærkvöldi fyrir Þrótti R.. 0:1. Ég komst ekki á leikinn en var með eyrað við tækið að hlusta á "Útvarp Val". Verð að vera sammála þeim sem var að lýsa að það gengur ekki að styðja bara sína menn ef þeir eru í efsta sætinu og ætla mér að vera dugleg að fara a.m.k. á heimaleikina í sumar. Strákarnir hafa líka mjög gaman og gott af því að fara líka.
Geitungar inni
Um helgina kom fyrsti geitungur sumarsins inn. Ég verð að játa það að mér er mein-illa við þessi kvikindi, sérstaklega ef þetta kemur inn til mín. Þó var ég óvenju róleg þegar ég varð vör við dýrið, náði bara í ryksuguna og tókst að góma það í fjórðu tilraun og svo bað ég Davíð um að ryksuga yfir gólfin. Hafði reyndar svo orð á því að það þyrfti að koma geitungur inn til okkar vikulega. Þá myndi verða ryksugað yfir gólfin reglulega....
2.6.03
- Mánudagur -
Helgin flogin og kominn nýr mánuður. Tíminn heldur áfram að þjóta á millijón. Á laugardaginn bauð ég ungri vinkonu minni og kærasta hennar í mat til okkar um kvöldið. Við höfum gert þetta stöku sinnum svona áður (byrjaði þegar mamma hennar var hér á landi (milli landa) eftir að hún kom frá Danmörku og áður en hún flutti til Englands) en þetta er í fyrsta skiptið sem kærastinn kemur með. Að venju voru tvær pizzur á boðstólum, önnur með rækjum, túnfiski, apríkósum, lauk og osti og hin með hakki bygggrjónum, grænmeti og osti. Unga fólkið var seint fyrir því það hafði verið að passa hálfbróður hans en það gerði lítið til við biðum bara og héldum pizzunum heitum. Í eftirrétt var heimatilbúinn ís og kláraðist hann á augabragði, Davíð Steinn var alveg sérlega lystugur á ísinn þótt hann hefði sporðrennt tveimur pizzasneiðum. Hann fær sér sjaldan tvisvar á diskinn en hann var greinilega svangur þarna...
Á laugardaginn fylgdist ég með tímatökum í formúlunni og tékkaði á stöðunni á textavarpinu hvernig gekk hjá Jóni Arnari í tugþrautinni. Í gær var þetta sama upp á teningunum nema hvað keppnin í formúlunni fór fram. Heimsmeistarinn byrjaði í 5. sæti á rásstað og lauk keppni í þriðja sæti. Raikkonen varð annar í mark og jók aftur munin í stigakeppninni milli þeirra svo þetta heldur áfram að vera verulega spennandi. Maður dagsins var samt Montoya sem byrjaði þriðji en vann keppnina og er það í fyrsta skipti í um tuttugu ár sem Williams-liðið á mann efst á palli á þessari skemmtilegu braut í Mónakó. Og Jón Arnar varð örugglega þriðji þrátt fyrir að vera um 300 stigum frá sínum besta árangri.
Seinni part dags skruppum við í heimsókn á Bakkann og er við komum til baka fór ég og leigði tvær spólur: Í skóm drekans og The tuxican (held að þetta sé skrifað svona) með Jackie Chan. Ég mæli með þeim báðum og þá sérstaklega fyrri myndinni.
Helgin flogin og kominn nýr mánuður. Tíminn heldur áfram að þjóta á millijón. Á laugardaginn bauð ég ungri vinkonu minni og kærasta hennar í mat til okkar um kvöldið. Við höfum gert þetta stöku sinnum svona áður (byrjaði þegar mamma hennar var hér á landi (milli landa) eftir að hún kom frá Danmörku og áður en hún flutti til Englands) en þetta er í fyrsta skiptið sem kærastinn kemur með. Að venju voru tvær pizzur á boðstólum, önnur með rækjum, túnfiski, apríkósum, lauk og osti og hin með hakki bygggrjónum, grænmeti og osti. Unga fólkið var seint fyrir því það hafði verið að passa hálfbróður hans en það gerði lítið til við biðum bara og héldum pizzunum heitum. Í eftirrétt var heimatilbúinn ís og kláraðist hann á augabragði, Davíð Steinn var alveg sérlega lystugur á ísinn þótt hann hefði sporðrennt tveimur pizzasneiðum. Hann fær sér sjaldan tvisvar á diskinn en hann var greinilega svangur þarna...
Á laugardaginn fylgdist ég með tímatökum í formúlunni og tékkaði á stöðunni á textavarpinu hvernig gekk hjá Jóni Arnari í tugþrautinni. Í gær var þetta sama upp á teningunum nema hvað keppnin í formúlunni fór fram. Heimsmeistarinn byrjaði í 5. sæti á rásstað og lauk keppni í þriðja sæti. Raikkonen varð annar í mark og jók aftur munin í stigakeppninni milli þeirra svo þetta heldur áfram að vera verulega spennandi. Maður dagsins var samt Montoya sem byrjaði þriðji en vann keppnina og er það í fyrsta skipti í um tuttugu ár sem Williams-liðið á mann efst á palli á þessari skemmtilegu braut í Mónakó. Og Jón Arnar varð örugglega þriðji þrátt fyrir að vera um 300 stigum frá sínum besta árangri.
Seinni part dags skruppum við í heimsókn á Bakkann og er við komum til baka fór ég og leigði tvær spólur: Í skóm drekans og The tuxican (held að þetta sé skrifað svona) með Jackie Chan. Ég mæli með þeim báðum og þá sérstaklega fyrri myndinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)