Svaf til klukkan að verða níu í gærmorgun. Oddur virtist sofa ágætlega í stofunni og hann rumskaði ekki fyrr en nokkru eftir að ég kom á fætur. Ég bjó til hafragraut um tíu. Rétt fyrir eitt skutlaði ég Oddi í Mjóddina þar sem hann tók strætó á Selfoss korter yfir heila tímann. Ég skrapp sjálf í Kringluna. Skilaði þremur bókum á safnið og tók tvær í staðinn. Er þá með þrjár af safninu hérna heima. Kíkti á tvo aðra staði í Kringlunni áður en ég fór aftur heim.