29.3.12

- Það birtir sífellt meir og meir -

Þrátt fyrir að hann (dagurinn) hafi verið grár og gugginn í morgun og einhvers konar þokusúld í kortunum þá var búið að slökkva á öllum ljósastaurum um sjö leytið þegar ég arkaði í vinnuna. Það var alveg nógu bjart enda uþb 10 dagar síðan síðan dagurinn og nóttin voru alveg jafn löng og dagurinn lengist meir og meir, dag frá degi næstu þrjá mánuðina eða svo. Ég geng í vinnu flesta morgna og er hálftíma á milli. Á þessum hálftíma gerist margt í kollinum á mér, margar hugsanir á sveimi og stundum stend ég mig að því að ég er byrjuð að raula lög sem ég er að æfa með K.Ó.S.Í (kirkjukór óháða safnaðarins á Íslandi) kórnum mínum eða einhver önnur lög. Gaman hjá mér á milli heimilis og vinnu en örugglega mjög skrýtið að mæta mér þegar ég í þungum þönkum eða í "raulham"!

21.3.12

Anna 44 - 44 annA

Á 77. degi ársins, þann 17. mars sl. fagnaði ég 44 ára afmælinu mínu. Davíð færði mér morgun mat í rúmið og stjanaði við mig út í eitt allan daginn. Við skruppum m.a. í Húsdýragarðinn, bara við tvö, heilsuðum upp á mörg dýranna og fengum okkur kaffi og vöfflu í kaffihúsinu þar. Síðan skruppum við í Byggt og búið í Kringlunni og keyptum okkur blandara á mjög góðu verði. Tvíburarnir fóru upp í skóla um fimm, tveimur og hálfri klst. fyrir frumsýningu á söngleiknum "Hver er ég?" Við hjónin röltum upp í skóla um sjö og hittum tengdó og Tedda þar. Áður en leikritið hófst urðu "leikhúsgestir" vitni að því þegar Björn Thors leikari afhenti "gamla" listakennaranum sínum, Önnu Flosadóttur, grímuna sem hann fékk 2009 og tileinkaði henni á sínum tíma. Söngleikurinn sjálfur var virkilega flottur og skemmtilegur og upplifði ég allan skalann í tilfinningum á meðan á honum stóð. Yfir 100 krakkar úr leiklistavali í 8.-10. bekk taka þátt og eiga þau öll mikið hrós skilið. Kennararnir sem aðstoðuðu þau við þessa uppsetningu eiga líka mikið lof fyrir. Ég er eiginlega búin að ákveða að fara á aðra sýningu, þá næstsíðustu en er mjög ánægð að vita að það á að taka þetta upp svo hægt verður að kaupa sér eitt (og vonandi fleiri) eintak/tök. Þegar við Davíð komum heim horfðum við á eina af "Police akademia" myndunum. Þannig að ég notaði afmælisdaginn minn mjög vel. :-)

1.3.12

- Einn sjötti liðinn af árinu -
Í gær fór ég í síðustu foreldraviðtölin vegna grunnskólaveru tvíburanna. Þeir eru að pluma sig frábærlega í flestu eins og alltaf áður. Já, strákarnir munu útskrifast úr grunnskóla í vor. Þessir ungu menn verða 16 ára í sumar og byrja væntanlega í framhaldsskóla næsta haust. Í tilefni af foreldradeginum efndi 10. bekkur til kökubazars í fjáröflunarskyni fyrir væntanlegt "útskriftarferðalag" í vor. Hver nemandi í árganginum átti að koma með amk eitthvað tvennt til að selja og voru tveir sölubásar settir upp í skólanum og skiptu krakkarnir með sér deginum og seldist vel. Kvöldinu áður, á þriðjudagskvöldið, kom einn vinur strákanna í árganginum og bakaði með okkur. Það tókst bærilega vel og í gærmorgun fórum við með tvær brúntertur með súkkulaðikremi, tvö lítil haframjölsbrauð, eina hjónabandssælu, 5x4 muffins og 5x6 kornfleksklatta á söluborðin. Verslaði auðvitað við krakkana á báðum stöðunum. - Annars tók ég mér smá vetrarfrí frá og með hádegi sl. fimmtudag og allan mánudaginn með að auki. Fórum út úr bænum rétt upp úr tvö á föstudag og komum við á Bakkanum á leiðinni upp í Brekkubæ, nýjasta sumarbústað RB á Efri-Reykjum. Við Davíð fórum í heita pottinn seint um kvöldið. Það var spilað, lesið, saumað (frúin taldi út), horft á imbann og slakað á. Urðum að vera komin aftur í bæinn fyrir hálfeitt á sunnudag því ég varð að vera mætt í upphitun v/jazzmessu. Feðgarnir "hentu" mér út við kirkjuna uþb 12:40 og svo labbaði ég heim um þrjú. Það var mjög gott að eiga svo mánudaginn. Fór á fætur með manninum og skutlaði honum í vinnuna svo ég gæti haft bílinn. Rak tvö erindi í Mjóddinni og heimsótti svo Böddu. Seinna um daginn heimsótti ég fyrrum nágranna okkar af Hrefnugötunni í fyrsta sinn eftir að þau fluttu á Sléttuveginn.