- STRÁKARNIR HÖFÐU ÞAÐ, OLE! -
JÁ, við fórum á völlinn og nei röddin er samt ekki farin. Við settumst næstum því HK megin og þar með gat ég haldið mig á mottunni, svona nokkurn veginn. En ég var frekar stressuð síðustu mínúturnar, eiginlega allan síðari hálfleikinn.
Annasamri viku er senn að ljúka. Enn eitt árið varð Davíð að taka það að sér að mæta á haustfund í skólanum því fundur 6. árgangsins var settur á sama tíma og síðasti stjórnarfundur foreldrafélags DKR þar sem aðalfundur var undirbúinn. Aðalfundurinn var svo sl. miðvikudag. Þar gaf fráfarandi formaður skýrslu um síðast liðið starfsár, ég gerði grein fyrir ársreikningunum (örlítið stressuð), sagt var frá verkefnum og skyldum foreldra og hinna ýmsu starfsnefnda og svo var kosið í stjórn og nefndir. Rétt fyrir sex komu kórstjóri og undirleikari ásamt drengjunum sem og sr. Birgir. Birgir fékk orðið og færði fráfarandi formanni gjöf frá kirkjunni, ég tók einnig að mér að færa honum (form.) blómvönd og gjöf frá stjórninni, foreldrafélaginu, kórstjóra, undirleikara og strákunum og að lokum sungu strákarnir, þríraddað, lag sem þeir eru að byrja að æfa. Þeir fengu svo smá hressingu áður en þeir fóru aftur inn í æfingasal og fundurinn hélt áfram alveg þar til æfingin hjá strákunum var búin.
Ég fór á kóræfingu á miðvikudagskvöldið. Röddin lét ekki alveg að stjórn en sessunautur minn í altinum kvartaði ekkert svo líklega slapp þetta fyrir horn.
Eftir að hafa skutlað "þríburunum" í frjálsar seinni partinn á fimmtudaginn skrapp ég í heimsókn til vinkonu í Árbæjarhverfinu. Við áttum notalega stund saman í tæpa tvo tíma. Dreif mig heim tímanlega til að kvöldmaturinn yrði ekki alltof seint á ferðinni því um hálfníu um kvöldið var haldinn hjá okkur húsfundur.
Annasamri viku er senn að ljúka. Enn eitt árið varð Davíð að taka það að sér að mæta á haustfund í skólanum því fundur 6. árgangsins var settur á sama tíma og síðasti stjórnarfundur foreldrafélags DKR þar sem aðalfundur var undirbúinn. Aðalfundurinn var svo sl. miðvikudag. Þar gaf fráfarandi formaður skýrslu um síðast liðið starfsár, ég gerði grein fyrir ársreikningunum (örlítið stressuð), sagt var frá verkefnum og skyldum foreldra og hinna ýmsu starfsnefnda og svo var kosið í stjórn og nefndir. Rétt fyrir sex komu kórstjóri og undirleikari ásamt drengjunum sem og sr. Birgir. Birgir fékk orðið og færði fráfarandi formanni gjöf frá kirkjunni, ég tók einnig að mér að færa honum (form.) blómvönd og gjöf frá stjórninni, foreldrafélaginu, kórstjóra, undirleikara og strákunum og að lokum sungu strákarnir, þríraddað, lag sem þeir eru að byrja að æfa. Þeir fengu svo smá hressingu áður en þeir fóru aftur inn í æfingasal og fundurinn hélt áfram alveg þar til æfingin hjá strákunum var búin.
Ég fór á kóræfingu á miðvikudagskvöldið. Röddin lét ekki alveg að stjórn en sessunautur minn í altinum kvartaði ekkert svo líklega slapp þetta fyrir horn.
Eftir að hafa skutlað "þríburunum" í frjálsar seinni partinn á fimmtudaginn skrapp ég í heimsókn til vinkonu í Árbæjarhverfinu. Við áttum notalega stund saman í tæpa tvo tíma. Dreif mig heim tímanlega til að kvöldmaturinn yrði ekki alltof seint á ferðinni því um hálfníu um kvöldið var haldinn hjá okkur húsfundur.