- Á Sikiley -
síðustu dagarnir
Sunnudagsmorguninn hófst eins og laugardagurinn með morgunverði upp úr hálftíu. Fórum aftur upp á herbergi og lögðum okkur oggupínupons. Klukkan hálftólf var hringt úr móttökunni og sagt að ef við vildum láta búa um og fara yfir herbergið yrðum við að skreppa út í síðasta lagi um tólf. Yfirleitt er mest allt lokað á sunnudögum og frekar lítið um að vera. Við ákváðum samt að rölta aðeins og kanna umhverfið. Einhverjir úr hópnum höfðu skráð sig í og farið í dagsferð til Cafalú (ekki komust samt allir sem höfðu hug á í ferðina. Við Davíð vorum nú ekki einu sinni að spá í hana).
Röltum í átt að höfninni. Sums staðar sáum við mikla fátækt og allt var einhvern veginn svo óhreint og sjúskað. Við rákumst líka á nokkra flækingshunda. Eftir nokkurt labb fundum við opinn veitingastað og ákváðum að setjast inn og prófa. Við fengum sæti og matseðla og vorum bara nokkuð fljót að ákveða okkur, ætluðum að skella okkur á sitthvora pizzuna. Þegar þjónninn kom sagði hann hins vegar að pizzur væru ekki afgreiddar fyrr en eftir hálfátta á kvöldin svo það eina sem var að marka á matseðlinum voru pastaréttirnir framan á honum. Smelltum okkur á þá og vorum bara ánægð þegar upp var staðið.
Áfram röltum við um og fundum m.a. nokkra opna markaði. Sáum samt ekkert sem okkur vantaði eða langaði í. Okkur hafði verið ráðlagt tvennt við komuna til Sikileyjar; kaupa skó og prófa sverðfisk. (Við vorum eiginlega ekki í stuði fyrir skóleiðangur þennan tíma sem við vorum þarna úti.) Þegar klukkan fór að ganga fjögur vildi ég fara heim á hótel. Davíð vildi ekki viðurkenna að hann væri alveg að rata til baka. Ég heimtaði að hann tæki upp kortið, sem við höfðum fengið á hótelinu, og þegar hann loks fékkst til þess kom í ljós að við vorum alls ekki á réttri leið. Á hótelið komust við svo fljótlega eftir að við náðum áttum. Skrifuðum á nokkur póstkort og slökuðum svo vel á. Við fórum aftur út á röltið um átta. Fundum ágætis veitingastað þar sem við fengum góða þjónustu og mjög góðan mat.
Lokadaginn mættum við í morgunmat á sama tíma og flesta hina dagana, upp úr hálftíu. Þá fengum við að vita það að klukkan tíu ætti að tékka sig út. Við vorum eiginlega búin að taka okkur saman svo það var lítið annað að gera en að fara upp og sækja töskuna og bakpokana. (Held samt að ég hafi gleymt gamla, ónýta gemsanum mínum). Fengum að geyma þetta í móttökunni. Skruppum í smá gönguferð. Í þeirri ferð fundum við loksins eitthvað sem okkur hugnaðist að kaupa, m.a. hulstur utan um nýja gemsann minn, nýtt seðlaveski handa mér, smádót handa tvíburunum og eitt og annað. Í bakaleiðinni villtumst við smá en við vorum með kortið góða og komum tímanlega rétt áður en farastjórinn leiddi hópinn að rútunni. Nú var verið að leggja upp í skoðunarferð í strandbæinn Mondello þar sem öllum var boðið upp á ís og svo gefinn frjálst tími í þrjár klukkustundir. Veðrið var gott alla þessa daga en alveg einstakt þennan mánudag og það sást yfir til Etnu þennan dag (svona svipað eins og Snæfellsjökull sést í góðu skyggni héðan frá Reykjavík). Við Davíð létum loks verða af því að prófa sverðfiskinn og vorum ekki svikinn af honum. Hann var verulega gómsætur.
Klukkan fjögur var safnast saman aftur í rútunni og ná lá leiðin beint á flugvöllinn. Þar höfðum við tvo tíma áður en bókað var inn í vélina. Margir fundu óskemmtilegan fnyk er inn í vélina kom, eitthvað hafði klikkað varðandi hreinsun salernanna. Fyrir mig, með mitt bilaða nef var þetta ekkert mál enda held ég að ég hafi farið mun oftar en aðrir á salernið þessa sex tíma sem við vorum að fljúga heim.
Lentum rétt fyrir miðnætti. Gummi frændi beið eftir okkur og skutlaði okkur heim. Heima beið Lilja. Allt hafði gengið eins og í sögu hjá henni með strákunum.
En þetta var öll sagan. Vonandi líða ekki alveg tíu ár þar til ég fer út fyrir landsteinana næst (lengra en Vestmannaeyjar sko en strákarnir fara á Shellmótið í Eyjum næsta sumar).
27.11.04
25.11.04
- Á Sikiley -
partur tvö
Annar dagur hófst frekar snemma miðað við það að við vorum í fríi. Mættum í morgunmat um hálfníu og hálftíma síðar safnaðist hópurinn saman í lobbýinu. Íslensk farastýra ásamt annarri ítalskri leiddu okkur svo fljótlega þangað sem rúta beið okkar. Fyrst var farið að öðru hóteli og fleiri ferðalangar sóttir. Í þeim hópi þekkti ég eina flugfreyjuna enda voru flugvélin og áhöfnin á staðnum allan tímann. Nú svo var lagt af stað í Borgarferð. Skoðaðar voru tvær eins kapellur, önnur í Palermo og hin í bæ rétt fyrir utan borgina. Sú kapella var gerð eftir fyrirmynd hinnar. Og áður en rúmlega fjögurra stunda skoðunarferð lauk var farið í Dómkirkjuna í Palermo. Allt voru þetta mjög merkilegir staðir en flestum í hópnum fannst við dvelja of lengi við hvern stað. Hefðum viljað sjá meira en hlusta minna.
Rútan setti okkur úr á torgi ekki langt frá hótelinu. Við Davíð löbbuðum beint á hótelið aftur og lögðum okkur, fengum okkur "síestu". Hvíldum okkur í nokkra klukkutíma en fórum svo að leita okkur að stað til að snæða á. Skoðuðum aðeins þá markaði sem við löbbuðum framhjá og litum í búðarglugga. Fundum svo pizzastað sem var frekar ódýr. Davíð ætlaði að fá sér pizzu með pepperóni, sveppum og lauk. Þjónninn skyldi ekki þetta með laukinn en bauð honum skinku í staðinn. Ég fékk mér grænmetispizzu. Á henni voru kartöflur, spínat, sveppir og tómatar. Fínasta pízza. Pepperóníið reyndist vera paprika svo Davíð var hálffeginn að þjónninn hafði ekki skilið þetta með laukinn. Þegar við vorum búinn að borða kom í ljós að þetta var einn af fáum stöðum sem ekki tók visakort. Ég var skilin eftir upp í pant á meðan Davíð leitaði uppi næsta hraðbanka eftir frekar óljósar útskýringar frá einum þjóninum.
Á þriðja degi mættum við niður í morgunverð um hálftíu. Skruppum svo aðeins upp á herbergi aftur. Upp úr hádeginu röltum við út að skoða okkur um og til að fá okkur eitthvað í gogginn. Ákváðum að reyna að finna bleikan náttkjól á Huldu frænku. Á einum staðnum var Davíð beðinn um að tala frekar ensku því þær skyldu ekki þýsku. Hmm, maðurinn var nú að tala ensku þrátt fyrir allt. Fundum svo pizzastað en í ljós kom að þar voru bara afgreiddar pizzur eftir klukkan hálfátta á kvöldin. Fengum okkur því einhvers konar pastarétti í staðinn. Á heimleiðinni keyptum við póstkort og frímerki. Tókum aftur "síestu" seinni part dags en vorum svo komin í lobbíið um hálfátta. Þegar allur hópurinn var kominn niður var rölt á bar skammt frá þar sem margir fengu sér fordrykk áður en haldið var aðeins lengra á veitingahús þar sem hafði verið pantað fyrir okkur. Maturinn hafði verið pantaður fyrir okkur líka. Hann var svo sem ekkert spes en þjónarnir fóru á kostum og bættu allt upp. Þeir sýndu okkur m.a. áritaða mynd af Kristjáni Jóhannessyni þar sem það kom fram að þetta var uppáhalds veitingahúsið hans á Sikiley. Eftir hátt í þriggja tíma át gerði hópurinn heiðarlega tilraun til að finna jazzklúbb. Sú tilraun rann út í sandinn. Í staðinn var skroppið á bar í nágrenni hótelsins (ekki þann sama og fyrr um kvöldið). Í restina var svo safnast stund saman í lobbýinu.
partur tvö
Annar dagur hófst frekar snemma miðað við það að við vorum í fríi. Mættum í morgunmat um hálfníu og hálftíma síðar safnaðist hópurinn saman í lobbýinu. Íslensk farastýra ásamt annarri ítalskri leiddu okkur svo fljótlega þangað sem rúta beið okkar. Fyrst var farið að öðru hóteli og fleiri ferðalangar sóttir. Í þeim hópi þekkti ég eina flugfreyjuna enda voru flugvélin og áhöfnin á staðnum allan tímann. Nú svo var lagt af stað í Borgarferð. Skoðaðar voru tvær eins kapellur, önnur í Palermo og hin í bæ rétt fyrir utan borgina. Sú kapella var gerð eftir fyrirmynd hinnar. Og áður en rúmlega fjögurra stunda skoðunarferð lauk var farið í Dómkirkjuna í Palermo. Allt voru þetta mjög merkilegir staðir en flestum í hópnum fannst við dvelja of lengi við hvern stað. Hefðum viljað sjá meira en hlusta minna.
Rútan setti okkur úr á torgi ekki langt frá hótelinu. Við Davíð löbbuðum beint á hótelið aftur og lögðum okkur, fengum okkur "síestu". Hvíldum okkur í nokkra klukkutíma en fórum svo að leita okkur að stað til að snæða á. Skoðuðum aðeins þá markaði sem við löbbuðum framhjá og litum í búðarglugga. Fundum svo pizzastað sem var frekar ódýr. Davíð ætlaði að fá sér pizzu með pepperóni, sveppum og lauk. Þjónninn skyldi ekki þetta með laukinn en bauð honum skinku í staðinn. Ég fékk mér grænmetispizzu. Á henni voru kartöflur, spínat, sveppir og tómatar. Fínasta pízza. Pepperóníið reyndist vera paprika svo Davíð var hálffeginn að þjónninn hafði ekki skilið þetta með laukinn. Þegar við vorum búinn að borða kom í ljós að þetta var einn af fáum stöðum sem ekki tók visakort. Ég var skilin eftir upp í pant á meðan Davíð leitaði uppi næsta hraðbanka eftir frekar óljósar útskýringar frá einum þjóninum.
Á þriðja degi mættum við niður í morgunverð um hálftíu. Skruppum svo aðeins upp á herbergi aftur. Upp úr hádeginu röltum við út að skoða okkur um og til að fá okkur eitthvað í gogginn. Ákváðum að reyna að finna bleikan náttkjól á Huldu frænku. Á einum staðnum var Davíð beðinn um að tala frekar ensku því þær skyldu ekki þýsku. Hmm, maðurinn var nú að tala ensku þrátt fyrir allt. Fundum svo pizzastað en í ljós kom að þar voru bara afgreiddar pizzur eftir klukkan hálfátta á kvöldin. Fengum okkur því einhvers konar pastarétti í staðinn. Á heimleiðinni keyptum við póstkort og frímerki. Tókum aftur "síestu" seinni part dags en vorum svo komin í lobbíið um hálfátta. Þegar allur hópurinn var kominn niður var rölt á bar skammt frá þar sem margir fengu sér fordrykk áður en haldið var aðeins lengra á veitingahús þar sem hafði verið pantað fyrir okkur. Maturinn hafði verið pantaður fyrir okkur líka. Hann var svo sem ekkert spes en þjónarnir fóru á kostum og bættu allt upp. Þeir sýndu okkur m.a. áritaða mynd af Kristjáni Jóhannessyni þar sem það kom fram að þetta var uppáhalds veitingahúsið hans á Sikiley. Eftir hátt í þriggja tíma át gerði hópurinn heiðarlega tilraun til að finna jazzklúbb. Sú tilraun rann út í sandinn. Í staðinn var skroppið á bar í nágrenni hótelsins (ekki þann sama og fyrr um kvöldið). Í restina var svo safnast stund saman í lobbýinu.
24.11.04
- Ferðasagan -
fyrsti partur
Já ég er komin heim og rétt að byrja að átta mig á þessu. Næstu daga kem ég til með að segja ferðasöguna, líklega einn dag í einu. Ef eitthvað gerist á meðan bæti ég því bara við fyrir neðan eða eitthvað...
Á fimmtudagsmorguninn var fórum við á fætur rétt fyrir sex. Í stofunni svaf Lilja vinkona sem tók að sér að sjá um tvíburana þennan tíma. Rétt fyrir hálfsjö hringdi Davíð eitt símtal og svo löbbuðum við af stað með pjönkur okkar, tvo bakpoka og eina ferðatösku. Fyrir utan nr. 11 var Gummi frændi að skafa af bílnum sínum og Davíð setti leikrit á svið.
- "Nei, blessaður! Ekki ert þú á leið til Keflavíkur?"
- "Jú, jú, mikið rétt."
- "Fáum við þá ekki að fljóta með þér?"
- "Alveg sjálfsagt!"
Við bókuðum okkur inn upp úr hálfátta og fórum auðvitað beint á barinn. Ég fékk mér eitt hvítvínsglas, kalt og gott. Hittum ferðafélagana smátt og smátt og einnig nokkra fleiri sem við þekktum (Ólaf og Bylgju, barnatannlækni og klínikdömu, Önnu Báru frænku og Hjört manninn hennar, vin hans Ingva mágs) sem ýmist voru á sömu leið eða til London (og jafnvel lengra). Ákvað að kaupa mér nýjan gemsa og skellti mér á einn sem var á fínu tilboði, nokia 3510.
Tafir urðu á fluginu til Palermo. Við komum inn í vél rúmu korteri eftir áætlaðan brottfarartíma og þá þurfti að afísa vélina aftur. En þetta tókst allt saman. Fengum meðvind og vorum ca. 4 og hálfan tíma til áfangastaðar. Um leið og ég kveikti á gamla símanum sem var á síðasta punktinum, kom sms með Velkomin til Ítalíu. Á flugvellinum týndist ein taskan, þ.e. einhver úr öðrum hóp hafði tekið hana í misgripum. Ferðin frá flugvellinum og inn í borgina tók um 40 mín. og vorum við að bóka okkur inn á Vecchio Borgo um fimm að staðartíma (klukkutímamunur Íslandi í hag). Við Davíð fengum herbergi nr. 703. Hótelið var eiginlega bara svona strýta upp í loftið. 8 hæðir, jarðhæð (lobbýið) og kjallari (morgunverðarsalur). Á hæðum 1-8 voru hótelherbergin og aðeins voru fimm herbergi á hverri hæð. Ekkert gekk að opna okkar herbergi til að byrja með og það endaði með því að það þurfti að fara niður í lobbý og láta endurforrita herbergislykilinn.
Er við vorum loks komin inn á herbergi ákváðum við að leggja okkur aðeins. (Byrjaði samt á því að græja nýja síman minn og stinga honum í hleðslu) Þremur tímum seinna röltum við út í leit að stað til að borða á. Römbuðum á einn ágætan af fínni sortinni. Ég fékk mér nautasteik með sveppum og sósu og fékk bornar fram nokkrar franskar kartöflur með. Davíð fékk sér humar í pasta. Með þessu drukkum við hvítvín og vatn. Fengum fína þjónustu og ég get svo svarið það að Sópranó sjálfur var einn af þjónunum, amk. einhver mjög líkur honum! Við ákváðum að fá okkur eftirrétt og expressó svo í heildina tók það okkur rúma tvo tíma að borða. Er við komum aftur upp á hótel var búið að búa aftur um okkur og setja þrjá brjóstsykursmola ofan á koddana og miða með góða nótt á nokkrum tungumálum, ekki íslensku þó.
Meira næstu daga!
fyrsti partur
Já ég er komin heim og rétt að byrja að átta mig á þessu. Næstu daga kem ég til með að segja ferðasöguna, líklega einn dag í einu. Ef eitthvað gerist á meðan bæti ég því bara við fyrir neðan eða eitthvað...
Á fimmtudagsmorguninn var fórum við á fætur rétt fyrir sex. Í stofunni svaf Lilja vinkona sem tók að sér að sjá um tvíburana þennan tíma. Rétt fyrir hálfsjö hringdi Davíð eitt símtal og svo löbbuðum við af stað með pjönkur okkar, tvo bakpoka og eina ferðatösku. Fyrir utan nr. 11 var Gummi frændi að skafa af bílnum sínum og Davíð setti leikrit á svið.
- "Nei, blessaður! Ekki ert þú á leið til Keflavíkur?"
- "Jú, jú, mikið rétt."
- "Fáum við þá ekki að fljóta með þér?"
- "Alveg sjálfsagt!"
Við bókuðum okkur inn upp úr hálfátta og fórum auðvitað beint á barinn. Ég fékk mér eitt hvítvínsglas, kalt og gott. Hittum ferðafélagana smátt og smátt og einnig nokkra fleiri sem við þekktum (Ólaf og Bylgju, barnatannlækni og klínikdömu, Önnu Báru frænku og Hjört manninn hennar, vin hans Ingva mágs) sem ýmist voru á sömu leið eða til London (og jafnvel lengra). Ákvað að kaupa mér nýjan gemsa og skellti mér á einn sem var á fínu tilboði, nokia 3510.
Tafir urðu á fluginu til Palermo. Við komum inn í vél rúmu korteri eftir áætlaðan brottfarartíma og þá þurfti að afísa vélina aftur. En þetta tókst allt saman. Fengum meðvind og vorum ca. 4 og hálfan tíma til áfangastaðar. Um leið og ég kveikti á gamla símanum sem var á síðasta punktinum, kom sms með Velkomin til Ítalíu. Á flugvellinum týndist ein taskan, þ.e. einhver úr öðrum hóp hafði tekið hana í misgripum. Ferðin frá flugvellinum og inn í borgina tók um 40 mín. og vorum við að bóka okkur inn á Vecchio Borgo um fimm að staðartíma (klukkutímamunur Íslandi í hag). Við Davíð fengum herbergi nr. 703. Hótelið var eiginlega bara svona strýta upp í loftið. 8 hæðir, jarðhæð (lobbýið) og kjallari (morgunverðarsalur). Á hæðum 1-8 voru hótelherbergin og aðeins voru fimm herbergi á hverri hæð. Ekkert gekk að opna okkar herbergi til að byrja með og það endaði með því að það þurfti að fara niður í lobbý og láta endurforrita herbergislykilinn.
Er við vorum loks komin inn á herbergi ákváðum við að leggja okkur aðeins. (Byrjaði samt á því að græja nýja síman minn og stinga honum í hleðslu) Þremur tímum seinna röltum við út í leit að stað til að borða á. Römbuðum á einn ágætan af fínni sortinni. Ég fékk mér nautasteik með sveppum og sósu og fékk bornar fram nokkrar franskar kartöflur með. Davíð fékk sér humar í pasta. Með þessu drukkum við hvítvín og vatn. Fengum fína þjónustu og ég get svo svarið það að Sópranó sjálfur var einn af þjónunum, amk. einhver mjög líkur honum! Við ákváðum að fá okkur eftirrétt og expressó svo í heildina tók það okkur rúma tvo tíma að borða. Er við komum aftur upp á hótel var búið að búa aftur um okkur og setja þrjá brjóstsykursmola ofan á koddana og miða með góða nótt á nokkrum tungumálum, ekki íslensku þó.
Meira næstu daga!
17.11.04
- Snjór -
Setti undir mig hausinn seinni partinn í gær og arkaði lengri leiðina heim. Þ.e. ég kom við í Fiskbúð Hafliða við Hlemm. Keypti lax. Þegar ég kom heim sá ég að tvíburarnir voru komnir. Allar töskurnar og útifötin voru í hrúgu frammi á palli og þeir voru greinilega í heimsókn í risinu. Þeir komu niður rétt fyrir sex og luku við að læra. Dagbjört kom um sjö og spurði hvort þeir gætu komið út að leika og þeir fengu það strax eftir matinn (var bara með afganga í gær, nota laxinn í dag). Klukkan hálfníu þurfti að sækja krakkana inn. Þá voru þau búin að búa til þessa fínu snjókerlinu, Snjóhvíti.
Tvíburahálfsystir mín og maðurinn hennar frændi minn litu við í gærkvöldi með wc-pappír sem dóttir hans var að selja til styrktar skátunum. Ég var einmitt að hugsa um það um daginn, þegar ég uppgötvaði að pappírinn sem við keyptum af 7. flokknum var að verða búinn, hvort ekki myndi bjóðast svona pakkar fljótlega aftur.
Ég hef lesið allnokkrar bækur undanfarið og á sem betur fer samt stafla ólesinn. Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Bráðsmellin bók að mörgu leiti þótt ég hlypi yfir sumar síður þar sem voru upptalningar eða samheitaorð yfir einn og sama hlutinn. Brunabíllinn sem hvarf eftir Sjövall og Wahlö. Þá bók og flestar hinar eftir sömu höfunda hef ég lesið áður og hef alltaf jafn gaman að. Svo er ég með Ævi mín og sagan sem ekki mátt segja um forsetasoninn Björn Sveinson Björnsson rituð af Nönnu Rögnvaldardóttur. Fróðleg og merkileg saga! Næst í röðinni er svo Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég hlakka til að lesa hana. Er búin að sjá myndina og hún var góð. Ég er viss um að sagan er ekki verri.
Sikileyjarferð er framundan svo héðan verður lítið að frétta næstu daga. Þangað til hafið það gott og farið vel með ykkur.
Setti undir mig hausinn seinni partinn í gær og arkaði lengri leiðina heim. Þ.e. ég kom við í Fiskbúð Hafliða við Hlemm. Keypti lax. Þegar ég kom heim sá ég að tvíburarnir voru komnir. Allar töskurnar og útifötin voru í hrúgu frammi á palli og þeir voru greinilega í heimsókn í risinu. Þeir komu niður rétt fyrir sex og luku við að læra. Dagbjört kom um sjö og spurði hvort þeir gætu komið út að leika og þeir fengu það strax eftir matinn (var bara með afganga í gær, nota laxinn í dag). Klukkan hálfníu þurfti að sækja krakkana inn. Þá voru þau búin að búa til þessa fínu snjókerlinu, Snjóhvíti.
Tvíburahálfsystir mín og maðurinn hennar frændi minn litu við í gærkvöldi með wc-pappír sem dóttir hans var að selja til styrktar skátunum. Ég var einmitt að hugsa um það um daginn, þegar ég uppgötvaði að pappírinn sem við keyptum af 7. flokknum var að verða búinn, hvort ekki myndi bjóðast svona pakkar fljótlega aftur.
Ég hef lesið allnokkrar bækur undanfarið og á sem betur fer samt stafla ólesinn. Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Bráðsmellin bók að mörgu leiti þótt ég hlypi yfir sumar síður þar sem voru upptalningar eða samheitaorð yfir einn og sama hlutinn. Brunabíllinn sem hvarf eftir Sjövall og Wahlö. Þá bók og flestar hinar eftir sömu höfunda hef ég lesið áður og hef alltaf jafn gaman að. Svo er ég með Ævi mín og sagan sem ekki mátt segja um forsetasoninn Björn Sveinson Björnsson rituð af Nönnu Rögnvaldardóttur. Fróðleg og merkileg saga! Næst í röðinni er svo Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég hlakka til að lesa hana. Er búin að sjá myndina og hún var góð. Ég er viss um að sagan er ekki verri.
Sikileyjarferð er framundan svo héðan verður lítið að frétta næstu daga. Þangað til hafið það gott og farið vel með ykkur.
16.11.04
- Hann kom grátandi heim -
Ég var fyrst heim seinni partinn í gær en það leið ekki á löngu áður en Oddur Smári kom. Eftir smá púst dreif drengurinn sig í að læra það sem hann hafði ekki komist yfir í heimanáminu í skólanum og það sem er skylda að gera heima. Skrift, íslenska og aukalestur (lesið upphátt í tuttugu mínútur). Þetta tók piltinn um klukkutíma. Mamma kom með töskuna hans Davíðs Steins eftir að hafa skutlað honum á kóræfingu. Hún stoppaði nokkra stund.
Davíð kom heim færandi hendi rétt fyrir sex. Hann hafði fengið tvö aðgöngukort á alla heimaleiki í handboltanum í vetur, alla leiki nema bikar- og úrslitaleiki! Víííí!!! Að vísu hef ég komist inn á heimaleikina með árskortinu sem Davíð fékk í vor en sennilega á það kort bara að gilda á knattspyrnuleiki. Veit ekki alveg. En nú á ég mitt eigið kort!
Þegar klukkan var orðin sjö fór ég að verða óróleg. Kóræfingarnar eru venjulega búnar korter fyrir og drengurinn kominn heim áður en klukkan slær sjö. Davíð sagði mér fyrst þá að hann hefði fengið sms um að pakka ætti fleiri kertum á æfingatíma. Ég varð samt ekkert rólegri við það og þegar klukkan var að verða hálfátta bað ég hann um að fara og athuga málið. Tíu mínútum eftir að hann fór hringdi dyrabjallan. Davíð Steinn var kominn, háskælandi. Hann hafði einhverra hluta vegna misst af farinu -"...og ég var búinn að bíða í marga klukkutíma!" og lagði því af stað labbandi. Við Miklubrautina var stoppað fyrir honum því það sást að drengurinn var varla mönnum sinnandi, grátandi og skjálfandi. Ég lét Davíð vita. Þótt við værum fegin að málin hefðu bjargast þá nefndum við það bæði við drenginn að hann mætti ekki þyggja far með ókunnugum. -"...en ég sá að þetta var svona blíður maður..." Davíð Steinn átti líka eftir að læra og sat við frá því eftir kvöldmat og til klukkan tíu (alltof lengi, hann verður sennilega með þreyttara móti í dag og það er bæði skólasund og fótboltaæfing).
Á milli þess sem ég beið eftir þvottavélinni og kíkti á skjáinn bjó ég til samtals um 20 jólakort í gærkvöldi. Ekkert þeirra var þrívíddar en þau voru nú flott samt. Nú er ég tilbúin með rúmlega 60 jólakort og langt komin.
Ég var fyrst heim seinni partinn í gær en það leið ekki á löngu áður en Oddur Smári kom. Eftir smá púst dreif drengurinn sig í að læra það sem hann hafði ekki komist yfir í heimanáminu í skólanum og það sem er skylda að gera heima. Skrift, íslenska og aukalestur (lesið upphátt í tuttugu mínútur). Þetta tók piltinn um klukkutíma. Mamma kom með töskuna hans Davíðs Steins eftir að hafa skutlað honum á kóræfingu. Hún stoppaði nokkra stund.
Davíð kom heim færandi hendi rétt fyrir sex. Hann hafði fengið tvö aðgöngukort á alla heimaleiki í handboltanum í vetur, alla leiki nema bikar- og úrslitaleiki! Víííí!!! Að vísu hef ég komist inn á heimaleikina með árskortinu sem Davíð fékk í vor en sennilega á það kort bara að gilda á knattspyrnuleiki. Veit ekki alveg. En nú á ég mitt eigið kort!
Þegar klukkan var orðin sjö fór ég að verða óróleg. Kóræfingarnar eru venjulega búnar korter fyrir og drengurinn kominn heim áður en klukkan slær sjö. Davíð sagði mér fyrst þá að hann hefði fengið sms um að pakka ætti fleiri kertum á æfingatíma. Ég varð samt ekkert rólegri við það og þegar klukkan var að verða hálfátta bað ég hann um að fara og athuga málið. Tíu mínútum eftir að hann fór hringdi dyrabjallan. Davíð Steinn var kominn, háskælandi. Hann hafði einhverra hluta vegna misst af farinu -"...og ég var búinn að bíða í marga klukkutíma!" og lagði því af stað labbandi. Við Miklubrautina var stoppað fyrir honum því það sást að drengurinn var varla mönnum sinnandi, grátandi og skjálfandi. Ég lét Davíð vita. Þótt við værum fegin að málin hefðu bjargast þá nefndum við það bæði við drenginn að hann mætti ekki þyggja far með ókunnugum. -"...en ég sá að þetta var svona blíður maður..." Davíð Steinn átti líka eftir að læra og sat við frá því eftir kvöldmat og til klukkan tíu (alltof lengi, hann verður sennilega með þreyttara móti í dag og það er bæði skólasund og fótboltaæfing).
Á milli þess sem ég beið eftir þvottavélinni og kíkti á skjáinn bjó ég til samtals um 20 jólakort í gærkvöldi. Ekkert þeirra var þrívíddar en þau voru nú flott samt. Nú er ég tilbúin með rúmlega 60 jólakort og langt komin.
15.11.04
- Eitt og annað -
Davíð Steinn hringdi í mig um tíu í gærmorgun. Hann var mjög glaður og ánægður með kóræfingabúðirnar. Sagðist hafa skemmt sér vel og sofið alveg rosalega vel. Hann var að fara í morgunmat og svo átti að leggja í hann rétt fyrir ellefu.
Á laugardaginn var Oddur Smári með heimsókn mest allan daginn. Stuttu eftir að búið var að sækja vininn var hringt og spurt hvort hann mætti sofa. Það var mikið í lagi svo vinurinn kom fljótlega aftur. Allt gekk þokkalega. Eftir Spaugstofuþáttinn háttuðu piltarnir og fengu svo að lesa aðeins upp í rúmi. Nokkru eftir að ég var búin að slökkva hjá þeim kallaði Oddur á pabba sinn. Vinurinn var kominn með heimþrá og gat ekki sofnað. Hann fékk að hringja í pabba sinn og var sóttur mjög fljótlega. Þannig fór þessi "næturheimsókn". Það jákvæða við þetta var að skipt var um rúmföt hjá tvíburunum.
Ég dreif mig ein á leikinn Valur - Haukar. Það var mjög erfiður leikur. Staðan var 10:19 Haukum í vil í hálfleik. Valsstelpurnar náðu þó að klóra í bakkann og lokastaðan var 29:32 þannig að þær töpuðu bara með þremur mörkum eftir að hafa stundum verið 10-11 mörkum undir í leiknum. Ég sé ekkert eftir að hafa drifið mig þótt svona færi.
Um hádegi í gær sótti ég Davíð Stein og mömmu á rútuna. Það var auðséð á mörgum ferðafélögunum að þeir höfðu fengið matarást á mömmu í ferðinni. Ég er hreint ekkert hissa á því. Svo æxlaðist það þannig að við mamma fórum saman og heimsóttum ömmubróðir minn sem er á Vífilsstöðum.
Um kvöldið ákváðum við Davíð að leigja spólu. Hann fór út og kom heim með Shrek 2. Horfðum á þessa bráðskemmtilegu mynd með ensku tali. Töluðum um það að gefa strákunum myndina í jólagjöf.
Davíð Steinn hringdi í mig um tíu í gærmorgun. Hann var mjög glaður og ánægður með kóræfingabúðirnar. Sagðist hafa skemmt sér vel og sofið alveg rosalega vel. Hann var að fara í morgunmat og svo átti að leggja í hann rétt fyrir ellefu.
Á laugardaginn var Oddur Smári með heimsókn mest allan daginn. Stuttu eftir að búið var að sækja vininn var hringt og spurt hvort hann mætti sofa. Það var mikið í lagi svo vinurinn kom fljótlega aftur. Allt gekk þokkalega. Eftir Spaugstofuþáttinn háttuðu piltarnir og fengu svo að lesa aðeins upp í rúmi. Nokkru eftir að ég var búin að slökkva hjá þeim kallaði Oddur á pabba sinn. Vinurinn var kominn með heimþrá og gat ekki sofnað. Hann fékk að hringja í pabba sinn og var sóttur mjög fljótlega. Þannig fór þessi "næturheimsókn". Það jákvæða við þetta var að skipt var um rúmföt hjá tvíburunum.
Ég dreif mig ein á leikinn Valur - Haukar. Það var mjög erfiður leikur. Staðan var 10:19 Haukum í vil í hálfleik. Valsstelpurnar náðu þó að klóra í bakkann og lokastaðan var 29:32 þannig að þær töpuðu bara með þremur mörkum eftir að hafa stundum verið 10-11 mörkum undir í leiknum. Ég sé ekkert eftir að hafa drifið mig þótt svona færi.
Um hádegi í gær sótti ég Davíð Stein og mömmu á rútuna. Það var auðséð á mörgum ferðafélögunum að þeir höfðu fengið matarást á mömmu í ferðinni. Ég er hreint ekkert hissa á því. Svo æxlaðist það þannig að við mamma fórum saman og heimsóttum ömmubróðir minn sem er á Vífilsstöðum.
Um kvöldið ákváðum við Davíð að leigja spólu. Hann fór út og kom heim með Shrek 2. Horfðum á þessa bráðskemmtilegu mynd með ensku tali. Töluðum um það að gefa strákunum myndina í jólagjöf.
13.11.04
- Helgartiltekt framundan -
Smá "aftur í tímann". Helga systir hringdi í mig á fimmtudagskvöldið og sagði mér frá 25% afslætti í Debenhams og að það væri opið til tíu um kvöldið. Ég var alveg til í að koma með henni þangað. Notaði loksins gjafabréfið sem "föðursystir" mín og hennar maður gáfu okkur í innflutningsgjöf.
Feðgar komu nokkuð seint heim í gærkvöldi en það hafðist að gefa þeim að borða, setja Davíð Stein í bað og hjálpa honum að taka sig til fyrir helgina, áður en klukkan varð níu. Í morgun fór ég á fætur upp úr hálfátta og vakti snáðann. Oddur Smári vaknaði líka og fór einu sinni yfir tékklistann með bróður sínum, hvort hann væri örugglega ekki með allt. Korter yfir heila tímann skutlaðist ég með kórdrenginn minn upp að Hallgrímskirkju þar sem beið rúta eftir honum og fleiru. Núna er drengurinn kominn í Skálholt í æfingabúðir og kemur ekki heim fyrr en um hádegi á morgun.
Fljótlega eftir að ég kom til baka var kominn tími til að skutla Oddi í karate. Hann var alveg tilbúinn og við mættum aðeins fyrir tímann. Það er betra! Að venju fór drengurinn í sturtu eftir æfinguna. Við erum tiltölulega nýkomin heim. Ég er búin að hella upp á og er að reyna að ræsa manninn. Ég ætla mér að vera dugleg um helgina og verðlauna mig m.a. með því að fara á kvennaleikinn Valur - Haukar í handboltanum í dag. Ég er náttúrulega í skýjunum yfir sigrinum í strákaleiknum í gær á útivelli í Víkinni. Sérstaklega vegna þess að heimaleikurinn við Víkinga tapaðist. Áfram Valur!
Smá "aftur í tímann". Helga systir hringdi í mig á fimmtudagskvöldið og sagði mér frá 25% afslætti í Debenhams og að það væri opið til tíu um kvöldið. Ég var alveg til í að koma með henni þangað. Notaði loksins gjafabréfið sem "föðursystir" mín og hennar maður gáfu okkur í innflutningsgjöf.
Feðgar komu nokkuð seint heim í gærkvöldi en það hafðist að gefa þeim að borða, setja Davíð Stein í bað og hjálpa honum að taka sig til fyrir helgina, áður en klukkan varð níu. Í morgun fór ég á fætur upp úr hálfátta og vakti snáðann. Oddur Smári vaknaði líka og fór einu sinni yfir tékklistann með bróður sínum, hvort hann væri örugglega ekki með allt. Korter yfir heila tímann skutlaðist ég með kórdrenginn minn upp að Hallgrímskirkju þar sem beið rúta eftir honum og fleiru. Núna er drengurinn kominn í Skálholt í æfingabúðir og kemur ekki heim fyrr en um hádegi á morgun.
Fljótlega eftir að ég kom til baka var kominn tími til að skutla Oddi í karate. Hann var alveg tilbúinn og við mættum aðeins fyrir tímann. Það er betra! Að venju fór drengurinn í sturtu eftir æfinguna. Við erum tiltölulega nýkomin heim. Ég er búin að hella upp á og er að reyna að ræsa manninn. Ég ætla mér að vera dugleg um helgina og verðlauna mig m.a. með því að fara á kvennaleikinn Valur - Haukar í handboltanum í dag. Ég er náttúrulega í skýjunum yfir sigrinum í strákaleiknum í gær á útivelli í Víkinni. Sérstaklega vegna þess að heimaleikurinn við Víkinga tapaðist. Áfram Valur!
11.11.04
- Raddæfing á kóræfingu -
Ég var fyrst heim í gær. Oddur kom ekkert löngu á eftir mér og dreif sig í að klára að læra. Davíð kom heim um sex og var þar af leiðandi á undan nafna sínum sem kom klukkutíma seinna af kóræfingu.
Var mætt á kóræfingu stuttu fyrir hálfníu. Hitti frænda minn Einar Péturson (við erum systkynabörn) sem er smiður og ætlar að taka að sér smá verkefni í kringum orgelið. Þegar klukkan var alveg orðin og flestir mættir lét Pétur kórstjóri stjórnina í hendurnar á Ingveldi Ýr sem ætlaði aðeins að upplýsa okkur og þjálfa og hreinsa raddirnar. M.a. lét hún okkur æfa okkur í að láta barkakýlið renna. (Þetta var ansi gaman og höfðum við mjög gott af þessu.) Hún var með okkur í klukkutíma en síðan gafst tími til að æfa nokkur jólalög. Þetta var síðasta æfing fyrir Sikileyjarferðina.
Ég var fyrst heim í gær. Oddur kom ekkert löngu á eftir mér og dreif sig í að klára að læra. Davíð kom heim um sex og var þar af leiðandi á undan nafna sínum sem kom klukkutíma seinna af kóræfingu.
Var mætt á kóræfingu stuttu fyrir hálfníu. Hitti frænda minn Einar Péturson (við erum systkynabörn) sem er smiður og ætlar að taka að sér smá verkefni í kringum orgelið. Þegar klukkan var alveg orðin og flestir mættir lét Pétur kórstjóri stjórnina í hendurnar á Ingveldi Ýr sem ætlaði aðeins að upplýsa okkur og þjálfa og hreinsa raddirnar. M.a. lét hún okkur æfa okkur í að láta barkakýlið renna. (Þetta var ansi gaman og höfðum við mjög gott af þessu.) Hún var með okkur í klukkutíma en síðan gafst tími til að æfa nokkur jólalög. Þetta var síðasta æfing fyrir Sikileyjarferðina.
10.11.04
- Drápuhlíðin uppgerð að mestu -
Um fjögur í gær mættum við Davíð á fasteignasöluna þar sem við hittum Þorbjörgu sem seldi okkur íbúðina. Farið var í gegnum afsalið og málin eiginlega uppgerð. Fasteignasalan hélt eftir 150.000 þar sem ekki er búið að klára eignaskiptasamninginn að fullu. En málin eru samt orðin skýr.
Davíð þurfti svo að skreppa aftur á skrifstofuna og ljúka smá verkefni. Sagði mér að sækja mig þegar ég væri búin að sækja strákana af æfingu. Hafði tæpan klukkutíma og fannst eiginlega ekki taka því að fara heim. Skrapp á næsta lottósölustað og lottaði. Einhvern veginn flaug tíminn áfram og ég sótti strákana um hálfsex. Davíð var tilbúinn er við sóttum hann. Í tilefni dagsins ákváðum við að skreppa á Pítuna.
Seinna um kvöldið kvaddi ég feðgana og fór í jólakortagerð til
tvíbuarhálfsystur minnar. Tíminn leið hratt, alltof, alltof hratt. Við vorum niðursokknar í verkið og máttum varla vera að því að fá okkur kaffisopa. Tók saman um hálftólf og taldi öll jólakortin sem nú eru tilbúin, 6 þrívíddar og 37 venjuleg. Glæsilegt!?! Ég náði svo heim rétt fyrir miðnætti.
Um fjögur í gær mættum við Davíð á fasteignasöluna þar sem við hittum Þorbjörgu sem seldi okkur íbúðina. Farið var í gegnum afsalið og málin eiginlega uppgerð. Fasteignasalan hélt eftir 150.000 þar sem ekki er búið að klára eignaskiptasamninginn að fullu. En málin eru samt orðin skýr.
Davíð þurfti svo að skreppa aftur á skrifstofuna og ljúka smá verkefni. Sagði mér að sækja mig þegar ég væri búin að sækja strákana af æfingu. Hafði tæpan klukkutíma og fannst eiginlega ekki taka því að fara heim. Skrapp á næsta lottósölustað og lottaði. Einhvern veginn flaug tíminn áfram og ég sótti strákana um hálfsex. Davíð var tilbúinn er við sóttum hann. Í tilefni dagsins ákváðum við að skreppa á Pítuna.
Seinna um kvöldið kvaddi ég feðgana og fór í jólakortagerð til
tvíbuarhálfsystur minnar. Tíminn leið hratt, alltof, alltof hratt. Við vorum niðursokknar í verkið og máttum varla vera að því að fá okkur kaffisopa. Tók saman um hálftólf og taldi öll jólakortin sem nú eru tilbúin, 6 þrívíddar og 37 venjuleg. Glæsilegt!?! Ég náði svo heim rétt fyrir miðnætti.
9.11.04
- Á bókasafnið -
Þótt ég væri vel skóuð og með regnhlíf frá því um morguninn ákvað ég að taka strætó heim. Oddur Smári kom stuttu á eftir mér og dreif sig í að læra. Ég gerði upp kertasölumálin. Það er munur að vera með heimabanka. Davíð Steinn kom heim af kóræfingu um sjö og Davíð rétt seinna. Ég var tilbúin með matinn og þegar Davíð var kominn dreif ég mig á bókasafnið að skila bókum, framlengja þeim sem ég átti eftir að lesa og næla mér í nokkrar fleiri. Verslaði smá á heimleiðinni en gleymdi aðal-nauðsynjavörunni. Það eru margir mánuðir síðan ég hef þurft að kaupa wc-rúllur. Ég er reyndar að fara að styrkja eina frænku mína sem er í skátunum og að selja m.a. rúllur og ætla að kaupa tvöfalt af henni. En ég þarf samt að brúa bilið þangað til, það er bara ein rúlla eftir...
Þótt ég væri vel skóuð og með regnhlíf frá því um morguninn ákvað ég að taka strætó heim. Oddur Smári kom stuttu á eftir mér og dreif sig í að læra. Ég gerði upp kertasölumálin. Það er munur að vera með heimabanka. Davíð Steinn kom heim af kóræfingu um sjö og Davíð rétt seinna. Ég var tilbúin með matinn og þegar Davíð var kominn dreif ég mig á bókasafnið að skila bókum, framlengja þeim sem ég átti eftir að lesa og næla mér í nokkrar fleiri. Verslaði smá á heimleiðinni en gleymdi aðal-nauðsynjavörunni. Það eru margir mánuðir síðan ég hef þurft að kaupa wc-rúllur. Ég er reyndar að fara að styrkja eina frænku mína sem er í skátunum og að selja m.a. rúllur og ætla að kaupa tvöfalt af henni. En ég þarf samt að brúa bilið þangað til, það er bara ein rúlla eftir...
8.11.04
- Helgarmál -
Enn ein helgin er liðin svo undrafljótt. Ég vakti Odd um hálfníu á laugardagsmorguninn. Keyrði hann í karate og fylgdist aðeins með tímanum. Stráknum fer fram. Ræsti manninn um hádegi en hann var búinn að lofa vinafólki okkar að hjálpa þeim í flutningum. Við mæðginin fórum hins vega í smá kertasöluherferð. Náðum að selja rúmlega tíu pakka. Davíð skilaði sér um fjögur (hætti aðeins fyrr v/afmælisboðs) og dreif sig í sturtu. Síðan lögðum við leið okkar til Grindavíkur í fertugsafmæli. Það var mjög ljúft.
Í gærmorgun vakti ég strákana rétt fyrir hálfníu. Fann það út að ég þarf að vekja þá fyrr. Skutlaði þeim á æfingu á slaginu níu og fór heim og lagði mig aðeins aftur. Ræsti manninn um tíu og um hálfellefu vorum við mætt á fund með knattspyrnuþjálfaranum. Mikið lýst mér vel á þann mann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega einn og hálfan tíma. Eftir að hafa fengið okkur eitthvað að borða skyldum við Davíð eftir heima (þurfti að vinna sagði hann) og fórum austur að sækja skólatöskurnar. Komum við á Selfossi að koma af okkur tveimur kertapökkum og pabbi keypti líka tvo kertapakka. Af 106 kertapökkum (10,6 kassar) eru ekki svo margir pakkar eftir, en bara þrír litir. Held að það taki því ekki að skila þessu inn. Það er bara sniðugt að stinga kertum með í suma jólapakkana í ár. Reyndar eigum við eftir einhver hús og stigaganga í Eskihlíðinni en ég ætla að sjá til.
Enn ein helgin er liðin svo undrafljótt. Ég vakti Odd um hálfníu á laugardagsmorguninn. Keyrði hann í karate og fylgdist aðeins með tímanum. Stráknum fer fram. Ræsti manninn um hádegi en hann var búinn að lofa vinafólki okkar að hjálpa þeim í flutningum. Við mæðginin fórum hins vega í smá kertasöluherferð. Náðum að selja rúmlega tíu pakka. Davíð skilaði sér um fjögur (hætti aðeins fyrr v/afmælisboðs) og dreif sig í sturtu. Síðan lögðum við leið okkar til Grindavíkur í fertugsafmæli. Það var mjög ljúft.
Í gærmorgun vakti ég strákana rétt fyrir hálfníu. Fann það út að ég þarf að vekja þá fyrr. Skutlaði þeim á æfingu á slaginu níu og fór heim og lagði mig aðeins aftur. Ræsti manninn um tíu og um hálfellefu vorum við mætt á fund með knattspyrnuþjálfaranum. Mikið lýst mér vel á þann mann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega einn og hálfan tíma. Eftir að hafa fengið okkur eitthvað að borða skyldum við Davíð eftir heima (þurfti að vinna sagði hann) og fórum austur að sækja skólatöskurnar. Komum við á Selfossi að koma af okkur tveimur kertapökkum og pabbi keypti líka tvo kertapakka. Af 106 kertapökkum (10,6 kassar) eru ekki svo margir pakkar eftir, en bara þrír litir. Held að það taki því ekki að skila þessu inn. Það er bara sniðugt að stinga kertum með í suma jólapakkana í ár. Reyndar eigum við eftir einhver hús og stigaganga í Eskihlíðinni en ég ætla að sjá til.
6.11.04
- Uppgjör og íþróttir -
Davíð sótti mig rétt fyrir tvö. Vorum mætt á slaginu á 101 Reykjavík þar sem gengið var að mestu frá afsalinu fyrir Hrefnugötunni. Það á víst eftir að fullafgreiða eignaskiptasamninginn og á meðan hann er ófrágenginn heldur fasteignasalan eftir hundrað þúsund af lokagreiðslunni til okkar. En þetta er allt að smella. Ég mátti fá bílinn því þar sem það var fyrsti föstudagur í mánuðinum var eitthvað um að vera í Habilis (bjór, pizza og tölvuleikir) eftir vinnu.
Tvíburarnir voru að leggja gangandi af stað heim er ég kom að skólanum. Fengum okkur að borða í fyrra fallinu (rétt fyrir sex) og vorum mætt í Valsheimilið rétt áður en leikurinn, Valur - Stjarnan (27:21) í ReMax deild karla hófst. Ágætur leikur alveg. Stjörnustrákarnir náðu að komast einu marki yfir á tímabili í fyrri hálfleik en Valsarar voru með eins marks forskot í leikhléinu. Í hléinu gaf ég tvíburunum 150 fyrir drykk. Oddur Smári kom til baka með epla-hi-C og bland í poka en Davíð Steinn hafði aðeins fengið kókflösku. Hann leit þó löngunaraugum á nammið hans bróður síns. Sagði að þetta væri ekki sanngjarnt, hann drykki ekki Hi-C og væri svo lávaxinn að hann hefði ekki séð hvaða fleiri drykkir væru í boði. Ég sagði að það væri ekki sanngjarnt að hann fengi meiri pening en Oddur en bætti því við að það væri ekki nammidagur fyrr en á morgun svo geyma yrði blandið.
Afmæli - afmæli - afmæli Ég bara varð að bæta því við að besti vinur minn, Kjartan Friðrik Adolfsson, er fertugur í dag. 6. nóv. Þar með hefur hann náð konunni sinni sem náði þessum áfanga í ágúst. Við Davíð erum að vinna í því að ná þeim en það borgar sig ekki að flýta sér of mikið heldur á maður að njóta augnabliksins svo maður missi ekki af lífinu!
Davíð sótti mig rétt fyrir tvö. Vorum mætt á slaginu á 101 Reykjavík þar sem gengið var að mestu frá afsalinu fyrir Hrefnugötunni. Það á víst eftir að fullafgreiða eignaskiptasamninginn og á meðan hann er ófrágenginn heldur fasteignasalan eftir hundrað þúsund af lokagreiðslunni til okkar. En þetta er allt að smella. Ég mátti fá bílinn því þar sem það var fyrsti föstudagur í mánuðinum var eitthvað um að vera í Habilis (bjór, pizza og tölvuleikir) eftir vinnu.
Tvíburarnir voru að leggja gangandi af stað heim er ég kom að skólanum. Fengum okkur að borða í fyrra fallinu (rétt fyrir sex) og vorum mætt í Valsheimilið rétt áður en leikurinn, Valur - Stjarnan (27:21) í ReMax deild karla hófst. Ágætur leikur alveg. Stjörnustrákarnir náðu að komast einu marki yfir á tímabili í fyrri hálfleik en Valsarar voru með eins marks forskot í leikhléinu. Í hléinu gaf ég tvíburunum 150 fyrir drykk. Oddur Smári kom til baka með epla-hi-C og bland í poka en Davíð Steinn hafði aðeins fengið kókflösku. Hann leit þó löngunaraugum á nammið hans bróður síns. Sagði að þetta væri ekki sanngjarnt, hann drykki ekki Hi-C og væri svo lávaxinn að hann hefði ekki séð hvaða fleiri drykkir væru í boði. Ég sagði að það væri ekki sanngjarnt að hann fengi meiri pening en Oddur en bætti því við að það væri ekki nammidagur fyrr en á morgun svo geyma yrði blandið.
Afmæli - afmæli - afmæli Ég bara varð að bæta því við að besti vinur minn, Kjartan Friðrik Adolfsson, er fertugur í dag. 6. nóv. Þar með hefur hann náð konunni sinni sem náði þessum áfanga í ágúst. Við Davíð erum að vinna í því að ná þeim en það borgar sig ekki að flýta sér of mikið heldur á maður að njóta augnabliksins svo maður missi ekki af lífinu!
5.11.04
- Svona er lífið -
"skrýtið"
Til eru þeir sem alltaf kvarta
hvernig sem stendur á
svo eru þeir sem lítið
láta uppi hvað þeim finnst
Til eru þeir sem allt sjá jákvætt
þótt oft sé erfitt um vik
svo eru þeir sem þurfa
mikið að tala um ALLT
Hjá sumum er tíminn lengi að líða
leiðist þeim sí og æ
aðrir eru ekkert að bíða
og skjótast um borg og bæ
Einhverjir halda að lífið sé hnútur
hugsa um hvort hann leysist
svo eru aðrir sem láta ekki
áhyggjurnar spilla svefni sínum
Sitt sýnist hverjum
enginn hugsar eins
SEM BETUR FER
brosum og verum glöð
"skrýtið"
Til eru þeir sem alltaf kvarta
hvernig sem stendur á
svo eru þeir sem lítið
láta uppi hvað þeim finnst
Til eru þeir sem allt sjá jákvætt
þótt oft sé erfitt um vik
svo eru þeir sem þurfa
mikið að tala um ALLT
Hjá sumum er tíminn lengi að líða
leiðist þeim sí og æ
aðrir eru ekkert að bíða
og skjótast um borg og bæ
Einhverjir halda að lífið sé hnútur
hugsa um hvort hann leysist
svo eru aðrir sem láta ekki
áhyggjurnar spilla svefni sínum
Sitt sýnist hverjum
enginn hugsar eins
SEM BETUR FER
brosum og verum glöð
- Ævintýragjarnar skólatöskur -
Mamma skutlaði tvíburunum á æfingu rétt fyrir fjögur í gær. Tæpum klukkutíma seinna sótti hún mig til Helgu svo hún gæti hjálpað mér að sækja fleiri kerti í kirkjuna. Ég fékk lykla hjá kórstjóranum sem var að æfa unglingakórinn. Þegar ég gekk í gegnum kirkjuna var ungi einsöngvarinn Ísak Ríkharðsson að æfa sig. Þvílík rödd sem drengurinn hefur.
Það kom í ljós að öll jólarauðukertin eru búin (eins gott að taka frá fyrir fyrirliggjandi pantanir), fann aðeins einn átekinn kassa af þeim og nappaði honum. Mamma skutlaði mér heim með tvo og hálfan kassa af kertum en svo lá leið hennar austur. Hún var búinn að fá sig lausa því eftir hádegi í dag á að veita pabba viðurkenningu fyrir störf í þágu Landgræðslunnar.
Davíð kom og sótti æfingabuxur og handklæði Odds. Hann hafði sótt strákinn á miðri fótboltaæfingu. Þegar hann var búinn að keyra hann á karateæfingu kom hann heim. Það var víst keppni í tímafreka leiknum klukkan sex. Ég fór fljótlega og sótti Davíð Stein. Ég spurði hann hvar taskan hans væri. -"Hún er í skottinu hjá ömmu". Ég hringdi í mömmu. Hún var stödd rétt hjá Hveragerði og kannaðist undir eins við málið. Skólatöskurnar eru semsagt komnar austur á Hellu (þær hafa kannski haldið að þær fengju að taka þátt í athöfninni eða verða vitni að henni). Við Davíð Steinn sáum seinni hlutann af karateæfingunni hjá Oddi. Drengnum fer fram og ég sé að hann leggur sig fram af alvöru.
Keppnin hjá Davíð stóð ekki svo lengi yfir. Ég bað hann um að hella upp á því ég var komin á fullt í kortaföndrið. Maðurinn minn ætlaði sér svo að vinna eitthvað en settist fyrst niður í sófann hjá mér og drakk með mér einn kaffibolla. Klukkutíma seinna var hann þar enn, dottandi. Ég var ýtti við manninum og spurði hvort hann vildi bara ekki hátta sig inn í rúm. Það var nú ekki það sem hann hafði ætlað sér. Um hálfellefu settist hann við tölvuna. Þar var hann í tíu mínútur áður en hann ákvað að láta undan og fara í rúmið. Ég hélt áfram að föndra og áður en ég vissi var klukkan byrjuð að ganga eitt. Þá voru tilbúin 5 venjuleg kort og eitt þrívíddarkort (þurfti að klippa út myndirnar og það var þolinmæðisvinna...)
Mamma skutlaði tvíburunum á æfingu rétt fyrir fjögur í gær. Tæpum klukkutíma seinna sótti hún mig til Helgu svo hún gæti hjálpað mér að sækja fleiri kerti í kirkjuna. Ég fékk lykla hjá kórstjóranum sem var að æfa unglingakórinn. Þegar ég gekk í gegnum kirkjuna var ungi einsöngvarinn Ísak Ríkharðsson að æfa sig. Þvílík rödd sem drengurinn hefur.
Það kom í ljós að öll jólarauðukertin eru búin (eins gott að taka frá fyrir fyrirliggjandi pantanir), fann aðeins einn átekinn kassa af þeim og nappaði honum. Mamma skutlaði mér heim með tvo og hálfan kassa af kertum en svo lá leið hennar austur. Hún var búinn að fá sig lausa því eftir hádegi í dag á að veita pabba viðurkenningu fyrir störf í þágu Landgræðslunnar.
Davíð kom og sótti æfingabuxur og handklæði Odds. Hann hafði sótt strákinn á miðri fótboltaæfingu. Þegar hann var búinn að keyra hann á karateæfingu kom hann heim. Það var víst keppni í tímafreka leiknum klukkan sex. Ég fór fljótlega og sótti Davíð Stein. Ég spurði hann hvar taskan hans væri. -"Hún er í skottinu hjá ömmu". Ég hringdi í mömmu. Hún var stödd rétt hjá Hveragerði og kannaðist undir eins við málið. Skólatöskurnar eru semsagt komnar austur á Hellu (þær hafa kannski haldið að þær fengju að taka þátt í athöfninni eða verða vitni að henni). Við Davíð Steinn sáum seinni hlutann af karateæfingunni hjá Oddi. Drengnum fer fram og ég sé að hann leggur sig fram af alvöru.
Keppnin hjá Davíð stóð ekki svo lengi yfir. Ég bað hann um að hella upp á því ég var komin á fullt í kortaföndrið. Maðurinn minn ætlaði sér svo að vinna eitthvað en settist fyrst niður í sófann hjá mér og drakk með mér einn kaffibolla. Klukkutíma seinna var hann þar enn, dottandi. Ég var ýtti við manninum og spurði hvort hann vildi bara ekki hátta sig inn í rúm. Það var nú ekki það sem hann hafði ætlað sér. Um hálfellefu settist hann við tölvuna. Þar var hann í tíu mínútur áður en hann ákvað að láta undan og fara í rúmið. Ég hélt áfram að föndra og áður en ég vissi var klukkan byrjuð að ganga eitt. Þá voru tilbúin 5 venjuleg kort og eitt þrívíddarkort (þurfti að klippa út myndirnar og það var þolinmæðisvinna...)
4.11.04
- Hringrás -
nýr dagur risinn,
bankar upp á og
býður góðan dag
"notaðu mig nú vel!"
skyldum sinnt af kappi
inn á milli borðað
spjallað, dreypt á
te eða kaffi
það líður fram á dag
komið heim
gengið í daglegu störfin
þvottur, matur, tiltekt
smám saman slokknar
á deginum og ró
færist yfir allt og alla
nóttin breiðir úr sér
hverf inn í draumalandið
vitandi það að það
styttist í nýjan dag.
nýr dagur risinn,
bankar upp á og
býður góðan dag
"notaðu mig nú vel!"
skyldum sinnt af kappi
inn á milli borðað
spjallað, dreypt á
te eða kaffi
það líður fram á dag
komið heim
gengið í daglegu störfin
þvottur, matur, tiltekt
smám saman slokknar
á deginum og ró
færist yfir allt og alla
nóttin breiðir úr sér
hverf inn í draumalandið
vitandi það að það
styttist í nýjan dag.
- Pípurnar -
Davíð var kominn heim á undan mér í gær til að taka á móti píparanum. Það er búið að vera smá vesen með að hita íbúðina. Davíð fann það út að ofnarnir hölluðu ekki rétt en þótt búið væri að laga það þá hitnuðu þeir samt ekki. Í gær kom í ljós að það var heljar stífla rétt við inntakið sem var helsta vandamálið. Þegar píparinn var búinn að laga það sagði hann okkur að láta renna svolítið vel í gegnum ofnana til að byrja með svo við skrúfuðum allt í botn næstum því.
Hafði kjötsúpu í matinn. Sumir voru ekki mjög ánægðir með það en það breyttist allt um leið og þeir smökkuðu á súpunni. Og það sem er allra best við þetta er að ég á nóg af súpu næstu daga.
Kvaddi feðgana upp úr átta og fór á kóræfingu. Við æfðum ekkert nema jólalög og enduðum á því að syngja "Heims um ból" mjög veikt og hátíðlega. Maður kemst í þvílíkt jólastuð við svona söng!
Davíð var kominn heim á undan mér í gær til að taka á móti píparanum. Það er búið að vera smá vesen með að hita íbúðina. Davíð fann það út að ofnarnir hölluðu ekki rétt en þótt búið væri að laga það þá hitnuðu þeir samt ekki. Í gær kom í ljós að það var heljar stífla rétt við inntakið sem var helsta vandamálið. Þegar píparinn var búinn að laga það sagði hann okkur að láta renna svolítið vel í gegnum ofnana til að byrja með svo við skrúfuðum allt í botn næstum því.
Hafði kjötsúpu í matinn. Sumir voru ekki mjög ánægðir með það en það breyttist allt um leið og þeir smökkuðu á súpunni. Og það sem er allra best við þetta er að ég á nóg af súpu næstu daga.
Kvaddi feðgana upp úr átta og fór á kóræfingu. Við æfðum ekkert nema jólalög og enduðum á því að syngja "Heims um ból" mjög veikt og hátíðlega. Maður kemst í þvílíkt jólastuð við svona söng!
3.11.04
- Kertasala og kortaföndur -
Þar sem strákarnir voru á æfingu til rúmlega fimm kom ég við hjá Helgu systur seinni partinn í gær. Hafði með mér einn pakka af hvítum kertum sem hún hafði pantað hjá mér. (Þar með var ég búin að selja 10 pakka í gær). Hulda opnaði fyrir mér. -"Anna frænka!" -"Halló Hulda mín og til hamingju með mömmu þína!!!" -"Komstu með pakka handa henni?" -"Nei ekki núna, allavega ekki afmælispakka." -"Gleymdirðu honum...?" Ég gaf mér tíma fyrir te og spjall og var svo heppin að Bríet vaknaði áður en ég þurfti að drífa mig heim (en hún hafði verið sofandi úti í vagni).
Strákarnir komu heim upp úr hálfsex og fóru beint að læra. Davíð Steinn hjálpaði mér svo með kvöldmatinn með því að skera niður fyrir mig sveppi og pylsur (hann hafði sveppina samt vel stóra svo hann sjálfur ætti auðveldara með að plokka þá úr) út í pastarétt sem ég hafði. Áður var ég búin að skera niður lauk, papriku og gulrætur. Einnig setti ég út í réttinn furuhnetur, salthnetur og tvær dósir af rjómaosti með svörtum pipar. Blandan heppnaðist mjög vel.
Rétt fyrir átta sendi ég feðgana og nafnana út í smá kertasölu. Þeir höfðu með sér fullan poka og einum og hálfum tíma seinna komu þeir heim með aðeins einn pakka af kertum afgangs. Á flestum stöðum var mjög vel tekið á móti þeim (hvort sem fólk keypti eða ekki). En Davíð sagði mér að á einum stað sem þeir komu hafði allt verið myrkt. Þeir hringdu samt upp á upp á von og óvon. Allt í einu var kveikt og það opnaðist smá rifa á dyrnar. -"Já?" sagði eldri kona sem birtist í gættinni. Davíð Steinn steig fram bauð góða kvöldið og bar upp erindið. -"Nei!" sagði konan, skellti hurðinni og slökkti ljósið aftur.
Ég tók fram kortaföndrið í gærkvöldi og klippti niður seinni englamyndina og gerði eitt stykki þrívíddar jólakort í gærkvöldi. Byrjaði á þessu föndri í seinna lagi og lét líka sjónvarpið aðeins trufla mig á stundum þannig að það var komið framyfir miðnætti þegar ég lauk við kortið. En nú er ég líka búin að föndra þau þrjú til fjögur þrívíddarkort sem ég ætlaði mér. Reyndar á ég alveg von á því að ég fari fram úr mér í þeim efnum, þetta er svo gaman!
Þar sem strákarnir voru á æfingu til rúmlega fimm kom ég við hjá Helgu systur seinni partinn í gær. Hafði með mér einn pakka af hvítum kertum sem hún hafði pantað hjá mér. (Þar með var ég búin að selja 10 pakka í gær). Hulda opnaði fyrir mér. -"Anna frænka!" -"Halló Hulda mín og til hamingju með mömmu þína!!!" -"Komstu með pakka handa henni?" -"Nei ekki núna, allavega ekki afmælispakka." -"Gleymdirðu honum...?" Ég gaf mér tíma fyrir te og spjall og var svo heppin að Bríet vaknaði áður en ég þurfti að drífa mig heim (en hún hafði verið sofandi úti í vagni).
Strákarnir komu heim upp úr hálfsex og fóru beint að læra. Davíð Steinn hjálpaði mér svo með kvöldmatinn með því að skera niður fyrir mig sveppi og pylsur (hann hafði sveppina samt vel stóra svo hann sjálfur ætti auðveldara með að plokka þá úr) út í pastarétt sem ég hafði. Áður var ég búin að skera niður lauk, papriku og gulrætur. Einnig setti ég út í réttinn furuhnetur, salthnetur og tvær dósir af rjómaosti með svörtum pipar. Blandan heppnaðist mjög vel.
Rétt fyrir átta sendi ég feðgana og nafnana út í smá kertasölu. Þeir höfðu með sér fullan poka og einum og hálfum tíma seinna komu þeir heim með aðeins einn pakka af kertum afgangs. Á flestum stöðum var mjög vel tekið á móti þeim (hvort sem fólk keypti eða ekki). En Davíð sagði mér að á einum stað sem þeir komu hafði allt verið myrkt. Þeir hringdu samt upp á upp á von og óvon. Allt í einu var kveikt og það opnaðist smá rifa á dyrnar. -"Já?" sagði eldri kona sem birtist í gættinni. Davíð Steinn steig fram bauð góða kvöldið og bar upp erindið. -"Nei!" sagði konan, skellti hurðinni og slökkti ljósið aftur.
Ég tók fram kortaföndrið í gærkvöldi og klippti niður seinni englamyndina og gerði eitt stykki þrívíddar jólakort í gærkvöldi. Byrjaði á þessu föndri í seinna lagi og lét líka sjónvarpið aðeins trufla mig á stundum þannig að það var komið framyfir miðnætti þegar ég lauk við kortið. En nú er ég líka búin að föndra þau þrjú til fjögur þrívíddarkort sem ég ætlaði mér. Reyndar á ég alveg von á því að ég fari fram úr mér í þeim efnum, þetta er svo gaman!
2.11.04
1.11.04
- Kertasala -
Ýtti við tvíburunum rétt fyrir hálfníu í gærmorgun. Tæpum hálftíma seinna fóru þeir hjólandi á æfingu. Þeir komu aftur um ellefu með tvo fótboltafélaga með sér sem stoppuðu í rúman klukkutíma.
Um tvö drifum við í að útvega okkur skiptimynt og svo var Drápuhlíðin þrædd enda á milli og boðin til sölu Heimaeyjarkerti til styrktar drengjakór Reykjavíkur. Salan gekk þokkalega en það fór allt síðdegið í þetta. Það var ánægju legt að sjá sjálfstraust Davíð Steins er hann ávarpaði þá sem komu til dyra og bauð þeim kertin til sölu. Davíð Steinn er nefnilega frekar feiminn og hefur hingað til verið mjög óframfærinn, alls ekki tilbúinn að gefa sig að þeim sem hann þekkir ekki. En hann stóð sig eins og hetja í gær.
Ýtti við tvíburunum rétt fyrir hálfníu í gærmorgun. Tæpum hálftíma seinna fóru þeir hjólandi á æfingu. Þeir komu aftur um ellefu með tvo fótboltafélaga með sér sem stoppuðu í rúman klukkutíma.
Um tvö drifum við í að útvega okkur skiptimynt og svo var Drápuhlíðin þrædd enda á milli og boðin til sölu Heimaeyjarkerti til styrktar drengjakór Reykjavíkur. Salan gekk þokkalega en það fór allt síðdegið í þetta. Það var ánægju legt að sjá sjálfstraust Davíð Steins er hann ávarpaði þá sem komu til dyra og bauð þeim kertin til sölu. Davíð Steinn er nefnilega frekar feiminn og hefur hingað til verið mjög óframfærinn, alls ekki tilbúinn að gefa sig að þeim sem hann þekkir ekki. En hann stóð sig eins og hetja í gær.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)