- Smá lífsmark -
Tölvan var tengd í fyrrakvöld. Hef hvort sem er ekki verið í neinu skrifstuði, þarf að koma mér betur fyrir fyrst áður en núverandi ástand íbúðar festir sig í sessi. Flutningarnir gengur mjög vel. Fengum nokkra fílhrausta drengi í lið með okkur og veðrið var það gott að hægt var að bera alla stóru hlutina út áður en bíllinn kom og svo var hann affermdur í heimkeyrsluna hérna. Tvíburahálfsystir mín kom og sá um kaffi og vöfflur, en einnig fengu flutningsdrengirnir pizzu og bjór. Ekki veitti af öllum þessum kræsingum því það tók á að flytja þessa hluti. Á sunnudeginum kom
tvíburahálfsystir mín aftur og hjálpaði mér að finna eldhúsið. Það gekk mjög vel hjá okkur!
Tvíburarnir komu heim á mánudagsmorguninn og þegar fór að líða á vikuna spurði Davíð Steinn afhverju allt dótið væri inni í þeirra herbergi. Ég dreif loks í að mála geymsluna. Ein góð vinkona mín kom til landsins aðfaranótt fimmtudags (22. júlí) og hún og önnur komu þann dag og hjálpuðu mér helling.
Föstudaginn 23. júlí sl. urðu synirnir átta ára. Þann dag ákvað ég að gera ekkert hér í íbúðinni heldur setja upp ævintýralegan dag fyrir bræðurnar. Veðrið var svolítið blautt en við létum það ekkert á okkur fá. Þar sem Davíð þurfti að vinna bauð ég nýheimkominni vinkonu minni að vera með okkur mæðginunum. Við fórum í húsdýragarðinn þar sem strákarnir fengu fimm miða hvor í lest, hringekju og fleira. Bauð þeim svo upp á kakó og vöfflur áður en við fórum í sund. Eftir sundið sóttum við Davíð og fórum öll á nýjustu Pottermyndina. Oddur Smári ætlaði ekki að þora inn í salinn (það tengist lífsreynslu sem hann lenti í fyrir fjórum árum er við fórum á fjölskyldusýningu á Shrek 1 og sýnt var úr Júragarðinum 3 með tilheyrandi hávaða á undan myndinni). Ein starfsstúlkan í bíóinu tók málin að sér, bauð drengnum um að hjálpa honum að finna sæti í salnum og fara svo og biðja sýningastjórann um að lækka í myndinni. Þetta virkaði og er ég mjög þakklát þessari stúlku fyrir. Eftir myndina skiluðum við vinkonu minni og strákarnir völdu að fara út að borða á Nings. Áður en þeir sofnuðu um kvöldið sögðu þeir að þetta hefði verið skemmtilegasti dagur ævi sinnar...
31.7.04
16.7.04
- Tækifærið gripið -
Þessi dagur er að líða frá mér. Ég nýtti hann reyndar mjög vel. Pabbi kom í morgun og var í Drápuhlíðinni í allan dag og fram eftir kvöldi. Skutlaði Davíð í vinnuna um hálftíu. Tvíburarnir fóru út að leika sér og ég fór eina ferð með fullan bíl yfir fyrir hádegi. Fór ferð nr. 2 stuttu eftir hádegi (þær urðu alls 6 ferðirnar...) og strákarnir komu röltandi á eftir (skyldu ekkert í því afhverju það var ekkert pláss fyrir þá í bílnum). Þeir bræður voru svo í Drápuhlíðinni fram eftir degi, bæði inni og úti. Þetta var langur dagur fyrir þá því ég var á ferðinni á milli og þeir að bíða eftir því að vera sóttir (svo ég pakkaði þeim ekki niður í næsta kassa eða poka). Tengdapabbi sótti þá á sjöunda tímanum og þá ráku þeir upp heróp.
Þetta er síðasta nóttin sem við sofum hér á Hrefnugötunni. Undarleg tilhugsun. Það eru alveg að verða níu ár síðan við fluttum hingað og hér hefur okkur liðið mjög vel. En ég efast ekki um að okkur á eftir að líða vel í Drápuhlíðinni líka. Ég hlakka til að vera þar. Þetta var semsagt síðasta tækifærið mitt að skrifa eitthvað héðan og svo verður að koma í ljós hvenær tengin kemst á hinum megin og hvenær ég gef mér tíma til að skrifa næst.
Á meðan: Farið vel með ykkur öll!
Þessi dagur er að líða frá mér. Ég nýtti hann reyndar mjög vel. Pabbi kom í morgun og var í Drápuhlíðinni í allan dag og fram eftir kvöldi. Skutlaði Davíð í vinnuna um hálftíu. Tvíburarnir fóru út að leika sér og ég fór eina ferð með fullan bíl yfir fyrir hádegi. Fór ferð nr. 2 stuttu eftir hádegi (þær urðu alls 6 ferðirnar...) og strákarnir komu röltandi á eftir (skyldu ekkert í því afhverju það var ekkert pláss fyrir þá í bílnum). Þeir bræður voru svo í Drápuhlíðinni fram eftir degi, bæði inni og úti. Þetta var langur dagur fyrir þá því ég var á ferðinni á milli og þeir að bíða eftir því að vera sóttir (svo ég pakkaði þeim ekki niður í næsta kassa eða poka). Tengdapabbi sótti þá á sjöunda tímanum og þá ráku þeir upp heróp.
Þetta er síðasta nóttin sem við sofum hér á Hrefnugötunni. Undarleg tilhugsun. Það eru alveg að verða níu ár síðan við fluttum hingað og hér hefur okkur liðið mjög vel. En ég efast ekki um að okkur á eftir að líða vel í Drápuhlíðinni líka. Ég hlakka til að vera þar. Þetta var semsagt síðasta tækifærið mitt að skrifa eitthvað héðan og svo verður að koma í ljós hvenær tengin kemst á hinum megin og hvenær ég gef mér tíma til að skrifa næst.
Á meðan: Farið vel með ykkur öll!
15.7.04
- Stórt afmæli -
Mamma er sextug í dag. Undanfarnar vikur hefur hún verið stödd fyrir norðan hjá Mæju móðursystur sinni (þeirri sömu og við fjölsk. og Anna frænka heimsóttum sl. haust). Það fer vel á því að mamma haldi upp á eiginlega daginn hjá og með þessari frænku sinni en ég veit þó að til stendur að halda smá fagnað í ágúst og slá þá líklega saman í 130 ára afmæli. Meira um það seinna. Hugurinn verður hjá mömmu í dag en vonandi nýti ég samt daginn vel í flutningsundirbúning.
Eins og þeir vita sem kíkja á síðuna mína reglulega hef ég ekkert bloggað í nokkra daga. Allur tíminn fer í þúsund aðra hluti og stundum finnst mér vera svo mikið að gera að ég hreinlega sest niður, loka augunum og reyni að henda reiður á öllu.
Sl. sunnudagsmorgun var ég komin upp á Akranes um hálftíu. Fylgdist með tvíburunum og þeirra liði spila síðasta leikinn og var með öllum hópnum þar til yfir lauk. Valsstrákarnir unnu eftirsóttasta bikarinn sem prúðasta liðið (innan vallar sem utan) og voru allir mjög glaðir með það. Það var svolítið skondið að þegar tilkynningin kom voru fararstjórarnir að aga drengina og fá þá til að vera í beinni röð. Enginn heyrði að verið var að kalla þá upp og einn af mótshöldurunum varð að sækja liðið til að hægt væri að afhenda þeim verðlaunin.
Strákarnir hafa verið mjög duglegir að hjálpa mér hér og í Drápuhlíðinni en inn á milli leyfi ég þeim líka að tölvast inni og leika lausum hala úti...
Veit ekkert hvenær ég skrifa næst og hvar ég verð þá. Líklega þýðir ekkert að kíkja neitt á mig næstu dagana...
Mamma er sextug í dag. Undanfarnar vikur hefur hún verið stödd fyrir norðan hjá Mæju móðursystur sinni (þeirri sömu og við fjölsk. og Anna frænka heimsóttum sl. haust). Það fer vel á því að mamma haldi upp á eiginlega daginn hjá og með þessari frænku sinni en ég veit þó að til stendur að halda smá fagnað í ágúst og slá þá líklega saman í 130 ára afmæli. Meira um það seinna. Hugurinn verður hjá mömmu í dag en vonandi nýti ég samt daginn vel í flutningsundirbúning.
Eins og þeir vita sem kíkja á síðuna mína reglulega hef ég ekkert bloggað í nokkra daga. Allur tíminn fer í þúsund aðra hluti og stundum finnst mér vera svo mikið að gera að ég hreinlega sest niður, loka augunum og reyni að henda reiður á öllu.
Sl. sunnudagsmorgun var ég komin upp á Akranes um hálftíu. Fylgdist með tvíburunum og þeirra liði spila síðasta leikinn og var með öllum hópnum þar til yfir lauk. Valsstrákarnir unnu eftirsóttasta bikarinn sem prúðasta liðið (innan vallar sem utan) og voru allir mjög glaðir með það. Það var svolítið skondið að þegar tilkynningin kom voru fararstjórarnir að aga drengina og fá þá til að vera í beinni röð. Enginn heyrði að verið var að kalla þá upp og einn af mótshöldurunum varð að sækja liðið til að hægt væri að afhenda þeim verðlaunin.
Strákarnir hafa verið mjög duglegir að hjálpa mér hér og í Drápuhlíðinni en inn á milli leyfi ég þeim líka að tölvast inni og leika lausum hala úti...
Veit ekkert hvenær ég skrifa næst og hvar ég verð þá. Líklega þýðir ekkert að kíkja neitt á mig næstu dagana...
10.7.04
- Rífandi gangur - en ég vildi vera á tveimur stöðum...
Það er að hafast að mála og lakka íbúðina. Í gær vorum við Davíð vöknuð fyrir sex. Strákarnir vöknuðu sjálfir á sjöunda tímanum og það tókst að næra sig og taka sig saman og koma sér að Hlíðarenda á tilsettum tíma. Rútan lagði af stað upp á Skaga fyrir klukkan níu.
Ég fór mjög fljótlega og skar fyrir seinni umferð á stofuna. Renndi við í slippinn að kaupa aðeins meira lakk. Bidda var búin að bjóða fram aðstoð og ég stefndi henni til mín í Drápuhlíðina um eitt. Byrjuðum á því að sækja Ingva mág og kíktum á litlu frænku í leiðinni. Það var reyndar hálf klikkað að vera inni í þessu góða veðri enda tókum við pásurnar úti á svölum.
Þegar við Bidda hættum um tíu (Ingvi kvaddi um hálfsjö) var ég búin að lakka fyrri umferð á bað- eldhús- og stofugluggann og hún að mála inn í herbergisskápana og sópa yfir gólfin.
Davíð hringdi. Það gekk bara þokkalega í gær. Strákarnir spiluðu þrjá leiki, sigur, jaftefli og tap (mjög jafnt skipt). Þeir eru svo líklega byrjaðir að spila núna og ég er með hugann hjá þeim:
Strákarnir eru á Skaganum
skemmta sér með knött.
Hnúturinn í maganum
hann er út í hött...?
Ég fer á Skagann strax í fyrramálið og næ að sjá síðasta leikinn.
Ingvi og pabbi eru komnir upp í íbúð og tengdapabbi á leiðinni. Það á að parketleggja um helgina. Ég er að ganga frá smá málum (að vísu venjuleg hússtörf s.s. þvottur og þrif en það þarf líka). Kannski flyt ég nokkra kassa yfir í dag svo hægt sé að fylla fleiri...
Það er að hafast að mála og lakka íbúðina. Í gær vorum við Davíð vöknuð fyrir sex. Strákarnir vöknuðu sjálfir á sjöunda tímanum og það tókst að næra sig og taka sig saman og koma sér að Hlíðarenda á tilsettum tíma. Rútan lagði af stað upp á Skaga fyrir klukkan níu.
Ég fór mjög fljótlega og skar fyrir seinni umferð á stofuna. Renndi við í slippinn að kaupa aðeins meira lakk. Bidda var búin að bjóða fram aðstoð og ég stefndi henni til mín í Drápuhlíðina um eitt. Byrjuðum á því að sækja Ingva mág og kíktum á litlu frænku í leiðinni. Það var reyndar hálf klikkað að vera inni í þessu góða veðri enda tókum við pásurnar úti á svölum.
Þegar við Bidda hættum um tíu (Ingvi kvaddi um hálfsjö) var ég búin að lakka fyrri umferð á bað- eldhús- og stofugluggann og hún að mála inn í herbergisskápana og sópa yfir gólfin.
Davíð hringdi. Það gekk bara þokkalega í gær. Strákarnir spiluðu þrjá leiki, sigur, jaftefli og tap (mjög jafnt skipt). Þeir eru svo líklega byrjaðir að spila núna og ég er með hugann hjá þeim:
Strákarnir eru á Skaganum
skemmta sér með knött.
Hnúturinn í maganum
hann er út í hött...?
Ég fer á Skagann strax í fyrramálið og næ að sjá síðasta leikinn.
Ingvi og pabbi eru komnir upp í íbúð og tengdapabbi á leiðinni. Það á að parketleggja um helgina. Ég er að ganga frá smá málum (að vísu venjuleg hússtörf s.s. þvottur og þrif en það þarf líka). Kannski flyt ég nokkra kassa yfir í dag svo hægt sé að fylla fleiri...
8.7.04
- Ágiskarnir mínar og stig -
Ég endaði í ca. 54.-61. sæti með 74 stig.
Allur tími þessa dagana fer í undirbúning. Með Ingva mági ganga hlutirnir mjög vel fyrir sig því ég er viss um að væri ég ein snérist ég í tóma hringi. Er að fara að drífa mig yfir til að skera loftið og grunna hillurnar sem smíðaðar voru í gatið milli stofanna. Hvíta lakkmálningin sem ég keypti til að setja inn í eldhús og fataskápa kláraðist í gær og til að vera alveg viss um að fá nóg á restina ætla ég að kaupa tvo lítra í viðbót. Ingvi lakkaði svalahurðina að innan og þrjá glugga í gær. Tilvonandi vinnuherbergi og holið eru tilbúin (á samt eftir að skúra gólfin), stærsta herbergið, hjónaherbergið og eldhúsið eru langt komin og það er búin ein umferð í loftinu á stofunni. Eftir hádegi næ ég svo í gólfefnið sem var valið og pantað hjá Ofnasmiðjunni.
Í fyrramálið leggja 39 strákar auk þjálfara og nokkurra farastjóra af stað upp á Skaga til að taka þátt í Skagamótinu. Ég komst ekki með í fyrra en ég er amk. búin að sjá til þess að ég komist á sunnudaginn því ég sendi alla strákana mína uppeftir með rútunni (það er bara rútuferð aðra leiðina ;))
Ég endaði í ca. 54.-61. sæti með 74 stig.
Allur tími þessa dagana fer í undirbúning. Með Ingva mági ganga hlutirnir mjög vel fyrir sig því ég er viss um að væri ég ein snérist ég í tóma hringi. Er að fara að drífa mig yfir til að skera loftið og grunna hillurnar sem smíðaðar voru í gatið milli stofanna. Hvíta lakkmálningin sem ég keypti til að setja inn í eldhús og fataskápa kláraðist í gær og til að vera alveg viss um að fá nóg á restina ætla ég að kaupa tvo lítra í viðbót. Ingvi lakkaði svalahurðina að innan og þrjá glugga í gær. Tilvonandi vinnuherbergi og holið eru tilbúin (á samt eftir að skúra gólfin), stærsta herbergið, hjónaherbergið og eldhúsið eru langt komin og það er búin ein umferð í loftinu á stofunni. Eftir hádegi næ ég svo í gólfefnið sem var valið og pantað hjá Ofnasmiðjunni.
Í fyrramálið leggja 39 strákar auk þjálfara og nokkurra farastjóra af stað upp á Skaga til að taka þátt í Skagamótinu. Ég komst ekki með í fyrra en ég er amk. búin að sjá til þess að ég komist á sunnudaginn því ég sendi alla strákana mína uppeftir með rútunni (það er bara rútuferð aðra leiðina ;))
4.7.04
- Vinnusemi -
Morgunhaninn minn var vaknaður vel fyrir sjö bæði í morgun og gærmorgun. Hann hreyfði sig hljóðlega um og ég steinsofnaði aftur. Þegar ég fór loks á fætur á níunda tímanum var Davíð Steinn líka vaknaður.
Var komin upp í Drápuhlíð rétt rúmlega tíu og á tveimur tímum náði ég að skera tilvonandi hjónaherbergi og inni á baði. Formúlan var byrjuð þegar ég kom heim. Feðgarnir sátu fyrir framan skjáinn og borðuðu skyr. Ég náði mér í dós og settist hjá þeim.
Eftir formúlu og níunda sigur Schumachers náði ég í mág minn. Hann málaði þar sem ég var búin að skera og ég byrjaði að skera inni í eldhúsi. Málningin á eldhúsið kláraðist áður en búið var að mála alveg aðra umferð (einn veggur eftir). Í staðinn skárum við og máluðum veggina í vinnuherberginu en það er með öðrum lit en hin herbergin, með smá bláum tón. Við lukum við þetta verkefni á innan við þremur tímum.
Ég náði að hafa til mat og klára að borða áður en úrslitaleikurinn á EM byrjaði Portúgal - Grikkland 0:1. Fyrirfram hélt ég að í þetta sinn myndu Portúgalir sigra. Grikkir voru eina liðið sem heimamenn töpuðu fyrir í keppninni og það verður að segjast eins og er á þótt Grikkir töpuðu fyrir Rússum í riðlakeppninni þá fannst mér þeir alveg eiga skilið að vinna evrópumeistaratitilinn.
Morgunhaninn minn var vaknaður vel fyrir sjö bæði í morgun og gærmorgun. Hann hreyfði sig hljóðlega um og ég steinsofnaði aftur. Þegar ég fór loks á fætur á níunda tímanum var Davíð Steinn líka vaknaður.
Var komin upp í Drápuhlíð rétt rúmlega tíu og á tveimur tímum náði ég að skera tilvonandi hjónaherbergi og inni á baði. Formúlan var byrjuð þegar ég kom heim. Feðgarnir sátu fyrir framan skjáinn og borðuðu skyr. Ég náði mér í dós og settist hjá þeim.
Eftir formúlu og níunda sigur Schumachers náði ég í mág minn. Hann málaði þar sem ég var búin að skera og ég byrjaði að skera inni í eldhúsi. Málningin á eldhúsið kláraðist áður en búið var að mála alveg aðra umferð (einn veggur eftir). Í staðinn skárum við og máluðum veggina í vinnuherberginu en það er með öðrum lit en hin herbergin, með smá bláum tón. Við lukum við þetta verkefni á innan við þremur tímum.
Ég náði að hafa til mat og klára að borða áður en úrslitaleikurinn á EM byrjaði Portúgal - Grikkland 0:1. Fyrirfram hélt ég að í þetta sinn myndu Portúgalir sigra. Grikkir voru eina liðið sem heimamenn töpuðu fyrir í keppninni og það verður að segjast eins og er á þótt Grikkir töpuðu fyrir Rússum í riðlakeppninni þá fannst mér þeir alveg eiga skilið að vinna evrópumeistaratitilinn.
3.7.04
- Allt í góðum gír -
Í gær fékk ég mág minn í lið með mér í Drápuhlíðina og það munar ekkert smá um hann enda er hann vanur svona vinnu. Ég sótti hann upp úr hádegi. Hann varð eiginlega hálfspældur yfir þvi hversu stutt ég var komin því hann hélt að ég væri byrjuð að skera. Hann dembdi sér í að verkstýra mér og meðan ég skar loftið í stærsta herberginu tók hann allar skápahurðirnar af hjörum. Á tveimur tímum skárum við og máluðum loftin í holinu, litla herberginu og stærsta herberginu (þar var Davíð búinn með eina umferð í vikunni). Skilaði Ingva um þrjú og kom við í Fiskbúð Einars á heimleiðinni. Hafði smá tíma fyrir sjálfa mig áður en kominn var tími til að sækja strákana úr sumarbúðunum. Var með matinn snemma og sótti svo mág minn aftur um sjö. Kláruðum aðra umferð á fyrrnefnd loft sem það þurftu og byrjuðum á veggjunum í stærsta herberginu. Vorum að til klukkan langt gengin í ellefu.
Í morgun var ég komin upp í íbúð fyrir hálfellefu. Á tveimur tímum skar ég aðra umferð í stærsta herberginu og byrjaði að skera í holinu. Maginn lét mig vita að komið væri hádegi. Um tvö leytið sótti ég mág minn. Við vorum að til hálffjögur og var ég byrjuð að skera loft og horn í eldhúsi þegar við gerðum smá pásu og skruppum á Pítuna m.a. til að fá okkur kaffi. Héldum svo áfram vinnu í rúma þrjá tíma. Kláruðum eina umferð á veggi í hjónaherberginu, eldhúsinu og á baðinu og seinni umferðina á holinu. Ég er amk sátt við dagsverkið!
Í gær fékk ég mág minn í lið með mér í Drápuhlíðina og það munar ekkert smá um hann enda er hann vanur svona vinnu. Ég sótti hann upp úr hádegi. Hann varð eiginlega hálfspældur yfir þvi hversu stutt ég var komin því hann hélt að ég væri byrjuð að skera. Hann dembdi sér í að verkstýra mér og meðan ég skar loftið í stærsta herberginu tók hann allar skápahurðirnar af hjörum. Á tveimur tímum skárum við og máluðum loftin í holinu, litla herberginu og stærsta herberginu (þar var Davíð búinn með eina umferð í vikunni). Skilaði Ingva um þrjú og kom við í Fiskbúð Einars á heimleiðinni. Hafði smá tíma fyrir sjálfa mig áður en kominn var tími til að sækja strákana úr sumarbúðunum. Var með matinn snemma og sótti svo mág minn aftur um sjö. Kláruðum aðra umferð á fyrrnefnd loft sem það þurftu og byrjuðum á veggjunum í stærsta herberginu. Vorum að til klukkan langt gengin í ellefu.
Í morgun var ég komin upp í íbúð fyrir hálfellefu. Á tveimur tímum skar ég aðra umferð í stærsta herberginu og byrjaði að skera í holinu. Maginn lét mig vita að komið væri hádegi. Um tvö leytið sótti ég mág minn. Við vorum að til hálffjögur og var ég byrjuð að skera loft og horn í eldhúsi þegar við gerðum smá pásu og skruppum á Pítuna m.a. til að fá okkur kaffi. Héldum svo áfram vinnu í rúma þrjá tíma. Kláruðum eina umferð á veggi í hjónaherberginu, eldhúsinu og á baðinu og seinni umferðina á holinu. Ég er amk sátt við dagsverkið!
2.7.04
- Árið hálfnað -
Nú er mín byrjuð í sumarfríi. Fyrsti dagurinn var í gær og hann fór að mestu í loft og veggjastrokur. Ég var svo heppin að föðursystir mín hafði samband eftir hádegið, skrapp í heimsókn til mín í Drápuhlíðina og þessa stund sem hún stoppaði strauk hún úr öllum eldhússkápum. Eflaust finnst mörgum við stutt á veg komin með allt saman, bráðum þrjár vikur síðan við fengum afhent en tími og tími er ekki alveg það sama, eða hvað? Margt er þó komið vel á veg. Það munar um að vera búinn að pakka niður helling og það munar líka um að það skuli vera búið að tæma bílskúrinn hér. Við höfum ákveðið að mæta ekki á ættarmót í móðurfjölskyldu Davíðs sem haldið verður í Árnessýslu um helgina því næsta helgi fer öll í Skagamótið og helgina þar á eftir verðum við að flytja.
Strákarnir eru að klára námskeið númer tvö í sumarbúðum í borg í dag. Þeir eru hættir að biðja um að fara á námskeið númer 3 og 4 en samt hafa þeir nú verið að skemmta sér mjög vel.
Framundan eru mjög spennandi dagar, "hálfbrjálað" að gera í flutningum og boltanum. Talandi um boltann. Hálfskondið að leikurinn um evrópumeistaratitilinn skuli vera milli þeirra liða sem opnuðu keppnina 12. júní sl. Skyldu Grikkir vinna aftur?
Nú er mín byrjuð í sumarfríi. Fyrsti dagurinn var í gær og hann fór að mestu í loft og veggjastrokur. Ég var svo heppin að föðursystir mín hafði samband eftir hádegið, skrapp í heimsókn til mín í Drápuhlíðina og þessa stund sem hún stoppaði strauk hún úr öllum eldhússkápum. Eflaust finnst mörgum við stutt á veg komin með allt saman, bráðum þrjár vikur síðan við fengum afhent en tími og tími er ekki alveg það sama, eða hvað? Margt er þó komið vel á veg. Það munar um að vera búinn að pakka niður helling og það munar líka um að það skuli vera búið að tæma bílskúrinn hér. Við höfum ákveðið að mæta ekki á ættarmót í móðurfjölskyldu Davíðs sem haldið verður í Árnessýslu um helgina því næsta helgi fer öll í Skagamótið og helgina þar á eftir verðum við að flytja.
Strákarnir eru að klára námskeið númer tvö í sumarbúðum í borg í dag. Þeir eru hættir að biðja um að fara á námskeið númer 3 og 4 en samt hafa þeir nú verið að skemmta sér mjög vel.
Framundan eru mjög spennandi dagar, "hálfbrjálað" að gera í flutningum og boltanum. Talandi um boltann. Hálfskondið að leikurinn um evrópumeistaratitilinn skuli vera milli þeirra liða sem opnuðu keppnina 12. júní sl. Skyldu Grikkir vinna aftur?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)