Fyrsti virki frídagur runninn upp. Nýliðinni helgi eyddi ég allri í bænum. Var mætt í sund á slaginu klukkan átta á laugardagsmorguninn. Einum og hálfum tíma seinna var ég að "detta" inn hjá esperanto vinkonu minni, beint úr sundi. Við lásum hálfa blaðsíðu í Kon-Tiki en við vorum mættar í Nauthólsvík aðeins fyrir klukkan ellefu. Fundum ekki Tai-chi/Qi-gong hópinn þar svo líklega hefur tíminn fallið niður. Við fórum í tæplega hálftíma göngutúr áður en ég skilaði henni heim. Um hálftvö labbaði ég af stað niður í bæ, heiman að frá mér. Hitti aftur esperanto vinkonu mína sem var mætt ásamt annarri í bakgarðinn við Júmfrúna rétt rúmlega tvö. Þær voru búnar að finna 4 stóla en þrátt fyrir að enn væri tæp klukkustund fram að viðburði:20. júlí – Latínband Tómasar R.
Hér mun enginn sitja kyrr!
Tómas R. Einarsson: kontrabassi, Óskar Guðjónsson: tenórsaxófónn, Ómar
Guðjónsson: gítar, Sigtryggur Baldursson: kóngatrommur, Samúel Jón
Samúelsson: básúna og slagverk, voru öll borð úti upptekin. Sú fórða mætti tíu mínútum á eftir mér. Þá voru hinar tvær farnar í röðina að útvega sér eitthvað að drekka og borða. Ég var ekki í stuði til að fara í neina röð en jazzinn hlustaði ég á frá klukkan þrjú til klukkan fjögur. Við sátum fyrir aftan sviðið og sáum þá ekki spila, en fyrir mig gerði það ekkert til. Góður fílingur og þrátt fyrir að gerði eina örstutta hellidembu þá var veðrið himneskt mest allan tímann. Engu að síður fórum við af staðnum þegar hljómsveitin fór í smá pásu. Ég lagði leið mína á torgið til Lilju vinkonu hún var að byrja að ganga frá.Hitti á Ingibjörgu Tómasdóttur og Ragnar manninn hennar. Við Inga spjölluðum stuttlega saman. Held hreinlega að við höfum ekkert hist augliti til auglitis síðan í nóvember 2014, aðeins verið í stopulu síma- og email-sambandi. Ein af hinum þremur samferðakonum mínum, stökk upp í strætó áleiðis upp í Breiðholt. Hinar tvær stoppuðu aðeins við sölubásinn en röltu svo saman vestur í bæ. Þegar Lilja var búin að ganga frá og ferma hjólið knúsaði ég hana bless og rölti heim á leið.
Í gær var ég vöknuð upp úr klukkan sjö en hafði mig ekki alveg strax framúr og í sund. Fór að hlusta á Rás 2. Þegar ég kom fram suttu fyrir hálftíu var N1 sonurinn að koma fram og hann átti að vera mættur á vakt í Kópavoginn klukkan tíu. Ég skutlaði honum í vinnuna og fór svo í sund. Þegar ég var búin með 2 ferðir í þann kalda og 500m hitti ég á fyrrum mágkonum mömmu og við "slæptumst" saman alveg til klukkan að byrja að ganga eitt. Við fórum tvær ferðir saman í þann kalda en hún er að byrja að þjálfa sig upp í hann aftur, vorum smá stund í nuddpottinum, góða stund í sjópottinum og löbbuðum einn hring í kringum útisundlaugina. Var komin heim upp úr klukkan hálfeitt. Tæpum tveimur tímum seinna rölti ég yfir í Norræna húsið þar sem ég hitti esperanto vinkonu mína fyrir. Náði að fá mér 1 hvítvínsglas til að taka með mér út í glerhýsi áður en tónleikarnir hófust: Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 16. júní – 11. ágúst 2019. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.
Indieelectro hljómsveitin Omotrack hefur spilað og komið fram á tónlistarhátíðum víðsvegar umÍsland og erlendis frá og með árinu 2015. Nafn hljómsveitarinnar er dregið af litla þorpinu OmoRate. Annar bróðirinn hefur séð um sunnudagaskóla óháða safnaðarins með konu sinni sl. tvo vetur.
Í morgun var ég vöknuð um sex en eiginlega næstum jafn lengi að koma mér á fætur og í gærmorgun. Mætti í Laugardalslaugina um átta. Sinnti hefðbundinni rútínu og var ekkert að flýta mér. Eftir sundið fór ég með bílinn á smurstöðina við Laugaveg 180 og lét smyrja hann. Frá smurstöðinni lá leiðin á N1 dekkjaverkstæðið við Fellsmúla til að láta laga loftleka á tveimur dekkjum. Þrátt fyrir að vera ekki með N1 kort var nóg að gefa upp kennitölu N1 sonar míns til að fá afslátt.