Ég fékk meiri ábyrgð í störfum mínum í klinkinu í gær. Sá sem hefur verið að kenna mér var "skugginn" minn fram að hádegi og lét mig um að taka ákvarðanir um hvernig verkefnin voru tækluð. Hann var þó stundum á pantana vaktinni en það þarf að fylgjast með og taka til allar pantanir sem koma til klukkan ellefu. Þær pantanir sem koma eftir klukkan ellefu má alveg taka til en þær eru yfirleitt ekki á leið út úr húsi fyrr en daginn eftir. Skugginn minn kvaddi um hádegið svo ég var ein niðri eftir hádegi. Þegar við fórum upp í mat um hálftólf áttum við svo sem ekki von á neinu meiriháttar verkefnum. Það voru þó komnir tveir klinkkassar og einnig klink sending frá félagasamtökum. Ákvað að geyma síðast nefndu pöntunina. Tók til eina klinkpöntun og vatt mér svo í að sortera klinkið úr klinkkössunum. Þeir koma frá bankaútibúum og þessir tveir voru úr hvor sínum bankanum svo ég þurfti að passa að halda þeim aðskildum og núllstilla sorteringa vélina á milli kassa. Þegar klinkið hafði verið sorterað á tvo mismunandi vagna var komið að því að stauka það upp. Kláraði annan bankann í einu. Lenti í smá veseni með staukvélina þegar ég var langt komin með annan bankann. Varð að hringja á vin. Skugginn minn var farinn úr húsi (um hádegið) en það er annar sem hefur stundum leyst hann af. Sá kom niður og hjálpaði mér að koma vélinni aftur af stað. Var ekki lengi að því og var aðeins niðri í um fimm mínútur. Þegar allt hafði verið staukað upp bókaði ég kassana inn í kerfið, færði inn í klinksjóðina og gekk frá á klinkinu á rétta staði. Prentaði svo út sjóðastöðuna úr öllum bönkum, slökkti á öllum vélum og á ljósum og fór upp. Þá var klukkan að verða hálfþrjú og ég var rauð í framan og kófsveitt. Var komin í sjóinn upp úr klukkan þrjú og heim um hálffimm leytið.
3.4.25
2.4.25
Kraftar
Hrökk upp örfáum mínútum áður en vekjarinn átti að ýta við mér. Dreif mig á fætur og ákvað, aldrei þessu vant, að hvíla mig á lóða-æfingum. Var mætt fyrir utan vinnustaðinn minn rétt fyrir klukkan hálfátta og hélt í fáeinar mínútur að ég hefði gleymt eða týnt aðgangskortinu mínu því ég fann það ekki í úlpuvasanum. Sá það svo í bílstjórasætinu, hafði einhvern veginn dottið úr vasanum en inni í bíl sem betur fer. Það var nokkuð rólegt framan af morgni en þeim mun meira að gera upp úr hádegi og fram til klukkan að byrja að ganga fjögur, nokkrir klinkkassar komu inn og svo hrúguðust inn klinkpantanir um tvö leytið. Kannski rétt að halda því til haga að við sáum gosið byrja í beinni klukkan tæplega tuttugu mínútur fyrir tíu þegar við vorum í kaffi, gosið sem amk liggur niðri í augnablikinu. Spennan virðist samt enn vera mikil á nokkuð stóru svæði.
Hringdi í pabba eftir vinnu og áður en ég fór í sundið. Ingvi mágur og Hulda frænka höfðu gist hjá honum nóttina áður. Þau feðgin voru í Reykjavíkurferð en ætluðu að gista aftur í nótt áður en þau færu aftur norður í dag. Pabbi sagðist m.a. hafa sett á siglfirskan geisladisk á fóninn og þau Hulda aðeins tekið sporið saman. Sleppti sundpartinum af sundlaugarferðinni því ég hafði bara rétt rúman klukkuktíma sem ég notaði í 2 kalda potts ferðir, gufu, sjópott og 42°C pott. Hitti aðeins á kalda potts vinkonu mína dóttur hennar og eina systur. Kvaddi upp úr klukkan hálffimm. Lagði bílnum næst á stæði við Austurbæjarskóla rétt fyrir fimm og labbaði þaðan til Lilju vinkonu. Kom rétt á undan tvíburahálfsystur minni en við vorum loksins að halda fyrsta saumaklúbbinn á árinu með öllum meðlimunum þremur. Stoppuðum í rúma tvo tíma sem virkuðu samt ekki mikið meira en rúmt korter. Ég saumaði þó alveg helling.
1.4.25
Iðin við ýmislegt
Vaknaði tveimur mínútum áður en vekjarinn átti að hringja. Það var alveg nægur tími í alla morgunrútínu og samt var ég mætt í vinnu tæpum fimm mínútum fyrir hálfátta. Það var rólegt fyrsta kastið, örfáar pantanir og ekkert að koma inn fyrr en um og eftir kaffi. Það rættist aðeins úr verkefnunum upp úr klukkan tíu, ekki þó þannig að það yrði of brjálað að gera. Kláruðum niðri um hálfþrjú leytið. Stimplaði mig út úr vinnu rétt fyrir þrjú. Fannst heldur snemmt að bruna beint í osteostrong enda veit ég núna að það er fundað þar á þessum tíma. Hringdi í Ellu vinkonu og spjallaði góða stund við hana. Mætti í Hátún 12 um hálffjögur og komst beint að. Bætti mig á einu tæki og var nálægt mínu besta á hinum þremur tækjunum. Eftir tímann fór ég beint í sund. Vissi að ég myndi ekki hitta kalda potts vinkonu mína. Synti 400m, fór eina 4mínútna ferð í þann kalda og var rúmt korter í gufunni. Gerði teygjuæfingar í rimlunum og fór svo bara upp úr og heim.