- "Ég held ég gangi..." -
Ég lét færðina ekki aftra mér frá því að arka af stað í vinnuna í morgun. Það var líka búið að moka flestar þær gangstéttir sem ég valdi að ganga. Reyndar var ekki búið að moka Klambratúnið en ég fór engu að síður þar þvert yfir og kannski var það erfiðasti kaflinn. Á tímabili reyndi ég að skokka og hitta í för eftir einhvern og það var örugglega broslegt tilsýndar. Ég var nákvæmlega 30 mínútur á leiðinni. Var eitthvað lengur á leiðinni heim seinni partinn þótt ég færi beint yfir Skólavörðuhæðina. Færið var líka pínu strembið.
Það var kóræfing í gærkvöldið, fámenn en góð. Bassinn var sá eini sem var fullskipaður. Davíð hafði skutlað mér á æfinguna til að geta haft bílinn. Hann var alveg tilbúinn til að sækja mig eftir æfingu þar sem ég var ekki viss um að ég nennti að ganga meira þann daginn. Reyndar ákvað ég svo þegar til kom að skunda heim og byrjaði á því að kútveltast niður kirkjutröppurnar (það var búið að snjóa yfir svellið í tröppunum og ég var þar af leiðandi búinn að gleyma svellinu). Mér varð ekkert meint af byltunni en var ósköp feginn að ekki sást til mín. Var ekki nema um tíu mínútur á leiðinni heim.
Annars var ég að enda við að búa til smá kjötbollufjall og ég veit að allir karlarnir mínir verða glaðir með það. Þrátt fyrir að ég fylgi engri sérstakri uppskrift og að bollurnar eru aldrei eins hitta þær alltaf í mark hjá manni mínum og sonum.
Þessi mánuður er senn á enda, aðeins aukadagurinn, hlaupársdagur, eftir. Þá rennur upp afmælismánuðurinn minn, vííííí. Þar sem ég mun fylla fjórða tuginn hef ég verið spurð að því hvað ég ætli að gera í tilefni þess áfanga. Ég er í raun enn að hugleiða málið og kannski verð ég að spá í þetta endalaust og fram yfir sjálfan afmælisdaginn. Það er ekkert að því að verða fertugur ("held ég", he he. Enn nokkrir dagar í afmælið) og svo er bara spurning hvort og hvernig maður vill fagna því. Kannski ég láti þetta verða svona óvissuafmæli? Kannski (ef einhverjir fleiri eiga eftir að spyrja mig hvað ég ætli að gera á afmælisdaginn) svara ég einfaldlega -"Ég ætla að verða fjörutíu ára!"
Það var kóræfing í gærkvöldið, fámenn en góð. Bassinn var sá eini sem var fullskipaður. Davíð hafði skutlað mér á æfinguna til að geta haft bílinn. Hann var alveg tilbúinn til að sækja mig eftir æfingu þar sem ég var ekki viss um að ég nennti að ganga meira þann daginn. Reyndar ákvað ég svo þegar til kom að skunda heim og byrjaði á því að kútveltast niður kirkjutröppurnar (það var búið að snjóa yfir svellið í tröppunum og ég var þar af leiðandi búinn að gleyma svellinu). Mér varð ekkert meint af byltunni en var ósköp feginn að ekki sást til mín. Var ekki nema um tíu mínútur á leiðinni heim.
Annars var ég að enda við að búa til smá kjötbollufjall og ég veit að allir karlarnir mínir verða glaðir með það. Þrátt fyrir að ég fylgi engri sérstakri uppskrift og að bollurnar eru aldrei eins hitta þær alltaf í mark hjá manni mínum og sonum.
Þessi mánuður er senn á enda, aðeins aukadagurinn, hlaupársdagur, eftir. Þá rennur upp afmælismánuðurinn minn, vííííí. Þar sem ég mun fylla fjórða tuginn hef ég verið spurð að því hvað ég ætli að gera í tilefni þess áfanga. Ég er í raun enn að hugleiða málið og kannski verð ég að spá í þetta endalaust og fram yfir sjálfan afmælisdaginn. Það er ekkert að því að verða fertugur ("held ég", he he. Enn nokkrir dagar í afmælið) og svo er bara spurning hvort og hvernig maður vill fagna því. Kannski ég láti þetta verða svona óvissuafmæli? Kannski (ef einhverjir fleiri eiga eftir að spyrja mig hvað ég ætli að gera á afmælisdaginn) svara ég einfaldlega -"Ég ætla að verða fjörutíu ára!"