- Ísland - Rússland 34:32 -
Loksins tókst "stákunum okkar" að leggja Rússana af velli á stórmóti. Þótt leikurinn væri svona snemma á dagskrá gat ég horft á hann allan. Fékk frí eftir hádegi til að hitta kennara tvíburanna að máli. Það var foreldradagur í skólanum í dag. Í gær komu þeir heim með vitnisburð fyrir haustmisserið. Þeir stóðu sig báðir vel í langflestu. Eitthvað þurfa þeir samt báðir að vanda betur fráganginn oftar. Ég er stolt af strákunum bæði mínum og handboltaköppunum.
Í gær fékk ég tilkynningu frá Margaretha að sumt af því sem ég pantaði væri tilbúið til afhendingar. Myndin sem ég hélt að ég hefði sett efst á pöntunar og óskalistann reyndist ekki vera með, hvorki á listanum sem var yfir komnar vörur né á listanum yfir þær vörur sem væru á leiðinni. Ég er búin að bæta úr því, ég bara verð að eignast þetta munstur og sauma þessa mynd. Þessa mynd sótti ég 17. mars í fyrra. Þegar jólakortaundirbúningur fór á fullt í haust tók ég mér hlé á saumunum, en ég byrjaði aftur milli jóla og nýjárs og er langt komin. Ég keypti rammann í leiðinni og veit nákvæmlega hvar myndin verður sett þegar hún veður útsaumuð og innrömmuð! Hmm, og ég er að fara í saumaklúbb í kvöld...
31.1.06
30.1.06
- Helgin liðin - alltof fljótt að vanda
Það var á dagskránni að fara í sund á laugardaginn með 6. flokknum. Ég klikkaði bara á tímasetningunni. Við strákarnir mættum í Breiðholtslaugina rúmlega hálfþrjú en áttum víst að mæta um tólf. Ég veit því ekkert hverjir eða hversu margir mættu það voru allir farnir. Við létum það ekki á okkur fá og héldum okkar striki, vorum úti til að byrja með í laugum, pottum og rennibrautum (ég var aðallega í heitapottinum), svo færðum við okkur inn í innilaugina.
Eftir sundið skruppum við í heimsókn til Jónasar ömmubróður míns. Tvíburarnir sungu heilmikið fyrir hann, aðallega lög úr söngleiknum sem bekkirnir þeirra settu upp í nóvember og hafði hann mjög gaman að því.
Í gær skruppum við í bíltúr og heimsóttum vinafólk okkar í Grindavík. Það fjölgaði í fjölskyldunni hjá þeim í byrjun desember sl. og mér fannst alveg tímabært að kíkja á litlu dömuna. Stóra systirin, nýlega orðin 4 ára var í afmælisboði hjá jafnöldru sinni og sú stutta svaf næstum heimsóknina af sér. Tvíburarnir fengu að horfa á "boomerang" í góðum ruggustólum. Held að það hafi fallið mjög í kramið hjá þeim. Við rétt "hittum" yngstu dömuna síðustu mínúturnar, hún var sett inn í vöggu og fimm mínútum seinna vaknaði hún. Þetta var notaleg samverustund!
Það var á dagskránni að fara í sund á laugardaginn með 6. flokknum. Ég klikkaði bara á tímasetningunni. Við strákarnir mættum í Breiðholtslaugina rúmlega hálfþrjú en áttum víst að mæta um tólf. Ég veit því ekkert hverjir eða hversu margir mættu það voru allir farnir. Við létum það ekki á okkur fá og héldum okkar striki, vorum úti til að byrja með í laugum, pottum og rennibrautum (ég var aðallega í heitapottinum), svo færðum við okkur inn í innilaugina.
Eftir sundið skruppum við í heimsókn til Jónasar ömmubróður míns. Tvíburarnir sungu heilmikið fyrir hann, aðallega lög úr söngleiknum sem bekkirnir þeirra settu upp í nóvember og hafði hann mjög gaman að því.
Í gær skruppum við í bíltúr og heimsóttum vinafólk okkar í Grindavík. Það fjölgaði í fjölskyldunni hjá þeim í byrjun desember sl. og mér fannst alveg tímabært að kíkja á litlu dömuna. Stóra systirin, nýlega orðin 4 ára var í afmælisboði hjá jafnöldru sinni og sú stutta svaf næstum heimsóknina af sér. Tvíburarnir fengu að horfa á "boomerang" í góðum ruggustólum. Held að það hafi fallið mjög í kramið hjá þeim. Við rétt "hittum" yngstu dömuna síðustu mínúturnar, hún var sett inn í vöggu og fimm mínútum seinna vaknaði hún. Þetta var notaleg samverustund!
28.1.06
- Á Esperantofundi -
Um miðjan fyrrihálfleik Íslendinga og Dana gekk ég yfir til vinkonu minnar sem er að læra Esperanto með mér (leitt að geta ekki horft á allan leikinn beint, en samt var ég pínu spennt fyrir kvöldinu) . Þangað vorum við sóttar af einum félaga úr Esperanto-samtökum Íslands til að sækja með honum fund í félaginu. Þetta var mjög fróðlegt kvöld en ég er hrædd um að ég hafi ekki skilið allt sem mælt var á þessari tilbúnu tungu, en eitthvað þó og svei mér ef þetta hvetur okkur stöllurnar ekki áfram á sömu braut. Hittum m.a. mann sem hefur verið að kenna Esperanto í MH og hann ætlar að senda okkur efni. Við fengum líka gefins bæklinga á tungumálinu og það sem vakti athygli mína að það er búið að gefa út Njálssögu á Esperanto og ég er jafnvel að spá í að kaupa mér hana þegar ég er komin aðeins lengra í sjálfsnáminu, og verðlauna mig þegar ég get farið að tjá mig eitthvað.
Um miðjan fyrrihálfleik Íslendinga og Dana gekk ég yfir til vinkonu minnar sem er að læra Esperanto með mér (leitt að geta ekki horft á allan leikinn beint, en samt var ég pínu spennt fyrir kvöldinu) . Þangað vorum við sóttar af einum félaga úr Esperanto-samtökum Íslands til að sækja með honum fund í félaginu. Þetta var mjög fróðlegt kvöld en ég er hrædd um að ég hafi ekki skilið allt sem mælt var á þessari tilbúnu tungu, en eitthvað þó og svei mér ef þetta hvetur okkur stöllurnar ekki áfram á sömu braut. Hittum m.a. mann sem hefur verið að kenna Esperanto í MH og hann ætlar að senda okkur efni. Við fengum líka gefins bæklinga á tungumálinu og það sem vakti athygli mína að það er búið að gefa út Njálssögu á Esperanto og ég er jafnvel að spá í að kaupa mér hana þegar ég er komin aðeins lengra í sjálfsnáminu, og verðlauna mig þegar ég get farið að tjá mig eitthvað.
- Nýklippt - aftur
Þessi mynd er tekin í október sl. þá lét ég klippa mig stutt eftir að hafa verið með missítt hár í nokkur ár. Rétt fyrir klippingu var ég með hár niður á mitt bak, þykkt og mikið. Ég ákvað að kúvenda og bað klipparann minn um að klippa mig stutt. Fyrst hélt hann að ég væri að biðja um axlarsídd eða rétt niður fyrir eyrun. Þegar hann náði því loks að ég vildi fá hárið alveg stutt bauð hann mér upp á þessa nýju línu. Ég varð virkilega ánægð með árangurinn og sveif út og hef varla snert jörðina síðan, eða þannig. Í morgun fór ég til að klippa þessar línu aftur.
27.1.06
- Síðasti föstudagur mánaðarins -
Þessi mánuður er víst alveg að verða búinn. Vikan hefur verið annasöm á köflum en ég fékk óvænt frí á miðvikudagskvöldið því kórstjórinn var veikur. Var óvenju þreytt þetta kvöld annars hefði ég alls ekki fagnað fríinu. Við notuðum tækifærið og spiluðum teiknispilið með tvíburunum til hálfníu. Þeir voru komnir í háttinn hálftíma síðar og ég skreið inn í rúm áður en klukkan sló tíu. Davíð var í tímafreka leiknum. Ég rumskaði um miðnætti, í spreng eins og ég væri búin að sofa alla nóttina. Sá þá að Davíð var að byrja að vinna (var í verki sem varð að vinnast um nóttina). Hann vann í næstum fjóra tíma. Ég dreif mig á fætur um hálfsex, hress, endurnærð og útsofin!
Yogatíminn var mjög góður. Gerðum allar tíu kviðæfingarnar, sjö æfingar á hvorri hlið og teygðum vel á eftir. Allan daginn var ég svo í ótrúlega góðu stuði, bananastuði. Skutlaði Davíð Steini á fótboltaæfingu en Oddur Smári fór í afmæli til bekkjarbróður síns. Náði að horfa á næstum allan 1. leik "okkar manna" á EM í Sviss. Það sem á vantaði heyrði ég í útvarpinu þegar ég var að sækja Davíð Stein.
Framundan er öll helgin og það er víst að hún verður notuð til margs! Davíð sem vann reyndar alla sl. nótt þarf að vinna á morgun svo líklega verður maðurinn að nota sunnudaginn til að sofa...
Þessi mánuður er víst alveg að verða búinn. Vikan hefur verið annasöm á köflum en ég fékk óvænt frí á miðvikudagskvöldið því kórstjórinn var veikur. Var óvenju þreytt þetta kvöld annars hefði ég alls ekki fagnað fríinu. Við notuðum tækifærið og spiluðum teiknispilið með tvíburunum til hálfníu. Þeir voru komnir í háttinn hálftíma síðar og ég skreið inn í rúm áður en klukkan sló tíu. Davíð var í tímafreka leiknum. Ég rumskaði um miðnætti, í spreng eins og ég væri búin að sofa alla nóttina. Sá þá að Davíð var að byrja að vinna (var í verki sem varð að vinnast um nóttina). Hann vann í næstum fjóra tíma. Ég dreif mig á fætur um hálfsex, hress, endurnærð og útsofin!
Yogatíminn var mjög góður. Gerðum allar tíu kviðæfingarnar, sjö æfingar á hvorri hlið og teygðum vel á eftir. Allan daginn var ég svo í ótrúlega góðu stuði, bananastuði. Skutlaði Davíð Steini á fótboltaæfingu en Oddur Smári fór í afmæli til bekkjarbróður síns. Náði að horfa á næstum allan 1. leik "okkar manna" á EM í Sviss. Það sem á vantaði heyrði ég í útvarpinu þegar ég var að sækja Davíð Stein.
Framundan er öll helgin og það er víst að hún verður notuð til margs! Davíð sem vann reyndar alla sl. nótt þarf að vinna á morgun svo líklega verður maðurinn að nota sunnudaginn til að sofa...
24.1.06
- Smá þeytingur -
Þegar fór að líða á gærdaginn fann ég heldur betur fyrir koffínskorti, datt semsagt í kaffið um helgina. Hafði engan tíma til að hella mér upp á eftir að ég kom heim. Fór yfir heimalærdóm tvíburanna og skutlaði þeim svo á æfingar, annar fór í kórinn og hinn í karate. Svo þurfti ég að reka nokkur erindi og ákvað að reka þau í Kringlunni. (Ég fer frekar sjaldan í Kringluna þótt hún sé svona "nálægt" mér) Keypti mér nýja ecco inniskó, nokkur afmæliskort og kúmenspeltbrauð. Sótti svo strákana "í öfugri röð", karatedrenginn fyrst og kórdrenginn svo. Við komum heim rétt fyrir sjö og var ég langt komin með að setja kvöldmatinn á borðið þegar Davíð kom heim rúmum hálftíma á eftir okkur. Hann náði því að leggja á borð. Svo var vinkonu-Esperanto tími milli hálfníu og tíu.
Ég er að lesa Á lífsins leið I sem gefin var út af Stoð og styrk 1998 til styrktar Barnaspítala Hringsins. Það eru komnar nokkrar svona bækur út og er ég með 4 af safninu. Í þessari 1. bók segja 33 þekktir einstaklingar frá minnisstæðum atburðum. Ég hef ótrúlega gaman af minningum annarra sérstaklega ef það er um skondin atvik eða horfna lifnaðarhætti. Kannski er ég bara svona gömul í mér!?
Þegar fór að líða á gærdaginn fann ég heldur betur fyrir koffínskorti, datt semsagt í kaffið um helgina. Hafði engan tíma til að hella mér upp á eftir að ég kom heim. Fór yfir heimalærdóm tvíburanna og skutlaði þeim svo á æfingar, annar fór í kórinn og hinn í karate. Svo þurfti ég að reka nokkur erindi og ákvað að reka þau í Kringlunni. (Ég fer frekar sjaldan í Kringluna þótt hún sé svona "nálægt" mér) Keypti mér nýja ecco inniskó, nokkur afmæliskort og kúmenspeltbrauð. Sótti svo strákana "í öfugri röð", karatedrenginn fyrst og kórdrenginn svo. Við komum heim rétt fyrir sjö og var ég langt komin með að setja kvöldmatinn á borðið þegar Davíð kom heim rúmum hálftíma á eftir okkur. Hann náði því að leggja á borð. Svo var vinkonu-Esperanto tími milli hálfníu og tíu.
Ég er að lesa Á lífsins leið I sem gefin var út af Stoð og styrk 1998 til styrktar Barnaspítala Hringsins. Það eru komnar nokkrar svona bækur út og er ég með 4 af safninu. Í þessari 1. bók segja 33 þekktir einstaklingar frá minnisstæðum atburðum. Ég hef ótrúlega gaman af minningum annarra sérstaklega ef það er um skondin atvik eða horfna lifnaðarhætti. Kannski er ég bara svona gömul í mér!?
23.1.06
- Messa -
Söng við messu í gær. Hluti af sálmunum var sunginn raddað, þar af einn sem við byrjuðum að æfa sl. miðvikudagskvöld. Þetta gekk allt saman vel og var stundin notaleg. Maður úr trúboðastarfinu predikaði og sagði hann frá góðum og slæmum málum í Kenýa og Eþíópíu. Hann hélt athygli minni allan tímann og fékk mig til að spá meira í þessa hluti.
Davíð Steinn fór í óvissuferð í gær með 4 öðrum drengjum. Þeir 5 voru sölhæstir eftir kertasöluna miklu fyrir áramót. Farið var í klifurhúsið og Hróa hött á eftir. Minn strákur kom mjög ánægður heim, skrifaði um þetta á blogginu sínu og er strax farinn að velta því fyrir sér hvert verði farið næst.
Söng við messu í gær. Hluti af sálmunum var sunginn raddað, þar af einn sem við byrjuðum að æfa sl. miðvikudagskvöld. Þetta gekk allt saman vel og var stundin notaleg. Maður úr trúboðastarfinu predikaði og sagði hann frá góðum og slæmum málum í Kenýa og Eþíópíu. Hann hélt athygli minni allan tímann og fékk mig til að spá meira í þessa hluti.
Davíð Steinn fór í óvissuferð í gær með 4 öðrum drengjum. Þeir 5 voru sölhæstir eftir kertasöluna miklu fyrir áramót. Farið var í klifurhúsið og Hróa hött á eftir. Minn strákur kom mjög ánægður heim, skrifaði um þetta á blogginu sínu og er strax farinn að velta því fyrir sér hvert verði farið næst.
22.1.06
- Lestur og leikhús -
Oddur Smári var svo heppinn að vinna þrjá miða á sérstaka sýningu á Annie á vegum Landsbankans. (Þeir bræður þurftu að leggja inn 500 inn á reikningana sína fyrir miðjan mánuðinn og sá ég til þess að það var gert.) Sýningin var í gær og bauð Oddur mér og Davíð Steini með sér. Þetta var hin besta skemmtun og eftir sýninguna fengu allir sem vildu áritað plakat með sér heim.
Eins og ég hef áður minnst á þá er ég með margar bækur í takinu, 21 af safninu og svo þær sem ég fékk í jólagjöf. Ég hef nýlokið við Stund þín á jörðu skáldsögu eftir Vilhelm Moberg. Hún fjallar um sænskan mann sem fluttist ungur Vestur um haf. Hann er kominn á sjötugsaldur, á tvö hjónabönd og margbrotinn starfsferil að baki. Einstæðingur sem finnst hann hvergi eiga heima né passa inn í veröldina. Hann býr á hótelherbergi og hugsar um hið liðna, gerir upp ævi sína lið, og spáir í hvað liggi svo sem eftir hann. "Eftir skamma stund flæðir að og sjórinn máir út spor mín í sandinum". Sagan á að gerast í kringum 1961 en teygir sig aftur fyrir aldamótin 1900.
Oddur Smári var svo heppinn að vinna þrjá miða á sérstaka sýningu á Annie á vegum Landsbankans. (Þeir bræður þurftu að leggja inn 500 inn á reikningana sína fyrir miðjan mánuðinn og sá ég til þess að það var gert.) Sýningin var í gær og bauð Oddur mér og Davíð Steini með sér. Þetta var hin besta skemmtun og eftir sýninguna fengu allir sem vildu áritað plakat með sér heim.
Eins og ég hef áður minnst á þá er ég með margar bækur í takinu, 21 af safninu og svo þær sem ég fékk í jólagjöf. Ég hef nýlokið við Stund þín á jörðu skáldsögu eftir Vilhelm Moberg. Hún fjallar um sænskan mann sem fluttist ungur Vestur um haf. Hann er kominn á sjötugsaldur, á tvö hjónabönd og margbrotinn starfsferil að baki. Einstæðingur sem finnst hann hvergi eiga heima né passa inn í veröldina. Hann býr á hótelherbergi og hugsar um hið liðna, gerir upp ævi sína lið, og spáir í hvað liggi svo sem eftir hann. "Eftir skamma stund flæðir að og sjórinn máir út spor mín í sandinum". Sagan á að gerast í kringum 1961 en teygir sig aftur fyrir aldamótin 1900.
19.1.06
- Vetrarfærið að skána -
Dagarnir þjóta áfram en mér finnst sem ég njóti þeirra betur og betur. Kemst yfir alveg helling en er ekkert að stressa mig yfir því sem ég get ekki gert. Forgangsraða hlutunum þannig að ég kemst yfir meira án þess að það bitni á skyldustörfunum.
En það er annars best að deila með ykkur nokkru sem ég og maðurinn minn eigum í vændum. Eftir tvo mánuði (22.3.) eigum við hjónin 10 ára brúðkaupsafmæli. Í því tilefni ætlum við að skella okkur í helgarferð til Minneappolis 16.-21. mars. (Held sem sagt upp á 38 árin mín úti). Nokkru fyrir jól fengum við að vita að vildarpunktastaðan okkar væri verulega góð (enda höfum við aldrei notað okkur þessa punkta) og að um áramótin mundu fyrnast frekar margir punktar ef við nýttum þá ekki sem fyrst. Ég setti mig í samband við tvíburahálfsystur mína að fá hjá henni ráð þar sem ég vissi að hún hefði reynsluna. Hjá henni fékk ég þær fréttir að hún og maðurinn hennar væru búin að panta sér ferð til Minneappolis fyrir sína punkta, því svona punktar nýtast víst best í Ameríkuflug. Það varð úr að við pöntuðum ferð til sömu borgar á sama tíma og höfum við fjögur ákveðið að leigja bíl saman. Einnig ætlum við að reyna að skipuleggja dagana þannig að þeir nýtist okkur sem best. Þetta getur bara orðið gaman!
Dagarnir þjóta áfram en mér finnst sem ég njóti þeirra betur og betur. Kemst yfir alveg helling en er ekkert að stressa mig yfir því sem ég get ekki gert. Forgangsraða hlutunum þannig að ég kemst yfir meira án þess að það bitni á skyldustörfunum.
En það er annars best að deila með ykkur nokkru sem ég og maðurinn minn eigum í vændum. Eftir tvo mánuði (22.3.) eigum við hjónin 10 ára brúðkaupsafmæli. Í því tilefni ætlum við að skella okkur í helgarferð til Minneappolis 16.-21. mars. (Held sem sagt upp á 38 árin mín úti). Nokkru fyrir jól fengum við að vita að vildarpunktastaðan okkar væri verulega góð (enda höfum við aldrei notað okkur þessa punkta) og að um áramótin mundu fyrnast frekar margir punktar ef við nýttum þá ekki sem fyrst. Ég setti mig í samband við tvíburahálfsystur mína að fá hjá henni ráð þar sem ég vissi að hún hefði reynsluna. Hjá henni fékk ég þær fréttir að hún og maðurinn hennar væru búin að panta sér ferð til Minneappolis fyrir sína punkta, því svona punktar nýtast víst best í Ameríkuflug. Það varð úr að við pöntuðum ferð til sömu borgar á sama tíma og höfum við fjögur ákveðið að leigja bíl saman. Einnig ætlum við að reyna að skipuleggja dagana þannig að þeir nýtist okkur sem best. Þetta getur bara orðið gaman!
17.1.06
- Rope-yoga tími númer 3 -
Það var ekkert erfitt að vakna í morgun enda passaði ég upp á það að vera komin í rúmið um tíu í gærkvöldi. (Tvíburarnir fundu það upp hjá sjálfum sér að fara í háttinn strax um átta en yfirleitt þarf ég að ýta á eftir þeim eftir að klukkan er orðin hálfníu). Ég kveikti ekkert á sjónvarpinu, las bara í tæpa tvo tíma og þá voru auglokin orðin mjög þung. Það var Davíð einn sem hélt sig við að vinna og leika sér fram á nótt.
Ég var búin að stilla af dýnuna og festa fæturnar í böndin rétt áður en yoga tíminn hófst. Fórum í gegnum sömu tíu æfingarnar og bættum þremur hliðaræfingum við. Þetta er allt að koma en tekur vel í á sumum stöðum. Mikilvægt er að anda rétt og ég er alveg að ná því. Það er bara í tveimur æfingum sem ég ruglast og þarf að einbeita mér af krafti til að komast aftur á sporið. Hendurnar nota ég meira og meira til stuðnings en ég á það til að herpa kjálkavöðvana og gnýsta tönnum þegar ég er að passa mig að gera alla hluti rétt. En mér finnst þetta samt alger snilld og hlakka til næsta tíma!
Kveð ykkur að sinni hress, teygð og með smá sperrur.
Það var ekkert erfitt að vakna í morgun enda passaði ég upp á það að vera komin í rúmið um tíu í gærkvöldi. (Tvíburarnir fundu það upp hjá sjálfum sér að fara í háttinn strax um átta en yfirleitt þarf ég að ýta á eftir þeim eftir að klukkan er orðin hálfníu). Ég kveikti ekkert á sjónvarpinu, las bara í tæpa tvo tíma og þá voru auglokin orðin mjög þung. Það var Davíð einn sem hélt sig við að vinna og leika sér fram á nótt.
Ég var búin að stilla af dýnuna og festa fæturnar í böndin rétt áður en yoga tíminn hófst. Fórum í gegnum sömu tíu æfingarnar og bættum þremur hliðaræfingum við. Þetta er allt að koma en tekur vel í á sumum stöðum. Mikilvægt er að anda rétt og ég er alveg að ná því. Það er bara í tveimur æfingum sem ég ruglast og þarf að einbeita mér af krafti til að komast aftur á sporið. Hendurnar nota ég meira og meira til stuðnings en ég á það til að herpa kjálkavöðvana og gnýsta tönnum þegar ég er að passa mig að gera alla hluti rétt. En mér finnst þetta samt alger snilld og hlakka til næsta tíma!
Kveð ykkur að sinni hress, teygð og með smá sperrur.
15.1.06
- Helgaryfirlit -
Þrátt fyrir að helgi sé ekki alveg á enda runnin hef ég meira en nóg til að segja frá. Það æxlaðist þannig að rétt eftir síðustu færslu hringdi Helga systir í mig og spurði hvort hún mætti biðja mig um að taka stelpurnar í nokkra tíma. Það var auðsótt mál. Ingvi mágur kom með þær um hálftólf. Ég leyfði frændsystkynunum að horfa á eina stutta mynd. Bríet valsaði bara um og ýmist heilsaði eða kvaddi. Hún kom líka inn í eldhús til mín og bað um: "Meija" þótt ég væri ekkert búin að gefa henni. Þetta er bara hennar háttur á að segja að hún sé svöng svo kemur hún aftur þegar hún er búin með það sem hún fær og biður um "meija". Eftir hádegishressingu fóru eldri krakkarnir út í brekku að renna sér (það er ein mjög góð brekka rétt fyrir ofan skólann). Ingvi sótti Bríet um tvö og varð svo að gera sér ferð eftir Huldu þau voru enn að renna sér. Strákarnir komu inn rétt eftir það.
Þeir voru vaknaðir fyrir klukkan átta í morgun. Ég dreif mig framúr og bjó til byggmjöls- hirsigraut soðinn með kanelstöng. Hann smakkaðist mjög vel. Stuttu fyrir tíu drifu drengirnir sig á inni-fótboltaæfingu. Þeir komu heim rétt fyrir hádegi alveg ákveðnir í að drífa í sig hressingu og fara svo beint út í brekku. Hulda fékk að koma yfir til þess að komast aftur með þeim í rennslið. Krakkarnir voru úti í um tvo tíma og þegar þau komu heim kom einn vinur með. Lét Helgu vita og sagði að Hulda mætti alveg vera einhverja stund hjá okkur. Hún var sótt um fjögur og þá dreif ég mig á bókasafnið að skila bókum sem ekki er hægt að framlengja frestinn á. Fór í safnið með einn poka og kom heim með tvo. Fékk að vita að fjöldakvótinn er 30 bækur og ég er með rúmlega 20. Það er gaman framundan hjá mér.
Davíð hefur verið að vinna mest alla helgina, hér heima í gær, nótt og fram á miðjan dag. Hann var farinn þegar ég kom heim af safninu. Vonandi fer þessari törn að ljúka. Amk held ég að maðurinn þurfi að fara að fá meiri svefn fljótlega.
Mér tókst annars að framkvæma flest allt sem ég setti á helgarlistann; þvo, taka til, skipta á hjónarúminu, lesa, sauma í og horfa á einhverja leiki í enska boltanum. Næstu helgi ætla ég svo að muna eftir að bæta við gönguferð/um á listann.
Þrátt fyrir að helgi sé ekki alveg á enda runnin hef ég meira en nóg til að segja frá. Það æxlaðist þannig að rétt eftir síðustu færslu hringdi Helga systir í mig og spurði hvort hún mætti biðja mig um að taka stelpurnar í nokkra tíma. Það var auðsótt mál. Ingvi mágur kom með þær um hálftólf. Ég leyfði frændsystkynunum að horfa á eina stutta mynd. Bríet valsaði bara um og ýmist heilsaði eða kvaddi. Hún kom líka inn í eldhús til mín og bað um: "Meija" þótt ég væri ekkert búin að gefa henni. Þetta er bara hennar háttur á að segja að hún sé svöng svo kemur hún aftur þegar hún er búin með það sem hún fær og biður um "meija". Eftir hádegishressingu fóru eldri krakkarnir út í brekku að renna sér (það er ein mjög góð brekka rétt fyrir ofan skólann). Ingvi sótti Bríet um tvö og varð svo að gera sér ferð eftir Huldu þau voru enn að renna sér. Strákarnir komu inn rétt eftir það.
Þeir voru vaknaðir fyrir klukkan átta í morgun. Ég dreif mig framúr og bjó til byggmjöls- hirsigraut soðinn með kanelstöng. Hann smakkaðist mjög vel. Stuttu fyrir tíu drifu drengirnir sig á inni-fótboltaæfingu. Þeir komu heim rétt fyrir hádegi alveg ákveðnir í að drífa í sig hressingu og fara svo beint út í brekku. Hulda fékk að koma yfir til þess að komast aftur með þeim í rennslið. Krakkarnir voru úti í um tvo tíma og þegar þau komu heim kom einn vinur með. Lét Helgu vita og sagði að Hulda mætti alveg vera einhverja stund hjá okkur. Hún var sótt um fjögur og þá dreif ég mig á bókasafnið að skila bókum sem ekki er hægt að framlengja frestinn á. Fór í safnið með einn poka og kom heim með tvo. Fékk að vita að fjöldakvótinn er 30 bækur og ég er með rúmlega 20. Það er gaman framundan hjá mér.
Davíð hefur verið að vinna mest alla helgina, hér heima í gær, nótt og fram á miðjan dag. Hann var farinn þegar ég kom heim af safninu. Vonandi fer þessari törn að ljúka. Amk held ég að maðurinn þurfi að fara að fá meiri svefn fljótlega.
Mér tókst annars að framkvæma flest allt sem ég setti á helgarlistann; þvo, taka til, skipta á hjónarúminu, lesa, sauma í og horfa á einhverja leiki í enska boltanum. Næstu helgi ætla ég svo að muna eftir að bæta við gönguferð/um á listann.
14.1.06
- Morgunstund -
Ég held að klukkan hafi ekki verið orðin ellefu þegar ég sofnaði í gærkvöldi. Var komin undir sæng um tíu með bók í hönd. Hafði bara úthald í hálftíma lestur. Ég var viss um að það væri stutt í að Davíð kæmi upp í, því það sást á honum langar leiðir að hann var þreyttur, eftir miklar vökur og mjög lítinn svefn undanfarið. Það fór nú samt svo að klukkan var farin að nálgast eitt þegar maðurinn sá loks að sér. Mér er sagt að ég eigi ekki að hafa áhyggjur af þessu álagi á honum, og ég reyni að sleppa takinu, það er bara stundum svo erfitt. Þegar ég er sjálf að verða þreytt og veit að ég hef ekki verið að vaka og vinna alveg eins mikið og hann, þá verð ég helmingi þreyttari. Kannski ég verði bara þreytt fyrir okkur bæði, hmm?
Framundan er annars helgin og ég er staðráðin í að nota hana vel og skynsamlega á köflum. Farið vel með ykkur!
Ég held að klukkan hafi ekki verið orðin ellefu þegar ég sofnaði í gærkvöldi. Var komin undir sæng um tíu með bók í hönd. Hafði bara úthald í hálftíma lestur. Ég var viss um að það væri stutt í að Davíð kæmi upp í, því það sást á honum langar leiðir að hann var þreyttur, eftir miklar vökur og mjög lítinn svefn undanfarið. Það fór nú samt svo að klukkan var farin að nálgast eitt þegar maðurinn sá loks að sér. Mér er sagt að ég eigi ekki að hafa áhyggjur af þessu álagi á honum, og ég reyni að sleppa takinu, það er bara stundum svo erfitt. Þegar ég er sjálf að verða þreytt og veit að ég hef ekki verið að vaka og vinna alveg eins mikið og hann, þá verð ég helmingi þreyttari. Kannski ég verði bara þreytt fyrir okkur bæði, hmm?
Framundan er annars helgin og ég er staðráðin í að nota hana vel og skynsamlega á köflum. Farið vel með ykkur!
13.1.06
- Ýmislegt -
Davíð var að vinna í alla nótt og kom í rúmið stuttu áður en minn fótaferðatími var kominn, þriðju nóttina í röð. Strákarnir komu á fætur um svipað leyti og ég, um sjö. Þegar mér var litið út um eldhúsgluggann nokkru seinna sá ég að betra væri að leggja tímanlega af stað. Sópa varð af Fíatinum til að finna hann.
Um fjögur þurfti ég aftur að "finna" bílinn. Gaf mér góðan tíma og skilaði mér heim rúmlega hálffimm. Davíð kom heim á sama tíma, við náðum að verða samferða inn úr dyrunum. Helga systir hringdi og spurði hvort við værum heima. Hún kom svo með báðar stelpurnar og gaf sér góðan tíma. Eldri krakkarnir léku sér saman og Bríet valsaði á milli. Við systur byrjuðum á því að fá okkur kaffi/te en fljótlega færðum við okkur inn í eldhús. Ég bjó til hátt í fjörutíu kjötbollur úr tæpu kílói af hakki. Bauð mæðgunum í mat og það borðaðist mjög vel. Bríet smjattaði hástöfum og Hulda fékk sér aðra bollu í stað þess að ljúka við kartöfluna.
Á morgun líkur viðburðarríkri viku. Mér skylst að Davíð þurfi eitthvað að vinna um helgina. Tvíburarnir ættu að geta notað snjóinn eitthvað og ég finn mér eitthvað til dundurs; les, tel út, þvæ þvotta, skipti á rúmum, skúra gólf, horfi á enska boltann... af nógu er að taka.
Davíð var að vinna í alla nótt og kom í rúmið stuttu áður en minn fótaferðatími var kominn, þriðju nóttina í röð. Strákarnir komu á fætur um svipað leyti og ég, um sjö. Þegar mér var litið út um eldhúsgluggann nokkru seinna sá ég að betra væri að leggja tímanlega af stað. Sópa varð af Fíatinum til að finna hann.
Um fjögur þurfti ég aftur að "finna" bílinn. Gaf mér góðan tíma og skilaði mér heim rúmlega hálffimm. Davíð kom heim á sama tíma, við náðum að verða samferða inn úr dyrunum. Helga systir hringdi og spurði hvort við værum heima. Hún kom svo með báðar stelpurnar og gaf sér góðan tíma. Eldri krakkarnir léku sér saman og Bríet valsaði á milli. Við systur byrjuðum á því að fá okkur kaffi/te en fljótlega færðum við okkur inn í eldhús. Ég bjó til hátt í fjörutíu kjötbollur úr tæpu kílói af hakki. Bauð mæðgunum í mat og það borðaðist mjög vel. Bríet smjattaði hástöfum og Hulda fékk sér aðra bollu í stað þess að ljúka við kartöfluna.
Á morgun líkur viðburðarríkri viku. Mér skylst að Davíð þurfi eitthvað að vinna um helgina. Tvíburarnir ættu að geta notað snjóinn eitthvað og ég finn mér eitthvað til dundurs; les, tel út, þvæ þvotta, skipti á rúmum, skúra gólf, horfi á enska boltann... af nógu er að taka.
12.1.06
- Þessi færsla er númer 777 -
Það var mjög notaleg stemming á kóræfingu í gærkvöldi. Við vorum samt bara 12 með kórstjóranum, einn bassi, tveir tenórar, fjórar í sópran og fjórar í alt. Pétur lét okkur hafa áætlun fram að sumarfríi og eftir smá vangaveltur og upphitun æfðum við nokkur ættjarðarlög.
Í morgun fór ég á fætur rétt fyrir hálfsex og var mætt í rope-yoga tímann klukkan 6:15. Það var allt annar kennari heldur en síðast. Hin var góð en þessi var miklu betri. Hin hafði t.d. ekki sagt okkur nógu skýrt að hendurnar væru bara til að styðja við en en ekki til að toga í og hjálpa til (eins og ég gerði síðast). Við gerðum allar tíu æfingarnar sem við lærðum síðast (ég þurfti smá upprifjun en gekk svo bara þokkalega) og svo gerðum við tvær góðar teygjuæfingar. Klukkutíminn var allt í einu liðinn og ég mætti fersk til vinnu rétt fyrir átta. Þetta er bara yndislegt jafnvel þótt það sé enn sárt að hlægja, hósta eða hnerra, he, he.
Það var mjög notaleg stemming á kóræfingu í gærkvöldi. Við vorum samt bara 12 með kórstjóranum, einn bassi, tveir tenórar, fjórar í sópran og fjórar í alt. Pétur lét okkur hafa áætlun fram að sumarfríi og eftir smá vangaveltur og upphitun æfðum við nokkur ættjarðarlög.
Í morgun fór ég á fætur rétt fyrir hálfsex og var mætt í rope-yoga tímann klukkan 6:15. Það var allt annar kennari heldur en síðast. Hin var góð en þessi var miklu betri. Hin hafði t.d. ekki sagt okkur nógu skýrt að hendurnar væru bara til að styðja við en en ekki til að toga í og hjálpa til (eins og ég gerði síðast). Við gerðum allar tíu æfingarnar sem við lærðum síðast (ég þurfti smá upprifjun en gekk svo bara þokkalega) og svo gerðum við tvær góðar teygjuæfingar. Klukkutíminn var allt í einu liðinn og ég mætti fersk til vinnu rétt fyrir átta. Þetta er bara yndislegt jafnvel þótt það sé enn sárt að hlægja, hósta eða hnerra, he, he.
11.1.06
- Erfitt að hnerra og hlægja -
Jú, jú, mín er öll í strengjum. Ég veit þó að ég er til! Ég finn fyrir upphandleggjum, öxlum, bringu, maga, rófubeini og kálfum. Það verður spennandi að vita hvernig gengur í fyrramálið þá lærum við níu nýju æfingar.
Það er kóræfing í kvöld, sú fyrsta á árinu. Sleppti því að mæta í messu sl. sunnudag. Við vorum mjög róleg í tíðinni en tókum þó niður jólin saman.
Við strákarnir gáfum Davíð nýjustu bókina hans Arnals Indriðasonar: Vetrarborgin. Davíð las hana á örfáum dögum og nú er ég byrjuð á henni þrátt fyrir að vera með margar, margar aðrar bækur í takinu.
Jú, jú, mín er öll í strengjum. Ég veit þó að ég er til! Ég finn fyrir upphandleggjum, öxlum, bringu, maga, rófubeini og kálfum. Það verður spennandi að vita hvernig gengur í fyrramálið þá lærum við níu nýju æfingar.
Það er kóræfing í kvöld, sú fyrsta á árinu. Sleppti því að mæta í messu sl. sunnudag. Við vorum mjög róleg í tíðinni en tókum þó niður jólin saman.
Við strákarnir gáfum Davíð nýjustu bókina hans Arnals Indriðasonar: Vetrarborgin. Davíð las hana á örfáum dögum og nú er ég byrjuð á henni þrátt fyrir að vera með margar, margar aðrar bækur í takinu.
10.1.06
- Dagarnir þjóta -
Fimm dagar frá síðustu færslu og mikið vatn runnið til sjávar. Það er helst í fréttum að nýr
bæklingur er kominn út og þar fann ég loksins myndina sem ég er búin að bíða eftir í næstum tíu ár. Meira um það síðar.
Á þrettándanum buðu Tommi og Hugborg okkur í mat. Þau voru með tartalettur í forrétt, hamborgarahrygg í aðalrétt og ís í eftirrétt. Ég leyfði mér að svindla í þetta sinn og, merkilegt nokk þá hafði það engin eftirköst að ráði. Maturinn var mjög góður og kvöldið var notalegt þrátt fyrir rok og beljandi rigningu fyrir utan. Engum flugeldum var skotið upp. Tvíburarnir og Teddi ólmuðust í hvolpinum á heimilinu en fengu svo að horfa á eina mynd.
Í morgun, klukkan 06:15 byrjaði ég svo í rope-yoga námskeiði. Fyrsta skipti sem ég prófa yoga. Davíð kallar þetta "slopp jóga". Í raun og veru liggjum við á dýnum, festum fæturnar í kaðla og togum og teygjum eftir kúnstarinnar reglum. Mikilvægt er að anda rétt og gera æfingarnar rólega. Við þessar nýju lærðum tíu æfingar og eigum eftir að læra amk 16 æfingar í viðbót. Þetta er bara spennandi. Skyldi ég nú ekki vera með strengi á morgun?
Fimm dagar frá síðustu færslu og mikið vatn runnið til sjávar. Það er helst í fréttum að nýr
bæklingur er kominn út og þar fann ég loksins myndina sem ég er búin að bíða eftir í næstum tíu ár. Meira um það síðar.
Á þrettándanum buðu Tommi og Hugborg okkur í mat. Þau voru með tartalettur í forrétt, hamborgarahrygg í aðalrétt og ís í eftirrétt. Ég leyfði mér að svindla í þetta sinn og, merkilegt nokk þá hafði það engin eftirköst að ráði. Maturinn var mjög góður og kvöldið var notalegt þrátt fyrir rok og beljandi rigningu fyrir utan. Engum flugeldum var skotið upp. Tvíburarnir og Teddi ólmuðust í hvolpinum á heimilinu en fengu svo að horfa á eina mynd.
Í morgun, klukkan 06:15 byrjaði ég svo í rope-yoga námskeiði. Fyrsta skipti sem ég prófa yoga. Davíð kallar þetta "slopp jóga". Í raun og veru liggjum við á dýnum, festum fæturnar í kaðla og togum og teygjum eftir kúnstarinnar reglum. Mikilvægt er að anda rétt og gera æfingarnar rólega. Við þessar nýju lærðum tíu æfingar og eigum eftir að læra amk 16 æfingar í viðbót. Þetta er bara spennandi. Skyldi ég nú ekki vera með strengi á morgun?
5.1.06
- Vetur annan hvern dag -
Það voru hálfgerðir strandaglópar sem hringdu í mig upp úr klukkan hálfþrjú í dag. Tvíburarnir gleymdu húslyklunum heima og voru læstir úti. Þeir fengu að hringja úr íbúðinni á neðri hæðinni. Ég fékk að fara heim og það tók því ekki að fara aftur í vinnuna. Rétt fyrir fjögur skutlaði ég strákunum á knattspyrnuæfingu í Safamýrina. Notaði tímann til að útrétta smá og fleira.
Í gærkvöldi fór ég í fyrsta Esperanto-tíma ársins. Við stöllurnar vorum nokkuð fljótar að koma okkur í gang og erum farnar að sjá árangur, getum bæði skilið teksta og aðeins tjáð okkur (amk hvor við aðra).
Ég er líka byrjuð að undirbúa saumaskap á síðustu smájólakortamyndinni (jólakúlur á grein). Nú þarf ég fljótlega að útvega mér meiri jafa svo ég geti saumað myndirnar fjórar; kerti, jólatré, jólasveinn og jólakúlurnar aftur og aftur og aftur.
Myndin er tekin á aðfangadagskvöld. Davíð Steinn fékk möndluna þriðja árið í röð.
3.1.06
Gleðilegt nýtt ár!
Tveir og hálfur dagur búinn af nýju ári. Við fögnuðum áramótunum á Hellu og tvíburarnir fengu að vera eftir en koma heim seinni partinn í dag. Nokkrir dagar eftir enn áður en allt fer í gang! Ég er samt búin að sauma fyrsta jólakortið...
Mín bíða margar góðar bækur (þær fara svo sem ekkert), sumar af safninu, sumar fékk ég í jólagjöf (bæði frá sjálfri mér og fleirum) og enn aðrar er ég með í láni. Ég er nýbúin að lesa Brotasaga eftir Björn Th. Björnsson um ævi Önnu Guðrúnar Sveinsdóttur. Merkileg bók og heldur manni alveg við efnið. Fær mann til að hugsa hvað tímarnir voru allt allt öðru vísi fyrir tæpum tvö hundruð árum.
Ég las líka Myndin af pabba skráð af Gerði Kristný. Ég var búin að kaupa bókina í nóvember en las hana ekki fyrr en á dögunum.Thelma Ásdísardóttir er svo sannarlega vel að titlinum MAÐUR ÁRSINS komin.
Tveir og hálfur dagur búinn af nýju ári. Við fögnuðum áramótunum á Hellu og tvíburarnir fengu að vera eftir en koma heim seinni partinn í dag. Nokkrir dagar eftir enn áður en allt fer í gang! Ég er samt búin að sauma fyrsta jólakortið...
Mín bíða margar góðar bækur (þær fara svo sem ekkert), sumar af safninu, sumar fékk ég í jólagjöf (bæði frá sjálfri mér og fleirum) og enn aðrar er ég með í láni. Ég er nýbúin að lesa Brotasaga eftir Björn Th. Björnsson um ævi Önnu Guðrúnar Sveinsdóttur. Merkileg bók og heldur manni alveg við efnið. Fær mann til að hugsa hvað tímarnir voru allt allt öðru vísi fyrir tæpum tvö hundruð árum.
Ég las líka Myndin af pabba skráð af Gerði Kristný. Ég var búin að kaupa bókina í nóvember en las hana ekki fyrr en á dögunum.Thelma Ásdísardóttir er svo sannarlega vel að titlinum MAÐUR ÁRSINS komin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)