- Á þeytingi -
Notaði óselda bílinn í gær í stað þess að ganga. Upp úr klukkan fjögur var ég komin á bókasafnið. Mér tókst næstum því að týna bókasafnsskortinu mínu. Það flaug upp úr vasa mínum án þess að ég yrði þess vör og lenti á miðju planinu við Grófarhúsið. Ég uppgötvaði þetta þó í fljótlega eftir að ég kom inn og fann kortið næstum strax. Skilaði af mér næstum öllum bókum (aðeins ein þykk hálflesin bók var eftir heima) og tók mér svo körfu í hönd. Það urðu tveir pokar af alls konar bókum sem ég segi kannski frá seinna.
Næst lá leiðin í Skeifuna. Kom heim rétt fyrir sex. Davíð kom einum og hálfum tíma seinna, hafði verið rekin heim því það átti að fara að bóna öll gólf. Ég var alveg ákveðin í að fara snemma í háttinn en það gekk ekki alveg eftir. Fór ekki upp í fyrr en um hálftólf og ég sofnaði ekki fyrr en eftir miðnætti. Var búin að sinna ýmsum frágangsmálum en festist líka aðeins yfir sjónvarpinu (Hálandahöfðinginn og Sporlaust).
Framundan eru stopul skrif hjá mér ef einhver því ég er að fara í frí og þótt ég verði að mestu heimavið er ekkert víst að ég verði í neinu skrifstuði. (Það getur líka alveg snúist við og ég fengið óþrjótandi skrifæði...!!!
29.7.05
28.7.05
- Ég fór á leikinn, nema hvað -
Arkaði beint heim seinni partinn í gær og lofaði sjálfri mér að sinna einu og öðru er heim kæmi. Þegar ég kom svo inn úr dyrunum helltist yfir mig einhver furðuleg leti-tilfinning. En bara í smá stund. Ég sparkaði í óæðri endann á mér og dreif mig í verkin. Hugsaði sem svo að mér myndi líða miklu betur með að skreppa á völlinn ef ég væri dugleg hér heima fyrst. Og mér fannst ég vera dugleg þrátt fyrir að ég væri bara að sinna venjulegum húsmóðurstörfum. Á þriðjudaginn þreif ég þvottahús-sameignina en okkar skyldu-mánuður er að renna sitt skeið. Í gær ryksugaði ég yfir öll gólf íbúðarinnar og niður ganginn sem er sameiginlegur með íbúðinni í risinu. Það þurfti líka að sinna þvottamálum og svo náði ég að skúra yfir eldhúsgólfið.
Rétt fyrir átta var ég svo mætt á völlinn, í nýja Valsbolnum mínum og með Valsbuffið á höfðinu. Fylkismenn áttu fyrstu færin en Kjartan (fyrrum markvörður Fylkis) varði vel. Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik (kannski var það bara góð tilfinning yfir að hafa lokið ákveðnum verkum). Leikurinn var bráðskemmtilegur. Valsmenn yfirleitt með töglin og haldirnar en Fylkismenn áttu góða sprettin inn á milli. 3:1 fyrir "mína menn" sem eru nú með 27 stig. Það verður svo spennandi að sjá hvernig bikarleikurinn milli sömu liða verður í seinni undandúrslitaleiknum í þróast og endar. Það má ekki vantmeta andstæðinginn og oft spilast leikir öðruvísi í bikarleikjum en deildarleikjum. Líklega verð ég nú samt ekki á vellinum en hef möguleika á að sjá leikinn beint í sjónvarpinu, ef ég verð þá ekki að gera eitthvað allt annað (ef ég get þá leitt hugann frá leiknum, he he....) Það er langskemmtilegast að fá þetta alveg beint í æð (en í sjónvarpinu fær maður þó að sjá endursýningar á umdeildum atvikum og/eða mörkunum.
HM ungmenna í skák lauk í dag. Ellefu umferðir voru tefldar og þegar upp var staðið hafði frændi minn 5 vinninga (4 sigrar, tvö jafntefli og 5 töp) í flokki 14 ára og yngri. Þeir voru tveir frá Íslandi í þessum flokki og hinn pilturinn hafði hálfum vinningi betur eða 5 og 1/2. Hin íslensku ungmennin í keppninni voru líka að standa sig mjög vel. Ég er víst alveg dottin niður í skákina líka, ofan á allt annað (Formúluna, gólfið, fótboltann, handboltann, frjálsu.... ja, hérna)!
Arkaði beint heim seinni partinn í gær og lofaði sjálfri mér að sinna einu og öðru er heim kæmi. Þegar ég kom svo inn úr dyrunum helltist yfir mig einhver furðuleg leti-tilfinning. En bara í smá stund. Ég sparkaði í óæðri endann á mér og dreif mig í verkin. Hugsaði sem svo að mér myndi líða miklu betur með að skreppa á völlinn ef ég væri dugleg hér heima fyrst. Og mér fannst ég vera dugleg þrátt fyrir að ég væri bara að sinna venjulegum húsmóðurstörfum. Á þriðjudaginn þreif ég þvottahús-sameignina en okkar skyldu-mánuður er að renna sitt skeið. Í gær ryksugaði ég yfir öll gólf íbúðarinnar og niður ganginn sem er sameiginlegur með íbúðinni í risinu. Það þurfti líka að sinna þvottamálum og svo náði ég að skúra yfir eldhúsgólfið.
Rétt fyrir átta var ég svo mætt á völlinn, í nýja Valsbolnum mínum og með Valsbuffið á höfðinu. Fylkismenn áttu fyrstu færin en Kjartan (fyrrum markvörður Fylkis) varði vel. Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik (kannski var það bara góð tilfinning yfir að hafa lokið ákveðnum verkum). Leikurinn var bráðskemmtilegur. Valsmenn yfirleitt með töglin og haldirnar en Fylkismenn áttu góða sprettin inn á milli. 3:1 fyrir "mína menn" sem eru nú með 27 stig. Það verður svo spennandi að sjá hvernig bikarleikurinn milli sömu liða verður í seinni undandúrslitaleiknum í þróast og endar. Það má ekki vantmeta andstæðinginn og oft spilast leikir öðruvísi í bikarleikjum en deildarleikjum. Líklega verð ég nú samt ekki á vellinum en hef möguleika á að sjá leikinn beint í sjónvarpinu, ef ég verð þá ekki að gera eitthvað allt annað (ef ég get þá leitt hugann frá leiknum, he he....) Það er langskemmtilegast að fá þetta alveg beint í æð (en í sjónvarpinu fær maður þó að sjá endursýningar á umdeildum atvikum og/eða mörkunum.
HM ungmenna í skák lauk í dag. Ellefu umferðir voru tefldar og þegar upp var staðið hafði frændi minn 5 vinninga (4 sigrar, tvö jafntefli og 5 töp) í flokki 14 ára og yngri. Þeir voru tveir frá Íslandi í þessum flokki og hinn pilturinn hafði hálfum vinningi betur eða 5 og 1/2. Hin íslensku ungmennin í keppninni voru líka að standa sig mjög vel. Ég er víst alveg dottin niður í skákina líka, ofan á allt annað (Formúluna, gólfið, fótboltann, handboltann, frjálsu.... ja, hérna)!
26.7.05
- Göngur og skák -
Undanfarnar tæpar sex vikur hefur einn vinnufélagi minn verið á ferð um strandvegina. Hann þjófstartaði ferðina helgina fyrir 17. júní og gekk þá af stað úr Hafnarfirði inn í Voga. Þann 17. júní lagði kappinn svo upp í hina eiginleguferð. Hann var búinn að ákveða að ganga strandvegina (þar sem það er hægt) í kringum landið og skipta þessu niður í tvennt. Þegar hann var kominn af stað sá hann að það mundi ekki hafast, jafnvel þótt hann væri að ganga 30 km á dag svo hann breytti um áætlun og ætlar að deila ferðinni í þrennt. Hann gerir þetta til stuðnings Krabbameinsfélaginu og var svo heppinn að fá félaga sinn til liðs við sig sem keyrir fyrir hann allan farangur og vistir og hittir hann á ca. 5 km. fresti. Nú fer hann alveg að ljúka við fyrsta áfangann en hann ætlar að láta staðar numið á Egilsstöðum í bili. Næsta sumar áætlar hann að hefja ferð þaðan og enda þann kafla í Hrútafirði og sumarið 2007 er það Hrútafjörður - Hafnarfjörður. Þetta er mikið þrekvirki en ég held líka að þetta sé heilmikið ævintýri. Kappinn ku vera allnokkuð útitekinn og búinn að ganga sig niður um 3-4 fatastærðir. Áfram Jón Eggert!!!
Einn frændi minn er þessa dagana staddur á HM ungmenna í skák í Frakklandi. Hann teflir í flokki 14 ára og yngri og hefur gengið alveg þokkalega, er með 3 og 1/2 vinning eftir 9 umferðir og hefur verið að vinna mun stigahærri einstaklinga. Fyrir mótið var hann með 1599 elostig en er búinn að hækka eitthvað. Í haust teflir hann svo á fyrsta borði á Norðurlandamóti ungmenna. Hans sveit úr Laugarnesskóla sigraði skáksveit Rimaskóla eftir bráðabana í vor. Gaman að því og ég mun fylgjst áfram með þessum frænda mínum!!!
Undanfarnar tæpar sex vikur hefur einn vinnufélagi minn verið á ferð um strandvegina. Hann þjófstartaði ferðina helgina fyrir 17. júní og gekk þá af stað úr Hafnarfirði inn í Voga. Þann 17. júní lagði kappinn svo upp í hina eiginleguferð. Hann var búinn að ákveða að ganga strandvegina (þar sem það er hægt) í kringum landið og skipta þessu niður í tvennt. Þegar hann var kominn af stað sá hann að það mundi ekki hafast, jafnvel þótt hann væri að ganga 30 km á dag svo hann breytti um áætlun og ætlar að deila ferðinni í þrennt. Hann gerir þetta til stuðnings Krabbameinsfélaginu og var svo heppinn að fá félaga sinn til liðs við sig sem keyrir fyrir hann allan farangur og vistir og hittir hann á ca. 5 km. fresti. Nú fer hann alveg að ljúka við fyrsta áfangann en hann ætlar að láta staðar numið á Egilsstöðum í bili. Næsta sumar áætlar hann að hefja ferð þaðan og enda þann kafla í Hrútafirði og sumarið 2007 er það Hrútafjörður - Hafnarfjörður. Þetta er mikið þrekvirki en ég held líka að þetta sé heilmikið ævintýri. Kappinn ku vera allnokkuð útitekinn og búinn að ganga sig niður um 3-4 fatastærðir. Áfram Jón Eggert!!!
Einn frændi minn er þessa dagana staddur á HM ungmenna í skák í Frakklandi. Hann teflir í flokki 14 ára og yngri og hefur gengið alveg þokkalega, er með 3 og 1/2 vinning eftir 9 umferðir og hefur verið að vinna mun stigahærri einstaklinga. Fyrir mótið var hann með 1599 elostig en er búinn að hækka eitthvað. Í haust teflir hann svo á fyrsta borði á Norðurlandamóti ungmenna. Hans sveit úr Laugarnesskóla sigraði skáksveit Rimaskóla eftir bráðabana í vor. Gaman að því og ég mun fylgjst áfram með þessum frænda mínum!!!
25.7.05
- Óvissuferð á afmælisdegi -
Við sóttum tvíburana um sjö á föstudagskvöldið. Stoppuðum fyrir austan í nokkra tíma. Þeir voru nýkomnir úr annarri veiðiferðinni með afa sínum og nú kom enginn þeirra heim með öngulinn í rassinum. Oddur Smári veiddi fyrstur sinn fyrsta fisk, Davíð Steinn veiddi einn og afinn heila þrjá og fengu strákarnir að hjálpa honum að landa þeim. Þeir sýndu okkur líka þennan flotta kofa sem þeir smíðuðu aleinir undir handleiðslu afa síns. Söguðu og negldu nánast alla nagla. Svo sömdu þeir við afa sinn um að hefla fyrir þá fjalirnar sem notaðar voru í gólfið. Það er ég viss um að pabbi er hrifinn að frétta af þessu smíðaafreki því þeir bræður virðast hafa erft smíðagengin frá báðum öfunum sínum sem þykja nokkuð liðtækir við smíðaverkin.
En snúum okkur nú að afmælisdeginum sjálfum. Strákarnir vöknuðu um níu. Fljótlega leyfði ég þeim að opna pakka frá frændfólkinu í Fossheiði. Í honum var diskur; Hin 12 bestu lögin með Á móti sól! Diskurinn var hafður með í óvissuferðina og hefur verið spilaður aftur og aftur og aftur enda mjög skemmtileg lagablanda á honum. Næst fengu þeir fyrri pakkann frá okkur, playstation2 leikur (byggður á myndinni um The incredibles) og Tarzan mynd á dvd. Þeir fengu að prófa leikinn á meðan við foreldrarnir útbjuggum nesti.
Fyrst stefndum við út úr bænum. Ókum áleiðis að Nesjavöllum þar sem okkur fannst kjörið að prófa aðalafmælisgjöfina, flugdrekana. Það var nokkur vindur en hann datt alveg niður á köflum svo þetta gekk ekki alveg eins og til var ætlast. Í einni brotlendingunni skemmdist flugdrekinn hans Davíðs Steins en ég held að það sé alveg hægt að gera við hann. Við tókum saman og borðuðum nestið áður en við héldum aftur af stað. Næst lá leiðin í tívolí við Smárann. Strákarnir fóru þrisvar í klessubílana og svo í tvo tæki til. Þá var farið í Perluna og fengið sér ís. Klukkan sex mættum við í Laugarásbíó og sáum myndina; Madagaskar. Strákarnir skemmtu sér konunglega á henni. Á eftir fórum við í smá bíltúr framhjá Reynisvatni og svo gripum við með okkur kjúkling á heimleiðinni.
Tommi og Hugborg kíktu um kvöldið. Eitthvað var mágur minn óviss um hversu gamlir drengirnir væru og giskaði vitlaust. Óskaði þeim til hamingju með átta árin. Kannski best fyrir hann að miða við son sinn sem er akkúrat fjórum árum yngri, verður fimm ára n.k. föstudag. :-)
Í gær skruppum við mæðginin í sund áður en við fórum öll austur. Á Bakkanum var haldið reisugilli vegna kofans og var m.a. boðið upp á grillaða silunga. Veislan tókst vel. Strákarnir voru alveg sáttir við að fara aftur til afa og ömmu og jafnvel smá spældir yfir því að það eru bara örfáir dagar eftir enda eru þeir búnir að hafa það mjög gott og skemmta sér vel!!!
Við sóttum tvíburana um sjö á föstudagskvöldið. Stoppuðum fyrir austan í nokkra tíma. Þeir voru nýkomnir úr annarri veiðiferðinni með afa sínum og nú kom enginn þeirra heim með öngulinn í rassinum. Oddur Smári veiddi fyrstur sinn fyrsta fisk, Davíð Steinn veiddi einn og afinn heila þrjá og fengu strákarnir að hjálpa honum að landa þeim. Þeir sýndu okkur líka þennan flotta kofa sem þeir smíðuðu aleinir undir handleiðslu afa síns. Söguðu og negldu nánast alla nagla. Svo sömdu þeir við afa sinn um að hefla fyrir þá fjalirnar sem notaðar voru í gólfið. Það er ég viss um að pabbi er hrifinn að frétta af þessu smíðaafreki því þeir bræður virðast hafa erft smíðagengin frá báðum öfunum sínum sem þykja nokkuð liðtækir við smíðaverkin.
En snúum okkur nú að afmælisdeginum sjálfum. Strákarnir vöknuðu um níu. Fljótlega leyfði ég þeim að opna pakka frá frændfólkinu í Fossheiði. Í honum var diskur; Hin 12 bestu lögin með Á móti sól! Diskurinn var hafður með í óvissuferðina og hefur verið spilaður aftur og aftur og aftur enda mjög skemmtileg lagablanda á honum. Næst fengu þeir fyrri pakkann frá okkur, playstation2 leikur (byggður á myndinni um The incredibles) og Tarzan mynd á dvd. Þeir fengu að prófa leikinn á meðan við foreldrarnir útbjuggum nesti.
Fyrst stefndum við út úr bænum. Ókum áleiðis að Nesjavöllum þar sem okkur fannst kjörið að prófa aðalafmælisgjöfina, flugdrekana. Það var nokkur vindur en hann datt alveg niður á köflum svo þetta gekk ekki alveg eins og til var ætlast. Í einni brotlendingunni skemmdist flugdrekinn hans Davíðs Steins en ég held að það sé alveg hægt að gera við hann. Við tókum saman og borðuðum nestið áður en við héldum aftur af stað. Næst lá leiðin í tívolí við Smárann. Strákarnir fóru þrisvar í klessubílana og svo í tvo tæki til. Þá var farið í Perluna og fengið sér ís. Klukkan sex mættum við í Laugarásbíó og sáum myndina; Madagaskar. Strákarnir skemmtu sér konunglega á henni. Á eftir fórum við í smá bíltúr framhjá Reynisvatni og svo gripum við með okkur kjúkling á heimleiðinni.
Tommi og Hugborg kíktu um kvöldið. Eitthvað var mágur minn óviss um hversu gamlir drengirnir væru og giskaði vitlaust. Óskaði þeim til hamingju með átta árin. Kannski best fyrir hann að miða við son sinn sem er akkúrat fjórum árum yngri, verður fimm ára n.k. föstudag. :-)
Í gær skruppum við mæðginin í sund áður en við fórum öll austur. Á Bakkanum var haldið reisugilli vegna kofans og var m.a. boðið upp á grillaða silunga. Veislan tókst vel. Strákarnir voru alveg sáttir við að fara aftur til afa og ömmu og jafnvel smá spældir yfir því að það eru bara örfáir dagar eftir enda eru þeir búnir að hafa það mjög gott og skemmta sér vel!!!
23.7.05
- Níu ár -
Um þetta leyti (rúmlega tíu) fyrir níu árum var ég byrjuð að finna fyrir óvanalega erfiðum magaverkjum sem versnuðu bara og versnuðu þegar leið á. Næstu tvo tímana reyndi ég amk. þrisvar sinnum að kúka þessum leiðinda verkjum. Það virkaði ekki, þeir bara versnuðu. Mig grunaði ekki strax hvað væri á seiði en upp úr hálfeitt ákvað ég að hringja í ljósmóður mína og bera þetta undir hana. -"Þú verður að koma svo ég geti skoðað þig!" Það var vinnutörn hjá Davíð en hann var nýbúinn að gefa mér upp númer þar sem ég gæti náð í sig og ég hringdi strax í hann, treysti mér alls ekki að labba þessa stuttu leið frá Hrefnugötunni yfir á Landsspítalann (þar sem ljósa mín var). Ég var svo heppinn að maðurinn minn var nýkominn úr mat. Hann sagðist koma rétt strax, reis rólega upp frá stressinu og tilkynnti að hann þyrfti að fara með konuna sína í skoðun. Yfirmaður hans stökk upp og spurði hvort eitthvað væri að gerast. -"Nei, nei, hún er bara með magaverk. Ég verð kominn aftur eftir klukkutíma." Þegar ég settist upp í bíl hjá Davíð var ég hins vegar farin að gruna hvað væri í vændum og frekar svekkt yfir því að hafa yfirleitt klætt mig í brókina eftir síðustu klósetttilraun. Komum á Lansann um hálftvö. Þar tók við tuttugu mínútna bið eftir ljósu minni sem var með eina í fyrsta skoðunarviðtali. En þegar ljósan sá mig hringdi hún strax upp á fæðingadeild og spurði hvort hún ætti að fylgja mér upp eða hvort einhver yrði sendur niður. Mér var fylgt upp og um tvö var ég komin inn í skoðunarherbergi. -"Noh, ég finn bara í kollinn á öðru barninu. Það er eins gott að við fáum herbergi!" Mér var rúllaði inn í eitt stuttu seinna og tuttugu mínútum yfir tvö fæddist Oddur Smári og Davíð Steinn kom fimm mínútum seinna. Ég var ekki búin að vera klukkutíma í húsinu og orðin tveggja barna móðir. Allt í allt tók þetta líklega um fimm tíma en fyrstu þrjá þeirra vissi ég ekkert hvað var að gerast.
Um þetta leyti (rúmlega tíu) fyrir níu árum var ég byrjuð að finna fyrir óvanalega erfiðum magaverkjum sem versnuðu bara og versnuðu þegar leið á. Næstu tvo tímana reyndi ég amk. þrisvar sinnum að kúka þessum leiðinda verkjum. Það virkaði ekki, þeir bara versnuðu. Mig grunaði ekki strax hvað væri á seiði en upp úr hálfeitt ákvað ég að hringja í ljósmóður mína og bera þetta undir hana. -"Þú verður að koma svo ég geti skoðað þig!" Það var vinnutörn hjá Davíð en hann var nýbúinn að gefa mér upp númer þar sem ég gæti náð í sig og ég hringdi strax í hann, treysti mér alls ekki að labba þessa stuttu leið frá Hrefnugötunni yfir á Landsspítalann (þar sem ljósa mín var). Ég var svo heppinn að maðurinn minn var nýkominn úr mat. Hann sagðist koma rétt strax, reis rólega upp frá stressinu og tilkynnti að hann þyrfti að fara með konuna sína í skoðun. Yfirmaður hans stökk upp og spurði hvort eitthvað væri að gerast. -"Nei, nei, hún er bara með magaverk. Ég verð kominn aftur eftir klukkutíma." Þegar ég settist upp í bíl hjá Davíð var ég hins vegar farin að gruna hvað væri í vændum og frekar svekkt yfir því að hafa yfirleitt klætt mig í brókina eftir síðustu klósetttilraun. Komum á Lansann um hálftvö. Þar tók við tuttugu mínútna bið eftir ljósu minni sem var með eina í fyrsta skoðunarviðtali. En þegar ljósan sá mig hringdi hún strax upp á fæðingadeild og spurði hvort hún ætti að fylgja mér upp eða hvort einhver yrði sendur niður. Mér var fylgt upp og um tvö var ég komin inn í skoðunarherbergi. -"Noh, ég finn bara í kollinn á öðru barninu. Það er eins gott að við fáum herbergi!" Mér var rúllaði inn í eitt stuttu seinna og tuttugu mínútum yfir tvö fæddist Oddur Smári og Davíð Steinn kom fimm mínútum seinna. Ég var ekki búin að vera klukkutíma í húsinu og orðin tveggja barna móðir. Allt í allt tók þetta líklega um fimm tíma en fyrstu þrjá þeirra vissi ég ekkert hvað var að gerast.
22.7.05
- Föstudagur -
Aðeins vika í sumarfrí, jibbíííí! Í kvöld sækjum við tvíburana en aðeins yfir helgina í bili. Þeir verða 9 ára á morgun og við ætlum að gera eitthvað saman í tilefni dagsins. Haldið verður svo upp á afmælið einhvern tíman í ágúst með félögunum.
Davíð hefur verið að vinna frameftir undanfarnadaga, segist vera að undirbúa sig undir sumarfríið, en hann tekur fyrstu vikuna í ágúst líkt og svo oft áður. Ég fór því ein á VISA-bikarleikinn í Frostaskjóli í gær, KR - Valur 1:2. Hörkuleikur. KR-ingarnir komu mjög einbeittir til síðari hálfleiks og það var oft ekki hægt að sjá að þeir væru einum færri en einn þeirra var rekin útaf seint í fyrri hálfleiknum. Og einum færri náðu þeir að jafna á 12 mín. síðari hálfleiks. Ég var eiginlega farin að búa mig undir framlengingu þegar Garðari tókst að skora sigurmarkið á lokamínútunni. Það verður svo spennandi að sjá hvaða lið dragast saman í undanúrslitunum af þessum fjórum: FH, Fylkir, Valur og Fram!!!
Aðeins vika í sumarfrí, jibbíííí! Í kvöld sækjum við tvíburana en aðeins yfir helgina í bili. Þeir verða 9 ára á morgun og við ætlum að gera eitthvað saman í tilefni dagsins. Haldið verður svo upp á afmælið einhvern tíman í ágúst með félögunum.
Davíð hefur verið að vinna frameftir undanfarnadaga, segist vera að undirbúa sig undir sumarfríið, en hann tekur fyrstu vikuna í ágúst líkt og svo oft áður. Ég fór því ein á VISA-bikarleikinn í Frostaskjóli í gær, KR - Valur 1:2. Hörkuleikur. KR-ingarnir komu mjög einbeittir til síðari hálfleiks og það var oft ekki hægt að sjá að þeir væru einum færri en einn þeirra var rekin útaf seint í fyrri hálfleiknum. Og einum færri náðu þeir að jafna á 12 mín. síðari hálfleiks. Ég var eiginlega farin að búa mig undir framlengingu þegar Garðari tókst að skora sigurmarkið á lokamínútunni. Það verður svo spennandi að sjá hvaða lið dragast saman í undanúrslitunum af þessum fjórum: FH, Fylkir, Valur og Fram!!!
19.7.05
- Tveir fiskar og einn fýll -
Lét það ekki eftir mér að leggjast í leti strax og ég kom heim seinni partinn í gær. Byrjaði samt ekki á því sem ég er búin að vera á leiðinni að gera, koma sumum hlutum betur fyrir! Davíð gleymdi að láta mig vita af sér um sex en hann kom heim rétt fyrir sjö og þá var ég tilbúin með kjötbollur, bygggrjón og sallat. Var svo heppin að fá gefins sallatblöð í gær og bætti við gúrku, sveppum, papriku, 1/2 rauðlauk, tómötum hnetum og fræjum.
Davíð Steinn hringdi svo rétt seinna nýkominn úr veiðiferð með afa sínum og bróður. Nafnarnir komu heim með öngulinn í rassinum en ekki Davíð Steinn. Hann veiddi 2 sjóbirtinga og einn fýl sem var að flækjast fyrir í eitt skipti sem hann kastaði út. Oddur Smári var svolítið sár yfir að veiða ekki neitt og vildi ekki tala við okkur. Hann veiðir vonandi eitthvað næst (nema hann ætli að verða jafn ófiskinn og pabbinn).
Lét það ekki eftir mér að leggjast í leti strax og ég kom heim seinni partinn í gær. Byrjaði samt ekki á því sem ég er búin að vera á leiðinni að gera, koma sumum hlutum betur fyrir! Davíð gleymdi að láta mig vita af sér um sex en hann kom heim rétt fyrir sjö og þá var ég tilbúin með kjötbollur, bygggrjón og sallat. Var svo heppin að fá gefins sallatblöð í gær og bætti við gúrku, sveppum, papriku, 1/2 rauðlauk, tómötum hnetum og fræjum.
Davíð Steinn hringdi svo rétt seinna nýkominn úr veiðiferð með afa sínum og bróður. Nafnarnir komu heim með öngulinn í rassinum en ekki Davíð Steinn. Hann veiddi 2 sjóbirtinga og einn fýl sem var að flækjast fyrir í eitt skipti sem hann kastaði út. Oddur Smári var svolítið sár yfir að veiða ekki neitt og vildi ekki tala við okkur. Hann veiðir vonandi eitthvað næst (nema hann ætli að verða jafn ófiskinn og pabbinn).
18.7.05
- Helgin flogin -
Ég dreif mig á útsölu seinni partinn sl. föstudag og keypti mér tvennar nýjar gallabuxur í Hagkaup. Verslaði inn í leiðinni. Lilja vinkona hringdi flótlega eftir að ég kom heim og við urðum ásáttar um að hittast morguninn eftir. Davíð kom heim rétt fyrir átta og þá beið ég með matinn og borðaði með honum.
Lilja kom stuttu fyrir ellefu á laugardagsmorguninn. Ég bauð henni upp á nýlagað kaffi til að byrja með en þegar klukkan fór að nálgast hádegi löbbuðum við niður í bæ. Kíktum inn hér og þar og stoppuðum stund á Súffistanum og fengum okkur eitthvað í gogginn. Lentum í smá regnskúr á bakaleiðinni. Stoppuðum samt ekki lengi heima heldur fórum fljótlega og ætluðum að kanna föndurbúðir. Þær voru allar lokaðar svo við enduðum í Kringlunni. Þar vorum við stöðvaðar af útskriftarbróður mínum úr FSu. og vinnufélaga Davíðs. Maðurinn var að tala við manninn minn, heilsaði upp á mig og rétti mér símann. Þvílík tilviljun.
Um kvöldið fórum við í þrítugsafmæli hjá "kónginum". Þar hitti ég m.a. stúlku sem ég vann með í eitt ár á Fífuborg fyrir meira en tíu árum síðan. Ég skemmti mér bara ágætlega þrátt fyrir að detta ekki í bolluna eða neitt annað vín. Drakk 2 lítra af sódavatni og hafði úthald til hálftvö. Davíð var eitthvað lengur og kom víst ekki heim fyrr en um fimm.
Gærdagurinn fór að mestu í að fylgjast með Opna breska en ekki alveg þó. Og um kvöldið kíktum við á Tomma og Hugborgu í íbúðina sem þau hafa tekið á leigu. Þau eru á fullu að standsetja en hafa tímann fyrir sér því þau þurfa ekki að flytja inn fyrr en eftir rúman mánuð.
Ég dreif mig á útsölu seinni partinn sl. föstudag og keypti mér tvennar nýjar gallabuxur í Hagkaup. Verslaði inn í leiðinni. Lilja vinkona hringdi flótlega eftir að ég kom heim og við urðum ásáttar um að hittast morguninn eftir. Davíð kom heim rétt fyrir átta og þá beið ég með matinn og borðaði með honum.
Lilja kom stuttu fyrir ellefu á laugardagsmorguninn. Ég bauð henni upp á nýlagað kaffi til að byrja með en þegar klukkan fór að nálgast hádegi löbbuðum við niður í bæ. Kíktum inn hér og þar og stoppuðum stund á Súffistanum og fengum okkur eitthvað í gogginn. Lentum í smá regnskúr á bakaleiðinni. Stoppuðum samt ekki lengi heima heldur fórum fljótlega og ætluðum að kanna föndurbúðir. Þær voru allar lokaðar svo við enduðum í Kringlunni. Þar vorum við stöðvaðar af útskriftarbróður mínum úr FSu. og vinnufélaga Davíðs. Maðurinn var að tala við manninn minn, heilsaði upp á mig og rétti mér símann. Þvílík tilviljun.
Um kvöldið fórum við í þrítugsafmæli hjá "kónginum". Þar hitti ég m.a. stúlku sem ég vann með í eitt ár á Fífuborg fyrir meira en tíu árum síðan. Ég skemmti mér bara ágætlega þrátt fyrir að detta ekki í bolluna eða neitt annað vín. Drakk 2 lítra af sódavatni og hafði úthald til hálftvö. Davíð var eitthvað lengur og kom víst ekki heim fyrr en um fimm.
Gærdagurinn fór að mestu í að fylgjast með Opna breska en ekki alveg þó. Og um kvöldið kíktum við á Tomma og Hugborgu í íbúðina sem þau hafa tekið á leigu. Þau eru á fullu að standsetja en hafa tímann fyrir sér því þau þurfa ekki að flytja inn fyrr en eftir rúman mánuð.
14.7.05
- Bíóferð, blóðgjöf og meira pass -
Davíð sótti mig á Grettisgötuna upp úr sjö í gærkvöldi. Við ákváðum að fara í Laugarásbíó á myndina "War of the World" með Tom Cruse og fleirum. Þokkalegasta spennumynd það.
Um fjögurleitið í dag var ég mætt í blóðbankann eftir fimm mánaða hlé. Nú var járnið mælt og ef ég hringi í næstu viku fæ ég að vita hvort ég má koma aftur eftir fjóra, fimm eða sex mánuði. Annars gekk frekar illa að finna æðina í hægri olnbogabótinni. Konan stakk mig en hitti ekki og eftir smá stund kallaði hún á aðra sér til aðstoðar. Þá fóru hlutirnir að ganga. Þegar pokinn var fullur og nokkur mæliglös til gekk hálf erfiðlega að loka fyrir og stöðva blóðrásina. Það tókst þó á endanum og þá fékk ég mér kaffisopa og kleinur.
Svo fór ég beint til Helgu systur. Hún var búin að hafa samband fyrr í dag. Hulda og Ingvi fóru út fyrir bæinn með vini Ingva og það er ekki von á þeim fyrr en um átta. Helga þurfti hins vegar að vera mætt annars staðar um sex. Bríet var ekki eins kát að skilja við mömmu sína í þetta skipti og stóð heillengi við dyrnar fram í gang og grét og grét. Á endanum gaf ég henni hljóðkút og duluna sína og fór að leika við hana. Nú er hún nýbúin að borða og er að sniglast hérna í kringum mig, miklu, miklu rólegri heldur en um fyrir rúmum hálftíma síðan.
Davíð sótti mig á Grettisgötuna upp úr sjö í gærkvöldi. Við ákváðum að fara í Laugarásbíó á myndina "War of the World" með Tom Cruse og fleirum. Þokkalegasta spennumynd það.
Um fjögurleitið í dag var ég mætt í blóðbankann eftir fimm mánaða hlé. Nú var járnið mælt og ef ég hringi í næstu viku fæ ég að vita hvort ég má koma aftur eftir fjóra, fimm eða sex mánuði. Annars gekk frekar illa að finna æðina í hægri olnbogabótinni. Konan stakk mig en hitti ekki og eftir smá stund kallaði hún á aðra sér til aðstoðar. Þá fóru hlutirnir að ganga. Þegar pokinn var fullur og nokkur mæliglös til gekk hálf erfiðlega að loka fyrir og stöðva blóðrásina. Það tókst þó á endanum og þá fékk ég mér kaffisopa og kleinur.
Svo fór ég beint til Helgu systur. Hún var búin að hafa samband fyrr í dag. Hulda og Ingvi fóru út fyrir bæinn með vini Ingva og það er ekki von á þeim fyrr en um átta. Helga þurfti hins vegar að vera mætt annars staðar um sex. Bríet var ekki eins kát að skilja við mömmu sína í þetta skipti og stóð heillengi við dyrnar fram í gang og grét og grét. Á endanum gaf ég henni hljóðkút og duluna sína og fór að leika við hana. Nú er hún nýbúin að borða og er að sniglast hérna í kringum mig, miklu, miklu rólegri heldur en um fyrir rúmum hálftíma síðan.
13.7.05
- Tvær flugur í einu höggi -
Davíð sótti mig rétt fyrir hálfsjö og þá brunuðum við til Grindavíkur til að sjá leik Grindvíkinga og Vals í Landsbankadeild karla. Leikurinn var erfiður því heimamenn voru mjög sprækir. Kjartan Sturluson hafði nóg að gera í markinu og varði oft vel. Valsmenn fengu líka sín færi og náðu að skora þegar ca. stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Það urðu sem sagt úrslitin 0:1 fyrir "mína menn"!!!
Eftir leikinn litum við inn til vinahjóna okkar. Þriggja ára dóttir þeirra beið spennt eftir okkur og var búin að opna fyrir okkur áður en við náðum að komast úr bílnum. Við áttum með þeim notalegar tvær stundir en þá var líka orðið tímabært að koma sér heim í háttinn.
Ég var komin á Grettisgötuna nokkru upp úr klukkan fjögur í dag og er ég að passa frænkur mínar á meðan Helga systir er í ræktinni. Á eftir fer hún svo í vinnuna en mágur minn kemur fljótlega upp úr sex og leysir mig af. Þær systur eru bara góðar að leika sér saman. Ég ætla samt ekki að fara að hanga of lengi fyrir framan skjáinn að þessu sinni, heldur sinna stelpunum og fara að huga að kvöldmatnum. Helga var reyndar búinn að undirbúa allt mjög vel og lítið eftir að gera nema að kveikja undir pottinum og á ofninum...
Davíð sótti mig rétt fyrir hálfsjö og þá brunuðum við til Grindavíkur til að sjá leik Grindvíkinga og Vals í Landsbankadeild karla. Leikurinn var erfiður því heimamenn voru mjög sprækir. Kjartan Sturluson hafði nóg að gera í markinu og varði oft vel. Valsmenn fengu líka sín færi og náðu að skora þegar ca. stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Það urðu sem sagt úrslitin 0:1 fyrir "mína menn"!!!
Eftir leikinn litum við inn til vinahjóna okkar. Þriggja ára dóttir þeirra beið spennt eftir okkur og var búin að opna fyrir okkur áður en við náðum að komast úr bílnum. Við áttum með þeim notalegar tvær stundir en þá var líka orðið tímabært að koma sér heim í háttinn.
Ég var komin á Grettisgötuna nokkru upp úr klukkan fjögur í dag og er ég að passa frænkur mínar á meðan Helga systir er í ræktinni. Á eftir fer hún svo í vinnuna en mágur minn kemur fljótlega upp úr sex og leysir mig af. Þær systur eru bara góðar að leika sér saman. Ég ætla samt ekki að fara að hanga of lengi fyrir framan skjáinn að þessu sinni, heldur sinna stelpunum og fara að huga að kvöldmatnum. Helga var reyndar búinn að undirbúa allt mjög vel og lítið eftir að gera nema að kveikja undir pottinum og á ofninum...
12.7.05
- Þrif og fleira -
Norsk vinkona mín var búin að marg bjóða mér aðstoð sína við heimilisverkin. Í gær þáði ég boðið. Við vorum byrjaðar um hálffimm og á tæpum tveimur tímum gerðum við meira en ég næ að gera á sex tímum. Ég fann t.d. eldhúsið mitt og ætla nú að vinna í því að týna því ekki aftur.
Ég fann annars stökurnar sem ég samdi í tilefni brúðkaups frænda míns í sl. liðnum mánuði. Hafði verið svo kæn að forskrifa þær áður og langar nú til að láta þær fljóta með hér svo ég glati þeim ekki:
Játast munu hvort öðru í dag
Ásdís og hann Sigfús.
Okkurs finnst því það í hag
þeim að fylgja í kirkjuhús.
Vinir þau verði, sambandið treysti
vaktina standa saman.
Þeirra bíði langt líf og hreysti
leikur og meira gaman.
Hlúið að ástinni alla tíð
og ræktið hvort annað.
Leggið ei í skotgröf og stríð
slíkt er alveg bannað.
Norsk vinkona mín var búin að marg bjóða mér aðstoð sína við heimilisverkin. Í gær þáði ég boðið. Við vorum byrjaðar um hálffimm og á tæpum tveimur tímum gerðum við meira en ég næ að gera á sex tímum. Ég fann t.d. eldhúsið mitt og ætla nú að vinna í því að týna því ekki aftur.
Ég fann annars stökurnar sem ég samdi í tilefni brúðkaups frænda míns í sl. liðnum mánuði. Hafði verið svo kæn að forskrifa þær áður og langar nú til að láta þær fljóta með hér svo ég glati þeim ekki:
Játast munu hvort öðru í dag
Ásdís og hann Sigfús.
Okkurs finnst því það í hag
þeim að fylgja í kirkjuhús.
Vinir þau verði, sambandið treysti
vaktina standa saman.
Þeirra bíði langt líf og hreysti
leikur og meira gaman.
Hlúið að ástinni alla tíð
og ræktið hvort annað.
Leggið ei í skotgröf og stríð
slíkt er alveg bannað.
11.7.05
- Dagarnir æða áfram -
Naumast að tíminn þýtur. Strákarnir una sér vel á Bakkanum. Okkur fannst það frekar fyndið að fá SMS frá tengdó sl. föstudagskvöld þar sem þau spurðu hvort við gætum passað fyrir þau milli fjögur og hálftíu á sunnudag. Við voru ekkert búin að ráðstafa okkur svo strákarnir komu aðeins heim í gær. Oooo, það var svo gott að knúsa þá. En þeir eru alls ekki tilbúnir að koma alveg heim. Segjast ætla að vera út mánuðinn, helgarnar líka, og það þó þeir eigi afmæli aðra helgi. Það var reyndar búið að ræða um það að halda upp á afmælið þeirra í ágúst.
Naumast að tíminn þýtur. Strákarnir una sér vel á Bakkanum. Okkur fannst það frekar fyndið að fá SMS frá tengdó sl. föstudagskvöld þar sem þau spurðu hvort við gætum passað fyrir þau milli fjögur og hálftíu á sunnudag. Við voru ekkert búin að ráðstafa okkur svo strákarnir komu aðeins heim í gær. Oooo, það var svo gott að knúsa þá. En þeir eru alls ekki tilbúnir að koma alveg heim. Segjast ætla að vera út mánuðinn, helgarnar líka, og það þó þeir eigi afmæli aðra helgi. Það var reyndar búið að ræða um það að halda upp á afmælið þeirra í ágúst.
7.7.05
- Hressir félagar -
Davíð tók mig upp á Skúlagötunni rúmlega fjögur á þriðjudag. Við brunuðum beint austur á Bakkann og drifum strákana með okkur á Selfoss. Þar keyptum við á þá ný stígvél, Oddur Smári fékk líka nýja skó og Davíð keypti sér sjálfur nýja skó. Við fengum okkur eitthvað í gogginn áður en við skiluðum strákunum til baka. Þeir voru ekki tilbúnir að koma heim strax, er þeir voru spurðir. -"Við ætlum að vera í mánuð!" sögðu þeir báðir. Við stoppuðum stutta stund áður en við kvöddum og fórum aftur á Selfoss.
Ein úr kórnum var að flytja þangað og bauð okkur félögunum og mökum til sín. Önnur úr kórnum er að flytja á Fáskrúðsfjörð og notaði hún tækifærið og kvaddi okkur. Í hófinu vorum við að spá hvort hún gæti ekki tekið þátt með okkur í æfingum og messum í gegnum, msn eða símann. Það var vel mætt. Vantaði aðeins þrjá, þeirra maka og séra Pétur. Húsið var skoðað, boðið var upp á kaffi og kræsingar og þegar fór að líða á kvöldið hóaði einn kórfélagi okkur saman til að lesa pistilinn yfir okkur "...af því ég þarf alltaf að láta ljós mitt skína." eins og hann sagði sjálfur. Þessir pistlar hans eru mjög skemmtilegir og var þessi þar engin undantekning á, við hreinlega veinuðum úr hlátri oft á tíðum. Hann komst t.d. að því að fyrst séra Pétur væri fæddur 5.5. 55 ætti auðvitað að kalla hann Pétur fimmta! Einnig fór hann í gegnum vetrarstarfið. Gat þess að hann hefði fengið góðar viðtökur á árshátíð safnaðarins (með pistilinn) eftir að sjálfur Ómar Ragnarsson hafði hitað upp fyrir hann. Hann grínaðist líka með lagavalið á tónleikunum, sagði að við hefðum svæft tónleikagesti ef við hefðum ekki sungið Tanzen und Springen og Á Sprengisandi inn á milli. Í lokin fór hann með Svantevísur á dönsku og snaraði þeim yfir á íslensku. Fyrsta erindið hjá honum var nokkurn veginn svona:
Sjá, þvílík morgunstund - Se hvilken morgenstund
sólin er farin á fund - solen er röd og rund
Nína er farin í bað - Nina er gaaet i bad
ég er að borða, hvað með það. - jeg spiser ostemad.
Lífið er ekki það versta mér hjá - Livet er ikke det verste man har
og brátt muntu kaffi fá - og om lidt er kaffen klar.
Snilld. Hin erindin voru öll í svipuðum dúr. ...Blómin springa út, köngulær hrökkva í kút... og svo framvegis.
Svala "föðursystir" leit inn í gærkvöld og þegar Davíð kom heim bauð ég henni í bíltúr á nýja bílnum.
Davíð tók mig upp á Skúlagötunni rúmlega fjögur á þriðjudag. Við brunuðum beint austur á Bakkann og drifum strákana með okkur á Selfoss. Þar keyptum við á þá ný stígvél, Oddur Smári fékk líka nýja skó og Davíð keypti sér sjálfur nýja skó. Við fengum okkur eitthvað í gogginn áður en við skiluðum strákunum til baka. Þeir voru ekki tilbúnir að koma heim strax, er þeir voru spurðir. -"Við ætlum að vera í mánuð!" sögðu þeir báðir. Við stoppuðum stutta stund áður en við kvöddum og fórum aftur á Selfoss.
Ein úr kórnum var að flytja þangað og bauð okkur félögunum og mökum til sín. Önnur úr kórnum er að flytja á Fáskrúðsfjörð og notaði hún tækifærið og kvaddi okkur. Í hófinu vorum við að spá hvort hún gæti ekki tekið þátt með okkur í æfingum og messum í gegnum, msn eða símann. Það var vel mætt. Vantaði aðeins þrjá, þeirra maka og séra Pétur. Húsið var skoðað, boðið var upp á kaffi og kræsingar og þegar fór að líða á kvöldið hóaði einn kórfélagi okkur saman til að lesa pistilinn yfir okkur "...af því ég þarf alltaf að láta ljós mitt skína." eins og hann sagði sjálfur. Þessir pistlar hans eru mjög skemmtilegir og var þessi þar engin undantekning á, við hreinlega veinuðum úr hlátri oft á tíðum. Hann komst t.d. að því að fyrst séra Pétur væri fæddur 5.5. 55 ætti auðvitað að kalla hann Pétur fimmta! Einnig fór hann í gegnum vetrarstarfið. Gat þess að hann hefði fengið góðar viðtökur á árshátíð safnaðarins (með pistilinn) eftir að sjálfur Ómar Ragnarsson hafði hitað upp fyrir hann. Hann grínaðist líka með lagavalið á tónleikunum, sagði að við hefðum svæft tónleikagesti ef við hefðum ekki sungið Tanzen und Springen og Á Sprengisandi inn á milli. Í lokin fór hann með Svantevísur á dönsku og snaraði þeim yfir á íslensku. Fyrsta erindið hjá honum var nokkurn veginn svona:
Sjá, þvílík morgunstund - Se hvilken morgenstund
sólin er farin á fund - solen er röd og rund
Nína er farin í bað - Nina er gaaet i bad
ég er að borða, hvað með það. - jeg spiser ostemad.
Lífið er ekki það versta mér hjá - Livet er ikke det verste man har
og brátt muntu kaffi fá - og om lidt er kaffen klar.
Snilld. Hin erindin voru öll í svipuðum dúr. ...Blómin springa út, köngulær hrökkva í kút... og svo framvegis.
Svala "föðursystir" leit inn í gærkvöld og þegar Davíð kom heim bauð ég henni í bíltúr á nýja bílnum.
5.7.05
- Bikarleikur -
Við hjónin skelltum okkur á bikarleik í gærkvöldi; Valur - Haukar 5:1. Bráðskemmtilegur leikur og eins gott að "mínir menn" vanmátu ekki andstæðingana, þá hefði þetta geta orðið strembið! Framherjar Haukanna, sérstaklega einn þeirra, voru mjög fljótir og það varð að passa þá vel. Garðar skoraði þrennu og Baldri tókst að pota í knöttinn og vippa boltanum yfir tvo varnarmenn, markmann Hauka og í netið, þrátt fyrir að liggja í teignum. Sigurbjörn og Guðmundur Ben. fengu að hvíla og fékk daninn, Bo Hendriksen, að spila allan leikinn. Hann virkaði hálfbrothættur, það mátti ekki koma nálægt honum þá var hann fallinn um koll. En ég veit svo sem ekki hvort það var farið mjög harkalega í hann. Það er annað að sjá eða lenda í þessu sjálfur.
Er við komum heim kveitkti ég strax á útvarpinu og hlustaði á lýsingu úr hinum bikarleikjum kvöldsins. Víkingar og Breiðablik héldu KR og ÍA vel við efnið og voru báðir leikirnir framlengdir og í Víkinni var vítaspyrnukeppni og bráðabani. Þar komst KR reyndar í 2:0 en eftir venjulegan leiktíma var staðan 3:3. Á Skaganum skoruðu Blikar fyrsta markið en Skagamenn jöfnuðu seint í seinni hálfleik og skoruðu svo sigurmarkið í framlengingu.
Svo eru fimm spennandi bikarleikir í kvöld og stórleikur í Landsbankadeild kvenna þegar Valsstúlkur taka á móti Breiðabliki. Þær síðarnefndu eru taplausar eftir fyrri umferð deildarinnar en Valsstelpurnar hafa aðeins tapað einum leik, á móti Blikunum!!! Ég verð samt fjarri góðu gamni í öðrum gamni, en meira um það seinna.
Við hjónin skelltum okkur á bikarleik í gærkvöldi; Valur - Haukar 5:1. Bráðskemmtilegur leikur og eins gott að "mínir menn" vanmátu ekki andstæðingana, þá hefði þetta geta orðið strembið! Framherjar Haukanna, sérstaklega einn þeirra, voru mjög fljótir og það varð að passa þá vel. Garðar skoraði þrennu og Baldri tókst að pota í knöttinn og vippa boltanum yfir tvo varnarmenn, markmann Hauka og í netið, þrátt fyrir að liggja í teignum. Sigurbjörn og Guðmundur Ben. fengu að hvíla og fékk daninn, Bo Hendriksen, að spila allan leikinn. Hann virkaði hálfbrothættur, það mátti ekki koma nálægt honum þá var hann fallinn um koll. En ég veit svo sem ekki hvort það var farið mjög harkalega í hann. Það er annað að sjá eða lenda í þessu sjálfur.
Er við komum heim kveitkti ég strax á útvarpinu og hlustaði á lýsingu úr hinum bikarleikjum kvöldsins. Víkingar og Breiðablik héldu KR og ÍA vel við efnið og voru báðir leikirnir framlengdir og í Víkinni var vítaspyrnukeppni og bráðabani. Þar komst KR reyndar í 2:0 en eftir venjulegan leiktíma var staðan 3:3. Á Skaganum skoruðu Blikar fyrsta markið en Skagamenn jöfnuðu seint í seinni hálfleik og skoruðu svo sigurmarkið í framlengingu.
Svo eru fimm spennandi bikarleikir í kvöld og stórleikur í Landsbankadeild kvenna þegar Valsstúlkur taka á móti Breiðabliki. Þær síðarnefndu eru taplausar eftir fyrri umferð deildarinnar en Valsstelpurnar hafa aðeins tapað einum leik, á móti Blikunum!!! Ég verð samt fjarri góðu gamni í öðrum gamni, en meira um það seinna.
4.7.05
- Engin börn -
Undarlegt að koma heim í tóma íbúð og eiga samt ekki eftir að sækja strákana eitt eða neitt. Stend mig reyndar að því að bíða eftir að þeir hringi á bjöllinni. En þeir fóru til afa síns og ömmu á Bakkanum í gær og ætla að verða þar allan mánuðinn. Þar stendur mikið til. Þeir eiga að fá að smíða kofa, fara í veiði, hjálpa til við inniverk og garðverk og margt, margt fleira.
Áður en við fórum með þá skruppum við í eins árs afmæli í hús í götunni. Dóttir vinnufélaga og vinar Davíðs átti afmæli. Sú stutta er tæpum tveimur vikum yngri en Bríet systurdóttir mín og er hún farin að labba um allt á meðan Bríet er rétt farin að standa upp og aðeins að labba með. Svona hlutir eru reyndar mjög misjafnir.
Seinni partinn á laugardaginn kom Teddi bróðursonur Davíðs til okkar og var fram á kvöldið. Um fimm spurði hann; -"Hvernig kemur maturinn?" og átti þá við hvenær. Fljótlega fór ég að huga að því að búa til deig í kjötbollur. Leysti upp einn grænmetisttening (vegetable bouillon frá Hügli) upp í könnu af sjóðandi vatni og skar niður fimm væna lauka:
Undarlegt að koma heim í tóma íbúð og eiga samt ekki eftir að sækja strákana eitt eða neitt. Stend mig reyndar að því að bíða eftir að þeir hringi á bjöllinni. En þeir fóru til afa síns og ömmu á Bakkanum í gær og ætla að verða þar allan mánuðinn. Þar stendur mikið til. Þeir eiga að fá að smíða kofa, fara í veiði, hjálpa til við inniverk og garðverk og margt, margt fleira.
Áður en við fórum með þá skruppum við í eins árs afmæli í hús í götunni. Dóttir vinnufélaga og vinar Davíðs átti afmæli. Sú stutta er tæpum tveimur vikum yngri en Bríet systurdóttir mín og er hún farin að labba um allt á meðan Bríet er rétt farin að standa upp og aðeins að labba með. Svona hlutir eru reyndar mjög misjafnir.
Seinni partinn á laugardaginn kom Teddi bróðursonur Davíðs til okkar og var fram á kvöldið. Um fimm spurði hann; -"Hvernig kemur maturinn?" og átti þá við hvenær. Fljótlega fór ég að huga að því að búa til deig í kjötbollur. Leysti upp einn grænmetisttening (vegetable bouillon frá Hügli) upp í könnu af sjóðandi vatni og skar niður fimm væna lauka:
1 og 1/4 laukur
1/2-1 tsk salt
300 gr. svínahakk
100 gr. nautahakk
1 egg
4 msk hveiti
2 msk byggmjöl
2 msk kartöflumjöl
4-5 msk af "grænmetisvatninu"
ceyanne pipar
Ég bjó til fjórfalda uppskrift og náði um 70 bollum og gat því fryst eitthvað af þeim. Það var vel borðað og sproðrenndi Teddi jafnmörgum bollum og Oddur Smári. Þ.e. þeir fengu tvær til að byrja með og fengu sér svo aftur á diskinn. Klukkutíma eftir matinn sagði guttinn: "Davíð frændi, ég er svangur!" Við höldum reyndar að hann hafi bara verið svona saddur pattinn. Eftir að hafa gengið frá var ákveðið að horfa á mynd sem strákarnir eru nýbúnir að eignast: Thunderbirds eða Þrumufuglarnir. Hún var með ensku tali og ákvað Davíð að lesa fyrir frænda sinn en sá stutti vildi það ekki: -"Hættu að tala á meðan ég er að horfa á myndina!"
1.7.05
Bara smá
Stundum er ágætt að staldra við
stöfunum raða í orð.
Skoða betur skondna hlið
skötuna leggja á borð.
Það er föstudagur og fús ég vil
faðma minn eiginmann.
Ennþá þó erfitt ég það ei skil
því Davíð, hvar er hann?
Hann lofar að hringja og segja til
hafi klukkan slegið sex.
En nú er hún sjö eða hér um bil
hér verður kannski smá pex.
Stundum er ágætt að staldra við
stöfunum raða í orð.
Skoða betur skondna hlið
skötuna leggja á borð.
Það er föstudagur og fús ég vil
faðma minn eiginmann.
Ennþá þó erfitt ég það ei skil
því Davíð, hvar er hann?
Hann lofar að hringja og segja til
hafi klukkan slegið sex.
En nú er hún sjö eða hér um bil
hér verður kannski smá pex.
- Árið hálfnað-
Jæja, þá er júlí byrjaður. Afskaplega líður tíminn eitthvað hratt. Við fórum auðvitað á leikinn í gær, Þróttur - Valur (0:2) og skemmtum okkur vel. Þróttararnir voru ansi sprækir á köflum en nýttu ekki færin sín. Maður er farinn að þekkja marga af stuðningmönnunum og í gær sátum við rétt ofan við trommugengið. Það var ekki leiðinlegt.
Annars þarf ég kannski að endurskoða málin með bók gestanna því hún er á "ólöglegri síðu" þ.e. ég má ekki opna hana þar sem ég eyði bróðurparinum af deginum. Sjáum samt til hvað ég geri. Síðan lá niðri í einhvern tíma í gær, þannig að ég missti e-r gesti. Ef þetta gerist aftur þá finn ég mér nýja bók. ;)
Jæja, þá er júlí byrjaður. Afskaplega líður tíminn eitthvað hratt. Við fórum auðvitað á leikinn í gær, Þróttur - Valur (0:2) og skemmtum okkur vel. Þróttararnir voru ansi sprækir á köflum en nýttu ekki færin sín. Maður er farinn að þekkja marga af stuðningmönnunum og í gær sátum við rétt ofan við trommugengið. Það var ekki leiðinlegt.
Annars þarf ég kannski að endurskoða málin með bók gestanna því hún er á "ólöglegri síðu" þ.e. ég má ekki opna hana þar sem ég eyði bróðurparinum af deginum. Sjáum samt til hvað ég geri. Síðan lá niðri í einhvern tíma í gær, þannig að ég missti e-r gesti. Ef þetta gerist aftur þá finn ég mér nýja bók. ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)