- Tónleikum lokið - (óvæntir aukatónleikar í restina)
Aldrei þessu vant var ég á undan strákunum heim seinni partinn í gær. Þeir voru líklega eitthvað að drolla á leiðinni en skiluðu sér rétt um fimm. Ákvað að leggja mig til hálfsex og kúrðu báðir strákarnir hjá mér. Annar var reyndar að spila á gameboy-tölvuna sína en hinn sofnaði og svaf í klukkutíma.
Hafði matinn til upp úr sex. Tvíburunum leist vel á að fá að koma á tónleika svo ég arkaði upp í kirkju rúmlega sjö í upphitunina svo þeir feðgar gætu komið á bílnum á tónleikana. (Davíð þótti ég sniðug að bjóða strákunum því þá varð hann auðvitað að fara líka).
Fólk fór að drífa að strax upp úr klukkan átta og þegar tónleikarnir hófust var kirkjan rúmlega hálffull (á að giska 50-60 gestir). Tvíburarnir sátu tveir einir á fremsta bekk. "Föðursystir" mín, tvíburahálfsystir og nokkrir fleiri tengdir mér voru þarna. Flutningur laganna, sem voru af ýmsu tagi, gekk þokkalega. Prógrammið var "keyrt" í gegn en við fengum söngpásur inn á milli því Pétur kórstjóri hafði fengið einsöngvara (Sólveigu Samúelsdóttur nemanda í Listaháskóla Íslands). Stúlka með frábæra söngrödd og mikla túlkun. Eitt lag sungu karlarnir einir og við konurnar sungum tvö lög einar. Lenka kona Péturs spilaði undir sum lögin á orgel og önnur á píanó en sum sungum við án undirleiks.
Eftir tónleika var boðið upp á kaffi og konfekt í efri safnaðarsalnum. Nokkru seinna var mér tjáð að annar sonurinn væri með einsöngstónleika. Svo fór ég að taka eftir því að fólkið færðist smám saman inn í kirkju aftur. Ég ákvað að kíkja líka og þá var Davíð Steinn búinn að stilla sér upp við hliðina á bróður sínum og söng með. Oddur kynnti lögin og fór á kostum í þeim efnum: -"Mamma þú mátt setjast þarna fremst og pabbi þú mátt setjast þarna hjá mömmu. Næst ætlum við Davíð Steinn að syngja.... kórinn söng það eiginlega hérna áðan, Maístjarnar. Ah, það gæti verið svolítið erfitt, við erum bara tveir. Þið megið alveg syngja með á bekkjunum..." (Þess skal getið að Oddur söng með okkur úr sætinu þegar við sungum Maístjörnuna. Drengirnir voru marg klappaðir upp og (Oddur söng sig hásan) sungu bæði skólalög og lög sem þeir sungu með kirkjukórnum.
28.5.04
27.5.04
- Danssýning og lokaæfing -
Fékk að skreppa í Ísaksskóla í gærmorgun. Davíð sótti mig. Um var að ræða síðasta danstíma 7 ára B í vetur og voru foreldrar boðnir velkomnir að koma og sjá. Snjólaug kennari þurfti að fá lánaðar nokkrar stúlkur úr öðrum átta ára bekknum því strákarnir eru 15 í bekknum en stúlkurnar aðeins 8. Krakkarnir sýndu okkur allt sem þau voru búin að læra og það var frábært að fylgjast með þeim. Davíð Steinn dansaði við eina bekkjarsystur sína en Oddur Smári var með eina átta ára upp á arminn. Verst hvað ég var utan við mig að gleyma að láta mömmu og Helgu systur vita af þessu, er eiginlega bara að fatta það núna, allt, allt, alltof seint...
Seinni partinn arkaði ég svo út á Hlíðarendasvæðið til að sækja strákana af æfingu. Vissi ekki betur en að Davíð ætlaði sér að vinna til amk sex. En þegar ég var rétt komin á svæðið kom Davíð brunandi. Göngutúrinn var samt fínn!
Í gærkvöldi var svo loka æfing fyrir tónleikana í kvöld.
Fékk að skreppa í Ísaksskóla í gærmorgun. Davíð sótti mig. Um var að ræða síðasta danstíma 7 ára B í vetur og voru foreldrar boðnir velkomnir að koma og sjá. Snjólaug kennari þurfti að fá lánaðar nokkrar stúlkur úr öðrum átta ára bekknum því strákarnir eru 15 í bekknum en stúlkurnar aðeins 8. Krakkarnir sýndu okkur allt sem þau voru búin að læra og það var frábært að fylgjast með þeim. Davíð Steinn dansaði við eina bekkjarsystur sína en Oddur Smári var með eina átta ára upp á arminn. Verst hvað ég var utan við mig að gleyma að láta mömmu og Helgu systur vita af þessu, er eiginlega bara að fatta það núna, allt, allt, alltof seint...
Seinni partinn arkaði ég svo út á Hlíðarendasvæðið til að sækja strákana af æfingu. Vissi ekki betur en að Davíð ætlaði sér að vinna til amk sex. En þegar ég var rétt komin á svæðið kom Davíð brunandi. Göngutúrinn var samt fínn!
Í gærkvöldi var svo loka æfing fyrir tónleikana í kvöld.
25.5.04
- Sundferð -
Arkaði nokkuð hratt heimleiðis seinni partinn í gær. Samt voru peyjarnir komnir á undan mér. Annar þeirra lá á neðstu tröppunni úti, hinn var kominn inn og farinn að leika sér í "game-boy" tölvunni sinni. Getið þið bara hvor var hvar! Oddur Smári fór svo fljótlega að læra eftir að ég var komin. Þetta er víst síðasta vikan í skólanum og hún er notuð til að klára hin og þessi verkefnin. Davíð Steinn er búinn að klára öll sín svo hann þarf ekkert að læra þessa dagana.
Rúmlega fimm var ég búin að taka sunddót okkar allra til og Davíð kom um svipað leyti. Það var löngu kominn tími til að skreppa í fjölskyldu-sundferð í Laugardalslaugina. Við vorum komin ofan í laug um hálfsex. Feðgarnir fóru ótal ferðir í stóru rennibrautina en ég tók því mun rólegar, fékk mér ekki einu sinni sundsprett. En mikið ósköp var þetta nú hressandi.
Seinna um kvöldið ákváðum við hjónin að leigja spólu. Davíð fór út í leigu og ævintýramyndin "Pirods of the Carabian" varð fyrir valinu. Stórskemmtileg mynd. Það var ekkert kveikt á tölvunni í gær og það gerist afar sjaldan!
Arkaði nokkuð hratt heimleiðis seinni partinn í gær. Samt voru peyjarnir komnir á undan mér. Annar þeirra lá á neðstu tröppunni úti, hinn var kominn inn og farinn að leika sér í "game-boy" tölvunni sinni. Getið þið bara hvor var hvar! Oddur Smári fór svo fljótlega að læra eftir að ég var komin. Þetta er víst síðasta vikan í skólanum og hún er notuð til að klára hin og þessi verkefnin. Davíð Steinn er búinn að klára öll sín svo hann þarf ekkert að læra þessa dagana.
Rúmlega fimm var ég búin að taka sunddót okkar allra til og Davíð kom um svipað leyti. Það var löngu kominn tími til að skreppa í fjölskyldu-sundferð í Laugardalslaugina. Við vorum komin ofan í laug um hálfsex. Feðgarnir fóru ótal ferðir í stóru rennibrautina en ég tók því mun rólegar, fékk mér ekki einu sinni sundsprett. En mikið ósköp var þetta nú hressandi.
Seinna um kvöldið ákváðum við hjónin að leigja spólu. Davíð fór út í leigu og ævintýramyndin "Pirods of the Carabian" varð fyrir valinu. Stórskemmtileg mynd. Það var ekkert kveikt á tölvunni í gær og það gerist afar sjaldan!
24.5.04
- Hvar fær maður aukatíma í sólarhringinn? -
Um helgina náði ég að gera heilmikið, en kannski var ég með of margt á listanum hjá mér því hann tæmdist engan veginn:
-Valur - HK 5:1
Við vorum þar öll (þrátt fyrir þreytu gat ég ekki hugsað mér að missa af fjörinu). Stórskemmtilegur leikur en mjög blautur.
-Eftir leikinn sóttum við fullt af hakki, til Helgu systur, sem átti að fara í kjötbollugerð.
-Ég náði líka að grynnka á þvottinum um helgina en komst ekki á körfubotninn.
-Skilaði bókum á safnið á laugardaginn. Var komin degi framyfir en slapp við sekt. Skyldi eina bók eftir heima og hafði hugsað mér að taka bara tvær til þrjár með mér heim aftur. En ég gat ekki staðið við það, ó nei. Oddur kom með mér og fékk að velja bækur fyrir þá bræður og þegar við vorum búin að ljúka okkur af var ég með tvo fulla poka. Fjórar barnabækur og 12 stykki fyrir mig...
-Oddur kom líka með mér í Bónus og keyrði körfuna fyrir mig eins og herforingi, mjög hjálpsamlegur.
-Eftir að hafa gengið frá vörunum skruppum við öll fjögur yfir í næst-næstu götu til vinahjóna okkar. Við strákarnir stoppuðum á annan klukkutíma en Davíð varð eftir, þurfti lengri tíma til að sinna tölvumálum fyrir þau.
-Klukkan var orðin sex á laugardaginn þegar ég byrjaði loksins á kjötbollugerðinni. Deigið fyllt hnoðskálina mína en þegar upp var staðið urðu bollurnar aðeins rúmlega 80. (sá fyrir mér yfir hundrað bollur áður en ég byrjaði að steikja). Kvöldmaturinn það kvöldið var borðaður óvanalega seint, eða um níu og það voru auðvitað kjötbollur í matinn.
-Í gærmorgun mætti ég í kirkjuna á upphitun fyrir gúllasmessu. Messan var samnorræn, finnsk kona las fyrri ritningalestur á sínu móðurmáli, norskur piltur las þann seinni og finnskur prestur predikaði á sænsku með aðstoð séra Péturs. Eftir mikið gúllasát var kóræfing og ég get svarið það að gúllasið gerði það að verkum að sum lögin voru hreinlega eins og óæfð.
-Valur - KR 3:0. Við fórum öll þangað líka. Það var greinilegt að þetta var fyrsti leikur Valsstúlkna í sumar því það tók þær nokkrar mínútur að finna sig í leiknum en eftir fyrstu fimmtán mínúturnar tók þær eiginlega öll völdin. Í seinni hálfleik fór 85% af leiknum fram á vallarhelmingi KR-stúlkna.
Það sem ég náði ekki að gera var að halda undirbúningi undir flutning áfram og ég náði heldur ekki að taka neitt til að ráði eða þrífa heima hjá mér. Aukaklukkutímar í sólarhringinn óskast!!!
Um helgina náði ég að gera heilmikið, en kannski var ég með of margt á listanum hjá mér því hann tæmdist engan veginn:
-Valur - HK 5:1
Við vorum þar öll (þrátt fyrir þreytu gat ég ekki hugsað mér að missa af fjörinu). Stórskemmtilegur leikur en mjög blautur.
-Eftir leikinn sóttum við fullt af hakki, til Helgu systur, sem átti að fara í kjötbollugerð.
-Ég náði líka að grynnka á þvottinum um helgina en komst ekki á körfubotninn.
-Skilaði bókum á safnið á laugardaginn. Var komin degi framyfir en slapp við sekt. Skyldi eina bók eftir heima og hafði hugsað mér að taka bara tvær til þrjár með mér heim aftur. En ég gat ekki staðið við það, ó nei. Oddur kom með mér og fékk að velja bækur fyrir þá bræður og þegar við vorum búin að ljúka okkur af var ég með tvo fulla poka. Fjórar barnabækur og 12 stykki fyrir mig...
-Oddur kom líka með mér í Bónus og keyrði körfuna fyrir mig eins og herforingi, mjög hjálpsamlegur.
-Eftir að hafa gengið frá vörunum skruppum við öll fjögur yfir í næst-næstu götu til vinahjóna okkar. Við strákarnir stoppuðum á annan klukkutíma en Davíð varð eftir, þurfti lengri tíma til að sinna tölvumálum fyrir þau.
-Klukkan var orðin sex á laugardaginn þegar ég byrjaði loksins á kjötbollugerðinni. Deigið fyllt hnoðskálina mína en þegar upp var staðið urðu bollurnar aðeins rúmlega 80. (sá fyrir mér yfir hundrað bollur áður en ég byrjaði að steikja). Kvöldmaturinn það kvöldið var borðaður óvanalega seint, eða um níu og það voru auðvitað kjötbollur í matinn.
-Í gærmorgun mætti ég í kirkjuna á upphitun fyrir gúllasmessu. Messan var samnorræn, finnsk kona las fyrri ritningalestur á sínu móðurmáli, norskur piltur las þann seinni og finnskur prestur predikaði á sænsku með aðstoð séra Péturs. Eftir mikið gúllasát var kóræfing og ég get svarið það að gúllasið gerði það að verkum að sum lögin voru hreinlega eins og óæfð.
-Valur - KR 3:0. Við fórum öll þangað líka. Það var greinilegt að þetta var fyrsti leikur Valsstúlkna í sumar því það tók þær nokkrar mínútur að finna sig í leiknum en eftir fyrstu fimmtán mínúturnar tók þær eiginlega öll völdin. Í seinni hálfleik fór 85% af leiknum fram á vallarhelmingi KR-stúlkna.
Það sem ég náði ekki að gera var að halda undirbúningi undir flutning áfram og ég náði heldur ekki að taka neitt til að ráði eða þrífa heima hjá mér. Aukaklukkutímar í sólarhringinn óskast!!!
23.5.04
- Tónleikar á döfinni -
N.k. fimmtudagskvöld, 27. maí klukkan 20:30 mun
kirkjukór óháða safnaðarins halda tónleika í kirkjunni "sinni" Stjórnandi er Peter Máté, undirleik annast Lenka Mátéová (konan hans) og svo mun Sólveig Samúelsdóttir syngja einsöng. Aðgöngueyrir er kr. 1000 Efnisskráin verður "keyrð" í gegn en eftir tónleika verður boðið upp á kaffi og konfekt! Ég vil hvetja allt söngelskt fólk til að mæta og eiga með okkur góða kvöldstund.
N.k. fimmtudagskvöld, 27. maí klukkan 20:30 mun
kirkjukór óháða safnaðarins halda tónleika í kirkjunni "sinni" Stjórnandi er Peter Máté, undirleik annast Lenka Mátéová (konan hans) og svo mun Sólveig Samúelsdóttir syngja einsöng. Aðgöngueyrir er kr. 1000 Efnisskráin verður "keyrð" í gegn en eftir tónleika verður boðið upp á kaffi og konfekt! Ég vil hvetja allt söngelskt fólk til að mæta og eiga með okkur góða kvöldstund.
21.5.04
- Fleiri fréttir og önnur mál -
Ég er komin af stað aftur, kannski ekki 100% hress en fyrst ég gat "hamast" í tiltekt og þrifum og pönnukökugerð heima hjá mér í gær þá var mér örugglega óhætt að fara á arkið í morgun, sem ég og gerði.
Hulda systurdóttir er heima þessa dagana öll útsteypt í hlaupabólu. Þær mæðgur hafa því tekið því mjög rólega sl. daga. Ingvi mágur kom í land á miðvikudaginn og hefur samið um það að þurfa ekki að fara út á sjó aftur þar sem bumbubúinn gæti komið hvenær sem er þótt Helga sé skráð þann 24. júní n.k. Ég er búin að segja henni að hún fái tvíbura....
Eftir að hafa sofið af mér mest allan þriðjudaginn, lá ég fyrir og las og las meiri partinn af miðvikudeginum. M.a. las ég Mynd örlaganna eftir Isabelle Alliende. Stórgóð bók sem mér skilst að sé sjálfstæður milli kafli á öðrum tveimur bókum; Dóttir gæfunnar og Hús örlaganna. Á eftir að lesa þær og geri það líklega þegar fer að hausta aftur. Bókin sem ég er að lesa núna heitir Aðeins eitt barn og er hún sönn saga kínveskrar hjúkrunarkonu sem vann að því að fylgja eftir stefnunni um aðeins eitt barn og lenti svo sjálf í því að verða barnshafandi öðru sinni. En það er margt fleira í þessari bók því hún upplifði marga skelfinguna í stjórnartíð Maós og dróst hún inn í alls konar "vitleysu". Ég mæli með þessari sögu.
Valsara spila sinn annan leik í 1. deildinni á heimavelli í kvöld og taka á móti HK. Mig dauðlangar á leikinn en hef ákveðið að fara vel með mig að sinni. Held samt að feðgarnir fari allir.
Ég er komin af stað aftur, kannski ekki 100% hress en fyrst ég gat "hamast" í tiltekt og þrifum og pönnukökugerð heima hjá mér í gær þá var mér örugglega óhætt að fara á arkið í morgun, sem ég og gerði.
Hulda systurdóttir er heima þessa dagana öll útsteypt í hlaupabólu. Þær mæðgur hafa því tekið því mjög rólega sl. daga. Ingvi mágur kom í land á miðvikudaginn og hefur samið um það að þurfa ekki að fara út á sjó aftur þar sem bumbubúinn gæti komið hvenær sem er þótt Helga sé skráð þann 24. júní n.k. Ég er búin að segja henni að hún fái tvíbura....
Eftir að hafa sofið af mér mest allan þriðjudaginn, lá ég fyrir og las og las meiri partinn af miðvikudeginum. M.a. las ég Mynd örlaganna eftir Isabelle Alliende. Stórgóð bók sem mér skilst að sé sjálfstæður milli kafli á öðrum tveimur bókum; Dóttir gæfunnar og Hús örlaganna. Á eftir að lesa þær og geri það líklega þegar fer að hausta aftur. Bókin sem ég er að lesa núna heitir Aðeins eitt barn og er hún sönn saga kínveskrar hjúkrunarkonu sem vann að því að fylgja eftir stefnunni um aðeins eitt barn og lenti svo sjálf í því að verða barnshafandi öðru sinni. En það er margt fleira í þessari bók því hún upplifði marga skelfinguna í stjórnartíð Maós og dróst hún inn í alls konar "vitleysu". Ég mæli með þessari sögu.
Valsara spila sinn annan leik í 1. deildinni á heimavelli í kvöld og taka á móti HK. Mig dauðlangar á leikinn en hef ákveðið að fara vel með mig að sinni. Held samt að feðgarnir fari allir.
20.5.04
- Nokkrar stuttar "fréttir" -
Frá mér hurfu nokkrir dagar. Ég var búin að þrjóskast við og næstum vinna bug á hálsbólgu þegar ég fór að finna fyrir magakveisu sl. mánudag. Ég stóð vinnudaginn af mér og var svo heppin að fá skutl heim. Strákarnir komu rétt seinna labbandi heim úr skólanum og komu með mér í fiskbúðina. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að því að malla plokkara uppáhaldið hans Davíðs en þegar hann kom heim var ég komin undir sæng skjálfandi úr innri hrolli og hafði alls enga matarlyst. Oddur kom inn til mín eftir matinn, lagði úlnliðinn á ennið á mér og sagði: -"Þú ert sjóðheit mamma. Þú verður að vera heima á morgun og við Davíð Steinn komum labbandi heim úr skólanum og sjáum um þig..."
Svaf mest allan þriðjudaginn og hafði litla lyst. Davíð Steinn kom aleinn heim úr skólanum, vildi ekki fara með feðgunum en Oddur átti tíma í göngugreiningu um hálfþrjú. Þegar þeir voru báðir komnir heim gaf ég þeim hressingu og sendi þá svo út að hjóla eða leika. Fann til kvöldmatinn og kom strákunum í rúmið upp úr átta og var sjálf sofnuð á tíunda tímanum.
Ég var öllu hressari í gær en hálf máttlaus og ákvað því að vera heima og fara vel með mig. Varð vitni að sennu milli feðganna (Davíðs og Odds) rétt áður en halda átti í skólann, þar sem Oddur hafði betur. Það er vor í lofti en samt hefur Oddur klætt sig í þykka húfu, flíspeysu og vind- og regnheldan jakka. Pabbi hans tók af honum húfuna og sagði honum að velja annað hvort peysuna eða jakkann til að fara í. En stráksi sagðist ekki fara í skólann nema hann fengi að fara í þetta allt. Svaf ekki eins mikið en las þeim mun meira. Davíð Steinn kom einn heim úr skólanum um hálfþrjú. Hann hélt að Oddur hefði farið á undan sér en sá síðar nefndi skilaði sér ekki fyrr en rétt áður en Davíð kom og skutlaði þeim á fótboltaæfingu. Oddur hélt að Davíð Steinn væri á eftir sér og hinkraði eftir honum. Einnig sagðist hann hafa hitt eina konu og sungið tvö lög fyrir hana. Þetta er drengurinn sem er búinn að tilkynna það að hann ætli ekki að vera í kór næsta vetur.
Meðan ég man: Kórtónleikar Óháða kórsins verða haldnir fimmtudaginn 28. maí kl 20:30 í kirkju óháða safnaðarins. Ég komst reyndar ekki á æfingu í gær en frétti þetta þegar ég tilkynnti forföllin. N.k. sunnudag er messa klukkan ellefu og boðið upp á gúllas eftir messu.
Frá mér hurfu nokkrir dagar. Ég var búin að þrjóskast við og næstum vinna bug á hálsbólgu þegar ég fór að finna fyrir magakveisu sl. mánudag. Ég stóð vinnudaginn af mér og var svo heppin að fá skutl heim. Strákarnir komu rétt seinna labbandi heim úr skólanum og komu með mér í fiskbúðina. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að því að malla plokkara uppáhaldið hans Davíðs en þegar hann kom heim var ég komin undir sæng skjálfandi úr innri hrolli og hafði alls enga matarlyst. Oddur kom inn til mín eftir matinn, lagði úlnliðinn á ennið á mér og sagði: -"Þú ert sjóðheit mamma. Þú verður að vera heima á morgun og við Davíð Steinn komum labbandi heim úr skólanum og sjáum um þig..."
Svaf mest allan þriðjudaginn og hafði litla lyst. Davíð Steinn kom aleinn heim úr skólanum, vildi ekki fara með feðgunum en Oddur átti tíma í göngugreiningu um hálfþrjú. Þegar þeir voru báðir komnir heim gaf ég þeim hressingu og sendi þá svo út að hjóla eða leika. Fann til kvöldmatinn og kom strákunum í rúmið upp úr átta og var sjálf sofnuð á tíunda tímanum.
Ég var öllu hressari í gær en hálf máttlaus og ákvað því að vera heima og fara vel með mig. Varð vitni að sennu milli feðganna (Davíðs og Odds) rétt áður en halda átti í skólann, þar sem Oddur hafði betur. Það er vor í lofti en samt hefur Oddur klætt sig í þykka húfu, flíspeysu og vind- og regnheldan jakka. Pabbi hans tók af honum húfuna og sagði honum að velja annað hvort peysuna eða jakkann til að fara í. En stráksi sagðist ekki fara í skólann nema hann fengi að fara í þetta allt. Svaf ekki eins mikið en las þeim mun meira. Davíð Steinn kom einn heim úr skólanum um hálfþrjú. Hann hélt að Oddur hefði farið á undan sér en sá síðar nefndi skilaði sér ekki fyrr en rétt áður en Davíð kom og skutlaði þeim á fótboltaæfingu. Oddur hélt að Davíð Steinn væri á eftir sér og hinkraði eftir honum. Einnig sagðist hann hafa hitt eina konu og sungið tvö lög fyrir hana. Þetta er drengurinn sem er búinn að tilkynna það að hann ætli ekki að vera í kór næsta vetur.
Meðan ég man: Kórtónleikar Óháða kórsins verða haldnir fimmtudaginn 28. maí kl 20:30 í kirkju óháða safnaðarins. Ég komst reyndar ekki á æfingu í gær en frétti þetta þegar ég tilkynnti forföllin. N.k. sunnudag er messa klukkan ellefu og boðið upp á gúllas eftir messu.
17.5.04
- Valur - Þór 1:1 -
Við fjölskyldan mættum á leikinn í gær, fyrsta leikinn í fyrstu umferð fyrstu deildar. Davíð fékk afhent árskortið sitt og þar að auki tvær Valspeysur svo nú getur hann aldeilis mætt á alla heimaleiki sem hann vill. Kannski ég fái að nota kortið á heimaleikina í Landsbankadeild kvenna?!?!
En það sem ég vildi sagt hafa um leikinn. Mér fannst Valsararnir eiga mun meira í leiknum og þeir voru hreinlega óheppnir að setja ekki amk annað mark undir lok leiksins. En í staðinn jafnaði Þór eftir klaufaleg varnarmistök Valsmanna. En ég tók líka eftir því að sumir Þórsararnir þurftu ekki annað en að detta og kútveltast (án þess að um nokkurt návígi væri að ræða) og þá fengu þeir aukaspyrnu. Umferð 1. deildar lýkur svo í kvöld með þremur leikjum (það voru spilaðir tveir leikir í gær). Þetta á eftir að verða verulega spennandi sumar.
Þá tilkynnist hér með að það var einn kassi til fylltur í gær. Í þann kassa setti ég flestar myndbandskassetturnar okkar Davíðs...
Við fjölskyldan mættum á leikinn í gær, fyrsta leikinn í fyrstu umferð fyrstu deildar. Davíð fékk afhent árskortið sitt og þar að auki tvær Valspeysur svo nú getur hann aldeilis mætt á alla heimaleiki sem hann vill. Kannski ég fái að nota kortið á heimaleikina í Landsbankadeild kvenna?!?!
En það sem ég vildi sagt hafa um leikinn. Mér fannst Valsararnir eiga mun meira í leiknum og þeir voru hreinlega óheppnir að setja ekki amk annað mark undir lok leiksins. En í staðinn jafnaði Þór eftir klaufaleg varnarmistök Valsmanna. En ég tók líka eftir því að sumir Þórsararnir þurftu ekki annað en að detta og kútveltast (án þess að um nokkurt návígi væri að ræða) og þá fengu þeir aukaspyrnu. Umferð 1. deildar lýkur svo í kvöld með þremur leikjum (það voru spilaðir tveir leikir í gær). Þetta á eftir að verða verulega spennandi sumar.
Þá tilkynnist hér með að það var einn kassi til fylltur í gær. Í þann kassa setti ég flestar myndbandskassetturnar okkar Davíðs...
- Margt og mikið -
Þá er enn ein helgin liðin og þessi mánuður rúmlega hálfnaður. Það var mikið að gera eins og svo oft áður. Seinni partinn á föstudaginn fórum við með nýju skóna hans Davíð Steins og létum líma þá betur. Í leiðinni pantaði ég tíma í göngugreiningu fyrir Odd.
Á laugardaginn mættum við upp í skóla á ellefta tímanum. Þá þegar var komið nokkuð af fjölskyldum og margir búnir að finna sér verkefni. Fyrstu tíu mínúturnar var ég ekki viss um hvað ég átti af mér að gera. Þá tók Edda skólastjóri til sinna ráða, benti mér á verkefnalista, rétti mér trjáklippur og sagði að ég mætti gera það sem ég vildi. Ég sá strax eitt atriði á listanum sem ég færi mjög létt með; brosa!!!. Ég tók líka við klippunum og fann stað sem enginn var búinn að finna, rósabeðið fyrir framan skóla. Nokkru seinna barst liðsauki sem var betur garðgræjuvopnaður heldur en ég, mamma eins bekkjarbróður tvíburanna. Upp úr tólf hófst svo eiginleg vorhátíð. Þá var búið að blása upp þrjá hoppukastala, verið var að grilla pylsur (foreldrafélagið sá um það), þeir krakkar sem vildu fengu andlitsmálun (tvíburarnir nýttu sér það, tvisvar!) og svo kom hópur frá götuleikhúsinu.
Þessa helgi var víst sett Reykjavíkurmót í knattspyrnu yngri flokka í Egilshöll. Benni þjálfari vissi ekki af þessu fyrr en á miðvikudaginn og hafði ekki náð að tala við strákana. Hann kom á vorhátíðina og talaði m.a. við Odd Smára og Davíð Stein en þeir voru í þeim hópi sem vildu ekki taka þátt og þeirri ákvörðun þeirra varð ekki haggað.
Horfði á leikinn Ísland - Danmörk 31:34 eftir að við komum heim á laugardaginn. Mér fannst íslensku stúlkurnar standa sig mjög vel, það var eiginlega grátlegt að sjá þær dönsku jafna og síga aðeins framúr á síðustu mínútunum. Strákarnir voru úti og Davíð að vinna í tölvunni. Eftir leikinn ákvað ég að setja eitthvað meira ofan í kassa og fyllti þrjá kassa af bókum (og samt eru enn bækur uppivið).
Strákarnir komu inn rétt fyrir sjö til þess að horfa á Eurovision. Davíð sá um að færa okkur matinn. Jónsi stóð sig vel en það var greinilegt að meiri hlutinn af þeim sem kusu vildu frekar hress lög. Ég var og er reyndar mjög hrifin af úkrainska laginu í flutningi Ruslönu og var hún vel að sigrinum kominn, með ágætis lag og frábæra sýningu...
Þá er enn ein helgin liðin og þessi mánuður rúmlega hálfnaður. Það var mikið að gera eins og svo oft áður. Seinni partinn á föstudaginn fórum við með nýju skóna hans Davíð Steins og létum líma þá betur. Í leiðinni pantaði ég tíma í göngugreiningu fyrir Odd.
Á laugardaginn mættum við upp í skóla á ellefta tímanum. Þá þegar var komið nokkuð af fjölskyldum og margir búnir að finna sér verkefni. Fyrstu tíu mínúturnar var ég ekki viss um hvað ég átti af mér að gera. Þá tók Edda skólastjóri til sinna ráða, benti mér á verkefnalista, rétti mér trjáklippur og sagði að ég mætti gera það sem ég vildi. Ég sá strax eitt atriði á listanum sem ég færi mjög létt með; brosa!!!. Ég tók líka við klippunum og fann stað sem enginn var búinn að finna, rósabeðið fyrir framan skóla. Nokkru seinna barst liðsauki sem var betur garðgræjuvopnaður heldur en ég, mamma eins bekkjarbróður tvíburanna. Upp úr tólf hófst svo eiginleg vorhátíð. Þá var búið að blása upp þrjá hoppukastala, verið var að grilla pylsur (foreldrafélagið sá um það), þeir krakkar sem vildu fengu andlitsmálun (tvíburarnir nýttu sér það, tvisvar!) og svo kom hópur frá götuleikhúsinu.
Þessa helgi var víst sett Reykjavíkurmót í knattspyrnu yngri flokka í Egilshöll. Benni þjálfari vissi ekki af þessu fyrr en á miðvikudaginn og hafði ekki náð að tala við strákana. Hann kom á vorhátíðina og talaði m.a. við Odd Smára og Davíð Stein en þeir voru í þeim hópi sem vildu ekki taka þátt og þeirri ákvörðun þeirra varð ekki haggað.
Horfði á leikinn Ísland - Danmörk 31:34 eftir að við komum heim á laugardaginn. Mér fannst íslensku stúlkurnar standa sig mjög vel, það var eiginlega grátlegt að sjá þær dönsku jafna og síga aðeins framúr á síðustu mínútunum. Strákarnir voru úti og Davíð að vinna í tölvunni. Eftir leikinn ákvað ég að setja eitthvað meira ofan í kassa og fyllti þrjá kassa af bókum (og samt eru enn bækur uppivið).
Strákarnir komu inn rétt fyrir sjö til þess að horfa á Eurovision. Davíð sá um að færa okkur matinn. Jónsi stóð sig vel en það var greinilegt að meiri hlutinn af þeim sem kusu vildu frekar hress lög. Ég var og er reyndar mjög hrifin af úkrainska laginu í flutningi Ruslönu og var hún vel að sigrinum kominn, með ágætis lag og frábæra sýningu...
14.5.04
- Hárvöxtur -
Það er löngu kominn tími til að láta sníða hárlubbann til. Var á leiðinni til þess í kringum páskana en varð að afpanta tímann vegna anna. Hef ekki farið í klippingu síðan fyrir jól og þótt ég hafi verið sköllótt fram á þriðja ár þá er ég með frekar þykkt hár í dag. Samt er ljóst að ég kemst ekki alveg á næstunni, (en það hlýtur að styttast í það, annars fer ég bara að safna!)
Framundan er annasöm helgi aldrei þessu vant, við fjölskyldan gætum verið á þremur stöðum og ég á enn einum. Valið er þó þokkalega auðvelt, Vorhátíð í Ísaksskóla! En það er líka vorferð hjá barnakórnum og Reykjavíkurmót í Egilshöll. Var svolítið hissa á strákunum að vilja sleppa boltanum, en ég komst ekki á vorhátíðina í fyrra svo kannski verður mér ljóst eftir helgina hvers vegna hún varð fyrir valinu (fyrir utan það að Davíð er í foreldrafélagi skólans og einn af þeim sem sjá um að skipuleggja daginn...)
Í gær söng barnakórinn söngleikinn um Símon Pétur á Droplaugarstöðum. Það var lokaverkefni krakkanna. Helga systir tók svo á móti tvíburunum (sem voru reyndar úti allan tímann með Huldu og fleiri krökkum) því við vorum á fasteignasölunni að skrifa undir kaupsamning og borga fyrstu greiðslu í nýju íbúðinni sem við munum svo fá afhenta eftir mánuð. Helga bauð okkur í mat þegar við komum að sækja strákana.
Strákana langaði ekkert á leikinn, Davíð var þar að auki búinn að skrá sig til keppni með liðinu sínu í tímafreka leiknum og ég er enn að passa upp á röddina. Við Oddur horfðum á leikinn í sjónvarpinu og nafnarnir bættust í hópinn í seinni hálfleik þegar Davíð og félagar voru búnir að vinna keppnina.
Skyldi ég ná að pakka niður í fleiri kassa um helgina...?
Það er löngu kominn tími til að láta sníða hárlubbann til. Var á leiðinni til þess í kringum páskana en varð að afpanta tímann vegna anna. Hef ekki farið í klippingu síðan fyrir jól og þótt ég hafi verið sköllótt fram á þriðja ár þá er ég með frekar þykkt hár í dag. Samt er ljóst að ég kemst ekki alveg á næstunni, (en það hlýtur að styttast í það, annars fer ég bara að safna!)
Framundan er annasöm helgi aldrei þessu vant, við fjölskyldan gætum verið á þremur stöðum og ég á enn einum. Valið er þó þokkalega auðvelt, Vorhátíð í Ísaksskóla! En það er líka vorferð hjá barnakórnum og Reykjavíkurmót í Egilshöll. Var svolítið hissa á strákunum að vilja sleppa boltanum, en ég komst ekki á vorhátíðina í fyrra svo kannski verður mér ljóst eftir helgina hvers vegna hún varð fyrir valinu (fyrir utan það að Davíð er í foreldrafélagi skólans og einn af þeim sem sjá um að skipuleggja daginn...)
Í gær söng barnakórinn söngleikinn um Símon Pétur á Droplaugarstöðum. Það var lokaverkefni krakkanna. Helga systir tók svo á móti tvíburunum (sem voru reyndar úti allan tímann með Huldu og fleiri krökkum) því við vorum á fasteignasölunni að skrifa undir kaupsamning og borga fyrstu greiðslu í nýju íbúðinni sem við munum svo fá afhenta eftir mánuð. Helga bauð okkur í mat þegar við komum að sækja strákana.
Strákana langaði ekkert á leikinn, Davíð var þar að auki búinn að skrá sig til keppni með liðinu sínu í tímafreka leiknum og ég er enn að passa upp á röddina. Við Oddur horfðum á leikinn í sjónvarpinu og nafnarnir bættust í hópinn í seinni hálfleik þegar Davíð og félagar voru búnir að vinna keppnina.
Skyldi ég ná að pakka niður í fleiri kassa um helgina...?
13.5.04
- Söngforföll og sitthvað fleira -
Um miðjan dag í gær ákvað ég að hringja í kórstjórann minn og boða forföll á æfingu um kvöldið. Hann var sammála ákvörðun minni þegar hann heyrði í mér, það er betra að slaka á og ná röddinni góðri fyrir tónleika. Seinna um kvöldið stóð ég mig nú að því að hugsa upp í kirkju til kórfélaga minna, óskandi þess að ég hefði geta verið með. Þetta var fyrsta æfingin sem ég missi úr síðan ég byrjaði í kórnum í nóvember sl.
Þriðja miðvikudaginn í röð arkaði ég yfir á Hlíðarendasvæðið á fimmta tímanum. Æfingin var búin hjá strákunum og Oddur var í smá "bananastuði" með bróður sinn á hornum sér. Náði að sjatla þessi mál með þeim á heimleiðinni.
Eftir að hafa gefið þeim smá ávaxta-hressingu gáfum við okkur tíma til að spila svolítið saman. Davíð Steinn valdi veiðimann og reyndist fisknastur. Oddur Smári fékk okkur svo til að spila ræningja, spil eftir hann sjálfan sem er byggt á þjófi. Þetta var hinn skemmtilegasti hálftími. Stuttu fyrir sex lét ég renna í bað fyrir strákana og leyfði þeim að leika sér amk í hálftíma. Fann til í matinn. Steikti svínagúllas og hitaði afþýddar soðnar kjúklingabaunir og setti út í sallat, með sveppum, rauðlauk, lúku af salthnetum og fleiru sem ég fann í ískápnum. Þessi blanda virkaði mjög vel. Allir nema Davíð Steinn fengu sér tvisvar á diskinn og samt var smá afgangur sem ég tók með mér í morgun.
Tvíburarnir fengu svo að horfa á forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til klukkan átta en þeir voru líka fljótir að sofna....
Um miðjan dag í gær ákvað ég að hringja í kórstjórann minn og boða forföll á æfingu um kvöldið. Hann var sammála ákvörðun minni þegar hann heyrði í mér, það er betra að slaka á og ná röddinni góðri fyrir tónleika. Seinna um kvöldið stóð ég mig nú að því að hugsa upp í kirkju til kórfélaga minna, óskandi þess að ég hefði geta verið með. Þetta var fyrsta æfingin sem ég missi úr síðan ég byrjaði í kórnum í nóvember sl.
Þriðja miðvikudaginn í röð arkaði ég yfir á Hlíðarendasvæðið á fimmta tímanum. Æfingin var búin hjá strákunum og Oddur var í smá "bananastuði" með bróður sinn á hornum sér. Náði að sjatla þessi mál með þeim á heimleiðinni.
Eftir að hafa gefið þeim smá ávaxta-hressingu gáfum við okkur tíma til að spila svolítið saman. Davíð Steinn valdi veiðimann og reyndist fisknastur. Oddur Smári fékk okkur svo til að spila ræningja, spil eftir hann sjálfan sem er byggt á þjófi. Þetta var hinn skemmtilegasti hálftími. Stuttu fyrir sex lét ég renna í bað fyrir strákana og leyfði þeim að leika sér amk í hálftíma. Fann til í matinn. Steikti svínagúllas og hitaði afþýddar soðnar kjúklingabaunir og setti út í sallat, með sveppum, rauðlauk, lúku af salthnetum og fleiru sem ég fann í ískápnum. Þessi blanda virkaði mjög vel. Allir nema Davíð Steinn fengu sér tvisvar á diskinn og samt var smá afgangur sem ég tók með mér í morgun.
Tvíburarnir fengu svo að horfa á forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til klukkan átta en þeir voru líka fljótir að sofna....
12.5.04
- Aðeins af Oddi -
Það sem ungir menn eru að verða stórir. Ég komst ekki til þess að segja frá því að á mánudaginn labbaði Oddur Smári einn heim beint úr skólanum. Hann kom um hálfþrjú og var "...fjórar fréttir!" Sú fyrsta var að hann mætti einni sem vann í Sumarbúðum í borg í fyrra og bað hún að heilsa Davíð Steini. Önnur fréttin var sú að hann sá heiðlóu. Þriðja fréttin var um heiðlóuflokk á Miklatúninu og sú fjórða var að hann tók með sér verkefni úr skólanum handa bróður sínum. Þessa dagana er Oddur líka að þjálfa kraftana sína, lyftir 10 kílóa lóðum þrisvar til fjórum sinnum alveg upp yfir höfuð (semsagt réttir alveg úr handleggjunum). Svo biður hann pabba sinn að finna kraftana/vöðvana á sér.
Síðasta námskeiðskvöldið var í gærkvöldi. Allt í einu eru þessi fimm kvöld liðin. Var með hugann svolítið við leikinn samt. Það verður á brattann að sækja fyrir mína menn. Vonandi ná þeir samt að stríða Haukum eitthvað í þriðja leiknum...
Það sem ungir menn eru að verða stórir. Ég komst ekki til þess að segja frá því að á mánudaginn labbaði Oddur Smári einn heim beint úr skólanum. Hann kom um hálfþrjú og var "...fjórar fréttir!" Sú fyrsta var að hann mætti einni sem vann í Sumarbúðum í borg í fyrra og bað hún að heilsa Davíð Steini. Önnur fréttin var sú að hann sá heiðlóu. Þriðja fréttin var um heiðlóuflokk á Miklatúninu og sú fjórða var að hann tók með sér verkefni úr skólanum handa bróður sínum. Þessa dagana er Oddur líka að þjálfa kraftana sína, lyftir 10 kílóa lóðum þrisvar til fjórum sinnum alveg upp yfir höfuð (semsagt réttir alveg úr handleggjunum). Svo biður hann pabba sinn að finna kraftana/vöðvana á sér.
Síðasta námskeiðskvöldið var í gærkvöldi. Allt í einu eru þessi fimm kvöld liðin. Var með hugann svolítið við leikinn samt. Það verður á brattann að sækja fyrir mína menn. Vonandi ná þeir samt að stríða Haukum eitthvað í þriðja leiknum...
11.5.04
- Með ísskápshurð í höndunum - (í nokkra daga)
Sl. föstudagsmorgun var ég að sýsla í eldhúsinu, búa til kaffi (helli alltaf upp á á "gamla mátann") og undirbúa morgunverð og nesti. Ísskápurinn var galopinn á meðan ég týndi úr honum það sem ég ætlaði að nota. Þegar ég svo lokaði hurðinni heyrðist brestur, eitthvað skoppaði eftir gólfinu og allt í einu stóð ég með ísskápshurðina í höndunum. Ég sendi neyðarkall til Davíðs sem kom fram gleraugnalaus og hálfsofandi og sá ekkert athugavert til að byrja með. Hann áttaði sig þó fljótlega og tók málin í sínar hendur. Eftir að búið var að tæma dótið sem var í hurðinni var hægt að tylla henni á skápinn. Ekki vannst tími til að gera eitthvað í þessum málum um helgina (við vorum alveg viss um að það þyrfti að kaupa varahluti, amk þetta stykki sem brotnaði...). Í gær gaf Davíð sér tíma til að líta á málin og fann það út að hann gæti lagað þetta sjálfur og var ekki lengi að því (hálf broslegt að láta þetta bíða svona, en svona er það ef maður er ákveðinn í að það þurfi eitthvað meira til að laga þetta en bara að skrúfa hurðina í aftur, he, he, hemm!). Þetta stykki sem brotnaði af var víst ekki svo nauðsynlegt...
Sl. föstudagsmorgun var ég að sýsla í eldhúsinu, búa til kaffi (helli alltaf upp á á "gamla mátann") og undirbúa morgunverð og nesti. Ísskápurinn var galopinn á meðan ég týndi úr honum það sem ég ætlaði að nota. Þegar ég svo lokaði hurðinni heyrðist brestur, eitthvað skoppaði eftir gólfinu og allt í einu stóð ég með ísskápshurðina í höndunum. Ég sendi neyðarkall til Davíðs sem kom fram gleraugnalaus og hálfsofandi og sá ekkert athugavert til að byrja með. Hann áttaði sig þó fljótlega og tók málin í sínar hendur. Eftir að búið var að tæma dótið sem var í hurðinni var hægt að tylla henni á skápinn. Ekki vannst tími til að gera eitthvað í þessum málum um helgina (við vorum alveg viss um að það þyrfti að kaupa varahluti, amk þetta stykki sem brotnaði...). Í gær gaf Davíð sér tíma til að líta á málin og fann það út að hann gæti lagað þetta sjálfur og var ekki lengi að því (hálf broslegt að láta þetta bíða svona, en svona er það ef maður er ákveðinn í að það þurfi eitthvað meira til að laga þetta en bara að skrúfa hurðina í aftur, he, he, hemm!). Þetta stykki sem brotnaði af var víst ekki svo nauðsynlegt...
10.5.04
- "Hrausti strákurinn lasinn..." -
Það var erfið nóttin hjá okkur Davíð Steini. Hann kom inn í herbergi um tvö og kvartaði í maganum, gat samt ekki gubbað. Ég hélt helst að hann væri svangur og gaf honum banana og leyfði honum svo að kúra hjá okkur Davíð á annan klukkutíma. Skipti á rúmunum hjá drengjunum í gær og við það færðist Davíð Steinn upp í efri koju. Setti handklæði undir höfðalagið hjá honum og rétti honum poka til að hafa hjá sér þegar hann fór aftur í sitt rúm. Klukkan var langt gengin í fimm þegar ósköpin byrjuðu hjá drengnum, handklæðið og pokinn björguðu miklu. Þessa stundina er hann sofandi í hjónarúminu. Sjálf er ég þræl kvefuð og hálf "foj" yfir því, bara hálfur mánuður í vortónleika Óháða kórsins fyrir utan það hvað ástandið dregur úr vinnukraftinum. Ég verð líklega að sætta mig við ástandið, slaka á og vona að þetta líði fljótt hjá. Og ég sem ætlaði á leikinn í kvöld, VALUR-íbv en það hefði aldrei verið hollt fyrir röddina hvort sem hún væri 100% eða ekki...
Það var erfið nóttin hjá okkur Davíð Steini. Hann kom inn í herbergi um tvö og kvartaði í maganum, gat samt ekki gubbað. Ég hélt helst að hann væri svangur og gaf honum banana og leyfði honum svo að kúra hjá okkur Davíð á annan klukkutíma. Skipti á rúmunum hjá drengjunum í gær og við það færðist Davíð Steinn upp í efri koju. Setti handklæði undir höfðalagið hjá honum og rétti honum poka til að hafa hjá sér þegar hann fór aftur í sitt rúm. Klukkan var langt gengin í fimm þegar ósköpin byrjuðu hjá drengnum, handklæðið og pokinn björguðu miklu. Þessa stundina er hann sofandi í hjónarúminu. Sjálf er ég þræl kvefuð og hálf "foj" yfir því, bara hálfur mánuður í vortónleika Óháða kórsins fyrir utan það hvað ástandið dregur úr vinnukraftinum. Ég verð líklega að sætta mig við ástandið, slaka á og vona að þetta líði fljótt hjá. Og ég sem ætlaði á leikinn í kvöld, VALUR-íbv en það hefði aldrei verið hollt fyrir röddina hvort sem hún væri 100% eða ekki...
7.5.04
- "Rökræður" -
Ef ég bara gæti nú sagt orðrétt frá rökræðunum milli Odds Smára og Davíðs á sjötta tímanum í gær, þá myndu margir brosa út í bæði. Oddur Smári fór eiginlega hringinn. Hann bað pabba sinn um að spila við sig Pokemonspil en þar sem það var ekki tími til þess bað hann þá pabba sinn um að lesa spilareglurnar. Oddur var alls ekki sáttur við það sem kom út úr þeim lestri, sagði að einn bekkjarbróðir sinn kynni líka að lesa "útlensku" og hann hefði lesi þetta allt öðruvísi. Eftir smá þref ákvað Davíð að gefa eftir og sagði Oddi þá bara að trú bekkjarbróður sínum. Oddur velti sér áfram upp úr málunum og fann skýringu á hlutunum og klingdi út með því að segja: -"Ég ætla frekar að treysta þér, pabbi!" Það var ansi erfitt að halda andlitinu og vera alvarlegur á meðan á þrefinu stóð.
Þeir feðgar skutluðu mér á námskeiðið, fengu sér að borða (á Pítunni) og fóru svo á leikinn Valur-ÍBV. Davíð sendi mér úrslitin í gegnum sms. Þetta var greinilega hörku leikur og staðan er 1-1 í rimmunni um titilinn. Áfram Valur!
Ef ég bara gæti nú sagt orðrétt frá rökræðunum milli Odds Smára og Davíðs á sjötta tímanum í gær, þá myndu margir brosa út í bæði. Oddur Smári fór eiginlega hringinn. Hann bað pabba sinn um að spila við sig Pokemonspil en þar sem það var ekki tími til þess bað hann þá pabba sinn um að lesa spilareglurnar. Oddur var alls ekki sáttur við það sem kom út úr þeim lestri, sagði að einn bekkjarbróðir sinn kynni líka að lesa "útlensku" og hann hefði lesi þetta allt öðruvísi. Eftir smá þref ákvað Davíð að gefa eftir og sagði Oddi þá bara að trú bekkjarbróður sínum. Oddur velti sér áfram upp úr málunum og fann skýringu á hlutunum og klingdi út með því að segja: -"Ég ætla frekar að treysta þér, pabbi!" Það var ansi erfitt að halda andlitinu og vera alvarlegur á meðan á þrefinu stóð.
Þeir feðgar skutluðu mér á námskeiðið, fengu sér að borða (á Pítunni) og fóru svo á leikinn Valur-ÍBV. Davíð sendi mér úrslitin í gegnum sms. Þetta var greinilega hörku leikur og staðan er 1-1 í rimmunni um titilinn. Áfram Valur!
6.5.04
- Stórafmæli -
Í dag á nafna mín og fyrrum orgelkennari minn, Anna Magnúsdóttir, afmæli. Ég var tíu ára þegar ég byrjaði í orgeltímum hjá henni og kenndi hún mér a.m.k. í fjóra vetur eða þar til ég var búin að taka þrjú sig.
Annars er fátt eitt að frétta. Seinni partinn í gær arkaði ég yfir á Hlíðarenda-svæðið og sótti strákana. Davíð hafði skutlað þeim á æfingu og var víst með töskurnar í bílnum svo ég samdi við þá um að taka smá til í herberginu sínu og þá mættu þeir leika sér í Play Station 2 þar til pabbi þeirra kæmi heim með töskurnar. Ég ætlaði að setja í eins og eina þvottavél. Gerði það reyndar en setti hana ekki í gang þar eð allar snúrur voru fullar og önnur vél í gangi. Þvotturinn verður því að bíða betri tíma. Gaf mér smá tíma til að lesa og slaka á áður en ég fór að stússa í eldhúsverkunum. Davíð kom heim á sama tíma og maturinn var tilbúinn (rauðlaukur, sveppir, avokado, paprika, kál, graskersfræ, tómatur og steikt svínagúllas borið fram með hýðisgrjónum, pítusósu og sinnepi fyrir þá sem vildu).
Kvaddi feðgana stuttu fyrir hálfníu og dreif mig á extra langa kóræfingu. Hún var ekki búin fyrr en klukkan að ganga miðnætti. En það var gaman þrátt fyrir að við værum bara tvær mættar í minni rödd, enda iljaði það okkur þegar strákarnir sögðu við okkur eftir æfingu að þeir hefðu sjaldan heyrt í betri alt-dúett. Á æfingunni var því slegið föstu að halda vortónleikana mánudagskvöldið 24. maí n.k. Ég hlakka til en það eru nokkrir textar og lög sem ég þarf að festa betur í minninu...
Í dag á nafna mín og fyrrum orgelkennari minn, Anna Magnúsdóttir, afmæli. Ég var tíu ára þegar ég byrjaði í orgeltímum hjá henni og kenndi hún mér a.m.k. í fjóra vetur eða þar til ég var búin að taka þrjú sig.
Annars er fátt eitt að frétta. Seinni partinn í gær arkaði ég yfir á Hlíðarenda-svæðið og sótti strákana. Davíð hafði skutlað þeim á æfingu og var víst með töskurnar í bílnum svo ég samdi við þá um að taka smá til í herberginu sínu og þá mættu þeir leika sér í Play Station 2 þar til pabbi þeirra kæmi heim með töskurnar. Ég ætlaði að setja í eins og eina þvottavél. Gerði það reyndar en setti hana ekki í gang þar eð allar snúrur voru fullar og önnur vél í gangi. Þvotturinn verður því að bíða betri tíma. Gaf mér smá tíma til að lesa og slaka á áður en ég fór að stússa í eldhúsverkunum. Davíð kom heim á sama tíma og maturinn var tilbúinn (rauðlaukur, sveppir, avokado, paprika, kál, graskersfræ, tómatur og steikt svínagúllas borið fram með hýðisgrjónum, pítusósu og sinnepi fyrir þá sem vildu).
Kvaddi feðgana stuttu fyrir hálfníu og dreif mig á extra langa kóræfingu. Hún var ekki búin fyrr en klukkan að ganga miðnætti. En það var gaman þrátt fyrir að við værum bara tvær mættar í minni rödd, enda iljaði það okkur þegar strákarnir sögðu við okkur eftir æfingu að þeir hefðu sjaldan heyrt í betri alt-dúett. Á æfingunni var því slegið föstu að halda vortónleikana mánudagskvöldið 24. maí n.k. Ég hlakka til en það eru nokkrir textar og lög sem ég þarf að festa betur í minninu...
5.5.04
- Vikan hálfnuð -
Ég las það einhvers staðar á blaði að það væru tveir dagar sem við ættum aldrei að hugsa of mikið um né hafa of miklar áhyggjur af; dagurinn í gær, sem er liðinn og kemur aldrei aftur og morgundagurinn sem er alveg óskrifað blað. Góð speki! Samt stend ég sjálfa mig að því á arkinu á morgnana (og jafnvel seinni partinn) að rífast HÁSTÖFUM (í hljóði þó) og velta mér upp úr hlutunum bæði þeim sem liðnir eru og því sem á eftir að gerast eða gæti gerst. Það er hægara sagt en gert að lifa eftir þessari speki, en ég reyni og ef ég æfi mig og æfi ætti það að takast á endanum.
En nóg um það. Strákarnir voru boðnir í afmæli til bekkjarbróður síns strax eftir skóla í gær. Það var til fimm og bauðst strákunum m.a. að fara í heitan pott og fleira. Svo ég arkaði beint heim vitandi það að Davíð mundi sjá um að sækja strákana. Gaf mér tíma til að nota það sem ég fann í ísskápnum og búa til einhvers konar grænmetispottrétt (með beikonbitum og kjúklingabaunum að auki). Feðgarnir komu mátulega heim þegar ég þurfti að fara. Kyssti þá bless og brunaði svo á nær tómum bíl á photoshop námskeiðið. Fjórir tímar þar flugu mjög hratt og skemmti ég mér mjög vel. Setti bensín á bílinn á heimleiðinni, dældi sjálf og allt, he he.
Í kvöld er svo kóræfing. Það styttist í tónleika og ég þarf að leggja harðar að mér við að læra textana utan að.
Ég las það einhvers staðar á blaði að það væru tveir dagar sem við ættum aldrei að hugsa of mikið um né hafa of miklar áhyggjur af; dagurinn í gær, sem er liðinn og kemur aldrei aftur og morgundagurinn sem er alveg óskrifað blað. Góð speki! Samt stend ég sjálfa mig að því á arkinu á morgnana (og jafnvel seinni partinn) að rífast HÁSTÖFUM (í hljóði þó) og velta mér upp úr hlutunum bæði þeim sem liðnir eru og því sem á eftir að gerast eða gæti gerst. Það er hægara sagt en gert að lifa eftir þessari speki, en ég reyni og ef ég æfi mig og æfi ætti það að takast á endanum.
En nóg um það. Strákarnir voru boðnir í afmæli til bekkjarbróður síns strax eftir skóla í gær. Það var til fimm og bauðst strákunum m.a. að fara í heitan pott og fleira. Svo ég arkaði beint heim vitandi það að Davíð mundi sjá um að sækja strákana. Gaf mér tíma til að nota það sem ég fann í ísskápnum og búa til einhvers konar grænmetispottrétt (með beikonbitum og kjúklingabaunum að auki). Feðgarnir komu mátulega heim þegar ég þurfti að fara. Kyssti þá bless og brunaði svo á nær tómum bíl á photoshop námskeiðið. Fjórir tímar þar flugu mjög hratt og skemmti ég mér mjög vel. Setti bensín á bílinn á heimleiðinni, dældi sjálf og allt, he he.
Í kvöld er svo kóræfing. Það styttist í tónleika og ég þarf að leggja harðar að mér við að læra textana utan að.
3.5.04
- Helgin liðin -
Það var ekki við öðru að búast. Þetta var hin þokkalegasta helgi þótt ég hefði auðvitað mátt nýta hana miklu betur. Ég er samt að hugsa um að vera sátt við árangurinn.
Veðrið var yndislegt á laugardaginn. Tvíburarnir léku sér úti allan daginn og fram á kvöld með félögum sínum. Ég var eitthvað að skrifa um það um daginn að það væri enginn tími til að lesa en í sökkti mér samt niður í eina bók á laugardeginum; Lífsjátning Guðmundu Elíasdóttur, skrifuð af Ingólfi Margeirssyni. Ætlaði aðeins að taka pásu milli verka en tíminn hvarf mér alveg, bókin er svo skemmtileg og vel skrifuð. Davíð var eitthvað að bralla í tölvunni og þegar ég rankaði við mér um fjögur leitið sá ég að ég væri í engu gerustuði og sagði við sjálfa mig að ég ætti frekar að nýta þetta góða veður og ákvað að skella mér í smá göngutúr. Ég kom heim næstum einum og hálfum tíma síðar, eftir að hafa labbað upp í Öskjuhlíð og áfram inn í Fossvogskirkjugarð. Tók stóran hring og heyrði m.a. í lóu og hrossagauk. Þetta þyrfti ég að gera oftar.
Gærdagurinn var annasamur en góður! Strákarnir vöknuðu upp úr hálfátta og ég dreif mig á fætur með þeim. Eftir morgunverð bauð ég þeim að horfa á Lion King til að nota textalestur sem hluta af lestrarkeppninni. Þeir voru ekki búnir að horfa lengi þegar Birta vinkona þeirra kom yfir og hún var rétt komin þegar fótboltafélagi þeirra hringdi upp á líka. Þeir náðu samt að lesa í þrjú korter og voru svo á leiðinni út þegar enn einn vinurinn birtist.
Um ellefu mættum við öll upp í kirkju til að fylgjast með Huldu frænku bera ljósið fram í barnastarf (ásamt Úllu vinkonu sinni) undir síðasta sálmi fyrir prédikun. Sú stutta var í glænýjum kjól sem mamma hennar hengdi upp eftir að Hulda var sofnuð á laugardagskvöldið. Um nóttina rumskaði Helga við það að dóttir hennar er eitthvað að brölta um í herberginu sínu. Þegar hún aðgætti málið var stelpan búin að klæða sig í nýja kjólinn og hélt því fram að þetta væri náttkjóll.
Strax að kirkjuferð lokinn fór Davíð á fund. Hann kom mátulega heim til að fara með strákana á fótboltaæfingu. Ég lét hendur standa fram úr ermum og byrjaði að undirbúa flutningana. Náði í Helgu systur úr barnaafmæli um hálffjögur. Hún var búin að lofa að verkstýra mér. Mennirnir okkar fóru með börnin á Dýrin í Hálsaskógi, síðustu sýninguna að ég held. Ég náði að setja ofan í tvo kassa og henda a.m.k. tveimur höldupokum áður en kominn var tími til að undirbúa matinn. Á meðan ég skar í sallatið hlustaði í á útsendingu frá mögnuðum spennuleik milli Vals og ÍR. Ég væri sennilega ekki búin að ná mér niður ef ég hefði verið á leiknum. Ég missti reyndar af leiknum sjálfum en hlustaði á framlengingarnar og bráðabanann. Þvílík spenna, þessi leikur hefði getað farið hvernig sem var...
Það var ekki við öðru að búast. Þetta var hin þokkalegasta helgi þótt ég hefði auðvitað mátt nýta hana miklu betur. Ég er samt að hugsa um að vera sátt við árangurinn.
Veðrið var yndislegt á laugardaginn. Tvíburarnir léku sér úti allan daginn og fram á kvöld með félögum sínum. Ég var eitthvað að skrifa um það um daginn að það væri enginn tími til að lesa en í sökkti mér samt niður í eina bók á laugardeginum; Lífsjátning Guðmundu Elíasdóttur, skrifuð af Ingólfi Margeirssyni. Ætlaði aðeins að taka pásu milli verka en tíminn hvarf mér alveg, bókin er svo skemmtileg og vel skrifuð. Davíð var eitthvað að bralla í tölvunni og þegar ég rankaði við mér um fjögur leitið sá ég að ég væri í engu gerustuði og sagði við sjálfa mig að ég ætti frekar að nýta þetta góða veður og ákvað að skella mér í smá göngutúr. Ég kom heim næstum einum og hálfum tíma síðar, eftir að hafa labbað upp í Öskjuhlíð og áfram inn í Fossvogskirkjugarð. Tók stóran hring og heyrði m.a. í lóu og hrossagauk. Þetta þyrfti ég að gera oftar.
Gærdagurinn var annasamur en góður! Strákarnir vöknuðu upp úr hálfátta og ég dreif mig á fætur með þeim. Eftir morgunverð bauð ég þeim að horfa á Lion King til að nota textalestur sem hluta af lestrarkeppninni. Þeir voru ekki búnir að horfa lengi þegar Birta vinkona þeirra kom yfir og hún var rétt komin þegar fótboltafélagi þeirra hringdi upp á líka. Þeir náðu samt að lesa í þrjú korter og voru svo á leiðinni út þegar enn einn vinurinn birtist.
Um ellefu mættum við öll upp í kirkju til að fylgjast með Huldu frænku bera ljósið fram í barnastarf (ásamt Úllu vinkonu sinni) undir síðasta sálmi fyrir prédikun. Sú stutta var í glænýjum kjól sem mamma hennar hengdi upp eftir að Hulda var sofnuð á laugardagskvöldið. Um nóttina rumskaði Helga við það að dóttir hennar er eitthvað að brölta um í herberginu sínu. Þegar hún aðgætti málið var stelpan búin að klæða sig í nýja kjólinn og hélt því fram að þetta væri náttkjóll.
Strax að kirkjuferð lokinn fór Davíð á fund. Hann kom mátulega heim til að fara með strákana á fótboltaæfingu. Ég lét hendur standa fram úr ermum og byrjaði að undirbúa flutningana. Náði í Helgu systur úr barnaafmæli um hálffjögur. Hún var búin að lofa að verkstýra mér. Mennirnir okkar fóru með börnin á Dýrin í Hálsaskógi, síðustu sýninguna að ég held. Ég náði að setja ofan í tvo kassa og henda a.m.k. tveimur höldupokum áður en kominn var tími til að undirbúa matinn. Á meðan ég skar í sallatið hlustaði í á útsendingu frá mögnuðum spennuleik milli Vals og ÍR. Ég væri sennilega ekki búin að ná mér niður ef ég hefði verið á leiknum. Ég missti reyndar af leiknum sjálfum en hlustaði á framlengingarnar og bráðabanann. Þvílík spenna, þessi leikur hefði getað farið hvernig sem var...
1.5.04
- Baráttudagur -
Apríl er liðinn og þar með þriðjungurinn af árinu. 1. maí í dag og mér verður hugsað til móðurömmu minnar heitinnar. Hún var ein af þeim sem fór í Keflavíkurgöngurnar og hún hefði ekki farið að bakka með þær eins og Spaugstofumenn voru að grínast með í einum þættinum sínum fyrir nokkru síðan.
Skórnir hans Davíðs Steins voru tilbúnir hjá Stoðtækni í gær. Davíð safnaði okkur mæðginum saman á fimmta tímanum. Strákarnir gefa sér alltaf góðan tíma til að taka sig saman. Davíð Steinn var aðeins á undan en uppgötvaði að hann hafði gleymt lestrarspjaldinu sínu í skólastofunni. Ég bað hann um að flýta sér að ná í það því svo værum við að fara og sækja skóna hans. - "Ég skal hlaupa eins og fætur toga, mamma!" og hann stóð við það. Oddur Smári vildi ekki koma með inn og sækja skóna. - "Hverju skiptir þetta mig máli, þetta er ekkert merkilegt fyrir mig!" og hann beið úti í bíl.
Áður en við fórum heim komum við við á einum öðrum stað. Í vikunni fékk ég sms frá 1900 með hamingjuóskum og tilkynningu um að ég hefði unnið poppgaffal. Ég minntist þess ekki að hafa verið að taka þátt í neins konar leik en Davíð sagðist hafa sent einhver sms úr mínum síma. Ég var auðvitað forvitin að vita hvernig poppgaffall lítur út svo við renndum eftir vinningnum og ég prufaði hann seinna um kvöldið. Skondið tæki.
Apríl er liðinn og þar með þriðjungurinn af árinu. 1. maí í dag og mér verður hugsað til móðurömmu minnar heitinnar. Hún var ein af þeim sem fór í Keflavíkurgöngurnar og hún hefði ekki farið að bakka með þær eins og Spaugstofumenn voru að grínast með í einum þættinum sínum fyrir nokkru síðan.
Skórnir hans Davíðs Steins voru tilbúnir hjá Stoðtækni í gær. Davíð safnaði okkur mæðginum saman á fimmta tímanum. Strákarnir gefa sér alltaf góðan tíma til að taka sig saman. Davíð Steinn var aðeins á undan en uppgötvaði að hann hafði gleymt lestrarspjaldinu sínu í skólastofunni. Ég bað hann um að flýta sér að ná í það því svo værum við að fara og sækja skóna hans. - "Ég skal hlaupa eins og fætur toga, mamma!" og hann stóð við það. Oddur Smári vildi ekki koma með inn og sækja skóna. - "Hverju skiptir þetta mig máli, þetta er ekkert merkilegt fyrir mig!" og hann beið úti í bíl.
Áður en við fórum heim komum við við á einum öðrum stað. Í vikunni fékk ég sms frá 1900 með hamingjuóskum og tilkynningu um að ég hefði unnið poppgaffal. Ég minntist þess ekki að hafa verið að taka þátt í neins konar leik en Davíð sagðist hafa sent einhver sms úr mínum síma. Ég var auðvitað forvitin að vita hvernig poppgaffall lítur út svo við renndum eftir vinningnum og ég prufaði hann seinna um kvöldið. Skondið tæki.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)